Heimskringla - 29.07.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.07.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. AGÚST, 1925: Hdtnskringla (StofnnQ 188«) Kemar ðt á hverjam mlttvlkadeffL EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 853 Off 855 SARGENT AVE., AVINNIPEO. Talsfml: N-6537 Ver« bla«sins er $3.00 é.rg;angurinn bors- ist fyrirfram. Allar borganir sendiat THR YIKING BRE6S LTD. SIGFÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjórl. JAKOB P. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtnnftRkrift tll bIa«Mlna: THB VIKING PRESS, Ltd^ Box 3105 IJtanftMkrlft 111 rltMtjórana: EDITOR HEIM8KRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklnsr Prew Ltd. and printed by CITY PRINTING A P(J BLISHING CO. 853-855 Sarffent Ave., Wlnnlpeff, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 29. JÚLl, 1925. Skilnaðarlögin. Jafnrétti konunnar við manninn er til- tölulega ný hugmynd. Konan hefir víða verið ánauðugur fangi í hjónabandinu, og hvergi fremur en meðal flestra eða allra kristinna þjóða. Allra verst hefir þrengt að þeim meðal þeirra, er biblíu- fastastir voru. Orð Páls postula, sem lamin voru inn í meðvitund allra íslend- inga í hálfa öld, eða svo; þessi, að mað- urinn væri höfuð konunnar, hefir kirkjan notað óspart til þess að berja niður ailar fáránlegar hugmyndir um það hjá konu- kindunum, að það gæti komið til mála, að þær hefðu vit á nokkrum sköpuðum hlut, nema barneignum og grautargerð. Það mun vera rúmlega hálf öld aðeins síðan að kvenfólkið fór að rumska, og krefjast jafnréttis við karlmenn. Banda- ríkin gengu lengi á undan, og þar munu konur fyrst hafa fengið rétt til ýmissa embætta, til jafns við karlmenn. Öll lönd Norðurálfunnar, sem mótmælendatrú játa, sigldu von bráðar í kjölfar Banda- ríkjanna, að undanskildu Stórabretlandi. Og nú á síðustu árum hafa norrænu lönd in siglt fram úr Bandaríkjunum, svo tölu- verðu munar. — En til mjög skamms tíma mátti í sumum atriðum heita, að Englendingar stæðu í stað, á hrottaleg- asta villimannastigi, að því er snerti jafn- rétti kvenna. Var það sérstaklega um rétt giftra kvenna. Mátti það merkilegt heita, um svo mikla menningarþjóð. Og þess merkilegra mætti það virðast í fljótu bragði, sem Englendingum hefir verið innrætt flestum mönnum fremur, hin “riddaralega lotning” fyrir konunni. En Englendingar eru, eins og kunnugt er, sérlega biblíufastir, og það er enginn efi á því, að fjöldi annars ágætra manna á Tneðal þeirra, var einlæglega sannfærður um það, að guð hefði bókstaflega til þess ætlast, að maðurinn réði öllu í viðskift- um karls og konu. Og hefðu þeir verið spurðir að því, hvers vegna guð' hefði þá komið því svo fyrir, að nokkuð víða á jörðunni væri konuríki; ekki einungis þetta vanalega, sem svo margir mætir menn á meðal vor hafa af ástúðlegum kvenskörungum í eiginkonulíki, heldur bókstaflega konuríki; þá myndu þeir sennilega hafa sagt, að guð skifti sér ekki af heiðingjum. Og vafalaust haft rétt fyrir sér, sem góðir bókstafstrúarmenn. * * * Hér í Canada hefir leikið mjög á ýmsu um rétt kvenna til þess að slíta óhamingjusömu, hneykslanlegu og hættu legu hjónabandi. Þar til nú, á síðasta sambandsþingi, að samþykt var frumvarp til laga um hjónaskilnað, sem kent er við Shaw, þann er bar það fram. — Samkvæmt