Heimskringla - 19.08.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 19.08.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 19. ÁGÚST, 1925. HBIMSKRINGLa 7. BLAÐSÍÐA Efnishyggja, VI. Fimtánda bréf Jónasar Jónssonar frá Hriflu til Kristjáns Albertssonar er ein af merkustu greinum, sem birzt hafa i blööum hér á landi á síðustu árum. 1 henni er á ljósan og skarp- legan hátt gerð grein íyrir megin- breytingunum, sem orðiti hafa á yfir- ráSum i efnislegum og síSan andleg- um efnum í þjóSlifipu. Me8 því aS sú grein fjallar um höfuöefni þess máls, er hér hefir veriS leitast viS aö athuga litiö eitt, veröur komiö hér inn á megindraetti hennar. Frá upphafi Íslandsbygöar og fram undir lok næstliöinnar aldar hafa yf- irburöamenn um vitsmuni haft for- ustu í þjóömálum. Fornmenn höföu mjfklar mætur á vttsmunum. Þeir töldu aö eigi væri mönnum annað þarflegra en “mannvit mikit’’. Goö- arnir fornu og lögsögumennirnir voru meöal vitrustu manna þjóðarinn ar. Og aörir þeir menn, er vitrir voru, þó eigi heföu mannaforráö, réöu mestu um mál manna hver í sinu héraði. Þó hugprýöi og líkamlegt atgervi sé mikils metiö í íslendinga- sögum, sem von er til með vígaferla- þjóö, er þó jafnvel enn meiri lotning bcrin fyrir vitsmununum, enda er þaö viðurkent að sögurnar sjálfar og önn ur hin fornu rit íslendinga, megi telj- ast meðal hinna merkustu vitsmuna- afreka í bókmentum heimsins. Ljósast yfirlit fæst um þá miklu -breytingu, sém orðin er í þjóðlífinu, með því að líta aftur í fyrrihluta næstliðinnar aldar, þegar viöreisnin hefst. Þá er það hinn andlegi aðall og mentamenn þjóðarinnar, sem leiöa hana til nýrrar framsóknar. í hinni löngu og erfiðu stjórnmálabaráttu við Dani eru það embættismennirnir og hinir mentuðu menn, sem hafa forustu i þjóöfélaginu. Jón Sigurös- son, Benedikt Sveinsson, Hannes Hafstein og Björn JónsSon — svo nöfn séu nefnd — voru úrvalsmenn og andlegir höfðingjar. Þeir voru hugsjónamenn og skörungar, og voru studdir af fjölda mentaðra og ágæt- lega ritfærra manna, sem einnig voru fcrystumenn í þjóðmálum. Em- bættismannastéttin og hinir iang- skólagengriu menn höföu þá for- ystu í samkvæmislífi, veizluhöldum og þjóðmálum. F.mbættjsmennirnir liftSu þá við hlutfallslega 5etri launa- Ljör, en nú gera þeir. . Þeir höfðu þá tvöfalda yfirburði, er mentun og fjármagn veita. En svo kemur yfir þessa þjóð at- vinnubylting sú, sem lýst er í III. kafla þessarar greinar, og um leið ihugarfarsbylting. Sú bylting er á komin fyrir erlend áhrif og á rætur sínar í hamförum efnishyggjunnar í heimi og fjárgróðakappi þjóðanna. Hún hefir mjög snögglega endaslgfti á hlutunum hér heima. Áöur ó- þektar fjárhæöir berast mönnum í hendur. Stórlega aukiö, hreyfanlegt fjármagn kemst undir umráð vissra atorkumanna eða þá kænna spekú- lanta. Embættismannastéttin má sín strax miður um forustu í veizluhöld- um og samkvæmislífi. Henni verð- ur um megn að halda til kapps við fésýslumennina um þá yfirburði er fjármunir veita. Yfir þenna sann- leika er í 15. bréfi Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu brugðið sterku ljósi meö því að greina frá smáatviki, er geröist i Rvík fyrir rúmum 30 ár- um siðan. Sú frásaga er á þessa leið: “Kona eins helzta embættis- manns bæjarins kom heim úr veizlu seint um kvöld. Hún lítur yfir gesta- stofu sína, mælir meö augunum dúk- ana, stólana, borðin og myndirnar á veggjunum. Alt í einu hnígur hún niður í stól, byrjar að gráta og segir við vandakonu sína, sem síðar hermdi frá þessari sögu: “Nú sé eg að það er ekki lengur til nokkurs fyrir okk- ur á embættismannaheimilunum að halda til jafns við kaupmennina”.” Þetta virðist ef til vill í