Heimskringla - 19.08.1925, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1925.
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSIÐA
Bryan hafi verið blátt áfram
heimskur, eins og það orð er
venjulega notað. En það er
nákvæmlega rétt, að grunn-
hyggjumaður var hann, en ekki
djúphyggju. Hann kafaði ekki
djúpt eftir perlum, heldur svam
hann á yfirborðinu.
Kostamaður var hann þó mik
ill að ýmsu. Engum, sem þekti
hann, gat dulist, hve einlægur
liðsmaður hann var þeim mál-
efnum, er hann beittist fyrir.
Og öllum, sem til hans heyrðu,
kemur saman um það, að hann
hafi verið afburða mælskumað-
ur. í ræðum sínum gat hann
láitið steina og stál slá neista,
sem kveiktu funabál í alþýðu
manna. Hann töfraði áheyr-
endur sína með glæsilega
steyptum setningum. En fjöldi
þeirra stóðst ekki nákvæma og
glögga athugun. Þær voru svo
oft ekki annað en “orð, orð,
orð”, giæsileg að vísu, en hljóm
urinn holur.
Hann var tilfinningamaður,
en ekki vitmaður. Hann' lét
stjómast af eðlishvötum er hann
tók eitthvert málefni á sínar
herðar, en ekki af yfirlögðu
ráði. Ef til vill hefir hin mikla
mælskugáfa hans orðið honum
«að fótakefli, líkt og leikandi
hagmælska mörgum skáldum.
Hann virtist reiða sig á hana
eingöngu, en ekki á fróðleiks-
öflun. Hann/ virtist oft meta
staðreyndir lítils. Hann ment-
aði sig aldrei vel, og þess vegna
varð hann aldrei víðsýnn, í þess
orðs beztu merkingu, og dóm-
greind hans einsýn.
En hann var hjartagóður og
göfugur maður að eðlisfari. Það
vitni bera honum flestir, er til
þektu, að hann mátti ekki aumt
sjá), ef hann vissi betra. Hann
var maður eftir höfði og hjarta
alþýðunnar, enda fékk hann
það heiðursnafn, að vera kall-
aður “alþýðumaðurinn mikli”
(The Great Commoner). Það
nafn á hann skilið með réttu.
Hann er það. En gloppurnar á
þekkingu hans eða gáfnafari,
ge'rðu það að verkum, að hann
gat ekki hafið vængina til flugs,
langt yfir sjóndeildarhring al-
þýðlegrar meðalmensku. Þar
skilur með honum og Lincoln.
Enda verða nöfn þeirra tveggja
aldrei nefnd saman. Þar er of
mikið djúp staðfest á milli. —
Þegar jámkarlinn iSulla, var í
einveldisalmætti sínu í Róm,
ætlaði hann eitt sinn, meðal ann
ars, að stýfa höfuðið af ungu
göfugmenni, Júlíusi Cæsar, sem
mægður var versta fjandmanni
Súllu, ræðismanninum og hers-
höfðingjanum Cajusi Maiiíusi.
Máttugir vinir Cæsars báðu hon
um griða og veitti Súlla það
loks, en var þó um og ó, “því
í þessum Cæsari búa margir
Maríusar,”' sagði hann. La'kt
mætti segja um þessa tvo
Bandaríkjamenn: það fara
margir William Jennings Bryan
á vogarskálina á móti Abra-
ham Lincoln.
En Bryan á • virðingu skilið
fyrir einlægni sína. Og þakk-
læti og ást margra hiaut hann
fyrir baráttu sína fyrir góðum
málefnum. Þar skipaði hjarta-
lag hans honum í fylkingar-
brjóst, en ekki dómgreind. —
Héfði hann haft djúpsæi til að
bera, og vit og staðfestu til
þess að afla sér nauðsynlegrar
undirstöðu og þekkingar, þá
hefði hann tvímælalust orðið
einn af mikilmennum þessa
heims. Þá hefði Saga letrað
nafn hans á þær “gulltöflur er
í grasi finnask”, þegar annar,
nýr og betri heimur rís af rúst-
um þessa heims. En nú verður
aðallega munað viðurnefni hans
“The Great Commoner”.
* * *
Til þess að skýra betur ástæð
una fyrir því ,að töfravald
mælskunnar aldrei ruddi Bryan
veg í forsetastólinn, má tilfæra
hér brot úr ummælum tveggja
mjög merkra Bandaríkjablaða.
Fyrri ummælin eru tekin úr
New York blaðinu “World”, er
þykir eitt allra merkasta blað
demokrata í Bandaríkjunum.
