Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 2

Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 2. SEPTENfBER 1925 Hnausaför mín. 1 Winnipeg á sunnudags- morgun. Frh. FrægtSarsaga þinghússins hófsc áö- ur en þaö var fullgert. Roblin byrj- aði á því, og er þaö haft fyrir satt, aö þar hafi eyöslusemi hans komist á sitt hæsta stig. Norris tók viö verkinu af Roblin, og mun sparsemi liberala aldrei hafa veriö átakanlegri en um þær mundir. Þannig varö þinghúsiö frægt, Roblin frægur og Norris sömuleiðis. “Þetta er hvort- tveggja í senn, kóngshöll og leikhús,” segir Pétur, “og kóngurinn er al- þýöan. Hér er kómedían mikla leik- in. Ekki hin guðdómlega komedía Dantes. Þessi er samin af babbít- unum, og þeir taka allan ágóöann af leikhum. Á þessu líöandi ári leikur bændastjórnin. Og eg segi ykkur þaö satt, drengir, aö hér er gaman aö vera þegar vel gengur.” Nú er Vantan aö fyllast sunnudags helginni, og segir: “Látum oss ganga í musterið”. En viö sannfærum hann um aö tíminn sé naumur, og villi- dýrin biöi okkar meö óþreyju. Vant- an felst á þetta og lætur sér nægja aö athuga meö okkur höllina og varöliöiö. En þaö er: Jón Sigurös- son, Victoria drotning og hermaöur- inn. “Hvað er þetta þarna upp á turninum?” segir Landan. “Þaö er hinn guðdómlegi hlaupastrákur Grikkja,” segir Pétur. “Hann heitir Hermes og er guö kaupsýslunnar, mælskunnar, svikráöanna, þjófnaöar- ins og annarar kunnáttu. Finst ykk- ur ekki vel við eigandi, aö hann gapi út í loftiö yfir leikhúsi babbítanna?” “Jú bett,” segir Fantar. “Hann minn ir mig á hana, sem er aö gala upp á girðingarstaUr.” Nú beinist öll ' athygli okkar aö Jóni, því hann er orðinn vestur- heimsk söguhetja. Eins og elskhugi í skáldsögu, sem “fer vel”. Hann hefir verið útlagi á Lögbergi og í- búi meö framliðnum í násmyrilskjall- ara. Semitískar rottur hafa nagað hold hans, og skáldin hafa kveðið kvæði um raunir hans. En eftir all- ar hörmungarnar komst hann, eins og mikil söguhetja, út á þingvöll, út i veður og vind og blessað Manitoba- sólskiniö. Og þar mun hann standa um langan aldur. “Þetta er listaverk,’ segi eg til þess að rjúfa þögnina. Landan þegir; Vantan tyggur Banda ríkjamunntóbak “i krafti”; en Fantar, sem hafði orðið fyrir ákaflegri hrifn ingu og er að eðlisfari framhleyp- inn, fer nú að rausa ósköpin öll um tign og fegurð styttunnar, en leggur þó mesta áherzlu á mynd brautryöj- andans. “Þetta eru bara smámunir,” segi eg, eins og sá sem vald hefir. “Aðeins smekklega valið nafn fyrir þetta fagra listaverk.” Fantar áttar sig á þessum vísdómi. “Alveg rétt,” segir hann. “Það er fjandi litið út- flúr á jafnstórri mynd. Eg er hrædd ur um að hann Þorsteinn okkar hefði boðið einn betur”. Enn sló þögn á okkur félaga. Þessi rokna málm- hlunkur seiðir sál áhorfandans. Tign hans, fegurð og þróttur fyllir hjartað fögnuöi. Þarna hefir maður, sem skáld er af guðs náð, greypt sanna göfgi manndómsins i dauðann málm- inn. Einar var beðinn að höggva mynd af einurn af íslands beztu drengjum. Það gerði hann, og meira. Hann orti eftirmæli eftir þingskörunginn og skilaði því prcnt- villulaust. Hann söng ekki sálm um Jón, innan hliðs himnaríkis. Hann söng um sigur einlægninnar, réttlæt- isins og sannleikans, eins og þessi þrenning birfist í mannlegu eðli. Og list Einars Jónssonar hrópar frá mynd Jóns Sigurðssonar: “Sjáið manninn! Hann mun lifa, þótt hann deyi.” Nú fór eg að rifja upp söguna af griska myndhöggvaranum, sem hjó konumynd úr marmara, en fékk svo ást á myndinni, og bað guðina að gefa henni líf. Og þeir bænheyröu hann.