fjótu bragði lítill atburður, en þó er hann raunar gagnmerkur. Dæmið er að vísu bundið við einstakling, en þó bregö- ur það ljósi yfir timamót, sem um þessar mundir verða i lifi þjóðarinn- ar. Þessi ummæli konunnar eru óm- ur af andvarpi heillar stéttar, sem er að missa yfirráð og forustuvald úr höndum sér, eftir að hafa verið önd- vegisstéítin í þjóðfélaginu um aldir. Á eftir hinum efnislegu yfirráðum fara brátt umráð í stjórnmálum. Samanburður á blöðum og blaða- mönnum íhaldsflokksins og blöðum og blaðamönnum um og eftir alda- mótin siðustu, sýnir Ijósast, hvers- konar andlega niðurlægingu þjóðin hefir beðið við innreið efnishyggj- unnar i landið og hina kappsamlegu sókn auðhyggjunnar. Blöðum hinna tveggja meginflokka á stjórnarfars- baráttutímabilinu var flestum stjórn- aö af mentuðum og víösýnum mönn- um. Þó blöðin greindi mjög á úm það höfuðmál, er skifti flokkum, voru þau samtaka um að meta andleg verð- mæti. Þá réðu vitsmunir og hug- sjónir og settu mark sitt á blöðin. Nú eru þaö fjárgróðanienn' og spekú- Jantar, sem halda úti langstærsta blaðakosti landsins.----------- -----— Ihaldsblöðin eru stofnuö til þess eins, aö “vernda núverandi þjóðskipulag”, eins og þau blöö hafa sjálf komist að orði um verkefni flokks sins. Þau eru stofnuð til þess að halda vörð um hina villimannlegu samkepni, sem að visu birtist i öðr- um formum en Steinaldarmenningin, en sem er reist á sömu lífsskoðun og lífsreglu. Jafnframt er svo verk- efni þeirra það, aö vinna á móti þeim hreyfingum og stefnum, sem vilja færa lífið og viðskifti manna í siömennilegra og mildara horf og hamla meö brevttu skipulagi, rupli og lögvernduðum ránskap. “Frjáls verzlun”, einstaklingsfrelsi’ eru heróp þessara blaöa, og þaö eru einkunnarorð ‘‘frjálsrar samkepnf”. En frjáls samkepni er farvegur efn- ishyggjunnar. Hún er “evangelíum” fépúkans. Þegar efnishyggjan færð- ist í aukana hér á landi og fjárgróði varð aðalmarkmið þjóðarinnar, hlaut það að verða kappsmál fjárhyggju- mannanna, að vernda það skipdlag. (Dagur.) -----------x----------- BORGIÐ HEIMSKRINGLU. ENNÞÁ eru margir, sem ekki hafa sent oss borgun fyrir Heimskringlu fyrir síðastliðið ár. ÞÁ vildum vér biðja að draga það ekki lengur, held- ur senda borgunina strax í dag. ÞEIR, sem skulda oss fyrir marga árganga eru sér- staklega beðnir að grynna nú á skuldum sínum sem fyrst. Sendið nokkra dollara í dag. Miðinn á blaði yðar sýnir, frá hvaða mánuði og ári þér skuldið. THE VIKING PRESS, Ltd., Winnipeg, Man. Kæru herrar:— Hér með fylgja ................. Dollarar, sem borgun á áskriftargjaldi mínu við Heimskringlu. Nafn ......................................... Áritun ........................................ BORGIÐ HEIMSKRINGLU. Frá Riverton Sigfús HaIIdórs»frá Höfnum. Heiðraði ritst. Hkr. Mig Iangar til aö biöja þig aö gera svo vel aö taka fáeinar línur í blaö- iö, um leið og eg er að fara í gegn- um borgina Winnipeg, áleiðis til Ar- gyle, þar sem eg hefi hugsað mér aö vinna aö bændavinnu um tíma. Mér þykir það leiöinlegt, að fá aldrei aö heyra frettir héðan aö noröan, þar sem nóg^efni eru til og ^ndans gróöur ótæmanlegur, já, af ritsnillingum og sögufróöu fólki; þvi eins og það er vísindalega sannað af læknum að fjölbreytt fæða sé hollust til viðhalds líkamanum, þá mun ekki síður holt að hafa sálarfóður fjöl- breytt, hafa nóg af hinu og öðru í bundnu og óbundnu máli, og úr sem flestum bygðum Islendinga fyrir hvort blað. Slíkt myndi draga huga landnema saman, og menn kynnast hver öðrum betur, og mætti því telj- ast til þjóðrækni. Jæja, heldur en að hafa það ekki neitt héðan aö norðan, þá ætla eg að gera mér að góðu í þetta sinn að lesa