Heimskringla - 15.07.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.07.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚLI, 1925. 111" =?< Hdtnskrittgla (StofnnO 1886) Krnor flt A hverjam mlílTÍknderl EIOENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGEÍÍT AVE., AVINXIPEG, Talalmi i N-0537 VerB blaTSslns ar $3.00 árgangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendlst THE YIKING PREES LTD. BIGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanAdkrlft tll blaflwlnat THE VIKING PRESS, Ltd., Boz 8105 UtanAitkrlft tll rltMtjóranux EDITOK HEIMSKRINGLA, Box 8105 WINNIPBSG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklnjf Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Saricent Ave., Wlnnlpeic* Man. Telephonei N 6537 I ^—————— WINNIPEG, MANITOBA, 15. JÚLl 1925. Tuttugu og limm ára minning. Tuttugu og fimm ár verður naumast talið eitt áratog í straumfalli því, er vér köllum tíma. Eigi að síður getur það verið örlagaþrunginn spölur á siglingu mannkynsins. Á skemra skeiði hafa þjóðir risið úr ösku til gengis og valda, og aðrar liðið undir lok. Einstaklíngar fæðast og deyja—sumir hverjir innan þess tímabils, og megna samt — örfdlir að vísu — að skilja eftir spor á söndum tímans. Á sviði mannsandans hafa stefnur ris- ið, er á skemra tímabili hafa gerbreytt hugsunarhætti mannkynsins. Um eina þeirra, breytiþróunarkenninguna, er nú einvígi háð milli hins blinda ofríkisanda og hinnar eilífu sannleiksleitar, hjá ná- grönnum vorum í suðrinu, og þarf engan spásagnaranda tíl að sjá, hverrpg þeir leikar muni fara. Á síðastliðnum aldarfjórðungi hafa svo margar og miklar breytingar átt sér stað, svo mörg og gífurleg kynstur skeð, að sá hefði verið óður kallaður, er jafnvel örlitl um hluta þess hefði spáð aldamótaárið. Jafnvel með vorri fámennu þjóð hafa breytingarnar — hið innra og ytra — verið ótrúlega margar. Stærsta og þýð- ingarmesta skrefið mun það talið, er hún öðlaðist pólitískt fullveldi eftir meira en hálfrar sjöundu aldar ok útlendr^. þjóð- höfðingja. En þessir og aðrir atburðir tuttugustu aídarinnar eru heimskunnir og nú skráðir á bókfell sögunnar. Var það heldur eigi ætiun vor að gera þá hér að umtalsefni. Eigi er það heldur ætlun vor, þó það sé oss náskyldast, að skygnast yfir sögu vor Vestur-íslendinga hin síðastliðnu 25 ár. Til þess skortir oss getu, og auk þess vinzt eigi tími til þess á einni kvöldstund. En það er eitt lítið atvik, er skeði alda- mótaárið hér í Winnipeg, er ritstjóri Heimskringlu hefir mælst til við mig að minnast lítillega í dálkum blaðs síns. Á sunnudaginn var, það ár, flutti fáí-, tækur og lítt þektur stúdent frá Únítara- prestaskólanum í Meadville, Pennsyl- vania, fyrstu ræðuna sína í samkomu- húsi íslenzkra Únítara hér í bænum. í>að út af fyrir sig hefði eigi verið svo þýðingarmikill atburður, — því þar höfðu áður prédikað djarfhuga brautryðjendur frjálslyndra skoðana, — menn eins og Björn Pétursson, séra Magnús Skapta- son, Jón ólafsson og fleiri, — ef eigi hefði átt fyrir þessum unga manni að liggja, að verða einn meðal hinna al- þektustu og áhrifamestu andlegu leiðtoga landa vorra hér í álfu. Maðurinn er séra Rögnvaldur Péturs- son. Sennilega er nú þessi fyrsta ræða hans flestum gleymd, — enda fjöldi þeirra, er á hann hlustuðu, safnaðir til feðra sinna. Má og af líkum ráða, að fáár hafi á hana hlýtt, færri öáð hana, og enn færri skil- ið. Segi eg þetta af því, að á fyrstu prest Bkaparárum sínum var