---------- „ Þá skeöi þaö, sem mér finst ganga næst því, sem kalla mætti dularfult fyrirbrigði. Þaö var svona: Fantar (tekur ofan hattinn og hneigir sig fyrir styttunni): Heill og sæll, Jón Sigurösson I (Ekkert svar). Nú, er ekki þetta Jón Sigurðsson? Eöa hvaö heitir maöurinn? Styttan (fær lif og svarar): Nei. Eg er ekki Jón Sigurðsson. Eg er aðeins hugsjón skáldsins. Fantar: Á-á? Og ertu þá ekkert líkur Jóni? Styttan: Jú, hugsjón skáldsins er sál mín. Hann er íslendingur og kaus helzt aö gefa hugsjón sinni gervi einhvers ágætismanns þjóöar sinnar. Atvikin réðu því, að það gervi liktist Jóni Sigurðssyni. Steph- an hefir oft gert þetta og notað is- lenzka þjóösögu, í staö þess að Einar notaði ytra útlit Jóns. Fantar (klórar sér bak við eyrað): Ekki hélt eg að dauður málmurinn hefði sál. Styttan: Þér hefir heldur aldrei komið til hugar, aö dauður málmur- inn gæti talaö; en nú heyrir þú það.” Bg (hvisla aö Fantar): Maeter- linck gaf brauðinu sál, og Guttormur gullinu. Fantar: Talið þið viö hann, dreng- ir, því nú er eg áreiðanlega aö verða vitlaus. Landan: Hvað er aö frétta frá ís- landi ? Styttan: Lítið á mig. Sá sem skóp líkama minn og sál, yfirgaf hlaupa- frægð heimsins og flutti heim. Þjóðin hans, fátæk og fámenn, bygði honum klettaborg í höfuðstað landsins, svo að hann týndi ekki sjálfum sér. Vantan (hæður að tyggja Banda- ríkjatóbakið) : Þetta eru engar nýj- ungar. Eg las þetta í Argosy fyrir löngu síðan. Styttan: Það eru þær einu fréttir aö heiman, sem ykkur varðar um: aö íslenzkir menn selja ekki sálu sina auðæðinu, og að íslenzka þjóöin metur verk þeirra að veröleikum. Vantan: Hefir þú nokkur skilaboð til landa okkar í Vatnabygðunum ? Styttan: Já. Biðjið þá aö vera frjálsa og falslausa, þojinmóöa og þrautseiga. (Þögn). Nei, hér stoöa engin orð. (Þögn.) Fram, fram; aldrei að víkja! í þessari andránni kemttr Pétur þeysir. Þá þagnar styttan og niissir lífið. * En Pétur dembir yfir okkur þeim dómadags ósköpum af fróðleiks- molurn, aö Vantan heldur að hann sé orðinn að hveitiakri úti í snarp- asta hagléli, en þeir, Landan og Fantar (báðir ókvæntir) brosa út und ir eyru, fullvissir um að þeir séu harðgiftir, og að nú dynji yfir þá hrísgrjónaskúr ættingja og vina. Mér hefði hægiega mátt telja trú um, að ritstjóri Lögbergs heföi leyst úr læð- ingi hvert einasta orð í Encyclopædia Britannica, og að fjandinn sjálfur hefði svo gert manndrápsbyl úr öll- um glundroðanum. Því næst göngum við af þingvelli og stígum í bílinn, og þeysir Pétur sem leið liggur til villidýranna. Á þeirri leið höfðum við félagar fund með okkur, og langar mig til að skýra litillega frá því, sem gerðist á fund- inum. Við mintumst þess að fyrir nokkrum árum síðan, var mynd Ein- ars Jónssonar frá Galtafelli í sum- um merkustu blöðum og tímaritum Bandarikjanna. Þá var hans líka oft getið i islenzku Winnipeg-blöðunum. Verkum hans var hrósað á hvert reipi, og almenningi gafst kostur á að sjá Ijósmyndir af listaverkum hans. Nú er