B. N. A., grundvallarlögum Canada, hafði sambandsstjórnin úrskurð- arvald í skilnaðarsökum. Þó héldu skiln- aðarlög þau, er í gildi höfðu verið áður í ýmsum fylkjum, áfram að vera það. Hjónaskilnaður gat orðið með ýmsum hætti, eins og áður er sagt. 1 Quebec og Ontario höfðu engir dómstólar rétt til þess að veita skihiaðarleyfi. Hjón, er um það vildu sækja, urðu að sækja til sam- bandsþingsins, en það var bæði langur og kostnaðarsamur gangur. En er þang- að var loksins komið, hafði hvort hjón- anna fyrir sig jafnan rétt til skilnaðar við hitt. . í Nova Scotia, New Bránswick og Prince Edward Island fylkjunum, voru skilnaðardómstólar, þegar sameiningin varð, 1. júlí 1867. Þeir eru enn við líði, og í þessum fylkjum hafa konur ætíð haft jafnan rétt til skilnaðar við karl- menn. Vesturfylkin fjögur, Manitoba, Sask- atchewan, Alberta, og British Columbia, hafa einnig haft sérstaka skilnaðardóm- stóla. En þar hefir verið farið eftir skiln- aðarlögunum ensku frá 1870, að því er vér bezt til vitum. Þau voru leifar frá tímum siðleysis og villimensku. Þar var ekki að tala um jafnrétti milli hjóna. Væri kona manni sínum ótrú í eitt skifti, var það honum ærin skilnaðar- sök, ef rétt er munað. Aftur á móti fanst þeim, er feðrað höfðu þau lög, engin á- stæða vera til þess fyrir konuna, að kippa sér upp við það, þótt maðurinn héldi ríkulega og daglega fram hjá henni. . Að minsta kosti gáfu lögin henni enga bót við því. Það er engin skilnaðarsök. Til þess að geta fengið skilnað, þurfti konan að geta sannað eitthvað annað og meira en daglegan hórdóm á manninn. Hún varð að geta sannað á hann misþyrm- ingu. Meira að segja “lagalega misþyrm- ingu”. Eða þá að maðurinn þefði hlaup- ist á burt og ekki horfið aftur í tvö ár. Skilningur sá, . er ensku skilnaðarlögin frá 1870 lögðu í “lagalega misþyrmingu”, var bygður á dómsúrskurði frá því herr- ans ári 1790!. “Lagaleg misþyrming” dæmdist ekki að hafa átt sér stað, nema að konan gæti sannað, að meðferð sú, er hún hefði sætt hjá bónda sínum, hefði stofnað lífi hennar, limum eða heilsu í voða, ellegar þá að líkindi væru til þess, að ekki lægi annað en vitfirringahæiið fyrir henni. En eins og eðlilegt var, kom það oft fyrir að dómarar gátu ekki orðið á eitt sáttir um það, hvort líf og heilsa konunn- i ar hefði nú í raun og veru verið í veði, í það og það skiftið, sem manninum þókn aðist að nota líkama hennar til bar- smíða. Og blá og blóðsollin augu, nagla- för og hálfklipið hold frá beini, var, eins og gefur að skilja, enginn vottur um lífs- háska, hvað þá heldur um sálutjón. Hinn frægi franski sagnaritari, ritskýrandi og mannfélagsfræðingur, Hippolyte Taine, sem lengi dvaldi á Englandi, til þess að kynnast þar mannfélagssiðum og stétta- skipun, var afskaplega forviða, á þeirri fúlmensku, er hver mannhundur gat beitt við konu sína, án þess að armur lag- anna dustaði hann til, og það því frem- ur, sem hann með réttu dáðist að mörgu og miklu í fari Englendinga. Og þó var Taine algerlega andstæður jaf/irétti kvenna við karlmenn. Aðeins örfá ár eru liðin síðan að þessi lög voru úr gildi numin á Englandi. Á- rangurinn var skjótséður. Áður sóttu þar mikln færri karlar en konur um skilnað. En síðan hin nýju lög gengu í gildi, þau er gefa konum jafnan rétt til skilnaðar, hafa helmingi fleiri konur en karlar sótt uni skilnað. Af