Heimskringla - 10.03.1926, Síða 6
6. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 10. MARZ, 1926
Víkingurinn.
Söguleg, józk skáldsaga, frá 14. öld.
Eftir
CARIT ETLAR.
Sama kvöldið, litlu eftir miðnætti, læddist
maður í gegnum stóra garðinn, sem umkringdi
hölUna á þrjá vegu. Hann var klæddur afar
stórri káþu, sem huldi líkama hans gersamlega,
en hve beinvaxinn hann var, og liðugi og hraði
gangurinn, þar sem hann læddist fram hjá
runnunum heim að höllinni, gaf í skyn að hann
væri af heldri stigum.
Fyrir utan einn af gluggunum gaf hann
litla bendingu, samstundis voru dyrnar út á
svalirnar opnaðar, og hvítklædd stúlka kom
út, laut yfir brjóstriðið og heilsaði með hand-
arbending.
“Komdu ofan til mín, svo eg geti séð þig,
litla stúlkan mín,” hvíslaði maðurinn.
“Ó, nei,” svaraði hún, við látum það vera;
eg er svo hraádd.”
“Vertu óþrædd Kristín; óhultara iiggur
ekki ungbarn við brjóst móður sinnar, heldur
en þú skalt vera hjá mér.”
“í>ú skilur mig ekki Álfrekur," svaraði
Kristín í vingjarnlegum en ásakandi róm, “eg
hugsa ekki um sjálfa mig, því hvað ætti eg að
hræðast hjá þér? Þú ættir að vita að ást
kvenmanns er traust hennar, en eg er hrædd
um þig. Þú er friðlaus maður í þessari bygð.
aí 'því þú í einvígi hefir felt son Nikulásar
Limbekks! Riddarinn hefir njósnara sína
alstaðar og eg heyrði í gær, að nokkrir þeirra
hefðu verið að læðast hér í kringum röllina.”
“Lénsmaðurinn verður að sjá um sig,”
svaraði ungi riddarinn alveg óhræddur. “Eg
gef reiði hans eingan gaum. Miklu fremur
þrái eg vingjarnlega kveðju frá þínum fögru
vörum, opnaðu þessvegna dyrnar þínar og
komdu hingað ofan til mín,. elskaða heytmey
mín ,svo eg geti lesið gæfu mína í augum þín-
um.” — - x
“En nóttin er svo dimm.”
“Þegar dagur rennur upp, byrjar nóttin
fyrir migsagði Álfrekur hryggur, “og það er
að eins iítið eftir af mínum degi.”
“Nú jæja, eg skal verða við ósk þinni, og
þú skalt fá vilja þínum framgerigt,” svaraði
Kristín. “Bíð þú litla stund, svo kem eg til
þín.”
Hún lét dyrnar út á svalimar standa opn-
ar, litlu síðar opnuðust garðsdyrnar, og Kristín
læddist út til biðils síns. Þau yfirgáfu nú
opna svæðið fyrir framan höllina, og leiddust
út um dimmu gangana, meðan þau töluðu svo
lágt, að erfitt var fyrir nokkurn mann að heyra
orðaskil. Þó voru það blíð og ástrík orð,
sem þau töluðu; það var ástarinnar auðuga
mál með öllum þess fyrirheitum, sem komu
augum mannsins til að blika, og Kristínu til að
lúta niður höfði sínu, meðan hún með blóð-
rjóðar kinnar og hraðan hjartslátt, hlustaði á
hann þrásjúk og fagnandi.
Samfundur þessi var hreinn og saklaus, þó
hann hefði nóttina fyrir skýli, æsku og brenn-
andi ástríður á báðar hliðar.
Kristín og biðill hennar voru ekki eins ein-
mana og þau héldu. í einum þéttasta runn-
anum, sem umkringdi grænu flötina fyrir fram-
an höllina, lá maður, sem beygði greinarnar ti!
hliðar, svo hann gat séð og heyrt alt. Þégar
hann sá Kristínu ganga út á svalirnar, breidd-
ist sár sorgarsvipur yfir andlit hans, en hann
læddist nær og hlustaði. Svipur hans breyttist
smátt og smátt í sorgblandna hollnustu, og
hann stundi þungan þegar hann sá þau leiðast
inn í trjágangana.
