Heimskringla - 06.05.1925, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.05.1925, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA WINNIPEG- MAN., 6. MAI 1925 (. BLAÐSIÐA A læknisheimilinu. — E F T I R — GRACE S. RICHMOND. Jóhannes Vigfússon þýddi. Loks komu þeir gangandi frá húsinu, og töluðu allákaft, en Ellen heyrði ekki til þeirra, en hún sá að þeim kom ekki saman. Svipur dr. Van Horns var óhreyfanlegur, en augu hans lýstu hatrinu, sem hann bar til þess manns, er hann talaði við. Burns gat þar á móti ekki dulið, að hann var ofsareiður. Og Ellen var hrædd um að hann gæti ekki stjórnað geði sínu. Hún hafði aldrei séð Red jafnreiðan fyr. Systir hennar, mágur og Chester, höfðu sagt henni, að reiði hans væri svo óstjórnleg, að eng- inn gæti sefað hana. “Ef þú sérð hann saga við um miðja nótt, þá veizt þú að eitthvað amar honum”, sagði Jim og hló. “Eg aðvara þig aðeins, Ellen”. “Eg er ekki hrædd, Jim”, svaraði hún. “Æs- ing er betri en ísstöngull”. Hún mundi eftir þessum orðum nú, þegar hún sá mann sinn snúa sér frá Van Horn, og ganga á undan honum ofan veginn. En svo átt- aði Burns sig, sneri sér við og sagði: “Eg bið um afsökun læknir, en ég hefi mikið að gera í dag”. “Þér þurfið enga afsökun að gera, Red”, svar aði hinn hæversklega, “við vitum allir, að þér hafið meira að gera en nokkur okkar”. Andlit hans var jafn fölt og Burns var rautt, og Ellen vissi að báðir voru bálreiðir. “Eruð þér ekki þreyttar af að bíða enn þá, frú Burns?” spurði Van Horn. “Þér hljótið að vera huggandi fylgdarpersóna þjakaðs manns”. Hún brosti aftur og kvaddi hann alúðlega — svo dugleg er kvenpersóna til að dylja tilfinn- ingar sínar. Nú var ekki hentugur tími til að tala — það , qpr vissi hún. Hún lét Burns láta sig ofan ur vagn- inum við götuhorn, og bað hann ekki að sækja sig aftur. • Þegar hann kom heim um kvöldið, þá gekk hún á móti honum með þeirri von, að hann yrði nú hjá henni. Hún lagði handleggina um háls hans, þegar hún bað hann um að vera kyrran, og þegar hann leit á hana, blíðgaðist svipur hans. Hún sá strax, að hann var hryggur og þreytt- ur um of. “Nei, ég verð að fara aftur til þessa viðbjóðs- lega tilfellis.” “Þar sem ég beið þín í morgun?” “Eg lofa sjálfum mér í hvert skifti, að ésg skuli ekki fara þangað aftur. Ef ásigkomulag- ið er hið sama nú og fyrir fáum stundum síð- an, neita ég að skifta mér nokkuð af þvi”. “Red, þú ert eins þreyttur og uppgefinn og þú getur orðið. Komdu og legðu þig á stóra legubekkinn og leyfðu mér að hlynna að þér, þangað til um dagverðinn. Þú þarft þess — og þú færð betri lyst”. Hann hlýddi hikandi, sem annars þótti svo vænt um að hún hlynti að honum. Hann fleygði sér á legubekkinn og stundi, en lét hana laga sessurnar undir höfði sínu. Hún settist við hlið hans. “Getur þú ekki sagt mér eitt.hvað um þetta, góði?” spurði hún. “Mig langar svo til að vita hvað gerir þig jafn óánægðan”. “Þú hefir líkle^a skilið það — ég hélt, ég hefði dulið það fyrir þér”. Burns lokaði aug- unum og hnyklaði brýrnar. “Eg sár auðvitað, að það var eitthvað sem þjáði þig. Þú hefir ekki verið