því einu mætti draga þá áflyktun, að karlmenn ryfu oftar hjóna- bandseiðinn en konur. Árið 1924 bárust dómstólunum 703 óskir um hjónaskilnað, þar sem brotið var svo augljóst, að það var ekki reynt að verja það. Af þessum 703 umsóknum komu 217 frá karlmönn- um, en 486 frá konum. Það vantaði sízt að hárt væri barist á móti þessari lagabót hér í sambandsþing- inu, t. d. af hálfu flestra kaþólskra þing- manna, og ýmissa þeirra, er aldrei voga sér út í sólskinið með hugsanir sínar, heldur fremja öll sín heilabrot í skúma- skotunum, og á kirkjugörðunum, eftir sólarlag. En frumvarp Mr. Shaws var þó samþykt, sem betur fór, og þar með sá miðaldabletturinn máður af löggjöf vest- urfylkjanna. * Þeir sem mest hömuðust gegn frum- varpinu, hömpuðu þeirri grýlu, að laus- ung myndi færast ákaflega í vöxt, um leið og hjónaskilnaður færi í vöxt. Það er auðvitað ekki annað en vitleysa. Ef hjónaskilnaður fer í vöxt að þessum lög- um settum, þá er það af því, að þörf er fyrir fleiri hjónaskilnaði, en náðst hafa. Ekki.vegna þess, að hjónaskilnaður sé æskilegur yfirleitt. En að þeim hjóna- böndum frátöldum, sem bæði hjónanna gera alt til þess að eyðileggja, eru fjölda mörg önnur, sem annar aðili gerir að slíku víti fyrir hinn og fyrir börnin, ef nokkur eru, -að það er í allra þágu, þjóð- félagsins ekki síður en einstaklinganna, að því sambandi sé slitið, fyr en síðar. Að þessu hafa lögin hér skift svo mis- jafnt milli manna og kvenna, að það hefir nær eingöngu verið maðurinn, sem hefir átt þess nokkurn kost, að forða sér og afkomendum sínum úr víti vonds hjóna- bands. En það sem er rétt og gott fyrir manninn, hiýtur að vera rétt t>g holt fyr- ir konuna. Hvaða réttlæti er í því, að konan skuli ekki geta forðað sér úr sam- bandi, sem henni er viðbjóðslegt og hættulegt, fyrir sömu sakir og maður- inn? Það hefir altaf verið og væri óaf- máanlegur smánarblettur á virðingu konunnar, þrátt fjrir allar biblíutilvitn- anir og hártoganir. Þess vegna hlýtur það að vera fagn- aðarefni hverjum frjálshugsandi manni, að nú hefir hver kona, sem nokkurn snef il af virðingu hefir fyrir sjálfri sér og af- kvæmi sínu, í þessum lagastaf, krók á móti bragði hvers þess illmennis og sið- ferðilegs fábjána, sem því miður er of títt að gangi lausir eða óhengdir á alfaraveg- nm mannlífsins. Þeir hafa engan laga- staf lengur að styðjast við hér í landi. þessi vesalmenni, sem misþyrma konu sinni andlega og líkamlega; svívirða hana í orðum og athöfnum; leggjast svo djúpt, að lifa á atvinnu hennar, og skirrast jafn- vel ekki við að pína hana til óskírlífis, leynt og enda ljóst, heldur en að gera ærlegt handarvik, fyr en sárasta þörfin — munns og maga — knýr þá til þess. Að þessu hafa nálega karlmenn einir getað losað sig við átusveppi og sníkju- dýr hjónabandsins. Nú geta konur það loksins líka. Islendingadagurinn í ár halda íslendingar hér í Winnipeg þjóðhátíð sína í þrítugasta og sjötta sinn. Þrátt fyrir það að þessi þjóðhátíðaraldur stendur hvorki á hálfum tug né heilum, þá er svo til hans vandað, að ekki er ann- að fyrirsjáanlegt en að hann verði ein- hver bezti Islendingadagurinn, sem hald- inn hefir verið. Megum vér það þó ekki marka af persónulegum kunnugleikum, heldur hinu, að íslendingadagurinn, sem haldinn var í fyrra, var af flestum sagður vera einn hinn allra