Heimskringla - 26.08.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.08.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. ÁGÚST, 1925: 111 111. ^mmskringlsi < StofnaTS 1886) Keanr flt A hverjam mlflTlknierL EIGENDURi VIKING PRESS, LTD. 8S3 ee 855 SARGENT AVE., WINNIPEG. Talelmli N-0537 VerB blaSslns er 13.00 árgangurlnn borg- Ut fyrirfram. Allar borganlr sendist THE VIKING PRESS LTD. 6IGFÚS HALLDÓRS írá Höfnum Rltstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. Ut«inA*krift til bla9«In«i THB VIKIXG PRESS, Ltd., Box 8105 UtnnáMkrlft tll rltxtjöranwt EDITOR HEIMSKKIXíiLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngrla ls pobllshed by The VlklnK Pre*« Ltd. and prlnted by CITY PRINTIIfG A PUBLISHING CO. 853-855 Sarjgent Ave., Wlnnlpec, Mam. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MAN., 26. ÁGÚST, 1925. Kveðja frá stjórn og þjóð Islands Flutt af Einari H. Kvaran á 50 ára landnáms- hátíð Islendinga t Vestur-Canada, að Gimli 22. ágúst '1925. Eitt atriði í sálarlifi Vestur-íslendinga stend- ur mér sérstaklega í minni frá þeim tíma, þegar eg átti hér heima. Það eru vonirnar. Eg minnist þess, aö á fyrsta Islendingadegin- um sagöi einn ræöumanna sögu af ungum hjón- um, nýkomnum til þessa lands. Þau voru bláfá- taek, allslaus. Þeim sýndist ekki aö jafnaöi sitt hvoru; þeim kom vel saman. En alvarlega varð þeim sundurorða einu sinni út af því, hvernig þau ættu að fara með þann auð, sem í vændum væri. Eg geri ráð fyrir að^þau hafi verið gott sýn- ishorn af Vestur-Islendingum þá. Mestöll gæði lífsins voru ófengin. En þau blöstu við hug- skotssjónum manna. Vor æskunnar var í hug- um nianna — jafnvel þó að sumir þeirra væru farnir að eldast. Vonirnar voru í loftinu eins og sólskinið. Þið vitið öll, að nú er íslenzk þjóð í þessari heimsálfu að minsta kostin komin af fyrsta æskuskeiðinu. Auðvitað eru 50 ár ekki langur timi í sögu þjóðanna. En á þessari hálfu öld, sem liðin er síðan er íslendingar settust fyrst að t þessu landi, hafa þeir náð sér svo mikilli fót- festu, að nú horfir að minsta kosti alt annan veg við en fyrir 30 árum, þegar eg fluttist héðan. Eg hefi nú verið hjá ykkur um 8 mánuði. Eg hefi reynt eftir föngum að kynrla mér breyting- arnar — ekki eingöngu til þess að fræðast sjálf- ur, heldur líka í því skyni, að geta frætt menn heima á Islandi, a. m. k. munnlega, ef mér auðn- ast það ekki með öðrum hætti. öll slík vitneskja er þar mjög kærkomin. Ekki eingöngu vegna þess, að svo margir menn þar eiga hér vestra þá, sem þeim eru hjartfólgnastir, foreldra sína og börn sín, systkini sín, frændur og alúðarvini. Við eruni sjálfir heima yngsta þjóðin í heiminum, að undanteknum Vestur- heimsmönnum. Við erum svo ung þjóð, að við vitum nákvæmlega um uppruna okkar sem þjóð- ar, vitum hvernig við höfum orði5 þjóð, sem engin Norðurálfuþjóð önnur getur sagt um sig. Byrjunartími þjóðarinnar, með hans striti og stórvirkjum, hans vitsmunum og vangæzlu, hans göfugmensku og grályndi, er svo lifandi í hug- um manna, að það er nærri því eins og hann hefði yfir oss liðið í gær. Svo að það er ekk- ert undarlegt, að það sé okkur hið mesta hugð- arefni, að íslenzkir menn