Heimskringla - 29.07.1925, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.07.1925, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. AGÚST, 1925. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA aS geyma íornleifar af ýmsum smá- urn skeldýrum, er liföu fyrir mörg- uru hundraS þúsund eSa miljónum ára siSan. Eg gat aSeins greint stór breytingar, eins og aö framan er get- iö. Áin er afarbreið, en um þenna tíma árs mjög grunn, og uröum viS a'ð fara mjög krókótt vegna sand- rifa. Þegar dregur niður að Atha- baskavatninu, lækka bakkarnir. Verö ur þar land flatara, og sýndist mér víöa engi. Ýmsar tegundir af gses- um voru þar i þúsundatali. Við ósa Athabaskafljótsins sýndist mér aö nauösynlegt væri fyrir stjórn- ina aö gera einhverjar umbætur. Mundi það vera þarfara verk en þaS, er hún er nú aS gera, aö flytja inn vísunda. Mun eg geta um það ' setnna. Viöa uröum viö a'ð krækja | fyrir sandrif, áöur en við komumst í álinn, sem er upptök Þrælafljótsins (Slave Rivef). Viö vörpuðum akk- eri viö Chipewyan, á meöan veriö var að afferma vörur. Sýndist þaö þriflegt þorp; en þar eð viðstaða var st.itt, hefi eg lítið um það að segja. Við lögðum af stað þaðan að kvöldi dags, en komunist aðeins 20 milur; þá urðum við að lenda til að bíða eftir birtu næsta morguns. Skipstjór inn sagði að þar skamt frá væri harð- ur straumur, sem betra væri að fara í gegnum í birtu en myrkri. v Á svona löngu ferðalagi kynnist maður öllum, sem á skipsfjöl eru. Við drógum engar dulur á að við værum íslendingar, og bar Alexand- er skipstjóri svo mikið hól á Islend- inga, er hann hefði mætt á Point Roberts, að mér þótti nóg um. Efa eg ekki, að landar hafi komið sér vei á Point Roberts, sem annarsstaðar, en skjalli kann eg i'lla; mér fanst það bitna á mér, úr því landar áttu t hlut. Þá hafði og vélastjórinn heyrt að íslendingar væru yfirleitt góðir taflmenn, og vildi hann fá mig í taí! við sig. Hafði hann ekki mætt neinum, sem um hafði farið, er unn- ’ð hefði hann í skák. Bjóst eg þess vegna við að verða illa leikinn. Tefld un. við átta skákir alls og vann eg þær allar. Vita þó allir, sern rnig þtkkj'a, að' eg er enginn taflkappi. Næsta dag kl. 12 lentum við 30 milur fyrir ofan Fort Fitzgerald. Þa- settumst við að fyrir veturinn. Höfðum við litið meðferðis, þvi vetr nrforði og farangur áttu að koma eftir 3 daga; og höfðum við aðeins mat fyrir þann tírna. Byssu hafði eg og nokkur skot. Yrði of langt mál að lýsa ástandinu, er eg og fjölskylda mir. urðum að líða, þar til farangur og forði okkar kom, 17. október. — Eifðum við reglulegu frumbýlingsiífi sem aðeins er þekt hjá íslenzkum landnemum, er komu hér fyrst í land, nema hvað eg átti enn örðugra með bátleysi og végaleysi, áhaldalaus Og verkfæralaus. Liðum við þó ekki ntma stórneyð. En ástæðan fyrir þessu var sú, að i byrjun bjóst eg við að ferðast með sama bát og bafði farangur minn og vörur innan- borðs, og vissi ekki að hann hafði ekki leyfi til að flytja farþega, fyr en að gufubáturinn, sem við þurft- Km að fara með, var að leggja af stað frá Fort McMurfray; og þar eð' eg var fullvissaður um að farangur nnnn kæmi ekki seinna en á þriðja degi frá þvi