Heimskringla - 06.05.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.05.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HIIMSKRINGLA WINNIPEG. MAN., 6. MAI 1925 Ifmtskrmgla (StofoaV 1886) Kemar 6t á kverjom mltÍTlkadeffL m EIGENDUKi VIKING PRESS, LTD. 853 off 855 SAKGENT AVE., WINNIPEG. TaUfml: N-6537 V«rTf blat5sins er $3.00 árgrangurinn borgr- ist fyrirfram. Allar borgranir sendlst THE VIKING PitESS LTD. SIGEÚS HALLDÓRS írá Höfnum Rltstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanAnkrlft tll blatlalna: THB VIKING PRBSS, Md.. Box 8105 UtanáMkrlft tll rltMtjdrana: EDITOK HKI.MSKftUrGLA, Boz 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskrlngrla is published by The Vlklna Preaa L.td. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Sanarent Ave., Wlnnlpe*, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 6. MAÍ, 1925. Sönn þjóðrækni. I>að mun sannast, hvernig sem fer nú, að það hafi verið orð í tíma töluð, spurn- ingarnar þær, er “Spurpll” lagði fyrir rit- stjóra Lögbergs nú fyrir skemstu. Sjálfsagt hafa langflestir, líklega all- ir. Vestur-íslendingar, sem nokkuð hugsa, velt efni þeirra spurninga fram og aftur í huga sínum, þó aðeins fáir hafi haft nokkra von um, að til nokkurs væri að hafa orð á því í alvöru, að Vestur-íslend- ingar reyndu að taka saman höndum, svo um munaði. En yfirleitt er víst óhætt að segja, að hugsanir hinna þriggja bjartsýnismanna, séra Alberts Kristjánssonar, dr. Sig. Júl. Jóhannessonar og séra Hjartar Leo, sem þeir létu í ljós á þjóðræknisþinginu síð- asta, og sem fæddu af sér ’ninar einkar skynsamlegu og hugnæmu spurningar Lögbergi, eigi mjög mikið ítak í hugum fjölda drenglyndustu, skynsömustu og beztu íslendinga hér vestan hafs. Og nú, síðan þessum mjög svo tímabæru spurn- ingum var hleypt af stokkunum í Lög- bergi, láta fleiri og fleiri raddir til sín heyra, manna á milli, í stofum og á stræt- um, og jafnvel opinberlega í ræðu og riti. Öllum ber þeim saman um það, að mik- il úlfúð hafi átt sér stað meðal Vestur- Islendinga, og öllum ber saman um það, að æiskiegt væri að úr því yrði bætt. — !>etta er strax spor í áttina, að kannast við yfirsjónir sínar, án þess að vera að gagnlausu þrefi og þjarki um það, hverj- um það sé að kenna. Að vísu virðast sumir þeir, er tekið hafa til máls, fremur vondaufir um það, að heppilegt sé nú þegar að starfa að sam- vinnu, þó hún sé æskileg. Vér játum fús- lega, að vér skiljum ekki vel þann hugs- anagang. í>ví lélegra sem samkomulag- ið er á milli ættingja og vina, þess æski- / legra er auðvitað að það batni, og þörf- in mest fyrir það, þegar verst er. Aftur á móti: þess skárra sem sam- komulagið er, þess líklegra er að það geti mjög bráðlega komist í það horf, sem allra æskilegast er. Svo hvort sem sam- komulagið er afleitt eða þolanlegt, þá er sýnilega aldrei ástæða til þess að vinna 'ekki að því af öllum kröftum, að koma því í það horf, sem réttast er. Og það er hreint enginn galdur, ef ein- ungis allir hafa einlægan vilja til þess, og trú á því að samúð sé betri en sundur- þykkja, heil skjaldborg traustari en tvístr- aðir flokkar. Ef Vestur-íslendingar sneru sér alvar- lega að þessu, þá myndi svo fara eftir 5 —10 ár, eins og “Spurull” stakk upp á, að íslenzku blöðin störfuðu að þessu máli, að vér hér vestra stæðum steinhissa og brosandi yfir moldum rígs og úlfúðar. Steinhissa yfir því, hvað orðrómur og misskilningur hefðu getað magnað þessi hjú, svo lítilmótleg, sem þau í raun og veru hefðu verið og auðveld að yfirvinna; og brosandi af gleði yfir því, að geta tek- ið höndum saman yfir greftri þeirra. * * # ' \ Vér erum, íslendingar, eins og aðrar hvítar þjóðir, fjarskalega minnugir á það, að halda því á lofti, að vér séum kristnir menn. Oss er það líka vafalaust óhætt, að því leyti, að óhætt mun að fullyrða, að vér brjótum ekki frekar boðorð meist- arans mikla frá- Nazareth, en hver önnur þjóð sem vera skal. En því er nú miður, að þar með er ekki svo ákaflega djúpt tekið í árinni. Sjaldan höfum vér fundið betur til þess en um daginn, á síðasta fundinum, er Þjóðrækn- isdeildin Frón hélt hér í Winnipeg, í Jóns Bjaransonar skólanum. Hin unga íslenzka mentakona, ungfrú Alla Johnson, flutti þar stutt erindi um þjóðrækni, og benti á ýmsar leiðir, sem að hennar áliti yrði að fara, ef takast ætti að fá unglingana, næstu kynslóðina, til þess að fá áhuga fyrir ídlenzkri {þjóð- rækni og bera hana fram á höndum sér. Þessi unga, gáfaða stúika hafði heldur ekki getað gengið blindandi fram hjá sundurlyndinu vestur-íslenzka, af hverju það stafaði, og hver sú eina bót væri, sem á því yrði ráðin, sú bót, að Vestur-íslend- ingar reyndu að ferðast áfram framvegis á* einhverjum þeim brautum, sem þessir þrír menn, er hér voru áður nefndir, hafa meira eða minna skýrt bent á. En því kvaðst hún standa einkar vel að vígi að tala um þetta viðkvæma sundurþykkju- mál, að hún væri hvorki prestur né með- limur Þjóðræknisfélagsins. — Og hún hafði rétt fyrir sér í því, að hvorttveggja styrkir málstað hennar. — Hún dró enga dul á það, að það hefðu verið trúmálin, sem fyrst og fremst og fyrst og síðast hefðu verið íslendingum hér ásteytingarsteinn og hneykslunar- hella. Hún fyrirvarð sig ekki, þessi unga stúlka, fyrir að játa það, að hún væri ein- læg trúkona. Og henni var auðheyrilega þungt niðrifyrir af tilhugsuninni um það, að einmitt guðsdýrkun og guðstrú manna skyldi verða til þess, að tvístra þeim. — Henni fanst það afskaplegt, eins og vér hyggjum að hverri einustu sanntrúaðri manneskju, sem nokkra sjálfstæða hugs- | un á til, hljóti og að finnast — að menn skyldu gera guðstrú sína að rifrildisat- riði. Hún kom þannig orðum að því: “-----Og þetta dýpsta og helgasta í sálum okkar leyfum við okkur að láta verða okkur að ágreiningsefni, í stað þess að láta það leiða okkur saman.” Og hún brýndi það fyrir áheyrendum sínum í lok ræðu sinnar, að þegar vér værum um þessi málefni að hugsa, Vest- ur-íslendingar, þá yrðum vér fyrst og fremst að hafa það hugfast, að vér “. ... eigum öll sama föður; ekki einung- is hér á jörðu, sem íslendingar, heidur einnig á himnum, sem menn, sem manns- sálir.” ---------------- / Það er í meira lagi þarflaust, að bæta hér nokkru við eða gera nokkrar athuga- semdir við þessi orð. En oss datt í hug, að einhverjum gömlum og góðum Vestur- íslendingi kynni að finnast eins og roða af nýjum degi við að heyra og sjá þessi ummæli frá einum viðurkendasta og á- gætasta