fara aftur að leggja út í samskonar æfintýri, eins og forfeður okkar lögðu út í fyrir 1000 árum, og nema nýtt land. Svo ung þj\íð erum við heima, að i ýmsum efnum má segja, að nú fyrst séum við að byggja okkar land. Það er ekki langt síðan, að við fengum verulegan skilning á þvi, hvað úr okk- ar landi má gera, og það er vafasamt, hvort við höfum það enn. En áreiðanlega er sá skilningur að aukast. Svo ung þjóð erum við, að við höfum í raun og veru ekki átt þess neinn kost að fá að vita, hvað í okkur sjálfum býr. Lífskjörin hafa fram að síðustu timum verið svo einföld og svo háð einangruninni, að við höfum ekki getað vitað, fyr en nýlega, hvað úr okkur yrði, ef alt þetta ætti að breytast. Við höfum alt af vi^að það, að bókamenn vorum við. En þeir voru æði margir, sem héldu, að við værum líklegast litið annað, og að þau hyggindi, sem í hag koma, brysti okkur svo tilfinnanlega, að í samkepni við aðrar þjóð- ir hlytum við að verða undir, ef til þeirrar sam- kepni kæmi í alvöru. Það er eðlilegt, að okkur gæti ekki staðið á sama um það, hver reynd yrði á þeim íslenzkum æfintýramönnum, sem legðu út i það að keppa við sjálfan Bretann. Eg get ekki talið það upp hér alt, sem eg tel mig hafa orðið vísari. Það yrði of langt mál. Eg get aðeins vikið að örfáum atriðum, sem mér virðast merkileg. Eg ætla þá að fara aftan að siðunum og byrja á því, sem eg veit ekkert um. Eg veit ekki, hvort þið eruð ríkir eða ekki. Eg hefi ekki átt þess neinn kost að rannsaka ykkar bankaviðskifti. Qg eg verð að gera þá játningu — þó að hún kunni að þykja kynleg í þessu dollara-landi, — að mér hefir ekki leikið sérstök forvitni á því at- riði. En hitt hefir mér ekki getað dulist, það hefir hvarvetna við mér blasað, að þó að ný- byggjaraöldin sé ekki alveg undir lok liðin, þá lifið þið hér svo veglegu menningarlífi, að flest- ar þjóðir myndu hafa ástæðu til þess að öfunda ykkur af þvi. Eg hefi m. a. ofurlítið verið að reyna að skygnast inn í það, hvað verður af ykkar menta- mönnum. Engum getur dulist það, að afskap- legt kapp hafa Vestur-Islendingar á það lagt, að koma börnum sínum til menta. Við þessa eftir- grenslan hefi eg komist að því, að a. m. k. 19 Vestur-Islendingar hafa orðið háskólakennarar hér og í Bandaríkjunum. Eg skal minnast á tvö dæmi þess, hvernig þessi renn hafa reynst. Af þessum mönnum varð einn síðar einn af frægustu landkönnuðum veraldarinnar, þeirra sem nú eru uppi. Annar þeirra skilst mér sé með merk- . ustu náttúrufræðingum álfunnar, og hafi hafnað stórmannlegu launatilboði, til þess að helga krafta sina og uppgötvanir þeirri visindastofn- nn, sem hann starfar við, háskólanum í Sask- atoon. Eg hefi Hka verið fræddur um það, að íslenzk- ir læknar og tannlæknar, sem hér hafa starfað, hafi verið um 40, prestar yfir 40, og lögmenn a. m. k. yfir 30. Eg veit, að mjög margir af þessum mönnum ykkar, sem komist hafa í virðu- legar stöður, hafa unnið mikið gagn og þjóð sinni og sjálfum sér sæmd. En eg get ekki bundist þess, að minnast sérstaklega á lögmanninn, sem leggur út í það að lögsækja eitt ríkið í Bandaríkjunum fyrir óhæfilega með- ferð á umkomulausum dreng, fær sökudólgun- um refsað og gefur