Heimskringla - 06.05.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 06.05.1925, Blaðsíða 2
1. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG' MAN., 6. MAÍ 1925 Bókasafn mitt. i. Eg á stórt bókasafn. Eg hefi keypt mikih af bókum um dagana, en hefi þó eigi þurft meira fé en alment gerist. Eg vildi eigi læra ab reykja né venja mig á neitt tóbak, og ég lofaSi eigi heldur nein. um að venja mig á áfengi, þótt sum. ir skólabræSur mínir reyndu þaS. I sta® þess aö kaupa tóbak, áfengi og annan óþarfa, hefi ég keypt bæk- ur, og þaö hefir reynst mér ágætlega. Eg get hiklaust ráSiS ungum mönn- um til aS gera þaS, hverjum eftir efnum sínum. Góðar bœktir gera mikiS gagn, ef þær eru lesnar meS athygli. Þær auSga adann. Þær veita mönnum ó- trúlega mikla ánægju og þekkingu. Þær eru eins góSap eins og beztu vin ir, og þær hafa þann kost fram yfir flesta vini, aS vera ávalt hjá oss, svo hægt er aS ná i þær í tómstundunum. Flestir þurfa eitthvaS til þess aS skemta sér viS, og þar reynast góSar bækur bestar fyrir þá, sem kunna aS 1esa. — Af þeim Islendingum, sem ég hefi þekt, hygg ég aS I’orvaldur Thor- oddsen hafi átt stærst bókasafn. ÞaS var um 7000 bindi, þá er smárit og sérprentaSar ritgerSir eru meS tald- ar. SíSasta áriS, sem hann var frískur, skoSaSi hann eitt sinn bóka- safn mitt og sagSi þá: “Þú átt stærra bókasafn en ég”. Eg svaraði: “Eg veit ekki hvaS mikiS þú átt uppi á lofti”. Hlann kvaS þaS mjög lítiS. “Þá er mitt safn stærra”. Nú eru liSin nærri fimm ár síSan þetta var, og síSan hefir safn mitt aukist um rúmar 20 álnir í bókahill- um. Eg veit ekki hvaS ég á margar bækflr, en ef allir íslenzkir smábækl- ingar, ritgerSir og kvæSi eru meS talin, þá verSa þær harla margar, ef til vill fleiri en nokkur íslendingur hefir átt. ÞaS er enginn hægöarleikur aS eigpiast annaS eins bókasafn eins og mitt. Yfirleitt eru þaS úrvals bækur, nema sumar islenzku bækurnar. Af því ég hefi sérstaklega Iagt stund á íslenzka! sögu og fræSi, hefi ég viSaS aS mér svo miklu af íslenzkum bók- um og bæklingum, því aS í þeim er oftast nær einhver fróöleikur eSa upp lýsing fólgin, þótt þesskonar hafi ekki neitt bókmentalegt gildi, og sé því aS vissu Ieyti eigi merkilegt. En ég á mjög margar góSar íslenzkar bækur, enda hefi ég lagt mesta alúS á aö eignast þær. Mestur hluti af bókasafni mínu er vel innbundinn, allmikiS prýöilega vel. Eg hefi á hverju ári, eins í dýr- tiSinni sem áSur, látiS binda inn margar bækur. í full 30 ár var ég svo heppinn, aS eiga viS mjög góS- an bókbindara. Töluvert er þó ó- bundiS, eiíhcum af útlendu mbókum, sem ég hefi eignast á seinni árum, en þaS hygg ég varla verá meira en svo sem einn fimtánda hluta af safninu; þó hefi ég ekki taliS þaS nákvæm- lega. Ef Island vildi nú eignast slíkt bókasafn, og léti einhvern mann, sem þaS treysti bezt, fara aS kaupa þaS og safna því, hygg ég aS hann mundi varla geta fengiS þaS fyrir 40,000 kr. Sumar bækur