Heimskringla - 24.03.1926, Blaðsíða 7
t
"WINNIPEG 24. MARZ, 1926.
H*E IMSKRINGLA
7-. BLAÐSÍÐA.
GIN PILLS
fyrir
NYRNAVEIKI
Bakverkir, nýrnaverk-
ir, nöfut5verkir, þvag-
steinar o g þvagláts-
verkir, eru viss merki
um nýrnaveiki. Takit5
Gin Pills 60c hjá öllum
lyfsöluf og lyfjasölu-
verzlunum.
'National Drng & Chem.
.... Co. of Canada, Ltd_
Toronto Canada
Fjögur veldi kærleikans
Eftir Tolstoi yngra.
Þegar GuS haföi skapaö majin-
lr>n kallaöi hann á Verndar-Engil
hans og sagöi:
Þarna er ma.öurinn, verndaöj
hann og gjör hann farsælan.”
Hvernig má það verða?" svar-
»*i Engillinn, "þvi sjá! Kringum
flögrar hitjn illi andi og freistar að
tæIa hann út í myrkrið — ríki
^auðans.”
‘Vertu hughraustur," sagði Guð.
Vek þú.í hjarta hans kærleikann,
sem eg hefj þar gróðursett, og kenn
• honum að elska sjálfan sig, og mun
hann þá taka vara á dauðanum.”
Og sjá: Maðurinn hóf þegar bar-
attuna fyrir tilverunni, og lærðist
skjótt að foröast alt er lífi hans
taaetti granda. Hann tók sér konu,-
samkvæmt lögum náttúrunnar
toku þau að aukast og margfaldast
°S uppfylla jörðina. *
Viö það glaðnaði vfir hinum illa
■^nda. Hann kveikti í hjörtum
Þeirra, úlfúð og óeiningu. Hjver
emstaklingur hugsaði um eigin
hagsmunh einungis og af því mynd-
u*ust deilur og þráttanir, þar til
hróðir myrti bróðir, foreldrar börn
Sln, og börnin foreldra sina.
Þá hrygðist Verndar-Engillinn, og
hann bar harmatölur sínar fram fyr-
lr Drottinn, svo segjandi:
‘Eg hefi kveykt eld sjálfselskunn-
ar 1 hjarta mannsins. En hvað stoö-
ar það? Hinn illi andi hefir einnig
kveikt þar eld óánægju og öfundar,
°? nú ofsækja, mennirnir hvorir aðra,
at því-þeir ■ elska einungis sjálfa sig.
Sróðir rís gegn bróður, foreldrar
^gn börnum sínum, og líörnin gegn-
foreldru m sínum og myröa hvorir
aðra.”
‘Lát þú ekki hugfallast,” sagöi
^rottinn. "Lyftu nú nianninum
UPP í annað veldi kærleikans, og
henn honum að annast skyldulið
sitt..”
Hú varö Verndar-Engilliijn glaö-
Ur og gjörði, sem Drottinn b'auð
'h°num. Þá sleit ást mannsins hin
hröngu takmörk sjálfselskunnar og
hreiddi sig út yíir heimili sitt og
skyldulið. Og mannkynið fjölgaði
nieir og meir og uppfylti jörðina. .
Lá glotti hinn illi andi og gladdist
ostjórnlega. Nú skal eg kveikja
^Sirndina í hjörtum mannanna.
h°ma þeim til að sækjast eftir ónauð-
synlegum hlutum. Nú skal mað-
nrinn verða yfirgangssamur og
Örotnunargjarn. Ein fjölskylda skal
horjast gegn annari og hver um sig
Litast við að drotna yfir hinni. -Þær
skulu sækja eftir auð þessa heims
íyrir sig og sína á kostnað hinna.
Svo kærleikurinn til 'skylduliðsins
heimilisins, kendi manninum að
ofsækja heimili annara og myrða
z hfrstöðumenn þeirija, til þess að
■ Vyggja heimili sinu frið og auðga
á annara kostnað.
