Heimskringla - 16.09.1925, Blaðsíða 7

Heimskringla - 16.09.1925, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. SEPT. 1925. HSIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA (Framhald írá 3. sííu) um heldur en sjálfum sér. Þessum mikla búnaöarfrömuöi, er bjó hverj- um manni betur fyrir aöra og öörum kunni búráö aö leggja, mistókst bú- skapur fyrir sjálfan sig. Ofdrykkja hefir aö líkindum átt á þvi einhverja sök. En ólán hans var áreiöanlega fleiru að kenna. Þingmaöui Búnvetninga var hann árin 1900—1908. Var hann tregur tii framboös, sem stundum mun raun á veröa um þá, er flestum fremur eiga erindi í þingsali. Ráðsmaöur Laugarnesspítala varö hann 1905. Er það flestra mál, aö þar hafi stjórnsemi hans og hagsýni notið sín, þótt kært væri honum enn ölið sem áöur, svo aö keyröi úr hófi fram. Af þeim sökum vék Björn Jónsson honum frá ráösmannsstööu. Haföi hann þá stýrt búi á tveimur biskupssetrum og búið á einum klausturstaö og oröiö að hrekjast af öllum. tJr þessu var hann á faraldsfæti. Nú leitar hann inn á við verkefna, er hann er sviftur sýslunum og stööu, fer aö rekja drauma sína og dulræn efni. Áriö 1917 fór hann til Vestur- heims. Börn hans og kona, Guörún Jónsdóttir, voru flutt þangað. Höföu þau hjón slitið samvistum fyrir nokkrum árum. Varö hann samferða þangaö granna sínum gömlum, Stepháni G. Stephánssyni. Fór hann þar víöa um bygðir landa vorra, og hitti þar marga æskuvini og frændur. Flutti hann þar fjölsótt erjndi, og dugöi honum lágur inngangseyrir til viöurværis og feröa. Síðar fékst hann viö laxveiöar að gömlum siö. Honum leizt meðallagi vel á ráö- lag og menningarstefnu vestur þar. Hann ritar Unni frændkonu sinni 27. des. 1921: “Hér í landi kvarta menn um erf- iða tima. Mjög andstætt er fyrir bændum, og verkafólk hefir þetta ár gengið hópum saman atvinnulaust, eöa réttara sagt, svo aö miljónum skiftir. Vörur hafa allmikið falliö í veröi, en kaupgjald lækkaö tiltölu- lega meira. Þótt erfitt þyki heima á Islandi nú sem stendur, álít eg þó hina mestu fásinnu aö flytja þaðan • vestur. ,Margir heima hafa sýnt hina mestu ráðleysu á fyrirfarandi árum, svo aö þaö hlýtur aö 'koma í koll. En hiö sama hefir átt sér staö i flest- um löndum. Mennirnir standa enn á svo sorglega lágu stigi, bæöi siö- feröilega og vitsmunalega. Og hin svokallaöa mentun gengur aö svo mörgu í rangar stefnur.’’ Heim kom hann haustið 1922. Hann var nú sloppinn úr álagahamn- , um — hann var hættur drykkjuskap. En hann var nú farinn aö heilsu, sjónin tekih aö bila. Einkadóttir hans, er hann unni mjög, var dáin, kona hans, sonur og barnábörn vestra. Hann átti — sem komið var — lítið ógert. Erind- iö heim gat ekki verið annaö en aö bera beinin í islenzkri moldu. Hann var nú orðinn margreyndur maöur. Hann hafði reynt mannlegt magnleysi gegn ástriðum og örlögum, hverfulleik gæfu vorrar og gæöa lífs- ins. Hann var sáttur við þaö alt og viö alla. Hann hafði sæzt við þann gestahöfðingja, er flestum veitist