Heimskringla - 27.01.1926, Síða 6
V
6. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. JAN. 1926.
i
Elinor og símritið
“í>að er allmikil æsing á hveitimarkað-
inum. Þess er getið til að einhver verði
gjaldþrota í dag, en eg veit ekki hver.”
“Hvoru megin er hr. Grimwood?”
“Þetta er heppileg spurning, ungfrú Clin-
toeh, sem sýnir að þér skiljið ásigkomulagið.
Allir vilja vita hvoru megin hann er, en hann
hefir hingað til verið afskiftalaus.”
Á næsta augnabliki varð Elinor að gegna
skyldu sinni, og allan daginn ómaði símritið
til Grimwoods í eyrum hennar: “Þá lendir
hann í reglulegum vandræðum.”
Ef hún að eins hefði getað gefið honum
bendingu. En hún hafði gefið Sandys loforð
sitt. Þó að'hún slepti nú stöðu sinni, til
þess að frelsa þann mann, sem hún elskaði,
og sem elskaði hana, væri það samt sem áður
sviksamlegt að aðvara hann. Hún gat ekk-
ert gert, og varð að láta ait afskiftalaust. Þeg-
ar hún hafði lofað að þegja, grunaði hana
ekki hve hörð reynsla yrði á vegi hennar.
Gamli Grimwood kom nú sjálfur að grind-
inni, og glöggu augun hans virtust stráx lesa
hinar duldu hugsanir hennar. Hann sagði
ekkert og gekk burt, þegar hann hafði fengið
henni símritið, sem var til umboðsmanns hans
í Chicago, og var þannig orðað: “Alt gengur
eftir óskum.”
Hún stundi þegar hún sendi þessi fjögur
orð eftir línunni.
Þegar Elinor yfirgaf kauphöllina þá um
kvöldið, vonaði hún að hitta ekki Howard. Hún
áleit ó.mögulegt fyrir sig að tala við liann núna.
Hún hraðaði sér því ofan hliðargötu, en var
ekki komin langt, þegar kunnug rödd kallaði
til hennar.
“En Elinor! Hxað á þetta að þýða? Hvers
vegna hléypur þú frá mér? Eg gat naumast
trúað mínum eigin augum, þegar eg sá þig
hlaupa ofan götuna.”
“Eg hélt að þér hefðuð átt svo annríkan
dag, að þér gætuð ekki fylgt mér heim.”
“Þér vitið vel. að eg vil ekki missa af skemti-
göngu minni með yður, þrátt fyrir alt heimsihs
hveiti; og þó verður þessi dagur verður endur-
minninga; eg hefi keypt alt hveiti, sem eg hefi
getað náð í, og á morgun held eg áfram að kaupa
eg voga aleigu minni í þetta skifti; og á morg-
un Vbrð eg annaðhvort stórríkur maður, eða
alveg eyðilagður.
Elinor stundi. “Varaðu hann við liætt-
unni,” sagði innri rödd hennar. “Mundu eftir
loforði þínu,” sagði önnur.
Loksins sagði hún seinlega: “Eg vildi
heldur vera íátækasta vinnukona í fátækleg-
asta kofa, heldur en að lifa slíku lífi.”
“Það vil eg líka, en nú er þessum lífshátt-
um lokið. Annað kvöld yfirgef eg kauphöll-
ina, annað hvort sem miljónari eða betlari. Eg
sækisfc ekki eftir peningum sjálfra þeirra
vegna , en mig iangar til að ná þeim, til þess
að útvega annari persónu kvíðalausa fram-
tíð.” —
“Gerðu honum a,ðvart,” sagði aftur innri
rödd hennar. “Þu hefir veðsett heiður
þinn,” sagði önnur.
Þau voru nú komin að götuhorninu, og
Elinor sagði fljótlega, án þess að líta á hann:
“Gerið svo vel að yfirgefa mig hérna; eg vil
helzt ganga alein heim.”
“En Elinor, þér eruð náfölar; hvað geng-
ur að yður?”