skemtilegasti, er menn ræki minni til. En ekki a“tti dagurinn í ár að standa honum að baki. Fyrst og fremst verður Einar H. Kvaran skáld, sem allir íslend- ingar vilja hlýða á í ræðu, sem riti, aðal- ræðumaður dagsins. Mælir hann þar fyr- ir minni íslands, og þarf sízt að efa, að það erindi verði hvorttveggja: snildarlega samið, og snildarlega flutt. Fyrir minnum Vesturheims og Vestur- íslendinga tala þeir B. L. Baldwinson, ! fyrrum ritstjóri Heimskringlu, og dr. B. j J. Brandson, sem báðir eru alþektir og vinsælir ræðumenn vor á meðal. Ný kvæði verða flutt eftir góðskáldin Sig. Júl. Jóhanness. og Þ. Þ. Þorsteinsson fyrir íslandi og Vestur-íslendingum. Og sömuleiðis hið fagra og alkunna kvæði Einars H. Kvarans, fyrir Vesturheimi. Þá spillir heldur ekki nærvera hinnar 'ungu og fríðu Fjallkonu, ungfrú Stefaníu Sigurðsson, fyrir hátíðinni. Sú var tíðin, að enginn efi lék á því, að íslendingar áttu tiltölulega langflesta og glæsilegasta íþróttamenn í Canada. Má vera að svo sé enn, en tæplega munu þó síðustu árin hafa gefið annan eins af- rakstur í þeim efnum og áíður. En í ár hefir íþróttanefndin von um, að íþrótta- mennirnir íslenzku sýni það fyrir alvöru, af hvaða bergi þeir eru brotnir, og að þeir drengir, er þar ganga að leikum, muni glæða að nýju vonir um það frægðarorð, er áður fór af íslendingum meðal hér- lendra manna. Góðir íþróttamenn eru al- staðar vel sénir, og má það bezt marka af því, að öllum, er til þekkja, kemur sam an um, að hið mikla álit og traust, sem Finnland nýtur meðal stórþjóðanna, sé að langmestu leyti eða öllu að þakka hin- um ágætu íþróttamönnum þeirra. Hefðu þeir ekki verið, væri Finnland sennilega óþekt og lítilsvirt af flestum eða öllum öðrum óskyldum þjóðum. —s Mr. Arthur Morrison, sem er umsjónar- maður íþróttavalla hér í bænum, og rit- ari A. A. U. C. (Amateur Athletic Union I of Canada) hefir góðfúslega lofast til þess að aðstoða íþróttanefndina, þenna hátíðisdag, og útvega henni hin beztu í- þróttatæki er auðið væri að fá, svo að árangurinn þess vegna mætti verða sem beztur. — Sitjið ekki af yður ánægjuna, íslend- ingar, að lyfta yður upp þenna laugar- dag, með því að hlusta á ágætasta rit- höfund og ræðumann íslendinga; á fögur kvæði og hljóðfæraslátt, og dást að heil- brigði og líkamsatgervi drengja vorra Islendinga. Landnámshátíð Islendinga. Að því er Heimskringia hefir fengið leyfi til þess að frétta á skotspónum, áttu hinar mörgu nefndir, er kosnar hafa ver- ið til þess að standa fyrir hátíðarhaldinu á Gimli 22. ágúst, fund með sér á Gimli á sunnudaginn var, til þess að ráða ráð- um sínum frekar. Höfðu umræður orðið alllangar um það, hvort fresta skyldi há- tíðarhaldinu til næsta árs eða eigi. Þótti ýmsum undirbúningstíminn hafa verið altof stuttur til þess að hátíðin gæti farið fram með þeim sóma, er hálfrar aldar landnáimsminning lslendinga hér ætti skilið. Það var þó samþykt, að hnlda við 22. ágúst í ár, og starfa sem öflugast að því að hátíðin mættí verða sem veg- legust. Heimskringla hefir heyrt, að rætt hafi verið þar um minnis- varða, enda samþykt að reisa hann. Var listamaðurinn góði, Fr. Swanson þar staddur og sýndi minnisvarðanefndinni upp dráttarriss, er hann hafði gert. Mun ekki hafa verið neitt af- ráðið um það, hvort uppdrætti hans skuli fylgt, enda munu nefndarmenn hugsa sér, að ekki