aldrei minst á hann hér vestra, og verður líklega ekki fyr en hann er dauður. Sérvitrum mönn- um datt í hug, að Einar myndi ekki síður njóta sin heima en utan, og sum blöð heima hafa gefið til kynna, að hann sé ekki með öllu af baki dottinn. En hér í Vesturheimi virð- ist frægðarsól hans gengin til viðar. Þvi er auðsætt, að eitthvað verður til bragðs að taka. Fundurinn leggur það til, að við Vestur-íslendingar auglýsum Einar Jónsson og verk hans. Að skotið sé saman fé og Árni lögmaður fenginn til þess að gangast fyrir fyrirtækinu. Hitt vita allir Vestur-Islendingar nú, hverjir væru happadrýgstir til þess að veita fénu móttöku. Kæmist þetta i fram- kvæmd, er ekki mót von, að mynda- stytta Jóns Sigurðssonar vekti nýja athygli, bæði hjá íslendingum og inn- lendum mönnum. Og væri með þvi þrekvirki unnið. Um þessa úrlausn málsins vorum við félagar samhuga, og ætlumst til þess sama af öðrum Vestur-Islendingum. (Meira.) -----------x----------- 1 1 ■ Ferðasaga frá Islandi til Canada, Eftir Stefán Bcddvin Kristjánsson. (Með þvi að þú hefir farið þess á leit við mig, háttvirti ritstjóri, að eg lýsti eitthvað í “Heimskringlu” ferðalagi mínu, þá sendi eg þér eft- irfarandi ferðasögu, er þú mátt birta í heiðruðu blaði þínu, ef þér þykir hún þess verð.) Frá SiglufirSi til Reykjavíkur. Eg ákvað þaö um miðjan febrúar S.I., að fara til Reykjavíkur með línuveiðara, sem átti að stunda fiski- veiðar við Suðurland yfir vor-ver- tíðina. En það blés ekki byrlega, því að Norðri karl með allan sinn næðing og nistingskulda, sá um það, að 90 smálesta gufubátur geisaði ekki í gegnum öldur þær, er hann velti áfram með voða afli upp að strönd- um Norðurlandsins, digrum og drynj andi, hvæsandi og hvítfyssandi. — Svona “raulaði” hann látlaust dag eftir dag, öllum þeim til mikillar skapraunar, sem þráðu ferðaveður og fagra daga. Loksins linti látunum og febrúar kvaddi þenna heim, með stjörnuskara á festingu himinsins, fannábreiðu á foldu og þægilegu þýðviðri. Svo rann upp 1. marz, sem einnig var fyrsti sunnudagur í föstu. Um hádegisbilið sátfnaðist sfitnan fjöldi fólks á bryggju reiðarans, Óla Tyn- es, til þess að kveðja vini þá og vandamenn, er ætluðu að leggja út á djúpið. Kom þá að því að e.s. “Poul” leysti landfestar, og hið sjóð- andi vatn í gufukatlinum byrjaði að knýja skipið áfram. Við sigldunt út fjörðinn í sólskini og blíðu, og lofaði eg mjög þetta yndislega ferðaveður, en þegar kom dálítið út á Skaga- fjörðinn, duttu mér i hug orð skálds- i ins: “Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi Iund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund.” Það var sem sé byrjað að hvessa töluvert á nióti okkur og versnaði eft- ir því sem á daginn leið, unz koniið var hvínandi rok um kvöldið. Það var troðfult af farþegum með skip- inu — bæði konur og karlar — og urðum við flestir mjög sjóveikir, þvi að skipið var eins “reyr af vindi skek inn”, veltist og byltist og ruggaði í sífellu. Matsveinn skipsins, eða sá sem í daglegu tali er nefndur “kokk- ur”, gerði mér þann greiða að lofa mér að leggjast fyrir ofan sig í þil- rekkju sína, en það fór illa um okkur báða, því að hún var of iitil fyrir tvo. Mér leið illa um nóttina, gat ekkert sofið fyrir hávaða og sjó- gangi, og var mjög sjóveikur, því