Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 1
VERÐLAVN CEFIN FYRIR COUPONS OG UMBÚÐIR ROYAU, CROWN — SendltS eftir vertSlista til — ROYAL CROWN SOAP LTD.( 654 Main Street Winnipew. VERÐLAUJT GEFIJi FYRIR COUPOJÍS OG UHBCÐIR ROYAU, CROWN — SenditS eftlr vertSlista til — ROYAL CROWN SOAP LTD. 654 Main Street Winnipeg. ' XXXIX. ÁRGANGUR. WENXIPEG, MAXTTOBA, MH)YI KUDAGIXN 2. SEPTEMBER 1925. NÚMER 49 0)4 'CAN i a mmo-mmmo-^^-omm-t^-mam-om^mom Frá Ottawa er simaS 1. sept., að nú sé afráðið að ganga til kosninga í haust. Er talið að King forsætis- ráðherra muni gera þetta heyrum- kunnugt í ræðu, er hann heldur að Richmond Park, Toronto, nú á laug- ardaginn. Sagt er að forsætisráð- herrann muni ekki nú þegar ákveða kosningadaginn, heldur aðeins full- vissa kjósendur um, að atkvæða þeirra verði leitað einhverntíma á næstu mánuðum. • Nú er rifrildið um Backus-Sea- nian pappirsmylnuna komið í al- gleyming. Bæjarstjórnin hér, sem fylgt hefir Webb borgarstjóra að málum, þykist nú hafa uppgötvað, ag aðalástæða þeirra félaga fyrir bygg- ingu mylnunnar sé sú, að þeir ætli sér að ná haldi á fossum þeim í Win- nipegfljóti, sem nefndir eru “Systurn- ar sjö” (The Seven Sisters). Telja þeir slíkt bráðhættulegt fyrir Winni- pegborg, er eigi megi missa úr hönd- tim sér yfirráðin yfir þessari afl- stöð, og leggja nú fast að Ottawa- stjórninni, að hafa að engu bænir þeirra í fyrri. viku, og fortölur Webbs borgarstjóra. Webb telur þetta að- -dróttun eina, en bæjarstjórnin vill ekki láta sannfærast. Þar að auki er nú borgarstjórinn í Dauphin, Mr. Palmer, farinn til Ottawa, til þess að .mótmæla sem öflugast því, að myln- an verði reist í Winnipeg. Er hér nú slunginn nýr þáttur í þenna vandræða vef og óvist hvernig fara muni. A D A | komst á kjöl og hélt sér þar i meira en 40. klukkustundir i hvassviðri og öldugangi. Er það þrekvirki með af- brigðum af svo gömlum manni. Rak hann að landi nálægt Grand Beach, aðfram kominn og meðvitundarlaus- an, á mánudaginn. Hrestist hann þá svo, að hann raknaði við í sól- skininu, og klöngraðist yfir grynn- ingar og flesjar, 8 mílur til Grand Beach. Varð honum ekki meint af þessari svaðilför, og sýnir það, að “ennþá lifir andinn- sami”, og að ekki er kulnað með öllu norrænt vík- ingablóð. Hið 10. árlega lömannaþing í Canada var haldið 26.—28. ágúst hér i Winnipeg (Forseti lögmannafélags- ins (Canadian Bar Association), Sir ir lögfr. sátu þingið, er vér vitum: urkosinn. Mun hann hafa verið að- alstofnandi félagsins. Þessir islenzk- ir lögmenn sátu þingið, er vér vitum: próf. J. Thorson, Hon. Th. H. John- son, Hjálmar Bergman, E. G. Bald- winson, Bj. Stefánsson, W. J. Lín- dal, Marínó Hannesson og J. Christo- I>her5on. Það sorglega slys varð hér i gær- morgun, að C. P. R. lestin frá Bran- don rann á bíl Mr. Peter Muir, sem stöðvast hafði á leið yfir brautar- teinana. I þilnum voru Muir-hjónin og hlutu bæði bráðan bana. Þau voru á leið til Yorkton í orlof sitt. Mr. Muir er mörgum íslendingum kunn- uir. Hann var einn af ráðsmönnum J. McDiarmid Co. Ltd., bygginga- félagsins mikla, og því félagi Mr. Th. Borgfjörð byggingameistara. — Tvær dætur og einn sonur lifa for- •eldrana. Annað hörmulegt slys varð á Winnipegvatni á laugardaginn. — Hvolfdi seg’lbátnum “Thor”, er kom írá Winnipeg Beach, nálægt Elks Islánd. Druknuðu tveir menn þegar, báðir ósyndir, S. Oberg, sænkur rnaður, 29 ára, og B. Anderson, ís- lenzkur maðtir frá Winnipeg Beach 35 ára. Skipstjórinn, Bergström sænksur maður, 70 ára að aldri Nú hafa loks tekist samningar með bæjarstjórninni og Hudsons Bay fé- laginu, um að Ieggja hið mikla “Mall’ stræti. Ætlar félagið að reisa stór- hýsi mikið, sölubúð, á lóðum sínum, er að þessu fyrirhugaða breiðstræti liggja. Nú stendur aðeins á því, að komast að samningum við Mr. Alex MacDonald, sem er annar aðallóða- eigandinn á þessu svæði. Er talið vist að samningar náist við hann, og verður þá eigi langt að bíða frekari framkvæmda. Eftir þvi sem Mr. A. Johannessen. frá Osló, matvælanefndarmaður norsku stjórnarinnar, segir, er mjög sennilegt að Noregur muni leita hveitikaupa í Canada. Norska stjórn in hefir enn alla umsjón með korn- kattpum fyrir landið, síðan á ófrið- arárunum. Mr. Johannessen er á ferð hér um þessar mundir í kornkaupa- erindum. Samkvæmt þvi er Lundúnablaðið “The Daily Express”, skýrir frá, er mjög fast lagt að brezku stjórninni, að skipa Beatty lávarð og aðmirál í sæti Byng lávarðar, þegar rikisstjórn- artími hans er á enda. Fáist hann ekki, þá er talið að lagt mttni verða að Haig marskálki, er nýlega var á ferð hér vestra. IQi r \ 1 STJORNMALi FRÁ Ý MSU M AFRETT LÖN DU M. IR. | Bretaveldi. INDLAND. Fo'ringi Swarajmanna (heimastjórn armanna) C. R. Das, er fyrir nokkru látinn, og var Pundit Motilal Nehru kosinn foringi'flokksins að Das látn- um. Mahatma Gandhi mun ennþá vinna með heimastjórnarmönnum, þótt hann eigi ekki samleið fneð þeim að öllu leyti. Frakkland. Marokkóstríðið stendur enn yfir. Hafa Spánverjar nú að nokkru leyti gengið í lið með Frökkum. Hefir Abd-el-Krim, foringi Rifverja, til- I^rnt, að hann sé fús til friðarsamn- inga, ef Rif sé viðurkent sjálfstætt og fullvalda ríki. Þessu hafa Frakk- ar algerlega neitað. Hafa þeir fjölg- að liði sínu syðra og gengið betur um hríð. Er Pétain marskálkur þar, að segja fyrir um atlöguna. Svíþjóð. I sænsku blaði frá 15. f. m. er þess getið, að stofnað sé sænskt-islenzkt félag í Stokkhólmi. Tilgangurinn sá að efla viðkynningu meðal þjóðanna. Hinn góðkunni íslandsvinur Ragpi- ar Lundborg, var kosinn formaður félagsins. Aðrir stjórnarnefndar- menn eru Emil Walter sendisveitar- ritari, sá er hér var í fyrravor, frú Emy Lundborg, kona Ragnars Lund- borg, Ekgren ritstjóri Aftonbladet, Asmundur Sveinsson myndhöggvari, Stig Zetterlund liðsforingi og cand. phil. Viggo Zadig, er heima á ís landi dvaldi um skeið fyrir nokkrum árum. Heiðursfélagar voru þessir kosnir: A. Berencreutz kammerherra, Jón Magnússon forsætisráðherra, Bjarni Jónsson frá Vogi og Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður. Kirkjumál. — Allsherjar kirkju þingl hefir staðið yfir í Stokkhólmi nýlega og þangað streymt menn frá cllum þjóðlönduríi. Er talið að þetta muni ef til vill vera langmerkasta kirkjuþing í lúterskum sið á síðari timum. Enda er erkibiskup Svíþjóð- ar, dr. Nathanel Söderblom, talinn einn hinn merkilegasti kirkjtthöfð- ingi, er nú er uppi. Noregur. 