Heimskringla - 15.07.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.07.1925, Blaðsíða 1
VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCÐIR ROYAK CROWN — SenditS verílista til — í ROYAL ( LTD. S 654 Ma' •/.; ,/<*. p | ------------ÍSb&>» 1 C/Ty X- XXXIX. ÁRGANGUR. VERÐLAUN GEFIN FYRIR COUPONS OG UMBCÐIK royau, CROWN I — SendiS eftlr veríilista til — ( ROYAL CROWN' SOAP LTD. i 654 Maín Street^ Winnipeg. NÚMER 42 Fjórðunga-mót. Til séra Rögnv. Péturssonar, 12. júlí 1925. Gott er, að heilsa heilum Hofgoða í ranni Komu-sveit í kvöld! Prúðym í dáð og deilum — Dyggum landnámsmanni Pjórðungs-ferð úr öld, Sem hefir trútt í arfi vorum annast Alt sem vissi frjálsast, djarfast, sannast, Þegar lá til orð, að úrgangs-mannast, Eða um hrós vort skrumsamlega að glannast. Gott er, að vinna og verja, Vel er ef fylking heldur, Afl er eigið þor, Þegar heimskur herja, Hver sem skildi veldur Spyrnir sóknarspor. Liggja órækt óðul beztu í geimi, Afnáms-tíð að rísa í Vesturheimi — Tuttugu og (imm ára starfsafmæii séra Rögnvaldar Péturssonar. Sunnudaginn 12. þ. m. voru liðin 25 ár frá því að Rögnvald- ur Pétursson, sem þá var guð- fræðinemi við Meadville, hélt fyrstu ræðu sína við guðsþjón- ustu. Þar með hóf hann starf sitt og baráttu í þarfir trú- og slcoðanafrelsis. En annars hef- ir æfistarf hans verið svo rnarg- þætt, honum sjálfum til svo mikils sóma og löndum hans hér og íslenzkri menningu yfir- leitt, svo mikill ávinningur, að vafa er það ekki lengur bundið, aC hann er einn af þeim fáu niönnum íslenzkum hér vestra, sem sagan geymir og minning- arnar. Þótt séra Rögvaldur sé mað- ur á allra bezta skeiði, og eigi annað eins starfssvið og engu ómerkilegra framundan, ef ekki bregðast mannlegir reikningar, þá þótti safnaðarnefnd Sam- bandssafnaðar, sem til varð niest fyrir ötula framgöngu séra Rögnvaldar, ekki annað hlýða en að minnast þess heilla dags, er hafið var þetta starf. Heimskringla er sömu skoð- unar. Veldur því ekki það eitt að séra Rögnvaldur er hennar öfiugasti styrktarmaður, þótt fleiri ágætir menn hafi verið þar að verki, og ekki heldur það, aö honum ber að þakka, öðrum fremur, að Heimskringla getur verið sá ljósberi lesendum sín- um, inn á lönd víðfaðma og fagurrar menningar, sem hún vill vera. Heldur er þáð í viðurkenn- ingarskyni fyrir æfistarf hans alt. * * * Séra Rögnvaldur er beðinn að halda guðsþjónustu í Sam- bandskirkjunin á sunnudaginn var. Varð hann við þeirri bón. Fiutti hann þar ágæta ræðu, og höfðu menn troðfylt kirkjuna til þess að hlusta á hann, þrátt fyrir hinn gífurlega hita, er liggur við að bræði borgarstræt in þessa dagana. Eftir messu bauð Kvenfélag safnaðarins til veitinga í sam- komusal kirkjunnar, og báðu séra Rögnvald og frú hans að setjast fyrir háborðið. Er menn höfðu sezt að borðum, bað for- setinn, dr. M. B. Halldórsson séi hljóðs, og las upp þakklætis og heillaóskaskeyti frá hinum virðulega forseta Únítarafélags ins í Boston, dr. Samuel Elliot. Því næst kallaði forseti á menn til kvæðaflutnings, söngs og ræðuhalda. Stóð samsætið yf- ir meira en þrjár klukkustundir. En þótt hitinn væri afskapleg- ur, sökum veðurs og fjölmenn- is, þá fanst öllum sá tími sem örskotsstund, og er áreiðanlegt að skemtilegra samsæti hefir ekki lengi verið haldið í Winni- peg. Ræður héldu fyrir minni heið ursgestanna, og kvæði fluttu, séra Ragnar E. Kvaran, — er fyrstur ávarpaði séra Rögnvald, og flutti um leið kvæðið Steph- ' ansnaut, er birt er að ofan hér í blaðinu; — Magnús Peterson, prentari; J. B. Skaptason, kap- teinn, frá Selkirk,, er aðallega 'mintist frú Pétursson, ásamt Mrs. F. Swanson; Þorsteinn Borgfjörð; Mrs. Borgfjörð; Fred Swanson; Páll S. Pálsson, er flutti erindi sitt bundið og ó- bundið, og ritstjóri þessa blaðs, Sigfús Halldórs frá Höfnum. Áð síðustu bað heiðursgestur- inn sér hljóðs, og þakkaði mönnum fyrir hlýhug og hjarta þel, og brýndi fyrir þeim, að halda vakandi velferðarmálum