Heimskringla - 27.05.1925, Side 5

Heimskringla - 27.05.1925, Side 5
WINNIPEG, MAN., 27. MAÍ, 192fi HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Konumálefni. tugasta, á þessari dýrindis tnálmhá- tið sinni, stæra sig af þessu. Vér getum þvi reikjiV?» henni þetta' til góSa, þó margt annað beri að skrifa í skuldadálkinn. Og þó oss greini hér eitthvað á við þá tuttugustu, gefum vér því lítinn gaum, viljum aðeins leitast við að vera sanngjarnir í garð þeirrar tuttugustu. Hún hefir fram. leitt margt það, sem vér höfum not- ið. Þökk og heiður sé henni fyrir það, en skömm og smán oss, sem nutum gjafanna góðu og mætu. En vér leyfum oss að athuga í allri alvöru framfarahjól þessara undur. samlegu tíma. Það hefir þegar verið gefið i skyn, að þrátt fyrir alt raf- magn, séu tilfinnanlegir vankantar á hjólinu. Þetta er nákvæmlega rétt at- hugað, og er því að sjálfsögðu kast á hjólinu, eins og illa uppsettum hverfisteini. Vér getum heldur ekki gengið framhjá óuppbyggilegskap margra heimila, sem er bein afleiðing af skemtanaþrá fólksins. Sýnir þetta ljóst, hversu gjálif sú tuttugasta er, og hversu vér verðum að herða oss til þess að frelsa landslýð frá þessu voða böli. Siðan um aldamót hafa mentamál- in aukist um allan helming, en vel að merkja: áður fyrri gátu menn sent syni sína á skóla og þannig sjálfir aukig mentun sína. Nú þykir gott ef unglingar, sem skóla sækja, fá ment- un, þó foreldrarnir bæti enigu við hinn andlega auð sinn. Ymislegt fleira er athugavert við þá tuttugustu. Fyrir aldamót heyrðu menn í sveitum á íslandi talað um “los” á kúm. Nú kvað þetta náttúru- fyrirbrigði vera farið að láta á ^ér bera t kirkjunni. Jafnvel unga Vest- ur.Islendinga rekur í rogastanz yfir þessari phenomenon, og þeir hrópa upp: “Can you beat it?” Þá dylst oss ekki bölsýnisfargan nú tímans. Nú sjá menn með bölsýnis. augum alt, sem var og er og verða mun; en fyrir aldamót höfðu menn alment vonbjört augu. Vér viljum ekki úthrópa þá tut- tugustu á hennar heiðursdegi. Vér segjum ekki, að hún sé í alla staði óþolandi. Vér segjum ekki, að þungi hennar sé lítill. Vér segjum ekki, að margt gæti ekki lagast, væri ósamkomulagið nógu mikið. Vér hugsum og ályktum, en erutn aldrei vissir um neitt, þar sem urn engan á- kveðinn flokk er að ræða. J. P. P. Óvenjulega ógeðslega féll mér grein í Lögbergi — “Hjáguðadýrk. un” — sem birtist 14. þ. m. (maí), Og þar sem eg get ímyndað mér að dráttur yrði á því að konur, og mæð. ur, sem eðilega stendur allra næst aö svara þfessu trúarhitarugli frá Rann. veigu K. G. Sigurbjörnsson, þá tek eg pennan fyrir fáar línur. Þó ekki væri í neinnar annarar þágu en minnar elskulegu móður, sem eg misti þegar eg var hálfvaxinn ung- lingur, og var annáluð elskuverðasta kona . Og í gegnum mína löngu lífs athugun hefi eg marga blessaða móð- urina og konuna þekt, og að draga af þeim dýrðarljómann, sem þeim ber með réttu, og þakklætisskuldina, sem ekki einasta þeir nákomnuStu standa í við þær, heldur allun heimurinn og mannfélagið í heild, er syndsamlegt ranglæti og ófyrirgefanlegur