erfiöast við að sættast — við sjálfan dauöann. Eftir lát dóttur sinnar rit- ar hann vestta: ‘‘Finst mér, aö hér eftir muni eg hvergi eiga heima fyr en i gröftnni. Slíkt set eg þó eigi fýjir mig, því aö aö sumu leyti er þaö bezt.” Hann var nú oröinn trú- maöur. í bréfi 27. sept. 1921 kveöst hann vita, aö “niikið og göfugt starf” liggi fyrir dóttur sinni nýdáinni, “og aö eg fæ siðar aö mæta henni”. — Honum var ekkert aö vanbúnaði i siöustu för. \ HJennar var ekki langt aö bíða. Banalegan var löng. Hann ^ók öllu meö stillingu. “Hann er eins og hetju og mikilmerini sæmir, æöru- latts, glaöur og þolinmóöur,” skrifar frændkona hans syðra, er vitjaöi hans oft í legunni. Hann lézt 6. des. 1923. II. Var Hermann merkur maöur? Aö hverjti leyti? Tugi ára af æfi hans liggur leiö hans niður & við. Hann var “altaf aö tapa”. Eigi er óliklégt, að einhver spyrji og hugsi á líka leiö. Hann fékst aldrei við æöstu viö- fangsefni menningar vorrar, hvorki vísindi né listir, uppfundningar né fögrum iþróttum skyldar mentir. Hann skipaði aldrei efstu stööur þjóð félags vors. En hann stundaði öll þau störf, bæði trúnaðarstörf og dag- lega vinnu, er íslenzkur sveitabóndi fær unnið, og miklu fleiri en flestir þeirra fást nokkru sinni viö. Alt fórst honum, svo aö af bar, flest, svo aö alþjóö sér merkin. Hann var einn þeirra, sem greri eftir. Hann viröist veriö hafa, um frjósamasta skeiö æf- innar einn þeirra fáu, er ganga eigi svo að neinu að þeir hugsi eigi um þaö á sjálfstæða vísu. Þaö gildir einu, aö hvarju hann starfar eöa á hverju hann snertir: Altaf hugsast honum eitthvaö nýtt og merkilegt. Hann var skáld, er orti framkvæmd- ir, húmannleg ráö og tillögur, er horföu til viðreisnar einstaklingi og þjóö. Auðgert er að rökstyðja slíkan dóm. Eg tel fyrst það, sem mér finst úiinst um vert og ógöfgast: Hann var veiðimaður með afbrigðum. Hann var á unga aldri fjármaður. Áðurjen hann hóf bústjórn og bú- skap, samdi hann ritgerð “um fóörun búpenings” (í 1. árg. Búnaöarrits- ins). Merkir bændur, bæöi sunnan- lands og norðan, telja hana hiö bezta, er til þessa hafi verið skráö á vora tungu um það efni, bendingar henn- ar eru gildar og góðar enn í dag. Fjármaðurinn Hermann velti fyrir sér og reyndi, hversu bezt mætti venja hvolpa, svo aö þeir spöruöu vinnukraft og snúninga. Má þar margt þarft nema af dæmi hans og bendingum. Hann var bæði vinnu- maður og húsbóndi. Öll stjórn lék svo i höndum honum, aö þaö er allra kunnugra mál, að hann hafi verið fæddur stjórnandi. Eg vík síöar aö, hver hugkvæmd og hverjar athugan- ir spruttu af hugleiöingutn hans um aga og heimilisstjórn. Á þingbekkj- um reyndist hann hvorki skörungur né mælskumaöur, talaði stirt og seint. En hann flutti þar þó frumlegasta nýmæliö og djarfmannlegasta, er flutt hefir verið á Alþingi. Eg á viö þegnskyldutillögu hans. Hann var og einn frumherji gaddavírslaganna (frumhöfundur þeirra var Guöjón Guðlaugsson), var í ráðum viö samn- ing frumvarpsins, framsögumaður þess