Heimskringla - 19.05.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 19. MAÍ, 1926
heimskringla
7.BLAÐSIÐA.
NYRNAVEIKI
Bakverkir, nýrnaverk-
ir, nöfufcverkir, þvag-
steinar og þvagláts-
verkir, eru viss merki
um nýrnaveiki. TakiÖ
Gin Pills 50c hjá öllum
lyfsöluf og lyfjasölu-
verzlunum.
National Drug & Chem.
.... Co. of Canada, Ltd...,.
Toronto Canada
Ég myndi ekki - myndir þú?
(LAUSLEGA ÞYTT.)
Ef á dansi eSa í heimsókn er hrundin hæverskleg,
fneö hvikult augnaráö, er prettvísi ber,
hún getur sér aS sveinarnir allir einn á veg
yndisleik sinn dái og krjúpi a.S fótum sér.
Meö ástleitni viö sérhvern, en engum trú.
Eg ei myndi treysta henni. Myndir þú?
Ef á götunni ofláti kemur á kreik
meS koröa og gleraugu aö stórmenna siS,
og út úr sér biæs hann niö'kk af römmum reyk,
og raular í huga Sér: “Enginn jafnast mig viS”.
Hann skeggiS snýr, svo sjá skuli ein og önnur sú.
Eg aklrei rnyndi dást aS honum. Myndir þú?
Ef konan til nágrannans aö forvitnast fer,
og fær sér litt um börnin varnarlaus og ein;
þau fljúgast á og gráta, og alt úr lagi er,
er a.ftur heim hún kemur til aS sefa þeirra kvein.
Meidd og rifin, gluggar brotnir, hún hefnir heimskan sú.
Eg huggun hennar myndi ei treysta. Myndir þú?
Ef húsbóndinn er vesalmenni og vanrækir sín störf,
og veldur þrætu og illdeilum i skrumara þröng;
Uann drekkur og sóar, þó brauSsins brýn sé þörf
börnunum og konu hans, ér vinnur þreytt og svöng.
MeS vanrækta fjölskyldu og vesælt þrotabú.
Eg viröi aö engu siöferöi hat^. 'Myndir þú?
f
Ef drengurinn á skólabekk er latur, htiö veit,
lesturinn vanrækir og spillir heima friS.
Er sifelt í vösum í sælgætis leit,
en sýnist ver« iöinn, ef kennarinn lítur viö.
Og gortar við foreldrana um gáfur þá og nú.
Eg gæfi ei neitt fyrir) framför hans. Myndir þú?
Ef þýmenni meS hestinn sinn um þjóöveginn fer,
og þvingar hann meö byröina aö greikka sína för,
þó meS þolinmæöi og vilja um veginn hraSi hann sér
og vanmátturinn þjaki honum, hann treystir þrek og fjör.
Þó húsbóndinn sé maöur, og eigi a.uSugt bú.
Eg engu virSi hans tilfinningu. Myndir þú.
Ef nirfillinn i sveita fjöldans dýrkar Mammons rnynd
og miskunnarlaust kúgar sina starfsmanna sveit;
er bjargþrota þeir reyna hann, rúSir áf hans girnd,
hann rekur þá á dyr i þeirra nauöbóna leit.
Og gníar saman auSi í gullkálfsins trú.
Eg gæfi ei neitt fyrir samvizku hans. Myndir þú.
I
»
Ef mangarinn annars lastar viSskifta veg
og *vöru sina oflofar i þorpum og bygS,
þó verSiS sé ósanngjarnt og varan sviksamleg,
hann viöskifti sín eykur meö skrumi og lygö.
Hann prettar sína lánardrotna, óvönd er verzlun sú.
Eg viröi aö engu lánstraust hans. Myndir þú?
'Þó moröinginn hendur stnar hreinsaS geti í bráö,
er hefndin aöeins stundarbiö, þó glæpnum fái hann leynt.
því hugurinn er órór óg reikult alt hans ráS,
og raddir samvizkunnar hrópa til hans snemma og seint.
Ef réttvísin hans leitar, þá veitist vömin sú.
Eg viröi aö engu frelsi hans. Myndir þú?
Ef hjón skortir ástúS og áhugamál, <
og atvikum leyna og dylja sannleiks rök,
og, smámunir ræna þau ró úr, þeirra sál,
þau reiöast og gefa hvort öSru aS sök,(
þó áöur heföu lofaö ástúS og trú,
Ég engu virSi Toforö þeirra. Myndir' þú?
• ’ - » ,
Ef sá er aldrei öSrttm léSi aÖstoS i nauö, (
aö æíiskeiSi runnu finnur dauöans köldu' hönd,
og hverfa sér hann heimili, ánægju og auö,
er andi hans svífur á dularheinm lönd.
Er dótnarinn vegur bæöi verk hans. og trú’,
Eg viröi ei miklu sælustatS hans. Myndir þú ?
