Heimskringla - 09.12.1925, Síða 4

Heimskringla - 09.12.1925, Síða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. DESEMBER 1925 WINNIPEG, MAN., 9. DES., 1925. Gjaldþrot. Viðskiftalífið er ekki líkt því búið að ná sér enn, eftir áfallið, sem það fékk við ófriðinn mikla, og á fyrstu friðarárunum. Sjálfframaðir menn ryðja sér til rúms og gamlar stofnanir hrynja. Nýjar þjóta upp; einstaka með íanga lífdaga fyrir höndum; flestar lifa skammvinnu skugga lífi, eins og gorkúlurnar; á landamærum, ljóss og skugga. Þeir, sem mestan hnekkinn bíða, eiga fæstir sök á þessu. Það er almenningur, sem ídýfuna fær, almenningurinn, sem þessum stofnunum hefír trúað fyrir eig- um sínum, komið þeim í hlutafélög eða banka. Menn gera þetta til þess að ávaxta fé sitt, og eru hvattir til þess að gera það, til þess að hjálpa meðbræðrum sínum, efla iðnað og velmegun í landinu; hjálpa viðskiftalífinu.. Þeir eru með öðrum orð- um, í raun réttri að lána ríkinu fé sitt, þótt á óbeinan hátt sé, og algerlega óvið- unandi. Þess vegna er tryggingin, sem gefin er, einnig algerlega óviðunandi. Löggjöfin hrekkur þar jafnan skamt til, þótt hún auðvitað sé viðurkenning á því, að þetta fé alt sé framreitt í ríkisins þarf- ir. Gallinn er einungis sá, að þrátt fyrir alla löggjöf — sumir segja einmitt sökum hennar — virðist tryggingin á fé ein- staklíngsins, fé framleiðandans vera svo einstaklega lítils virði, þegar' um þessar stofnanir er að ræða, sem ætlað er að taka að sér hlutverk ríkisins, þar sem ríkisrekstur ætti að vera. Þar sem ríkis- rekstur væri, lenti ábyrgðin vitanlega á ríkinu. Nú er oft ákaflega erfitt að finna henni stað, að því er virðist. Vandræðin með eftirlitið eru alt af að aukast, því á- vaxtanna vilja allir njóta, en firrast á- byrgðina. * * * Fyrir nokkru fór verzlunar-hlutafélag hér í Canada á höfuðið. Tapið, sem það olli viðskiftavinum sínum, nam hálfri fimtu miljón dala. Tala þessara við- skiftavina var um 800. Engin von er til þess fyrir þá, að fá þann skaða bættan í nokkrum gjaldeyri. Þar við sat . Þangað til nú fyrir skömmu, að einn af þeim, er hallann hafði beðið, ásetti sér að komast fyrir það. hvar ábyrgðin lægi í raun og veru; hvort hún lægi algerlega hjá honum sjálf- um, og öðrum þeim, er lánuðu félaginu vörur, í þeirri trú, að öllu væri óhætt, eða hvort hún kynni að liggja hjá fram- kvæmdastjórum félagsins, ráðsmönnum þess og endurskoðendum. Og ef svo væri, hvort ekki væri þá hægt fyrir hann ®g hina aðra, að eiga einhvern aðgang að þeim, en láta þá alla taka afleiðingum lagastafsins, ef ástæða fyndist til. Þessi maður heldur því fram, að þegar hann seldi félaginu vörur í fullu trausti, þá hafi það í raun og veru verið gjald- þrota, en hafi dulið það með því að borga hluthöfum, er forréttindi höfðu, ágóða af hlutafénu, ágóða, sem í raun réttri alls ekki var til. Hefði sá ágóði ekki verið greiddur, þá hefði hvorki hann, né fjöldi annara, sýnt félaginu það lánstraust, er olli fémissi þeirra. Máli sínu til sönnunar, fullyrðir hann, að félagið hafi gefið stjórninni víxil, en hafi svo reynt að koma sér hjá borgun, með því að segja að framtalning þess til stjórnarinnar hafi verið á skekkju bygð. Félagið greiddi stjórninni