“Eg er þreytt, dagurinn hefir verið ann-
ríkur.” -
“Auðvitað; og svo ama eg yður þar á ofan
með viðskiftum mínum. En hvers vegna má
eg ekki fylgja yður heim?”
“Af því eg vil helzt vera alein. Viljið
þér ekki gera það, sem eg bið yður um?”
“Þér vitið að eg vil alt gera að ósk yðar.”
“Þá skulum við skilja hér.”
Daginn eftir byrjaði Grimwood á ófriðn-
um. Hann vildi selja hveiti, og undir eins
fóru aðrir að hans dæmi.' Howard var sá
eini sem keypti, en hann keypti líkt alt, sem
hann gat náð í. Að síðustu fór Grimwood
að hika við söluna, og bauð ekki meira hiveiti,
meðan Howard rétti úpp hendina og hróp-
aði: “Eg kaupi hveiti,! Hver hefir nokkuð að
selja? Þér hr. Grimwood?”
“Eg vona að þér getið borgað það, sem
•þér hafiö fengið,” tautaði Grimwood, en bauð
ekki meira til sölu.
“Heyrið þér, Grimwood, þér getið áreið-
anlega enn þá selt tíu þúsund mælira. Eg
skal lækka verðið. En fleiri boð voru ekki
gerð.
Enginn vissi hver fyrst mundi fá sannleik-
ann að vita; og nú komu símrit streymandi
frá Chicago. Nafnið Hutchinson rann eins
og rafmagnsstraumur gegnum fjöldann. Gamli
Hutchinson hafði líka keypt ^hveiti — Verðið
hækkaði ósegjanlega fljótt og mikið, og verð-
ið á brauði fátæka mannsins, hækkaði um
alt landið, til þess að fáeinir gróðaþrallsmenn
,í Chicago yrðu ríkir.
Þegar Howard fékk að vita sannleikann,
hvarf æsing hans á einu augnabliki, og hann
leit til símritaskrifstofunnar.
Nafnið Hutchinson færði honum vissu um
að hann hafði grætt; hann var alt í einu orðinn
að miljónera.
Grimwood hafði orðið fyrir miklum skaða,
en andlit hans var óbreytanlegt, og þegar hann
nálgaðist Howard lék bros um varir hans.
“Þér hafið fengið góðar bendingar, hr.
Howard, og þó hélt eg að við hefðum geymt
leyndarmál okkar svo vel.”
“Við? Voruð þér líka að kaupa hveiti?”
“Já, vissuð þér það ekki; þá hafiö þér
ekki notið eins góðrar fræðslu og eg hélt. Um-
boðsmenn mínir kaupa alstaðar annarstaðar,
meðan eg seldi hér. Eg segi yður þetta, svo
að þér eyðið engri samhygð fyrir mig. Auk
þesis munuð þér missa hvert cent, sem þér
hafið grætt í dag.”
“Getur verið, en mínir peningar skulu að
minsta kosti ekki lentla í yðar vasa. Undir
eins og viðskifti mín eru komin í lag hér legg
eg af stað í brúðkaupsferð mína til Evrópu.”
“Hún hefir þá ekki sagt yður neitt?”
“Eg hélt máske, að símritastúlkan hefði
gefið yður bendingu, en mér hefir skjátlað.”
Howard gekk einu skrefi nær honum, og
krefti hnefann ósjálfrátt.
“Nefnið þér ekki nafn hennar, heyrið þér
það? Þér hafið þá aftur verið á ferðinni
með yðar gamla undirferli, og látið senda yður
ljúgandi símrit, vonandi að hún mundi sýna
mér þau. Nú, við viljum bæði fyrirgefa yð-
ur sökum hins mikla göfuglyndis yðar. Af
hinni miklu upphæð, sem ' þér skuldið mér,
ætla eg að taka jafnstóra upphæð og eigur
hay^ ,voru, áður en þér eyðilögðuð hann — eg
á við föður hennar — og gefa henni hana í
brúðargjöf. Svo hefi eg ekki meira að segja.
Verið þér sælir.”
