Heimskringla - 14.04.1926, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.04.1926, Blaðsíða 6
DSIÐA. HBIMSKRINGLA WINNIPEG 14. APRÍL 1926 Víkingurinn. Söguleg, józk skáldsaga, frá 14. öld. Eftir CARIT ETLAR. “Haldið þér að eg vilji gera þeim manni mein, sem eg veit að þér elskið?” sagði Jörund- ur. “Ó, nei, Kristín litla, eg hefi of lengi vernd- að yður frá óhöppum, til þess að vilja það. Látið hann nú gera það á ókomna tímanum. Þér þekkið leiðina frá turninum niður að sjónum, farið þér með Álfrek þangað og stigið út á knörr- inn, sem liggur þar ferðbúinn og bíður ykkar. “En hvers vegna kemur þú ekki sjálfur með okkur, Jörundur?” spurði Kristín, sehi fann til samhygðar með honum, sökum sorgarinnar, sem ríkti í svip hans og rómnum. “Eg fer þangað sem forlögin leiða mig,” svaraðl Jörundur. “Verið þér sælar Kristín litla. Leyfið mér í kveðjuskyni að kyása á hendi yðar, og þegar yður hlotnast sú virðing og velmegun, sem þér eruð skapaðar til að hljóta, minnist þd minna gömlu foreldra, sem búa niður í kjarr- skóginum. — Hugsið líka ofurlítið um mig,” bætti hann við lágt og feimnislega og leit til jarðar. Jörundur ætlaði að fara, en Kristín lagði báða arma sína um háls hpnum og kysti hann. Tárin runnu niður kinnar Jörundar, um leið og hann með löngum, hröðum skrefum yfirgaf herbergið. Á meðan þessu fór fram, breiddist eldurinn út með ósegjanlegum hraða; í efstu herbergjum var reykurinn afar þykkur og óþolandi. LTti breyttu logarnir morgunbjarmanum í albjartan dag. Turninn, þar sem eldurinn var fyrst kveikt ur, riðaði með dálitlu braki. Umkringdur log- unum á allar hliðar, gnæfði hahn eins og risavax- in eldsúla .við hinn bláa himinn. Niðri í garðin- um gerðu Þjóðverjarnir hávaða mikinn. Bar- daginn við hina ölvuðu hermenn stóð ekki lengi, því óvinirnir sigruðu þá strax. Eyðileggingin var fullkomin; menn þruftu ekki lengur að yinna að henni. Hermenn hertogans stóðu aðgerðalausir í hópum og horfðu á útbreiðslu eldsins, og í hvert sinn, sem einhver hluti hallarinnar féll nið t ur, æptu þeir hátt af fögnuði. Til þess að komast ofan í garðinn, varð Jör- undur að ganga gegnum forklefann að herbergi Álfreks, þar sem hann nýlega hafði barist við fjóra Þjóðverja. Um leið og hann kom inn, leit hann yfir klefann, og hrylti við að sjá sitt eigið starf. Brakandi logarnir, sem teygðu sig upp eftii múrveggnum úti, lýstu um allan klefann, dökk- rauður blóðpollur þakti alt gólfið; þrír Þjóðverj- ar láu dauðir á sama stað og þeir féllu, af- skræmdu andlitsdrættirnir, með ljósgráa litnum, sem dauðinn hafði litað þá með, voru hræðilegir að sjá við birtuna af eldinum. Undir gluggan- um heyrði hann lága stunu. Jörundur gekk nær og sá þar mann, náfölan í andliti í sundur- tættum herklæðum og þakinn blóði, rétta fram hendi sína bænarlega, á meðan hann studdi hinni á gólfið og reyndi að standa upp. Það var Ubbi Frísi. “Komdu og hjálpaðu mér, Jörundur litli,” sagði hann í lágum bænarróm. “Eg vil ógjarna liggja hér og verða steiktur, á meðan dálítil líf- tóra er í mér.” “Vesalings Ubbi,” sagði Jörundur lágt, um leið og hann gekk til hans, til þess að hjálpa honum. “Hvernig