að við lentum, þar sem við höfðum ásett okkur að setjast að fyrir veturinn. En orsökin til þess, að vörur okkar komu ekki fyr en mn var getið, var sú, að vélin í bátn- tuu bilaði, og urðu þeir að hrekjast með straum, þar til að gasolin-bátur II- B. félagsins tók þá í togi til Ft. Titzgerald 10. okt. Leið svo vika þar f-il þeir komu upp ána með minn far- angur. Hefi eg aldrei fyr farið svona ferðir, án þess að hafa öll mín veiðiáhöld og matvöru með mér, og mun ekki gera það aftur. Auðvitað- þótti okkur vænt um, að ekkert var a'ð mönnunum, sem á bátnum voru, °g að þeir komust heilu og böldnu, með farangur okkar, þó seint vari. Slave River er líkara stöðuvatni en á, með ótal töngum og eyjum, en straumhart; víða harðar hringiður, scm minna mann á, að það er stór- fljót, en ekki stöðuvatn. Bakkar eru Egir og skógi vaxnir, og skógur lík- nr þeim er sást í Nýja íslandi fyrir 30 árum siðan. Ekki er þar eftis fiskisælt og í Winnipegvatni, því ef treysta ætti á máltíð úr Slave River og ekkert annað, þyrfti sá hinn sami ekki að kviða ellidögum. Af drætti þessum við að fá far-1 angur minn, drógst fyrir mér að geta oiðið til taks, þegar veiðitiminn byrj aöi, og varð eg seinn að koma út veiðifærum minum. Þar af leiðandi misti eg að mestu leyti haustveiðina. Áíorm mitt var að fara til North West Territories, en vegna þess hve lítiö veiddist í vetur sem leið, verð eg hér annað ár, því ekki er auð- hiaupið yfir línuna til Fort Smith. Piru fossar á milli Fitzgerald og Smith í Slave River, svo að farið er 16 mílur yfir land. Er kostnaður 1 dollar á hver hundrað pund, og 50 dollarar og þar yfir fyrir flutning á bát, eftir stærð. Og þegar til Smith er komið, verður maður að borga $/5.00 fyrir að mega halda áfram. Er það veiðileyfi. Það sýnist svo að alt sé gert til að halda fólki frá Norðvesturhéruðunum, og er Hiud- sor.’s Bay félaginu kent um. Verzl- unarleyfi kostar þar $150.00. Sú bót er þó i máli bæði fyrir veiði- og verzlunarmenn, að þeir þurfa ekki að borga skatt af skinnvörunni. Margir þeir, er voru við veiðar í N W. T. síðastliðinn vetur, fengu góða vertið, þetta frá 3—4 þúsund dala virði, einstöku betur. Aftur getigu veiðarnar ekki eins vel hér um slóðir. Eftir því sem eg hefi næst komist, mun sá hæsti hafa veitt upp á 1500 dali. Eg fékk $960.00, og var það skárra en meðal útkoma hér. Eg fór 50 mílur austur og hafði þvl 100 niílna hringferð. Á þeirri leið voru mörg vötn og góður fiskur ^ alstaðar. í einu af þessum vötnum. fékk eg þann bezta silung, er eg hefi nokkurntíma séð. Var hann rauður í fisk sem lax. Lítið var um hrein- dýr (caribou) og elgsdýr (nioose), en úifar sáust alls ekki. Vetrarkuldar voru ekki afskapa miklir, líkt og tíðk- a-.t í Manitoba; en mjög snjóasamt vat síðastliðinn vetur. Slave River lagði fyr en vanalega, eftir frásögn manna; lagði 8. nóvember og braut ai sér ísa 8. mai. Vorið hefir verið ein bliða; regn rétt mátulegt til gt óðurs. » Eftir harðan og að suntu leyti leið- iniegan vetur, aðallaga af einveru minni í svo löngunt veiðitúrum, flutti eg til Fort Fitzgerald úr vetrarbúð- uni 8. jú/ií, þvi þar eru meiri opnur og minna mýbit. Hér eru mýflugur, “bulldogs” og