Heimskringla - 29.07.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.07.1925, Blaðsíða 2
2, BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. AGÚST, 1925.. Æfiminning Valgerðar Þórólfsdóttur. Fyrir 2—3 árum birtist í blaSinu “Free Press’, hér í Winnipeg, mynd af aldraðri konu, Valgerði Þórólfs- dóttur, að 532 Beverley St. Mynd- írai fylgdi nokkur umsögn um starf- semi hennar. Vel hefði myndin mátt bera yfirskriftina: “Islenzk iöju- semi”. Gamla konan sat vig rokk- inr sinn, aö vanalegri vinnu. Þaö var samt meira en iöjan ein, sem þar kcm í ljós. Sá sem horföi á andlits- myndina, sagði blátt áfram viö sjálf- an sig: “Þetta er íslenzk sómakona.” Nú er störfum hennar lokiö hér á jöröu. I hárri elli, á þriöja ári yf- ir nírætt, var hún kölluö héöan, 15. dag maímánaöar síöastliöinn. Valgeröur sáluga var fædd aö Árnagerði í Fáskrúösfirði í Suður- Múlasýslu á Islandi, 27. dag nóvem- bermánaðar árið 1832. Þar bjuggu foreldrar hennar allan sinn búskap. Faðir hennar var Þórólfur Jóns- son; var miklum hæfileikum gædd- ur, þvi þrátt fyrir skort allrar skóla- mentunar, var hann sveitungum sín- um önnur hönd og ráðunautur í hverju sem var, enda var hann hreppstjóri í Fáskrúðsfiröi í 20 ár. T?1 hans var leitaö, ef eitthvaö var að manni eöa skepnu, eöa ef eitt- hvað fór úr lagi, sem gera yröi viö. Hann var smiöur bæöi á tré og járn og ennfremur bókbindari. Vefari var hann hinn bezti, er þar þektist, smíö- aði líka vefstólana sjálfur. Viöur- kenningu fyrir nytsemdarstarf sitt, í þarfir sveitunga sinna og annara, hlaut hann með því aö vera sæmdur heiðursmerki frá konungi Danmerk- ■ur. Meðvitundin um þaö að hafa getaö rétt einum og öðrum hjálpar- hönd, mun samt hafa verið honum meira virði en heiðurinn. Konh Þórólfs, nV'jðir Valgerðar, var Þórunn Ríchardsdóttir Long. Var hún gáfuö kona og manni sín- um samhent í allri hjálpsemi. Sami ntyndarskapurinn var á þá höndina setn hina, svo til þeirra hjóna var leitað í margvíslegum þörfum. Þór- ólfur og Þórunn eignuöust fjögur börn, sem náðu fulloröinsaldri: Rich- ard, Valgeröi, Elízabetu og Jóhann. Hinn síðasttaldi dó er hann var 21 árs og var hans sárt saknað af ætt- ingjum og vinum, sökum ljúfmensku hans og hinna miklu hæfileika, sem hann var gæddur, því hann var hinn mesti snillingur í höndunum og ó- vanalega gott mannsefni. Valgerður sáluga ólst upp hjá for- eldrum sínum í Árnagerði þar til hún giítist fyrra manni sínum, Vigfúsi Eiríkssyni, og settust þau að fyrsta árið hjá foreldrum hans að Brim- nesi í sömu sveit. Þaðan fluttu þau aö Vattarnesi í Reyöarfiröi, til Þórö- ar bróður hans, dvöldu þau þar tvö ár, og fluttu þá að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði, til sóknarprestsins þar séra Ölafs Indriðasonar. Þaö ár losn- að: jörðin Litla-Breiöavik í Reyðar- fhði. Fengu þau hana til ábúðar og bjuggu þar eins lengi og dagar h?ns entust. í Þau hjónin éignuðust 9 börn. Tvö þeirra dóu í æsku, Þórunn og Bjarni. Aí þeim sem náðu fullorðinsaldri, eru nú dáin þrjú: Eiríkur, Sigriður Elízabet og Sigurður. Á lífi eru: Þcrólfur, Þórunn, Jóhanna, Jóhann og Vigfúsina. Seinni maður Valgerðar var Páll Jónsson, og voru þeir bræðrasynir, hann og fyrri maöur hennar. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: Jón, Jóhanna og Vigfús. Flutt- ust þau ásamt börnum sínum og sum- um börnum hennar frá fyrra hjóna- bandi til Canada áriö 1900. Hafa þau dvalið hér í Winnipeg síðan. Ekkju- maöurinn Páll, nú hrumur af elli, hefir verið alblindur í 20 ár, en bíð- ur þolinmóður lausnarstundarinnar. Mestan hluta æfi sinnar var Val- gerður viö góða heilsu, að því und- rnteknu að öll hin síðari árin hafð’ hún meiri og minni erfiðleika af gigt Síðustu 9 vikurnar var hún í rúm- inu. Það var aðeins ellin, sem va * að vfirbuga hana. Smátt og smátt færðist húmið yfir, þangað til síö asta jaröar'jósið var slokknað ‘T friö' legst eg fvrir.” mátti hún segja. Valgeröur sái. var ágætis kjna ein af þessum hreinlunduöu sæmd- arkonum, sem ekki vilja vamm sitt vita í nemu. Heimilið var hennar aðal-starfsheimur, enda lá hún þar aldrei á liði sínu. Þar leysti hún af hcndi dagsverkið með samvizkusemi og snild. Fyrir velferð þess, fyrir vellíöan manns og barna, lagði hún fúslega alt í sölurnar. Þar naut sín giaðlyndi hennar og greind og gest- risni. Bóklestur var henni hin mesta unun, enda hafði hún svo góða sjón, að hún gat til hárrar elli lesið gler- augnalaust. Barnatrú sinni hélt hún óskertri æfina út. Það verður með sanni sagt, að hún ræktaði garðinn sínn vel, reitinn sem guð hafði falið henni að annast. Hún varpaði geisl- um á leið samferðafólksins. Allir sem þektu hana minnast hennar með hlýleik og virðingu. “Þú móðurblíða, milda sál, svc margur við þitt kærleiksféd sig vermdi í kulda lífsins; svo heit og sönn og trygg og trú mót táli heimsins stríddir þú og leiðst svo inn til lifsins. R. M. VALGERÐUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR Auðn er í skóg þá eikin hæsta fellur að mold, er fyrri gnæfði tignust viö himinn; hló viö sólu laufum búin og blómaskrauti. * * * Horfin er ættar hæsta prýði — óskadóttir, sem aldur langan geislum stráði af gnægð sins hjarta. Húm er í sölum — hröpuð stjarna. Æfin löng var og auðug dygða, hartnær hundrað ár, hjartans þakkir. Kældi ei elli andans glóðir; síung, sumarkær sálin göfga. Hlýjan frá hjarta úr höndum streymdi; brunnu eldar í augnadjúpi; svipur sólarhýr; sæmdi enni sigurkóróna silfur-hára. Öllu unnir þú, sem æfi fegrar; léttir löngum spor litilmagna. Sást því lífs þíns á siðsta degi brautir farnar í blómum glitra. * .* * Sælt er það land er sinna meðal sona og dætra slíka telur. Auðugra mörgum þótt eigi hrósi námum gulls eða glæstra steina. * * * Kveðjur vinaval vandar hlýjar; frændur glitblóma flétta kransa. Börn og ástvinir aðrir blessa nafn þitt, Valgerður, vel er unnið! * Lands þíns vættir i lotning krjúpa; ]ýsa minninga leiftur fögur. Veit eg fagna þér og velkomna bjóða Bergþóra, Unnur og aðrar slíkar. Richard Beck. —--------x------------ Islenzkur kvendoktor. I Nationaltidende” er grein um frú Björgu Þorláksdóttur Blöndal, er hefir skrifað doktorsritgerð á frör.sku. líefir Sorbonne-háskólinn í París tekið hana gilda. Prófessor Dumas hefir farið miklum lofsorð- um um ritgerð frúarinnar. Efni doktorsritgerðarinnar er: Lífeðlis- upjitök eðlishvatanna.------- Fregn þessi, sem kernur til blað- arna frá sendiherra Dana, mun gleðja alla íslenzka mentavini. — Því ekki er það á hverjum degi, aö góður kraftur bætist í hóp íslenzkra menta- manna. Og þetta er að minsta kosti í fyrsta sinni, að íslenzk kona hefir unnið sér doktorsnafnbót með vís- indaþekkingu sinni. Það eitt er eftirtektarverður atburður í fátæk- legu vísindalifi þjóðarinnar. Frú Björg Þorláksdóttir á langan mentaveg að baki sér. Fyrst fór hún á kvennaskólann í Ytri-Ey, en las siðan til stúdentsprófs í Danmörku, i