tilefni til breytingar á lög- gjöf Bandaríkjanna í mannúðaráttina. Þrek- virkin eru auðvitað mörg, sem eftir Vestur- Islendinga ligg'ja, og sjaldnast verða þau borin saman hvert við annað. Mér finst þetta með þeim glæsilegustu. Þér hafið komið upp hér vestra einum ráð- herra, einum yfirdómara og 3 bókavörðum við hin miklu söfn í þessari heimsálfu. Og eftir því sem eg hefi komist næst, hafið þið sent 18 Julltrúa á löggjafarþing rikja og fylkja. Eg hefi alveg gefist upp við að koma tölu á þann sæg Islendinga, sem hafa orðið forstöðumenn og kennarar við gagnfræðaskólana, sem þið nefnið “High Schools’’. Það hefir verið örðugra fyrir mig að fá nokk- urt yfirlit yfir hluttöku landa minna hér í hinu eiginlega framkvæmda og kaupsýslulífi. Þar er um svo mhrga að tefla. En ekki er óeðlilegt að minnast þess hér, að tvo iðnrekendur í veru- lega stórum stíl eigið þið suður í Chicago, og eins hins, sem mér er sérstakl. minnisstætt, af því að eg hefi verið að ferðast um Canada, að í W’in- nipeg er byggingamaður íslenzkur, er hefir viðs- vegar um V.-Canada, alla leið vestur að Kyrra- hafi, látið eftir sig þau stórvirki menningarinn- ar, sem margar ókomnar aldir væntanlega horfa á með aðdáun. Þetta er alt glæsilegt. Það er dásamlegt fagn- aðarefni, hvað íslendingum hefir yfirleitt farnast vel í þessari heimsálfu. Það er ekki fyrir það, að þeir stæðu vel að vígi. Þeir komu allslausir. Þeir áttu engan að, sem tæki þá að sér og bæri þá fram til sæmdar og sigurs. Enginn hefir haldið verndarhendi yfir þeim, nema guð al- máttugur og þeir sjálfir. Ekki var meiru tylt undir þá í byrjuninni, en að þeir urðu sjálfir að sjá um alla mentun barna sinna — í Nýja ís- landi, í Winnipeg og í Dakota. Út í þá sálma þarf eg ekki að fara, þvi að um örðugleika frumbyggjanna hefir þegar verið talað í dag. En þess langar mig til að láta getið, að mér þykir ekki mest vert um það i sambandi við Vestur-Islendinga, sem eg hefi nú minst á — þó að mér þyki afar-mikils um það vert. Mér þykir ekki mest vert um aíburðamennina, né hina sýnilegu velgengni. Mér þykir mest vert tim það stórkostlega manngildi, sem allir virðast kannast við, að komið hafi fram hjá öllum þorra Islendinga í þessari heimsálfu, hvort sem þeim hefir auðnast að hafa sig áfram til velgengni og metorða eða ekki. Því fer svo fjarri, að þeir auki hóp vandræðamannanna í þessu landi, að yfirleitt virðast þeir ekki mega vamm sitt vita. Eg verð að kannast við það, að síðan teg kom til þessa lands, hefi eg lesið blöðin með hryll- ingi. Þessi gegndarlausi sægur af stórglæpum, sem alt af er verið að skýra frá, var fyrir mig eins og einhver helvízk opinberun. Mér finst menn vera orðnir þessu svo vanir, að þeir kippi sér ekkert upp við það, ypti öxlum við því. En >egar það fréttist, að Islendingur sé sakaður um glæp, sem annara þjóða menn hér eru alt af að fremja, þá er því ekki tekið kunnuglega. Það var eins og öll íslenzka þjóðin vestan hafs yrði lostin af skelfingu. Og fórnfýsinni, sem þá kom í Ijós, á tiltölulega fáeinum dögum, gleymi eg aldrei. Guði sé lof fyrir það, að Islendingar í Dessu landi finna langflestir ekki aðeins til þess, að þeir eru niðjar víkinga og landnámsmanna, heldur líka til guðsættarinnar í sjálfum sér og skyldunnar að lifa samkvæmt þeirri ættgfgi. Hjáttvirta samkoma! Eg stend hér í dag sem fulltrúi stjórnarinnar á íslandi. Það er sam- kvæmt hennar tilmælum og umboði, að eg.