Nú varð Verndar-Engill mannsins
óumrægilega hryggur, og í hrygö
Slnni leitaði hann til Guðs sagði:
Sjá þú,Drottinn, hverju .heimilis-
astin hefir komið til leiðar. Nú
eyÓilefJgur maður heila. ættbálka til
hoss að gúkna sjálfur yfir því sem
heim tilheyrir og sækist eftir auð
h^ssa heims fram yfir það sem nauð-
syn krefur, og þannig hygst hann
a* tryggja framtið sina.”
Lyftu nú madíiinum upp i þriðja
voldi kærleikans, svo hann ekki ein-
r,ngis elski sig og skyldulið sitt,
hfldur og land sitt og þjóð.” svar-
Hrottinn.
Verridar-Engillinn gjörði svo sem
r°ttinn batið honum, og sjá! Fjöl-
®hyldurnar mvnduðu stóra, sterka
®ttbálka, og ættbálkarnir þjóð. Og
fólkið tók aö elska þjóð sina og
landið sitt. Þannig mynda.ðist þjóð-
rækni og föðurlandsást.
•Og enn þá gladdist hinn illi andi,
“því”, sagði h.a.nn, “nú skal eg æsa
eina þjóð gegn annari. Eldur föður-
landsástar og þjóðrækni skal kveikja
bál haturs og öfundar gegn öðrum
þjóðum. Ofund og dramb, á-
girnd og hatur’eru min vopn. Nú
skulu mennirnir herja hvorir á ann-
ara lönd. Ein þjóð leitast við að
kúga aðra þar til allur heimurinn
lendir í einu ófriðarbáli og flýtur í
blóði mannanna barna, sem þeir út-
hella, þar til enginn máttur megnar
að stifla það flóð né sliðra sverð
þeirra!
Qg hinn illi andi setti vonda menn,
í valdasæti heimsins, krýndi þá gulln-
um kórónum, og glóandi gimstein-
um. Hann forherti hjörtu þeirra
og fylti þau öfund og ýfirgangi. —
Sigaði þeim í stríð, þar til allur
heimurinn logaði í báli jtyrjaldar og
enginn gat stöðvaö. Öldur bláðs og
eyðileggingar veltust vfir heiminn frá
hafi til hafs, frá .a.ustri til vesturs og
norðri til suðurs, unz mennirnir
voru að því komnir að tortíma kyni
sínu á allri jörðunni.
Fullur örvæntingar og vonla.usrar
angistar kom nú Verndar-Engill
mannsins fr.am fyrir Drottinn og
sagöi: Sjá þú! Ö Drottinn hverju
föðurlandsást og þjóðrækni hafa
komið til leiÖ.ar. Þetta kalla menn-
irnir dygðir, drengskap og hetjumóð.
Undir áhrifum þessara kenda vega
þeir hvorir aðra óstjórnlegar en
nokkru sinni fyr, og óvinur m.ann-
kynsins, hinn illi andi gleðst yfir ó-
förum þeirra.”
“Lyftu nú manninum í fjórða
veldi kærleikans.” sagði Drottinn.
“kenn þú honum að elska alla menn,
af þvi allir menn eru bræðtir. Kenn
honum að elska séfhvern einstakling
eins og sína eigin þjóð. Sérhverja
þjóö eins og skyldulið sitt, og skyldu-
lið sitt eins og sjálfan sig. Þá verð-
ur minn vilji og mitt ríki á jörðu
eins og það er á himnum, og mað-
urinn mun skilja tilveru sína og
verða aönjótandi þeirrar sælu sem
eg hefi hontim fvrirhugað.”