i safni mínu eru og ó- fáanlegar. Svo þyrfti maSurinn aS fá kaup á meSan hann væri aS vinna aS þessu. Til þess mundi varla ganga minna en 20,000 kr., og þaS veit ég, aS sumir menn á íslandi hafa fengiS 60,000 kr. í laun fyrir minna verk en þaS er, aö koma upp slíku bókasafni. ÞaS er ótrúlega mikil fyrirhöfn og tími, sem gengur til slíks ár eftir ár, en nú eru rúm 48 ár síSan ég tók aS safna bókum. Eg segi þetta til þess aS gefa mönn um dálitla hugmynd um, hve bækur eru nú dýrar og hve mikiö verk ligg- ur í því aö safna þeim, láta binda þær vel inn, segja fyrir um band á hverri bók og halda þeim vel hirtum í góSri röS og reglu, en eigi af því aS mér sé það áhugamál, aS fá svo mik- iS fyrir safniS sem mögulegt væri. Eg veit vel, aö sumir auSugir háskólar í Ameriku kaupa stundum góS bóka- söfn einstakra manna og borga þau vel. Einn þeirra keypti t. a. m. bóka- safn Konrads Maurers. Eg á einnig annaö safn, sem er al- veg einstakt í sinni röS. ÞaS hefir aS tiltölu kostaS mig miklu meiri vinnu og fyrirhöfn aS safna því en bókunum. Eg hygg að aldrei hafi nokkur Islendingur átt slíkt safn jafnstórt. Þetta safn eru greinar um Island og íslenzk málefni, fréttir frá Islandi, o. fl. úr útlendum blöðum, mest dönskum — í þeim hafa komiS út langflestar greinar um ísland — en sumar úr norskum og sænskum, fáeinar greinar einnig úr þýzkum blöSum. Eg hefi safnaö þvi eftir föngum í 40 ár. II. Einstakir landar, einkum kunn. ingjar mínir, sem til mín hafa kom- iS, hafa á síöari árum spurt mig aS, hvaS ég ætlaöi aS gera af bókasafn- inu mínu. Sumir, sem spurt hafa um þetta, hafa þó eigi séS nema þaS, sem er i vinntlherbergi mínu, en það er ekki nema þriöjungurinn. Þessari spurningu hefi ég vana- lega svaraS svo: “Eg ætla aS selja þaS”, ef ég hefi sagt nokkuS úm þaS. En það er líklega réttast að ég segi nú frá þvi á íslandi, hvernig ég hefi hugsaS mér aS selja bókasafn mitt, þvi að þaS er eigi alveg þýöingar- laust fyrir Islendinga, ef þeir kynnu aS kærsfsig um að ná í það og vilja sitja fyrir kaupunum. Eg hygg aS ég geti gert mest gagn meS því að selja bæöi þessi söfn, og vil gjarnan aS þau verSi aS sem mestu gagni fyrir ísland. Eg skal eigi draga dul á það, aS ég vil heldur selja söfn þessi til Is- lands en til Ameríku, þótt töluverS- ur munur væri á andviröinu, því aS ég vil gjarnan gera íslandi þaS litla gagn, sem ég get, og ég held aS ís- landi yrði mest not aö söfnuúum, ef þau yröu eign einhverra stofnana á Islandi. ÖlIIu bókasafni minu skifti ég i tvær aSaldeiIdir: íslenzku deildina og útlendu deildina. I íslenzku deild- inni eru allar bækur og bæklingar, sem eru á íslenzku, og ennfremur þau rit, sem snerta ísland, svo sem sögu þess og bókmentir ö. fl. ESli- legast væri aS þessar bækur lentu hjá einhverri islenzkri stofnun, sem gef. ur sig viS íslenzkum fræöum, sögu og menningarsögu, en á lítiö af þeim áöur. I útlendu deildinni eru mest dansk- ar bækur bækur