í neðri deild, ódeigur og ótrauð- ur. Epn er ótalið, aö hann var skap- aður rithöfundur. Hjeföi þaö bezt sést, ef stundað heföi hann fagrar mentir og gert bókiðnir aö æfistarfi. Voru hugvekjur hans því vænlegri til áhrifa, er hann var svd oröfær og ritfær. Alt orðaöi hann ljóst og lið- lega. Óskýrleikur ^erðjur naumast fundinn í ritum hans. Hann hafði hvorttveggja til brunns aö bera: vald á tungunni og smekkvísi, orölipurö og næmleika á mál. Honum virðist verið hafa jafnlétt um aö rita og öör- um aö tala. Þó er stíll hans stundum gallaöur af ofnotkun sniáorða, er aö- eins lengja og lýta, draga þrótt úr oröfæri og hugsun. Hermann hefir því verið mikil! hæfileikamaöur. Þórarinn Jónsson ritar: “Hermanti var einna bezt gefinn maöur, aö öllu samanlögöu, sem eg hefi kynst. Skarpari menn getur þó sjálfsagt marga, en alls eng- an hefi eg þekt meö slíkri dómgreind á öllum sviöum. Ætti eg aö svara þvi, til hvers eg áliti, aö Hermann heföi veriö færastur aö starfa, eöa hvar sjálfshneigö hans heföi verið ákveönust, væri eg í töluverðum vafa. Svo jafnvígur var hann á alt, sem hann vann aö. F.n þó tel eg hann sem stjórnara hafa verið á sinni réttu og beztu hillu.”----“Var hann í raun og veru fæddur foringi, entía heföi hann viöa orðið í fararbroddi, ef ó- regla heföi ekki oröiö til spillingar hinum góöu kostum hans. F.öli hans var aö stjórna, skapa skipu- lag (“organisera”). Böövar lögmað- ur Bjarkan, hinn glöggvasti maöur, dáist aö því„ hvel vel Hermann hafi eitt sinn stýrt selveiðum í Húnaósi. Var Böövar þar viðstaddur. Her- mann hafði álitlegan liðsafnaö, yfir 20 manns. öllu kom hann fyrir meö hagsýni, skifti liðinu i deildir og kaus sér foringja fyrir hverja fylk- ing. Meðal, veiöimanna vortt ýmsir, er þóttust eigá ekki lítiö undir sér. Fn allir létu þeir viðstöðulaust aö hoöum Herntanns og skipunum. Ann- aö þótti Böövari og merkilegt: Þá er sezt var aö útidrykkju aö loknum veiðiskap, varö Hermann af sjálfu sér drykkjustjóri. Skipulagsgáfa hans og stjórnsemi dottuðu ekki viö flöskur og þjór. I Stjórnsemi hans naut sin bezt á Hólum. Réttorður granni hans þaðan kveöur verið hafa unun að horfa á Hiermann, er hann gekk þar um sýslur og skipaöi fyrir um verkn- að. Svo fallega fóru honum úr hendi allar forsagnir, og svo mikils mátu hann allir heimantenn, bæöi námssveinar og húskarlar, segir heimildarmaður minn. Sama segir Þórarinn: “Naut hann fylstu virð- ir.gar allra, er undir hann voru gefn- ir.” Enn ritar Þórarinn, er hér má gerst um vita: “Á skólastjórn Hermanns og bústjórn vissi eg engan bláþráö. , — — Hún var frábær og einstök í | sinni röö.” Árangur sýnir, að hér er eigi ofhermt. Hann reyndist ekki | einn þeirra ráösmanna eða forstjóra, er sjálfur græöir á ráðsmensku, sam- tímis því sem fésýslueigandi bíöur tjón. Búiö á Hólum græddi, er Her- rnann var bústjóri. “Verkið lofar meistarann” — smjaöurlaust Her- mann hefir sannaö, að ríki eöa hér- uö þurfa ekki aö skaðast á frani- leiöslu. Þótt eigi lægi