eg hafði ekki komið á sjó í marga mánuði. Næsta dag var sarna veður, og var stöðugt haldið áfram, þó hægt færi, en þar kom, að við urðum að leita lands, og þótti okkur önundar- fjörður þá árennilegastur. Þangað komum við laust fyrir myrkur um kvöldið, og vörpuðum akkerum inn- an vtð Flateyri, og er þar ágæt höfn. Eg gekk á land, ásamt nokkrum öðrum- farþegum, til þess að líta framan í ein hjón þar, er voru mér að góðu kunn, og er eg hafði ekki séð lengi; en það voru þau hjónin Snorri Sigfússon kennari frá Tjörn og Guðrún Jóhannesdóttir frá Stærra Árskógi, er fluttust til Flateyrar fyr- ir hér um bil 12 árum. Snorri var kennari minn í tvo vetur, er eg var unglingur að alast upp á Árskógs- strönd við Eyjafjörð. Hann hélt ung- lingaskóla bæði þar og í Dalvík, eft- ir atvikum við góða aðsókn, því á þessum slóðum hafði unglingaskóli aldrei verið áður, og var Snorri því brautryðjandi á þessu sviði, og þótti fara vel af stað, og var það að von- um, því að Snorri er ötull maður og hinn skemtilegasti kennari. Hjá þeim , hjónum vorum við nokkrir farþegar í ágætis yfirlæti í meira en sólar- hring. Það er harmóníum á heim- ili þeirra, og skemtum við okkur með- al annars við söng og hljóðfæraslátt. Þau hjón syngja bæði ágætlega, og yfirleitt var þarna söngnæmt fólk saman komið. — Það eru sannarlega viðbrigði að koma á skemtilegt heim- ili, illa á sig kominn úr sjóvolki og svaðilferð, þar sem manni er tekið með opnum örmum, veittur bezti beini, og fá þar að auki aðra eins hressingu fyrir andann eins og “mús- ík” og söngur er. Og mér finst hvert það heimili hálf-tómlegt, sem ekki hefir neitt hljóðfæri, — “það kveður burt leiðindin,” eins og Páll kvað um lóuna, eykur léttlyndi og lífsgleði, og hefir auk þess þann kost, að menn fara síður út fyrir heimili sitt í skemtanaleit. — Við kvöddum nú þetta myndarheimili með mestu virktum, í ágætis skapi og stigum á skipsfjöl aftur. Fórum við nú frá Flateyri snemma á miðvikudagsmorg- un, og virtist veðrið vera að ganga^ niður,' en er út fyrir fjörðinn kom, tók svipað við og áður, sem sé skaf- rok, og náðum við með naumindum til Patreksfjarðar um kvöldið, og var þá sjórinn alveg hvítur af roki. Við lögðumst þar upp undir stórum fjalls hnúk vestan megin fjarðarins, því að ekki var viðlit að haldast við austan megin við fjörðinn. Þar var annar linuveiðari frá Siglufirði á suður- Ieið, e.s. “Egill”, er hafði verið okkur samferða mestalla leiðina, og lagði jafnt okkur af stað frá Önund- arfirði, en “Egil’’ litla höfðum við ekki séð allan seinni part dagsins, og urðum við fegnir mjög, er hann kom loks seint um kvöldið og lagðist rétt hjá okkur. Var þá komið Inyrkur og hig hroðalegasta veður. Eg hafði illan bifur á þessu veðri; mér fanst það einhvernveginn á mér, að það hlyti að drepa einhverja, og því miður kom. það fram, því að ein- mitt þetta kvöld fórst mótorbátur ná- lægt Seyðisfirði með 6 mönnum. Um morguninn var veðrinu slotað að mestu, og færðum við okkur þá upp að bryggju við Vatneyri, og tókum þár vatn og vistir. Eg hélt að eg mundi ekki þekkja nokkurn mann á þessum stað, og fór þvi ekki á land, eins og sumir farþegar gerðu. En þegar á daginn leið, kemur niður að skipi okkar feitlaginn meðal- maður á vöxt, með hæruskotið yfir- skegg, góðmannlegur