“Þetta er þá hann, sem hún elskar,” hvísl-
aði maðurinn, þegar síðasta glætan af hvíta
kjólnum hennar Kristínar hvarf í myrkrið. Mig
hefir grunað að hún hlyti að elska einhvem.
Og því skyldi hún ekki elska hann,” sagði
hann eftir litla stund. Álfrekur von der
Bygel er djarfur riddari, þó hann s<> Þjóðverji,
eg hefi séð hann berjast við þrjá menn einn
síns liðs, og hann bar sigur úr býtum. Stúlk-
urnar segja líka að hann sé fallegur og ríkur
og ágætlega mælskur. Hann hefir alt — alt
— og eg, fátækur maður, hefi ekkert. Nú
leiðast þau og segja hvert öðru frá sinni inni-
legu ást, og þau eru bæði hamingjusöm og
glöð; ó, Kristín litla, þú hugsar líklega ekk-
ert um það, að eg hefi legið hér og horft í
gluggann þinn með tárvotum augum. En
það er líka gott að þú veizt það ekki, þú mund-
ir máske hæðast að mér, ef þú vissir það.
Þessi leyndardómur tilheiyrir að eins guði á
himnum og mér, vesæla, forsmáða manni.”
Hugsanir mannsins trufluðust alt í einu,
við það, að hann heyrði fótatak í nánd við
sig. Hann sveigði aftur greinarnar til hlið-
ar og horfði þangað, sem hann heyrði fóta-
takið..
Það komu tveir menn gangandi út úr trjá-
ganginum til hliðar, og námu staðar undir há-
um heslirunna, og þá sagði annar þeirra:
“Nú máttu fara Guðfriður, eg þarf nú
ekki iengur þinnar hjálpar. Það er, eins og
eg hugsaði, dymar út á sólbyrgið eru hálf-
opnar, og eg sé ljós í herberginu.”
“Blessuð stúlkan,” sagði sveinninn, “hún
býst þá við yður, öruggi herra.”
“Já, það getur vel verið,” svaraðl riddar-
inn. “Þú verður að minsta kosti að viður-
kenna, að hún gat ekki betur búið sig undir
komu mína.”
“Nei, auðvitað ekki,” sagðij Guðfriður.
“Menn skyldu þó sízt ætla aðalborinni ungfrú
slíkt,, hún sem er svo tíguleg og drambsöm.”
“Já, raunar, þú segir satt. Hún sem er
svo tíguleg og drambsöm, skal á morgun mega
þakka guði, ef eg vil kannast við hana. En
farðu nú, tíminn líður, það mótar fyrir degi í
austrinu.”
“Góða lukku, fyrst að ekki má segja góð-
an svefn,” hvíslaði þjónninn og fór burt sömu
leið og hann kom, en riddarinn stóð kyr nokk-
nur augnablik, eins og að hann væri að hugsa
um hvernig hann kæmist hindrunarminst upp
á svalirnar. Svo læddist hann að höllinni.
Maðurinn, sem var í felum í runnanum,
heyrði hvert orð af þessari samræðu. Augu
hans virtust ætla út úr höfðinu og hann skalf
frá hvifli til ilja.
Þegar riddarinn gekk að garðdyrunum.
sem stóðu opnar eftir Kristínu, stóð hinn upp
með hægð og án þess að til hans heyrðist, og
læddist á eftir honum.
Við og við brá fyrir glampa af hvíta
kjólnum hennar Kristínar, langt í burtu, niðri
í trjáganginum. Stundum nálgaðist hún
opna svæðið fyrir framan höllina, en alt af
fengu bænir Álfreks hana til að snúa aftur.
Nóttin var fögur og kyrlát, hægur vind-
blær hreyfði blöð trjánna ofurlítið, leðurblök-
urnar sveimuðu um kring í myrkrinu.