minn eigin upptíning. Þetta er nú bara inngangur, og nú byrja frétt- irnar. Þær verða að hafa sitt vana upphaf, hvað seni er.dinum Hður. Það er tíðarfarið. Mönnum hefir misjafnlega fallið það. Einn vill hafa þaö svona, annar öðruvísi, og sá þriðji, eg sjálfur, veit ekki hvernig það væri hentugast. Þaö var eins og flestir vita, kalt og rigningasamt fram aö mánaðamótum júní og júlí. Litu heylönd hér illa út að sögn sök- um of mikils vatns, því svo var það djúpt sumstaðar, aö róa mátti bátum um heylönd bænda. Nú er þessu af létt, og má nú velta sér um þessi sömu, lönd i línklæðum einum án þess að blotna. Hitar hafa veriíi miklir síöan ágúst byrjaði, og það svo miklir, að suma dagsparta hefir verið óvinnandi. Flugnabit veriÖ svæsið. Nú aftur í dag farið að kólna (þ. 8.). Grasvöxtur i bezta lagi og nýting á þvi ágæt það sem af er. Heyskapur alment byrjaður um' miöjan júlí. Heilsufar hefir verið hér í bezta lagi síðan í vetur og vor, að flúin geisaði hér, þess vegna góöur hvíld- artími fyrir blessaðan læknirinn okk- ar, dr. Thomson, sem honum sannar- lega veitti ekki af, því mikið lagöi hann á sig hér í vetur og vor, og þótti flestum furðu gegna hvað hann þoldi þaö vel, því öllum ber saman um það, aö þeir hafi aldrei þekt lækni sem lagt hafi meira á sig og verið jafn skyldurækinn; og svo kvað . hann vera jafn gjafmildur á ÖIIu | þessu eins og hvað hann leggur sig fram að hjálpa. Fólkið ætti aö sýna j þaö opinberlega, aö það metti annan eins ágætis lækni, með rausnarlegu gleðimóti og laglegri peningagjöf. Þeim heiður, sem heiöur ber. — Eg biö lesendur velvirðingar á því að eg — úr því eg mintist á læknirinn — gat ekki haft það styttra. Vona að þaö veröi tekið vel upp fyrir mér, sem þó aldrei hefi þurft hans hjálp aö nóta, því heilbrigðir þurfa ekki læknis við. Tvö minniháttar slys hafa orðið hér fyrir stuttu. Ungur piltur, Garð ar að nafni, sonur Mr. og Mrs. Björnssonar, fótbrotnaði. iSvo varð bóndinn í Fagranesi hér við Fljótið, . Fúsi Björnsson, sem hann er alment kallaður, fyrir þvt að detta og meiða sig í öxl. Vildi þetta til við heyvinnu. Næg atvinna var hér fram undir slátt við tvær timburmylnur. Svo eru margir komnir út til bænda, og fjöldinn iwesti við heyannir. Mannfagnaður og gleðimót hafa verið hér töluvert mörg. Ekki hefi eg verið á gleðimótum þessum nema einu, því er kapt. Sigtryggi Jónassyni var haldið 24. júlí. Ekki vil eg lengja línur þessar með þvi aö lýsa því nákvæmlega, aöeins segja það aö þaö fór ágætlega fram undir forustu hr. Sveins Thorvaldssonar kaupm.. Tveimur ræðumönnum frá Winnipeg, B. L. Baldvinsyni og Árna Eggerts- syni, sagðist ágætlega að vanda. Mr. Thorvaldson hafði orð fyrir sam- sæti þessu, skýrði tilgang þess með sinni alkunnu lipurð. Mr. Thorvald- ur Thorarinsson haföi ræðu og upp- lestur, sem þótti mikið gott þeim, j er heyrðu. Höfðu ei allir not af því, 1 þar eð honum liggur fremur lágt rómur. Er það skaði fólkinu, því vel er Mr. Thorarinsson skynsamur og ritfær. Þá hélt kapteinninn sjálf- ur, Mr. Sigtryggur Jónasson, hlýja ræöu til fólksins. Þá kom skáldið okkar góðkunna, Guttormur J. Gutt- ormsson með gullfallegt kvæði og ræðustúf. Þykir mér merkilegt að ekki er kvæði þetta komið í blöðin. Margt tekið eftir Guttorm og aöra sem siður skyldi og þyldi fremur bið. Þá var Mr. Jóhann Briem með laglegt kvæði, sem vel væri þess virði að koma á prent, eins og alt það, er þarna fór fram. Mundi það stórum auka og bæta andans fæðu vora í næstu blöðum. I Eins og eg drap á í byrjun, vil eg taka það fram, að ekki eru hlutverk manna þeirra, er eg hefi minst á, tekin í neinni röö, eins og þau voru á skemtiskránni. Þá var/ blessaður