Heimskringla - 14.10.1925, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.10.1925, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. OKT. 1925_ Híintskringla (StofnnK 188«) Kennr flt á hverjnm mlflTÍkaflerL BIGINDCR t VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGBNT AVE., WINNIPEG, TnlMiml: N-G537 VerU blaTJsins er $3.00 áirgangurinn borg- • ist fyrirfram. Allar borganir sendist TBE VTKING PBEfSS LTD. 8IGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. ITtanAakHft tll blafiilm: THE VIKING PKESS, l.td., Roi S105 Utanánkrlft tll rltMtJörana: EDITOft HEIMSKKINGLA, Doz 3105 WINNIPEG, MAN, “Heimskringla Is publlshed by The Vlklnyc PreiM Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Man. Telephone: N 6537 14. OKTÓBER 1925. NÚMER2 Kosningabeita. lendingnum fullmikla blíðuí “Já, hvað áLti eg að gera, mállaus manneskjan!” * * * Nei, veigaminni rökfærslu og ósannari getur tæplega. Þetta er rökfærsla og viðhorf hrossakaupmenskunnar. Og hati menn ekki sannfærst um það í stjórnar- tíð Mr. Kirig’s, þá ætti það nú að vera sæmilega ljóst, að hann ber enga ástríðu í brjósti um það, að hækka undir höfðinu á velferðarmálum Vesturlandsins. Hug- urinn beinist allur að því að hlaða undir Mr. King, og liberalaflokkinn eystra. Á- huginn fyrir málefnunum er ekki meiri en það, að hann vill ekkert fyrir þau gera nema að hann fái aukið flokksfylgi í staðinn. Mr. King býður framsóknar- flokknum til kaupmensku við sig. í stað þess að gera skyldu sína sem æðsti borg- ari þessa lands: umyrða- og eftirtölu- laust, að vinna að velmegun þess af freínsta megni, án þess að hugsa utn end- urgjald, þá hampar hann skýlausum rétt- indum Vesturlandsins í annari hendi, fyr- ir aftan bakið, svo að gling-gling-glóið kveður við, en hinni hendinni heldur hann opnum lófa að framsóknarflokkn- um. En í lófann er skrifað: “Þú skalt ekki hafa aðra stjórnmálaguði en Mac- kenzie King,” og “Landsréttindi fyrir persónufylgi! Beztu borgunarskilmál- ar!” Stöðugt heyrast raddir um það, að framsóknarflokkurinn sé nú bráðlega úr sögunni; fylgismenn hans ætli sér þegj- andi og hljóðaiaust að renna saman við liberalana, og þar fram eftir götunum. Og svo bíræfnir eru menn, og meira að ■ segja blöð, bæði í Canada og Bandaríkj- unum, að þessu er hreyft opinberlega og gengur staflaust beggja megin línunnar, jafnvel þótt ritstjóri Lögbergs gengi þess algerlega dulinn svo lengi. Það var þá heldur ekki furða þótt hann reiddist af því, að þessum orðróm hafði verið haldið leyndum fyrir honum. Fyr má nú líka vera hugsunarleysið, af þeim, sem kom- ið hafa fram með þessar getgátur, að gera ekki manninum aðvart. En svo tekið sé tal, sem meira er um yert: Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig þessar getgátur og flugufregnir hafa myndast. Fyrst og fremst eru þær kosningabeita, egnd af báðum gömlu flokkunum, í þeirri von, að geta dregið sér óstaðfestar sálir úr framsóknarflokknum. Báðir vonast eft- ir góðum árangri, því að allir vita, að' framsóknarflokkurinn er myndaður úr báðum gömlu flokkunum. Conservatív- ar vilja trúa því, og fá aðra til að trúa því, að framsóknarfloklísmenn séu