vits- munaskortur. Frú Rannveigu þykir það hjáguðadýrkun, að sú regla kom. ist á, að einn dagur á ári sé í sam. bandi við guðsdýrkun helgaður mæðrum. Mín skoðun er önnur. Eg held því fram, og hefi altaf gert, að af öllu því guðdómlegasta og háleit- asta, sem vér mennirnir skynjum í gegnum almættisverk vors blessaða skapara, þá sé móðurástin fremst, á undan öllu öðru, og honum á allar hliðar líkust; ljós af hans Ijósi, og partur af hans guðdómlegu gæzku. Því finst mér það rangskoðað, að draga langt svart strik á milli guðs og mæðra.. Liklega — sem betur fer — er enginn sá prestbjálfi til, sem sjálfur á konu og börn, að hann að- hyllist þessa kenningu frúarinnar, að mega ekki í guðshúsi færa henni þökk fyrir allar hennar þrautir og þolinmæði og langlundargeð, sem móðurást og umhyygju eru samfara. Aldrei hafa verið sett á prent sann. ari orð en þessi: “Það er ekki gott aÖ maðurinn sé einn”. Eiginlega hef K —-— DRENGURINN MINN Helgi Arngeir Þorsteinsson. Eg geng útl og inni’ á glútS og elti skuggann minn. og raula ógert ástaljóS1 eftlr drenginn minn. Við, ástmenn þínir, ástamál þér ómklökt syngjum hljóðir, og þína skygnu sveipar sál í sólhjúp ástkær móðir. Helgi minn! Helgi minn! hjartans vinurinn! Nú er dapur dagurinn, — dýrleg vona-þráin------ — dáin! Það fylsta hugsun hugans er og heilög dýrðarsjáin, að himneskt ljósið lýsi þér! — Þú lifir, þó sért dáinn. Ljósblik frá lífs þíns stund legg á særða und. Minning þín, sem mildur blær mér er ljúf og kær. Þegar vorsins vonabál verður gróðurleysi, lífsmál yrkir engin sál inn í dapurt hreysi. Þú komst sem vorsins vona mál með vorsins ljós og yndi; Þú komst með vorsins varma í sál og vorsins gróðrarlyndi. Þá er alt með holum hljóm, og hjartans insta þráin hún drúpir eins og dáið blóm, sem dauðinn þeytti í sjáinn. Þú varst sem andbiær unaðslags, sem unaðsmála kliður; Þú varst sem hljómstilt lífsins ljóð, og ljós og gleði og friður. Þú hugarrór og hljóður sást í hópi þinna vina, og lékst við þá með ljúfri ást og lífsins einlægnina. Vona vorljóð vakin söng verða húmhljóð haustsins löng, þegar ólífs öldusog æða um lífsins vog. Minn fríði sveinn! með fasta lund, ei fanst þinn nokkur maki. En nú er lokað lífsins sund og ljóssins andartaki. Og alt varð fegra og betra í bæ, og brosti ljúft við muna, er komstu heim, svo hljóður æ, með hjartans stillinguna. Napurt nöldur níðsins drotnar; unaðs öldur óðsins þrotnar. Burtu blíða; Bleikir hagar. Lífvana líða langir dagar. Þeim unað gleymi’ eg ekkert sinn, — því alt þá fanst mér hlýna — er mjúka, litla lófann þinn þú lagðir á vanga mína. Lífsþrár lækka; lamast þráin; fjaðrir fækka. Fimm eru dáin ljós, — sem lýstu langt á veginn, og hljómana hýstu hjartamegin. Þú varst sem andblær unaðslags, sem ársól lýstur meiður. Þinn svipur eins og sumardags var sólskin — fagur, heiður! Og aldrei verður gleðin gleymd, er gafstu þrá og vonum; þín minning er hjá mömmu geymd og mér og systkinonum. Dvínar dugur, dregur að elli; hálfur hugur hníginn að velli. Hjartans hljómar hita þrotnir. Andans ómar öldubrotnir! Hjálmur