sandflugur í miljóna tali, og er sá ófögnuður illþolandi: en þær nætur, sem viðþol er fyrir þeint, er sem verið sé i paradís á jcrðu, þar sent aldrei er nótt, og þar sem hver íslendingur, sem fór ftá íslandi í æsku, vaknar af löngunt diTum. Björtu næturnar minna ntig á svo margt. Svo' margt, sem eg var búinn að gleyma, en sern eg hefi hina óviðjafnanlegustu unun af áð rr.itna nú. Og nú skýrist svo margt fvrir mér. trlenzku skáldin koma í huga minn, og mér finst eg skilja enr. betur tilfinningar þeirra. Þú verður að vera '’þar sent björtu næt- urnar eru, til þess að skilja til fulln- ustu dýpstu tilfinningar. — Þið fyrir gefið óbreyttum veiðimanni þenna útúrdúr. . I Fort Fitzgerald eru fjórar búð- ir, eitt matsöluhús og ein knattleika- stofa. Áður var Jtér riddaralögreglu- stöð, en er nú í eyði og þorpið þvi gæzlulaust. Viðgangast alskonar ó- log og óregla. Her er kaþolsk kirkja og er prédikað tvisvar á helguni. — Tíkki sýnist það þó hafa nein áhrif til siðmenningar, því margt and- styggilegt sér maður hér, sem mað- ur skyldi halda að kristinn kennimað ur gæti breytt til hins betra. Allur þorri þorpsbúa eru kyn- blendingar. Aðeins einn hreinn Irdiáni er sagt að sé hér. Skiftast þessir kynblendingar í tvo flokka. þeir er taka “Treaty”, eru kallaðir Iiidíánar, en hinir, er ekki taka “Treaty”, láta kalla sig hvitt fólk, þó dökkir séu. Sem stendur eru hér 5 hvítar konur, en 30 hvítir menn, sex giftir kvnblendingum. Hjátrú hefi eg orðið var við hér á háu stigi, og það hjá fólki er hefir notið góðrar mentunar. T. d. mætti eg kynblendingi, er gengið hafði á High School í Edmonton; var eg nætursakir með honum nokkr- uin sinnum í vetur. Er hann að mörgu leyti skýr maður, og álitinn skynsamur. Hann vildi ekki gefa hur.dum gaupu-kjöt (lynx), því hann á.eit, að það að sýna dauðri gaupu þá óvirðing, myndi snúa hamingju sinni á gaupnaveiðum. Eins varð- Til Einars H. Kvaran* Eg er ekki hræddur, Einar minn, að yrkja þér nokkrar bögur; þú gafst okkur góðar sögur. Við ellina lyftist andinn þinn og útsýnin verður fögur. Þú efaðir snemma, Einar minn, að alt væri satt, sem trúðum, í kenningar kreddu-búðum; og hrygðin greip ungan anda þinn, þá allir frá Kristi flúðum. En trúin er dauð, ef vantar verk, því verkin þau manninn sýna; það lýsti hugsun þína. Af þessu myndast orð þín merk, er okkur sem geisl^r skína. Með lofi þínu eg lasta ei neinn, sem lifir á þessum árum með vaxandi synd og sárum; því sannleikans vegur sést ei beinn, ef sjónin er byrgð með tárum. Þá ástvinur horfinn er úr sýn, og efinn og sorgir buga, og dalirnir ekki duga; þá lifandi sannleiks-leitin þín, hún lýst hefir mörgum huga. Þú byrjaðir þetta bezta verk: að berjast mót gömlum vana, og myrkur á hól mað mana. Þín eilífðarvon, hún er svo sterk, að ekkert fær sigrað hana. . Og hafðu svo, vinur, hjartans þökk, að hefja þitt ljóssins merki svo augljóst í orði og verki. Á íslandi nóttin dvínar dökk, ef drenglyndið tekur merki. % Sigurður Jóhannsson. (Svo var til ætlast, ati kvætsi þetta yrtsi flutt í heit5urssamsæti, er þeim hjónum, Einarl skáldi Kvaran og frú Gíslínú, var halditS í New Westminst- er, B. C., en sökum ófyrirsjáanlegra hindrana gat þats ekki ortSitS.) vtitti hann allar fætúr af þeim bjór- urn. er.