og norskar, en líka ýmsar sænskar, enskar og þýzkar bæk ur og nokkrar á öörum málum. Flest- ar af bókum þessum eru sagnfræSis- rit, en þar eru líka mörg góö skáld- rit og margar góSar bækur um þjóS- félagsmál, uppeldi og almenn mál- efni. Þessar bækur gætu gert mikiS gagn, ef þær yröu eign alment fræö. andi skóla á Islandi, sem eiga lítið af bókum áöur, svo sem t. a. m. GagnfræSaskólinn á Akureyri, Kenn- araskólinn eSa Kvennaskólinn í Reykjavík. Mætti skifta þeim á milli þeirra, ef ríkissjóöur keypti. Greinasafn mitt ætti helst aS lenda í Landsbókasafninu; þar mundi þaS gera mest gagn. Mestur hlutinn af því er ófáanlegur, þótt Landsbóka- safnið vildi nú taka aS safna um Is- land greinum. Enginn getur safnaS slíkum greinum, nema meS því aS gera þaS jafnóSum og blöSin koma út. Ef ég ætti aö reikna nokkuð fyr- ir vinnu mína viS aS safna greinum þessum, «er eigi oflagt í, þótt ég telji það hafa kostaS mig um 10,000 kr., en mér dettur ekki i hug aS selja ís. landi safn þetta fyrir meira en 3,000 kr., ef íslenzka krónan er yfir 60 aura virði. En nú vilja menn ef til vill vita, hvaS ég hugsa mér að selja bókasafn mitt, ef ísland vildi kaupa þaS. Bóka. vöröur dr. Sigfús Blöndal hefir ný- lega metiS þaS á 30,000 kr. Þetta er mikið fé, enda þótt einstaka menn nú á íslandi fái viölíka mikil laun á einu ári. En segjum 30,000 fyrir bæSi söfnin, ef íslenzka krónan er yfir 60 aura virði. Eg vona aS þau kaup verði eigi vond fyrir ísland, því ég ætla mér eigi einn eyri af andvirS- inu, heldur ætla ég að gefa þaS alt Islandi, ef þaS kaupir, til þess að ávaxta það og stofna siSar fyrir þaS barnaheimili í sveit, einp og tsjást mun síöar, ef þeir, sem ráöa lögum og lofum á íslandi, kæra sig um aS kaupa söfn þessi. Hinsvegar ætla ég mér að hafa nokkra ánægju af and- virðinu, og er hún sú, aS ráöa hver eSa hverjir njóti ársvaxtanna af því fyrst um sinn eftir fráfall mitt. Eg vil þá láta einhvern mann, einn eöa fleiri, sem ég á gott að launa, njóta þeirra á meöan hann eða þeir eru uppi og sel ég ekki söfn þessi á ann- an hátt, en með fullum rétti til að ráða þvi. Þá ætla ég mér líka þann rétt og ánægju aS ákveða, hvernig íslenzkum munaðarlausum börnum megi helst verða gagn að andviröinu, og hefi ég gert ákvæSi um þaS, ef á þarf aS halda. Ef söfn þessi verða eigi keypt á íslandi, þá vevSa þau seld hér eða í öSrum löndum, en þá verður and. virSið eigi heldur notaS Há íslandi, og hefi- ég auSvitað gert líka ákyæði um þaS. Nú geta Islendingar íhugaS þetta. Kaupmannahöfn í desember 1924. Bogi Th. Melsteð. ------0------ Flóðið mikla í Grindavík * 21. janúar 1925. Mönnum hér syðra er enn í fersku minni ofviðriö mikla, 21. jan. síSast. liðinn, þegar alt ætlaði um koll aS keyra i Reykjavík. Enda þótt varla væri hálfstækkaður straumur, geröi samt þaS voöaflóð austanfjalls og út. meS Reykjanesskaganum, aS menn muna ekki annaö eins. Það hefir sennilega ekki gefiS eftir. "Háeyrar- flóöinu” 2. jan. 1653, eða jafnvel ekki hinu annálaða “BásendaflóSi” 8.