ekk- ert annað en liberalar í dularklæðum; eða minsta kosti sé aðeins lítill tími unz framsökn hjaðni og gangi liberölum á hönd. Þess vegna óalandi og óferjandi. Liberalar vilja telja hálfvolgum framsókn- armönnum trú um, að stefnuskrá flokk- anna sé hin sama, svo á borði, sem í orði. Þess vegna beri öllum framsóknarmönn- um að raða sér undir merki Mr. Kings, enda sé þá fyrst hægt að koma einhverju í framkvæmd, því ekki geti þeir setið und irbúningsfundi, nema þeir tilheyri flokkn- um, en ekki sé hægt að búast við, að stjórnin opni eyrun fyrir öðru en því, sem fram kemur á undirbúningsfundum henn- ar eigin flokks. Þetta eru engar getgátur í garð liber- ala. Hvað eftir annað rekur maður sig á þessa fáfránlegu rökfærslu, t. d. í ræð- um forsætisráðherrans sjálfs. Hann skorar á framsóknarflokkspienn að ganga undir sitt merki, ef þeir vilji fá einhverju hrundið fram um áhugamál sín. Hann hafi ekki getað efnt kosninga loforð sín, af því að hann hafi ekki haft nema eins atkvæðis algerðan meirihluta í þinginu. Vesalingur. “Það er ekki vegna þess að stjórnin vilji ekki láta að óskum yðar,” segir Mr. King í einni ræð- unni hér í Manitoba. Nei, mikil ósköp. Þeir brenna alveg í skinninu, ráðherr- arnir eystra, að gera alt sem vestrænir kjósendur vilja. “Það er yður (fram- sóknarflokknum) að kenna, að vér get- um ekki gert það,” heldur ráðherrann áfram. Jú, nema hvað. Til þess að hrinda þessum áhugamálum í fram- kvæmd, sem hann blóðlangað< svo til, hafði hann ekki nema 117 atkvæði sinna manna — meirihluta þingsins — og auk þess aðeins víst liðsinni 70 annara þing- manna, framsóknarmanna og óháðra. En á móti þessum fáliðaða hóp, rúmlega 180 manns, stóðu hvorki meira né minna en 50 harðsnúnir conservatívar! Ekki er nú að furða, þótt Mr. King hafi lífs- ómögulega getað hlynt að þessum brenn- andi áhugamálum sínum. Hann má segja, ekki síður en kerlingin, er bóndi hennar fann að því, að hún sýndi út- * * * En það eru ekki beztu borgunarskil- málar fyrir framsóknarflokkinn, að ganga á torgið til viðskifta við Mr. King. Þeir myndu sanna það, að Mr. King er ekki i líklegur til þess að greiða vestanmönn- um borgunina. Hann á nefnilega ekk- ert í handraðanum, er austur kemur. — Gjaldið, sem þarf tíl þess að leysa inn loforða-ávísanirnar sem gefnar eru út hér vestra, er í höndum Montreal- og Quebec-liberalanna, vandlega geymt bak við lás og slagbrand. Þar þýðir ekki að biðja kurteislega: Sesam, opnastu nú fyr- ir mig. Hann er hljóður, andinn, sem býr í þeim kletti. * * * Mr. King hefir hér vestra farið mjög hörðum oröum um Mr. Meighen, hve lít- ilS sléttufylkip megi af honum vænta. Satt að segja sjáum vér ekki, að vér þurf- um að gera oss hærri vonir um Mr. King, sé haijn ótilneyddur. Munurinn á hug- arfari þeirra tveggja í garð vesturfylkj- anna mun vera hinn sami og á umönn- um Toronto-conservatíva og Montreal- liberala. Hve mikill hann er, munu flest- ir kjósendur hér vestra geta gizkað á, hugraunarlítið. Þó er sá munur, að Mr. Meighen kemur beint framan að vestur- fylkjamönnum. Hann vill sannfæra þá um það, að tolihækkun sé sérstaklega nauðsynleg, svo aðlaðandi sem sú skoðun