Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 02.09.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG 2. SEPTEMBER 1925 híimskringu 7. BLAÐStÐA Bókaríregn. Hestar. Eftir Daníel Dan- íelsson og Einar E. Sæmund- sen. Kostnaöarm.: Stein- dór Gunnarsson. ÞaS var þarft verk og gott, aö taka bók þessa saman. —■' Hefir litiö eöa ekkert veriö skrifaö um rétta meöferö hesta á vora tungu, en i bók þessari er saman kominn margvísleg- ur fróöleikur, sem betra er aö hafa en missa, og flest til tínt, er veru- lega máli skiftir um hesta vora, tamning þeirra og meðferö alla yfir höfuö, og þó einkum reiöhesta. Höfundarnir hafa skift meö sér verkum, og er þess getið í efnisyfir- litinu aftan viö bókina, hvað hvor um «ig hefir af mörkum lagt. Bókin hefst á formálsorðum eftir D. D. — Segir þar svo frá tildrög- um bókarinnar, aö höf. hafi fund- ist, aö “mikil þörf væri á bók, sem gæti bent á, hvernig laga bæri galla þá, sem verið hafa á tamningu og meðferö hesta hér á landi.’’ ..._.. “Upphaflega var svo til ætlast, að bók þessi fjallaöi eingöngu um tamn- ingu og meðferð reiðhesta, en ýmis- legt fleira hefir til spunnist.....” Þá kemur “inngangur” eftir E. E. S. — Er hann fjörlega ritaður og hinn snjallasti. — Þar er meðal ann- ars bent á hið mikla og góða starf, sem hesturinn hefir látið þjóðinni í té frá upphafi vega, en jafnframt er vikið að hinni hraklegu meðferð, sem hestar vorir hafa löngum orðið að sæta, og verður slíkt aldrei vitt um of. Höf. hefir sýnilega mikla ást og aðdáun á góðum hestum. — Þeim manni hlýtur og að vera undar- lega farið, sem er ekki fullkominn vinur reiðhestsins síns. — Og vist er um það, að oft hafa íslendingar átt hestum sínum fjör að launa. — M.argur hesturinn hefir skilað hús- bónda sinum heilu mheim i hríðum og myrkri, er hann var ramviltur orðinn. — Margur gálaus maðurinn hefir beitt hesti sínum i ófær vatns- föll, og hann hefir borgið lífi þeirra beggja. — Og enn er ótalinn sá mikli unaður, sem góður reiðhestur er ávalt reiðu- búinn að láta í té hverjum þeim, sem á honum situr og með hann kann að fara. — Það er ekki góðhestinum að kenna, þó að mennirnir kunni ekki að meta kosti hans eða fari þannig með hann, að hið bezta, sem hann á til, fái ekki notið sin. Svo sem að likindum lætur, verð- ur ekki frá bók þessari 'sagt í Iitilli blaðagrein. — Eg verð að láta mér nægja, að skýra frá efni hennar í sem allra styztu máli. Höf. skifta efni bókarinnar i flokka. Kemur fyrst kafli i tvennu lagi, sem heitir “Tamning hesta” og “Gangur hesta”. — Eru kaflar þessir vel samdir og skipulega og svo stutt- ir, að engum er ofraun að lesa. — Ættu menn að hugfesta þær leið- beiningar, sem þar eru í té látnar. •— Mun mörgum þykja gaman að kaflanum um ganglag hesta (brokk, tölt, valhopp, stökk, skeið), og rifjast við þann lestur eitthvað upp í hug- um þeirra, sem í æsku voru öllum dögum á hestbaki nieira og minna, frá vori til haustnátta. Kafla þessa hefir D. D. samið. Næsti kafli er um reiðtýgi o. fl., eftir E. E. S. — Þá kemur kafli, sem heitir “Meðferð hesta”, og er þar rætt um hús og hirðingu, eldi reiðhesta, o. s. frv. — Hafa báðir höf. samið þenna kafla. — “AÍ þekkja aldur hesta”, er næsti kaíli (E. E. S.I, en þá “Æfingar” eftir D. D. — Er þar einkum rætt um