annaö eftir Hermann en sú sönnun og ráödeild- ar- og ráðvendnisstjórn hans á Hól- um, væri hann af slíku einu hinn merkasti maðair. Mér er ofraun að lýsa fram- kvæmdum Hermanns á Hólum. En hitt veit eg, aö merkur ntaöur og varkár í dómum, Rögnvaldur Ólafs- son, húsameistari, taldi unibætur hans einna beztar og til mestrar frambúöar af því er þar heföi gert verið. — Merkileg og næsta umhugsunarverð viröast ntér ummæli fyrneftjds, granna. Hann kvað margt unnið og reist veriö hafa til frambúðar á ' Hólum, siðan Hermann fór þaöan. I En þær umbætur hefðu veriö svo dýr- J ar, aö bændur heföu eigi getaö tek- ið þær eftir. Þaö gagni litt bænd- um, þótt reist séu stórhýsi á kostnað ríkissjóðs. Það sé eigi nóg aö sýna, hvaö gera megi. Hitt þurfi aö sýna, hvað gcra mcgi smátt og smáft, mcð vcnjulcgum islcnzkum bútckjum. Slíkt hafi einmitt auökent fram- kvæmdir Hermanns. Þær hafi verið eigi kostnaöarmeiri en svo, aö bændur gátu gert þar aö dæmi hans. Sama auðkenni sést á kenslu Her- manns. “Kennari var hann góður,” skrifar Þórarinn, “þótt þaö væri ekki hans sterka hliö, og lærdómur hans^ á því sviði, sem hann kendi, var sér- staklega heilbrigður og sniðinn eftir okkar þörfum og staöháttum. Var ! hans einstaka dómgreind þdr eins og annarsstaöar hin trausta undir- staöa.” Merkilegustu verk hans er stofn- un Búnaðarritsins, ritstjórn þess og ritgeýðir hans þar og flutningur þegnskyldutillögunnar. Sameiginlegt öllum þessum afrekum er þaö, aö þau stafa frá því, er hann var i kringum þrítugt. Á þetta, að minsta kosti að mestu, heima um þegnskyld- una, þótt eigi kæmi hann henni á framfæri fyr en á Alþingi 1903. Það ] sést á “Athugasemdum um heimilis- stjórn, vinnumensku og lausamensku” i 2. árg. “Búnaðarrits” hans 1888. Þar eru ýmsar athuganir, er þegn- skyldutillaga hans er beinlinis sprott- in af. Hann var ritstjóri og útgefandi Búnaöarritsins fram aö aldamótum ] 1900, eöa alls 13 ár. Sýndi hann þol j og seiglu, er hann annaðist það svo lengi,en bjó þó sjálfur fjarri út- komustað.. En glæsilegasti ritstjórnartíminn 1 eru fyrstti ár ritsins. Þá ritar hann langmest sjálfur. Fyrsta árgang samdi hann mestmegnis einn. Um þær1 sönut mundir samdi hann og margar blaðagreinir. Eftir 1891, eöa eftir 33. aldursár, birtist lítiö eftir hann í ritinu. Beztu ritgeröir hans ertt nteir en samtíningur úr ' bókum og blöðum héöan og handan. I þeim sést altaf sjálfstæð hugsun og athugun. Ef , til vill sjást gáfur hans bezt í grein- , inni “um hundahald”. Er nýjabragð i áö skoöunum hans á þessu efm. j Hermann kveður menn ekki athuga, 'hversu dýrt sé hundahald. Því hafi ! menn marga hunda, venji þá illa, fæöi þá illa. Ilitt væri hagfeldara, aö hafa þá fáa, venja þá vel, fæöa þá vel. Vel vaninn hundur spari mjög vinnukraft. I ritgerð hans um aga og heimilis- stjórn er margt vel athugað, t. d. um magnleysi húsbænda gagnvart hjú- um, ranglæti í kaupgjaldi, er konur fái tiltölulega lægra kaup en karl- menn, o .s. frv. Ritgerð þessi