er. Á stefnuskrá hans er ekki hægt að villast. Það ætti heldur ekki að vera hætta á því, að menn færu villur vegar um fyrir- ætlanir Mr. King’s. Hann hefir fyr lofað öllu fögru um áhugamál vor, en lítið gert. Ef framsóknarflokkurinn hefði ekki vérið til á þingi, eru öll líkindi til þess, að hann hefði ekkert gert. Það lítið sem ávanst vesturfylkjunum í hag, er framsóknar- flokknum að þakka. Það var framsóknarflokknum að þakka að tollurinn var þó örlítið lækkaður við bændur. Það var framsóknarflokkn- um að þakka, að Crow’s Nest Pass flutn- ingagjaldið á hveiti og mjöli fékk að halda sér. Það var framsóknarflokknum langmest að þakka, að Hudson’s-flóa brautin var ekki látin ryðga niður í möl- ina, og það er framsóknarflokknum að þakka, að umbætur á öldungaráðinu eru svo ofarlega á dagskrá sem raun er á. * * * Hefðu framsóknarflokksmenn verið dreifðir innan um liberala, þá hefði enn minna verið aðgert. Þeir hefðu ekki haft það bolmagn í dreifingunni, sem þeir þó höfðu sem sérstæður flokkur. Af því þeir voru sjálfstæður flokkur, með eitt mark sameiginlegt fyrir augum, fengij þeir þó nokkru áorkað. * * * Allar sögusagnir um það, að ekki liggi annað fyrir framsóknarflokknum en ; tvístring, og visnun, er ekkert annað en ! skáldskapur. Á þeim fáu árum, sem lið- in eru síðan flokkurinn varð til, hefir | aldrei litið eins líklega út fyrir honum, eins og nú, ef flokksmenn aðeins eru ein- huga og öruggir. Líkindin fyrir því, að annarhvor gamli flokkurinn nái fullum meirihluta, eru ákaflega lítil. Þá hefir framsóknarflokkurinn undirtökin í þing- inu. Og þá ættu dagar stjórnarinnar að vera taldir, hverju qafni sem hún nefnist, ! þegar hún sýnir vilja á því að stinga vest- urfylkjunum svefnþorn enn, eins og jafn- aðarlega hefir verið gert síðastliðin 50 ár. t Málfrelsi. Prófessor E. W. Kerr, prédikaði iiýlega í Knox kirkjunni um afstöðu kristinnar kirkju til þjóðbandalagsins. Hann kvað kirkjuna skylda til að veita bandalaginu allan þann stuðning, er hún gæti, svo að ófriði mætti verða útrýmt af jörðinni. — Meðal annars komst hann svo að orði: “Ef kirkja Krists sýnir það, að hún er ekki fær um að koma á friði á jörðu, þá látum oss yfirgefa hana, og leita ann- arar trúar, sem vill takast það á hend- ur. Kirkjunni ber skylda til þess að af- nefna þá bölvun og svívirðing, sem stríð eru. Þjóðbandalagið var til þess stofnað, að vér svikjum ekki hina dauðu í trygðum. Það er eini áþreifanlegi votturinn um ein- lægni vora. Ef vér höldum trúlega við það, þá höldum vér áfram verkl þeirra, er létu líf sitt í “stríðinu til þess að enda stríð”. Þjóðbandalagið er eina merkið um það, að mannkynið sé ákveðið í því að finna veg til friðarins.” Það hlýtur að vera gaman að vera prest ur hér í Winnipeg. Sérstaklega að vera mikils metinn prestur við stóra enska kirkju. Þeim er óhætt að tala af gnægð hjartans og segja lýðnum fá orð í fullri meiningu. Lýðurinn beygir sig aðeins í þakklátri auðmýkt; jafnvel íslendingarn- ir, sem sumir myndu vilja hengja og partskera ritstjóra sína, ef þeim ýrðu önn ur eins ósköp á munni. Öfundsverðir menn, prestarnir. Fyr og nú. Mr. Meighen fer ekkl í felur með