Heimskringla - 15.07.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.07.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. JULI, 1925. HSIMSKRINGLA 7. BLAÐSlÐA Bjarki gamli lobaði augun- «œ, eins og hann þyldi ekki birtuna. “Svo liðu fimm ársfjórðung- ar; þá fæddist þessi vesaling- ur, sem eg held hér á. Við höf- um annast hann eftir heztu getu, en lítið pláss og lítil birta er á jaktinni, — og barnið veikl ast meir og meir. Þá var ógæf- an þar aftur ásamt syndinni — við sendum bölvun á móti böl- ''nm: Fyrir hvað á hann að lifa; sá, sem er orsök ógæfunnar—” Þey!” hrópaði gamli maður- 'nn og opnaði augun lafhrædd- ur. “Já — þannig er það. En hver er nú orsök í þessu? — Svo fór Ásmundur til Kristjáns- sunds. — Þá skeði það í morg- nn, að sólin sendi geisla sinn ’nn í káetuna, og litli stúfurinn ^rosti í fyrsta sinn. Þá datt mér stóra húsið yðar í hug, og alt tað ágæti, sem barninu gæti hiotnast hér — og um leið hvarf hræðslan við vonzku yðar, og eg sagði við sjálfa mig: Við ósk uni ekki að gamli maðurinn deyi, en ógæfan vakir yfir hon- Eg fer til hans og býð ^onum drenginn minn til eign- ae. og vilji hann þiggja hann, voitir hann mér og pabba hans húsaskjól líka. — Já, þér getið hú gert eins og yður líkar, en ef þér rekið mig í burtu með veika barnið, þá hrekið þér það °g mig til dauðans, og máske son yðar líka.” Bjarka fanst sem hann sæti á eldi, en svo barði hann prikinu 1 borðið. Rögnu sortnaði fyrir augum, en í sama bili kom ^tla stúlkan inn úr dyrunum. “Segðu Elíasi. að taka vagn- úin og hestana og sækja lækn- úinn,” þrumaði hann. “Og þú ^veikir upp í ofninum og lagar til í herberginu hans Ásmundar nndireins! Skilurðu mig?” “Já.” En hún trúði ekki sín- uni eigin eyrum. Þaut samt út ti' að framkvæma skipunina. Nú skildi Ragna meininguna, ei* það hafði svo mikil áhrif á hana, þegar hún vissi sig hafa sigrað, að hún skalf frá hvirfli tii ilja og varð að setjast í stól. Bjarki sat kyr og trommaði á ^orðið með fingrunum. Svipur- |nn var orðinn mannlegri, þó °gn væri enn eftir af ilskunni. nú kom stúlkan og sagði alt tilbúið. Nú vaknaði Ragna til fullrar hieðvitundar, gekk til gamla thannsins og tók umbúðirnar af baminu, en hann sat alveg t'issa og vissi ekki hvað hann útti að gera. “Sko!” sagði him lágt. “Það lílnr út fyrir að geta ekki lifað. ^n svo nefni eg það nú hér Ol- Seir Bjarka, í nafni guðs, son- ar og heilags anda. Leggið svo tiendi yðar á það, svo það geti dáið með blessun yðar yfir sér.’ Gamli maðurinn skalf. Aldrei jiafði guð nálgast hann svo milí íyrri. En hann skildi mein- iuguna og dró krossmark yfir ’tla brjóstið. Móðirin hneigði SlK auðmjúk fyrir honum og Sekk til dyra. Nú var gamli Bjarki kominn juiklu ofar í menningarlegu til- ’tt, heldur en hann hafði nokk- Ufu sinni áður staðið. Hann s,óð upp með erfiðleikum, veif- aði tiendi sinni til hliðar, segj- ardi. “Mér veitist sá heiður, tongdadóttir, að bjóða þig vel- omna í mitt hús.” Gaf henni svo bendingu um að fara. — Til