—9. jan. 1799, aö minsta kosti ekki, þar sem það varS mest. StórflóSiS 11.— 12. des. 1867 hefir varla veriö jafn- oki þess. Mestan usla gerSi flóöið í Grinda- vik, og þó aðallega i miðhluta sveit- arinnar. JárngerSarstaSahverfinu, þar sem verzlunin er og mest bygSin, SUMAR SKEMTIFERDIR SUMARLEYFISFARBRJ EF Kyrrahafsströnd $72 VANCOIVER VICTORIA OG AÐRAR BORGIR FRA WIN.VIPEG OG TIL BAKA ÞAXXIG GETIÐ ÞÉR SÉÐ BANFF, LAKE LOITME OG EMERALD LAKE A LEIRINNI TIL SÖLU 15. MAÍ TIL 30. SEPT. Austur Canada meb JARXBRAUT EOA .1A UV- BHAIIT EÐA JARXBRAUT OO SKIPUM Canádian Pacific Skip FRA FORT WILLIAM EÐA PORT ARTHUR, MIHVIKUDAG OG UAUGARDAG TIL PORT McSÍICOLL, OG FIMTUDAG TIU OWEN SOIÍND. ÞRJÁR ÞVERÁLFULESTIR HVORA LEIÐ DAGLEGA Ein þeirra er TRANS CANADA LIMITED DE-UUXE SVEFNVAGXAUEST (fyrata Ir»t 1». mal) og mun það hafa stafaS af því, aS undir flóðiS gekk hann til á áttinni, úr suSaustri í hásuBur, og stóS þá veöur og sjór beint inn á Járngerö- arstaðavíkina. Annars staðar í sveit- inni voru skemdirnar aSallega fólgn- ar í grjótburSi á tún og jaröspellum utangarðs. Líöandi hádegi var flóð- ið orðiö eins hátt og hæsta stór- straumsflóð annars, en á þriSja tím. anum er þaö náði hámarki sínu, mun þaS hafa fariS nál. 3 metra upp fyr- ir þaS, eöa 1—2 metra yfir hin lægri tún og flatir utanigarös, auk þess, sem sjórinn fylti allar lautir og flæöi- tjarnir, sem þar eru, og komst langt upp fyrir bæi, og sumstaöar góSan kipp upp í hraunin, sem þar eru al- staöar umhverfis. Upp úr s. n. Litlubót, flæddi hann t. d. upp meS túngöröunum á Járn- geröarstööum, fylti VatnsstæSiS (tjörn er svo heitir). og náSi langt upp í Bóndastekkatún, kippkorn fyr- ir ofan JárngerSarstaSi, nál. 1 km. frá sjó. Þar fanst keila rekin! Ann- arsvegar brautst sjórinn inn fyrir utan lendingarnar, flæddi yfir öll tún og garöa, þar fyrir innan, upp á milli GarShúsa og Krosshúsa/svo aS tún- garöar, sem þar eru á milli, féllu, og alveg upp aö hrauni. Voru þá Járn- geröarstaSir og GarShús, þau býlin, sem eru einna lengst — en ekki bæst — frá sjó, nærri um flotin. í þriSja lagi braust sjórinn inn í tjörn, sem er þar í djúpri laut fyrir neöan bæ- inn, og fylti lautina svo, aö sjórinn féll upp á hlaSiS á JárngerSarstöS- um, og nærri því upp aS GarShúsum, og hvitfyssandi boSar fóru þar um hin lægri tún fyrir neðan. ÞaS vant- aði litiS á, aS þaS flæddi yfir hinn góða varnargarS, hraunklöppina, Sölvhól, fyrir framan tjörnina hjá JárngerSarstöðum, sjógusurnar gengu yfir hana. Þetta hafSi mér veriö sagt alt sam- an hér inn frá af sjónarvottum, en í síðustu viku’ brá ég mér suður meö- fram til aö sjá meS eigin augum, alla þá “viÖurstygS eyðileggingarinnar”, sem ég haföi heyrt um, og vildi þá svo vel til aS jörS var alauS, þegar ég kom þangað, og flest meS ummerkj- um, eins og Ægir hafSi skilið við þaS þenna minnisstæöa dag, og