14. ágúst lýsti Johan Ludvig Mo- winckel, forsætisráðherra Norðmanna yfir ?vi, að Norðmenn köstuðu eign sinni á Svalbarða, samkvæmt al- þjóðarétti og samþyktum. Sama dag dró Paal O. Berg, dómsmálaráðherra, fána Noregs að stangarhúni, í Að- komuvík (Advent Bay) á Svalbarða. Svalbarðaeyjar eru niargar og fund ust af víkingum á 12. öld, að menn fyrst vita. Nú eru þær kallaðar Spitzbergen, en svo nefndi eyjarnar hollenzkur maður, er þangað sigldi seinna á öldum til hvalveiða. Eyjarn- ar eru allstórar og liggja frá 76°30" og 80°40" norðttrbreiddar og milli 9. og 22. lengdarbaugs austur frá Greenwich. Þar eru auðæfi mikil fólgin í jörðu, og vita menn bezt um marmara og kol. Er mikill kolagröftur þar, stund- aður af ýmstim þjóðum. Svalbarði hefir lengi verið þrætuepli ýmsra þlóða, og voru Rússar sérstaklega á- gengir á rikisstjórnarárum Czarsins. Hollendingar gerðu einnig tilkall til landsins, af þvi að þeir hefðu fundið það aftur á miðöldunttm, og þá stund að þar hvalveiðar, og pftir að hval- veiðarnar hófust þar aftur 1905, létu 'fleiri ríki á sér skilja, að þau ættu tilkall til landsins. Loks var ráðið fram úr þessu að fullu 1920, er yfirherráðið (Supreme War Council) í París ákvað að láta eyjarnar af hendi við Norðmenn. — Skrifuðu Bandaríkin, Stórbretaland, Erakkland, ítalia, Niðttrlönd, Noreg- ttr, Sviþjóð og Japan ttndir samning þess efnis. En nú fvrst hafa Norð- menn fest sér landið með lögum. Kv eðj usamsæti var þeim hjónum frú Gíslínu og Ein- ari H. Kvaran haldið á mánudags- kvöldið 31. ágúst í Goodtemplarahús- inu. Þjóðræknisfélagið, íslendinga- dagsnefndin, Jóns Sigurðssonar fé- lagið, þjóðræknisdeildin “Frón” og Goodtemplarafélögin gengust fyrir samkomunni. Um 300 manns voru samankofhnir, af öllum stéttum og flokkum. Ræðuhöld, söngur og hljóð færasláttur fóru fram i efrí sal húss- ins. Samkomttnni stýrði séra Jónas A. Sigurðsson frá Churchbridge, er setti samkomuna með þvi að ávarpa heiðursgestina. Aðrir ræðumenn voru Stephen Thorson, séra Rögnv. Pétursson og séra Rúnólfur Mar- teinsson. Tvísöngva sungu Mrs. B. H. Olson og Paul Bardal og Mrs. P. S. Dalman og Gisli Jónsson. Mrs. Alex Johnson söng einsöng, Miss. Ásta Hermannsson lék á fiðlu og Mr. C F. Dalman lék á cello. Mr. Sigfús Halldórs frá Höfnum flutti síðan heiðursgestunum ávarp það, er prentað er á öðrum stað hér í blaðinu, samið af séra Rögnv. Pét- urssyni, en skrautritað af mikilli list af Fr. Swanson, og afhenti þeim pyngju, er í voru 250 gulldalir, sem þakklætis- og viðurkenningargjöf frá áheyrendum og ýmsum mönnum. — Þá flutti Mr. Einar H. Kvaran þá skilnaðarræðu, er birt er hér á öðrum stað. Mun flutningur þeirrar ræðu seint úr minni líða þeim er heyrðu. Því næst bað forseti þingheim að setjast að veitingum, er konur úr Jóns Sigurðssonar félaginu höfðu framreitt í neðri sal hússins. Voru þá enn nokkur ræðuhöld, og töluðu þar Mr. A. S. Bardal, Mr. Einar P. Jónsson, Hjálmar lögmaður Berg- mann, Mr. Árni Eggertsson og dr. 