líður þér? Láttu mig binda um sár þín áður en við föru mhéðan.” “Ó, þorparinn þinn, fjandans Jörundur,” tautaði Frísinn, um leið og hann féll næstum með vitundarlaus í faðm sjómannsins. “Eg skal láta úlfa slíta þig í sundur, þegar eg næ heilsu.aftur. Ó, guð rpinn góður! — því veittir þú mér ekki heldur bana, en að láta mig kveljast þannig?” “Að heyra þig tala þannig,” sagði Jörundur. “Við hvern ætti eg að berjast síðarmeir, ef eg hefði drepið minn góða vin? En því hljópst þú ekki í burtu, Ubbi litli?” bætti hann við brosandi. “Þinn fjandans Jörundur,’’ hvíslaði Ubbi, “þú endurtekur mín orð, sem eg sagði við þig í kofanum um daginn niður við brúna. Bíð þú bara þangað til eg verð frískur.” “Ef þú nokkru sinni vonar að verða það,” sagði Jörundur þegar hann var búinn að binda belti hans um höfuð hans, til þess að hindra blóð- rásina, sem ávalt streymdi úr sárinu; “nú verð- um við að reyna að komast héðan, því bráðum dettur þakið ofan á okkur.” “Já, en eg get ekki hreyft mig úr sporun- um,” sagði Ubbi kvartandi. “Ó, við finnum einhver ráð til þess,” sagði sjómaðurinn, tók Ubba í fang sér og bar hann yfir í- þann arm hallarinnar, sem eldurinn hafði I enn ekki snert. Hertoginn og Hjeinir Jenicke stóðu niðri í hallargarðinum og horfðu ánægðir á eyðilegg- ingu eldsins. Eldurinn hafði reynst þeim dug- legri til hjálpar heldur en allir herméhn þeirra. Þegar þeir af hermönnum riddarans, sem ekki höfðu flúið, voru sigraðir, kallaði hertog- inn menn sína sama og lofaði að borga þeim manni tuttugu merkur silfurs, sem færði sér Álf- rek eða Kristínu. Mennirnir þutu inn í brenn- andi höllina og leituðu í öllum herbergjunum. Hróp þeirra og fagnaðaróp blönduðust saman við eldshrakið. Allir krókar og kimar voru rann- sakaðir, að undanteknum þeim, sem riddarlnn dvaldi í, því þar hafði Jörundur lokað öllum dyrum. Brátt gerði hitinn og reykurinn, sem iylti herberginf óvinunum ómögulegt að halda áJfram rannsóknum sínum. Þeir komu aftur, hver á fætur öðrum, en enginn hafði séð riddarann eða Kristínu. Skyndilega heyrðist hátt kall frá höllinni í þeirri átt, sem Álfrekur hafði. horfið. Einn af hermönnunum staJík höfðinu út um glugga og hrópaði: “Eg hefi fundið hann! Riddarinn .er fangi!” Hundrað raddir endurtóku þessi orð, eða j svöruðu með fagnaðarópi. Strax á eftir sáu menn fótgönguliðann, svart an af reyk og með sviðinn fatnað, koma út á tröppuna. Hann leiddi fangann með sér, sem 1 var í hvítri kápu með hjálm á höfði, til her- , to^ans. “Hér kem eg með Álfrek riddara, kæri jherra,” sagði han nsigri hrósandi; “eg hefi stofn- jað lífi mínu í hættu, til þess að vinna til laun- anna, því allerfitt var að ná) honum.” '“Gott,” svaraði hertoginn-; “þegar við kom- I um til herbúðanna aftur, getur þú sótt silfrið lí tjald mitt.” Fanginn stóð þráðbeinn með upplyft höfuð, j rólegur og óhræddur, eins og þetta snerti hann j ekki. “Nei, svo þú ert Álfrekur?” spurði hertog- | inn með háðslegu brosi. “Vel logar blysið, sem I við höfum kveikt þarna uppi, en eg get þó ekki j séð andlit þitt vegna hjálmsins.” “TTo- i. - • “Hiega að vera Álfrekur,” svaraði ; riddarinn