og tók heimspekispróf frá Hafnar-| háskóla. Síðastliðin ár hefir hún1 nctið styrks úr sjóði Hannesar Árna-! sonar, og hefir hún lagt stund á líf-' eðlisfræði. Fyrsta árið las hún við háskólann í Höfn, þar á eftir við háskóla í Þýzkalandi og Sviss, en síðast við Sorbonneháskólann í Par- ís. Um miðjan vetur 1924 kom hún hingað heim, og fluttri fyrirlestra, samkvæmt fyrirmælum Hannesar- sjóðsins, úm efni það, er hún hafði valið sér til rannsóknar, um upptök eöa grundvöll eðlishvatanna. Og nú hefir hún, eins og að framan er sagt, fengið tekna gilda doktorsrit- gerð um þetta efni við einn fræg-' asta háskóla álfunnar. Hefir hún að visu ekki varið hana enn. En það, að hún er tekin gild, er sama og að höfundur ritgerðarinnar hafi hlotið dokto rsna f nbót i na. En starf frú Bjargar er meira en þetta. Hún hefir unnið sérlega mik- ið að orðabók þeirri hinni nýju, sem kend er við mann hennar, dr. Sigfús Blöndah Mun hún hafa unnið að henni um nærfelt 20 ára skeið. Og yiir höfuð má fullyrða það um frú Björgu, að hún er starfskona hin mesta. Og má margs góðs af henni vænta í vísindalifi þjóðarinnar fram- vegis. (Isafold.) ---------x---------- NinaJSæmundsen. Viðtal. Hingað kom með íslandi um dag- inn ungfrú Nina Sæmundsen. Ætlar hún að vera hér á landi fram eftir súmri hjá skyldfólki sinu hér í bæn- um og austur i Fljótshlíð. Nína Sæmundsen er nú þjóðkunn otðin af umtali því og eftirtekt þeirri sem list hennar hefir vakið. Isfaold hitti hana að máli hér á dögunum til þess að spyrja hana um næstu fyrirætlanir hennar. — Því miður get eg ekki dvalið hér nema stutta stund i þetta sinn, segir ungfrúin, því eg þarf að Ijúka við mynd eina, sem eg hefi í smiðum og | hefi unnið að í Höfn undanfarna | mánuði. Hana ætla eg að senda á Parisarsýninguna i sumar. — “Móðurást” yðar var sýnd þar i fyrra. — Svo var, segir Nína, og það sem meira var, hún aflaði sér sjálfdæmis á sýningunni framvegis. Eg vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ald- rei hefði mér komið það til hugar. Eg var í Paris meðan sýningin stóð yfír. Mynd mín fékk ágætt pláss á 1 sýningunni. Hverjum eg átti það að þr.kka ,hafði eg enga hugmynd um. | Eitt sinn var eg stödd inni í veit- , ingahúsi með nokkrum kunningjum1 minum. Þá kemur til okkar blaða- maður, sem eg þekti deili á, sem seg-! ir mér að eg hafi hlotið þann heið- ur að mega framvegis senda á sýn- inguna, án þess að sýningarnefndin í úi síkurðaði hvort sýnt verði (uden j censur). Og nú hafa verið gerðar ráðstaf- j ar.ir til þess að mynd þessi verði: keypt hér. Já, mér þykir vænt um það, að ein- mitt þessi mynd mín verði hér heima, vegna þess hve mijda viðurkenningu hún hefir fengið — og hve mikillar viðurkenningar hún hefir aflað mér. Eg kom með bron^steypumyndina hingað með mér. Rétturinn til þess að hafa sjálf- dæmi til Parísarsýningarinnar fæst með þeim hætti sem hér segir. Fjöldi listamanna og listdómenda hafa at- kvæðisrétt um það, hvaða myndir sýni nægilegan listaþroska til þess að höfundur sé þess verður að hafa frjálsan aðgang að sýningunni. Um leið og þessir atkvæðisbæru menn ganga um þessa miklu og fjölskrúð- j ugu sýningu, leggja þeir seðla við niyndir þær, er þeir telja beztar. Þær myndir, sem flesta atkvæðaseðla fá, afla höfundinum sjálfdæmis. Myndin sem Nína ætlar að senda ti! Parísar í sumar, táknar Kleopötru á banastundinni með eiturnöðruna við hlið sér. .