G. St'cfánsson. i
(Frh. frá 3. bls.)
mestu veriS grafnar upp á síöari ár-
um, og haföi víöa safnast ofan á þær
30 fet af mold. Þar aö auki brunnu
stórir partar hvaS eftir annaö, bæöi
viljandi og óviljandi. Vandalir fóru
höröum höndum oftar en einu sinni
um borgina.
ViS fórum fyrst aö sjá Colosseum,
þar sem fyrmeir áttatíu til hundrað
þúsund manns skemtu sér meö því ag
horfa á gladiatora berjast og hungr-
uö villidýr tæta t sundur sakafólk.
Hreyfimyndir tiSkuöust ekki a þá
daga.
Byggingin stendur aö rnjog miklu
leyti enn, þó a‘ö efripartur annarai
hliðar sé horfinn, og grjótiS tekiö
í aörar bvggingar. Hún er 658 fet
á lengd, 558 fet á breidd og um 150
fet á hæð. Hrikaverk þetta hfir að
vissu leyti snoturt útlit, sérstakleg.a
þegar frá dregur, og minkar það
ekk'i aödáun fyrir Rómverjum sem
byggingarmeisturum, nS ’ hugsa til
þess að plássiS mátti ryðja aö fólki
á tíu minútum.
Colosseum nýtur sín bezt í tungls-
Ijósi, og létum viö þaö ekki hjá HSa
ag sjá þaS a.ð kvöldi til.
Rétt hja Colosseum eru Palatine
og Capitoline hæðirnar, tvær af þeim
sjö, er frægar eru í rómverskum bók-
mentum. DálítiS nær en Palatine-
hæðin liggur hið gamla “forum”
Rómverja. A þessu svæði er elzti
partur borgarinnar, því Romulus og
Remus bygðu á Palatine-hæöinni, og
hefir hver steinn, sem vandlega hefir
verið hreinsaður, ?ína löngu og merku
sögu. Þar var unun að reika.
Pantheon er gamalt rómverskt hof,
nú notaS fyrir kirkju. Byggingin er
fjarska tilkomumikií, hringmynduS,
með háu, hvelfdu þaki og grísku and-
dyri meS 16/súlum, hver 46y2 fet á
hæS og 5 fet á þykt. Aðalbyggingin
er 143 fet á hæS.
Margar myndastyttur eru í Pan-
theon, og er þar "brjóstmynd eftir
Thorvaldsen. I Vatícaninu, höll páf
ans, er önnur minning um hann, þar
sem hann hefir smíSað arma og fót-
leggi á gamla myndastyttu. Lang-
mest fanst mér þó til um aS sjá
minnlsvarSa eins páfans, sem hann
hdfir smiöaS, og er hann í sjálfri
dómkirkjunhi.
Eg þarf ekki aö liugsa til aö lýsa
málverkum og myndastyttum, sem eg
sá á listasöfnunum í Róm. Þau erti
svo mörg, listaverkin, og eg kann lít-
ig um þau að tala. Eg má þó segja.
aS þegar rtiaSur horfir, t. d. á mál-
verk Miehael Angelo og Murillo, og,
sumar grískar myndastyttur, þá er
ómögulegt annað en verSa hrifinn.
Á leiS út aö neðanjarðargra.fhvelf-
ingunum, serri talaS er um í Quo
Vadis, ^r baðstaSur Caracalla. Múr-
inn stendur aö nokkru leyti enn i dag
og er mila a.ð ummáli. Sex þúsund
manns gátu laugaS sig þar á sama
tíma.
i ,
ViS fórum tiltölulega lítiS um graf
Hvelfingarnar. ASeins þær einar,
sem kendar eru viö Saint Calintus,
eru tólf mílur á léngd og eru ein-
'ægir rangalar. Leiösögumaður er
sjálfsagöur. Sá, sem .meö okkar hóp
var, benti á legstaö hinnar helgui
Cecilíu, og sagSi, víst í öllum trún-
aöi, að líkami hennar hefSi fundist
óskemdur mörg hundruö árum eftir
fráfall hennar. Líka kvaS hann hana
hafa veriS höggna á háls þrisvar sinn
um áður en hún lét lífið. Þetta er
aðeíns eitfi dæmi af tpörgum um
gamla og nýja oftrú í Róm. Nálægt
San Giovanni í Laterno kirkjunni er
stíginn helgi, er einu sinni á að hafa
veriS fyrir framan dyr Pontiusar
Pílatusar, og því kendur við Jesú.
BlóS hans á að'hafa markað sumar
tröppurnar, í það %kifti, sem hann
var krýndur þyrnikóTónunni.