hann talinn myrkur, torskilinn og helzt til heimspeki- legur í ræðum sínum, eins og reyndar flestum ungum prestum hættir við, á meðan þeir eigi hafa síað skólagerilinn úr blóði sínu, ef svo mætti að orði kom- ast. Það var samt eigi fyrri en árið 1903, að preststarf hans byrjar fyrir alvöru. Kom þá brátt í ljós, að ræður hans kváðu við nokkuð annan tón en áður hafði tíðkast. í ofurkappi bardagamóðsins höfðu ræður fyrirrennara hans mest gengið út á að rífa niður — brjóta í spón hina margfúnu byggingu bókstafskenninganna. Hér komu ræður, sem leituðust við að benda mönnum á hið nýja verksvið — það, að byggja upp — reisa veglegra og trúrra hof á rústum hinna hrundu halla. Hann trúði strax á göfgi hins norræna eðlis — trúði því, að fleiri ættu helgar bækur í fórum sínum en Austurlönd, — trúði, að hægt væri að leiða einnig hina íslenzku þjóð út úr eyðimörkinni miklu — hinni trúarbragðalegu og stjórnfrelsislegu eyði- mörk hérna megin og handan hafs. En til þess heimtaði hann óskiftan hug — óskifta krafta. Hánn hefir aldrei verið hálfur í neinu, og þoldi því illa helminga- skifti annara. Hann var að vísu ávalt reiðubúinn að leggja lag sitt við þá, er “með hálfum hleif ok með höllu keri fengu sér félaga.” I En sá hálfi hleifur, þótU lítill væri tíðum, varð að vera aleigan — andlega talað — samkvæmt anda vorra fornhelgu rita, sem þetta er úr tekið, en eigi hin algenga fórn Ananíasar. Þó hið bezta í íslenzkum bókmentum, að fornu og nýju, hafi um fram alt verið séra Rögnvaldi heilög ritning, má þó eigi skilja það svo, að hann hafi eigi metið það, sem bezt er og fegurst frá hvaða þjóð sem er, og þá eigi síður Gyðingum en öðrum. Hann hefir altaf lotið með að- dáun kenningum smiðsins frá Nazaret, enda þótt hann hafi aldrei talið sig ný- kominn úr smiðjunni frá honum með ó- yggjandi skýringar yfir allar líkingar hans og dæmisögur. Hann hefir látið sér nægja að trúa því, að andi hans væri ekki í gröfinni frernur en annara leiðarljósa heimsins á ýmsum öldum, en frekar kos- ið að sjá hann bera við morgunbjarmann á ströndinni, þegar hánn ásamt öðru samferðafólki sínu er að koma að “úr volkinu á mannlífsins sjó.” Það sem að voru áliti hefir lyft all- flestum ræðum séra Rögnvaldar langt upp yfir flestar algengar prestaræður, er ekki eingöngu hin djúptæka hugsun, ó- bifanlega stefnufesta, eða rökrétta með- ferð efnisins, heldur og hið kjarnmikla og orðauðga mál, og umfram alt hin innilega samúðartilfinning, ásamt hans hálf-þunglyndislegu, melódísku skáld- hrifni; því maðurinn er um fram alt idealisti — og skáld, þótt hann eigi yrki t á vanalegan hátt. Eigi leið á löngu að sr. Rögnvaldi yrði það ljóst, að við kirkjuræðurnar einar mátti eigi standa. Hópurinn í Winnipeg var svo fátnennur, og úr Únítara-nafninu, sem víðsvegar um hinn mentaða heim er talið aðalsmark, hafði verið gerð sú grýla af forkólfum andstæðinganna, að fáir höfðu þrek eða djörfung, að láta sjá sig á þeim slóðum, og því lítil von um út- breiðslu skoðananna í kirkjunni einni. — Hann kom því á stofn mánaðarritinu “Heimir” og gerðist ritstjóri þess. “Út- gefendur nokkrir fslendingar í Vestur- heimi,” stóð á titilblaðinu. Lögðu c»-fáir safnaðarmenn lítilsháttar af mörkum peningalega. En eigi var það rit, þótt undarlegt megi virðast, styrkt af félags- skapnum sjálfum fyr en seint og síðar- meir. Fólk var þá ekki enn búið að átta sig á því, sem honum var þegar í fyrstu fullljóst, að framtíð hreyfingarinnar hvíldi að mestu leyti