Tunglið, sem skein skært í heiðskíru lofti,
var við það að enda umferð sína, hin föla þirta
þess féll á' ská yfir grasflötina og aðra hlið
trjágangsins, en trjátopparnir hins Vegar köst-
uðu skugga á helming opna svæðisins.
I höllinni var alt í grafarkyrð, rauðu múr-
steinsveggirnir voru jafnvel ásjálegri og risa-
vaxnari í tunglsljósinu. Fyrir innan glugg-
ana var alt í myrkri og kyrð, að eins frá her-
bergi Kristínar barst birta ljóssins út á vegg-
svalirnar gegn um opnar dyrnar.
Nokkrar mínútur liðu, eftir að riddarinn
var horfinn inn í hallarskuggann, án þess að
neitt heyrðist. Maðurinn hélt áifram að læð-
ast nær riddaranum, um leið og hann forðað-
ist auðu blettina, sem tunglið skein á. And-
lit hans, sem nýlega sýndi mikla geðshrær-
ingu, var nú rólegt og kalt, að eins djúpa
hrukkan á enninu, mitt á milli augnabrúnanna,
bar vott um voðalegar hugsanir.
Þegar riddarinn kom að dyrunum og fann
þær oþnar, brosti hann ánægjulega.
“Það er lævís náungi, þessi Tota,” taut-
aði hann, “hve ágætlega hann kann að koma
öllu fyrir, öðrum til þæginda — en, nú á-
fram.” v
Hann sté á efstu tröppuna og ætlaði upp.
Á þésAi augnabliki heyrðist lágt óp, og
strax á eftir hávaði, eins og áflog ætti sér stað,
en myrkrið, sem skygði á þessa hlið, huldi alt.
Bardaginn var líka brátt á enda, og fáum mín-
útum síðar var kyrð og ró í garðinum. Dökk-
klædd persóna læddist aftur inn í skugga
trjánna.
Litlu síðar kom Kristín út úr trjágangin-
um. Brosandi og hamingjusöm hallaði hún
sér að hlið biðils síns, og rétti honum hvítu
hendina sína í kveðjuskyni, svo gekk hún inn
og lokaði garðdyrunum. Álfrekur sendi enn
þá einn fingurkoss til herbergis hennar, og
gekk svo hægt og dreymandi til trjágangsins
aftur.
Morguninn eftir fann garðyrkjumaðurinn
mann hangandi á grein, beint á móti herberg-
isglugga Kristínar. .Skjálfandi af hræðslu
hljóp hánn inn og kallaði á ívar Totu, sem
strax kom út. Þeir tóku hinn framliðna nið-
ur úr trénu, og sáu að það var Jens riddari Al-
bertsson. Loforð hans frá síðastliðnum degi
var nú efnt, auðvitað gagnstætt vilja hans; því
þó honum hepnaðist ekki að koma inn til
Kristínar, þá hafði hann samt eytt hinum síð-
ustu stundum lífs síns fyrir utan glugga
hennar.
FLÓTTINN.
Fregnin um þenna viðburð, sem strax
barst út u mhéraðið, vakti almenna undrun.
Einkum vakti dauði riddarans sanna hrygð
hjá ívari Totu, líklega hefir sorgiri, sem hann
lét í Ijós yfir annara óhöppum, aldrei verið jafn
laus við hræsni, af því hann sá hinrir óþægi-
legu afleiðirigar, sem þetta gat valdið honum,
þar eð morðið var framið á hans landi, óg svo
að segja fyrir framan augu hans.
Hann sendi undir eins boð til hertogans
í Kolding, til að segja honum frá hinum sorg-
legu forlögum sonar hans,, og hóf svo ná-
kvæmar rannsóknir, sem ekki leiddu til neinn-
ar uppgötvunar um hinn dularfrilla viðburð.
Menn sáu að eins mikið traðlí í moldinni fyrir
utan garðdyrnar, og fundu blóðugan rýting á
neðstu tröppunni, sömuleiðis sátet hér og hvar'
blóð í grasinu út að trénu, sem benti á að
hroðaleg áflog hefði átt sér stað. Rýtinginn
átti hinn framliðni riddari, og þar eð hann var
ósærður, hlaut blóðið að vera úr morðingjan-
um.