á- varpa ykkur á þessari hátíð ykkar. Fyrir hennar hönd og íslenzkrar þjóðar á íslandi ber eg fram þá ósk, að bræðrabandið milli hennar og þeirra manna, sem hér verða af islenzku bergi brotnir, megi aldrei slitna. Öruggasta ráðið til þess er vafalaust það, áð ykkur auðnist að geyma tungu feðra ykkar innan um það mikla nýja, sem þið eignist í þessari heimsálfu. Eg hygg, að enn haldið þið sæmilega í horfinu í því efni. Eg held, að enn megi segja, að meirihlutinn — þótt ekki sé það alt — af því sem bezt er hugsað og talað hér, þar sem íslenzkir menn eru einir að verki, sé hugsað og talað á íslenzku. Einhvern veginn finst mér, að það muni fremur vera úr- gangs-hugsanirnar og úrgangs-talið, sem fer fram á ensku. Eg held ekki, að ort væri svo mikið af fallegum kvæðum hér og annar eins óhemju sægur af dásamlega smellnum lausavis- um eins og eg hefi heyrt, ef íslenzkan væri ekki enn nokkuð föst í ykkur. En hvað sem lxður íslenzkri tungu í þessari heimsálfu, þá má kær- leikurinn milli bræðranna austan hafs og vestan aldrei deyja. Eyrir hönd íslenzkrar stjórnar og þjóðar þakka eg Vestur-íslendingum fyrir alla þá sæmd, sem þeir hafa gert kynstofni vorum með fram- komu sinni í þessari heimsálfu, við- hverja örð- ugleika, sem þeir hafa átt að etja. Og eg þakka þá ekki síður fyrir það, af hve mikilli göfug- mensku og ástríki þeir hafa styrkt bræðralandið. Og fyrir hönd stjórnarinnar á Is’andi og ís- lenzkrar þjóðar þar árna eg ykkur allrar bless- unar á óförnum leiðum. Minni Inndnámsmannanna Raða flutt á 50 ára landnámshátíð tslendinga í Vestur-Canada, að Gimli 22 .ágúst, 1925. Af séra B. B. Jónss'yni. Inngangs-orð. Það hefir kotnið fyrir mig stöku sinnum á æf- inni, að mér hefir farið eins og Móse, er hann stóð við eldinn hjá fjallinu Hóreb. Mér hefir fundist að eg ætti að draga skó af 'fótum mér, af því að eg stæði á heilagri jörð. Og sjaldan hefi eg fremur verið gagntekinn af þeirri tilfinningu en einmitt nú, er eg stend upp á fimtiu ára land- námshátíð Islendinga i Vesturheimi, og á að leiðbeina hugsunum og tilfinningum mannfjöld- ans, sent hér er saman koniinn, að þeim helgi- dónii, er geymir mínningu feðra vorra, landnáms mannanna. Sjálfur er eg barn landnámsins, og í blóð mitt hafa runnið bæði þrautir þess og sig- urvinningar. En ekki einungis í nafni sjálfs min, heldur og fyrir hönd allra sona og allra dætra þeirra, lýsi eg blessun í dag yfir minningu íslenzku fruntbyggjanna. Tildrög vesturfcrða. Þegar um og eftir árið 1870 hófust ferðir ís- lendinga vestur um haf. Fyrstir vesturfarar voru ungir menn, — fáeinir unglingar á tvítugsaldri, ungir tslenzkir fullhugar með framsóknar- og írelsisþrá i brjósti . Árin þau, árin næstu á und- an 1874, hafði hjarta íslenzkrar æsku vérið Iostið helgum sprota. Frelsisbaráttá þjóðarinn- ar á þeim árum kveikti eld í sálum ungra manna. Sú eldkveikja varð til þess, að framsóknarafl sálnanna leitaði út, hvar sem farvegur