Ummæli þess koma mjög sam-
an við Kansasblaðið “Capital”,
sem segir, “að þegar að sagan
fellir dóm sinn yfir Bryan,
verður hann sennilega á þá ieið
að forsendur hans voru mjög
oft skakkar. Þetta gerði hann
að óábyggilegum leiðtoga, svo
að megnið af Ameríkumönnum
tr.eystu ekki dómgreind hans.”
“World” er svo óvægið, að það^'
kallar hann “klíkuforingja”, og
segir svo: “Hann lagði áldrei á
sig það erfiði, að hugsa ræki-
lega þau málefni, sem hann
ræddi, þegar að mest bar á hon
um...... Hann var sannfærð-
ur um að hann gæti fyrirhafn-
arlítið ráðið fram úr miklum
vandamálum, með gjálfursetn-
ingum (phrases) og með því
að fylgja hugboði sínu. Þess
vegna varð eftirdæmi hans og
áhrif hættuleg. Það tjón, sem
hann vann flokki sínum, með
því að binda hann, gagnstætt
arfþegnu fyrirdæmi, við þving-
unar fyrirkomulag bannlag-
anna; .tjónið, sem hann vann
mótmælendum með því að
kenna þá við vapþekkingu og
löghelgað ófrjálslyndi, — frem-
ur öllu öðru það tjón, sem hann
vann landi sínu með því að
blanda trúflokkahatri inn í
stjórnmálin — stóð í nánu sam-
bandi við lífsferil hans, sem
skorti alla virðingu og þegn-
skap við samvizkusamlega
sannleiksleit.
Að lokum varð þessi mikli
galli öllum augljós, og Bfyan
tókst á hendur krossferð gegn
mannlegri skynsemi . .. . ”
Síðari ummælin eru tekin úr
merkasta vikublaði Bandaríkj-
anna, “The Nation” og hijóða
svo:
“. .. . Eðlishvöt Bryans vís-
aði honum í lið með alþýðunni
á móti peningavaldinu, en veik-
leiki hans var í því fólginn, að
hjartað var svo miklu öflugra
en höfuðið. La Follette vissi
um hvað hann deildi. Hann
aflaði sér nákvæmrar þekking-
ar á hverju einasta atriði, áður
en hann bar fram hinar óhrekj-
andi ákærur sínar. Ferill La
Follette í Washington var til-
raun til þess, að koma sama
skipulagi á í Bandaríkjunum,
og því sem hann hafði þegar
reynt í Wisconsin. Bryan skorti
algerlega framkvæmdareynslu,
og nálega alveg löggjafar-
reynslu. Hann varð að engu,
þegar kom að einstökum atrið-
um. Hánn hafði enga fram-
kvæmdagáfu, og alt fór í
handaskolum, er hann varð ríkr
isráðherra.....Alt$f var það
hjartalagið, sem knúði hann á-
fram, án þess að dómfær heili
fengi að taka í taumana. Þegar
að andstaðan við breytiþróun-
arkenninguna fór af stað, þá
gekk hann djarflega í vígskörð-
in til varnar kristinni trú, án
þess að staldra við, til þess að
athuga hvort kristin trú væri í
nokkurri hættu stödd, og hvern
ig hægt væri að verja hana. Og
þegar Clarence Darrow leiddi
hann á vitnapallinn, þá varð
það lýðum ljóst, að hann var
átakanlega alvarlegt og aumkv-
unarlega fáfrótt gamalmenni.
.... Bryan hreif menn, sem
barnungur mælskumaður, tal-
andi máli alþýðunnar gegn auð-
valdinu; það ljómaði af hon-
um, er hann prédikaði lýðsinni
frammi fyrir heimsveldismönn-
um; hann var stórkostlegur,
þegar hann fékk kjörþing
demokrata, þvert á móti vilja
þess, til þess að tilnefna Wilson
sem forsetaefni 1912; það var
eitthvað göfugt við hina von-
lausu skírskotun hans, er hann
færði erindrekum annara ríkja
óbreyttan ávaxtalÖg, og sýndi
þannig að hann væri sannfær-
ingu sinni trúr, jafnvel í opin-
beru embætti, — en það er á-
takanlegt að hugsa sér þessa
krossferðarhetju eyða síðustu
árum æfi sinnar til þess að selja
fasteignir, og reyna að bægja
vísindunum burt úr skólunum.
Heimurinn hefir rétt til þess að
krefjast meira en einlægni og
hjartagæzku af leiðtogum sín-
um.”
* * *
Michael J. O’Brien, sagnfræð
isritari hins írska sögufélags
Ameríkumanna, hefir rannsak-
að ætt Bryans. Ættfaðir Bry-
ans í Ameríku, var William O’-
Brien, kapteinn, sem tók þátt í
uppreisninni á írlandi gegn
Vilhjálmi af Óraníu. Hann flýði
tii Ameríku og settist að í
Norður Carolínu, árið 1691.