kuIJcóu^, “þar eð naumast nokkur af ykkur vill svifta mig þeim heiðri.” “Það er langt síðan að við höfum sést,” sagði hertoginn. “Ó, já, en þér berið þó endurminninguna um þann fund ennþá, sem blysið þarna uppi ber nóga birtu til að sýna.” , “Hvað hefir þú gert af Kristínu Júl?” “Kristín er þar, sem hún á að vera, á slíkri stund sem þessari.” , “Hvar?” “Hjá vinum sínum.” “Þú hefir þá láítið hana flýja?” “Og ef það nú væri eins og þér segið, hvað 1 þá?” “Þá skalt þú hanga á hæsta tré skógarins, og fuglarnir eta skrokk þinn,” sagði hertoginn reiður. “Það ætla eg að gera, Álfrekur riddari, ekki ^ngöngu af því, að þú veitir óvinum mín- um skjól í höll þinni, heldur og af því, að þú hefir safnað saman þessum svívirðilegu bófum, til þess að hefja uppreisn á móti okkur, og af því að þú ert frjáls maður og neitar að sverja lénsherra þínu mtrygð og trúnað. Farið þið með þenna riddara til herbúðanna, sveinar, og gáet- ið hans vel þangað til eg kem. Þá skal hann fá verðskuldaða hegningu.” “Mér finst þetta ekki viðeigandi, kæra herra,” sagði Heinir Jenicke, sem stóð hjá her- toganum,” að gera svo mikið fyrir svo lítiö Riddarinn hefir í fjörutíu daga neitað okkur að koma inn fyrir virkisveggi PáJsstaða. Við ætt- um því að endurgjalda ilt með góðu, og veita honum leyfi til að stíga niður af þeim sem allra fyrst, einkum þar eð hann getur ekki búið hér lengur.” “Við hvað áttu, Heinir?” “Ó,” svaraði Þjóðverjinn og brosti ilskulega. “Eg á við að virkisveggirnir hérna fyrir framan okkur eru háir, og vatnið djúpt; druknaður mað- ur þarf ekki snæri til að hanga í. Við skulum hrinda honum niður í síkið, af hans eigin virk- isveggjum.” Uppástunga Heinis fékk meðhald hjá öll- um, sem í nánd voru; hermennirnir væntu sér skemtunar af þessu, og kröföust þess samróma, að Álfreki riddara væri hrint niður í síkið. Her- toginn kóm með mótbárur, en varð að láta und- an beiðni fjöldans. Meðan þessi ráðagerö átti sér stað, stóð Álfrekur riddari rólegur og óhræddur; hann horfði á hina' brennandi höll, og hjálmröndin kastaði dimmum og breiðum skugga á efri hluta andlits hans. Þegar hertoginn loksins - samþykti uppá- stungu Heinis, tóku hermennirnir riddarann og leiddu hann á milli sín upp á virkisvegginn, æp- andi af ánægju. Heinir Jenlcke og hertoginn gengu á eftir þeim. “Hér er veggurinn hæstur,” hrópaði einn af hermönnunum; “hér skulum við hrinda hon- um niður.” Álfrekur gekk í hópnum, eins og hann ætti að vera áhorfandi þessara framkvæmda. í austri var sólin að hækka á lofti, og sam- einaði geisla sína við loga hallarinnar. í skógin- um bak við vottaði fyrir hvítri þoku. Fuglarnir sungu í haganum fyrir neðan Pálsstaði. Það var áhrifamikið alt þetta ásigkomulag, hin Jiálf- brunna höll, sem bgr við himininn með hinupi glóandi múrveggjum sínum, liinir tryltu her- menn á virkisveggnum, æpandi fagnaðaróp, og þar næst alvaran, hinn hátíðlegi, tignarlegi frið- ur, sem hvíldi yfir umhverfinu. Mennirnir tóku Álfrek til þess að hrinda honum niður af virkisveggnum. Allur virkisveggurinn var þakinn heripöifh- um, sem með forvitnum ákafa biðu eftir þess- um væntanlega viðburði. En alt í einu