fanst. Einn sá farvegur, er sálin ung og nývöknuð fann, var út í heiminn, — út þangað, sem alt var nýtt og stórt og frjálst. Þau hin sömu árin var að sjá sem sólin hefði numið staðar uppi yfir Vesturheimi, og allar þjóðir í Norðurálfu horfðu þangað ýmist undrunar- eða vonar- augum. Frændþjóðir Islendinga á Norðurlönd- um streymdu vestur um haf. Undursamleg tið- indi bárust aftur að vestan, landlýsingar og ferða sögur. Hljómar þessir heyrðust til íslands. — Æskuna þar fór að dreyma fagra drauma um undralandið á Vesturvegi. Að þeir hljómar hafi fengið hergmál í hjörtum íslenzkra ttnglinga, má meðal annars marka af því, að mörgum árum áð- ur en nokkur íslenzkur maður fluttj til Ame- ríktt, kvað íslenzkur ttnglingur norður á Hóls- fjöllum ódauðlegt ljóð ttm draumaland sitt úti í vestrinu: “Þars Mississippi megin-djúp fram brunar í myrkum. skógi og vekur strauma-nið.’’ Örfáir ungir Islendingar fóru vestur um haf árið 1870. Árin næstu á eftir fóru fleiri, bæði til Canada og Bandarikja. Sumir þeirra ungu manna urðu síðar þeir leiðtogar íslenzkra inn- flytjenda og félagslífsins hér, að nöfn þeirra munu ávalt lifa. Einstaka þeirra manna er enn á Hfi. Flestir eru farnir nú til nýs landnáms hinsvegar við hafið, er skilur tímann og eilífð- ina, — nú alveg nýskeð einn þeirra, einhver hinn einkennilegasti Vestur-Islendingur, sem eg hefi þekt, Benedikt læknir Einarsson, viðurkendur ein hver fremsti skurðlæknir í Chicago. . Af þeim ungu mönnum, sem fyrst komu vest- .ur, leitaði einstaka maður aftur heim til ætt- jarðarinnar, eftir að hafa aflað sér mentunar og frama í landi hér. Varð einn þeirra merkur embættismaður á Islandi, séra Árni Jónsson á Skútustöðum. Minnist eg hans hér, því eg ætla, að einatt hafi hreyft sér í brjóstum hinna, eins og hans, sá kærleikur til Islands, serrt lýsir sjálfum sér í þess- ari vísu, er Árni Jónsson kvað, þeg- ar hann á heimleiðinni sá Island rísa úr hafi: “Gleði mín og gæfu þin gylfi stýrir hæða, — Sárin þín og sárin min saman skulu blæða.” Frá þessum fáu’mönnum, sem fyrst- ir sigldu um haf vestur, bárust bréf til ættingja og vina heima. Fór hvert orð, sem að vestan kom, sem eldur í sinu um sveitirnar. Þúsundir manna fóru að hugsa og tala um að flytja til Vesturheims. Árferði á ís- landi á þessum árum var afar erfitt, — einkum norðan og austan lands. Margir bændur sáu ekki fram á ann- að en æfilangt stríð við örbirgð og eymd. Það var fyrir sig að þola það sjálfur; en að hugsa til þess að sönui bágindin, nema verri væru, lægju og fyrir börnunum, — það var óbærilegt. Að yfirgefa ættjörðina, átthagana, hæinn sinna; skilja við það eina, sem maður þekti í veröldinni, kveðja vini sína og ættingja, — það var hart aðgöngu. Alt hið gamla varð manni nú svo átakanlega kært, þegar farið var að hugsa um að skilja við það. En eitt var allra kærast: börn- in. Því göfugri sem foreldrar eru, þvi fúsari eru þeir að fórna sjálfum sér fyrir börn sin. Eg sé þau i anda. Það eru hjón, sem enn eru ung, þó erfiðið hafi þegar rist rúnir sín- ar bæði á hönd og ásjónu. Erfiði dagsins er lokið. Litlu börnin eru sofnuð. I rökkrinu sitja þau hlið við hlið. Mega þau hugsa til þess? Hafa þau þor til