Salurinn v^r nú næstum tómur. Howard
gekk hröðum skrefum að grindinni, þar sem
Elinor stóð ferðbúin.
“Viljið.þér senda símrit fyrir mig, ungfrú
Clintoch ? ”
“Já, velkomiðf,” svaraði hún.
Hann skrifaði það, og hún snéri sér við
að áhöldunum.
“Viljið þér ekki lesa það fyrst?” spurði
hann. |
Hún leit á blaðið.
“Kæri hr. Sandys,” stóð þar, “eg leyfi mér
að segja upp stöðu minni, sem símritastúlk|a.
Eg ætla að gifta mig áður en langt líður, og
fer til Evrópu með manni mínum
Elinor Clintoch.’
“Eg held,” sagði hún brosandi, “að þar
eð herra Sandys hefir ^erið mér svo ‘góður,
að réttast sé að eg segí honum frá uppsögn-
inni munnlega. Það hefir þá verið rétt að
kaupa hveitið?”
“Alveg rétt, eins rétt Elinór, og að efna
loforð sitt.”
“Það gleður mig að þú veist það,” svar-
aði hún. ,
Þvaður.
Kata Morgan var,ein af ungu stúlkunum,
sem bezt var liðinn í Heathdown; engin súkku-
laðiveizla eða kaffidrykkjusamkoma var álit-
in nógu fullkomin, ef hún tók ekki þátt í þeim.
Hún var alt af miðdepillinn í gamansömuni
hóp, því hún var álitin að vita alt og þekkja
alla í bænum og umhverfi hans, og þeir sem
engin blöð keyptu, voru vanir að segja, að
samræður við Kötu væru alveg eins góðar og
að lesa dagblöð. Hún vissi um alt, sem
fram fór í Jdeathdown, hv^rjar persónur hefði
trúlofast, og hverjar voru að því komnar að
gera, það, hver sem ætlaði að skifta um vist-
ir, og hve mikið sá og sá græddi, og um alt
annað, sem samvistafólk hennar hafði áhuga
á. —
Kata -vissi ínjög vel hvaða l^æfileikum hún
var gædd.
“Eg er ekki,” var hún vön að segja, “af
þeim flokki manneskja, se msitja þöglar eins og
klettur, stund eftir stund, svo að fólki verður
á að geispa af tómum leiðindum, að eins af
því, að horfa á mig. Nei, eg hefi alt af éitt-
hvað að tala um, og er líka sannfærð um, að
saumastofan okkar hjá Greyberrys, er sú
skemtilegasta í öllum bænum.”
Bróðir KÖtu aðvaraði hana raunar stund-
um og sagði, að hún ætti að gæta þess að
verða ekki að þvaðurstúlku, og hann lýsti fyr-
ir henni lítið aðlaöandi mynd af henni sjálfri,
eins og hún myndi koma fyrir sjónir, þegar
hún yrði eldri. ' Skrafgjörn kerling með lín-
húfu.og gleraugu, sem rölti frá hiisi til húss
til að drekka kaffi og flytja slíröksögur, en það
leit ekki út að hún tæki meira tillit til að-
varana hans og spádóma, heldur en hinna
blíðu áminninga sunnudagaskóla kennarans.
Hann hafði nefnilega líka tekið eftir hve
skrafgjörn hún var, og mint hana á, hve nauð-
synlegt það er fyrir okkur öll, að biðja guð að
hjálpa okkur til að gæta dyravara okkar, svo
að blíða og sannleikur ráði mestu í tali voru.
Einn daginn sáu stúlkurnar í saumastofu
Greyberrys svo greinilega í augnatilliti hennar,
að hún géymdi hjá sér einhverja mikilfenga
nýung. Hún byrjaði líka strax að koma með
bendingar um, “að þær skyldu bráðlega fá a$
heyra nokkuð markvert,” og “að þegar vissar
persónur væru farnar, ætlaði hún að segja
þeim nokkuð.”