•JÞá ljómaði ásjóna Verndar-Engils-
ins af gleði og hjarta. hans fyltist
himneskttm fögnuÖi, og hann tók
þegar að framkvæma ráðstafanir
Drottins. Við það hrundu hásæti
harðstjóranna, og kórónur hinna ó-
guðlegu og vondu voru fótumtroðn-
ar. Ilinn illi andi misti þjóna
sína og með þeim vald sitt yfi>'
mönnunum. Mannkynið va.rð að
einni voldugri heild. F.inni stórri
fjölskyldu, hvar í hinir sterku vernd-
uðu þá, sem veikari voru, og mann-
anna börn bjuggu saman í bróður-
hug og kærleika.
Þá reis á himnurn uppi stór og
dýrðleg stjarna. Birta hennar upp-
ljómaði alla jörðina, eins og nýr og
fullkominn kærleikur fylti nta.nnanna
íhjörtu — kærleikur, sem lýsti vegu
þeirra og boðaði fyllingtt þess lof-
orðs er konungur friðarins hafði
gefið þeim, n. L Riki Guðs á jÖrð-
unni.
Þannig urðu mennirnir farsælir.
Þegar . þetta skeður og ekki fyr;
segir Tolstoi, megan mennirnir von-
ast eftir varanlegum alheimsfriði.
— Þegar, eins og skáldið segir:—
“Leikur sér með Ljóni
Lamb í Paradís.”
Lauslega þýtt af M. J. B.
Eimskipafélag íslands.
^ Með því að eg hefi orðið þess var,
að einstöku vestur-islenzkir hluthaf-
ar í félagi þessu hafa látið í ljós
löngun til þess að selja sína hluti
í þvi, og með því að mér leikur
grunur á að þessi _ hlutasölulöngun,
þegar hún berst út á meðal hluthaf-
anna hér vestra, kunni máske að
veikja tiltrú þeirra til félagsins, þá
langar mig til að hreyfa eftirfylgj-
andi atriðum:
1. Þegar hlutasalan hófst hér
vestra árið 1913, samkvæmt ósk för-
göngmanna félagsins á Islandi; þá
var svo skilið að þeir, sem keyptu
hér hluti í félaginu, gerðu það i
þjóðræknisskyni frémur eti hagnað-
arskyni fyrir sjálfa sig. Þeir sem
fyrir hlutasöluni gengust hér vestra,
gáfu væntanlegum kaupendum enga
vissu fyrir nokkrum ákveðnum árs-
arði af hlutum þeim, sem keyptir
yrðu, þó þeir jafnframt teldu lík-
lpgt, að að kaupin mundu reynast
arðvænleg. Aherzlan við söluna
var lögð á þörf landsins til þess að
koma á fót innlendum skipastóli, sem
tD'&t gæti landinu fullnægjandi sigl-
ingasamgöngur við umheiminn, og
að þjóðræknistilfinning Vestur-Is-
lendinga ætti að vera. þeim nægileg
hvöt til þess að sinna tilboði for-
göngumanna félagsins á Islandi, um
þátttöku í fyrirtækinu.
2. Félagið y!i,r stofnsett og tók til
starfa þegar fyrsta skip þess "Gull-
foss”; hafnaði sig við Island í apríl-
mánuði 1915. Félagið hefir því
nú verið starfandi í hartnær 11 ár,
til ómetanlegs gagns , fyrir Island.
Eg hygg það ekki ofmælt, þó sagt sé,
að féLagið hafi bjargað lífi lands-
manna á striðsárunum, með sigling-
um og vöruflutningum milli Islands
og Ameríku, þegar allar aðrar bja.rg-
ir 'voru bannaðar og futningaskip
hvergi fáanleg hjá öðrum þjóðum.
•Mér finst a.ð þetta atriði ætti að
vera Vestur-Islendingum óblandað
ánægjuefni og það að þeir báru
gæfu til þess'að hafa með hlutakaup-
um sínum átt hlutdeild í bjargráðj
föðurlandsins, þegar því lá mest á
hjálp þeirra.