— Og hvert liggur leið yðar, er þér hafið lokið við þessa næstu Par- ísarmynd? — Það er óráðið 'enn. Margir hafa ráðlagt mér að fara til Ameríku. Ekki þó til að læra, eins og gefur að skilja, því þar er ekki um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Aftur á moti vænlegra til fjár. Maður getur ekki haldið áfram sífelt að lifa á snöpum og góðvild manna. Og ekki get eg vænst þess, að landið kaupi öll mín verk. — Þér hafið farið æði víða á undanförnum árum. — Nokkuð víða hefi eg farið. Hiefi’ vcrið á sífeldu flakki undanfarin ár. Dvalið langvistum suður í Sviss og llslíu. Farið mikið um Sikiley. Um tíma var eg í Tunis. Þar er ein- kennilegast allra staða, sem eg hefi séð. Þar syðra finnur maður fyrst fyrir alvöru að lífið er alt með öðr- utn svip en maður á að venjast á Norðurlöndum. Þar fórum við eitt sinn tvær með fylgdarmann suður í eyðimörku. Þar fann eg Arabakon- una, sem eg mótaði og sýnd var á Charlottenburg. Talið berst að íslenzkri list og skilyrðum hennar. Tíu ár eru liðin síðan Nína byrj- a?i á listabraut sinni. Síðari árin hefir hún barist við þröng kjör og vanheilsu, sem nú er sem betur fer að batna. En þrátt fyrir það alt finst henni l:f sitt líkjast æfintýri á margan hátt Og er það ekki æfintýri líkt, að íslenzk sveitastúlka, skuli á tiltölu- lega skömmum tíma hafa unnið sér sjálfdæmi á sýningunni heimskunnu suður í París. Vér óskum henni til hamingju með æfintýrið, sem byrjaði við smala- mensku austur í Fljótshlið. j Höggmynd Nínu Sæmundsen “Móðurást”, sem var á Parísarsýn- ingunni í fyrra, verður hingað keypt fyrir 9000 kr. Átta frönsk blöð gátu sérstaklega um mynd þessa í greinum um hina miklu sýningu. Kennari Nínu við Akademíið í Höfn Utzon-Frank, jákvað fyrír Ihvpiðh. verð hún léti myndina fala. Brons- afsteypan, sem hingað er komin, kost ar Nínu um 3000 kr. (ísafold.) (Ritstjóri þessa blaðs hefir átt því láni að fagna að kynnast ungfrú Nínu Sæmundsen. Kæmi hún hingað vestur má það vera fagnaðarauki oss löndum hennar, að hún er jafnyndis- leg viðkynningar og list hennar.) ----------x---------- Jón Jakobsson fyrv. landsbókav'órður. Hinn 18. þ. m. andaðist að heimili sínu hér í bænum Jón Jacobson, fyrv. landsbókavörður, eftir langvarandi vanheilsu. Hjann var fæddur 6. desember ár- ið 1860 á Hjaltastað í Norður-Múla- sýslu. Foreldrar hans voru séra Ja- kob Benediktsson, prests Jónssonar, er þá var prestur á Hjaltastað, en síðast á Glaumbæ í Skagafirði, og kona hans Sigríður Jónsdóttir, pró- fasts Halldórssonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. — Heimili þeirra var hið mesta merkisheimili, og naut hann því góðs uppeldis í æsku. Var hann snemma settur til menta og fór í lat- iuuskólann hér árið 1874, og útskrif- aðist þaðan vorið 1880. Sigldi hann þá til háskólans í Kaupmannahöfn og lagði stund á gríska og latneska málfræði um nokkur ár, en varð að hætta við nám sökum heilsuleysis. — V ar hann eftir heimkomuna nokkur ár hjá foreldrum sínum í Skagafirði, en reisti bú á Víðimýri árið 1890 og bjó þar um 6 ára tíma. Reyndist hann búhöldur góður og vann sér þegar alment álit og hylli i héraðinu, enda gegndi hann, meðan hann dvaldi þar, margvíslegum trúnaðarstörfum innan héraðsins. Það varð þó ekki úr, að hann héldi áfram búskap, heldur sctti hann um aðstoðarstarf við Landsbókasafnið og fékk það starf 1896. og fluttist þá til Reykjavíkur. Hafði hann þetta starf á hendi þang- að til hann var settur landsbóka- vörður árið 1906, en veitingu