skyldur sínar, samkvæmt arðskýrslunni, og sömuleiðis bönkunum, en handa hinum 800 skuld- kröfumönnum hafði það ekkert, þegar til kom. t aprílmánuði borgar félagið arð af for- réttinda-hlutafé. Mánuði síðar skrifar það viðskiftamanni, er það skuldar, að því miður gæti það ekki borgað í augna- blikinu, en öllu sé óhætt, og skuldin verði greidd innan skamms. Sú staðhæfing varð að engu. Þessi maður var einn af þeim 800, er mistu alt hjá félaginu. Þeir höfðu enga tryggingu, nema drengskap- arorð félagsstjóra og endurskoðenda. Lögin mæla svo fyrir, að vexti megi ekki greiða af hlutafé, nema um veruleg- an arð sé að ræða. Maður þessi leggur nú þá spurningu meðal annars fyrir can- adiska dómstóla, hvort það sé sennilegt, að félagið hafi haft peninga til þess að greiða arðvexti 9. apríl, er það rúmum mánuði síðar, 13. maí, ekki gat staðið í skilum. * * * í mörgum löndum hefir sá siður lengi viðgengist, að hlutafélög og bankar sækj- ast mjög eftir því að fá í stjórn síná, eða geta talið meðal eftirlitsmanna, menn af háum stigum, me*ð óflekkuðu mannorði, að svo miklu leyti sem unt er í þessum heimi Fæstir af þessum mönnum hafa nokkurt verulegt vit á fjármálum eða við- skiftum, enda er ekki til þess ætlast. Nöfn þeirra eiga að vera almenningi trygging fyrir því, að peningunum til þessara fyrirtækja sé vel varið. Og vitan- lega láha þeir ekki nöfn sín þannig Pétri og Páli, heldur aðeins fyrirtækjum, sem þeir trúa að séu til þjóðþrifa. Þeir ráða engu um framkvæmdir, en er borguð há laun fyrir það aðdráttarafl, sem nafn þeirra og mannorð hefir. Ekki ber minst á þessu á Bretlandi, þar sem svo mikið ! er af háum aðli, og þar sem einmitt er svo unikið af ágætis mönnum meðal há- aðalsins. t En því miður verður almenningur oft að súpa biturt seyði af góðfýsi — og stundum peningaþröng — þessara manna. Meðal annars vegna þess, að sá skilningur hefir aldrei orðið almennur, þótt merki- legt sé, að menn, er fé sitt mistu, við hrun þessara fyrirtækja, ættu nokkurn aðgang að þessum eftirlitsmönnum, er með ár- legri undirskrift sinni samþyktu gerðir fyrirtækjanna, og ábyrgðust hag þeirra. Og þeir eru skjóttaldir, er farið hafa að dæmi aðalsmannsins mikla, og íslending- um ógleymanlega, Dufferins lávarðar, er dó snauður maður, af því að hann virti fangamark sitt og mannorð meira en iaga stafinn. Han var narraður inn í eitt slíkt fyrirtæki, er brast sem bóla. * * * Danir eiga máltæki á þá leið, að smá- þjófarnir séu hengdir, en stórþjófarnir séu látnir sleppa. Það er meira en lítið til í þessu, hvar sem farið er. Um sama leyti og Land- piandsbankinn mikli fór á höfuðið í Kaupmannahöfn, af svikum, með 300,- 000,000 króna tapi, án þess að nokkur af forstjórum hans eða eftirlitsmönnum fengi hegningarhússvist, var fátækum mannræfli, föður margra barna, stungið 8 máhuði í svartholið fyrir að hafa stolið brauðhleif af bakaraborði. Líkt þessu skeður alt í kringum oss; um allan heim; í dag, sem í gær. * * * Réttlætisgyðjan er vanalega sýnd með tvíeggjað sverð í annari hendi; jafnstiltar metaskálar í hinni, og samanbrotna þrí- hyrnu bundið fyrir augun. Þetta alt á að tákna hið blinda réttlæti, sem fer ekki að mannvirðingum. Því miður virðist oft meiri