er, sem fyrirsögn hennar gefur í skyn, aö eins athuganir, ekki almenn rann- sókn á markmiði aga né meginreglum þeim, er fara beri eftir í stjórn. Hann gaumgæfir því eigi hættur þær, er sjálfstæöi hjúa og þroska þeirra getur staðið af langri þjónustu og hlýðni, né hversu samþýöa megi sjálf stæöi og hlýöni í “æðri eining”. Ritgerð þessi sýnir, að ungur skil- ur hann kosti heraga og skipaga. Hann kveður eigi auöið aö segja, hve mjög heragi hafi alið upp út- lendar” þjóöir, né hvers vér höfum farið á mis viö það, aö vér höfum aldrei vanist herstjórn. Hann er hér meö þegnskyldu sína á vörunum. Sómi má oss þykja aö því, aö sjö árum eftir flutning þessarar tillögu reit einhver ágætasti sálfræðingur vorra tírria, William James, um nauðsyn samskonar skyldu, sem þessi íslenzki búandmaönr lagði til. Efu rök hans hin merkilegustu. Þá er herskylda hverfur, segir hann, verö- ur að finna siðferðilegt samgildi hennar, því aö hún elur dygöir, er aldrei má án vera, t. d. hugrekki, haröfengi og sómatilfinning. 1 staö útboös í stríö þjóöa í milli yröi aö koma útboö æskulýðs til hers þess, er stefnt er mót náttúrunni. Þótt hin verstu álög og örlög að mestu kiptu Hermanni ungum frá þjóðþörfu starfi, var hann einn þeirra, sem orti og ruddi menning- armörkina. Þegnskylda hans var uppdráttur að nýju skipulagi, sem sennilega verður ekki fullskapaö né framkvæmt, fyr en bein hans eru löngu fúin í Víkurgarði. Þá snýst í aðdáun kuldaglott og óspakra spott, sem fyrst mæddi á honum fyrir til- lögu hans, og löngum eru fyrstö. þakkirnar fyrir hverja nýja og göf- uga hugmynd. tJtgáfu “Bún^ðftr- rits” hans verður — á einhTern hátr — haldiö áfram eins lengi og land- búnaöur verður stundaöur á Islandi. Hermann hefir drengilega unnið aö þvi, aö með þekkingu veröi búiö á landi hér. Framtíö íslenzks land- búnaöar fer eftir árangri slíkrar viö- leitni og vinnu. Hermann Jónasson hefir hlúö að rótunum, er þjóöþroski vor og gengi á marga vegu rennur af. (Niðurl. næst.) Énn í dag hugsa íbúar Dalfjaröar meö lotningu til höfðingjanna, sem þar áttust við, og einkum þeirra, sem leituðu hins nýja lands. Ekki alls fyrir löngu var Sveinn Jónsson kaupmaður hér í bænum, á ferð í Noregi, ásamt konu sinni og Júlíönu dóttur sinni. Eins og góöum og gömlum Reykvíkingi sæmir, vildi hann ekki fara svo um Noreg, aö hann kæmi ekki í Sunnfjörö og sæi sveit Ingólfs Arnarsonar. Er þangað kom, var þeim vísaö á konu eina, Nikka Vonen aö nafni. Hún myndi vita bezt deili á öllum ummerkjum og munnmælum þar í sveit, er kæniu viö sögu Ingólfs. Nikka Vonen er þjóðkunn kenslu- kona. Hefir hún haldið kvennaskóla Frá Dal í Dalfirði, Þar lifa munnmœli um Ingólf og Hjörlcif, cr þaðan fóru til að lcita Islands. Þúsund ára liátíð þar 1874 og gjafir scndar til Islands. Eftir viðtali við Svein Jónsson, cr kom í Dal nýlega. Fæstum íslendingum er um það kunnugt, hve Norðmenn finna enn í dag til skyldleikans við okkur Is- lendinga, hve niikil ítök þeir atburð- ir eiga í hugum