það, að hann ætlar að hækka tollvarnargarð- inn svo um munar, ef honum auðnast að draga taumana úr höndum Mr. King’s. Mr. Meighen hefir nú undanfarið til- kynt boðskap þenna hér vestra, verið að reyna að sannfæra sléttufylkjabændurna um það, að ekkert sé landinu nytsamlegra en að þeir borgi svo sem 4000 dali fyrir vélar, sem þeir gætu annars fengið fyrir 3000 'dali, svo að iðnrekendur í austur- fylkjunum geti hagnýtt sér þessa 1000 dala aukaborgun. Mr. Meighen hefir ekki álvalt verið þeirrar skoðunar, að bændum væri slíkt fyrirkomulag til þrifnaðar. Átjánda dag janúarmánaðar, á því herrans ári 1911, bað hann sér hljóðs í neðri málstofu sam- bandsþingsins, til þess að láta í ljós alt aðra skoöun. Þá var hann sannfærður um það, að tollurinn á ræktunarvélum væri “taumlaus tollverndunarstefna”, og að eina orsökin til þess, að hann værl ekki afnumin, væri sú, að stjórnin væri “orðin að þrælum þeirra, sem studdu hana til valda” (þingmannanna eystra), og sem héldu þeim í hafti “bakvið virkis- garða úr gulli”. Þá leiddi hann rök að því, að canadiskar ræktunarvéla-verk- i smiðjur gætu staðist samkepni við keppi- | nauta sína, hvar sem væri; í Bandaríkj- ! unum; á Bretlandi; á Frakklandi eða Þýzkalandi. Þá komst hann svo að" orði ! um markmið þessara hátolla: “Hvern árangur fá ræktunarvéla-verk- I smiðjueigendur af þessu? Árangurinn I er sá, að í skjóli þessa 'tollgarðs geta þeir I heimtað hærra verð en ella.” Hann sýndi síðan fram á, að sökum þessa tollvarnargarðs, gætu canadiskar I verksmiðjur ruðst yfir tollvarnargarða í annara ríkja, og selt þar vörur sínar gegn ágóða. Fyrir alt þetta verður canadiska bónd- I anum að blæða. Mr. Meighen endar ræðu sína með að bera fram svohljóðandi þingsályktunar- tillögu: “Þingið álítur, að það sé skylda þess gagnvart canadiskum bændum, að lækka mjög verulega innflutningstoll á ræktun- arvélum, og að sú lækkun sé í fullu sám- ræmi við aðalmarkmið heilbrigðrar toll- j verndunarstefnu.” Það er leiðinlegt, að Mr. Meighen, sem var svo glöggskygn á tollmálin 1911, skuli vera svona glámskygn á þau hér um bil 15 árum síðar. Hann hefir orð á sér fyrir að vera vel lesinn um tollmál, en gaman væri að athuga rækilega röksemdafærslu Rt. Hon. Arthurs Meig- hen 1925, ef hægt væri að stofna til veru- legrar kappræðu milli hans og Mr. Arth- ur Meighen 1911. íslenzk þjóðsaga ígengur um rökfimi stærðfræðingsins mikla og heimspekings- ins, Björns Gunnlaugssonar. Hann var trúhneigður maður. Hlann á að hafa boðið Helga biskupi í kappræðu «jtt sinn og tekið að sér að sanna það, að guð væri ekki til. Og svo rökfimur var hann, að biskup hlaut að fallast á röksemda- færslu hans. Þá sagði Björn: “Nú skal eg sanna, að guð sé til, en þú mótmæla.” Skifti það engum togum, að Björn sann- aði tilveru guðs, þótt biskup notaði öll hin sömu rök og Björn hafði áður notað. Mr. Meighen er talinn ágæt- ur stærðfræðingur. Hann myndi þó þurfa töluverðu við að auka til þess að verða þar jafningi Björns Gunnlaugssonar. Og sennilega þyrfti hann ekki færri álnum að auka við rök- fimi sína, ef hann ætlaðí að taka Björn í kappræðunni við biskup sér til fyrirmyndar, og ósanna