á góðu málgagni. Útgáfan borgaði sig því vitanlega aldrei, enda kom hún harðast niður á ritstjóranum og prentaranum fimm eða sex fyrstu ár- in. í “Heimi” skrifuðu margir ágætir mfcnn—þeirra á meðal höfuðskáldin vest- ur-íslenzku. En mest var þó eftir rit- stjórann sjálfan. Erum vér eigi í hinum minsta vafa um, að frá “Heimi” og litla félagsskapnum í kirkjunni á Sherbrooke stræti, hafi runnið þeir andlegir straum- ar, er að meiru eða minna leyti settu merki sín á hugsunarháttf landa vorra hér í álfu, og jafnvel fyrir austan hafið, sumra hverra. Enda þorum vér að full- . yrða, að í engum jafnfámennum hópi ís- lendinga, hvar í heimi sem er, hafi ver- ið samankomnir jafnmargir andlegir að- alsmenn og þar, að undanskildum hópi íslenzkra stúdenta við Kaupmannahafnar háskóla á ýmsum tímum. “Heimir” kom út um níu ára bil, og mun séra Rögnvaldur hafa átt mestan þátt í útgá'fu hans, enda þótt séra Guðm. Árnason væri ritstjóri hans í kringum tvö ár. Á því tímabili var séra R. rit- stjóri 'Heimskringlu. Kveðst hann hafa verið rekinn frá því starfi, og er auðvelt að geta sér til um ástæðurnar, því víð- sýninu var markaður bás í þólitískum blöðum á þeirri tíð, eigi síður en nú. Samt aflaði hann blaðinu vinsælda, eink- um meðal hins mentaðra og frjálslyndara hluta fólksins, sem þó eigi var alblindað af flokksofstæki. Og nú, síðan Heims- kringla komst algerlega í hendur og eigu frjálslyndra íslendinga, hefir hann og verið lífið og sálin í því fyrirtæki. Sú hugsun hafði aldrei skilið við hann, að ættu frjálslyndar skoðanir í trúmálum, og aiment víðsýni, að öðlast nokkurt varan- legt gengi, þá þyrftum við öflugs mál- gagns'. Hefir hann nú með fylgi góðra manna og ósíngjarnra komið þeirri hug- sjón í framkvæmd. Snemma á árinu 1919 var stofnað “Þjóðræknisfélag íslendinga”. Var séra Rögnvaldur forseti þess tvö fyrstu árin, og mun hafa ráðið mjög um tilhögun á starfi þess í fyrstu. Hefir hann æ síðan verið ritstjóri Tímarits félagsins, og getið sér svo góðan orðstír fyrir, að, eins og einn maður sagði í skálaræðu nýskeð, yrði það lagt undir atkvæði allra íslend- inga hér, hver verða ætti ritstjóri þess framvegis, þá myndi yfirgnæfandi meiri- hluti greiða honum atkvæði. Ritgerð hans um þjóðræknissamtök, er birzt hefir í Tímaritinu að undanförnu, er samin af þeirri vandvirkni, samvizkusemi og vís- indalegri nákvæmni, að hún ein setur hann á bekk með vorum fremstu fræði- mönnum. Og það höfum vér heyrt haft eftir mentuðum Islendingi, að honum hefði verið dæmd doktorsnafnbót fyrir hana við hvaða háskóla sem væri,- er nor- rænu eða íslenzk fræði stunda. Af öllum þeim aragrúa af ritgerðum og greinum, þýddum og frumsömdum, sem eftir séra Rögnvald liggja, skal aðeins minst á tvö rit, auk þess sem áður er talið. En það er þýðing hans og endur- skoðun á Hetjusögum Norðurlanda, eftir mannvininn og mentamanninn danska Jacob Riis, og ferðalýsingar hans frá ár- inu 1912, um Norðurlönd og ísland. Munu báðar þær bækur nú ófáanlegar. Þá var hann og framarlega í flokki hinna drenglyndu íslendinga, er tóku að sér hið feikna miklá verk, að gefa út þrjú fyrstu bindin af “Andvökum” St. G. Stephanssonar árið 1909. Og nú fyrir ári rúniu komu út tvö ný bindi, er hann mun hafa staðið straum af að mestu eða öllu leyti. Með öðrum vini sínum gaf hann og út árið 1916 kvæði Kristins Stefánssonar, “Út um vötn og velli”, er koma áttu út á sextugsafmæli skáldsins, en drógst sökum veikinda höf. þangað til eftir andlát