fulltrúa yngri kynslóðarinnar, sem til menta hefir brotist meðal íslend- inga hér vestan hafs, ---------x----------- TorontoblöÖin og Islendingar. Það á ekki af oss íslendingum að ganga, þegar blöðin í Toronto taka oss til með- ferðar. Allir muna sjálfsagt eftir blað- inu, sem varð að taka aftur þær óþrifa- legu slúðursögur um íslendinga, sem einn fréttaritari blaðsins hafði eftir ung- frú Mörtu Ostenso, skáldkonunni ungu, liér frá Manitoba, og biðja afsökunar á þeim. Nú haslar vikublaðið “Saturday Night” einnig íslendingum völl. Það er gefið út í Toronto, og hefir einn af eldri íslending- um hér, merkur maður og þaulkunnugur, sagt oss að það sé talið eitthvert merkasta vikublaðið í Canada. Sérstakur partur af blaðinu, einn þriðji hluti þess, er helgaður kvenþjóðinni. Annan dag þessa mánaðar í ár hefir blaðið þessi ummæli eftir mentaðri ís- lenzkri konu: “íslenzkar konur þvo sér aldrei frá fæðingu til dánardags. Þær smyrja sig aðeins daglega í olíu (lýsi?). Þær skemta sér við það að sitja á gólfinu, og horfa hvor á aðra; og sú sem mest hef- ir makað framan í sig, er talin fegurst.” Þessi ummæli hinnar “mentuðu” ís- lenzku konu um sóðaskap og skríldóm íslendinganna, notar blaðið svo sem efni í útvortis hreinlætisprédikun. Hafi verið ástæða fyrir þjóðræknisfé- lagið að skerast í leikinn ,þegar um var að ræða ummæli ungfrú Ostenso, þá væri >ess sannarlega meiri þörf hér. Það er sannarfega verti að grenslast eftir því, hver hún er, þessi mentaða íslenzka kona, sem styður þjóðerni sitt svo drengilega til vegs og gengis í þessu landi. Eða ef hún nú engin skyldi finnast, sem auðvit- að er, — þá að heimta af blaðinu jafn- mikið rúm til fyrirgefningarbónar, eins og það eyddi í þessa ótuktar árás. Að vísu hyggjum vér, að þessi árás, sem virðist svo stráksleg, sé ekki gerð af yfir- lögðu ráði, heldur af fávizku og heimsku. En sú fávizka er óafsakanleg. Islending- ar eiga þann þátt í landnámssögu þessa lands, að engin fullvaxta manneskja, sem almenna skólamentun hefir hlotið, ætti að vera í vafa um það, af hvaða hergi vér séunl brotnir, hvað þá heldur að halda, að vér séum Eskimóar, en það er bersýnilega trú greinarhöfundarins, þó greinin reynd- ar sé of vitlaus til þess að eiga við þá, því eitthvað hafa Eskimóakonur annað þarf- legra að gera í baráttunni fyrir lífinu, en að krúnka hver framan í aðra á palli, eins og tedrykkju-hefðarkonur síðdegis, og út- býta verðlaunum til þeirrar stallsysturinn- ar, sem mestan hefir grútinn á ásjónunni. En skyldi nú þetta ekki vera gamla Ostenso-sagan, uppfáguð og afturgeng- in? ---------x--------- Tímarit Þjóðræknis- félags Islendinga. VI. ÁRGANGUR. Ritstjóri: RÖGNVALDUR PETURSSON. Frh. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld á sögu í Tíma- ritinu: Eitt er nauðsynlcgt. Þaö er sveitasaga heiman af Islandi. Ungur óöalsbóndi, Skúli í Holti, dugnaöarþjarkur, einbirni, stýrir búinu meö hjálp fóstursystur sinnar Ingu, ungri og yndislegri stúlku. Hana er allur i búskapnum og aurahyggjunni, og mupar frábærlega í Háls, stór_ býli beint á móti í dalnum, þar sem ekkjan GyÖa býr, meö fullorbnum syni sínum Snorra. Fýsn Skúla í Háls leiöir hann í bónorösgönur til Gyöu, sem hafnar honum og opnar augu hans