reif ridd- arinn sig lausan með háværu ópi. “Biðjið allir hinn heilaga föður fyrir hans syndugu sáSu,” hrópaði hann með þrumandi röddu og starði á höllina. “Hver fjandinn! Hefir nú ekki hræðslan alt í einu gert riddarann okkar vitlausan,” sagði hertoginn hlæjandi. “Við hvað áttu með bæn- irnar þínar?” Svar var óþarft, því á sama augnabliki heyrð ist afarhátt angistarvein, og með því að horfa í sömu átt og Álfrekur starði, sáu menn mann koma í ljós í einu hljómopinu á turninum, sök- um logans inni var mjög auðvelt að sjá hann. Allir sáu, að þetta var ívar Tota. Ókunnugur á Pálsstöðum, hafði hann fyrst stefnt í ranga átt, og þegar liann loks fann dyrn- ar, bannaði eldurinn honum útgöngu og hrakti hann frá einum stað til annars, þangað til hann loks, hálfdauður af liita og reyk, leitaði skjóls í hljómopinu. Tota rétti hendurnar biðjandi til hermannanna; köll hans og hljóð báru vott um vaxandi örvilnan og hræðslu. “Mig grunaði þetta,” tautaði Álfrekur. “Guð vill ekki láta vonzku hans þrífast lengur.” Allir áhorfendurnir urðu skelkaðir. Margír þutu heim að turninum, í því skyni að veita Totu hjálp; en eldurinn var fyrir löngu búinn að hindra öll not stigans; engin björgun möguleg. Allir gleymdu Álfreki, sem tekið hafði hjálm inn af höfði sér, knéféll á virkisveggnum og byrjaöi hátt og greinilega að lesa faðir vor. Ó- sjálfrátt hlustuöu þeir, er til staðar voru, á bæn- ina; hinn tryltasti hermaður varð á þessu augna bliki í mýkra skapi, og vorkendi Totu, þar eð hann sá, hvernig forlög hans myndu enda; þeir tóku ofan stálhúfurnar, og sumir þeirra lyftu höndum til himins, og áður en riddarinn þagnaði, knéféll allur hópurinn og tók þátt í bæninni. Hljóð hins ógæfusama manns urðu tryltari og hærri. Turninn riðaði; ákafir brestir og brak bárust til eyrna hermannanna; skelfingaróp ómuðu frá áhorfendunum, og áður en það þagnaði, var Tota og efsti hluti turnsins horfinn. Þykkur kæfandi reykur gaus uþp úr eldhafinu. Þessi viðburður hafði mikil áhrif á hugi'lier- mannanna. Hertoginn varð fyrstur til að átta sig; hann sneri sér að riddaranum, sem stóö vfð hlið hnns. Honum varð ósjáifrátt að æpa af undrun; í hinum góðmannlegu og hreinskilnu andlits- dráttum þessa manns þekti hann ekki óvin sinn, sem almenningur kallaði Álfrek svarta. “Hver ert þú?” spurði liann á meðan her- mennirnir hópuðust'kringum þá. “Varst það þú, sem við héldum að væri riddarinn á Pálsstöð- um?” “Já,” svaraði maðurinn rólegur; “og eg( mátti ekki leiðrétta misskfilning ykkar, af því að eg varð að frelsa vesalings Álfrek. Hann mun nú úr allri hættu, svo eg hefi enga ástæðu til að bera nafn hans lengur.” Að þessum orðum töluðum fleygði hann af sér kápunni, sem hann var í. Það var Jörundur, sem stóð frammi fyrir hertoganum. ' “Og hver ert þú?” spurði hertoginn. “Eg þekki málróm þinn, og þó höfum við aldrei fund- ist fyrri.” “Jú, einu sinni.” “Hvenær?” “Ó, herra,” sagði Jörundur með rólegu brosi. “Það var í gærkvöldi, þegar við háöum einvígið.” “Hvað þá!”, hrópaði hertoginn mjög undr- andi. “Varst það þú, sem mættir mér í stað Álfreks!” “Já, hertogi, l>að varö mitt hlutskifti að berjast