Heimskringla - 22.04.1925, Blaðsíða 8

Heimskringla - 22.04.1925, Blaðsíða 8
8. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA iWINNIPEG 22. APRIL 1925 ISLENDINGADAGSFUNDUR --- VERÐUR HALDINN — MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 4. MAf, KLUKKAN. 8-30 E. H. f GOODTEMPLARA-HÚSINU, SARGENT & McGEE Eftirfylgjandi spursmál verða rædd og lögS fyrir fundinn: 1. Er tími kominn fyrir Islendinga að leggja niður Islend- ingadagshald, vegna áhugaleysis fyrir íslenzku hátíðahaldi’? 2. Eiga Winnipeg-Islendingar, sem á undan gengu meS Is- lendingadagshald, aö verSa fyrstir til aö leggja það niður? 3. Ef hætt verður við Islendingadaginn; hversu skal þá verja þeim sjóði, sem nú er í fórum nefndarinnir? Gleymið ekki acf koma. — Núverandi nefnd skil-ar af dér! í umboði nefndarinnar. BJÖRN PETURSSON. j i I Skuggasveinn. Yerður leikinn í RIVERTON Miðvikudaginn 6. maí. Sökum annríkis leikenda verður leikurinn ekki sýndur annarsstað. ar utan Winnipeg. Inngangur 75c m Dana að leikslokum cas I Akurcyri 26. febrúar ’25. Yortónn. Seinasti fundur “Fróns” á þessum vetri hefir tvisvar verið auglýstur, en í bæði skiftin hefir sú ráðstöfun komið í bág við önnur mannamót. Eg finn mig knúðan til að gjöra enn á ný tilraun til að boða fund, fimtu- daginn 30. apríl,, á venjulégum tima. Hann verður ekki haldinn í G. T. salnum, sökum annars sem þar fer fram, heldu| í Jóns Bjarnasonar skóla. Til skemtana verður vandað eftir föngum. Miss Aðalbjörg John- son flytur erindi. R. Marteinsson. Vér viljum beina athygli fólks að samkomu þeirri, sem Kvenfélag Sam. bandssafnaðar efnir til í kirkjunni, á sumardaginn fyrsta, fimtudagirtn 23. þ. m. kl. 8.15 e. h. Allir sem skernta þar eru svo vel þektir, að meðmæli eru ónauðsynleg. Meðal þeirra sem skemta eru; hr. Einar H, Kvaran, síra Rögnvaldur Pétursson, síra Ragnar E. Kvaran, hr. ■ Bigfús HSalldórs frá Höfnum, Miss Rósa Hermannsson, Miss Ásta Hermannsson, Miss Furney og Miss Mayhew, organleikari i Knoxe kirkj. unni, og mun hún talin með helztu organleikurum þessa bæjar. Sömu-- leiðis verða ágætar veitingar fram reiddar. Annars mun nafn Einars H. Kvaran á skemtiskránni nægileg trygging, að hvert einasta sæti í ■kirkjunni verði fullskipað þetta kvöld. Laugardaginn 18. þ. m. lézt að heilsuhælinu í Ninette, Kristján Hin- rik Jóhannesson, héðan úr Winnipeg. (1987 Notre Dame Ave.), 35 ára að aldri. Hann var kvæntur og lætur eftir sig ekkju og tvö börn. Útförin fer fram frá lútersku kirkjunni á Victor stræti, fimtudaginn 23. þ. m., kl. 2 e. h. Dr. Tweed, tannlæknir, verður i Árborg þriðjudaginn 28. apríl. TIL SKIFTA EÐA $ÖLU Tvö ný hús í Blaine, 6 og 7 herb. Modern og 10 ekrur af landi við Everett, eru til sölu. Myndi skifta á þeim fyrir eignir i Winnipeg. Allar þessar eignir eru skuldlausar og í góðri hirðing. Þeir, sem vildu sinna þessu, snúf sér til Union Loan & Inv. Co., 518 Avenue Bldg., Wpeg, eða S. A. Anderson, Hiallson, N, Dak. TIL SÖLU er indælt hús á ágæt- um stað í borginni: öll þægindi inni og úti, og alt í kring, svo sem barna- skóli og Midskóli, kirkjur og strætis- vagnar o. s. frv. — Ágætir skilmálar. Frekari upplýsingar gefur B. M. LONG, 620 Alverstone Str. WONDERLAND “Sinners in Heaven”, sem verður sýnd á Wonderland fimtu'-, föstu- og laugardaginn í þessari viku, er gerð David Oooper O.A. President Venlunarþekking þýðir til þin glaesilegri framtið, betri «tððu, baerra kaup, meira traust. Með henni getur þú komist á rétta hillu 1 þjóðfélaglnu. bú getur öðlast mikla og not- hsefa verilunarþekkingu með þvl að ganga á Dominion Business College Fullkomnasti ▼ei'slunarakóli i Canada. 