þess? Er nokkuð vit í því ? En guð komi til! Ef ekki á annað en svéitin að liggja fyrir börnununi! Það eru sagðir svo góðir landkostir vestra; ótal tæki- færi; aðrir komast þar í góð efni; börnin fá mentun; þar eru allir frjálsir, allir jafnir. Já, við siculum fara í guðs nafni. Við skulum fara. og fyrir alt sent við eigum, fyrir alt sem við erum og fyrir alt sem við orkum, kaupa nýtt land og nýja frani tíð handa börnuntim okkar. Og sagan gerist á mörgtlm bæ. Hún gerist á þeim bæjum ntörgum, þar sem bóndinn á í brjósti þor og þreklyndi frægr.v forfeðra; en hún gerist einkum á bæjunum þeim, þar sem húsfreyjan hefir til brunns að bera yfirhurða sálargöfgi. Á hæj- unum þeim gerist sagan sú, að á- kveðið er að halda á hafið og leita gæfunnar í nýjum heimi. Eg held að islenzkti konurnar, sent fluttu fyrst tii Ameríku, séu einna mestu hetj- urnar í íslendingasögum hinum nýjú. Útflutningaskipið liggur á höfn- inni. Út eftir dalnum ríða hópar fólks með aleigu sína á fáum hestum. Alt hafði orðið að selja í fargjaldið. Hvað sárt var að sjá af mörgum hlutnum. Svo hafði verið kvatt. Þær kveðjur eru of við- kvæmar, til þess að þeint megi lýsa. Úr öllum áttum streymir fólkið til skips. Nú skiftir tala útflytjenda hundruðunt. En hvað skipið fer hratt I Má ekki draga nokkur augna- blik enn að láta landið hverfa? Út við borðstokk stendur vesturfarinn íslenzki. Sólargeislarnir hinztu varpa roða á tinda fjallanna. Hefði þá margur getað sagt, er hæsta þúfa ís- lands hvarf, að hann vissi ei “hvort að földu hana sjón haf eða tárin mín.” Aðkoman. Hér verður ekki rakin slóð inn- flytjendanna íslenzku vestur um landið nýja, né numið staðar í for- dyrum þeim, þar sem smáhópar áttu stundardvöl, þar til komið var í landnám það, er staðið hefir nú um 50 ár. Það landnám hófst á bletti þeim, sem hér stöndum vér á í dag. I sama mund hófst bygð íslendinga í Minnesota, og stendur þar nú t dag einhver hin blómlegasta bygð, sem ÍSlenidilhgar eiga. Með Nýja ís- landi bygðist og Winnipeg íslenzkum mönnum. En í þann tíð var Winni- peg nokkurskonar hjáleiga Nýja ís- lands og undirborg Gimlibæjar, að því er til íslendinga kasta kom. Nýja ísland er móðir islenzkra nýlenda í Vesturheimi. Flestar aðrar bygðir eiga rót sína að rekja til Nýja ís- lands. I Nýja íslandi eiga allir Vest ur-Islendingar fimtugsafmæli á þessuc ári. Sumarið’ 1875 hefst landnám í Nýja Islandi. — Landkönnunarmennirnir koma þar, sem nú er Gimli, í júlí- mánuði. Tveir þeirra sitja hátíð þessa sem aðal-heiðursgestir: $ig- tryggur Jónasson og Einar Jónasson. Hinir þrír, Skapti Arason, Kristján Jónsson og Sigurður Kristofersson, hvíla i vigðri mold i bygð þeirri, sem er önnur elzta dóttir Nýja íslands: Argylebygð. Hafi andi Ingólfs Arn- arsonar svifið yfir sínu forna land- námi á þúsund ára afmæli Islands, eins og skáldið kvað, þá er ekkí ólíklegt að andi þessara og annara göfugra landnámsmanna svífi yfir bygðuin vorum í dag og hvetji oss en sem áður fyr fram til dáða og drengskapar. 