og gáfulegur, og gefur hann sig á tal við okkur. Hann þekti mig og bauð mér undireins heim til sín, og tók eg því boði feginsamlega. Þessi maður var séra Helgi Árnason, er siðast var prestur í Ólafsfirði, en nú er fluttur fyrir nokkru til Árna sonar sins, sem er héraðslæknir á Patreks- firði. Séra Helgi minti mig á það, að eg hefði eitt sinn gert sér góðan greiða er við vorum sanjan á sjó- ferðalagi fyrir nokkrum árum í vondu veðri milli Siglufjarðar og Akureyrar, og kvaðst hann nú vilja gjalda hann að nokkru. Það stóð heldur ekki á því hjá gamla mann- inum, því að hjá honum fékk eg hressandi góðgerðir, — þær beztu er eg gat ákosið, og rabbaði eg all- lengi við hann um daginn og veginn, mér til mikillar skemtunar, því séra Helgi er skemtilegur í viðræðu og hinn góðlátlegasti maður. Á föstudagskvöld fórum við frá Patreksfirði, í sæmilega góðu veðri, og gátum haldið viðstöðulaust til Reykjavíkur, þó að snarpur vindur stæði á móti okkur mestalla leiðina. Við komum til Reykjavikur seint á laugardagskvöld, en svo var hvast, að ekki var viðlit að fara inn á innri höfnina, og urðum við að Iiggja úti við Engey um nóttina. Um morg- uninn var komið ágætt veður, og fluttum við okkur þá inn á höfnina, er var þakin miklum skipagrúa. Við höfðum verið rétta viku á leiðinni frá Siglufirði til höfuðstaðarins, og hrósuðum nú happi yfir þvi, að þetta skrykkjótta ferðalag var á enda. — Skipstjóri á e.s. “Poul” heitir Gestur Guðjónsson frá Hrísey, hinn liprasti maður og duglegur sjómaður. Tók hann ekki einn eyri af okkur far-. þegunum í fargjald, og skipshöfnin gaf okkur sameiginlega að borða á leiðinni, og sýnir þetta að íslenzk gestrisni er ennþá ekki úr sögunni. Stýrimaður skipsins er Theódór Oddsson, líka frá Hrísey eins og skipstjórinn, kornungur maður, og er dóttursonur Jörundar heitins í Hrísey, hins annálaða sjósóknara. — Við farþegarnir kvöddum nú skips- höfnina með hinni mestu vinsefd og ósk um góðan fiskfeng. Dvölin í Reykjavík. Fyrstu fréttir er eg fékk í Reykja- vik, voru þær, aö Landsbankahúsið á Siglufirði hefði brunnið 2. marz, er vig vorum á suðurleið. Bjó hr. Hinrik Thorarensen læknir í þvi, þar eð Landsbankinn var enn ekki tek- inn til starfa á Siglufirði. Eldurinn brauzt svo snögglega út, að engu varð bjargað, og varð læknirinn og fjöl- skylda hans fyrir miklum óþægindum við brunann, en innanstokksmunir voru vátrygðir sæmilega að sögn. Þar brann hin eina prentsmiðja, er til var á Siglufirði, og keypti læknirinn hana fyrir 2 árum af okkur nokkrum hluthöfum, sem urðum að selja hana, vegna þess að hún var okkur svo þungur ómagi. Á þessari dæmalausu prentsmiðju tapaði eg á annað þús- und króna, en nú er hún bráðnuð nið- ur í botn tortímingarinnar, — og kemur ekki upp aftur að eilifu! Þegar við komum til Reykjavíkur, var hinni ítarlegu en árangurslausu togaraleit ný-hætt, og var mönnum tiðrætt um þenna mikla og sorglega mannskaða. 