ástæða til að negja, að þessi mynd eigi að tákna réttlætið, blindað af mannvirðingum. Löggjöf allra landa virðist vera svo fyr- ir komið, að það sé býsna erfitt fyrir rétt- lætið að koma höggi á peningamanninn. Njóti maðurinn bæði mannvirðinga og allsnægta, virðist hann geta nokkurnveg- inn öruggur brotið öll borgaraleg lög, — að maður nú ekki tali um guðs lög — ef honum sýnist, rétt fyrir framan hið blinda auglit frú Justitiu, og án þess að hún nái að stinga hið minsta á honum með blóð- reflinum. Til þessa virðist helzt liggja tvent. Ann- að það, að nægt peningavald getur náð í þjónustu sína skygnustu og slungnustu lögfræðingum, sem alstaðar sjá smugur, eins og Eyjólfur Bölverksson forðurn. Hitt, sem vafalaust ræður þó meiru, eru vina og kun’ningjasambönd og ættar- tengsli. Og fáum rennur til rifja eymd ; hins snauða, sem enginn þekkir. Hún hefir vanalega ekki hátt um sig, gengur dulin frá fæðingu hans að feigðarósi. En fallið af hátindi gæfunnar, í hyldýpi ó- j virðingar og allsleysis, vekur meiri eftir- tekty og samkvæmt lögmáli mannlegs hjarta, samúðartilfinningu og drenglund, j og þeim hjálpræðisvilja, sem ekki dokar j við, til þess að spyrja eftir réttlætinu, og 1 þá ekki heldur, hvort það' gangi rétt yfir j alla. “Lítilmannleg landstjórn’L Svo nefnist gi'einarkorn í norsku blaði, “Fjordaposten”, sem gefið er út í Björgyn í Noregi. Blaðið er prentað á nýnorsku eða “landsmáli”, sem kallað er. Þessi grein hefir töluverð tíðindi að flytja, ekki lengri en hún er. Hún skýrir frá því, að á Stúdentafélagsfundi í Þránd- heimi hafi Asbjörn Lindboe lögmaður ný- lega talað um mál- og menningarbaráttu (Norðmanna). Vék hann að norrænni samvinnu í máli sínu. Kvaðst hann ekki vilja telja sig í flokki þjóðmálaskúma, en þó gengi það yfir sinn skilning, að Gunn- ar Knudsen (forsætisráðherra Norðmanna þá), skyldi hafa getað neitað íslending- um 1915. Þá hefði íslenzk sendinefnd komið til Noregs með leynd, og haft á boðstólum samning um persónusamband milli íslands og Noregs. Úr því að Norðmenn hafa nú loks hleypt kettinum úr pokanum, þá þætti vafalaust mörgum íslendingum fróðlegt að vita, hverjir þeir framsýnu stjórnmálanænn voru, er vildu eiga hlut í konungi með frændum vorum Norðmönnum, árið 1915. Þá hefðu og verið slegin vopn úr höndum j Dana, og þeim ekki gefist tækifæri til þess að sýna stjórnvizku og mannúð sína þrem árum síðar, 1918. “Afturgöngur”. Winnipeg er aö ýmsu leyti markverð borg, og er þó minst skrifað af sögu hennar ennþá. Eðlilega dylst það ekki lengi, að hún er korn- ung að áratali, frumbýlingsborg í frumbýlings- landi. Hún hefir mikintl auð; mikla starfs- Jcrafta, en listir alla.r og vísindi eru í bernsku. Borgin á ekkert almennilegt bókasafn; engan hljómlistasal; ekkert almennilegt leikhús. . Vís- irar eru að þessu öllu, sumir allgóðir, aðrir lé- legri. Og ekki er haegt að segja, annað með sanngirni ept að töluvert mikið sé hér af góðum jarðvegi fyrir lífræn fræ úr blómum listarinn- ar. Ahrifamikill og talandi vottur um þetta, er félag hér í bænum er nefnist “The Community Players of Winnipeg,’’ og margir kannast við. Leiklist sú, er oss Winnipegbúum er sýnd að jafnaði, er ekki á margá fiska. Engar ýkjur