Þorsteinsson. ir mér einlægt skilist í gegnum fyrstu Genesis bók, að öll sköpun drottins hafi verið alónýt og einskis virði, þar til honum hugkvæmdist að skapa konuna, og sarna gildir enn í dag. Konan er móðir ails þess fegursta og bezta, móðir mannlífsins og móðir áframhaldandi dásemdarverka drott- ins í börnum og afkomendum til ver. aldar enda, bæði í andlegum og verk- legum skilningi. Ekki get eg skilið það á sama veg og frúin, að þetta mál eigi nokkuð skylt við knéfallandi tilbeiðslu á kon. um, sem dragi dýrðina frá guði. Það er miklu nær, og skyldara því, að vera þakkardagur. Og engin trúar. hetja, eða vantrúarseggur, hefir svo mér sé kunnugt fett fingur út í vorn almenna þakkardag, sem stjórnin á- kveður ár.hvert, eftir uppskeruávöxt verka vorra. En göfug og greind kona eins og þessi höf. er, villist í trúar- hitahringli út i þá heimsku, að vilja draga þakkargerðna frá konum og mæðrum fyrir alt þgirra góða og há- leita starf, og allan þann blessunar ríka ávöxt, sem móð«rástin gefur, frá kyni til kyns. ÆTL.Ð ÞÉRaðSENDA PENINGA 'Í'IL Æ ITINGJA I EYROPD? Ef þér hafiS þa« í hyggju, þá faritS til White Star-Dominion Línu skrifstofunnar, og kaupitJ ávísan. Hún er ódýr og tryggir ytSur gegn tapi, og er gjalageng án affalla hvar sem er í Ev ' 2vrópu. Ef frœndur ytJar et5a vinir œtla at5 koma til Canada, þá ættutS þér aó kaupa farbréf beirra hér, þeim atS kostnaóarlausu, eóa á einhverri annari skrirstofu Whie Star-Dominion Línunn- ar. Vér afhendum þeim farbréfin beint frá næstu skrifstofu í Ev- rópu. Vér hjálpum ytSur a?5 biója um og fá landgönguleyfi handa þeim sömuleiðis hjálpum vér þeim einnig aö útvega vegabréf, ræöismanna undirskriftir; útvegun járnbrautafarbéf, skiftum peningum, og útvegum þeim í alla staöi hættulausa, skemtilega og fljóta fert5. Á hinum stóru nýtízku skipum White Star-Dominion Línunn- ar á^rætis máltíöir og þægile^Vr svefnklefar á lægsta veröi. Pjfr ætliS aö senda peninga til ættingja í Evrópu, kaupiö vv hite Star-Dominion Line ávísanir; þær eru ódýrar, og tryggja v«ur gegn tapi. Komiö et5a skrifiö eftir upplýsingum og ókeypis aöstoö til No. 4. W 286 Main St., Winnipeg RED STAR LlN£ « IV WHITE STAR-DOMINION lINE Jarðskjálfti í Japan. JarSskjáJfti afhrmikjll jhefir enn orðið i Japan á vesturströndinni. Er fullyrt að minsta kosti hafi farist um 1000 manns í síðustu jarðskjálftun. um, er gengu yfir landið á laugar- daginn var, af afleiðingum húsahruns og eldsvoða. Þaði þarf ekki, í sambandi við þetta málefni, að telja upp allar vökunætur móðurinnar yfir veikum börnum sín. um, eða segja frá hvað iitið hún á sjálf til að klæðast, til þess að taka jafnvel Síðustu spjörina til þess að geta hlúð og hulið nekt barna sinna. Það þekkja flestir, sem eru jafngaml- ir mér. Það eitt nægir, að geta þess, að flestar mæður eru fúsar til að offra öllum sínum kröftum og lífi sínu fyrir börn sín. Og ef ekki má opinberlega þakka þetta og viður. kenna, þá fer eg að halda, að tyldur og hjáguðadýrkun fylgi þvi, að aug. lýsa álnarlöng þakkarávörp fyrir eina hálfhoraða kýrrenglu, eða annað, sem