allrar lukku gekk hún ekki til juóts við dauðann, heldur til ’tsins, heifbrigðinnar og gæf- tuinar, fyrir sig og barnið sitt. * * * Meðan á þessu stóð starfaði ^mundur eftir beztu getu. — okkurum sinnum hafði hann surifað konu sinni, en fékk ekk ovt svar. Þetta kom honum til ? tara heim og vita af hverju pogn hennar stafaði. Þegar heini kom var alt í ° u ásigkomulagi hjá skips- UTengnum, en káetan var tóm, g ekki gat drengurinn frætt ann um annað, en að hann 6 81 ^lntt Rögnu yfir í gufu- skipið. Þetta olli Ásmundi kvíða og mikillar umhugsunar. En hann ásetti sér að finna hana, og hvort sem faðir hans segði já eða nei, ætlaði hann að hætta við sjóferðirnar. Hún gat hafa veikst, barnið dálið, \— ög ótal aðrar hugsanir ásóttu hann. Daginn eftir gekk hann heim að húsi föður síns í þungu skapi, en inn gekk hann tafar- laust, þangað sem faðir hans sat, er virtist vera vel ánægður; en því gaf Ásmundur samt lít- inn gaum. Hann gerði stutta grein fyrir starfi sínu viðvíkjandi pening- unum, sem hann virtist lítinn athuga gefa. “Mér sýnist þú vera í meira lagi óvilhallur,” sagði faðirinn hörkulega. “Eg er þér heldur ekki vil- hallur,” svaraði sonurinn í stytt ingi. “Það er slæmt fyrir þig,” sagði gamli maðurinn., “Það er undir kringumstæð- um komið,” svaraði Ásmundur. “Það getur orðið jafnslæmt fyr- ir þig, ef til vill. — Með fám orð- um sagt — eg hefi gift mig, pabbi — og eg ætla að búa sam an við konu mína.” “Jæja, svo þú hefir gift þig?” er.durtók gamli maðurinn kímn islega. “Hvar er þá kerlingin þín ? ” Ásmundur strauk hendinni um ennið og þagði um stund, jafnaði sig svo og rétti föður sínum vasabók. “Hér eru skjöl- in viðvíkjandi peningunum, það sem til vantar greinir lögmaður þrnn þér frá. Eg verð að fara strax, eg hefi beðið um flutn- ingstæki. — Vertu sæll, pabbi.” “Láttu ekki svona — bfddu augnablik, drengur!” hrópaði karlinn. “Þýtur þú svona á- ftam eins og stormur. — Farðu inn í herbergið þitt, þar er eitt- hvað gott, sem þú hefir skilið eítir.” “Eg get tekið það seinna.” “Nei, þú verður að taka það núna, seinna verður það máske horfið.” Ásmundur leit gremjulega til föður síns, en gekk samt til her- bergis síns. En gamli Bjarki hlc þangað til hann fékk hósta, en honum bölvaði hann svo um munaði. Á meðan nutu þau Ásmundur og Ragna gæfuríkrar stundar inni í herbergi hans. Ekki þurfti Ragna langan tíma til að greina frá því, sem fram hafði farið — sjón var sögu ríkan. Strax á eftir stóðu þessi gæfu ríku hjón inni hjá öldungnum, og það sem aldrei hafði skeð áð ur, skeði nú: að þegar Ásmund- ur kysti föður sinn, fór hann að gráta unz hóstinn heimsótti hann, en sér til svölunar skip- aði hann hóstanum að fara til helvítis, en annaðhvort rataði hann ekki eða viltist, því hann festi sig svo í hálsi öldungsins, ao Ásmundur varð að berja hann á bakið. “Nú sæki eg barnið,” 'sagði Ragna og hraðaði sér út. “Já, — hún er kvenmaður!” sagði öldungurinn, sem farið var að hægjast um andardrátt- inn, alveg eins