líkur sjálfum þér í marga daga”. “Eg er líkur mér. Þú hefir ekki þekt mig fýr. Hinn er að eins — djöfullinn — klæddur þeim fötum, sem hann á ekki”. “Ó, nei, segðu þetta ekki!” “Það er satt. Eg er svo bálvondur nú, að eg gæti drepið þenna hræsnara, James Van Horn”. “Hefir hann móðgað þig?” “Móðgað mig? Hann stingur rýting í bak mitt, í hvert skifti sem hann hefir tækifæri til þess, en hann hefir aldrei haft jafn gott tækifæri og nú. Þetta er minn sjúklingur, en hann hefir hagað sér svo lævíslega, að þeir treysta honum betur en mér”. Hann stóð upp og fór að ganga um gólf. “Sjúklingurinn er mikilhæfur maður, og það er áríðandi að honum batni. Ef hann gæti þol- að það, ætti að gera á honum holskurð, en það eru engar líkur til að hann geti hepnast í nú- verandi ásigkomulagi hans. En það er ofur- lítil von um, að honum batni án hans. Eg er vanaiega fús til að holskera, en í þetta skifti þori ég ekki að gera það. Og það sem hræði- legast er, að á hverri stundu telur hann fjöl- skyldu sinni trú um, að sjúklingnum mundi batna við holskurð. Hann segist vera viss um bata, hver sem afleiðingin verður — en ábyrgð- in hvílir á mér”. “En ef sjúklingnum batnar?” “Það er því ver lítil vonm u bata, og deyji sjúklingurinn, þá er það því að kenna, að ég gerði ekki holskurðinn, eða það mun hann segja fjölskyldunni, og það er það, sem gerir mig æstan”. “Mundi hann vilja holskera sjá-lfur ” Burns hló — ógeðslegum hlátri, sem hún hafði ekki heyrt frá vörum hans fyr. “Það hefði enginn getað fengið hann til að gera, jafnvel ekki þegar hann réði til þess fyrst. Og ég hefði ekki getað leyft það, því ég veit það með vissu, að sjúklingurinn hefði ekki komið lifandi frá holskurðarborðinu. Skilur þú ekki, að ég varð að berjast fyrir lífi sjúklings míns — eða rétt- ara sagt, fyrir hinu litla útliti að hann gæti lif- að — og um leið veit ég, að ég gref mína eig- in gröf”. “Líður sjúklingnum ver núna?” “Nei, hann er furðu góður. En veikin er gkki af því tagi, að hún deyði hann í nótt. Það tekur tvo eða þrjá daga ennþá, hvernig sem end- irinn verður. Hvernig ég á að komast í gegnum þétta, eins og nú standa sakir — mæta þessum skinhelga Judas þrisvar á dag við sjúkrabeðinn, og reyna að halda geðsmunum mínum í skefjum, svo ég verði mér ekki til skammar---------”. “Kæri Red--------”. “Eg vil ekki að þú sért Job, heldur maður”, sagði hún alvarlega. “Og það er ekki karl- mannlegt að haga sér eins og þú gerir nú. Þú hefir heimild til að vera reiður, en þú hefir ekki heimild til að láta reiðina eyðileggja þig”. Hann starði á hana. Hann var vanur við ástúð og hlýðni hjá henni, og gat því ekki skilið, að hún væri að vanda um við hann -— alúðlega en alvarlega. Samt hafði hann aldrei elskað hana heitara en nú. Hún var félagi sem skildi hann. Hann hló og þrýsti henni fastara að sér. “Eg veit að þú hefir rétta skoðun, — ég — ég skal reyna að vera eins og þú vilt, elskan mín. En gerðu þér ekki of miklar vonir!” Hánn kysti hana ástúðlega. Þau gengu inn til dagverðar, og sér til undr- unar fann Burns, að hann um stund gat hætt að hugsa um sorgir