21. október 1875 steig fyrsti hóp- ur innflytjenda á land á Viðitanganuní við Gimli, um 250 manns. Það var siðasta sumardag. Frá þeim degi telst saga Nýja íslands. Það er saga striðs og þrauta árin fyrstu mörg, árin þau, er vér nú einkum minnumst. Hópur þessi hinn fyrsti hélt ekki að sér höndurn, er til nýlendunnar var komið. Lif allra var undir því kom- ið, að koma sér upp skýlum. Me5 skógarexi í hendi, sem sumir kunnu varla Iagið á, gengu karlmenn í skóg- inn og feldu trén. Bjálkakofarnir ris« einn eftir annan. Fyrsta húsið var hús Friðjóns Friðrikssonar, \ þess manns er fyrir vitsmuna saktr ög mannkosta skipar jafnan eitt önd- ve^issætið í sögu Vestur-íslendinga. Veturinn kom fyr en varði og var harður og langur. Þó liðu landnáms- menn ekki inikinn skort þann vetur, og var það því að þakka, að Can- adastjórn hafði séð þeim fyrir nokkr- ttm yistum, fyrsr milligöngu hins göfuga og ógleyntanlega vinar ís- lendinga, John Taylors, sem með Is- lendingum fylgdist frá Ontario og var um hríð umlxjðsmaður stjórnar- innar. Nöfn landnámsmannanna frá 1875 geymir saga vor ávalt, og minn- ing þeirra munu nið^ar þeirra blessa alla daga-. Næsta sumar, 1876, kom “stóri hópurinn” og nú beint frá Islandi, er* fyrsti hópurinn kom frá Ontario og stóð að því leyti betur að vígi, a5 þar höfðu menn lært bæði vinnuhrögS og siði þessa lands að einhverju leyti. Nú hættust við tólf hundruð manns, — í Norðlendingahópnum 800 og í> Austfirðingahópnum 400. Þetta fólk kom sömu leið vestur í landið serr» fyrsti hópurinn, með járnbraut a'5 Fisher’s Landing og þaðan eftir Rauðá til Winnipeg á stórum bátum, sem voru sem kassar í lagi og vorti ýmist dregnir áfram af gilfuskipi, eða á taugum, er karlmenn, sém á landi gengu, toguðu, en straumþungi1 fljótsins ýtti á eftir. í Winnipeg skiftist fólk eftir fjölskyldum. Fékk hver fjölskyida “dall” að flytjast á til nýlendunnar. Það var mikil “dalla”-þröng á ánni dagana þá, og' Indíánar á árbökkunum horfðu undr- andi á. Þeir höfðu aldrei fyr en þá séð norræn víkingaför. 1 einum þessum “dalli”, sem öldurrr ar skoluðu að landi hér á Gimli í myrkri kvöld eitt í júlímánuði þetta ár, var eg sjálfur, þá barn að aldrf. Þar og þá opnast augu mín fyrir fyrstu endurminningu frá æskuárun- um. Og af því eg hygg að aðkoma margra hafi verið svipuð því, sem var þeirra, er voru í mínum “dalli’% vil eg segja lítið eitt frá henni. Þegar út úr ósnum kom, var hvast á vatninu og förin því tafsöm. “Dall- urinn’’ var þungur undir árum, seni faðir minn og unglingspiltur, sem með honum var, reru. Regnskúr skall á og allir urðu holdvotir. Eitt barniö var mikið veikt. Það þoldi ekki volkið. Þar úti á vatninu dó það. Þá var lagt að landi suður þar, sem nú er Kjalvik, til að hvíla sig. Þar stigu foreldrar minir fyrst á land — með lík í fanginu. En nú minnist eg atviks, sem eg verð að skýra frá, því í því atviki bregður upp mynd af sjálfri sál ný- lendunnar. I fjörunni skamt það- an, sem við höfðum lent, sáum vi5 kofa. Það var heimili eins land- nemans frá árinu á undan. Og ekki vorum við fýr sezt í fjörunni, en vi5 sáum konu koma frá kofanum og' stefna til okkar. Hún har fötu i hendi sér. Hún var að færa okk- ur mjólk, blessuð konan. Hún hafði séð til okkar og farið nærri um þarf- ir okkar. Ó, sit mjólk ! Eg held hún

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.