Eftirkomendur hans breyttu
nafninu í Brian, og stöfuðu það
síðar Bryan. En það sem fróð-
legra er, ekki sízt fyrir íslend-
inga, er það, að þessi sagnfræð
ingur fullyrðir að ætt Bryans
megi rekja miklu lengra fram
í aldir, til Brian Boru, sem var
konungur á/*lrlandi frá 1002—
1014. En Brian Boru, eða Bor-
oihme, er hinn sami og Brjánn
sá, er Njála getur um í frásögn-
inni af Brjánsbardaga. Hann
féll sem kunnugt er í þeirri or-
ustu, er stóð við Clontarf, á
föstudaginn langa, 23. apríl ár-
ið 1014, ásamt syni sínum og
sonar- eða dóttursyni. En dótt-
ir Brians átti Sigtrygg konung
silkiskegg, son Ólafs konungs
Kvaran í Dýflinni. Er því senni-
legt að sam^n komi ættir Wil-
liam Jenning Bryans og flestra
eða allra núlifandi íslendinga,
þótt skyldleikinn sé nú að vísu
nokkuð langt fram köminn.
Fundur
Fundinum, er conservatíva flokk-
urinn auglýsti aö haldinn yröi aö
Viöir 27. þ. nr. hefir veriö frestaö
til laugardagsins 29. þ. m., kl. 8
siödegis.
N. K. BOYD,
forseti Prov. Cons. Organization.
f # • t
I Swedish American Line I
t
t
t
t
t
t
HALIFAX eða NEW YORK
E/S DROTTNINGHOLM fCl T»mt\CE/S ST0CKH0LIV1
Cabin og þriðja Cabin lSLANDS 2. og 3. Cabin
ÞRIÐJA CABIN $122.50
KAUPIÐ FARBREF FRÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI EÐA
SWEDISH AMERICAN LINE
470 MAIN STREET,
:
t
t
v • ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■^♦♦♦♦♦♦♦^
OH
50 ara landnamsminningar hatid
ad Qimli 22 Agust 1925
i
Program
1. Ávarp íorseta,
2. Söngflokkurinn,
3. Minni frumbyggjanna,
4. Söngflokkurinri
5. Kvæði til frumbyggjanna,
6. Söngflokkurinn
7. Minni Canada,
8. Barnakór
9. KvæÖi til Canada,
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Mayor Einar Jónasson
söngstjóri, Brynjólfur Thorláksson
séra B. B Jónsson D. D.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og Jón Kernested
« ■ '
Joseph Thorson dean of Manitoba Law School
Prof.Skuli Johnson og Sv. Björnsson M. D.
10. Lúðrasveit og Barnakór
11. Minni Vestur fslendinga, með kveðju frá stjórn og þjóð íslands, Einar H. Kvaran
12. Söngtlokkurinn, Barnakór og Lúðrasveit
13. Minnilslands með kveðju frá Þjóðræknistélaginu, séra Ragnar E, Kvaran
14. Söngtlokkurinn
15. Kvæði til Islands, séra Jónas ASigurðsson
10. Barnakór
Avarp trá væntanlegum heiðursgestum
God Save the King
Jubilee nefndin heíir leigt sérstaka vagnlest af C. P. Ry íélaginu til að flytja Islendinga frá
Winnipeg og Selkirk til Giriili og heim aftur á hátíðisdaginn. Lestin fer frá Winnipeg kl. 9,15 að
morgni og frá Gimli kl. 9,30 að kveldi. Fargjöld báðar leiðir eru $1.30 fyrir fullorðna og 65c fyrir börn
innan 12 ára Nefndarmenn í Winnipeg hafa tekið að sér farseðla sölu alla með þessari lest og óska að
Islendingar snúi sér til þeirra sem allra tyrst, svo að allir haíi farseðla áður en þeir koma á vagnstöðv-
arnar á laugardaginn 22.þ.m. Nefndin óskar svo margra farþegja að gjöld þeirra nægi til að borga
leigu lestarinnar. Farseðlar verða til sölu á föstudaginn 14. þ.m. og svo daglega þar til föstudagskveldið
21. þ.m. hjáÓ. S. Thoigeirson 674 Sargent Ave frá kl, 9 að morgni tilkl. 6 að kveld
|
»i)Mo«i)«»i)«Bi)«»i)'M()Mi)«»{)«vi>'a»i)'Wi)a»()A()«»(a»i)«»()«»i)«Bi>wi)«»<)«»()^i>«»i)Mi)M(i^ii«»(i4»()«»iOH»i)«»(HMi)^(>4»()M()M
i
i
í
í
i
c
I
i
I