sínar, og að hann hafði góða matarlyst. Þegar hann sneri svo aftur til veika mannsins, fanst honum hinn góði andi fylgja sér og hjálpa til að sefa reiðina, sem gerði hon- um svo mikil óþægindi. Það var komið að dagrenningu þegar hann kom heim aftur. Ellen svaf ekki, þó hún bygg- ist ekki við honum upp, en þegar dyrnar voru opnaðar, rétti hún hendurnar á móti honum. ’ Hann gekk til hennar og settist á rúmstokkinn. “Eg hefi neitað að stunda þenna sjúkling”, sagði hann viðkvæmur. “Það var það eina, sem ég gat gert. En þín vegna gerði ég nokkuð, sem ég hélt mig aldrei færan um að gera”. “Segðu mér það”, bað hún láigt. “Eg sagði þeim blátt áfram, að ég vissi að þau færi ekki að mínum ráðum, en fylgdu Van I Horns, með tilliti til meðferðarinnar. Og að ég vildi ekki skifta mér af því fólki, sem ekki Hún stóð líka upp og gekk til hans, lagði treysti mér. Þegar ég væri farinn, gæti þau hendur sínar á axlir hans og horfði framan í farið að ráðum Van Horns sem yrði hægra fyr- hann. “Að þessu leyti bátt, en Van Horn þér meiri. í ir hjúkrunarstúlkurnar. Og þau og Van Horn en ekki á neinn annan tóku með gleði á móti afsögn minni. En þeg- Han getur stýrt honum. “Ekki alveg — þegar þú kynnist Hann er jafn æstur og ég, en-------”. “Hann lætur ekki bera á því. Og þess vegna hefir hann hagnaðinn sín megin”. “Heldur þú að ég viti það ekki? En ég hefi rétt fyrir mér og hann rangt — ”. “Þess vegna ert það þú, sem átt að vera ró- legur — þú veizt hvað vísindamaðurinn sagði: “Ef þú hefir rétt, þarft þú ekki að reiðast — hafir þú órétt, þá hefir þú enga ástæðu til þess”. Red greip hendurnar, sem lágu á öxlum hans, Ellen, annars er maður staddur í vandræðum. og leit á hana með dökkri glóð í augum sínum. I Eg gat ekki haft neina viðurkenda stöðu þar “Þú getur gefið mér öll þau hygnu ráð, sem í húsinu, eftir að ég hafði neitað áð vera þar, ar ég ætlaði að kveðja veika manninn, varð hann hryggur og bað mig að yfirgefa sig ekki. Hann hefir alt af treyst mér. Þau höfðu ekki hugsað um þetta, en sáu strax, að þau urðu að mig til að vera, annars væri endirinn nálægur”. “Þú máttir þá til að vera kyr?” “Já, ég mátti — en gat það ekki. Þau vildu að Van Horn réði meðferðinni. “Sjúklingurinn deyr ef þú ert ekki kyr. Þú getur ekki látið kurteisisvenjur iðnaðar þíns — 99 “Ekki það? Þeim verður maður að fylgja, þú vilt — þau duga ekki. Eg hefi ástæðu til að vera reiður, og ég er reiður, og ég get ekki gert við því. Eg er að eins manneskja”. nema því að eins að Van Horn hefði dregið sig í hlé. Það var aðeins eitt sem ég gat gert, láta sjúklinginn álíta að ég héldi á-fram að vera “Já, góði, þú ert manneskja, og það er ég læknir hans, þó Van Horn tæki alt að sér. líka. Þú hefir orðið fyrir rangindum, og ég “En, Red — þau hafa ekki getað beðið þig held að ég sé eins reiður og þú við dr. van um það”. Horn, á minn hátt, þegar ég, eins og nú, þekki “Það var einmitt það, sem þau gerðu. Þú ástæðurnar. En — mér væri svo kært, að þú héldir sjálfsstjórn þinni. Þú ert göfugmenni, en hann ekki, en framkoma hans er göfugmann- leg, en þín ekki”. “Hvað er þetta?” “Það