'M. B. Halldórsson. Að þvi búnu gengu menn fyrir heiðursgestina, þökkuðu þeim kom- una hingað vestur, og óskuðu þeirn fararheilla. Og áreiðanlega hefði margur viljað gefa mikið til, að þurfa ekki að kveðja. — Þessi átta mánaða dvöl þeirra hjóna hér vestra virðist sem örskotsstund, þegar yfir er litið. Um það tjáir ekki að fást, aðeins að þakka. Þau hjón fara í dag kl. 10 f.h. á- leiðis til Quebec frá C. P. R. stöð- inni. Frá Quebec fara þau 4. þ. m. og þá beint til London. Þar hygst Mr. Kvaran að dvelja um vikutima í ýmsum erindum, og halda þau hjón að þvi búnu heint til Islands. Minnisvarðahugmynd Fred’s Swanson. Jóhannes Jósefsson. Leiksýning Jóhannesar Jósefssonar og þeirra félaga hans á Orpheum leikhúsinu vikuna sem leið, var lang- bezta atriðið á skemtiskránni. Fimni Jóhannesar og snarræði er frábær. Enginn, sem ekki hefir séð hann, getur gert sér nokkra hugmynd um, hvað maðurinn er fljótur í hreyf- ingum. Augað getur varla, og stund- um alls ekki, gripið hvað fram fer, hvers vegna hnífarnir hrjóta úr höndum mótstöðumannanna, skamm- byssurnar ntissa miðið og öxarnar kastast aftur fyrir þá, sem vilja belta þeim, eða hvers vegna þeir, setn vilja, handsama hann, grípa í tómt, og liggja flatir á gólfinu, eða hver ofan j á öðrum. Maður gæti gert sér góða hugmynd 1 um vopnfimi Gunnars á Hlíðarenda, með því að ímynda sér sverð hans og skjöld í höndum Jóhannesar. Ef maður staldraði við í fordyrum leikhússins fáeinar minútur eftir sýn- ingttna, gat maður auðveldlega fengið að heyra álit hérlendra manna á landanum — “Fjandinn sjálfur! — ekki vildi eg lenda í handalögmáli við hann — fljótur eins og elding” — og þess konar heyrðist alt í kring- um mann.. Héðan fór Jóhannes vestur til Cal- gary. Þaðan er ferðinni Tieitið til Vancouver og síðan suður ströndina til Seattle, Portland, San Francisco, Los Angeles, og víðar þar sem ís- lendingar eru, og ættu þeir ekki að ntissa af sýningum hans. ¥ * * Jóhannes Jósefsson hefir margoft sýnt, að hann ber velferð íslenzkrar þjóðrækni fyrir brjósti. Má t. d. benda á hið höfðinglega tilboð hans, að gefa hundrað dollara á ári í næstu tiu ár til verðlauna fyrir kappglím- ur, sem háðar verði í sambandi \úð þjóðræknisþingið. Fyrsti árangur þess tilboðs var stofnun glimufélagsins “Sleipnir”, er glífuna sýndi á Islendingadaginn hér í Winnipeg. Undir verndarvæng Jóhannesar efndi þetta félag til kvöldskemtunar í Goodtemplarahús- inu á fimtudaginn 27. ágúst. Var sérlega vel til þeirrar skemtunar vandað, enda var það mál margra að ánægjulegri kvöldskemtun hefðu þeiri eigi lengi setið. Henni stýrði ritstjóri Heimskringlu, Sigfús Hall- Hér sést efri parturinn af minnisvarða þeim, um landnám Islendinga í Vestur-Can&4a, er Iistamaðurinn Fr. Swanson hefir gert uppkast að, og iagt fvrir minnisvarðanefndina. Neðst er vanaleg steinvarða,' en stuðla- bjarg ofan á (auðvitað steypt), og í það greypt málmplata með áletran og skjaldarmerkjum. Er þar efst vísundurinn, en ártölin til hvorrar handar. Þá fálkinn íslenzki (Falco islandicus) markaður á skjöld, en mösurlauf- sveigur um skjöldinn. Þá kemur áletran, sú er nefndinni þykir viðeigandi. Þess skal getið, að þetta er aðeins lauslegt riss, af frumhugmyndinni, og alls óvíst, að listamaðurinn og nefndin láti smærri atriði haldast svo. En þ'í er þetta sýnt hér, að stuðlabergs-hugmyndin er frumleg, fögur og ram-íslenzk, og því sérlega vel fallin til þess að móta þenna minnisvarða landnemanna. Vonum vér að henni verði haldið, hvað sem sniærri atriðum lxður. Og fullvissir erum vér þess, að þeim dugnaðarmönnum, sem í nefnd- ínm eru, verði sem leikur einn að koma minnisvarðanum upp, svo að hann megi afhjúpa 