nú alt það, um tollana. sem hann sannaði svo rækilega 1911. ----------x---------- Minnisvarði landnemanna á Gimli.. Nefnd sú er stendur fyrir fram- kvæmdvtm í þessu máli, hefir ákveöiíS að halda samkomu á Gimli miöviku- daginn þann 21. þ. m. Veröa þá lið- in rétt 50 ár síðan Isilendingar stign fyrst þar á land og byrjuðu sitt fasta og varanlega landnám. Nefndin gat ekki komið í framkvæntd að fá það fé saman, senv nauðsynlegt var til að fullgera jafnvel undirstöðuna, svo hægt væri þann dag að leggja horn- steininn að þessum fyrirhugaða minn- isvarða vorra fyrstu frumbyggja i Vestur-Canada. Þetta samkvæmi verður því haft og haldið sem fyrsta athöfn í þessu okkar mikilsverða’ málT, og verða þar og þá teknar fastar framtíðarákvarðanir í niálinu. Dr. B. J. Brandsson hefir góðfús- lega orðið við tilmælum nefndarinn- ar, um að flyt’ja ræðu við þetta tæki- færi. Veit nefndin að fólki verður hin mesta ánægja veitt með því, að fá hann til að flytja fyrstur manna þetta mál opinberlega til íslenzku þjóðarinnar hér vestra. Nefndin er einhuga í þvi, að gera alt sem henni er framast unt í tvennu: 1. Að varðinn geti orðið sveitar- búum til sæmdar og öllum þjóðflokki voium hér vestra, og 2. Veglegt og viðeigandi sögu- tákn frumbvggjanna íslenzku i þessu landi, um ókomna tíð. Ennfremur hefir frú Alex John- son, ungfrú Rósa Hermannsson og ritstj. Heimskringlu, hr. Sigfús7 H)al!- dórs frá Höfnum, lofast til að skemta með söng á þessari samkomu. Nákvæmari auglýsing verður síðar birt nm samkomuna. I umboði nefndarinnar. fí. fí. Olson, ritari. ----------x---------- Héðan og Handan. Sjálfstýrandi flugvélar. I Bretlandi hafa nýlega verið smíðaðar flugvélar, sem stýra sér sjálfar. Era þær af þeirri gerð, sem kend er við Handiey Page og er í þeim ein stór Ro’ls-Royce hreyfi- vél og tvær aðrar minni á vængjun- um. Er svo sagt, að þegar stefna hefir verið tekin, stýri flugvélar þess ar sér mikið betur sjálfar heldur en nokkur maður gæti gert, sérstaklega þó þegar vont er veður. Ein af þess- tin’. flugvélum var nýlega reynd. Þeg- ar flugmaðurinn hafði tekið stefn- una, lét hann sjálfstjórnara flugvél- arinnar taka við, slepti sjálfur stýr- inú, fór inn í klefa sinn og settist þar að blaðalestri, en vélin hélt á- fratn þráðbeinni stefnu og alt af í sötmt hæð. Það er talið, að með þessum nýju flugvélum ntuni takast að halda uppi rflutningaferðum, hvaS vtont veð(ttr sem er. Norsk lnis á Euglandi. Það hefir vakið allmikla athygli á Englandi i sambandi við húsnæðis- málið, að norskt byggingafélag hefir haldið sýningu í Cardiff á því, hvern - ig hægt er að koma upp íbúðarhúsi á einum degi. Viðurinn var fluttur frá Noregi og allur tilsniðinn í verk- smiðju félagsins þ;tr. Á hverju húsi eru fimrn herbergi og baðklefi auk allra venjttlcgra þæginda. Húsin ertt úr timbri eingöngu og kaupverð þeirra var þá 450 sterlihgspund, en félagið gerði ráð fyrir, að það myndi geta selt þau uppkomin siðar fyrir 350 sterlingspund, eða um 9000 kr. í vortim peningum með núverandi i gengi. — Ef félaginu lízt vel á, að það það muni geta selt hús þessi í DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt. bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Englandi, ætlar það að setja á fót: verksmiðjtt í Cardiff, þar sem smíð- að sé eitt hús á hyerjum degi. -----x---- Ur bœnum. Á mánudagskvöldið keniur, 19. okt. verður ttndir umsjján Ungmennafé- lags Sambaþdssafnaí^ir og ung- meyjafélagsins "Aldan’’, haldin sam- koma (Carnival* í fttndarsal kirkj- unnar. Byrjar kl. 8. Ýmiskonar skemtanir verða þar um hönd hafð- ar og á boðstólum verður kaffi og ýmislegt fleira. Ajigöngumiðar fást hjá meðlimum féláganna og kbsta aðeins 25 cents. Forstöðumenn sam- kontunnar ábyrgjast góða skemtun, sem menn ættu ekki að fara á mis. Það var gefið i skyn i næstsiðasta blaði, að þarna yrði dansað, en svo er ekki. Vcitið athygli! Hin árlega íslenzkti umferðakensla undir umsjón þjóðræknisdeildarinnar “Frón”, hefst mánttdaginn þann 19. þ. m. Kennari er ráðinn Ragnar Stefánsson, er áður hefir sint því starfi um tvo vetur hér í bæ. óskandi væri að sem flestir íslenzk ir foreldrar festu þetta á minnið og greiddtt götu kennarans eftir megni. Kenslan er alveg ókeypis eins og áð- ur hefir verið. Upplýsingar veitir framkvæmdar- nefnd “Fróns’’, er kosin var á árs- fundi deildarinnar. Hjálmar Gislason, forseti. Páll Bjarnason, varaforseti. Páll Hallsson, ritari. Sig. Oddleifsson, fjármálaritari. Sigurb. Sigurjónsson, féhirðir. Fyrsta starfsfund sinn 'heldur ís- lenzka stúdentafélagið á lattgardags- kvöldið kemur, í fundarsal Fyrstu lút. kirkju, Victor St. Funditr byrj- ar kl. 8.30. /Eskilegt værL að sem flestir af þeim, sem hugsað hafa sér að ganga í félagið, ásarnt eldri með- limum, geti séð sér fært að sækja þennan fund. Þrír meðlimir stjórn- For Asthma and Hay Fever RáK tIB verMtfu tfilfellum. Aftferft nera heflr alve«; undurMamlesar lækninfcar. REYNID OKEYPIS Ef þér líTSið af illkynju5u Asthma e5a Hay Pever, ef þér eigi5 svo erfitt meC andardrátt a5 yfcur finnist hver síCastur, þá látit5 ekki hjá lí»a a5 skrifa til Frontier Asthma Co. eftir me5ali til ókeypis reynslu. ÞatJ gerir ekkert tII hvar þér eigið heima, eóa hvort þér hafi5 nokkra trú á nokkru meftali undir sólinni, sendi5 samt eft- ir því til ókeypis reynslu. í»ó þér haf ið Ii5i5 heilan mannsaldur og reynt alt sem þér hafitS vitati af bezta hug. viti fundití upp til at5 berjast vit5 hin hra>t$ilegu Asthma köst, þó þér séu5 alveg vonlausir, sendiö samt eftir því til ókeypis reynslu. I>a5 er eini vegurinn, sem þér eigit5 til at5 ganga úr skugga um, hvat5 framfarirnar eru at5 gera fyrir yt5ur, þrátt fyrir öll þau vonbrigt5i, sem þér ha.fit5 ort5it5 fyrir í leit yt5ar eftir meö- ali vit5 Asthma. Skrifit5 eftir þessari ókeypis reynslu. Gerit5 þat5 nú. t»essl auglýsing er prentut5 til þess at5 all- !r, sem þjást af Asthma, geti notitS þessara framfara at5fertSar, og reynt sér at5 kostnat5arlausu Isekninguna, sem nú er þekt af þúsundum, sem hin mesta blessun er þeir hafa hlotitS í lífinu. Sendit5 úrklippuna í dag. — Dragit5 þat5 ekki. FREE TRIAL COITPON. FRONTIER ASTHMA CO., Room 439 D. Niagara and Hudson Sts., Buffalo, N. Y. SenditJ Iækningarat5fert5 yt5ar ó- keypis til reynslu, tfl:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.