Daginn eftir hélt Tota áfram rannsóknum
sínum áBamt Heine Jenicke frá Grafarbæ, þar
sem Jens riddari var í heimboði, menn gerðu
ýmsar tilgátur um orsökina til morðsins, og
eins og vanalegt er, fékk sú ósennilegasta
mestan byr.
Loks béindist grunurinn í ákveðna átt;
Heinir Jenicke hélt því fram, að Kristín hlyti
að vera vitandi um, ef ekki hlut^akandi í morði
riddarans; þessi grunur festi rætur af því, að
hún neitaði stöðugt að hafa heyrt hið minsta
til bardagans, sem ómögulega gat farið fram
þegjandi, og af feimni hennar og vandræða-
svip, þegar hann spurði hvar hún hefði verið
um nóttina.
Síðari hluta sama dags var sá orðrómur
almennur í sveitaþorpinu, að Kristín hefði sjálf
hengt Jens riddara upp í eikartréð.
Tveimur dögum síðar kom hertoginn sjálf-
ur í Birgittuskóg. Hann var hár og grann-
j ur maður með grátt háV, sem hann greiddi nið-
! ur yfir ennið til að dylja stórt og opið ör, end-
urminning frá bardaganum við Nunnufell, þar
sem hann í einvígi við Álfrek svarta fékk þetta
sár, og varð að leggjast yfirunninn á vígvöll-
inn. Sorg hertogans stjórnaðist af gremju
og móðguðu drambi, yfir hinum ódrengilega
dauða sonarins. Hann skipaði fyrir að hefja
hinar nákvæmustu rannsóknir, og lét einn af
sveinum sínum tilkynna við messugerð, að sá,
sem gæti gefið upplýsingar um morðingjann,
fengi hundrað silfui-aura í staðinn; en enginn
varð við þessari beiðni. Morðið var sem áJð-
ur hulið myrkri.
Þegar Heinir Jenieke mintist á grun sinn
um Kristínu, mótmælti Hlöðvir Albertson hon-
um sem ósennilegum, en maðurinn frá Grafar-
bæ ’talaði svo lengi og mikið um hann, að her-
toginn lét að lokum kalla á hana til yfirheyrslu
í nærveru ívars Totu og Heinis.
Eins og áður, neitaði Kristín að vita hið
mirista um morðið, og kvartaði yfir hinni vægð-
arlausu aðferð, er beitt væri við aðalborna ung-
frú af hennar stétt.
“Þér verðið að taka því með ró, ungfrú
Kristín,” svaraði hertoginn háðslega, “og má-
ske meiru enn þá, ef þér haldiö áfram að dylja
j það, sem þér vitið. Þér hafið hlotið að heyra
! bardaga hávaðánn, þar eð blóðsporin byrja
i næstum því við herbergisdyrnar yðar.”
“Nú ættuð þér að segja sannleikann, aðal-
! borna ungfrú mín,” sagði Heinir Jenicke með
j háðslegum svip, “og segið nú hinum virðingar-
j verðu dómurum, hvers þér hafið orðið vör í
herbergi yðar, nema því að eins, að þér hafiö
ekki verið í jungfrúbúrinu yðar þessa nótt.”
“En ef eg neita nú að gefa aðra skýringu
en þá, sem eg hefi þegar gefið ykkur,” sagði
’ Kristín, og leit fyrirlitningar augum á Heini,
‘hvað ætlið þér þá að gera, Hlöðvir hertogi
Albertson?”
“Eg ætla að gera það,” svaraði hertoginn
og barði hnefanum í borðið, “sem kemur yður
til að æpa og veina, svo framarlega sem písl-
artól eru til í Birgittuskógi. Eg kvarta ekki
yfir missi hins skegglausa drengs, fyrst hann
þoldi þessa svívirðulegu meðferð, þá verðskuld-
aði hann hana, en virðing minni er misboðið
með þessu, og hennar vegna vil eg hefna, svo
framarlega sem Kristur í Himnaríki vill hjálpa
mér. Og festið nú í minni mín síðustu orð
í þetta skifti, í dag gef eg yður frest, ungfrú
Kristín, en áður en eg fer í burtu á morgun,
skuluð þér annaðhvort tala af frjálsum vilja,
eða neyðast til að gráta. Festið þér þetta
í minni.”