í boga komu hjá honum, sér til fengsældar. Allir, er hér búa, eru veiöimenn eða verzlunarmenn. Sumir stunda vöruflutninga yfir Smith Portage. Mér er sagt aö árið 1924 hafi ver- iö flutt yfir Smith Portage 2500 tonn af vörum. Mönnum hefir ekki bor- íð saman, hvaö mikið af skinnavöru flytjist á ári, og er þaS aðalle^a H. P. félagiö, sem ekki gefur almenn- irgi upplýsingar um þaö, er .þeir flytja. En þaS næsta, sem eg kemst, mun vera tveggja miljóna dala virði (auðvitað er þetta ágizkun). Hér eru engir íslendingar nema eg oy min fjölskylda og E. B. Hjordal. Ef> NorSmenn og Sviar taka mikinn þátt í aö afla sér afurða Norövest- urlandsins, bæSi sem veiSimenn og verzlunarmenn. Byggja þeir sér ó- vónduS vatnsför úr óhefluðum borð- Uiii, sem bera alt upp í 20 tonn, og eru þessi för kölluS “scows”, knúö áíram með gasolín-vél. Þegar Norð- ur til Mackenzie kemur, seljast þess- ar “scows” sem borðviður. Hér ætti að vera tækifæri fyrir ís- lenzkan félagsskap, sem hefði verzl- un, veiðimensku og fiskiveiðar um hönd. I öllum vötnum er mikill fisk- ttv og selzt vel sem hundafæða, þvi hér stunda engir fiskiveiðar. Veiði- menn kaupa fisk fyrir hunda sína. Hefi eg séð borguð 25 cent fyrir sugfisk, og er enginn munur á því gtiður, hver fisktegundin er, heldur íer verðið eftir stærð. Aðalástæðan fyrir þvi að" ekki er stunduð meira fiskiveiði mun vera sú, að á haustin, þegar fiskur er mikill, eru veiðimenn á tóuveiðuiú, en á vorin á bjóraveið- uni. Af þessu leiðir það, að sleða- hundar eru í afarháu verði. Um jól, i vetur sem leið, seldust hundar fyrir $100.00 til $150.00, eftir gæðuni. Vegna þess, hve lítill fiskur fæst, og fæða verður ^hundinn á innfluttri vöru, er mjögt kostnaðarsamt að ala þá upp. Aðal-hundafæðan er hveiti, hrisgrjón, maismjög og tólg. Mat- vara er hér dýrari á vetrum en/á sumrum. T. d. var hveiti hér í vet- ur $12 fyrir 98 pundin; hrisgrjón 18c pundið; maísmjöl $9 100 pundin; tclg 24c pundið; svínafeiti 50c pd.; smjör $1; kaffi $1. Eg set þetta verð hér sem dálítið sýnishorn. Eftir þv' sem norðar dregur, stigur öll vara i verði. I vestur frá Slave River eru síð- ustu leifar skógar-vísunda (Wood Bnffalos), og hefi eg ekki haft þá ánægju enn að sjá þessar stórvöxnu skepnur. Árið 1922 gaf sambands- stjórnin friðhelgað svæði handa þess- titn vísundum. Mun það vera um 200 mílur á lengd og um 125 mílur á breidd. Ómögulegt er að segja, hvað margir vísundar þarna eru, en álitið er, að nú muni þeir vera um 1200 talsins. Hefir stjórnin sett vcrði viðsvegar um þetta svæði, og eiga þeir að sjá um að ekki séu vis- undar drepnir. Líta menn á þetta með ýmsu móti. Illa mælist það fyr- ir stjórninni að banna þvítum mönn- um að veiða önnur dýr á þessu svæði, ert að hún leyfir það Indíánum. Einn vísundagætir sagði mér, að siðastliðinn vetur hefðu tveir vis- undar verið drepnir, og eru þeir engu ræi hver gerði. Getið hafa menn sér til, að Indíánár en ekki hvítir menn séu valdir að þeim glæp. Fyrir utan alla verði, eru yfir- tn r.n i Fort Smith, til þess að stjórna búskapnum. Nú í sumar er stjórnin að ílytja inn 2000 