æf- >ngar undir kappreiðar. — Loks er “Markaður og kynbætur” og “Við- hætir”, hvorttveggja eftir D. D. Höf. hafa að nokkru leyti stuðst við erlend rit, en lagt þó til mikið ^rá sjálfum sér. — Bókin er yfir- leitt vel rituð og ber vott um mik- mn og lofsverðan áhuga höfundanna, enda eru þeir báðir miklir hesta- menn, og annar þeirra (D. D.) hefir lengi verið talinn einn hinn snjallasti reiðmaður hér um slóðir. Búast má við, að ekki verði allir a eitt sáttir um sum atriði bókarinn- ar, og væri þá vel, ef aðrir gætu gef- ið betri leiðbeiningar, en eg hygg að það muni ekki verða, svo að neinu nemi.* Bók þessi ætti að komast inn á sem allra flest sveitaheimili landsins, og víst er um það, að flestir geta eitthvað af henni lært, og engu síð- ur þeir, sem haft hafa mikið sam- an við hesta að sælda alla æfi. — Gæti svo farið, að loknum lestri bók- arinnar, að augu -manna op|nuðust fyrir þvi, að hesturinn verðskuldar betra atlæti og betra fóður og yfir- leitt skynsamlegri meðferð og not- kun, en hann hefir löngum orðið að sæta hjá okkur Islendingum. Hestavinur. —Vísir. Bókarfregn. Lárus Sigurbjörnsson: Over Passet og andre Fortœlling- er. — Nyt Nordisk Forlag. — Arnold Busck, Kjöben- havn MCMXXV. Ennþá einn íslenzkur rithöfundur, sem ritar á dönsku. En þó að atvik- in hafi hagað þvi þannig, að fyrsta bók þessa höfundar komi út á dönsku þykir mér ekki ólíklegt, að hann eigi eftir að auðga islenzkar bókmentir með ritum eftir sig, ef honum endist aldur og heilsa til. Veit eg, að hann muni hafa fullan hug á því. Og eg fyrir^nitt leyti gleðst af því, er ís- lenzkur höfundur gerir eitthvað vel, þótt hann verði sakir ástæðna sinna að rita á útlenda tungu. Er það sjald- an tekið nógsamlega fram, að með ís- lenzkum höfundum berst hróður lands og þjóðar út um heiminn, ef þeim tekst vel, og hingað til höfum vér ekki haft ástæðu til að kvarta. Það er sérkennilegur persónuleiki, sem kemur fram í smásögum þessuni. Að sumu leyti svipar honum til Ein- ars Kvarans, einkum að samúð með þeim, er bágt eiga, og skilningi á kjörum þeirra. En þó er yfir sög- um Lárusar annar blær, yfirleitt þung ur og dapur, en óendanlega við- kvæmur í öllu sínu vonleysi. Frá þeim andar sorgf og vonbrigðum, ömurlegri vissu, að því er virðist, um það, að kjör manna hér á jörðu hljóti að vera þungbær, eins og ein- manaleg dvöl á bak við byrgða glugga. En meðaumkvun og við- kvæmni höf. lyftir raunakjörunum upp í æðra veldi, — lesandanum virð- ist, sem þrár og sorgir þessara manna séu heilagar. Og við óttumst nærri því að setja fingraför á bókina. Þetta á sérstaklega við aðalsöguna, “Yfir skarðið”, þar sem bældri út- þrá ungrar stúlku er lýst, þránni yfir skarðið, út í bjartan heiminn úr þröngum dalnum. En þráin er eins og vængbrotinn fugl, sem flögrar þreyttur í búri, og í allri eymd og einstæðingsskap útkjálka-dalverpis verður stúlkan vitstola. Þetta á og við hugleiðingarnar um “litla _bróð- ur”, sem “kom og fór aftur”, og var ef til vill sorgin sjálf. Átakanleg saga. er “Eyðijörð”, sem lýsir starfi einyrkja, sem ræktar jörð í von um að geta búið þar með æsku-ástmey sinni, en brennir síðan upp bæinn, þegar draumurinn yfir lífinu hverf- ur. Sumstaðar tekur höf. sér yrkise'fni úr fornum sögum eða þjóðsögnum, t. d. í sögunum “Fólgið