Alt þetta vakti auðvitað 'mikla forvitni
hjá ungu stúlkunum, einkum þegar Kata sagði,
::að það væri ekki alt gull sem gljáði,” og að
sig hefði nú um langan tíma grunað þetta, þó
hún hefði ekki minst á það með einu orði, þar
eð hún vildi ekki tala ilt um aðra, nema hún
væri sannfærö um að það væri satt.
Litlh síðar var Alice Meadaws, mjög kyr-
lát og dugleg saumastúlka, beðin að koma óf-
an í búðina, og þar eð sú, sem fötin sneið, var
heldur ekki til staðar, leit út fyrir að Kata á-
liti tímann nú vera hentugan, til að koma með
leyndarmál sitt. ,
“Nú skal eg segja ykkur,” sagði hún, “en
þið verðið að lofa því áreiðanlega, að segja
ekki einni einustu manneskju frá því, sem þiö
nú heyrið.”
“Nei, þú getur þó friiyndað þér að við
gerum það ekki, Kata,” ómaði frá öllum hlið-
um, um leið og stúlkurnar hópuðust saman til
_áð heyra þessa markverðu nýung.
“Nú jæja, eg get sagt ykkur, að í þessari
saumastofu eru til langfingraðar manneskjur.
Það verður einhvers saljnað hér, áður en langt
um líður, það megið þið rí*iða ykkur á, og svo
lendir grunurinn á okkur. Eg er sannfærö
urix að hér er ein, sem eg ekki þarf að nefna.
sem tekur ýmislegt til sín af því, sem hún get-
ur náð, og það hefir líka alt af verið eitthvað
í andliti hennar, sem eg hefi ekki kunnað við.
Þið hafið líka eflaust tekið eftit því, að hún er
alt af út af fyrir sig, og hún var líka sú eina,
sem ekki vildi gefa fyrverandi klæðskerakon-
unni okkar neina gjof, þegaj- hún fór. Nei,
mér hefir aldrei geðjast. að henni, og eg veit
hvernig á að ráða svip manna.”
“Er það í raun og veru Alice Meadows,
sem þú átt vifV?” spurði ein af stúlkunum.
“Mér finst nú ekki viðeiganídi að lítilsvirða
hana á þpnna hátt, þegar hún er ekki til stað-
ar. Hún verður að ala önn fyrir vesalings
gömlu möinmu sinni, svo það er engin furða,
þó hún vildi ekki gefa Emilie neitt.”
“Eg fer ekki, með ne^tt þvaður,” sagði
Kata, “eg tala að pins um það, sem eg veit
með vissu. Alice Meadows er ekki lieiðar-
leg; eir hún er svo hræðilega fátæk, að freist-
íngin er ósegjanlega mikil. En samt sem
áður finst mér, að frú Greyberry ætti að vita
þetta, en húp hefir nú alt af verið svo hrifin
af Alice, og álítur hana hafa svo nrikið feg-
uröarvit.”
Rata hafði með leynd Öfundað Alice Mea-
dows um langan tíma, og reyndi því alls ekki
að dylja þá uppgötvan, sem hún hafði gert,
með tilliti til óheiðarleiks félagssystir sinnar.
“En Kata, hvað er það, sem þú hefir upp-
götvað um Alice? Hún kemur bráðlega aft-
ur, hún fór ofan til að tala við frú Terrier, um
breyting á kápunni hennar.”
“Munið þið ekki eftir súkkulaðilita þykk-
silkinu, með mjóu, hvítu röndunum — sem
við söknuðum öm daginn?”
“Jú, við munum það vel. Það var ein-
hver stúlka, sem tekið hafði eftir því fyrir
nokkru síðan, og kom og spurði hvort það væri
enn til í verzlaninni, og svo sendi frú Witters
boð hingað upp og spurði hvort við vissum
nokkuð um það. En það fanst hvergi, og
engin nlundi eftir, að það hefði verið selt.”
“Það var lán fyrir Alice, að hún átti frí
þenna dag,” sagði Kata, annars hefði andlít
hennar máske komið upp um hana.”
“Hvað þá, Kata, þú átt pó ekki við að
hún hafi tekið þetta þykksilki?”