Hertoginn veifaði hendinni til merkis um,
að yfirheyrslan væri búin, og stóð upp frá
borðinu.
Kristín gekk til herbergis síns. Hana
hrylti við að hugsa til morgundagsins, því hún
efaðist ekki um að hertoginn mundi fram-
kvæma hótanir sínar. Hún var samt ákveð-
in í því, að þola heldur allar þjáningar, en að
gera uppskátt um samfund sinn og Álfreks von
j der Bygel.
Það var komið að kvöldi, Kristín sat hugs-
: andi við gluggann og starði á\ skóginn, þegar
! hún sá mjög stóran mann koma út úr trjá-
ganginum og nálgast höllina. Hann gekk
við staf og bar kassa á bakinu, eins og far-
andsalar voru vanir að gera á þeim tímum.
Meðan hann gekk áfram, leit hann við og við’
| fljótlega til allra hliða.
Niðri í garðinum tók fólkið á móti honum,
! fór með hann inn í höllina og bað um, að fá
' að sjá vörur hans.
j “Vill ekki unga aðalborna ungfrúin verzla
:við mig?” spurði hann kæruleysislega. “Það
er svo langt síðan að við höfum átt nokkur við-
skifti saman.’
“Guð bæti úr hennar kjörium, vesalings
tftúlkunnar,” sagði þernan, “hún hefir áreið-|
anlega um annað að hugsa nú, en að skreyta
sig.”
“Er það svo?” sagði farandsalinn, að því
er séð varð, alveg hissa yfir þessu; hvernig
líður herini nú, ef eg má spyrja? Eg hefi ný-
lega séð hana fjörugá og glaða; hvaða óhappi
hefir hún orðið fyrir?”
-*3
“Þér hljótið að vera kominn langt að, far-
andsali fyrst þér hafið ekki heyrt um hið voða-
lega morð, sem hér hefir átt sér stað. Og í
dag sagði hertoginn, að hann ætlaði að leggja
ungfrúna á píslarbekkinn á morgun, og teygja
hina ungu limi hennar, þangað til hún segir
frá því, hver hafi drepið son hans.”
“Hann grunar hana þó líklega ekki um
morðið?” spurði mangarinn brosandi.
“Ó, nei, hann heldur að eins að hún viti
hver það gerði, fyrst morðið var framið rétt
fyrir utan gluggann hennar.”
“En því lfetur hann þá ekki leita morð-
ingjans?”
“Það hefir hann gert, þöngulhausinn þinn,
og þar á ofan lofað að borga þeim manni
hundrað silfuraura, sem gæti náð þrælmenn-
inu,” sagði einn af sveinunum; “en ímyndar þú
þér að hann komi sjálfur fram fyrir dómarann
og játi sekt sína?”
“Ekki að hann komi sjálfur fram fyrir
dómarann,” svaraði mangarinn, “en það veit
eg samt, þýzku sveinar, að ef eg hefði rýting
og skjöld eins og þið, þá skyldi eg reyna að
vinna mér inn þessa silfuraura hertogans, og
leita morðingjans niðri í stóra álfakjarrinu bak
við trjáganginn.”
“Og hvers vegna einmitt þar?” spurði
sveinninn forvitinn.
“Af því eg sá grunsamlegan mann læðast
um runnana þegar eg kom hingað. Á enni
hans sást Kainsmerkið, og þegar hann sá mig,
læddist hann inn í þéttustu runnana, þó mér
dytti alls ekki í hug að gera honum neitt mein.”
Þessi frásögn mangarans hafði sérstök ár
hrif á sveinana, svo þeir urðu báðir fremur ó-
rólegir, þó þeir létust vera kærulausir, og ann-
ar þeirra sagði.:
Hver hefir sagt að það væri morðinginn.
sem þú mættir? Hér læðast svo margar grun-
samlegar persónur í kring um höllina. Og
þess utan forðast morðinginn að líkindum, að
koma í nánd við Birgittuskóg.”