301 NEW ENDERTON BLDO. Portage and Hargrave (nœst vi8 Eaton) 8ZBQ ▲ 3031 N\s^ eftir sögu Clive Arden. Myndin sýn- ir karl og kvenmann, sem försjónin hendir upp á eyðiey við Aíriku- strendur. Reynið að hugsa yður hvernig yður myndi líða, ef þér lent. uð þannig á einhverjum útkjálka ver- aldar fiieð mann, sem þér hefðuð ó- beit á. Það er það, sem kemur fyr- ir Barbara Stockley, söguhetjuna, og þér getið imyndað yður einhver af æfintýrum þeirra þegar þér fréttið, að hún að lokum fær ást á honum, og giftist honum þar á staðnum. Hvernig giftingin fór fram og hvað skeði á eftir, er betra að sjá en lesa. Þegar slíkir snHllingar fem Bebe Daniels og Richard Dix, sem leika aðia(lhlutveitóin, eru aHsto?)uð af Holmes Herbert, Montague Love, Florence Billings, Effie Shannon, Bettv Hilburn og Marcia Harris, þá virðist meðferðin fyllilega trygð. Hið sérkennilega við mynd Lillian Gish, ‘‘The White Sister”, er feg- urð. Þessi mynd verður sýnd á Wonderland mánu-, þriðjti. og mið. vikudag í næstu viku. Hienry King, sem stjórnaði gerð, myndarinnar, ferðaðist um endalanga Ítalíu, til að leita að fegurstu stöðunum til mynda töku. — Hinar yndisfögru latnesku hallir ljómandi trjágarðir, gamlar myndastyttur i einu orði öll fegurð Italiu hefir verið innifalin i þessari mynd. “The White Sister”, eins og áður er getið, er gerð undir stjórn Henry King fyrir “Inspiration Pictures” fé- lagið og forseta þess, Charles H. Duell Jr., og er sýnd af Metro fé- laginu. ------0------- Frá íslandi. Höfðinglegar gjafir. Þau hjónin Einar Stefánsson skipstjóri og Rósa kona hans, gáfu 1000 kr. í Heilsu- hælissjóðinn. Sonur og stjúpsonur þeirra Magnús Aðalsteinsson frá Grund gaf sömuleiðis 1000 kr. Uppgripaafli hefir verið á Sandi síðastliðna viku. T. d. fengust á laugardaginn 60—70 kr. hlutir, en þá var og líka tviróið. Akureyri 19. mars ’25. FrA Heilsuhælisfélaginu. Húsa- meistari ríkisins kom með íslandi siðast og fór aftur með Diönu í fyrri nótt. Ásamt stjórn og framkvæmda. nefnd félagsins athugaði hann nokkra staði hér í grendinni, þar sem til mála gæti komið, að reisa fyrir. hugað heilsuhæli. Mun húsameistar- inn láta uppi álit sitt, eftir að hann hefir unnið úr athugunum sinum og verður þá tekin endanleg ákvörðun. Félagið hefir haldið áfram fjársöfn. un og undirbúningi. frjársöfnunar. Enn hefir það skrifað landlækni um málið. Verður eigi un't að hefja framkvæmdir fyr en heyrist um góðar undirtektir þingsfns og á- kvörðun verður tekin um staðinn. Hljómöldur við arineldjbóndans Ef þér voruð óánægður með söl- una á síðasta rjómadunk yðar, send- ið oss þann næsta. Saskalcliewan Co-Operaiive Creameries Limited WINNIPEG MANITOBA EMIL JOHNSON — A. THOMAS Service Electric 524 SARGENT AVE- Selja rafmagnsáhöld