fyrir þvi hneyksli sem þetta bónorö sé, aö hann, ungur maÖur í blóma lífsins, vel fjáöur meö glæsilega framtíð fyrir höndum, aö því er séÖ verður, skuli ætla að reyna að telja sjálfum sér trú um, að nokkurt band geti tengt þau saman, gamla konuna og ungan manninn, annað en fjárgræög- in. Þaö er sem hula falli frá augum Skúla; hann sér aö þaö er Inga, hin yndislega en fátæka fóstursystir hans, sem hann hefir í raun og veru altaf elákaö. Hann flýtir sér heim, aöeins ti! þess aö fá þá játningu hjá Ingu, að hún sé trú. lofuö Snorra á Hálsi. Og um leið játar hún fyr- ir honum aö eitt sinn hafi hún elskað hann, bar- ist við þaö t tvö ár aö aö veröa honum afhuga, er hún sá og fann aö hann var blindur gagn- vart sér og öllu í heiminum nema peningunum. Og svo kom Snorri, sem hrepti og endurgalt alla ást hennar, sem aldrei haföi fengiö útrás. — Og Skúla finst, þegar hann er búinn aö átta sig eftir þetta tvöfalda reiðarslag, að hann finni or. sökina að slysförum sínum í því, aö honum hef- ir aldrei fyr skilist, að eitt er nauðsynlegt, aö elska. Að hann hefir látjð búsorgir, og fjár. hyggju bægja burtu samúð og kærleiksþeli úr sál sinni meö Iköldum höndum. Þetta er efni sögunnar í sem styztu máli. Yfir- leitt er vel farið með þetta efni, sumstaðar ágæt- lega. Inga er t. d. ágætlega dregin. Ef til viH mætti hengja hatt sinn á fyrripart sögunnar, er aðallega lýsir græöginni í Skúla, eftir því aö ná í Háls, og bónorösför hans til Gyöu i því skyni, aö þaö minni sumstaðar nokk- uö mikið á “Litla.Hvamm” eftir E. H. Kvaran. En það er í sjálfu sér mjög lítilfjörlegt atriði, því vitanlega yrkja ótal skáid um nauðalikar á- stæður í mannlifinu, án þess þó að þar sé um stælingu aö tala. — Samtölin eru eölileg, þó einstölku sinnum skjótist, og yfirleitt veröur ekki annað sagt, en að Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, hafi með þessari smásögu gefiö mönnum vonir um skáldsagna. gerö, sem töluvert mikið þarf til að láta ræfhst aö fullu.----- J. Magnús Bjarnason á smásögu, Bill McAra, og æfintýri, S'igurvegarinn. Hvorttveggja sver sig greinilega í ættina. Þó er Bill McAra veiga- minni af þessum tveim, líklega afleiðing af þvi, aö þar mun sagt frá sönnum viðburði, sem vana- lega gerir frásögnina þurrari, heldur en þegar hugarflug skáldsins fær leyfi til aö leika slökum taumum.. En brennandi ættjarðarást höfundar- ins og stolt hans yfir íslendingseölinu, — sem reyndar kemur hvergi fegui fram en hjá hon. um sjálfum — hefir hvorttveggja sett mark sitt á söguna. Sigurvegarinn er yndislega fallegt æfintýri. Þaö er aðeins eitt blaö, en þaö er dágsanna, að margir vildu eiga tímaritiö fyrir þaö blaö eitt, enda er J. Magnús Bjarnason skáld barnanna fremur öllu og ástvinur þeirra, huggarinn, sem alla sína æfi hefir variö sinni fögru sál og glæsi- legu og miiklu líkamskröftum til þess að "bmda tim sár þeirra, sem rifa hendur sínar og andlit á þyrnum rósanna, og þerra tár þeirra, sem gráta”, eins og litla stúlkan í þessu fagra æfin. týri. Síðastan af höfurydunum, sem í Tímaritiö hafa skrifað, en ekki siztan, skal nefna Jóhannes P. Pálsson, lækni frá Elfros. Eftir hann er fremur stutt einþætt leikrit, Gunnbjarnarsker hið nýja, tileiníkað Stepáni