“Jú, það er einmitt það, sem eg held. Það
vildi svo til, að eg gekk fram hjá glugganum
hennar í gærkvöldi. Þið vitið hvað bjart er
um það leyti sem við hættum — nú, svo leit
eg inn um gluggann, og sá Alice sitja við
sauma í herberginu, og eins áreiðanlega og eg
sit hér, yar hún að sauma þetta saknaða þykk-
silki. Það er ekki auðvelt að vita hve mikið
hún hefir tekið auk þessa; en mjög leiðinlegi
er það, að við verðum að hafa slíkar persónur
meðal okkar. Þey! þar kemur hún. Þið
látið ekki bera á því, að eg hafi uppgötvað
þetta! en. þegar frú Greyberry kemur aftur,
ætti þó einhver að segja henni þetta.”
Alice Meadows kom nftur inn í sajima-
stofuna glöð í skapi, Því frú Ferrier hafði ver-,
ið mjög vingjarnleg við hana. Hún hafði j
spurt um líðan móður hennar, og lofað að !
senda henni nokkrar víndrúgur og soðhlaup.
Þetta hafði ollað henni mikiriar gleði, og það
var ekki fyr en ‘hún var búin að sitja nokkra i
stund, að liún fann að loftið í kringum sig var i
svo kalt og þungt. Það var eitthvað svo |
undarlegt, grunsamt og fráhrindandi í augum
samvistarsystra hennar. Þær sátu og töluðu
sín á milli, en engin talaði eitt orð til hennar,
tvisvar sinnum bað liún einhverja að rétta sér
eitthvað, og það var gert án þess að segja eitt
orð.
Stúlkumar voru mjög gramar yfir því, að
Alice hafði verið svo djörf að stela þykksilk-
inu, sem þær vissu að hún var of fátæk til að
hafa keypt það. Hún hlaut að vera afar
fölsk og lævís. Þær líktu henni í huga sín-
um við Faríseann, því hún vanrækti aldrei að
fara í kirkju, og var yfirleitt mjög ráðvönd og
guðhrædd — og samt leyföi hún sér að stela
frá húsmóður sinni.
Alice gat ekki varist því, að taka eftir
hinni óvingjarnlegu framkomu gagnvart sér,
en fyrst áleit hún að það orsakaðist af liinum
slitnu, svörtu fötum hennar — ’þær voru á-
valt í svörtúín fötum lijá frú Greyberrys — en
hinar vinnustúlkurnar, - sem flestar áttu vel-
megandi foreldra, komu alt af í nriklu betri og
nýrri búningi en hún.
Mannorð er ekki vant að hverfa fyrir það,
að vera endurtekiö. Það varð bráðlega talað
um það í öllurn bænum, að Alice Meadows
væri mjög fingralöng, og að liún liefði tekið
verðmikinn dúk frá frú Greyberrys og Veðsett
! hann, við þaö bættist bráðlega, að hún hefði
j líka tekið úr peningaskríniiíu, og endaði með
j því, að hún væri opinber þjófur, senu áður en
j hún kom til Heathtown, hefði veríð hegnt
j mörgum sinnum.
Búðarfólkið fékk 'smátt og smátt óákveð-
j inn grun um, að maöur gæti ekki treýst Alice.
i og frú Withers, sem stjórnaði | öllu fyrir frú
Greyberry, meðan hún dvaldi við laugar, tii
þess að styrkja sinn veikbygða. líkama, fór
j h'ka, ánjþess að vita nokkuð ákveðið, að fá
j grun um, að Alice væri ekki, eins og hún ætti
j að vera, og að það væri skylda síil að reka
! hana úr vistinni.
Það var eins og loftið væri þrungið af van-
] trausti á Alice, og frú Wíthers, sem var að
eðlisfari viðkvæm og kvíðandi, varð að lokum
hrædd um, að þessi vesalings stúlka, sem svo
margt ilt var talað um, kynni að standa í sam-
bandi við þjófahóp, og að innbrot kynni að
eiga sér stað í verzlunarhúsið, meðan eigand-
inn væri fjarverandi.