er að segja að svo líði langir tímar, að ekkert sem gagn eða dáð sé í að marki, sé sýnt á hinum opinberu leikhúsum bæjarins, — að vér nú töl- um ekki um ósköpin, sem sýnd eru á léreftinu — r.enia þegar við ber einstöku sinnum ag góðir leikarar koma að með flokk sinn. En sá galli er þó þar á að sá leikur verður oftast “stjörnu- skin,” þar sem einn eða tveir aðalleikendurnir bera af öllum hinum, sem ljón af hundi, svo samræmið í leiknum brjáLast um of. Er þetta mjög skiljanlegt, því ferðalög þessara leikflokka eru dýrari en svo, að hægt sé a.ð borga afburða- mönnum fyrir hvert hlutverk. “Úommunity Players” munu haía stofnað menn og konur, sem sáran. hafa. fundið til þess hve ábótavant var leiklistinni hér, í meðferð hlutverka og efnisvali, og þar a.f leiðandi ó- þroskuðum og afvegaleitfdum smekk áhorfenda. Þessi félagsskapur hefir a.f ítrasta megni reynt að ráða bót á þessu, með þvi að taka til með- ferðar veigamikil listaverk, og gera þeim þan skil er bezt eru á valdi manna, sem ýmsa aðra atvinnu stunda og geta ekki helgað listinni nema hjástundir sínar. Félaginu hefir tekist svo vel að sýna alvöru sína, vilja og getu í þessum efnum, að það á . skilið opinberlega viðurkenningu, og þakklæti allra þeirra er fögrum listum unna. « Og ekki er mér síður ánægja. að greiða þá skuld sökum þess, að íslendingar hafa lagt fram sinn skerf I til þessa flokks. Mr. O. A. Eggertsson er í. ( stjórnarnefnd félagsins og aðrir mætir starfs- I menn, eru þau Miss Tannis Carson og Mr. , John Tait. Félagið réðist nýlega í það stórvirki að 3eika "Afturgöngur’’ eftir Ibsen. Eg fór ekki með J sérlega glæstum vonum; hafði aldrei séð leik hjá þessu félagi; enda er það skiljanlegt, þegar maður er vanur því að hafa séð Ibsen eins og I hann verður leikinn bezt. Og einmitt úr þessty ■ leíkriti stóð mér fyrir hugskotssjónum hin dá- I samlega frú Alving, er hin guðdómlega leik- kona frú Betty Hennings.. iklæddi holdi og j blóði á leiksviðinu, af þvílíkri snild og anda- J gift, að þar kleif hún máske hæstan tind á sinni fágætu og undursamlegu listabraut. Eg fór þó ekki í þeim hug að bera saman, enda skyldi það enginn gera, sem einhvers ætlar a.ð njóta. En eg bjóst satt að segja við að Ibsen yrði nokkuð torveldur viðfangs fyrir leikend- ur, er ekki ihafa stöðugar æfingar, né gamla erfðávenju að baki. Mér liggur við að segja, að eg yrði fyrir skemtilegum vonbrigðum. Eg varð hissa á hvað leikendurnir risu undir Ibse» garríla. .Nancy Pypcr, 1ék Mrs. Alving stórkostlcga vel, þegar tillit er tekið til þeirra kringumstæða, er eg hefi þegar minst á. Leikur hennar var hvergi óeðlilegur; eji mjög jafn og samræmur frá upphafi til enda. Henni tókst einnig á- gætlega að ná tilætluðum svipbrigðum og lit- brigöum róms og geðs, án þess að pina sig, eða. reyna á sig á nokkurn hátt. Frú Alving var niikil og vegleg kona í höndum henn- ar, og HJenrik Ibsen gat rólegur leg- ið í gröf sinni hennar vegna. Það fer ekki hjá því að frú Pyper er frábærum leikarahæfileikum gædd. Regina mistókst i meðferðinni hjá Norriie* Duthic. Regina er langt frá því að vera slík grissa, eins og Miss Duthie sýndi. En hún leit vel út, að því frádregnu, að hún var altof smurð í fra.man. Landi