er tilfellið, góði”. ‘Hvað veizt þú um það?” getur ekki skilið hve auðmýkjandi slíkt er. En ég gerði það samt — þín vegna”. Hann þrýsti henni að sér, og fekk sín laun. “Guð blessi þig”, tautaði hann. Er þér það svo áríðandi, að ég læri að stjórna mér?” “Ó, ef þú vissir hverja þýðingu það hefir fyr- ir mig. En nú hefir þú gert skyldu þína — og un’ Af því sem ég sá fyrir utan húsið í morg- það gleður mig svo — ”. “Hrósaðu mér ekki of snemma — máske ég geti ekki ráðið við mig. Reynslan stendur yfir næstu 24 stundirnar!” “Eg veit að þú hefir þessa reynslu”. Hann greip svo fast í handlegg hennar, að hann sveið sárt. “Átt þú við að ég skuli brosa til hans, eins og hann til mín?” “Nei; en þú mátt ekki líta þannig út, eins og þig langi til að berja hann”. “Það vildi ég helzt af öllu gera. Þér finst ef- laust að ég sé ruddalegur nú? Þú þektir mig ekki frá þeirri hlið! Þú hélst að eins að ég væri hughlýr o. s. frv. Þegar ég verð fyrir einhverju eins og þessu, þá er ég — já, ég vil ekki hneyksla eyru þín með því að klæða það í orð”. Hann gekk út úr herberginu, og hún horfði á eftir honum með undarlegum svip. En áður en hún fékk tíma til að hreyfa sig, kom hann hlaupandi inn aftur til hennar og þrýsti henni að brjósti sínu. "Eg veit að ég er utan við mig nú, en ég átta mig þó svo mikið, að ég veit að ég er slæmur við hana, sem ég elska heitast af öllu í heimin- um. Fyrirgef þú mér, góða vina mín, og kvíð engu mín vegna. Eg hefi orðið fyrir slíku áJöur. Láttu æsingu mína vera frjálsa — það gangnar ekki að reyna að endurbæta mig. Eg er enginn Job!” Tveim dögum síðár kom Bums heim um dagrenninguna. Það vah þriðja nóttin sem hann hafði vakað hjá sjúkling sínum, sem vissi hver hugfró það var, að finna vingjarnlega hendi lagða á sína, og að heyra huggandi rödd segja: “Það verður betra að augnabliki liðnu”. Þegar Red kom inn í skrifstofuna, voru augu hans döpur eftir næturvökuna, en hugur hans var glaður. Hann gekk ofur hægt inn í dagstof- una, opnaði alla glugga, fleygði sér svo á stóra legubekkinn og sofnaði strax. Tveim stundum síðar, áður en nokkur ann- ar var kominn á fætur, kom Ellen ofan. Hún var í morgunkjól og hárið féll í tveimur flétt- um niður eftir bakinu. Eins og hún vissi að hann væri þar, gekk hún að legubekknum og leit ástríkum augum á hann. Hann opnaði augun og sá hana, hún brosti til hans og hann rétti hendurnar eftir henni. “Hann er úr allri hættu”, hrópaði hann glaður. Klukkan tvö í nótt var hann mjög veikur. Hjúkrunarstúlkan gaf honum lyf Van Horns og honum versnaði. Svo tók ég umsjónina í mín- ar hendur. Eg sagði: “Gerið þetta og þetta — og þau gerðu það. Eg skeytti ekkert um Van Horns skipanir, og gaf honum mín eigin lyf — bragðvond voru þau — en þau hrifu. Sjúkling- urinn lifir nú — það get ég ábyrgst. Van kom, þegar það versta var afstaðið. Við horfðumst í augu — og ég sigraði. — ó — stríðið var þess virði!” Hann kysti konu sína innilega. “En hvað ég er hungraður”, sagði hann. “Getum við neytt morgunverðar núna strax?” 