hans þá um haustið. Auðn- aðist höf. að búa undir prentun rúman helming þess kvæðasafns, og að sjá tvær fyrstu arkirnar fuliprentaðar á bana- sænginni. Það mun nokkurnveginn einróma álit þeirra, er að kirkjumálum vinna, a<ð minna en helmingur af starfi presta und- ir kirkjufyrirkomulaginu, felist í messu- verkunum. Prestur nokkur sagði eitt sinn í vora áheyrn: Sá sem ætlar sér að verða vinsæll prestur, verður heizt að geta tekið þátt í öllu. Hann verður ekki aöeins að vera snjall prédikari og að geta innilega, glaðst með glöðum eða hrygst með hrygg- uin. Hann verður einnig að vtra brot af lögmanni, lækni, apótekara og heildsölukaup- manni. Auk þess verður hann að vera lifandi bæjarskrá, fylgd aisveinn, og helzt dáJítill banki í viðlögum. Af ásettu ráði var slept hér að framan að minnast á þenna hluta af preststarfi séra Rögn- valdar. Teljum vér víst, að þeir sem næst honum stóðu í þeirri starfssemi hans, skýri nánar frá því. En það er grun- ur vor, að hafi nokkur einn prestur rækt köllun sína líkt og hér er á vikið, þá sé það séra Rögnvaldur. Og í sambandi við þetta má eigi gleyma hinni feiknamiklu vinnu — hinni feiknamiklu sjálfsfórn hans í sambandi við sameiningu hinna tveggja frjálslyndu kirkjuhreyf- inga á meðal vor, er að sögn lítið eða ekkert bar á milli ann- aö en nöfnin. Má það óefað teljast stórtækasta og þýðing- armesta sporið í áttina til al- n'ennrar víðsýni í trúmálum ís- lendinga, og spáir vel um fram- tíð þess sambands. Er senni- legt, þegar fram iíða stundir, að afskifti hans af þeim málum verði talin víðtækustu og happa drýgstu sporin í trúmálastarf- semi hans. Þetta á hvorki að vera æfi-, saga né eftirmæli, því hvorki eru líkindi til að séra R. hverfi á brott úr hópi vorum hér, né heldur er hann kominn á fall- andi fót. Heilsan er enn góð, 'aldurinn enn ekki hár, og því að öllum líkindum stærra starf, breiðara verksvið framundan. Séra Rögnvaldi hefir verið mjög sýnt um að eignast vini á lifsleiðinpi; vini, sem bera til hans einlæglega hlýjan hug, og þá fleiri en hann mun nokkurn tíma gruna. En að sjálfsögðu hefir hann og eignast megna andstæðinga, eins og allir þeir. sem reglulega mikið er í spunn- ið. Því “hann er einn af^ieirri þjóð, sem þéttast veðurmegin stóð,” eins og skáldið sagði um land- námskonuna. Á honum hafa hitnað árásirnar, sem miðaðar \oru að öllum félagssystkinum hans. Og þarf auðvitað ekki að afsaka það, að hann hefir sent hvöss skeyti til baka — ekki láf ið eiga hjá sér. Hefir ölium bardagamönnum á öllum öld- um orðið það á, að sjást ekki fyrir á stundum. En það hygg er þó, að ef mótstöðumenn hans leita með einlægni í barmi slnum, þá muni þeir verða að játa, að minsta kosti í insta hugskoti sínu, að hann hafi þar “engum auði fargað. engum vini glatað.” Nietzsche segir einhversstað- ar á þá leið, að hann elski þann mann, sem hafi frjálsan anda og göfugt hjarta. Allir vinir séra Rögnvaldar munu glað- lega viðurkenna sannindi þess- ara orða. Hann verður þeim ávalt ógleymanlegur, eigi af því aðeins, að hann á sannfrjálsa og djarfa aðalsmannssál, held- ur og einkum af því, að hjartað er göfugt og hlýtt. C. J. ---------x--------- Tuttugu og fimm ára starfsafmæli séra Rögnv. Péturssonar Framhald frá bls. 1. Ávarp Fred Swanson- Mr. Swanson mintist þess tíma, er séra Röngvaldur hefði byrjað prédikarastarf við Únít- arasöfnuðinn í litlu kirkjunni norður á' Pacific Ave., og hve mikið fagnaðarefni það hefði verið söfnuðinum, að fá þenna unga og efnilega k|ennimanni — — Vinsældir séra R. hefðu altaf farið vaxandi, þó hann vit anlega ætti óvini, því maður- inn væri stundum óvæginn í orði — væri í ætt við mætan mann, er uppi var heima á ís- landi, er kveðið hafði verið um: “Það er í ’onum gull og grjót; hann getur unnið mein og bót”, — en í sr. R. hefði lent miklii meira af gullinu en grjótinu. Hluttekningarsemi og hjálpfýsi hans væri víða rómuð. 