við svo kjarkmikla hetju.” Hertogiim þagði litla stund, meðan hann var að jafna ^ig eftir undrunina, sem orð Jörundar ollu honum. “Þú barðist eins og rösjtur maður,” sagði hann svo. “Seg þú mér nafn mitt, svo eg viti hver það var, sem hlífði mér, þegar líf mitt var, i þinni hendi.” “Nafn mitt er Jörundur Hringur, en eg er vanalega kallaður Jörringer í daglegu tali,” svar- aði sjómaðurinn. “Þú ert líklega af aðalsættum?” “Ó-nei, góði herra, eg er aðeins lítilfjörleg- ur fiskimaður, sem veiði fisk á færi og í net úr sjónum.” “Og þó þú værir fæddur af vesallegri þræla- ætt,” svaraði hertoginn, hrifinn af hinum hrein- skilnu og auðmjúku orðum hans, “þá verðskuld- ar þú samt gæfu hins göfúgasta riddara. Sjáðu nú, Jörundur, taktú þetta til endurminningar um mig, og þegar þú um vetrarkvöld situr við ofninn og ségir öörum frá afreksverkum þínum, þá láttu þess getið, að Hlöðver liertogi Albertsson hafi einu sinni rétt þér hendi sína, sem merki trygð- ar hans og verndar, og gaf þér góða sverðið sitt, af því hann sjálfur átti svo miklá karlmensku og djörfung, að hann kunni að meta hana hjá ó- vini sínunr.” 1 Meðan hann talaði þessi orð, rétti hann Jör- undi hendi sína, og hengdi sverð sitt, ásamt belti sínu, skrautsaumuðu með silfurvír, um háls hans. Jörundur horfði til jarðar; taugarnar í andliti hans skulfu; hann var sjáanlega djúpt snortinn yfir framkomu hertogans. Biðillinn. Það var unr miðsumarsleytið sama ár, um dimt kvöld, að 25 menn í einum hópi sáust ganga í gegnum Tjaldanesskóg, eftir veginum, sem liggur frá sjónum og Kasodda. Mennirnir báru axir og sverð að vopnunr. Foringinn, sem gekk á undan þeim, var klæddur brynju úr stálhring- um; á höfðinu bar hann stálhúfu, senr endaði með háum og mjóum brodd, og í hendinni langt tvíeggjað sverð. Ijiæst honum gekk hár og hcrðabreiður maður, senr foringinn talaði stund- um við í lágum róm. Þegar mennirnir höfðu lialdið áfram göngu sinni um nokkra stund, án annarar viðdvalar en þeirrar, sem kjarrgróin brautin og niðurfallin tré hingað og þángað neyddu þá til aö gera, fór skógurinn að verða gisnari, og endaði loksins við stóra sléttu,1sem straumhörð á’rann í gegnum og út í hafið í fjarlægðinni; hins vegar við ána var liá og brött breltka. Yzt í brekkunni var virk- isveggur og bak við hann lóðréttir turnar gam- allar riddaraborgar; í litlu gluggunum hennar speglaði tunglið sig, þegar það fékk næði til I þess fyrir skýjunum, sem voru á hraðri ferð fram hjá því. Þegar mennirnjr komu ,í skógarjaðarinn, gaf foringinn þeim bendingu að nema staðar, meðan hann gekk á undan og starði skimandi og hugsandi til hailarinnar. Meðan hann stóð þannig, breyttist hinn dimmi svipur hans, sem hvílt hafði yfir andlit- inu, í bros, sem þó virtist geyma í sér minni á- nægju en hatur og hefndarliug. Litlu síðar Sneri hann aftur til mannsins með breiðu herðarnar og hvíslaði: “Það var hér, sem þú áleizt hægast að framkvæma áform okkar, Jörundur?’' “Já, Álfrekur riddari, ef við hugsum okkur að ná til hallarinnar í nótt, þá verður það hér. Á móti Veslabæ og eikarskóginum setja þeir vörð á hverju kvöldi, undireins og sólin sezt, en