1 tilefni af honum voru haldnar sorgarguðsþjónustur í báð- um kirkjunum þriðjudaginn 10. marz, og öll umferð í bænum stöðvaðist í 5 minútur um 2-leytið, eftir að öll gufuskipin á höfninni höfðu flautað i eina minútu. Eg var staddur milli Alþingishúss- ins og dómkirkjunnar, er umferðin stöðvaðist, og hafði margt fólk safn- ast saman þar í kring, til þess að vera sem næst kirkjunni er hún yrði opnuð. Mér fanst alt í einu að höf- uðstaðurinn vera kominn inn í ein- hverja nýja veröld, þar sem djúp og alvarleg kyrð grúfði yfir öllu. Allir stóðu alvarlegir og hljóðir og “horfðu yfir hafið” — þetta ægilega dauðans haf, sem fyrir rúmum mánuði hafði gleypt í sig meira en 70 vaska menn á góðum aldri, en nú var “hafið skín- andi bjart”, og veðrið svo unaðslegt, að það var líkast því sem náttúran væri að iðrast og auðmýkja sig fyrir athafnir sínar dagana 8. og 10. fe- brúar. Klukkan hálf-þrjú var kirkj- an opnuð og fyltist hún á svipstundu, 'af syrgjendum og öðrum þeim, sem vildu auðsýna samúð sína. Þar var Knútur konungsson viðstaddur fyrir hönd Hans Hátignar konungsins, sendiherrar erelndra rikja og æðstu enibættismenn þjóðarinnar. Þegar hvert sæti var skipað í kirkjunni, ómaði að eyrum manna hinn nafn- togaði sorgar-mars Hartmanns, sem hann samdi á meðan hinnl frægi_ dansk-islenzki myndhöggvari, Albert Thorvaldsen, var á likbörunum, og leikinn var t fyrsta sinn við útför hans, og tileinkaður minningu lista- mannsins. Síðan hófst hrífandi sálmasöngur og ræða, og var athöfn þessi alvöruþrungin og áhrifarík, og vonandi hafa hinir fögru 'tónar ásamt orðum prestsins, orðið til þess að mýkja sorgarsárin og sefa eitthvað söknuð hinna syrgjandi ástvina. Þessi mannskaði var mikill og til- finnanlegur fyrir Reykjavíkurbæ, en þó man eg eftir meiri mannskaða, miðað við hundraðstölu. Það var um aldamótin, og var eg þá lítill drengur. Ekkjan á Krossum (á næsta bæ við heimili mitt, Hámundarstaði við Eyjafjörð), misti fjóra syni sina í sjó sama daginn, og vinnumaður frá sama heimili var fimti maður sem druknaði. Þá orti séra Matthias Jochutnsson gullfagurt kvæði, undir nafni ekkjunnar á Krossum, og stend ur þetta meðal annars í kvæðinu: ‘‘Guð hjálpi mér að horfa á kalda hafið, sem hefir fjóra sonu mína grafið. Guð hjálpi mér, sem þvílíkt eftir átti, og ekki fyrri lífið kveðja mátti. — •— Sem lamað. strá eg lít, minn guð, til þín, því léztu sjóinn taka börnin mín, því léztu mig í minni elli líða svo mikla hörmung, hvers á eg að bíða?” Þeir eru eftirminnilegir og sorgleg- ir mannskaðarnir á Islandi, fyr og síðar, og engin þjóð í heiminum mun missa — að tiltölu við fólksf jölda — eins mikið í sjóinn af ungum og hraustum sonum sínum, eins og ís- lenzka þjóðin. — Á meðan eg dvaldi í Reykjavík, fór eg nokkrum sinnum “niður á’” Alþing, og hlýddi á ræður þingmanna. Var oftast hnotabit og hnútukast, en aldrei þótti mér verulegt “púður” í umræðunum, í þessi skifti sem eg kom þangað. 1. maí hóf alþýðuflokkurinn hina svokölluðu “kröfugöngu” sina um all- i an Reykjavíkurbæ, með rauða fán- ann i fararbroddi, og margskonar á- skoranir, upphrópanir og “kröfur’’, er letraðar voru á spjöld, er þeir héldu uppi með löngum stöngum. “Lifi heimsbyltinigin,” stóðl ,á einu þeirra. Virtust sumir gefa þessari setningu hálf-ljótt hornauga. Þessi kröfugönguflokkur nam loks staðar fyrir framan Alþingishúsið, á f* Austurvelli, og voru þar .haldnar nokkrar ræður af forgöngumönnum, og safnaðist fjöldi fólks saman til þess að hlýða á ræður þeirra, er flutt a- voru af móði miklum. För kröfu- ganga þessi friðsamlega fram og I, endaði að síðustu með inniskemtun og