okkar, John Tait lék Eng- strand föður Reginu, og gerði það yfirleitt vel. Það var nokkuð mikill asi á honum, sérstaklega í samtölunum við dóttur sína, og kann að stafa nokkuð frá hve litla hjálp hún veitti honu í leiknum en likara þó að leikstjóranum sé þar um að kenna. Yfirleitt mátti helzt finna það að leiknum í heild sinni, að leikendunum væri ekki almennilega gefinn tími til a,ð átta sig. Það þarf ekki sérstaklega að setja “pep” í Ibsen né Afturgöngurnar. Engstrand varð tæplega eins hundslega fleðu- legur, eða barmafullur af hræsni, í meðferð Taits, eins og höf. gengur frá honum. Annars kvað Tait hafa breytt leik sínum nokkuð í þá áttina síðar, og er vel farið. Manders prestur va.r nokkuð flausturslegur og flumúsa hjá Gcorgt WUliams, en ekki ósennilegt að það sé leikstjóranum að kenna, fult eins mikið og leikaranum, sem viða sýndi góð tilþrif. Leikur hans va.r einna ójafnastur, enda er hann erfitt hlutverk að glíma við, þessi heiðursprestur, með öll sjálfs- blekkingarárin á baki sér, beygður og þræibundinn af aldavenju; ó- frjáls þræll embættissiða, sem a.ldrei hefir þrótt né skilning til að horfast í augpt við lífið, voldugt, nak- ið og miskuna.rlaust eins og frú Al- ving hefir gert það. En það hJýtur að vera hægt að fá meira út úr Mr. Williams, en þa.rna fékst. Oswald lék Winston McQuillan. vel, sumstaðar afbragðsvel, sérstak- lega, þegar fram í sótti. Leikur þeirra mæðginanna í síðasta þætti, t aðdragandanum að hinu afskap- lega hástigi leiksins, var mikil list, svo að .aJgerlega gleymdist að maður var að horfa á “amateur”” leikend- ur, í ófullkomnu leikhúskríli, í norð- urhluta Winnipegborgar. Eg hefi skrifað svo rækilega um þetta af því, að mig langar til þess aö landar mínir, veiti þessum leikflokk og starfsemi h^ns þá eftirtekt sem hann á skilið. Ekkert er ágætara uppeldismeðal meðal lista, en góð leikhús. Vér erum ekki vel stadd- ir í þeim efnum, Winnipegmenn, en sé þessi leikur gott sýnisthorn a.f leikment félagsmánna þá fer hver al- mennilegur maður, er leiki þeirra sækir, auðugri út, en hann kom inn. Og þá þykir mér sýnt, að ekki líði ntargir áratugir unz óhætt fer að verða að mæla leikment Winnipeg- búa á mælikvarða hárrar listar. ' S. H. f. H. Athugasemdir Lögbergs við ársskýrslu Onítara. I síðasta blaði “Lögb.’’ 3. þ. m. er getið ársskýrslu og ársbókar am- eriskra Unítara Kirkjufélagsins í Boston. Kaflar eru birtir er standa eiga í ritum þessum, og koma Islendingum við, bæði hér vestra og heima á ættjörðinni.” Við kafla þessa bætir ritstjóri skýringum frá eigin brjósti —- einkar viðkvæmum, en eigi óvanalegum. Nefnir hann ritsmíg þessa —kaflana og athuga- semdirnar einu nafni: “Grundvöllur- inn að guðsríki lagður á meðal Vest- ur-Islendinga.” Sennilega mun þó þessari fyrirsögn eigi vera ætlað að ná yfir “þýddu kaflana”, heldur einungis yfir athugasemdirnar, eftir efni þeirra að dæma. Vér verðum að kannast við það, að, fyrst í svip, kom oss þessi rit- gerð dálítið kynlega fyrir. Oss fant vera brugðið venju. Vér mundum ekki eftir að hafa séð neitt sem teljandi er, í blaðinu, um Únít- ara og starfsenii þeirra nú um all- nokkurn tíma — ekki síðan á dög- um “ÞræLaJifsins.” Vér vissum og líka, að bannað