álíta árás frá þessari hlið ómögulega. Samt er það réttast, að við fylgjum hinu fyrsta áformi okkar, og sendum njósnara til hallarinnar. Einar Trana er lævís og hygginn maður; fyrir því liefi eg margar sannanir . Meðan eg vann hjá honum,' var það siður okkar að hýsa gesti í litla her- berginu, þar sem þér sjáiö gluggaholuna í múim- um, beint á móti okkur, og þann sið hafa þeir efalítið ennþá. LáJið þess vegna njósnarann hafa með sér stein, og kasta honum út um gatið ofan í ána, éf alt er óhult í höllinni. Eg skal þá fela mig bak við pílrunnana þarna niðri, og. láta ykkur vita undireins og eg sé rnerki lians. Á meðan geta hinir búið til stigana.” “Þú ert vitur maður, Jörundur,” sagði Álf- rekur með ánægjubrosi! “Því ekki það,” svaraði sjóniaðurinn glað- lega. “Sá, sem snertir tjöruna, fær oftast eitt- hvað á fingurna, og Einar hefir kent mér það, sem hann verður að þola önn fyrir í nótt.” Riddarinn gekk nú aftur til mannanna, sem láu í grasinu. Sá djarfasti og slægasti var nú sendur til hallarinnar; hinir gengu inn í skóginn eftir efni í stigabjálkaúa, en Álfrekur og Jör- undur settust hjá gamalli eik, og héldu áfram ráöageröinni. Hér um bil fyrir mánuði síðaii var nesja- kóngurinn kominn aftur frá Skáni, og liafði síð- an verið heima. Hann var særður og gat ekki ráðist í nýjar ferðir.' Eftir sólsetrið gengu tvær manneskjur út í litla garðinn, sem var in'nan virkisveggjanna í Fellsnesi. önnur þeirra var Páli Júl, sem áður er minst á, einn af hásetum Einars Trönu, og hin var ung stúlka, naumast átján ára gömul, grannvaxin, pieð ljóst hár, hreinskilin, dökkblá, augu og hreinskilinn svip. “Ó, Anna litla,” sagði Páll um leið og hann iyfti hendi hennar að vörpm sínum; “en hvað dagurinn er langur, þegar maður bíður kvölds- ins.” ' “Það verð eg að samþykkja,” svaraði Anna, “en eg, sem ekki hefi annað mér til skemtunar en hænabókina mína og snælduna, en þú liefir þar á móti að gæta þinna starfa, og spjalla við mennína í garðinum.” “Eg skeyti lítið um mennina,” sagði Páll alvarlegur. “Þú getur naumast getið þess, hvað eg hefi starfað í dag.” "Lofaðu mér þá a ðheyra það,” sagði Anna; “þá skal eg líka segja þér, hvað eg hefi gert.” “Eg fór út í skóg og náði litlum spörfugli, sem eg ætla að kenna að n,efna nafn þitt, og þegar eg vakna árla morguns, verður það fyrsta orðið sem eg heyri.” “Eg þarf ekkert slíkt,” sagði Anna og lagði hendina á brjóst sitt; “hér inni, Páll. á lítill söng- fugl heima, sem syngur nafn þitt frá morgni ti! kvölds; já, og á nótíunni líka, býst eg við, þar eð eg lieyri það í öllum draumum mínumi Nú, þá er mín vinna betri, ]>ýí eg hefi býrjað að skrautsauma handa þér axlarfetil, með listfeng-, um sporum og rósum; hann skalt þú fá einhvern tíma, ]>egar eg er oröin heitmey þíri, og á meðan þú úotar þenna fetil, gengur þér alt vel, því að meðan að eg saumaði hann bað eg hina heilögu ungfrú að annast þig.” “En nær ætlar þú að verða heitmey mfn?” spurði Páll ákafur. i “Seinna,” svaraði hún brosandi. “Það er svo langt þangað til seinna. Held- ur þú að móðir þín sé okkur hlynt í kvöld?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.