Frú Withers réði mestu í saumastofunni,
og hún var meðeigandj stofnunarinnar, og frú
Greyberry liafði, áður en hún fór, géfið henni
ótakmarkað vald til að stjórna öllu eftir eigin
geðþótta. Eftir margar kvíðandi íhuganir,
afréði hún að lokum, að losa saumastofuna
frá þeim hættum, sem stafaði af nærveru Al-
j ice þar. ‘ Einn morguninn bað hún ungu
| stúlkuna að koma ofan í prívatstofu frú Grey-
j berrys, og sagði henni þar upp vistinni, um
leið og hún borgaði henni vikulaunin fyrir-
fram, í stað þess að gefa henni viku fyrirvara,
samkvæmt samningnum.
“Þér þurfið ekki aö koma hingað aftur,”
sagði hún, ákveðin í því, að losna við hana
eius fljótt og miVgulegt var, “ejns og nú stend-
ur, eigum við ekki mjög annríkt, og getum
þess vegna verið án yðar.”
Það lá við að Alice félli í ómegin, af sorg
og örvilnan. Hvernig áttu þær nú að geta
■borgað húsaleigu sína, og hvernig gat hin
veika móðir hennar fengið alt, sem hún þarfn-
aðist, unz Alice gæti fengið sér nýja stöðu?
Veiki móðurinnar og margar nauðsynjar,
höfðu hindrað dótturina frá, að spara meira en
fáein pund.
“Eruð þér þá ekki ánægðar með mig,
frú?” stamaði hún. “Ef að þér að eins vild-
uð segja mér, hvað þér eruð óánægðar með —”
En frú Withers var of nrikil- gunga til þess,
að geta sagt vesalings stúlkunni. að hún væri
,grunuð um þjófnað.
“Þessar kyrlátu og óframfærnu manneskj-
ur, geta verið afar djarfar,” liugsaði hún með
sjálfri sér, og gekk svo út úr stofunni, um leið
og hún afsakaði sig með því, að það væri ein-
hver sem kallaði á hana gegnum telefóninn.
Mjög sorgmædd gdkk Alice út. til þess að
tína saman smámuni þá, sem hún átti upp í
saumastofunni.
“Eg kem hingað ekki aftur,” sagði hún
með örvilnunarróm, sem fleiri en einni af
ungu stúlkunum sárnaði afar nrikið. “Frú
Withers hefir rekið mig úr vistinni.”
“Þetta er alt saman rétt og eðlilegt, lienn-
ar eigin samvizka segir henni, hvers vegna
hún var rekin héðan,” sagði Kata Morgan,
þegar hún var farin út, en samt voru sumar
af stúlkunum, sem hugsuðu um hina veiku
móður hennar þar heima, sem þær bjuggu, og
sumar hugsuðu líka uni; að líta inn til Alice,
til þess að vita, hvort hún hefði ekki þörf á
hjálpandi hendi nú, þegar hún hafði enga atp
vinnu. Og þó — þessi vingjarnlegu áform
urðu aldrei annað en hugsanir, sem Alice hafði
ekkert gágn af.
Hún var ekki af þeim flokki kvenna, sem
sorgin gat alveg eyðilagt. — Hinar mörgu
þjáningar lífsins, höfðu kent henni sjálfstjórn;
en þegar hún kom heim, og var neydd til að
segja móður sinni, að hún hefði verið rekin
úr vistinni — þá grét hún raunar, eins og
hjarta hennar ætlaði að springa. Þær höfðu
að sönnu nóg að lifa af eirin mánuð, en hvað
tók svo við?
“Hvað svo skeður, barnið mRt?” sagði
móðirin með óbilandi trausti á guð. “Heldur
þú að hann, sem fæðir hrafnana, muni yfirgefa
okkur? Hinn almáttugi guð mun áreiðan-
lega gefa okkur það, sem við þörfnumst; nrisk-
unn hans og góðsemi er óbreytanleg, þó alt
annað breytist.”
%
l
I