samdrykkju. * * * Laugardaginn 9. maí ákvað eg lcks eftir mikil heilabrot, að fara —■ fyrst og fremst ’til Skotlands með e.s. Lagarfossi, er þá lá suður í Hafnarfirði. Eg hefði ekki séð mér fært fjárhagslega, að fara í þetta ferðalag, ef að tveir kunningjar mín- ir, þeir Ásgeir Pétursson kaupmaður og Helgi Hafliðason kaupmaður frá Siglufirði, hefðu ekki veitt mér umbeðið liðsinni. Eg fékk mér nú “nesti og nýja skó”, og annað það er nauðsynlegt var til ferðarinnar, svo sem leiðarbréf hjá lögreglustjóra og farmiða hjá Eimskipafélagi ís- lands. Kvaddi síðan kunningja mina, þá er eg náði í, og fór í bifreið ti! Hafnarfjarðar. Þegar eg kom uni borð i Lagarfoss, varð eg þar var við ölvaðan náunga, sem hafði í hótunum við brytann og heimtaði af honuffl brennivín, en er brytinn vildi ekki láta laust brennivinið, tók hinn ölvaði og óði maður um kverkar hans og ætlaði að hengja hann i greip sinni, og varð þá einn af stýrimönnuffl skipsins að bjarga brytanum úr klip- unni, en þessi hávaðasami Hafnfirð- ingur var settur í land, vinlaus að vísu, að öðru leyti en því, sem hann hafði í kollinum, en það virtist nú vera meira en nóg í honum. > Frá lslandi til Skotlands. Fyrir réttum þremur árum, eða 9• mai 1922, fór eg í fyrsta sinn til út- landa, og þótti mér það þvi einkenni- leg tilviljun, að það skyldi bera upp á 9. maí í annað sinn, og býst eg við að halda 9. maí eftir föngum hátíð- legan hér eftir! Frá Hafnarfirði fórum við kl. 5 e. h. í indælasta veðri. Um kvöldið í rökkrinu, er landið var að hverfa, fór eg ósjálfrátt að t raula fyrir munni mér “Kveðju her- mannsins”, undir fallegu þýzku þjóð- lagi: “Nú fatast von við fólkvig hörð, er fallið okkar lið. Far vel, mín ástkær ættarjörð, nú útlegð tekur við. Far vel, min ástkær ættarjörð, í allra hinzta sinn, far vel!” Eg vonaði að visu að eg væri ekkt að kveðja ættjörðina í “hinzta sinn"> og lagði mig fyrir í þeirri von, að I mér auðnaðist einhverntima aftur að “heilsa upp á” Fjallkonuna. Það var byrjað að hvessa um kvöldið, og veðrið var all-kalt um nóttina. Eg var á öðru farrými og hálf-skalf all® nóttina af kulda (eins og flestir, seffl ekki höfðu með sér teppi, eða yfir- sæng), því að við höfðum aðeins 2 þunn teppi ofan á okkur, og engin v upphitun á nóttunni. Um morguninfl var eg orðinn hálf-votur af leka, því að mikil rigning var og töluverðuf sjógangur um nóttina. Mér var sagt að þessi Ieki á öðru farrými stafaði af þvi, að Lagarfoss hefði fengið svo vont áfall í síðustu Vesturheimsf^rð, og jafnvel verið mjög hætt koniinfl þá. Þá urðu allir farþegar að flýj3 af þessu farrými fram á 1. farrýffli- En nú átti að bæta úr þessu og gera við skipið, er til Kaupmanna- ^ hafnar kæmi. Þessi bannsetti kuló* um nóttina varð til þess að eg fékk vont kvef, sem eg var slæmur af alla leiðina yfir hafið. Klukkan sex utii morguninn var Lagarfoss kominn til Vestmannaeyja, og vakti með ópi sínn að minsta kosti 2 eyjaskeggja, seffl komu róandi til okkar. Það var til- ætlunin, að Lagarfoss tæki lýsi 1 Eyjum, en með því að veðrið var versna að mun, var hætt við þa® áform. Nokkrir farþegar voru ffle® til Eyja, — þar á meðal íslenzkir og þýzkir 'hljóð’færaleikarar, (og\ tnrðo þeir að gera sér að góðu að far3 i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.