G. Steph- ánssyni. Persónur leiksins eru: Sannleikurinn, Hugsjónamaðurinn, Löggjafinn, Hermaöurinn. Vísindamaöurinn, Auömaðurinn, Katólskur prestur, Tízkan. Velsæmin, Tveir sjómenn. Alt þetta fólk, aö sannleikanum undanteknum og sjómönnunum, sem eru aðeins aukapersónur, hefir flúiö úr landi Lyginnar, í leit aö landi Sannleilkans. Þeim tekst öllum að lenda þar og ná tali af honum. Leik- ritið segir frá viðræðum þeirra, viö- skiftum og afdrifum. Oss þykir máske vænst um þetta stutta leikrit af öllu, sem í Tímaritinu er. Það gefur svo miklar vonir, er vottur um svo ótviræða skáldgáfu, jafnvel snilligáfu í þá átt. Þaö ber vott um blómlönd hugans, þar sem um auðugan garð sé aö gresja, og um mikla og ósjálfráöa glöggskygni inn i sálarlif mannanna. en án hennar er allur skáldskapur óhtigsanlegur. Margt er afburða vel sagt, og fleira þó afburöa vel hugsað. Þó má ekki af þessu halda, aö hér sé á ferðinni lýtalaust listaverk. En þeir gallar, sem á eru, eru aöallega formgallar. Því er miður, aö áreiðanlegu eru engin tök á aö leika þetta leikrit hér á meðal íslendinga. Og líklega held. ur ekki i leikhúsunum hér, enda er þaö ekki þeirrar tegundar, sem dreg- ur fjölda fólfks aö. En svo myndi vera svo erfitt aö leika þaö án þess aö sprengja af því allar gjarðir, að hér er áreiðanlega ekki völ á slíkum leikurum. Þaö er eins og dálítið sambland af Shaw og Maeterlinck í þessu leikriti, og það þarf hefð (tradition) til þess aö fara meö þannig löguð leikrit svo þau ekki stórtapi. Af öllum þeim fjölda af fullkomn. ustu leikflokkum heimsins, sem vér höfum átt kost á að sjá, er aöeins 'einn einasti flokkur, sem fylli- 'lega myndi valda þessu leikriti, sem fyllilega myndi geta meö málrómi, og sérstaklega látbragöi, látiö í ljós þaö,1 sem höfundurinn vildi, og á þann hátt að þaö gengi hverjum áhorfanda til hjarta, og það er hinn frægi leik- flokkur Stanislawski frá Moskva, sem lagt hefir alla Evrópu fyrir fætur sina á síðari árum, og haft meiri á- hrif á leikíþróttina síðasta áratuginn en nokkuö annað afl í heiminum. Um þaö tjáir ekki að sakast, aö ekki er unt aö njóta listar þeirra manna á leiksviði eöa í sambandi viö þetta litla lei'krit. En aftur á móti er full ástæöa til þess aö gleöjast yfir þess. um einþættingi, sem ber svo ósvikið vitni um djúpa, frumlega og vonandi auöuga skáldæö í brjósti höfundarins. -------0-------- Frá Minneapolis. 2. maí, 1925. Ritstjóri Heimskringlu, Winnipeg, Man., Can. Heiðraði vinur! Að dæma af upphafi greinar hans 5 seinustu Heimskringlu, þá hefir “Salmagundi” töluvert misskiliö orö mín í Lögbergi fyrir skömmu. Eg hefi aldrei haldiö því fram, aö ís- lenzku blöðin ættu aö birta enskar ritgeröir meö því augnamiði aö geðj. ast þeim ungu, eignast með þeim hætti lesendur á meöal hinnar yngri kynslóöar hérlendis. Ef eg heföi sagt þetta þannig, eöa ekkert annaö sagt, þá heföi eg heldúr viljaö slík orö ósagt hafa. Eg hélt því fram, aö eins og nú er komið fyrir okkur Vestur-lslending- um, þá veröum viö aö fara að gripa til enskunnar, til þess að innræta þeim ungu rækt til þess, sem íslenzkt er. Um okkar dýrmætu íslenzku séreign- ir hljótum við að tala viö þá ungu á því máli, sem þeir fyrirhafnarlaust skilia, ef viö eigum aö' geta gert slíkt aðlaðandi í þeirra augum. Eg 1agði þaö til, aö vestur.