bar þess ljósan vott, að ekki hafði veriö bætt viS eöa orðum aukiö í frásögninni. Eg varöi mestu af þriðjudeginum til þess aS kynna' mér afleiSingarnar. ÞaS sem ég tók einna fyrst eftir var þaS, *aö hinir háu malarkambar, eða kambar, sem sjórinn sjálfur hef- ir hlaðiS þar víöast svo háa fyrir framan hverfiS, aS varla sér til sjáv- ar af túnunum, viíru nú víSast lækk- aðir aS mun, og á sumum svæöum al- veg jafnaöir viS jörS, skolaöir inn á túnin fyrir innan, ásamt þykku lagi af sandi, þar sem hann hafði veriS fyrir, og þar meS voru og burtu all- ir túngaröar, sem staðiS höfðu innan viS kampana, og matjurtagaröar þeir, sem næst voru sjónum. Jafnvel heima á Járngeröarstööum, voru kálgarða- veggir fallir. Á túnunum voru rastir af vikurmolum, sem fyrir mörgum öldum hafa skolast á land á einhverj. um eldgosunum og smám saman graf ist djúpt í sandflatirnar fyrir utan hverfiö. Nú hafði sjórinn rótag þessu upp og þoriS þaö á túnin. Dálaglegur áburöur! En til uppbótar hafði hann boriS þang og þara á annarsstaðar, og sumstaðar lá þang uppi á háum hraunklöppiim, langt frá sjó, og sýndi bve hátt sjórinn hafSi komist. Spell á húsum höfðu orSiS allmik- il, einkum braut sjórinn mjög sjáv. arhús eöa skolaöi þeim til, og mik- iS hafði skemst í þeim af salti, afla og áhöldum, en mörg af þeim var nú búiSi að laga, eöa reisa ný, því aö án þeirra gátu menn ekki verið, þegar vetrarvertíöin fór í hönd. Verst höfðu fjögur býli orSið úti, sem næst eru sjónum: Völlur, Vallarhús, Hrafns- hús og Ekurhús. Á Velli, í Vallar- húsum og Ekurhúsum fóru stórar spildur af túnunum undir sand og grjót. Á Velli og í Hrafnshúsum tók hlöður og fjóá upp og í Ekurhús. um timbur-baöstofu og standa nú þessi hús góöan kipp frá þessum bæj- um, en lítiS brotin, þau flutu í flóö- inu,' eins og Nóa-arkir, mannlaus og skepnulaus þó; mönnum og skepnum hafði veriS bjargaS í tima; en á Velli fórust um 20 lömb í húsi, sem stóö nærri sjó, og skolaðist alveg burt. Annars týndist fátt af skepn- um. Ut meS sjónura, fyrir utan hverfiS • eru viða sendnar flatir og hraun hellur á víxl, en skeljasandur og kampar viS sjóinn. JarSvegur all- ur og sandur var nú mjög upp rifinn, og sandinum skolaS langt inn á land, jafnvel inn yfir næstu tún, til stór. skemda á högptm og túnum. Glögg- astan vott um hafrótiS, mátti sjá i Malarendum, fyrir utan JárngerSar- staöi (ranglega nefndir VörSunes á korti herforingjaráSsins); þar er mjög stórgrýttur kampur, þar sem feömings björg lágu á há kampin- um 1—2 mannhæðir yfir vanalegt stórstraums flæðarmál. Nú var kampurinn lækkaöur aS mun og margt af björgunum komiS injt á grasflatirnar fyrir innan. Eitt þeirra, á aS giska 2j4 ten.meter, og þá nál. 3 tonn að þyngd, lá eina 20 m. uppi á flöt og líklega komiS ofan úr há- kampi. — Stýrishús meS undirhúsi af enskum botnvörpung, sem strand- aS hafSi fyrir utan JárngerSarstaSi fyrir mörgum árum, og haföi lengst .af legiS á kafi niðri