fyrir þvi embætti fékk hann 2 árum síðar og gegndi þvi þangað til síðastliðið haust, að hann lét af því, sökum heiJsuleysis, enda var hann þá far- inn að kenna hjartabilunar þeirrar, sem dró hann til dauða. Hann hafði á hendi vörzlu forngripasafnsins í 10 ár, 1897—1907, er hún var gerð að scrstöku embætti. Var hann þá sæmdur riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar. — Nokkur ár hafði hann á hendi tímakenslu í málum við lærða skólann, og þótti ágætur kennari, en stjórnskipaður prófdómari við Stú- dentspróf var hann mestallan þann tíma, sem hann dvaldi hér í bænum, arí til þessa. Jafnan hafði hann mikinn áhuga á cpinberum málum og afskifti af þeim. Var hann einn af forgöngu- mönnum við stofnun Kaupfélags Skagfirðinga og fo'rmaður þess um hríð, enda var hann jáfnan hlyntur gagnlegum félagsskap og hverskonar sjálfsbjargarviðleitni bænda. — Á Þingvallafundinum 1888 fór hann rneð umboð Skagfirðinga, og var þingmaður þeirra árin 1893—1899, en síðan þingmaður Húnvetninga 1903—1907. Þótti hann með nýtustu þingmönnum og var jafnan fram- sögumaður fjárlaganna meðan hann v?.f á þingi, enda lét sig miklu skifta öl! þingmál. Eftir að hann lét af þingmensku gaf hann sig ekki opin- berlega við stjórnmálum. Þingkos- inn endurskoðandi Landsbankans var hann árin 1900—1909. Aðallífsstarf Jóns var þó lands- bókavarðarstarf hans, sem hann gegndi, eins og að framan segir, frá 1896 til 1924. Þegar hann tók við forstöðu safnsins, hafði það aðeins til afnota lítilfjörlegt húsnæði á neðri hæð Alþingishússins, og svo hafði verið þá um langan tima, eða frá því árið 1881. Má nærri geta, að það var þröngt og lítt nothæft húsnæði, þar sem safnið var þó orðið nærri því 70,000 bindi. Jón var því einn afial hvatamaður þess, að bygt var nýtt og veglegt hús fyrir safnið og það flutt þangað árið 1908. Síðan hefir safnið aukist mjög og er nú oiðið 113,000 bindi, auk fullra 7000 handrita. Lét Jón sér jafnan mjög art um hag safnsins, og ber núver- andi landsbókavörður því vitni, að reikningshald þess alt og bókhald hafi veiið í góðu lagi, er hann tók við s'iórn þess. Hvaða hug hann hafði til' safnsins og hve vel hann hafði kynt sér sögu þess og þróun, lýsir sér bezt á hinu mikla og vandaða minningarriti þess, er hann samdi á ÍCG ára afmæli safnsins 1918. Jón var gáfaður maður og vel að sér, manna bezt máli farinn og prýði lega ritfær, og hefir hann gert ýms- ar góðar þýðingar á erlendum ritum og birst hafa eftir hann ýmsar rit- gerðir í blöðum og tímaritum. Hann var góður drengur, vinur vina sinna og fastur í lund, íhaldssamur í skoð- nnum og taldi sér það til gildis. Jón kvæntist árið 1895 Kristínu Pálsdóttur Vídalín og lifir hún mann sinn. Þeim var fjögra barna auðið og lifir aðeins eitt þeirra.Æjelga, gift G Sætersmoen verkfræðingi í Oslo. — Heimili þeirra hefir jafnan verið hið mesta rausnarheimili og eiga msrgir gestir góðar minningar það- an. , V. E. — lsafold. Pólflugið Skeyti frá Amundscn. Kingsbay 18. júní. Við komum hingað í nótt allir sex. Á fluginu höfðum við ágæt not af só! arkompásnum frá Goeitz. EngtK1 Önnur tegund en Cornier flugvélar hefðu getað þolað hnjask það, sem flugvélar vorar urðu fyrir. Hin sér- staka gerð þeirra gerði einmitt þær hæíar til þessa ferðalags. Roll Royce mótorarnir reyndust svo ó- skeikulir i gangi, að við vorum þegar í öndverðu öruggir. Þó að við flygjum tímunum saman yfit. ís án þess að eygja nokkurn> lerdingarstað, vorum