liggi á að afhjúpa minnis- varðann endilega á þessari há- tíð, heldur mætti það bíða til 21. október, hins rétta 50 ára afmælisdags, og finst oss það rétt hugsað. Vér höfum átt kost á að sjá uppdráttinn hjá Mr. Swanson, og er hann hinn prýðilegasti, sem vænta má af þeim góða lista- og smekkmanni. Verður honum nánar lýst síðar. Von- andi ræðst nefndin í að fylgja þeim frumlega uppdrættij því þegar þessa atburðar er minst, þá ættu menn ekki að láta sér nægja eitthvert hrúgald, sem klöngra mætti upp sem ódýrast, líkt og þegar smalar bygðu vörður sér til gamans heima á íslandi. ---------x--------- SALMAGUNDI Eftir L. F. ÞaS er kanske ekki á a!lra vitoröi, að á nýafstöönu sambandsþingi uröu aiiskiftar umræöur út af landa vor- un; Vilhjálmi Stefánssyni, og hrak- fór þeirri til Wrangel-eyjarinnar, er hann stofnaöi til og var frumkvööull að. Eins og flestum er kunnugt, fór- ust allir af leiöangrinum, aö undan- skilinni Eskimóa saumakonunni Ada Blackjack. Foreldrar Allan Crawfords, þess er leiöangrinum stýrði, báru þaö á Vilhjálm í opinberuöu bréfi til for- sætisráðherrans, aö Vilhjálmur heföi gint son þeirra í þessa för og næst- um sjálfsagðan hörmungardauöa; aö hann heföi lofast til aö vitja hans á eyjunni, en brugðist því; að hann væri því beinlinis valdur aö dauða Crawfords, og hinna, er fórust. Spunnust feikna deilur út af þessu á þingi, sem flestir af málsmetandi þmgmönnum tóku þátt í. Varö þaö úr, aö þingiö veitti fjárupphæð til minnismerkis eftir Crawford. * * * Fremur þótti mér Vilhjálmur fá slæma útreið af þessari sennu. Af þeim 235 meölimum þingsins, sem máliö höföu til meðferðar, varð eng- inn til að bera skjöld fyrir hann, svo aö verulegt hald væri í. Er eg las ræöurnar í þingtíðindum (Hansard), farst mér sem í öll skjól myndi fok- ið fyrir Vilhjálmi, og að hann myndi upp úr þessu álítast ærulaus og óal- andi. * * * En nýlega átti eg all-langt tal um þetta viö þingmann, sem málinu er vel kunnugur, og vissi alla mála- vóxtu hæði aö fornu og nýju. Sagöi hann hiklaust, að annað he'föi veriö ur.dir niöri en á yfirborði. Þaö, aö stjórnin, og margir af andstæðing- um hennar, heföu lýst vantrausti sinu á Vilhjálmi, ætti rót sína í því, að hann heföi farið óþyrmilegum hönd- um um þá í hríðunum út af Jeiðangr inum mikla, sem stjórpin kostaöi, en h; nn stýröi. Eins og menn rekur minni til, þá gengu allhörö klögumál út af kærum þeim, sem dr. Anderson bar á Vilhjálm. Voru þau flutt fyrir nefndum þingsins og var ekki laust við fjúk á stundum. Aö. sögn þessa þingmanns, stóö Vilhjjálmur sig svo vi-1 í þeim rekstri, aö hann er síöan í ónáð flesira, er viö málin voru riönir. Ber stjórnin til hans síðan þann kala, er kom fram í Wrangel- málinu í vor, og sem setur alt annan blæ á málavöxtu fyrir þeim, sem þetta er kunnugt. ----------x----------- Ferðasaga 12. júlí 1925: Heiöraöi ritstjóri! Sumir af vinum mínum, sem eg- hefi haft bréfaviðskifti viö. i vetur, hafa farið fram á þaö viö mig, aö senda íslenzku blöðunum ágrip af því, sem á dagana hefir drifiö hér í óbygðum Norður-Alberta. Sumir hafa beöiö mig að senda Heims- kringlu og sumir Lögbergi. Fer þaö náltúrlega eftir því hvaða flokki þeii- tilheyra í pólitískum eða trúar- legum málum. En þar eö eg tilheyrf h\orugu blaðinu • i stjórnmálum eöa trúarbrögöum, eru þau bæöi mér jafn kær. Blööin