sléttu-visunda (Prairie Buffalos) frá Wainwright, og er sagt, að samningur hafi verið gerður við Col. Cornwall að fíytja inn 2000 visunda á ári hverju i 5 ár. Það mundi vera fróðlegt að víta, hvað þessi vísui'da-búskapur stiórn aiiiu ar í Ottawi kostar almenni-"r Mér er sagt að bað kosti $35 á hvern grip, er hingað er fluttur frá Wat- erwavs; en sv:; getur nú verið, að Col. Cornwall sjái stjórninni í, cg flvtji vísundana dálitið ódýrara. Engar girðingar eru til þess að lrald.i skepnum þessum, svo sagt er aí ferðamönnum að visundar hafi sést synda austur yfir Slave River. C.etm þá skeð, að þið í Manitoha fáið tækifæri til að fara á vísunda- veiðr.t. Þetta frjálslyndi stjórnarinnar. tv.eð frjálsa vísunda, getur verið gott, ef maðttr mætti nota sér það, og vera frjáls að. ÞJER SEM NOTIÐ TiMBUR K A U P I Ð A F Tha Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ CÆÐI ÁNÆGJA. Þetta er nú orðið mikið lengrr,, en eg ætlaðist til í byrjun, og þó er þetta ekki nema örlitið af því, er segja niætti um Norðvesturlandið. Að endingu óska eg ykkur aflra framfara, i því sem betur má fara. B. 'Magnússon. Fort Fitzgerald, Alta. —--------x--------- Ur boenum. WONDERLAND. Síðustu þrjá dagana í þessari viku verður sýnd á Wonderland “Wages of Virtue”, sem er nýjasta leikritið, sem Gloria Swanson leikur í. Allan Dwan, sem bjó út “Manhandled” hef i: búið þetta leikrit út fyrir Para- mount félagið. Myndin sýnir hugþekka ástarsögu, sem gerist kringum unga stúlku úr fátækrahverfinu, sem verður átrún- aðargoð “tJtlendinga hersveitarinn- ar” frönsku. Htlutverk Carmelitu fer Miss Swanson ágætlega, svo vel, að “Wages og Virtue” er bersýnilega ágætasta leikritið frá hennar hendi ernþá, af mörgum meistaraverkum. Sagan er hrífandi, áhrifamikil og alt að einu gamansöm, og oss skjátlar stórum, ef hún veitir yður eklcí'Seztu skemtunina á mörgum mánuðum. — Ben Lyon, sem þér munið eftir frá “Flaming Youth” og “Painted Pe- ople’’ leikur aðalhlutverkið af hendi karlmanna, auk annara framúrskar- andi leikara svo sem Norman Trevor, Ivan Linow, Joe Moore, Arinand Cor- tez, Adrienne d’Ambricourt og Paul Panger, svo nokkrir aðetns séu nefndir. Eebe Daniels leikur aðalhlutverkið sem Adele Clark í “Dangerous !Money”, sem sýnd verður á Wonder- land þrjá fyrstu dagana í næstu viku. Það er Paramount mynd með ein- tómum ágætis leikurum. Aðalhlut- verkið af hendi karlmannaj leikur Tom Moore, sem Tim Sullivan. Aðr- ir leikendur eru William Powell, sem Arnolfo da Pescia prins, Mary Foy, 'Dciores Cassinelli, Charles Slattery, Peter Long og Edward O’Connor. Frank Tuttle sá um myndtökuna, en Julie Herne bjó út sögu John Russells undir hana, en hún er aftur bygð á sögu eftir Robert Herrick, “Clark’s Field”. ---------x--------- Frá íslandi. Kristnisaga lslands frá öndvcrðu til vorra tíma heitir nýútkomin bók eftir dr. Jón Helgason biskup, 270 bls., og er það fyrri hluti ritsins og nai fram að siðaskiftum. Höf. seg- i* í formálanum: “Fyrsta rækilega yfirlitið yfir kiistindómssögu vora, síðan þeir bisk ujsarnir Finnur og Pétur rituðu kirkjusögu sína, samdi eg fyrir nokkr uin árum á dönsku í tveim binduni. Fyrst ritaði eg sögu timabilsins