við ósmeykir um okkur. Svo mikið traust báruira- við til mótoranna. Þegar við voruna að basla með vélarnar norður í vök- inni, þá var hægt að setja þá í gant^ á einu vetfangi. Létti það mjög fyr- ir, er við þurftum að flytja okkur i sííellu undan ísjökunum, ér þrengdts að okkur í vökinni. Ferðasagan. Eins og menn vita, lögðu flugvéí- arnar af stað frá Kingsbay þ. 21. maí. Á leiðinni til Amsterdameyjar voru gerðar ýmsar flugtilraunir, er báru góðan árangur. Var því haldi& áiram norður eins og áformað var. Er skamt var komið, þá hækkuðum við okkur á fluginu og flugum í 1000 metra hæð. 1 þeirri hæð var þokulaust, svo við gátum notað sólar kompásinn. 1 tvo tíma flugum viff yfir þokunni, en kl. 8 um kvöldift vcrum við komnir framhjá henni. Alia leið upp frá því höfum við á- gætt útsýni. KI. 10 um kvöldið komumst við atS raun um, að okkur hafði hrakið all- mikið úr leið, og vorum við vestar en til var ætlast, því vindurinn var allhvass af norðaustri, og hafði flug- vélarnar hrakið úr leið meðan farití var yfir þokunni, því þegar ekkert sést til hafs eða lands, er erfitt a?S halda réttri stefnu. Héldum við þá austur á bóginn, þangað til kl. 1 um nóttina. En þá var helmingur af bensíiiintz eyddur. Við tókum því það ráð a?S leita lendingar til þess að átta okk- u- á því með áreiðanlegri vissu, hvar vifi værum, svo hægt væri að taka þaðan rétta stefnu -áfram. I þann mund vorum við nálægt stórri vök. Það var fyrsta vökin, sem við höfðum komið auga á alla leiðina. Flugum við nú lágt til þess að rannsaka, hvort hætta væri á því að ísjakar lokuðu vökinni innan skams. Hvergi höfðum við komití auga á nokkurn stað alla leið, þar sem á ísnum væri nægilega stór slétt- ur flötur, að hægt væri að lenda vél- um þar og hefja þær þaðan aftur til flugs. Þarna í nánd við vökina vor heldur engan lendingarstað að finna. 1 lengstu lög veigruðum við okk- ur að setjast á vökina. Við kom- umst líka brátt að raun um að óttí okkar var ekki ástæðulaus í því efni, því önnur flugvélin, nr. 25, innilok- aðist innan skams milli hárra ísjaka. Á meðan við vorum að bjástra við að losa hana, lagði alla vökina og var þá hin flugvélin um leið frosin föst í ísinn. Um nóttina gerðum við afstöðu- madingar, og komumst að raun um, að við vorum á 87. gr. og 44. mín- útu norðlægrar breiddar og 10. gr. og 20. mínútu vestlægrar lengdar. Á þeim átta tímum, sem við höfðum verið á flugi, höfðum við farið ná- kvæmlega eitt þúsund kílómetra. Flughraðinn hafði alla leið veri'5 1S0 km. að jafnaði. Andbyr hafði því haldið okkur 200 km. til baka. Hér var sjávardýpið mælt og kom- umst við að raun um að það var 3750 metrar. Næstu daga var ísrekið at- hugað, stefna segulnálar auk veð- ur? thugana. Á norðurleið höfðum við útsýní yfir 100,000 km. stórt svæði. — Lengst sáum við til norðurs að 88. gr og 30. mín n.br. Hvergi sást m.óta fyrir nokkru landi á öllu þessu svæði. Þegar þess er gætt, hve dýp- ifi var mikið þar sem við lentum, telj um við það með öllu útilokað, að nokkuð land sé á svæðinu þaðan norður á pól. Þar eð engar líkur eru til þess, að við hefðum getað lent nokkursstað- ar nær pólnum en þetta, sáum við ekki betur en að það væri tilgangs- laust með öllu að fljúga lengra norð- ur en að fljúga norður yfir pól fanst okkur þýðingarlaust úr því sem kom ið var, eða að minsta kosti svo þýð- ingarlítið, að það svaraði ekki nánd-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.