íslenzku blöðin birtu enskar ritgeröir í dálkum sin- um mcð þcssu augnamiði. Aö^vistf er þetta neyöarúrræöi, sem mörgum góöum íslendingum veröur afar ógeöfelt. En þaö er bjargföst sannfæring min, aö aöeins með þessu DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. móti fái íslenzku blöðin náö meö slík áhrif til þeirra yngri. Ef rit- færir menn á ensku hafa eitthvað is- lenskt að segja, þótt þeir birti þatS í enskum búningi, þá finst mér aö okkur sé þaö gróöi, ef blöðin okkar ljá sliku rúm. Aftur á móti get eg ekki talið þaö neinn gróöa fyrir okkur, þó viö för- um, Islendingar, að rífast á ensíku í íslenzku blööunum um trúmál eöa pólitik. Með beztu óskum, þinn einl., O. T. Johnson -----0------ Frá Lundar. Þaðan sjást sjaldan fréttir i ís- lenzku blööunum. Þaö er þó íslenzk_ asti bær sem til er utan Islands. Þar eru 450 íbúar og allir islenzkir nema 9. Þar, eru þrjár almennar verzlanir, viðarverzlun, bifreiöaverzlun, kjöt- verzlun, verkfæraverzlun og tvær lyfjabúðir. Hver einasti rnaöur, sern viö allar þessar verzlanir vinnur, er íslenzkur. Þar er einnig banki, og allir íslenzkir, sem í honum vinna. Þar er stórt smjörgerðarhús, í því vinna tómir Islendingar, og hlýtur Lundar,sh(jör verölaun í kappi viö önnur smjörgeröarhús á hverju ein_ asta ári. Þar er kornmylna, og þar er kassaverksmiöja, sem fjöldi manns hefir unniö við. Þar er áreiöanlega bezta og reglusamasta gistihús í allri Norður-Manitoba. I þessum þremur siöasttöldu stofnuntim vinna lika ein- göngu íslendingar. Bærinn er raf- lýstur — eini raflýsti bærinn 'Slla leið frá Winnipeg og noröur á brautar- enda, — þar er kirkja; þar er eitr lífmesta Goodtemplarastúkan í fylk- inu með 80 manns, og þar er há- skóli (high school) ; þar er þingmað- ur kjördæmisins Off. oddviti sveitar- irniar. Á Lundar er oft ýmslegt til skemt- unar, þó ekki sé í frásögur fært. Mig’ langar til þess aö minnast fáum o^Ö- um á leik, sem þar var sýndur ný- lega. Leikurinn heitir: “LIGHTHOUSE NAN”, og er efnið þetta: Maöur er nefnd- ur Ikkabod Bttzzer (nöldrari); hann er vitavöröur. Kona hans heitir Mol? Buzzer. Þau eiga tengdason, sem heitir Indian Jim; kona hans, dóttir gömht hjónanna, hét Lísa Buzzer. Maður er nefndur John Enlow; hann er bankafélagsstjóri, auöttgur maöur. Ritari hans heitir Ned Blake. En- low á nýfædda dóttur, en missir konu sína. Indian Jim á líka nýfædda dóttur. Til þess aö afla sér peninga, stelur hann barni Enlows og ætlar aö láta hann kaupa þaö út fyrir afar- fé. Áöur en þaö veröi aö framkvæmd um, er Jim tekinn fastur og dæmdur í fangelsi fyrir þjófnaö; konu hans lízt nú ekki á blikuna, vill' ekki hafa bæö? börnin, skilar sinni stúlku til Enlows en heldur dóttur hans. En- low veit ekki annaö en þetta sé dótt- ir sín og elur hana upp V allskonar dýrö; :hún heitir Hortence. Vita- hjónin ala upp dóttur Enlows, serrt þau kalla Nönnu; hún veit ekki ann. aö en hún sé dóttur-dóttir þeirra. Ned Blake, skrifari Enlows er oft hjá vitafólkinu . í sumarfríum sínum; hann kynnist Nönnu, kennir Pienni aö lesa og fellur hún vel í geð. Eitt sumariö, þegar hann er þar úti, koma

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.