3. A síðasta ársfundi félagsins, í
Reykjavík í júní s. 1. var birt skýrsla
félagsstjórnarinnar um hag félagsins
og framkýæmdir á starfsárinu 1924
og stó.rfstilhögun á þá yfirstandandi
ári, ásamt yfirliti yfir tíu ára starf-
semi félagsins”. Skýrslan sýnir, að
þrátt fyrir alla þá örðugleika, sem af
stríðinu stöfuðu, þá hefir félaginu
farnist fjárhagslega vel, og hlut-
hafar hafa fengið í arð af hlutum
sinum svo sem hér segir:
Arið 1915 4%
1916 7%
‘‘ 1917 7%
1918 10%
1919 10%
“ '11920 10%
Arður greiddur hluthöfum er því
48% eða nálega helmingur þess fjár,
sem þeir hafa lagt í hlutakaupin.
'Til þessarar arðgreiðslu hafa gen^-
ið um 700 þús. krónur af inntekt-
ufn félagsins á nefndum 6 árum.
iSiðan hafa engir vextir verið
greiddir til hluthafanna. En sé
þeim' 48%, sem greiddir voru hlut-
ihöfum á fyrstu starfsárum þess,
jafnað niður á tíu starfsárin, þá er
arðurinn 4,8% e$a sem næst 5% á
ári að jafnaði, og eru það meiri
vextir, en hér eru fáanlegir i nokkr-
um sparibönkum * landinu.
Allar eigniir félagsins eru taldar
að hafa kostað fél. 6,870,000 kr. en
skuldir þess, að frádregnu hlutafénu,
1,250,000 kr., en hlutafé félagsins er
um 1,700,000 kr.
Það hefir verið sameiginleg stefna
austur og vestur-isl. stjórnenda fé-
lagsins, á síðari árum, að borga ar-
lega sem mest af skuludm þess, þótt
arðgreiðsla til hluthafa félagsiTis
yr'ði fyrir( það að sitja. á hakanum,
því eftir þvi sem skuldir félagsins
minka, eftir því verður árleg vaxta-
greiðsla þess minni og starfshagn-
aður þe’ss hlutfallslega meir*, þar til
að lokum skudirnar hverfa. Eftir
það rennur allur starfshagnaðurinn
til félagsins og ættu þá hlutha.far að
geta búist við nokkurnveginn reglu-
bundnum ársarði af hlutum sínum,
ef engir sérstakir, nú óééðir út-
gjaldaliðir þá þrengja að félaginu.
Skýrslan sýnir að arður af rekstri
félagsins þefir á 6 ára. timabilinu
numið yfir 5 miljónum króna, eða að
jaínaði hálfri miljón á ári, og að af
þessum arði hafa. 78% gengið til af-
borgunar á skuldum félagsins. 13%
til hluthafa, 6% í eftirláunasjóð og
3% til annara. lögákveðinna útborg-
ana.
4. Eftir öllum atvikum, eins og eg
fæ séð þau héðan úr fjarlægðinni,
virðist mér það ljósast, að hluthafar
megi vel við una hag félagsins og
trygging þess fjár, sem þeir hafa
lagt til þess, og þvi vildi eg segja
til þeirra, sem kynnu að vilja losast
við hluti sína í því, að þeir gerðu
réttast í að halda þeim framvegis,
eins og' hingað til. Það er, mér
vitónlega engin sala fyrir hluti fé-
lagsins og ekkert ákveðið markaðs-
verð á þeim eins og nú horfir, og
hefir ekki verið um nokkur síðast-
liðin ár. En hlutir þess eru á-
reiðanlega eins mikils virði nú, eins
og þeir hafa nokkurn tíma verið,
nema. betur sé, þrátt fyrir það, þó
að gangverð íslenzku krónunnar sé
nú ekki nema tæplega 24c í stað 27c,
sem áður var, þegar þeir voru í
keyptir. Hluthafar þeir, sem vildu
losast úr félaginu, verða því að leita
uppi, hver í sínu bygðarlagi, kaup-
endur að hlutum sínum og þiggja |
það verð fyrir þá, sem um' semst
með þeim. En þeir mega ekki
vænta að geta fengið það verð, sem
miðast við núverandi krónugengi,
þar sem alls er óvíst, hve langt kann
að verða þar til félagsstjórnin sér
fært að greiða árlegan arð til hlut-
ha.fanna.