af öllum teg. undum. Viögerðir á Rafmagnsáhöldum, fljótt og rel afgreiddar. Talsími: B.1507. Heimasími: A-7286 Jónas Gunnlaugsson frá Þrastarhóli er 89 ára gamall í dag. Hann er elzti maður í bænum. Jónas er ern vel, gengur teinréttur og heldur vel sjón og heyrn. Hann hefir alla sína daga verið mesti fjör- og dugnaðarmaður, viðræðugóður, minþugur og marg- fróður. Leikfélag Akurcyrar afhenti ný- lega gjaldgera Heilsuhælissjóðsins kr. 1,764,49, sem er ágóði af leiksýning- um “Dóma”, samkvæmt því er áður var auglýst. Má þessi gjöf teljast mjög rausnarleg þegar á það er litið hvað þetta félag er fátækt og á erfitt uppdráttar. Ekkert félag i bænum mun leggja sig meira fram en Leik- félagið, til að ná tilgangi sínum. Margt af fólki leggur feikna mikla vinnu fram ókeypis í þágu leiklistar- innar og oft með mjög góðum ár- angri. Það er ástæða til að tjá Leik.. félaginu þökk fyrir óeigingjarnt og mikið starf og um leið fyrir gjöfina í Heilsuhælssjóðinn. -----0------ Góu-þula. Góu-bylur gaddinn skefur, gluggunum frostið lokað hefur. — Feiknstafi það gráa grefur og greinar öfugt, rúður á. — Öll er sveitin orpin snjá. Hvergi útúr kólgu rofar, kafalds-mökkva stormur hrofar fyrir sólu, fjöllum ofar fer hann geyst um lönd og sjá, herjar sólar.ylinn á. — Þó mannskæður Þorri væri, þó hann vikings eðli bæri, sat hann ei um sérhvert færi sólskininu að níðast á. Átti þíðu yl í hjarta, óska-stundir, daga bjarta, rökkrinu burt hann rýmdi svarta ruddi brautir vorsins þrá. Góðviðrinu Góa spilti gekk á seiðhjall, veðrin trylti, loftið kulda-kyngi fylti hvergi geisla á jörðu sá. Skaflana hlóð hún ofaná. — Góa er imynd illrar stjórnar auðníi ríkis sem að fórnar fýsna sinna altari’ á. Stjórnar, sem með heimsku og hroka hyggur að hún muni loka frelsið úti, en er að þokast ofan í móti, grafar til — gleymskunnar i græna hyl. Sem þó á mála Mörð og Loka og margp fleiri taki, fellur senn með fordæming á baki. 8. febrúar 1925. ÞULUR. — "Dagur”. Nú fer að koma sól og sumar. Syngur fugl á bleikum kvist, Angan lofts í austri brumar, Uti bráðum hlýnar vist. Frjálsir geysa vordagsvindar, Vetrarfjötrum holt og rindar Kasta, því frá suðri sólin, Svellin þýðir, dal og hólinn. Lífgar alt, sem lífgað getur, Lifið sjálft í frumur klætt, Kvatt oss hefur kaldur vetur. Kveður golan þýtt og sætt. Norður léttfleyg svala svífur, Sveifluhraðinn loftgeim klýfur, Árdags kliður bregður blundi, Brosir láð við endurfundi. Ris upp sál af sorgardrunga, Sjá hvar skin þín morgunsól. Kasta öllum kala þunga. Kveikt er ljós á veldisstól. öll náttúru öflin hljóma, III er vantrú keyrð í dóma. Allan þrúðvang ástlíf dreymir, Allar vonir ljósið geymir. YNDO. ----------y----------- BERKLAH ÆLISLE YSI HÆTTULEGT. Eitt af því, s(\n er alvarlega háska. legt, skoðað frá heilbrigðissjónar- miði, er hve oft það á sér stað, að sjúklingar á byrjunarstigi berkla- veikinnar ekki fá inngöngu vegna plássleysis á berkaveikishæli, og verða því að bíða eftir tækifærinu á heimili sinu, ásamt heilbrigðu fólki, sem er máske móttækilegt fyrir veik- ina, og jafnframt getur sá sjúki við biðina mist algerlega af tækifæri til að Jæknast. Þess, sem hér er bent á, finnast of mörg