presturinn okkar, að mig minnir síð- astur, og haföi þá alla, eins og enskurinn segir “beat". Væri það sannarlega heilsubót að fá þá ræðu í blöðin okkar. Alt þetta eykur kynningu landanna og á tiltölulega stuttum tíma dregur þá saman í eina þjóðræknisheild, og það er það sem mest er rætt um og ritað. Þá er eg siðastur með oröið. Eg skal ekki verða langorður um sjalf- an mig í þetta sinn, aðeins segja ykk- ur frá því, aö eg fór, eins og það er nú alment nefnt, upp á íslendingadag inn í Winnipeg. Þar hafði eg ver- ið 1912 og 1913 síðast; oft verið þar á fyrri árum, meðan eg átti heima í Selkirk i 12 ár. Þá hafa líklega all- ar konur og stúlkur verið Fjallkon- ur. Nú fanst mér eitthvað breytilegt við þetta, að nú var það aðeins ein fyrir allar, en ekki lengur allir fvrir einn, eöa með öðrum orðum allir eitt, sem mig minnir á fyrstu arum mínum hér væri brúkað fyrir e.n- kunnarorð meðal íslendinga, og þaö kunni eg mæta vel viö. Nei, það er siður en svo að eg hafi nokkuð a móti þessari einu Fjallkonu, að hun sé ein fyrir alla. Mér leizt undireins vel á myndina af henni i blöðunum, og þó vissi eg að hún var þúsundfalt friðari en þær myndir voru. Eg varð strax skotinn i henni, og þó eg mætti varla taka dalina til þess að fara upp á Islendingadaginn í Winnipeg, þar eð eg er eins og allur fjöldinn af einhleypingum, ekkert rikur, þá varð löngunin til þess að sjá þessa konu, dalnum sterkari, og er hann þó sagður að vera sterkur, jafnvel almáttugur. Já, það er þá ekki að orðlengja það, að eg fór upp á dag- inn og sá og heyrði Fjallkonuna. Leizt mér ágætlega á hana og áleit það mikið happ fyrir íslendingadags* nefndina, að hafa náð í jafn hæfa stúlku, sem leysti sig af hólmi með afbrigðum. Eg er nú mikið ánægð- ari með sjálfan mig yfir þvi aö vera nú orðinn svo frægur að sjá Fjall- konuna og breytinguna sem orðin er á íslendingadeginum, nú eða fyrir 30 árum; enska málið ofan á, og aumingja islenzkan, ylhýra máliö. undir. Lítil þjóðrækni fanst mér fel ast i þeim umskiftum, að enskunni ó- lastaðri. En þar sem hún alls ekki þarf að koma við, þar er hún óþörf. Enskan sjálfsögð, þar sem hún á við og þar sem þarf að brúka hana; al- veg óþörf, eins óg hún var brúkuð á íslendingadeginum. 0.g eins og nokkr ir af gömlu löndunum okkar sjálf- mentuðu geta stilt sig um að tala eitt orð enskt í samræðum við land- ann, eins ættu allir að geta það, þvi þessi grautur í tungumálum er leið- inlegur og litillækkar menn á menn- ingarsviðinu. Þá er nú ræðan á enda og þori eg ekki að hafa hana lengri, þó mig heföi langaö til þess aö tala dálitiö nánar um Islendingadaginn i Win- nipeg, en eg vil óska þessari elsku- verðu og mikilsvirtu Fjallkonu allra heilla á komandi timum; megi guö og gæfan gefa henni svo mikið af andans auölegð, að hún sjálf verði fær um að flytja sitt eigið ávarp til fólksins. Með kærri kveðju til allra minna vel metnu Vestur-íslendinga, er eg yðar einlægur, 'Ármann Jónasson. KAUPID HEIMSKRINLU. LESID HEISM- KRINGLU. Innköllunarmenn Heimskringlu: /) BORGID HEIMS- \ KRINGLU ö í CANADA: Amaranth................... Ashern .................... Antler..................... Árborg...................... Baldur ..................... Beckville................... Bifröst..................... Brendenbury ............... Brown....................... Churchbridge.............. . Cypress River............... Ebor Station............... Elfros ..................... Framnes..................... Foam Lake................... Gimli...................... Glenboro .................. Geysir...................... Hayland.................... Hecla...................... Howardville................. Húsavík..................... Hove........................ Icelandic River ............ Isafold .................... Innisfail.................. Kandahar ................... Kristnes................... Keewatin................... Leslie.................... Langruth................... Lillesve.................... Lonley Lake................ Lundar ..................... Mary Hill................... Mozart...................... Markerville................ Nes........................ Oak Point.................. Oak View................... Otto....................... Ocean Falls, B. C........... Poplar Park................. Piney....................... Red Deér.................... Reykjavík................... Swan River............ .. .. Stony Hill ,. .............. Selkirk.................... Siglunes................... Steep Rock.................. Tantallon.................. Thornhill................... Víðir................... Vancouver .................. Vogar ...................... Winnipegosis............... Winnipeg Beach.............. Wynyard ................... Narrows........... .. .. Ólafur Thorleifsson .. .. Sigurður Sigfússon ...........Magnús Tait .......G. O. Einarsson .......Sigtr. Sigvaldason .......Björn Þórðarson . .. Eiríkur Jóhannsson .. .. Hjálmar ó. Lofsson .. Thorsteinn J. Gíslason .... Magnús Hinriksson ...........Páll Anderson .............Mag. Tait .. .. J. H. Goodmundsson .. .. Guðm. Magnússon ...........John Janusson ............B. B. ólson ............G. J. Oleson ........Tím. Böðvarsson ........Sig. B. Helgason .. .. Jóhann K. Johnson . .. Thorv. Thorarinsson ........John Kemested .......Andrés Skagfeld ......Sv. Thorvaldsson ............Ámi Jónsson .. .. Jónas J. Húnfjörð ............A. Helgason ............J. Janusson ..........Sam Magnússon ......Th. Guðmundsson. .. .. Ólafur Thorleifsson .........Philip Johnson ..........Nikulás Snædal ...........Dan. Lindal .. Eiríkur Guðmundsson ........Jónas Stephensen .. .. Jónas J. Húnfjörð ...........Páll E. ísfeld ■........Andrés Skagfeld .. .. Sigurður Sigfússon ........Philip Johnson ..........J. F. Leifsson .........Sig. Sigurðsson .........S. S. Anderson ......Jónas J. Húnfjörð .......Nikuláls Snædal ........Halldór Egilsson .........Philip Johnson . .. Sigurgeir Stefánsson ........Guðm. Jónsson ........Nikulás Snædal ........Guðm. Ólafsson .. .. Thorst. J. Gíslason ........Jón Sigurðsson Mrs. Valgerður Jósephson .........Guðm. Jónsson ........August Johnson ........John Kernested ........F. Kristjánsson .. .. Sigurður Sigfússon I BANDARfKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel Blaine.................. Bantry................. Edinburg................ Garðar ................. Grafton............... Hallson .. ........... Ivanhoe .............. , Los Angeles............. Milton................. Mountain............. . Minneota................ Minneapolis............ Pembina .. .. .......... Point Roberts........... Spanish Fork........... Seattle................. Svold.................. Upham................. .. .. Guðm. Einarsson .. .. St. O. Eiríksson .. .. Sigurður Jónsson .. Hannes Bjömsson .. .. S. M. Breiðfjörð . . . Mrs. E. Eastman . .. Jón K. Einarsson ......G. A. Dalmaön .. G. J. Goodmundsson ......F. G. Vatnsdal .. Hannes Björnsson .. .. G. A. Dalmann ........H. Lárusson .. Þorbjöm Björnsson .. Sigurður Thordargon .. Guðm. Þorsteinsson Mrs. Jakobím. Jolinson .. .. Bjöm Sveinsson . .. Sigurður Jónsson The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. P. O. BOX 3105 853 SARGENT AVBL

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.