B. L. Baldwinson.
----------x-----C-----
Asgeir Blöndal
héraSsIœknir.
Hann fæddist 10. febr. 1858, varð
stúdent 1878, og kandídat í læknis-
fræði 1882, með fyrstu einkunn.
Hann var skipaður héraðslæknir í
Vestur-Skaftafellssýslu, og settur í
Austur sýslunni um tím. 28. júlí 1887
varð hann héraðslæknir í Þingeyj-
a.rsýslu, og síðast i Árnessýslu 7.
nóv 1895. Hann fékk lausn frá
embætti, vegna heilsubrests 26. marz
1914, og varð þá riddari af danne-
brog sama dag, fyrir ötula þjónustu.
Hann andaðist 2. janúar 1’926, á 68.
aldursári.
Sporinn, scm seint varð kaldur.
Ásgeir Blöndal var fæddur á
Lambastöðum á Seltja.rnarnesi. For-
eldrar hans voru Lárus Blöndal
sýslumáður, og síðast skipa.ður amt-
mður fyrir norðan og austan, þótt
hann létist áður en hann tæki við
embættinu. Fa.ðir Lárusar var Björn
Auðunsson Blöndal, sýslumaður í
Húnavatnssýslu, sem nú má heita að
orðinn sé þjóðsöguhetja norðan
lands, fyrir dugnaö og árvekni. Móð-
ið Ásgeirs var frú Kristín Asgeirs-
dóttir Blöndal, ’og var hún komin af
Þorvalds ætt. Asgeir gat sótt í
báðar þess.a,r ættir hinn mesta dugn-
að og atorku til framkvæmda,, hrein-
lyndi, sem hjá honum var ávalt
la.uist við ruddaskap, og skqðanir á
málum, sem sjaldan fóru neinn
magnlausan meðalveg, en voru á-
valt hreinar og skýrar. Aldrei gekk
hann úr vegi fyrir þreytu eða fyrir-
höfn. Fjörið ^ar hinn glóandi
spori, sem hvatti hann áfram, til að
gera sem rnest,, var ávalt í notkun,
og varð því aldrei kaldur langa-lengi
'framan af æfinni; ákáflyndið ra'k
Asgeir altaf áfram. •
“Pliönix” strandar.
Póstskipið “Phönix” strandaði
vestur við Skógarnes 31. jan. 1881.
Skipsmenn voru kalnir á fótum og
lemstraðir til stórskemda. *Hjörtur
héraðslæknir Jónsson bað um lækni
sér til aðstoðar. Asgeir, sem þá
var að búa sig undir embættispróf,
bauðst til fara.rinnar þangað vestur.
Thorberg ,sem þá var settur lands-
höfðingi, hafði orð á því siðar, að
landsstjórnin ætti einhverntíma a.ð
sjá það^við Asgeir, ogjþó að Thor-
berg væri fyrir löngu komnn undiv
græna torfu, mun stjórnin hafa mun-
a.ð það siðar. En Asgeir kom aft-
ur að vestar), og rómaði lengi hinn
mikla dugnað Hjartar læknis Jóns-
sonar og hina óvapalegu karlmensku
hans. Þeir voru náskyldir i Þor-
valdsætt. —
l'ÞaS vildi eg, aS eg vuetti “dis-
sekcra” þigJ’
Ásgeir Blöndal var meðalmaður á
vöxt, og samsvaraði sér óvenju vel.