frá siðaskiftum til vorra tíma, sem prent- uð var í Khöfn 1922 (Islands Kirke fra Reformationen til vore Dage), en síðan prjónaði eg framan við sögu kristninnar í katólskum sið (Islands Kuke fra dens Grundlæggelse ind til Reformationen), sem nú er í prent- un .Einnig hefi eg ritað fyrir hið á- gæta ársrit hinnar norsku kirkju, ‘ Norvegia sacra”, stutt ágrip kristni sögu vorrar allrar (Den islandske Kiikes Kaar under Katholicismen, í N. S. 1923, og Islands kirkelige Ud- viklingsgang siden Reformationen, í N. S. 1924) er að stofninum til er fyrirlestrar, sem eg flutti á háskólan- um í Oslo haustið 1923. En áður hafði komið út á sænsku bæklingur eftir mig um sama efni (Islands ' Kyrka och deSs stellning i Kristen- heten. Stockholm 1920), að stofnin- u;n til Olaus Petri-erindi, sem eg fifctti á háskólanum í Uppsölum haustið 1919. En á íslenzku hefir ki istnisaga vor í heild sinni aldrei birzt á prenti fyr en nú, er þessi: Kristnisaga íslands frá öndverðu til vorra tíma, kemur fyrir almennings- sjónir.” Hefir höfundur á undan þessu í formálanum minst Kirkjusögu Finns biskups og viðbótar við hana eftir Fétúr biskup, en þau rit eru á latínu og því ekki aðgengileg fyrir al- menning. Er það gott verk, sem biskupinn hefir tekið sér fyrir hend- ur, að rita kristnisögu landsins frá upphafi á þann hátt, að allir lands- mcnn geti haft hennar full not. Bók- i" er ntjög læsileg og safnað þar saman á einn stað miklum fróðleik, sem dreginn er víða að. Höf. á þakkir skilið fyrir ritið. Hann er óvenjulega afkastamikill, og einn þeirra biskupa þessa lands, sem mest liggur eftir ritað um kirkju og krist- ir.dóm. Kaflinn, sem tekinn er upp úr formála Kristnisögunnar hér á undan, sýnir, hve mikið Jón biskup Helgason hefir unnið að þvi, að kvnna íslenzku kirkjuna út á við og auka á þann hátt vég hennar. Prestskosningar hafa farið fram i Mývatnssveit og Ögurþingapresta- kalli. I Mývatnssveit er kosinn séra Hermann Hjartarson í Laufási með 159 atkvæðum, öllufn sem greidd voru, og í Ögurþingum Óli Ketils- son, settur prestur þar, með 156 at- kvæðum, einnig öllum, sem greidd voru. A Blönduósi voru haldnir 22. til 23. þ. m. aðalfundir Ræktunarfélags Norðurlands og Búnaðarfélags la- lands. Voru þar form. Búnaðarfé- lagsins, Tr. Þórhallsson ritstjóri, Sig urður búnaðarmálastjóri og ráðu- nautarnir Á. G. Eylands og Th. Arn- bjarnarson. Embœttisprófi í lögfræði luku við háskólann nýlega Ingólfur Jónsson meö annari betri einkunn 83J st., Kristján Jakobsson með annari betri eink., 76§ st., Sigurður Grímsson, 2. betri eink., 75J st., og Valtýr Blön- dal 2. betri eink., 102 st. Jón Hall- vatðsson veiktist, þá er hann hafði lokið skriflega prófinu og hefir legiö rúmfastur síðan, og verður því að fresta prófinu til hausts. (Lögrétta.) f T o f ^ I Swedish American Line í t T f T ♦> HALIFAX eða NEW YORK T f f ♦f E/S DROT/NINGHOLM IC1TIL E/S STOCKHOLM *f ♦f Cabin og þriðja Cabin ÍSLANDS 2. og 3. Cabin ^ i. ÞRIÐJA CABIN $122.50 i. Y 1 ♦♦♦ KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA ❖ ’«*► ♦> f f ♦♦♦ ♦♦♦♦♦*>' SWEDISH AMERICAN LINE 470 MAIN STREET. T f ❖

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.