“Já, það held eg líka,” sagði hinn. “En
það er orðið framorðið, og eg vil fara að hvíla
mig, þar eð eg hefi verið á veiðum í allan dag.”
“Og eg ætla að líta eftir hestunum okkar,”
sagði hinn. “Hertoginn fer í burt héðan á
morgun, svo það verður að fóðra þá vel.”
Að þessu töluðu gengu sveinarnir á burtu,
hver sinna erinda, þó sá maður þá báða ganga
út í garðinn, og mætast í trjáganginum, á leið-
inni til álfakjarrsins, sem mangarinn mintist á.
“Það lítur út fyrir að þér lítist vel á þenna
húfuborða,” sagði farandsalinn við þemuna,
sem var að skoða vörur hans. Þú mátt líka eiga
hann, ef þú sem endurgjald vilt fara með mig
inn til ungfrúar þinnar, eg held það lini sorg
hennar að frétta nýungar úr nágrenninu og að
’<|íta á vörur mínar.” •
“Það er velkomið að eg geri það,” svaraði
þernan, sem langaði til að eignast rauða borð-
ann, “en eg held naumast ða hún kaupi af þér
í dag.”
. “Eg verð að láta það ráðast,” sagði mað-
urinn, um leið og hann tók kassann og lét hann
á bak sitt, og gekk svo á eftir þernunni inn í
herbergi Kristínar.
“Hvaðan kemur þú?” spurði Kristín.
“Eg kem frá Bolla og Bygghólmi,” svaraði
maðurinn. “Það er langur vegur að ganga
á hei^um degi með þunga byrði á bakinu. Eg
væri yður þakklátur, ef þér vilduð vera mér svo
góðar, nrilda ungfrú, að láta þessa þernu færa
mér könnu með öli í. Eg er afar þyrstur.”
Kristín gaf þernunni bendingu, og hún
fjarlægði sig strax. Á sama augnabliki breyttist
svipur farandsalans; hann teygði úr sér og leit
á Kristínu með vingjarnlegu brosi.
“Ó, eg þekti þig undireins,” sagði hún, og
rétti manninum hendi sína; “þú er Jörundur
Hringur.”
“Já, það er eg,” svaraði sjómaðurinn með
því augnatilliti, sem Kristín gat ekki skilið, “og
það lítur svo út eins og forsjónin sendi mig til
yðar, þegar mótlætið er að heimsækja yður; en
nú er það meir áríðandi en nokkru sinni áður,
því Hlöðvir hertogi er mjög strangur maður, og
á morgun — guð fyrirgefi honum — verðið
þér lagðar á píslarbekkinn, ef við komum ekki
í veg fyrir það í kvöld.”
“Ó, guð minn góður!” hrópaði Kristín ótta-
slegin;, “hvernig á eg að geta frelsað mig frá
honum?”
“Við verðum að flýja héðan,” sagði Jörund-
ur, “eg hefi undirbúið alt og vona að okkur
hepnist það, þegar kvöldið og myrkrið kemur.”
“Og hvert ætlar þú að fara með nrig? Það
er enginn maður hér í nándinni fær um að fela
mig fyrir hertoganum.”
“Jú,” svaraði Jörundur, ‘feg þekki einn, og
það hefði verið gott fyrir yður, Kristín litla, ef
þér hefðuð fyrir löngu síðan leitað skjóls hjá
honum, þá hefði margt, sem nú hefir átt sér
stað, orðið öðruvísi, enda þótt hann sé frið-
laus maður og um líf hans setið.”
“Við hvern áttu, Jörundur?”
“Álfrek svarta á Pálsstöðum.”
i
“Ó, nei, þú ferð ekki með nrig til hans? Eg
er hrædd við þann mann.”
“Hvers vegna?”
“Það er svo margt sagt um Álfrek, hann
er illa liðinn hér í bygðinni.”