fé” og “Foss- inn”, og fer vel með. “Hvíti dauð- inn’ eru hugleiðingar forlagatrúar- manns, sem býst við því, að dauðinn, sem hann ber í brjósti sér, komi á hverri stundu. Dálitlum gatnansemi-bjarma slær á frásögnina um “Stinu þvottakonti’’, barneignir hennar og baráttu- við bæjarstjórn og lögregluþjóninn stranga, seni hún óttast meira en fjandann sjálfan. Stíll höfundar er hóglátur og ærsla laus, í bezta samræmi við efni sag- anna. I þeim er þung undiralda til- finningar, sem “ei vill ærsla hátt né kvarta”. Málið er gott, að því er eg hefi bezt vit á. Höf. tileinkar bók þessa ntóður sinni. Er og greinilegt, að ættar- mót er með sögum þeirra tveggja, mæifginanna. Þari er sami þun^i veruleikablærinn, og þó að einhver munur kunni að vera á lífsskoðunum þeirra i orði, er viðhorfið gagnvart heiminum líkt. Mttnurinn er aðal- lega sá, að frú Guðrún Lárusdóttir vill frekar breyta heiminum, en son- ur hennar tekur heiminn fremur eins og hann er, og virðist sætta sig við það. Það er öll ástæða til að óska höf. til hamingju með bók þessa, og vænta hins bezta af honum fram- vegis. Jakob Jóh. Stnári. —Vísir. Merkileg ritgerð. Ólafur Lárusson próf. ritar mjög merkilega grein um kirknatal Páls biskups Jónssonar í Skirni, og er komin út sérprentuð. “I síðasta heftinu af ísíenzku forn- bréfasafni, sem Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson gaf út, 1. hefti 12. bindis, birti hann gamalt kirkna- og jarða- tal t Skálholtsbiskupsdæmi, og taldi hann það vera að stofni til, frá dög- um Páls biskups Jónssonar, eða frá því um 1200. Áður hafði kirknatal þettá verið gefið einu sinni út. Kaa- lund tók það upp í Islandslýsingu sína. En hann taldi kirknatalið vera samið á síðasta fjófðungi 16. aldar. Þeim dómi hafa menn hlítt hingað til og þvi „talið skrá þessa marklitla. Væri skoðun Jóns Þorkelssonar, um aldur kirknatalsins, rétt, þá væri það ein af elztu, rituðu söguheimildunum, sem við eigum til. Vegna þess, og af því að margt er merkilegt við skjal þetta, er það að sjálfsögðu ó- maksins vert að athuga nokkru nánar, hvor skoðunin um aldur þess sé rétt- ari, enda gafst hvorugum útgefand- anna tækifæri til að færa rök fyrir skoðunum sínum, nema í stuttum for- málsorðum fyrir útgáfunum.” Ólafur prófessor kannar þetta efni til þrautar í greininni og færir fyrir þvi, nð því er virðist, svo þungvæg rök, að ekki verður á móti mælt, að skoðun dr. Jóns sé hin rétta. Farast Ólafi svo orð i niðurlagi greinarinn- ar: “Af því sem nú hefir verið talið, virðast mér full rök vera til þess, að skrá þessi sé rituð ekki seinna en snemma á 13. öld, og að hún sé ann- aðhvort kirknatal Páls biskups, eða samin eftir þvi, mjög skömmu eftir að það var gert. Að visu hefir henni verið raskað siðan. Nokkrum kirkj • um hefir verið skotið inn, og má benda á sumar þeirra, en fáar eða engar munu hafa verið feldar niður. Af þessum sökum er |kráin merkileg heimild. Hún segir okkur, hvar fjórðungsþingin hafi verið háð. Hún lætur okkur skygnast inn í trúarlif forfeðra okkar í heiðni, er þeir helg- uðu fjórðungamótin hamri Þórs. En einkum fræðir hún okkur um trúarlíf forfeðra vorra í fyrstu kristni. Hún sýnir það berlega, hversu ótrúlegum þroska að kirkjan hafði náð á tveim fyrstu öldunum etfir kristni var