í djúpu lóni í Litlubót, var hú komiS upp á flatirn- ar þar fyrir ofan, og stóð þar eins og turn. Þýzki botnvörpungurinn, sem strandaöi í fyrra viS StaSarmalir, fór á kreik og upp á há kamp i Staðar- bót, rétt eins og hann ætlaSi aö 'heilsa upp á prestinn á StaS. Fleira mætti tina til, ef rúmiS leyfði. ÞaS var mikiS lán, aS flóðiö kom um miðjan dag. Menn sáu hættuna, og gátu gengiS rólegir aS björgun- arstarfinu, enda þótt það yröi full- erfitt, þar sem veöriö var svo afskap- legt, og sjódrifið eftir því. Grind- víkingar eru vanir aö sjá framan i úfinn sjó, og æðrast ekki — úti á miðum, en aö vaSa sjóinn í mitti eöa axlir á ógreiöfærum vegum, innan um gaddavírsgiröingar og annan far- artálma, meö kvenfólk og börn í fangi, og fá svo ólögin á sig og veröa aö bjarga' sér undan þeim upp á fall- andi garöa, þaö voru þeir ekki vanir viö, en alt gekk þó slysalaust. Sumir fóru um túnln á bátum, og tóku fólk út um gluggana.. HefSi flóöiS kom- IS um dimma nótt, og enginn getað séö, hvaö eiginlega var aö gerast, er líklegt, aö felmtur heföi gripiö marga, og sennilegt, aö manntjón heföi orðiö og þaö eigi lítiS. LTrrf tjóniö sem flóö þetta olli í Grindavík, þarf ekki aö fjölyrða hér, því aö Einar kaupmaöur, frændi minn í GarShúsum, skýröi frá því í Morg- unblaðinu, þegar á eftir. Ógerning- ur er að meta það til peninga, en tal- iS er að það nemi að minsta kosti 20 þús. kr., sem falið er í skemdum á húsum, salti, matvælum, túnum, mat- jurtagöröum og girðingum. JarS- spellin utan garðs, er ekki auðið að meta. AS vísu er efnahagur manna þar í góðu lagi, vegna þess, að fólk- ið er atorkusamt og gætiö í öllum framkvæmdum, og nýtir vel alt sem þaö aflar. En fáir eru þar ríkir menn, og hin umgetna upphæð er all- þungur skattur á hverfiS. En þaþð er ekki hiS versta; það mundi lag- ast með tíð og tíma. HiS alvarlegasta er, aS hverfið liggur nú berskjaldað fyrir öllum nýjum flóSum — og stór- flóö geta komiS á hverjum vetri, þó aö vonandi veröi langt aö bíSa ann- ars eins og þessa i vetur, — þar sem að bæði túngarSarnir og einkum hin. ir náttúrlegu varnargarðar, kamparn- ir eru fallnir, og úr þvi þarí aö hæta hiö bráöasta. VerkfræSingur hefir gert áætlun um aö varnargarður fyr- ir hverfið muni kosta rúmar 100,000 krónur, og það er meiri upphæð en sveitin öllgetur undir risið. — ÞaS hefir verið leitað til hins opinbera um hjálp, og hana verður að veita, bæði Grindvíkingum og öðrum, er fyrir svona tjóni hafa orðiS, og þó hún yrði ekki veitt öll i einu, mundi hún samt koma aö liði. í JárngerSarstaöa hverfinu er fyrst og fremst þörf á skjólgaröi fyrir lendingarnar og upp- sátrið — og hann yrði ekki svo dýr — annars er útræöiS, lifæS þorpsins, í veði. Svo eru tvö skörö, eöa lægö- ir, sem sérstaklega þarf aS fylla í, þar sem kamparnir hafa sópast alveg burtu, og hætta á frekari niSurgrepti, af því aS djúpt er þar á klöppum; sumstaðar eru klappir fyrir, sem halda, eSa