sínum. Heimskringla flytur hér á eftir þau ávörp, er til náðist. Víst á æfin yfir Eilífð manns að ráða — Mannlífs-tíð er tvenn — Allar aldir lifir Andi göfgra dáða, Þó að moldist menn — Hér má útum heimsálfuna þvera Hækka dag og Ijósaskifti gera. Láta sig út í íslenzkt sólskin bera Ættmenn sína, er búið er hér að vera. Stephan G— N Hver er von, að sálar-fylli af seimi Silfri kasti, og mannvits gullöld dreymi? Hvað sem dæma og dylgja Dul, að guðir banni, Smeyk við örlög alls: v Gott er að fagna og fylgja Fremsta landnámsmanni Hæst til heiða og fjalls! Verða ungum óruddar, sem galdar Afvenjunnar betri leiðir taldar, Þó þeim síðar engar kveðjur kaldar Kveðnar veröi, næsta fjórðung aldar. Gott er, í fullu fjöri Foringjans að tryggja Langra ára eld. •Hugurinn hænist öri Himin og jörð að byggja v Fram á fremsta kveld — Ekkert, fanst sig æskuvini, stoða Eftir liðinn Vatnsdælinga goða. T1 <; Sýndist betra saknaðarins voða, Sjálfa sig til Valhallar að boða. Ávarp séra R. E. Kvarans. < Herra forseti! Þú hefir kvatt mér hljóðs. Eg ætla að kveða þeim hljqðs, sem betur getur túlkað mál vort í kvöld heldur en eg. Skáld- jöfurinn Stephan G. Stephans- son hefir í erindum' nokkrum sett saman þær hugsanir, sem okkur hinum orðleysingjunum er varnað að setja saman í þann búning, er heiðursgesti okkar sæmir. Hann sendir sr. Rógnvaldi Péturssyni kveðju sína og mælir þar fyrir hönd okkar allra. (Hér flutti séra Kvaran kvæði Stephans, það er prentað er hér að ofan.) Það liggur við að maður kyn- oki sér við að taka til máls, eft- ir að svona hefir verið mælt, það er hætt við að það bragðist eins og 2% öl á eftir vel þrosk- uðu víni. Eg sé mér það eitt fært, til þess að bæta ölið, að nota orð Stephans G. sem texta. 'Það hefir margur góður texti bjargað lélegum ræðumanni. Þessi dagur og þessi stund oltkar er aldarfjórðungs-mót prestsskapar séra Rögnvaldar Péturssonar. Það er margur hér kunnugri prestsdkap Béra Rögnvaldar en eg. Sum yðar hafa verið með honum og stutt hann í starfi hans aldarfjórð- unginn allan. En svo mil^ið hefi eg þó hugmynd um hann, að eg veit að það hefir að mörgu leyti verið örðugra verk, held- ur en lagst hefir á herðar nokk- úrs annars íslenzks prests. Það er ekki eingöngu fyrir þá sök, að hann hefir barist fyrir óvin- sælum hugsjónum — það hafa margir aðrir gert. Það er held- ur ekki fyrir þá sök, að hann hefir mætt óhlífinni mótspyrnu. Hann hefir verið nógu mikil maður til að finna, að ekki var til mikils barist, ef honum hefði aldrei verið kveðjur kaldar kveðnar um fjórðung ald- ar, eins og St. G. segir. Enginn maður verður betur þektur af öðru en óvinum sínum. En það sem mestu örðugleikunum hef- ir vafalaust valdið, er það, að hann hefir sjálfur nálgast prests starfið öðruvísi, tekið á því öðr- um höndum, heldur en menn eru vanir. Stephan G. hittir nákvæmlega naglann á höfuð- ið, þegar hann einkennir starf hans og hann sem þann, sem “hefir í arfi vorum annast, alt som vissi frjálsast, djarfast, sannast”. Hér er lykillinn að trúarbrögðum séra Rögnvaldar. Hann hefir aldrei aðgreint trú sína frá hinni óbifanlegu. vissu um það, að við hefðum sjálf “hefir í arfi vorum annast, alt eingöngu gæti varnað því, að við úrgangs-mönnuðumst, held- ur það, sem “út um heimsálfuna þvera má hækka dag og Ijósa- skifti gera”. Trú og boðskap- ur séra Rögnv. er svo nátengt trúnni á íslenzka menn — á okkur sjálf, — að enginn með minni hæfileika en hann hefði gotað gert sér vonir um að fá nokkra áheyrn. Sr. Rögnvald- ur héfir séð í lífi þjóðar vorrar, er.gu síður opinberun guðs, heldur en í lífi nokkurrar ann- arar þjóðar, nema fremur hafi verið. Hann er sannfærður um aö hendi guðs hafi ekki síður stýrt tslendingum yfir Atlants- ála og til Norður-Ameríku, heldur en Gyðingum yfir Rauða hafið: Honum hefir vafalaust fundist, sem verið væri að lifa 40 ár á eyðimörku og tekin væri upp hjáguðadýrkun oft og ein- att, þegar, honum hefir virzt landar hans