lög- tekin. Reyndar benda ýms önnur gögn til hins sama. Þessi mikli vöxt- ur kirkjunnar, það að menn lögðu svo mikið fram fyrir trú sína, að í Skálholtsbiskupsdæmi voru prests- skyldar kirkjurnar orðnar 220 um 1200 og prestarnir 290, verður ekki skýrt nema með einum hætti, með þ’ví að kristindómurinn hafi fljótt náð sterkum tökum á miklum hluta landslýðsins, að hér hafi verið mjög sterkt trúarlif á 12. öldinni, einlæg- ara og sterkara en það liklega nokk- urntíma hefir verið fyr eða síðar. Ymislegt annað í sögu þessara tíma, i’yR? eg að verði ekki heldur skýrt með öðrum hætti. Guðmundur bisk- up Arason og andleguy kveðskapur þessa tima, kvæði eins og Sólarljóð, verður ekki skilið nema þessa sé gætt. En hingað til hefir þessa ekki verið gætt sem skyldi.—Ján Þorkelsson varð fyrstur til þess að benda á hinn rétta aldur þessarar heimildar, og er það eitt af mörgu, sem íslenzk fræði eiga honum að þakka.” — Stórmerkur viðburður rná þetta teljast i íslenzkri sagnáritun, að gef- ið er út svo fornt og merkt heimild- arrit að sögu landsins. Ályktanir Ólafs prófessors um hinn mikla við- gang katólsku kirkjunnar hér á landi, þegar svo snemma, eru vafalaust rétt- ar. JTitt mun eigi síður sannast, er unnið er úr hinum yngri heimildum, sem Fornbréfasafnið geynúr, í svc ríkum mæli, að sá vegur katólsku kirkjunnar íslenzku hélzt óslitið alla tið, svo að sá þáttur islenzkrar menr ingar og kristnisögu verður ef til vill öllum öðrttm glæsilegri, er sagð- ttr verðttr með fullttm rökum. (Tíminn.) Bókartregn. Gunnar Benediktsson: NiSur hjarnið. Bók þessi er saga ungrar sveita- stúlku, sem fer fyrirhyggjulítið til Reykjavíkur, kemst þar að vísu í góða vist, en lendir í misjöfnum fé- lagsskap, og eftir ýms æfintýri eign- ast hún barn með giftum manni. En ungur piltur, sem hefir unnað henni lengi, leitar hana uppi, og tekur hana að sér. Á|bónorði hans og jáyrði stúlkunnar endar sagan. Þetta er hversdagsleg saga um hvesr dagslegt fólk. Eini óvanalegi ntað- urinn er ungi pilturinn, sem minst var á áðan, Gestur. Söguþráðurinn er sjálfsagt nokkurnveginn sam- kvæmur veruleikanum, eins og hann gengur og gerist oft og einatt, og per sónurnar flestar líka, — að núnsta kosti söguhetjan, Gunna. Hjín er vanþakklát, gjálif ung stúlka, svona eins. og gengur, en það fer mun bet- ur fyrir henni að lokum, en vant er að fara fyrir sliku fólki. Þó hygg eg að bók þessi geti orðið einhverjum til viðvörunar, og væri þá að vísu vel farið. Og um víðsýni höfund- arins ber bókin vitni, um skilning höf. á mannlegu eðli og samúð hans með þvi. En þetta er byrjandabók og ber þess gre^úleg merki. UmbtúðSrnar utan um þessa hversdagssögu eru of miklar og sumstaðar óhönduglega úr garði gerðar. Samtölin eru viða of löng og sum óeðlileg. Bókin hefði getað verið miklu styttri — og þó betri. En óvíða verður vart við nokkur veruleg tilþrif. Þó er ekki vert að örvænta um franitið höf. sem skálds, ef hann lærir að takmarka sig og fær ögn meira a fþ^im eldi and- ans, sem einn getur skapað sannan skáldskap. Málið á bókinni hefir ýmsa galla, og fremur er það litlaust. En tilgerð er engin í því, og er slíkt góðra gjalda vert í þessari tíð. Jakob Jóh. Stnári. —Visir. Landnámsmlnni. Flutt á fimtíu ára landnámshátið Is- lendinga á Gimlr. Ó, hvað er ljúft