miklu minna er vert. Eg hefi svo oft undrast yfir því, að sjá útlit andlitsfegurðar og ánægju skína í fegursta blóma hjá fátækum konum og margra barna mæðrum, er hlaðnar eru sífeldu erfiði og um. hvggju og verða að ganga næstum alls á mis, sem til Hfsþæginda heyrir. Hvar er nú ástæðan fyrir því, að konan lætur ekkert á sjá í öllu þessu stranga stríði? Hiyaðan kemur þetta dæmalausa þrek, og þetta óútmálan- legfi þolgæði og styrkur i gegnum alt og þrátt fyrir alt? Það kemur af guðlega eðliuu, sem móðurástin er gerð af. Hún er, eins og eg tók fram áður, partur af guði og Ijós af hans Ijósi og nær honum en alt annað. Alt í náttúrnnni lætur á sjá. Blóm og jurtir og alt annað fölnar. En móðurástin ei nhelditr sinni fegurð ti; eilífðar. Og hver sem fellur fram og tilbiður hana, hann tilbiður drott. inn sinn og skapara um Ieið. Frá íslandi. Lárus Guðmyndsson. Dánarminning. Látin er 15. þ. m. húsfrú Ingibjörg Sigurðardóttir, ekkja B'enedikts Bjarnasonar frá Vöglum í Fnjóska. dal. Hún varð bráðkvödd á heimili Bjarna sonar síns á Leifsstöðum við Eyjafjörð, og mun hjartabilun hafa verið banamein hennar. Ingibjörg var fædd 22. april 1843, á Melum í Fnjóskadal, en þar bjuggu þá for- eldrar hennSar, Sígurður Kristjáns. son, bróðir Kristjáns amtmanns, og Margrét, Indriðadóttir. Systkini Ingi. bjargar voru mörg, en ekki eru nú á lífi nema bræður tveir í Canada, Sig urvin og Jón. — Ingibjörg bjó rnörg ár góði búi með fnanni stnum á Vögl- um, en fluttist þaðan nokkru eftir aldamótin að Leifsstöðum og dvald- ist þar jafnan upp frá þvi, nema eitt misseri fvrir þvem árum, var hún hér í Reykjavík hjá Kristjönu dótt. ur sinni, konu Jóns Jónatanssonar, fyrrum alþingismanns. — Ingibjörg I sál. var hin bezta kona, hjálpfús og hjartagóð, trygglynd og viðmótsgóð. Þó að hún hefði nær tvo um áttrætt, er hún andaðist, þá var hún vel ern til hinztu stundar. B. Málsh öfð unin gegn Brynjólf; Bjarnasyni náttúrufræðingi. — Mér þótti fyrir tnargra hluta sakir leitt að frétta, að sakamál væri höfðað gegn cand. phil. Brynjólfi Bjarnasyr.i fyrir guðlast. Sjálfa hina saknæmu grein hefi eg ekki séð, en eftir ti',- vitnuninni í Mbl., virðist.ekki ólíklegt að vakað hafi fyrir höfundinum, að segja eitthvaíf á þá leið, að guði sé lýst eins og hann væri harðstjóri o. s. frv., og verður því ekki neitað aö jafnvel prestarnir tala oft um guð, eins og ekki væri um góða veru að ræða, og kemur þó auðvitað engum tii hugar að hefja neina ofsókn gegn prestunum af þeim sökum. Mér er illa við þessa málshöfðun, bfcði af almennum ástæðum og sér. stökum. Allar ráðstafanir til að hefta ritfrelsi hafa illa gefist. Reynslan orðið á þá leiö, að það sé miklu frem- ur hið góða en hið illa, sem bannað er. En af sérstökum ástæðum vil eg telja þá fyrst, að fyrir foreldra Bryn- jólfs, og einkum heilsubilaða móður, mundi sekt hans verða það slag, sem ómaklegt væri og ómannúðiegt að veita. í öðru lagi: Brynjólfur er náttúrufræðingur, hefir stundað nám lengi bæði í Kaupmannahöfn og Ber. lín. En vér þurfum hér mjög á mönnum að halda, sem kent geti nátt- úrufræði, og hætt við, að óvægileg meðferð þessa niáls gæti orðið til að spilla fyrir Brynjólfí sem kennara. Eg vildi því mjög óska þess, að mál þetta væri látið falla niður, og þar sem aðrir eins menn eiga i hlut og forsætisráðherra og bæjarfógeti, þá er eg að vísu vongóður um, að mann- úðarsjónarmiðið verði meira metið en lagastafurinn. — Miskunnsemi er hin bezta guðrækni. 