vera að troða í sig “sálarfylli” af hégóma, en hætta að dreyma þá) gullöld mannvits og drengskapar, sem hann trú- ir að sé takmark íslenzkra manna. Séra Rögnvaldur hefir verið of stórtrúaður og mikil- trúaður til þess að hjá því gæti forið, að mönnum veittist örð- ugt um að skilja hann og fylgja honum svo, sem hann hefir haft kröfur til fyrir vitsmuna- sakir og manndáðar. Eg veit að um hugi yðar, sem þekt hafið séra Rögnv. Péturs- son um langan aldur, fara nú á þossum degi margvíslegar hugs anir. Sumir munu ef til vill staðnæmast við það, hvað mik- ill vinur vina sinna hann hefir verið. Trygð hans við þá menn, sem hann hefir lært að meta, er satt að segja meiri, en eg hefi nokkursstaðar séð dæmi tii. Mörg yðar hafa reynt það. Um hann má sannarlega segja það, sem kveðið var um Tryggva Gunnarsson, að “Þú hefir mörgum skilað upp á land”. Og viss er eg um það, að skáldinu, sem eg las kveðju- orðin eftir, hefði stundum fund- ist sem hann væri nokkuð ber að baki, ef hann hefði ekki átt þann andlega bróður, er séra Rögnvaldur var. Það er á allra manna vitund, að kvæði St. G. væru enn óprentujð, og sum ef til vill óört, ef þessi maður hefði ekki eytt tíma, fé og kröftum til að bjarga þeim og ge*fa þau þjóðinni. En ekkert okkar, sem tilheyr- um þeirri stofnun, undir hvers þaki við nú erum stödd, getur komist hjá því að hugsa til þess á þessari stundu, að sú stofnun væri alls ekki til, ef sr. Rögnvaldar hefði ekki notið við. Hún er hans verk. Og hitt er ef til vill líka ýmsum Ijóst, að þótt hún hefði orðið til, þá væri hún nú dauð, ef hans hefði ekki notið. Eg veit að vísu, að þeir eru ýmsir, sem ekki myndu telja það tjón mik- ið og myndu gráta þurrum tár- um, þó hún væri ekki lengur til. En hinir eru þó nokkurir, sem telja ekki einskis verða þá til- r?un til frjálslynds trúarlífs, scm þessi kirkja vill reyna að breiða út. Og allir þeir, sem það geta metið, hljóta að meta starf séra Rögnvaldar jafnmik- ið. Það er trúa mín, að þegar fram líða stundir og saga ís- lenzks frjálslyndis verður rituð hér í landi — og einhvemtíma verður það gert — að þá verði það nöfn séra Friðriks J. Berg- manns og séra Rögnvaldar Pét- urssonar, sem skyggja á öll önnur. Engir tveir menn eiga nákvæma samleið í öllum efn- um, og þessir tveir menn hafa heldur qkki átt það, en þar sem vegir þeirra mætast, þar er stefnt í átt framtíðar-frjálslynd- islns. Eg leyfi mér í nafni þessa félagsskapar alls, í nafni ailra frjálslyndra manna af ís- lenzku bergi, í nafni þeirra mannvina, sem þrá ljósaskifti og hærri dag, að þakka séra Rögnvaldi Pétursgyni fyrir hans óþrotlegu trygð við málstað hans og þeirra. Skáldið lauk kvæði sínu með því að minna á söguna um Þor- kel mána. Hann var einhver vitrasti maður, sem sögur fara af í fomum sið. Hann lét á banadægri bera sig út í sólskin ið, og kvaðst fela sig á vald þeim guði, er sólina hefði skap- að. St. G. hefir oft verið nær- færinn, en sjaldan sem hér. Sr. Rögnv. hefir ávalt séð guð í sólinni. Hann hefir séð hann í víðsýninu, ylnum og birtunni. Og hann hefir aldrei séð hann eins skýrt eins og í íslenzkri sól. Augu hans eru íslenzk, og fyrir því er íslenzk birta honum ljúfust. Hann hefir leitast við manndómsár sín öll að veita þeirri birtu yfir þjóðflokk sinn. . Hann á mörg árin eftir áBur en hann lætur bera sig út í birtuna. Eftir mannlegum út- reikningi er hann um það bil að Ijúka við helming æfiára sinna. En ef ekki verður bjart um hann af þeirri birtu, sém hon- um er kæfust, um það lýkur, þá er það af því, að við höfum ekkl reynst ættmenn hans, þá er það a? því, að við höfum ekki skil- ið, að “Gott er að fagna og fylgja fremsta landnámsmanni hæst til heiða og fjalls!” Manndómur íslenzkra Vest- manna reynist á því, hvort þeir reynast andlegir ættmenn sr. Rögnvaldar Péturssonar. Hon- um heill, honum heiður, þér standið upp honum til sæmd- ar! (Frh. á 4. bls.) \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.