Norömanha, er uröu til þess, aö margir beztu menn þjóö- arinnar tóku sig upp, og leituðu til hins nýja lands, þar sem þeir lögöu grundvöll aö sjálfstæðu^ riki, sjálf- stæðri þjóö, er var af holdi og blóöi Norðmanna. I augum Norðmanna stendur al- veg sérstakur ljómi um nafn Ingólfs Arnarsonar, Norömannsins fyrsta, er nam hér land. I hinum djúpu dölum Noregs mun átthagaástin vera engu minni en hér, og tilhneiging manna, til þess aö halda sveit sinni í heiðri umfram aörar sveitir landsins. Er það þvi eigi nema eðlilegt, að íbúar Dalfjaröar haldi minningu Ing- ólfs Arnarsonar i heiðri og þeirra fóstbræðra. Þar eru Gaular fyrir fjaröarlxitninum, en Dalitr, dalverpi eitt frá miðjum firði. Þar var föður leifö Ingólfs Arnarsonar. um langt skeið, sem hafði hiö bezta orð á sér, meöan hann starfaði og hún gat staöiö straum af. En nú er Nikka Vonen 89 ára að aldri og skóli hennar ekki lengur við lýði. Þessi kona, sem er eldfjörug og bráöskörp að andlegu atgervi enn í dag, en gengur nú við tvo stafi, hefir aliö þá ósk í brjósti alla sína æfi, aö kynnast Islandi og Islendingum.; Dalfjöröur er það úr almannaleið, aö þangað er litil gestakoma. Haföi hún ekki á sinni löngu, æfi hitt neinn Islending fyr en nú, nema niann einn fyrir mörgum árum, sem annaðhvort hét Felix eöa var Felixson. En* hún gat ekki meö nokkru nióti tekiö þeim manni sem væri hann af ís- lenzku bergi brotinn, með svo af- káralegu og óíslenzku nafni. Viötökurnar hjá Nikka Vonen voru þvi hinar alúðlegustu, eins og n^erri má geta. En eitthvaö af þvi fvrsta, sem hún spuröi gesti sina um, var þaö, hvorkj aldrei heföu komið til skila málverk tvö, er send voru úr Sunnfirði til ís- lands í tilefni af þúsund ára hátíð- inni. Sumariö 1874 var hátíð haldin í Sunnfiröi, j tilefni af þúsund ára af- mæli Islandábygöar, eöa öllu heldur þúsund ára afmæli Ingólfsbvgöar. Þá var Nikka Vonen í blóma lífsins og naut bæöi trausts og álits í sveit sinni. Hún fékk því til leiðar komið, aö hafin var fjársöfnun i sveitinni, til þess aö gerð yröu málverk tvö af L>al. En málverkin skyldi senda til íslands, sem kveöju frá Sunnfirðing- um. Myndir þessar voru gerðar. En síðan vissi Nikka Vonen ekki söguna meir. Aldrei hafa henni borist nein þakkarorö eöa viðurkenningar fyrir gjöfina. 1 Alþingishúsinu eru málverk tvö úr Dal í Sunnfirði. Er enginn efi á þvi að þaö eru myndir þær, sem Nikka Vonen á við. — Málaranafniö kemur heim viö þann, sem hún sagöi aö fenginn heföi verið til þess að mála myndirnar; Askevold hét hann. En hvernig sem á því stendur, þá virðast rayndirnar ekki vera málað- ar fyr en 13 árum seinna. Ártaliö 1887 stendur á þeiin báðum. Og i hinni prentuðu skrá yfir myndirnar i þinghúsinu er þess getið, aö málar- inn sjálfur hafi gefið þessar myndir. Á Ingólfshátíðinni i Sunnfiröi ár- ið 1874 var fjölmenni mikiö saman- komið. Voru þar ræöur haldnar fyrir Ingólfi, Islendingum o. fl. Nikka Vonen hefir aliö allan aldur sinn í Dal. Faðir henar keypti Dal fyrir