og Ragna væri uppfynding hans sjálfs. “Ekki felur hún sig í krókum eða bak við hurðirnar; nei, beint og ó- hikað gengur hún. Rétt skal vera rétt.” “Sko, hérna er Olgeir litli,” sagði Ragna og rétti Ásmundi hann. “Er búið að skíra hann?” spurði Ásmundur og tók við honum. “Að vissu leyti,” svaraði Bjarki, “en það verður að ger- ast aftur.” “Eg hélt hann mundi deyja,” sagði Ragna, “en eg vildi ekki aö hann kæmi óskírður til drott ins eins og hinn vesalingurinn.” “Og svo skírði hún hann sjálf,” sagði gamli maðurinn hreykinn. “Hérna beint á móti mér — og eg var vitni. Og það segi eg satt, að aldrei áður hefi eg orðið var við okkar himn- eska föður í þessu húsi, en þann dag var hann hér, það er áreið- anlegt. Og síðan hefir hann jafnaðarlega litið inn, en það er Rögnu að þakka.” “Ó, Ragna!” hrópaði Ásmund ur og tók hana í faðm sinn. “Þú þrekmikla vera. Og eg, sem var sá heigull að halda að þú hefðir skilið við mig. Þá hefði eg orðið heimilislaus alla mína æfi.” “Heimilislaus var eg, þegar| eg fann þig, Ásmundur,” sagði hún og þrýsti sér að honum. “Nú, heimili skuluð þið fá, og það gott heimili líka,’ sagði öld- ungurinn. “Enginn skal bölva mér fyrir það. Annars skal eg segja þér það, sonur minn, að eg er hættur að bölva öllu — nema hóstanum — því fjandinn er skapari hans.” Ungu hjónin hlógu í kyrþey, þau vissu vel áð það var enginn hægðarleikur að losna við gaml ai vana. Og nú kom Sherryflaskan á kreik — því þenna dag var sjálf- sagt að gera frábrugðinn öðr- ' um. Svo staulaðist gamli Bjarki á veiku fæturna sína, tók glasið í hönd, horfði upp í þak- ið og sagði tigulega: “Ja — svo óska eg börnin mín velkomin.” Og svo var klingt og drukkið. “Þetta er nú í þriðja sinni, sem við mætumst, Ásmundur,” sagði Ragna “Já, og þá erum við heima!” sagði hann himinglaður og ’faðmaði að sér konu sína og barn. (Endir.) --------x-------- “Öxnafellsundrin” (FramhaW írá 3. síðu) rannsóknarefni'S sannar sig ekki sjálft með kraftaverkum, jafnvel svo ram- auknum, aö fordómar læknanna létu bifast, er engin ástæöa til rannsóknar, aS dómi Steingríms læknis. Loks lætur Steingrimur hafa eftir sér staö- lausa fullyröingu um aö “trú á þess- ar lækningar” sé “aö hverfa í Eyja- firöi”. Því fer mjög fjarri aö eg hafi til- hneigingu né aöstöðu til aö mæla með áðurnefndum undralækningum. Mér ern þæyókunnar af öðru en hinni rr.iklu eftirsókn almennings. En eg get ekki oröa bundist, er svona löguö skrif og ummæli koma frá fremstu mönnum i læknastétt okkar. Þaö er ekki laust viö, aö mér finnist þau “oss til skammar”. Þau eru talandi vc-ttur um það, sem er raunar þjóö- kuunugt, aö læknar okkar eru flestir kaldhæönir efnishyggjumenn, sem kunna ekki með að fara né meta til lækninga annaö en hnífinn, eitrin og móteitrin. Lækninga hreyfingar og laknisdómar af sálrænum uppruna, mæta hjá flestum þeirra megnri fyr- irlitningu efnishyggjunnar og for- tíómum vísindahrokans. Grein G. H. er ósvikið sýnishorn af þessu innræti læknanna. Eigi verður þeim