1 rúmálastarf hans hér væri aðallega það að viðhalda og efla íslenzkan frjálslyndan krist indóm, sem er öldungis sama eðlis og Únítarismus hér í Ameríku. Mikinn og góðan þátt hefði hann átt í því að mynda Sam- bandssöfnuð, sameina hina tvo eldri frjálstrúarsöfnuði, únít- arasöfnuð og Tjaldbúðarsöfn- uö. Hann hefði verið svo lánsam- ur að læra til prests á veguni Únítara, sem kunnugt væri um að ættu í sínum flokki hina á- gætustu andans menn í Banda- ríkjunum, bæði fyr og nú, — ómetanlegur gróði fyrir sálar- þroska hans. Fjórðungs aldar trúmálastarf hans hefði stundum verið erf- itt — og mótdrægt — en nú væri svo komið, að hann væri svc komið, að hann væri búinn að koma þeim málum í væn- legt horf, sem hann hefði barist góðri baráttu fyrir. (Mr. Swanson var einn af þeim ræðumönnum, er ekkert höfðu skrifað sér til stuðnings, og tók hann því saman innihald ávarpsins á þenna hátt.) Ávarp Magnúsar Peterson. Þegar maður rifjar upp fyrir séi frjáSslyndis umbrotin í trú- málum meðal íslendinga hér síðastliðin 35 ár, þá er það margt, sem í hugann hvarflar. Engin önnur mál hafa valdið þvílíkri úlfúð og margskiftingu á kröftum okkar hér eins og trúmálin. Við höfum rifist um pólitík og íslendingadagshald og flest annað, en alt hefir það verið líkt og lítil bóla í saman- burði við þá þungu öldu og um- brot, sem mismunandi trúar- skoðanir hafa valdið. Fyrst þegar eg var nokkuð við þau mál riðinn, undir for- ystu sr. Björns Péturssonar, þá vorum við, eins og mörgum ykk- ar er kunnugt, tæplega álitin húsum hæf né kirkju græf, með al hinna sanntrúuðu guðsbarna. Þeir gerðu spott og háð að kap- ellunni hans Jónasar á Kate St., en þeir hötuðust við litlu Únít- arakirkjuna á Nena St.. Og svona gekk það viku eftir viku, og ár eftir ár, í basli og sífeld- um erjum og stríði, en vel og drengilega stóð sá litli hópur saman, og mörg afreksverk voru unnin í þá daga, þótt ald- rei komist þau á sögunnar spjöld. Enda voru dugandi drengir í þeim hóp, svo sem Jón Ólafsson, Eiríkur Gíslason, Einar Ólafsson, Friðrik Sveins- son og margir fleiri. Það er annars skringilegt að í- huga það, að rétttrúnaðurinn þá kallaði okkur “satans verk- færi”, og þó vorum við einmitt sá flokkur, sem gersamlega neituðum tilveru þess neðri bygða soldáns. En svo mátti bjóða löndum hér flesta and- stæðu og vitleysu í þá daga. Að Birni Péturssyni láAnum var séra Magnús Skaptason prestur okkar um nokkurra ára skeið. Var þá fjörugt og inni- logt samband í þeim félagsskap. Menn sungu, spiluðu og skegg- ræddu hver hjá öðrum, því lífið var ríkt eins og Salómon, þótt allir væru fátækir að veraldlegu góssi. Við vorum þá oft sam- an þrír Magnúsar, og vorum stundum auðkendir með góður, verri verstur — presturinn auð- vitað góður, Magnús Halldórs- son verri, og eg verstur. En svo fyrir 25 árum síðan settist annar Pétursson — Rögnvaldur Pétursson — við stjórnvöl á frjálslynda trúarfar- inu hér. Varð hann brátt eink- ar vinsæll í þeim hóp. Hann var ungur maður; framigjarin,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.