eftir kampar, sem stand- ast öll “skikkanleg” flóö. AfleiSing- unum af algerSu aSgerðarleysi skal ég ekki lýsa. 1 útlöndum býst ég viö aö rikiS mundi telja þaS sjálfsagt, aS bæta úr aðal þörfinni, allsherjar varn argaröi fyrir plássiS, og í fulhi trausti til þess, að þeir sem hugsa eiga um velferð lands og lýös, bregðist vel viS HvaS lengi sem þú hefir þjáðst af bakverkjum, höfuSverkjum, bólgn um liöamótum og öðrum tnerkjum nýrnar., eða blööru-sjúkdóma, eyöa Gin Pills vissulega þjáningum þín- um. 50/ hjá öllum lyfsölum og kaupmönnum. National Drug & Chemical Company of Canada, Umited. Toronto — — — Canada. 82 'hjálparbeiðni Grindvikinga og ann- ara, sem orSiö hafa illa úti í flóöi þessu, enda ég þessar línur. Bjarni Scemundsson. II — “Vísir”. ---------x-------- Skipskaðarnir við Island. I hollenska blaðinu “Het Centrum” er út kom 24. f. m. stendur þetta: “Botnvörpungurinn “Za^nptroom”, 7 IJm. 50 kom aS morgni 22. þ. m. frá íslandi og segir skipstjórinn frá því, aö þeir fyrir norðan Island út af Horni (Kap Nord) hafi hrept ofsalegt bálviðri í þrjá daga. En ná- lægt þeim hafi farist 2 botnvörpung- ar, er hann hyggur að hafi veriS ís- lenzkir. Skip hans varð fyrir mikl- um áföllum og einnig af rekaldi því, er rak á hann frá nefndum tveim skipum, er skemdi talsvert þilfar hans”. Eftir þvi sem Vísir hefir heyrt, þá er íslenzkur stýrimaSur á þessu holL enska skipi, og væri ástæða til aS leita nánari fregna af skipshöfninni um þessa atburSi. -------0----- Frá íslandi. Akureyri, 27. marz. Fólkið á tJIfá hefir flúiS, óttast annaS snjóflóS. Er önnur sprunga komin í hengjuna upp af bænum. Getur komis hlaup úr henni, er minst varir. Ur fjárhúsinu, er snjóflóS- iS féll á, tókst á öörum degi a5 bjarga 20 kindum. Fjórtán fórust. Ulfárbóndinn heitir Jóhann Jósefs- son og er fátækur maður. “Tidens Tegn”, höfuSblaö NorS- manna, -skýrir frá því í fyrra mán. uði, að prófessor SigurSur Nordaí ætli í haust að flytja fyrirlestra um islenzkar bókmentir i háskólanum í Osló. BlaSiS flytur og mynd af hon. um, fer um hann mörgufn lofsorðum og getur helstu ritverka hans. Sama blaö flutti i þessum mánuði langan ritdóm um hina íslenzku lesbók pró- fessors S. N. eftir prófessor Fred- rik Paasche og mælir hann hiS bezta meö bókinni og hvetur Norömenn til þess aS; lesa hana. Hvera-gos mikiS sást héðan í morgun suður á ReykjanesfjalIgarSi; virtist vera nærri Krýsivíkurnámum. ------0------- Baltasar. Eftir Anatole Francc. Magos regis fere habuit Oriens*) Tertullius. I. Á þessum tímum ríkti Baltasar konungur, sem Grikkir kölIuSu Sara_ cin í Epíópíu. Hann var svartur á hörund, en þó fríður ásýndum. Sál hans var hrein og laus viS fláttskap og hjarta hans göfugt. Þá hann hafði setiS að völdum þrjú ár og var tuttugu og tveggja ára að aldri, yfirgaf hann ríki sitt, til aö *) Konungar Austurlanda voru vanalega vel að sér í töfralistum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.