10. KAPÍTULI. “Eg vildi gjarnan heyra skynsamlega skoð- un — samræma minni”, sagði Burns við dag- verðinn einn daginn. “Hvar heldur þú ég geti fundið hana?” “Hvað er skynsamleg skoðun, Red frændi?” spurði Bobby. “Það er það, sem annar piltur hugsar um ein- hvern hlut, sem er í samræmi við það, sem þú hugsar. Ef það er ekki tilfellið, köllum við það hleypidóma”, sagði Burns hlæjandi og fylti disk drengsins með því, sem honum líkaði vel. Svo sneri hann sér að konu sinni og sagði: “Skoðun Graysons um tilfelli, sem ég á ann- ríkt með núna, er hleypidómur. Skoðun Van Horns er reikandi. Buller vildi aðstoða mig, en er í rauninni sannfærður um, að mín skoðun sé röng. Eg þarfnast skoðunar víðfrægs manns”. “Hvers vegna getur þú ekki útvegað þér hana?” spurði kona hans. Burns hnyklaði brýrnar. “Það er nú það leiðinlegasta — því meir sem skoðun mín nálg- ast hið rétta, að áliti annara, því meira verður sjúklingur minn að borga fyrir hjálpina, og hann hefir ekki efni til að borga neitt. Á sama tíma — en, góða — ég hefi Leaver! Eg heyrði fyrir ekki löngu síðan, að Leaver væri í heil- brigðishæli, sem er ekki mjög langt í burtu — hann er þar líklega með sjúkling, sem borgar honum há daglaun. Því Leaver sjálfur veitir sér aldrei frí. Eg held ég verði að kalla á hann með fónbjöllunni, og biðja hann að koma hingað”. “Er það dr. John Leaver frá Baltimore, sem þú talar um?” “Já, þekkir þú hann?” “Já, lítið eitt. Hann er nafnfrægur maður”. “Já, það er hann. Nú hefir Jack unnið hvíld arlaust í tíu ár. Við vorum góðir kunningjar þegar við vorum í háskólanum, þó hann sé fá*- um árum eldri en ég. Við stunduðum nám sam- an einn vetur í Þýzkalandi. Geti ég fengið hann hingað einn dag, þá fæ ég að heyra skoðun, sem ég met mikils, hvort sem hún er í samræmi við mína eða ekki. Og ef hún er það ekki, skal ég ekki kalla hana hleypidóm”. Eftir dagverðinn fékk hann að tala við vin sinn, og kom glaður inn til Ellen aftur. “Hann kemur á morgun. Eg mæti honum í bænum, segi honum frá öllu ásigkomulaginu meðan við neytum hádegisverðar hjá Everett, l'er svo með hann í sjúkrahúsið og að síðustu hingað heim, til að neyta dagverðar hjá þér. Að því búnu skulum við eiga skemtilegt kvöld við ofninn. Hann samþykti að vera hér yfií nótt- ina”. “Það leit aldrei út fyrir að hann þyrfti að flýta sér„ þegar ég sá hann”, sagði Ellen. “Hann Aar svo kyrlátur og rólegur”. “Eg hefi altaf öfundað hann fyrir það”, svar- aði Red.. “En ég átti bá*gt með að þekkja róm hans í fóninum, hann var svo veiklulegur”. “Á ég að láta hann fá litla eða stóra gesta- herbergið?” “Láttu hann fá það stóra, og gerðu það eins viðfeldið og þú getur. Eg held hann sakni heim- ilisþægindanna nú, þar eð hann er einn með þjóninum í gamla húsinu síðan móðir hans dó. Mig hefir oft furðað á því, að hann skuli ekki gifta sig.” “Þar eð þú hefir sjálfur gift þig, áh't ég þig færan um að finan ástæðu”, sagði Ellen glað- lega. “líann hefir haft ótal tækifæri. Margar fall- egar stúlkur hafa gert honum auðvelt að biðja þeirra. En hann er ekki af þeirri tegund manna, sem ástin kviknar hjá á einu augna- bliki”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.