Hann var kvikur á fæti, og hafði
aldrei tlma til að ganga hægt. Hann
var víst ætlaður til læknis frá upp-
hafi vega. sinna. Hann var gam-
ansamur og skemtinn og töfraði þá
sem kyntust hqnum með framkomu
sinni, meðan hann ha.fði æskuna yf-
ir sér. I mislingunum sem gengu i
Reykjavik 1882 lágu vist 1800—2000
inanns í einu. Tómas Hallgrims-
son var eini læknirinn i bænum
(Jónassen var þá erlendis), og fólk
ætlaði alveg að ganga fram af hon-
um. Asgeir lá í mislingunum þá, —
hann var nýorðinn kandidat. Hann
gaf sér fjóra sqlarhringa til að liggja
i, og var síða.n á flugi og ferð allan
daginn, og vakinn upp 3—5 sinnum
á hverri nóttu, um mánaðartíma. En
þó hann væri oft örþreyttur, og
hver maður sæi það á honum, þá
hélt hann uppteknum hætti, þangað
til veikin var rénuð. Hann mældi
alt á vog læknisfræðinnar, og va.r
I
i
♦
Nýarsósk til dóttur
minnar 1926.
i
Nýársdag, náðugur guð þér Ijómi
næring veiti, sem hans dýrsta blómi
Sólardag
og þig vefji í vísdómsblíðum armi,
í von og gleði, hans þú hvíl á barmi
Æfidag.
Þá unaðsfullir .æskudagar líða,
áfram streymir, þroskast, menning tíða
% hvern einn dág,
lærist feril lífsing áfram rekj^,
ljós við drottins, sál og hug að vekja
* árs hvern dag.
Á þeirri braut, í þægu alvaldsskjóli
þrautir hverfa, í dýrð frá ljóssins stóli
- ár og dag.
Nýársdagur, öll er æfi og gleöi
eilífð rís mér björt á síðsta beði
gleðidag.
Gleði veiti, alt er augað lítur
eilíf blessun, fylgi hvers þú nýtur
sérhvern dag,
ómi þér í eyrum, nægja og friður
frá alvalds-stóli, hingað til þín niður,
nú í dag.
J. H. B.
♦
s
1
I
I
I
I
x
♦
1
♦
♦
■
♦
i
s
líka góður læknir. Um líkskurð var
fremur lítið í þá daga, og Asgeir
hafði oft á orði, ef hann sá kunn-
ingja sinn, sem honum þótti sæmi-
lega vel vaxinn: “Það vildi eg, að
eg mætti “dissekera” þig bansett-
ur!”
“Svo skyldi karlmanns lund.”
Ásgeir Blöndal giftist Emiliu
Guðjohnsen 1884. Ha.nn var þá hér-
aðslæknir í Skaftafellssýslu, og misti
hana ári siðar. — Hann hefir, eins
og margur Ska.ftfellingurinn, átt
marga kalda glímu við vötnin þar
eystra, en festi þar ekki yndi eftir
lát konunna.r. — Hann fékk Þineyj-
arsýslu, og annálaði ófærðina þar á
vetrum. _ I fótunum á noqum voru
djúpar holur eftir hnýttar sinar
eftir ófærðina. Mikið gerði hann
Hveitisamlagið.
Samlagig vekur alheimsathygli.
Alheimsathygli hefir oft og af
mörgum mismunandi ástæðum beinst
að Canada, en í langa tið hefir ekk-
ert eitt fyrirtæki beint hugum manna.
í fjarlægum löndum að Canada, eins
og Hveitisamlágið og hinn undra-
verðj vöxtur þess.