eru íslenzk og eg er íslendingur. En að eg, ómentaður veiöimaöur, tckst þaö á hendur, aö buröast út á íslcnzkan ritvöll, er meira af hlýönf og vilja en getu gert. Eg hefi enga lór.gun sjálfur aö sjá nafn mitt á pitnti, en mér finst eg mega til aö verða við tilmælum þeirra vina minna, sem hafa veriö svo góðir aö skrifa mér i vetur, og hafa frætt mig- um aðalatburði í mannheimi; því hingað berast aöeins bréf meiripart vetrarins. Eg tek pennann í hönd, kem framr einr. og eg er klæddur og sendi báö- ur.. blööunum línur þessar. Ef þiö svc álitið þær þess viröi aö prenta, hefi eg orðið viö beiðni vina minna. Aö kvöldi þess 25. ágústmánaðar, lagði eg af staö með konu og bæði bórn mín, frá C. P. R. járnbraut- arstöðinni í Winnipeg, áleiðis til Ed- j monton, Alta. Við vorum þreytt eft- ir dagsstritið, svo að þegar viö kom- um í svefnklefa okkar rugguöumst viö fljótt til svefns. Vaknaði eg að mcrgni næsta dag, þegar við vorurr* að fara í gegnum Þingvallanýlend- una. Ætla eg ekki að fara að lýsa lr.ndi því, er fyrir augun bar á leiö ti! Edmonton, þvi það hafa mér færa- ari menn áður gert. Viö komum*til Edmonton aö ínorgnf þess 28. Lögöum af staö þaðan til Waterways að morgni 2. september kl. 10.15. Mér var sagt aö það væru 300 mílur, og hefi eg aldrei feröast í gegnum skemtilegra pláss en fyrstu 100 mílurnar noröur af Edmonton. Háar hæöir grasi vaxnar, skógur í lægðunum og dalverpi meö líðandi lækjum, báru fyrir augu mér. Lestim fór mjög hægt. Lentum viö Water- ways kl. 113. september. Þar er að- eins ein búö, eitt matsöluhús og 2 í- vcruhús. Var mér sagt að þaðan væru 8 mílur til Fort McMurray, og vildí 'Pg komast þangaö sem fyrst, þvi þar á heima góðkunningi minn frá fyrri tíö, Karl Eymundsson. Viö fengurn okkur far með gasolin-bát frá Wat- envays til Fort McMurray samdæg- urs, og hitti eg svo illa á, aö kunn- ingi minn, Karl Eymundsson, var að bcra úthald sitt á skipsfjöl. Hann stundar veiöimensku á vetrum, og var hann að - flytja búferlum í vetr- aipláss sitt. Hér var eg kominn ó- kunnugur í ókunnugt pláss. En ekki vantaði íslenzka gestrisni hjá Ey- niundsonshjónunum. Þó aö hann væri búinn aö loka húsi sínu opnaði hann það skjótt, og bauð okkur velkomin. að halda þar til, á meðan viö dveld- um í Fort McMurray, ásamt Edrick Roland Hördal, bróöursyni konu minnar, syni Björns Hördals, Otto P. O., Man. Hann var á norðurferð aftur eftir aö hafa heimsótt foreldra síra. Og erum viö öll mjög þakk- lát þeim hjónum fyrir húslániö. Það mætti gera langa ritgerö um Fort McMurray; um þá möguleika, sem þar sýnast vera þeim í hag, sem kraft og getu hafa til aö vinna það cr náttúran hefir til að bjóöa. Margt hefir veriö skrifað um tjörusand, salt og annaö, sem þar hefir fundist, og finst mér þaö engum ofsögum sagt. Því miður stóö eg þar of stutt viö, til þess aö geta gefið skýrari upplýsingar, enda hafa aörir áöur sagt frá þvi, sem er þar í jöröu fólg- iö. 12. feptember tókum við-okkur far með 'gufubátnum “Northland Echo áleiöis til Fort Fitzgerald, sem kall- að er, um 300 mílur frá Fort Mc- Murray. Mikiö mætti segja um feg- t.rö Athabaskafljótsini meö hinum háu bökkum og margvíslegu jarölög- um. Sumstaöar vellur tjaran út úr bökkunum; annarsstaðar sjást kalk- steinslög, sem sagt er aö séu og hafi I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.