21. október, þann dag er landnemar stigu fyrst fæti á land. Auðvitað verða undirtektir að verða góðar, en ef ^vo verður ekki, þá erum vér ílla sviknir af þeim anda, er kom í ljós 22. ágúst. dórs frá Höfnum. Séra Jónas A. Sigurðsson frá Churchbridge flutti ræðu, er hann sagði vera sundurlaus- ar hugsanir, en reyndist að vera vel orðað erindi, fidt af viturlegum at- hugasemdum og kjarnyrðuni, er fram í sótti, og ein hin ágætasta hvöt til varðveizlu íslenzkunni. Ungur maður, Haraldur Svein- björnsson, skýrði því næst og sýndi leikfimiskerfi Niels Bukh, sem á ör- fáum árum befir aflað höfundinum heimsfrægðar. Hr. Sveinbjörnsson fór fyrir þrem áruni til Ollerup á Fjóni, en þar kennir Bukh. Nam Sv. þar leikfimi i 2 ár, ásamt Jóni Þor- steinssyni, er stóð fyrir Noregsför íslenzku glímumannanna, er svo mik- ið hefir verið getið um i Heimskr. Að loknu námi fékk SveinbjörnsSon stöðu við miðskóla í þorpinu Dan- nebrog í Nebraska. Búa þar Danir, sem nafnið bendir til. Er hr. Svein- björnsson ráðinn þar næsta vetur, en er í kynnisferð hér nyrðra sem stendur. Engum, er sáu þessar líkamsæfing- ar, getur blandast hugur um ágæti Bukh-kerfisins, sem hann nefnir sjálfur “primitiv gymnastik”, og mætti nefna frumþjálfun á_Jslenzku. Vöðvabolurinn, sem menn fá við þess ar æfingar er aðdáanlegur, stæltur og mjúkur í senn. Kerfið mýkir stælta vöðva og stutta, en stælir urn leið langa vöðva og lina. En líklega lærast æfingar tæplega nema með munnlegri tilsögn, svo vel sé. Iþróttakappinn Erank Fredrick- son ávarpaði fólkið; hr. Einar P. Jónsson las upp “Svartaskóla’’ Ein- ars Benediktssonar, og Sleipnismenn glímdu. Nú var ekki um kappglimu að ræða, enda glímdu piltarnir tölu- vert betur en á Islendingadaginn. Glímuskjálftinn var ekki eins mik- ill. Hániark hreysti, er eggjun ungviði, en frægð er fólkshvöt, til framaverka.’ Svo að segja með þetta spakmæli á vörunum, varpaði Jóhannes Jósefs- son hinn frækni sér upp á pallinn, og ávarpaði fólkið. Erindið, sem hann flutti, var meitlað mál; bundið Ijóð, í óbundinni ræðu, á gullaldar- islenzku. Því þótt mörgum brjóst- veilum þyki það kynlegt um íþrótta- mann, þá hefir Jóhannes ágætlega skynbæran heila, og meira að segja notar hann til þess að framleiða hugs anir með honum. Því miður er ekki hægt að segja það sama um ýmsa þá, sem gera það að lífsstarfi sinu, að móta trú og skoðanir sjálfra sinna og annara manna. Dynjandi lófaklapp heilsaði Jóhann esi og þakkaði honum erindið. Það jókst um allan helming er þau hjón leiddu fram dætur sinar, Heklu og Sögu, 14 og 12 ára gamlar stúlkur í öllum öllum yndisleik frumvaxta en fullþroska ungmeyja. Þær sýndu, með aðstoð föður sins, daglegar lík- amsiðkanir, með svo miklum fegurð- arþokka, að þær heilluðu hugi og hjörtu áhorfenda, kvenna jafnt sem karla(. Og niður ætljxði húsið, eT forseti skemtifundarins, að loknum æfingum, leiddi þau hjón, Jóhannes og Karólinu, ásamt dætrum þeirra frarn á sviðið, að þingheimur mætti standa upp og fagna þeim. * * * ' Þau hjónin héldu áleiðis til Kyrra- hafsstrandar á laugardagskvöldið var. Fjöldi vina og kunningja — flest ungt fólk, eins og þau hjón sjálf — fylgdi þeim á stöðina, og bað þau vel að lifa og fljótt aftur koma.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.