að lífa i dag og lita hér yfír skarann fríða; frá hjartanu órnar ljúflings lag um liðnar þrautir fyrri tíða. Landnámið þeir sem hafa háð cg hópinn þann arna gert að mann’, alt fyrir þeirra dug og dáð nú dýrðleg er hátíð i þessum ranni. Landnámið alt er lukkuspil, sem leiðir til bóta flestar þjóðir, þó að þeir fyrstu finni til og falli í val, af þreytu móðir; sem Kristur í fyrnd á krossi dó af kærleik fyrir sina vini,, landnámsmaðurinn legst með ró til liknar og bjargar sínu kyni. Við eigum núkið af ungum lýð út af þessum landnáms stofni, fjörlegan og fríðan lýð, sú fylking hygg eg að varla rofni, hraustlega vaxinn T etjulýð, hrifinn fyrir menta kvæðuni. Góðhjartaðan, greindan lýð, sem geymir norrænt blóð í æðum. I Mikið er ljúft að lita i kriny lifsþroska fjörið þeirra yngri; sjá amerískan Islending með ekta þolbaug á hverjum fingri. Heill sé þér, mæta og mikla land, sem margfaldað hefir íslands þrótt- inn. og vafið um liðinn blóma band; blessuð sé æ þin forða gnóttin. Þó hvarflar hugur að niðdimmri nótt með nepju kulda og öldu gangi, á húslausum bakka höfðu ei rótt hungrað^ir konur með börn i fangi. Sú heimsókn var hvorki björt né blíð, en bót var að hafa styrk i vöðvum; svo fárlega reyndist frjálsum lýð fyrsta nóttin á þessum stöðvum. Á hreysti reynii og þolgott þor, þegar fenið dúaði undir; það voru engin sparispor, er spörkuð voru um þessar grundir. En slikt er engum vonzku vamm, sem veglegum keyrir nú á bilnum, eg fann þá átta í forar-damm ilatbotnana hérna t kilnum. I l Óg þeir voru ekkert augnagi i1, aðeins til sjónar kyrrir dúsa; þá fyrir alla þörf var full, er þurfti að skreppa á milli húsa. Flóðið og bólan brugðu á leik og bundu félag hörmunganna, svo féll að nýju vonin veik um verustaði landnámsmanna. Fljótur til ráða frumherjinn að flýja raunakjörin ströngu, og vesæl móðir með vota kinn varð aö hefja nýja göngu; og hús stóðu mannlaus hér og þar, svo heimboð ei gerði miklar tafir; þó fundust pláss, hvar þéttbygt var, en það voru dauðra manna grafir. I Þau fram hjá liðnti finitiu ár svo frægan geyma sigurvinning; með frið og gleði og sorg og sár sífelt lifir þeirra minning. Þvi fögur sést og blómleg bygð bíosa við þeim, sém megna að vaka; sú er aðeins drengskaps dygð að dragast ekki hót til baka. ¥ * * Hæstkrýndur guð, þú konungur valdanna, með kraftinn og dýrðina og elskunn- ar makt; dásemdar guð, þú alfaðir aldanna, alt sem að vigtar hvað gert er og sagt/ kærleikans guð, seni að kvalirnar deyfir, krýni þín speki hvers* íslendings hag. Líknsami guð, sem að lifshjólið hreyfir, líkna þú öllum, sem hér eru í dag. Jón Stefánsson. ----------x---------- Sýningin í Vatikaninu Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að heimssýning var haldin í vor í Vatíkaninu í Róm, og var ís- land í tölu þeirra lanða, sem þar áttu sýningargripi. Af útlendum blöðum má sjá, að sýning þessi hefir vakið mikla athygli og verið landinu til hins mesta sórna. Þar voru meðal annars sýndar fornar og nýjar bæk- ur, handrit af Njált’, eftirlíkingar af gömlum handritum, fjöldi mynda og úrvals ljósmyndasafn' eftir Ólaf Magnússon, hirðljósmyndara. Enn- fremur islenzkir búningar, ýmiskonar silfurmunir, útskurður, vafnaður og margt fleira, alt hinir vönduðustu gripir. Er þess getið, að