var að nefna Bost- on í “Lögb” á sama hátt og kaþólsk- um manni kjöt á föstunni. Hvað- DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. an kom oss Unítörum þá þessi kær- leikssending rétt upp úr aðventunni, þessi bróðurlega kveðja, strax upp úi afmælishátíð, kristninnar, þessi hugulsemi nú rétt fyrir jólin ? Ö- hugsandi var að geta leyst úr þeirri spurningu nema með því að lesa ritgjörðina. Svo vér settumst niður og lásum. En það var ekk*i aúðunnið verk. Strax i þriðju málsgreininni vorum vér reknir í vörðurnar. En svo skulum vér játa það að gamli pré- dikunarstillinn hefir jafnan verið oss torráðinn. . Við nákvæman leítur miun þó mega ráða í efni rit- gjörðarinnar og tilgang höfundar- ins með henni. Hvorugt er veru- Iega ljóst og þó eigi djúpt falið. Efnið er þetta: Ritstjóranum berast upp í hend- urnar Arsskýrsla og Arsrit The Am- erican Unitarian Association. Sín greinin er í hvoru þessara rita sem honum þykja tíðindum sæta og eiga umgetningar skilið í “Lögb.” Sú í Arsskýrslunni er um vöxt og við- gang hinna frjálslyndu kirkjumála meðal vor hér vestra. Er hún samin af Rev. Elmer S. Forbes. Hann er einskonar eftirlitsmaður félasins ineð hinum frjálslýndu hreyfingpitn inn á við, á meðal hinna útlendu þjóðflokka í landinu. Hin er í Arbókinni, fáort yfirlit yfir upp- runa og þroska víðsýnisstefnunnar nieðal þjóðarinnar heima. Er þar fljótt yfir sðgu farið og eigi nema örfáir menn tilnefndir af ölurfi fjöld- anum, er rutt hafa hinni nýju stefnu braut. Greinarstúf þenna, úr Arbókinni, þýðir ritstj. allann og.birtir án nokk- urra ummæla. Virðist hann ekk- ert hafa við hann að athuga og má því ætla að hann sé því öllu sam- dóma seni þar e^ sagt. Annað er þar auðvitað ekki sagt en sa,tt er og a’lir vita.' Og það er jafnan erfitt að bera það til haika og segja ósatt. Þess er getið að háskóli Islands eigi skylt við Harvard háskólann að því leyti sém við hann rikir andi rann- sóknar og umburðarlyndis á sviðum trúarbragðanna. Bent er á að und- antekningarlítið séu kennararnir hlyntir unitariskum eða frjálslynd- um kristindómi. Skýrt er frá að allir hinir meiri rithöfundar og fræðimenn ' þjóðarinna.r heyri til hinum stóra og sívaxandi hóp frjáls- hugsandi manna. Þessu er ritstj. samþykkur. Hann veit ,að það er satt. Hann mót- mælir því ekki. Hann langar til að segja lesendum “Lögb.” frá þessu. En hann vill ekkj þurfa að gjöra það frá eigin brjósti, svo ’hann notar greinarstúf þenna til þess, og á hann heiður skilið fyrir það. Með þvi að birta greinin.a. vill hann benda félagsbræðrum sínum á hvernig kom- ið sé fyrir kreddulærdóminum a Islandi. Greinina úr Ársskýrslunni, eftir Rev. Mr. Forbes þýðir ritstj. ekki, heldur tekur upp nokkrar setningar úr henni og gjörir við þær athuga- semdir. En gallinn er sá að at- hugasemdirnar tfiga eingöngu vii^ þýðingu eða orðalag ritstj. sjálfs en ekki við frásögn Mr. Forbes. Mr. Forbes segir hvergi í skýrslu sinni það sem ritstj. leggur honum í munn. Hann getur þess hvergi a.ð séra Eyj- ólfur J. Melan sé “hinn ákjósan- legasti brautryðjandi’’, þó þa.ð mætti til sanns vegar færa. Forbes segir: “Mr. Melan, the minister, is preach-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.