láö þaö, að þeir ekki aðhyllast rannsóknar- laust slíkum hreyfingum. En þess ætti að mega vænta, aö þeir töluöu um þau efni með þeim mun meiri gætni en alnienningur, sem þeim er bctur kunnugt um kröfur vísindanna um meöferö á órannsökuðum efnum. Þrátt fyrir miklar framfarir i læknavísindum, úir og grúir enn af mtinsemdum, sem hnífurinn nær ekki til og eitrin vinna ekki á. Og enn eru á sviðum læknisfræða og heilbrigöis- mála mesti fjöldi viðfangsefna, sem eiu læknum algert ofurefli. Meöan skammar”, þegar þurfandi menn leita þeirra, er þeir vænta sér frá æðri máttar, en læknarnir eiga yfir aö ráöa. Þeir ættu einnig aö forðast aö misbjóöa visindaheiöri sínum meö slcggjudómum. Visindamaöurinn ger- ir annað tveggja, aö rannsaka þau eíni, er vafi leikur á um, eöa láta þau aískiftalaus. Hitt er háttur fúskara, að fella dóm um órannsökuö efni. Og þegar prófessor í læknisvísindum ger- ir sig sekan um slíkt, veröur hann aö þola að jafnvel leikmenn gerist svo djarfir, aö settja ofan í viö hann. ___Jónas Þorbergsson. —Tíminn. r VERZLIÐ VIÐ KAUPMANNINN í YÐAR EIGIN BÆ. ugc um þessi svonefndu undur eins og G. H. sjálfum, og aö hann sé hald- ir.n af alveg samskonar fordómum gagnvart þeim. Svar Steingríms viö þeirri spurningu G. H., þvi hann rannsaki þetta ekki vel og samvizku- samlega, er eftirtektarvert: Á meöan svc er háttað, er engin furða, þó menn leiti sér kvalastillingar og leitist viö aö létta af sér oki sjúkdómanna meö einhverjum hætti. Meðan svo mikið skortir á þaö, aö læknar geti oröið við þeim kröfum, er til þeirra hljóta aö veröa gerðar, ættu þeir að fara sér hægt i aö telja það bera vott um lágt menningarstig, og vera “oss til Nú getið þér keypt Partridge “Quality” Tires í yðar eigin bæ, ódýrar en aðrar tegundir, sem þér pantið með pósti. Það eru þau beztu Tire-kaup, sem þér getið nokkursstaðar gert. Kaup ið þæi* hér á! þessu lága verði. Þéi njótið þægindanna við að verzla heima og skoða vöruna áður en þér borgið fyrir hana. Leyfið oss að sýna yður þessi kjörkaup. TIL SÖLU HJÁ Fabrlc Tlre 30x3V4 $0.03 Cord Tire 30x314 »8.05 Cord Tire 30x314 »10.05 (Guaranteed) Tube - - - 30x314 #1-50 Tube - - - 30x314 »3-00 (Guaranteed) Equally low prices on all sizes. Ih, PARTRIDGE OUALITr lire-Shop W. G. KILGOUR, Baldur; ANDERSON BROS, Glenboro; T. OLAFSSON, Arborg; K. OLAFSSON, Rivbrton; H. SIGURDSON Arnes; J. M. TESSIER, Cyprses River; LUNDAR TRADING CO., Lundar. .... Hversvegna Ford er alhtims bíllinn Þ - J - Ó - N - U - S - T - A. Þjónusta, þegar á þarf að halda, ætti að vera fáanleg án erfiðis og tafar, og vera gagnkvæm. Þjónustan sem er næst og gagnkvæm- uster Fordþjónusta. Sérhver Fordeig- andi getur fengið sérfræðinga, hvar og hvenær hann þarfnast hennar á fast- ákveðnu verði. Það er önnur ástæða fyrir því að yfir lOmiljón bílaeigendur hafa kosiðFord Sem gagn- og hagkvæmasta fiutninga- tækið. FINNIÐ NÆSTA FORD SALA. &Ú7%1 BILAR VÖRUBILAR DRATTARBILAR.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.