nálega 100 árum. Var það þá ein jörð. Nú er þar mikið hverfi. Á lágum höföa viö sjóinn, fram af kirkjunni, voru greinilegir fom- mannahaugar. Munnmælin hermdu, að þar væru þeir heygöir feður Ing- ólfs og Hjörleifs. Skönunu eftir aö Vonen keypti Dal og flutti þangaö, leyföi hann fátæk- um manni búlausum að byggja þar þurrabúö. En er hann hafði átt þarna heima æöi lengi, fóru menn aö stinga sam- an nefjum um það,‘ að þessi þurra- búðarmaður þyrfti ekki mikið fyrir lifinu að hafa. Hann réri sjaldan á sjó, og engar landnytjar haföi hann. En altaf hafði hann nóg af öllu. Seint og síðarmeir, er Vonen gamli gekk mjög á hann, hvaðan hann hefði tekjur sínar, þá gaf karl þaö upp, aö hann hefði fundið gullfat í haugnum, rétt hjá kofa sínum. Og á gullfatinu stóö stór gullkrús. Gripi þessa hafði hann bútaö í smátt og haft bitana með sér til Björgvinar. Þar seldi hann gulliö og fékk fyrir það nauösynjar sínar. * Þegjar þurrabúðarmaöurinn meö- gekk þetta seint og síöarmeir, voru aðeins lítilfjörlegar leifar eftir af jgripum þessum. Þó var svo mikið éftir af þeirn, að hægt var aö sjá með hvaða gerö útflúrið hafði verið á þeim. En af stíl þeim, sem þar sást, var auðséð, aö gripir þessir hafa verið af grískum uppruna, eöa gerðir undir áhrifum grískrar stílmenning- ar. | Á haugunum voru bautasteinar tveir. Ánnar þeirra lenti í byggingu þurrabúöarmannsins, en hinn fór i dyrahellu. Vonen bjargaði dyrahell- unni. Var á steini þeim kross af sér- stakri gerð, meö punkti út af hverri krossálmu. Nikka Vonen áleit þessa krossagerö af irskum uppruna. En krossinn á steinintim setja Dal- búar ótvírætt í samband viö hugar- far Hjörleifs. Sagnfræðingar hafa hallast aö því, að Hjörleifur muni veriö hafa lítill trúmaöur. I Land- námu stendur, aö hann “blótaöi aldrei”. Hin suöræna stílmenning, sem sást á gripum þeim, er í haugnum fund- ust, er órækur vottur þess, aö sam- band hafi þeir fornu Dalsmenn haft við menningu Suðurlanda. Er ekki nema eðlilegt aö Irlandsferöa Hjör- leifs sé minst um leið. — Munnmælin í Dalfirði telja Hjörleif hafa haft annaö heim meö sér en gullið, sem í jöröinni fanst. Að hann hafi hallast aö kristinni trú, sem hann hafi kynst á írlandi. Krossinn á bautasteininum á haugi 'Hróömars, er að trú Sunnfirðinga vottur þess. (Isafold.) BORGIÐ HEIMSKRINGLU. ENNÞÁ eru margir, sem ekki hafa sent oss borgun fyrir Heimskringlu fyrir síðastliðið ár. ÞÁ vildum vér biðja að draga það ekki lengur, held- ur senda borgunina strax í dag. ÞEIR, sem skulda oss fyrir marga árganga eru sér- staklega beðnir að grynna nú á skuldum sínum sem lyrst. Sendið nokkra dollara í dag. Miðinn á blkði yðar sýnir, frá hvaða mánuði og ári þér skuldið. * THE VIIvING PRESS, Ltd., Winnipeg, Man. Kséru herrar:— Hér með fylgja ........... Dollarar, sem borgun á áskriftargjaldi mínu við Heimskriöglu. Nalfn ............................. Áritun ............................. BORGIÐ HEIMSKRINGLU.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.