dæmi. Þarna er verkefni, sem að líkind- um fylkisstjórninni ber skylda til að ráða bót á hið allra bráðasta. G. J. Þakkarávarp. Þanri 9. desember siðastliðinn vildi þaö slys til, að eldur eyðilagði heim- ili mitt; gat ég af eigin kröftum litlu áorkað að bjarga, sendi ég þá til Ólafs Jósephssonar bróður mins, og fyrir ötula hjálp hans og konu hans varð nokkru af munum mínum bjargað. Eldurinn kviknaði út frá eldavél, eyðilögðust því eldhúsmun- ir allir. Bróðir minn og kona hans tóku mig og börn mín heim á heim- ili sitt, og nutum við þar góðrar að- hlynningar, er kom í góðar þarfir, því að við vorum mjög illa til reika. Félagssystur minar í U. F. W. fé- laginu gáfu mér í jólagjöf $25.00 virði af eldhúsmunum. Siðar höfðu þær félagssystur mírvar samkomu til arðs fyrir mig; nam sú upphæð $65.- WONDERLAND THEATRE FIMTIJDAG, FöSTUDAG og: LATGAHDAG I ÞBSSARI VIKV >‘S1 BEBE DANIELS AND RICHARD DIX MAVFDAG, ÞRIÐJUDAG ogr MIÐVIKUDAG í NÆSTU VIKU ULLIAN GISH IN ‘THE WHITE SISTER’ 75, sem ritari félagsinis, Mrs. A. S. Einarsson afhenti mér. Margir aðr. ir hafa sent mér peningagjafir, en ég hefi ekki leyfi til að birta nöfn þeirra. — Þessar gjafir, ásamt góðvild og j hluttekningu er ég hefi notið, þakka j ég. ásamt börnum) mínum, og bið Guð að launa. Gimli, Man., 16 apr. 1925 Hólmfríður Helgason. XREAm Vér kaupum rjóma — alt árið kring. — Hæsta verð. — Fljót skil. Sendið oss næstu dunka. CITY DAIRY LTD- WIMNIPCC- STANDARD DAIRIES LTB BRANDQN-' FYRIRLESTUR. Gefur Guð gætur að því, sem menn aðhafast hér á jörðinni og skiftir hann sér af verkum þeirra? — Þetta verður efni fyrirlestursins í kirkj- unni, nr. 603 Alverstone stræti, sunnudaginn 26. apríl, klukkan sjö siðdegis. — Allir boðnir og vel- komnir. — Virðingarfylst, Davíð Guðbrandsson. * ' - HEKLA CAFE 629 Sargent Ave. MALTISIR, KAFFI o. ». frv. flvalt tll — SKYR OG RJÖMI — Oplft frfl kl. 7 t. h. tll kl. 12 e. h. Mflfc G. AnderMon, Mrn. H. Pétursnon eifendnr. --- • Danmerkur, met5 hinum ágætu, stóru og hrat5skreit5u skipum SCANDINAVIAN - AMERICAN LINE Fyrlr l*«*KMtn farKjald $122.50 milli hafnarstaðar hér og Reykjavíkur. Næsta fert5 til Islands: E/S HELLIG OLAV fer frá New York 14. maí, kemur til Kaupmannahafnar um 24. maí. E/S GULLFOSS fer frá Khöfn 29. maí, kemur til Reykjavíkur 7. júní Allar iipplýNÍngar I Jíommu Mamhandi prefnar kauplauNt. SCANDINAVIAN - AMERICAN LINE 4«1 AIAITÍ STREET SIMI A. 4700 WIJÍNÍIPEG SUPEPIOR BRAUD Er sent beint heim til yðar frá bakaríinu Símiö A 3254 eða N 6121 MR. W. SAMSON annast afgreiðsluna í Vesturbænum. Látið hann njóta viðskifta yðar. Mother’s Baking Company. A STR0NG RELIABLE BUSINESS SCHOOL D. F. FERGUSON Principal President It will pay you again and again to train in Winnipeg where empfoyment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of employers and where you can step right from school into a good position as soon as your course.is finished. The Success Business College, Winni- peg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole Province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. THE BUSINESS COLLEGE Limited 38SM PORTAGE AVE. =» WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.