10. apríl. Helgi Péturss. um hér með úrvals verkefnum og þannig fyrirkomið að sem flestir geti notið þeirra. P. í., sem er nýkomirtn úr utanför, ætlar einnig að æfa hér og halda uppi drengjakóri og blönd- uðu kóri og mun það láta til sín heyra næsta vetur. Þar að auki er hann aftur tekinn við stjórn lúðrá- sveitarinnar. Auk þess verður svo starfandi hljómsveit Sigf. Einarssonar, eins og fyr er frá sagt og karlakór K. F. U. M., og etinfremur er nú verið að æfa nýjan stúdentasöngflokk og stjórnar honum Emil Thoroddsen. En for- maður hans er Árni Jónsson frá Múla. Eru í honum ýmsir stúdentar eldri og yngri, þ. á. m. sumir vinsælustu söng- menn bæjarins, s. s. Símon Þórðar- son, Oskar Norðmann og Pétur Hall- dórsson og máske fleiri, þó Lögr. sé ekki kunnugt um það, auk háskóla- stúdentanna, sem fyrir voru í eldra stúdentakórinu. Af ísl. hljómlistarmönnum er loks nýkominn hingað Þór. Guðmunds- son fiðluleikari, eftir alllanga dvöl í Þýzkalandi, og verður starfandi m. a. í hljómsveit Sigf. Einarssonar. (Lögrétta.) Hljómlist. Nýlega hafa verið fest kaup á vönduðfi nýju og stóru pipu- orgeli, sem koma á hingað i sumar og setjast niður í Fríkirkjunni. Er það félag manna í sambandi við Frí- kirkjusöfnuðinn, sem fyrir þessu gengst og kostar orgelið hingað komið um 45 þúsund krónur. Verður það notað við guðsþjónustur kirkjunnar, en annars er ætlunin að Páll ísólfs- son hafi það einnig til frjálsra af- nota og haldi uppi tíðum hljómleik- UfeCouldBuild ItLighte^but' THEt á p i ti í newM1925 Champion EVIN- RUDE Sport Twin” is almost as easily carried as a suitcase—only 40 pounds. We could build it lighter, but stop .. think . . wouid you part with EVINRUDE’S famed sturdi- ness merely to make an already port- able motor lighter by the weight of an oar? Would you sacrifice the deep, wide Attaching.Bracket which cradles the motor Tike the strong frame in a fine car—the powerfully built Segment Fork — the rudder- type Gear Housing—the Automatic, Instantaneous Reverse ? Study out the facts and we believe you’U see why more EVINRUDES are in use than all other makes com- bined. Come in today and see for yourself. Helgi Einarsson BERENS RIVER, MAN. The Newi925 Chainpion t T f ♦> Swedish American Line % 4. HALIFAX eða NEW YORK (Tíminn.) £ E/S DROTTNINGHOLM wCI "AkinCB/S ST0CKH0LM Cabin og þriðja pláss ISLANDS 2. og 3. pláss X 4 I f i f T ♦:♦ ÞRIÐJA PLÁSS $122.50 es GRIPSHOLM 35 1.1 2. og 3. PLÁSS ♦*♦ KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA SWEDISH AMERICAN LINE f 470 MAIN STREET, >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•-♦♦♦♦♦♦♦♦♦ f ♦> x 1 T T X-

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.