Hinir ágætu kostir, sem Canada
hefir að bjóða þeim, sem landbúnað
vilja stunda, hafa verið básúnaðir
fjær og nær. A síðastliðnum árum
hefir samt margt verið hér erfitt og
horfurnar fremur óglæsilegar bæði
fyrir þá sem þegar hafa tekið sér
bólfestu hér og eins þá sem hafa
hugsað til þess. Stofnun Hveitisam-
til að herða sig, eins og það, að lagsins hefir breytt horfunum tals-
fleygja sér nöktum út í snjóskafl 4 vert. Bjartsýnin er að ryðja
vetrum, og taka bað i snjónum. Eg
þekki enga heilsufræði, og “svo
sér til rúms meðal bændastéttarinn-
ar, og á Hveitisamlagið og hið hag-
skyldi karlmannslund,” vildi eg | kvæma sölu fyrirkomulag þess ekki
segja, og héraðslækna.r voru meir til: Htinn þátt í því. Er það ekki
annars ætlaðir en langlífis. En nú óeðlilegt þegar tekið er til greina
var annaðhvort, að sporinn var far- a* hveitiffamleiðsla landsins er mjög
inn aö kólna, eða Asgeir var orðinn þýðingarmikill liður i matarforða
þyngri fyrir áhrifum hans, því 1895 heimsins. Starf þessa stóra sam-
skrifaði hann gÖmlum vini sínum! vinnufyrirtækis vekur eftirtekt víða
hér syðra, “eg er'að sækja nm Eyr-
arbakkk hérað, nú er mál komið til
þess að komast á einhverja enda-
stöð sem !>::knir." Eyrarbakka
fékk hann.
Sporinn kólnar.
Þegar hann var kominn til Eyrar-
, var hanq giftur aftur. Kona hans
var Kirstín Guðjöhnsen (Þórðar-
dóttir), frá Húsavík. Asgeiri var þá
farið aftur. Hann gat trauðlega set-
ið á hestbaki, því þegar minst varði,
fékk hann svirna yfir höfuðið og
da.tt af baki. Hann fékk aðkenn-
ingu af berklaveiki. Sigldi til að fá
hjálp við henni, og fékk hana. A-
huginn á læknisfræðinni var þó lík-
ur því sem áður var, því enginn
læknir á landinu átti fullkomna.ra
né betra verkfærasafn en hann. Hann
dró sig í hlé fyrir öllum félagsskap,
umgekst enga, nema þá, sem komu
að vitja hans, eða sjúklingana sína.
Hann fékk la.usn 1914, eins og áð-
ur er sagt. Skömmu siðar fluttust
þau hjónin norður á Húsavík, og
þaðan kom símskeytið 2. jan., að nú
væri Asgeh Blöndal dáinn, og að
hið heita fjör, sem hafði einkent
hann mest í lífinu, væri orðið kalt.
I. E.
—Vísir 14. jan. 1926.
út um heim. Straumur af fyrir-
spurnum um fyrirkomulag Samlags-
ins berst að skrifktofum þess alstað-
ar að, frá landstjórnardeildum, há-
skólum, búnaðarfélögum, samvinnu-
félögum og flerium í ýmsum lönd-
um. Slíkar fyrirspurnir hafa kom-
ið frá Stórbretalandi, Sviss, Þýzka-
landi, Astralíu, Tékkó-Slóvakiu,
Rússlandi, og öllum rikjurn og fylkj-
um í Bandaríkjunum og Canada.
Eftir því sem brezk blöð skýra frá
hefir Mr. D. L. Smith, formaður út-
söludeildar Hveitisamlagsins, sem nú
er í Evrópu í viðskiftaerindum, orð-
ið var við mikinn áhuga f^rir starf-
semi samlaganna. Blaðið ‘Co-opera-
tive News’ gefið út í Manchester
skýrir frá viðtali við Mr. Smith
þann 27. febrúar siðastliðinn. Herm-
ir það eftir honum að bændurnir t
Ves'tur-Canada hafi ákveðið að leysa
sjálfir úr vandamáhim sínum með
samvinnusamtökum — samlagssölu
á korni , og að hans áliti beri starf-
semi þessara samtaka, að minsta
kosti að einhverju leyti að þakka
að framtíðarvonir bændanna eru
bjartari en þær hafa verið.
f