sjálfur páf- in nhafi numið staðar við sýningu Is- lands. — I norsku blaði er þess get- ið, að sýning þessi hafi verið fremri en sýning Norðmanna og verið merkari en sýningar annará Norður- landa. Islendingar mega þakka það prae- fect Meulenberg, hversu vandað var til hinnar islenzku sýningar, því hann sá um hana að öllu leyti, samdi skrá og skýringar yfir munina, og flutti auk þess erindi um ísland í Vatí- kaninu. Hann flutti og erindi um Island í utanför sinni í Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Land vort á bæði vitran og vinveittan talsmann, þar sem er praefect Meulenberg. — Hafa þessi afskifti hans öll og fram- koma orðið landinu til gagns og sæmdar. (Vísir.) -----x---- Tut-ank-men. Frá Cairo hefir broist sú fregn, að Howard Carter ætli ekki að opna kistu Tut-ank-amen að sinni. Síðan gröfin var opnuð, hefir tíminn verið notaður til þess að raða. hinurn fundnu mununi og skrásetja þá. — Nítján kassar hafa verið send ir til-Cairo, og er mestur hlutinn af innihaldi þeirra til sýnis á safninu þar. — Einna fallegastir og skrítn- astir af gripunum eru tveir olíu- lampar úr alabastri. — Þeir eru eins og skrautker að lögun, og viðhafn- arlausir hið ytra, en þegar kveikt er inni i þeim, koma i ljós, skýrt og nijög fagurlega, myndir af Tut-ank- amen og drotningu hans, á svipaðan hátt og vatnsmerki í pappír. Carter mun nú vera farinn frá Egyptalandi í bráð, en er væntanleg- ur þangað í september í haust, og ráðgerir þá að opna gröfina á ný, líklega snemma i október. — Gerir hann ráð fyrir að rannsóknunum verði lokið í desember. — Hann hef- ir látið svo um mælt, að helzt hefði hann kosið að láta smurling konungs ins hvíla i friði í gröfinni, en að visindamönnum væri heimilt að rann- saka hann. — Smurlingurinn verður tekinn úr kistunni og skoðaður ná- kvæmlega, meðal annars af tveim frægum læknum, dr. Derry og dr. Salch og bey Hamdi frá háskólanum í Cairo. — Því næst verður honum veittur umbúnaður á ný og lagður i kistuna. Kenuir þá til kasta stjórn- arinnar á Egyptalandi, að taka á- kvörðun um hvað gert skuli við hann. — Carter býst við að finna gullþynnur þær, sem Egyptar notuðu utan um umbúðirnar (vafninganp) til frekari verndar likunum, og sömu- leiðis býst hann við, að tákn valds- ins, kórónu Faraóanna, sé að finna í kistunni. (Vísir.) ytSur mun þykja þess nœr- ingarmikla, mjúka kaka gó?5. —Viílagamatur margra frum- byggja sitSan 1876. I*up ok ný (IhkIpkh fir ofnunum. Paulin Chambers Co. Ltd. Est 1876 RF.GINA WINNIPEG CALGARY * S\SK \TOON KORT WILI.IAM F.DMONTON J BORGIÐ HEIMSKRINGLU. ENNÞÁ eru margir, sem ekki hafa sent oss borgun fyrir Heimskringlu fyrir síðastliðið ár. ÞÁ vildum vér biðja að draga það ekki lengur, held- ur senda borgunina strax í dag. ÞEIR, sem skulda oss fyrir marga árganga eru sér- staklega beðnir að grynna nú á skuldum sínum sem fyrst. Sendið nokkra dollara í dag. Miðinn á blaði yðar sýnir, frá hvaða mánuði og ári þér skuldið. THE VIKING PRESS, Ltd., Winnipeg, Man. Kæru herrar:— Hér með fylgja ............. Dollarar, sem borgun á áskriftargjaldi mínu við Heimskringlu. % I Nafn .................................. Áritun ................./............... BORGIÐ HEIMLSKRINGLU. \m, ' ..'■■■.'

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.