MóSir Constantin keisara á svo
að hafa flutt stigann til Róm. Hann
, /
er ur marmara, og eru troppurnar
tuttugu og átta að tölu. Sá sem fer
upp stigann á hnjánum, á að fá þús-
und ára syndalausn. Fjöldinn allur
fer upp daglega, og var rétt svo að
viö hefðum komist aS, þótt við hefS-
um viljað það, daginn sem við fórum
þar um.
iSannarlega væri ekki of mikiS til
unniö, aS fa.ra á hnjánum upp 28
tröppur, ef þúsund ára syndalausn
fengist fyrir, en þó hefir verið reynt
aS létta verkið: Dickens talar um
mann, sem notaði regnhlíf sína til að
ýta sér upp.
Sánkti Pé.turs dómkirkjan er sann-
arlega meistaraverk, bæði að innan
og utan. AS framanveröú til beggja
handa, mynda. fjórar súlnaraöir tvö
hálfmánahorn, þæif eru 70 fet á hæð
og afarþykkar, meS þaki yfir. Beint
fyrir framan kirkjuna stendur e-
gypskt óbelisk hundrað og þrjátiu
feta hátt, höggið úr einum steini.
AS innan er kirkjan 613J4 á lengd
og 440 fet undir háþak. Gólfið er
úr marmara og þakiö gulli rent. —
Myndaslyttur eru með veggjunum og
i skorum á útflúruðum súlunum.
Undir háaltarinu hvíla bein Sánkti
Péturs', og brenna á daginn hund.aö
og tólf ljós, á silfurlömpum í minn-
1 ingu hans. Hvelfing er yfir a’tar
inu og hvílir hún á fjórum sivöjum
súlum, fimtíu feta háum: þær standa'
á undirstöðum, og er krossinn,' sert.
hæst stendur, nítíu og fimm fet i loí:
upp.
Sk’-autiö er svO inikið, aö maður
gleymir þvi aö hann er í guSshúsi.
Af öllum þeim dómkirkjnm, sem eg
hefi séö, er þaö aöeins ein — dón -
kirkjan hér i Flbrenz — ?em hægt er
að afna viö er.sku dómkirkjurnar. ef
tekið er til greina til hvers 'r.iðin
.:r. I’júp, þögul kyrö og óbrotiB, en
þá túkomumikið og tignarlegf sn S
einkennir þær, þcgar inn í þær kem-
ur. og þaö ytra. samsvarar þvi innra.
Þegar suöur til Napóli kémur, skift
ir um hörundslit og háttalag fóik--
ins. Dökt hörund, svart hár og önn-
ur suðræn einkenni er þar aö sjá.
Hávaöasamt er úti á stræti: farand-
salar bjóöa vörur sinar og er þá há-
vært, sérstaklega á kvöldin, þegar
hróp þeirra og hljóðfæranna, sem
þeytt eru úti á strætum, blandast. —
Fjöldi verzlunarmanan sýna vörur
sínar eirts mikið fyrir utan dyr sem
innan, og eykur þaö glyslitarháttinn.
Betlarar eru margir.
Sóðaskapur er víða tilfinnanlegur.
Varlá hægt aö komast hjá viðkynn-
ingu viS' flær, nánari en góöu hófi
gegnir. Þegar viS vorum aS borða
léttaverð í Pugliano, viö rætur íjalls
ins Vesúvíus, horföum við á konu
taka inn þvott. Hún tók hann af
snúrunni og lagSi niður i flnt rykiö.
Eg inyndi ekki faka þetta til greina,
ef þa.S heföi ekki verið sýnishorn af
því sem við sáum víðar.
Vesúvíus er ekki míla á hæð, og
er ekki svo mjög erfitt að klífa þenna
gamla eldibrand. A stuttum parti er
hraungrjótiö óbrotiS, en — og það
sérstaklega á siöari helmingi leiðar-
inna.r — víðast hvar er fín möl undir
fæti. Þegar maöur horfir upp fyr-
ir sig, er engu líkara en að hver, sem
reynir aS klífa þar upp hljóti að renna
niöur aftur í stórkostlegri skriðu, eo
svo ér ekki. Mölin er föst og þétt
undir fæti.
Eldborgin er þess viröi aö sjá
hana. Revndar eru þær tvær og merki
til hinnar þriSju. ASalborgin er síö-
an 1906, og á henni er hægt aö sjá
hvar heila fjallshlíSin hefir sprungið
út, þegar Pompeii var eyðilögS.
1 miSjunni er.u vegsummerki frá
1912. Gigurinn sá er um 40 fet að
þvermáli. Látlaust, dag eftir dag,
viku eftir viku, ár eftir ár, brýzt upp
um hann brennistcins reykjarmökkur
og glóandi hraunflyksur. Mökkur
þessi er Ijósra.uSur að lit. Stundum
er hann frá tvö til þrjú hundruð
metra hár. Þegar umbrot eru niöri,
og það á sér staS meS no'kkurra
mínútna millibili, þá er engu líkara
en aS afar stórkostlegur járnbraut-
ar ketill sé aö fara af staö. Svo gýs
upp á ný þykkur mökkurinn.
Viö fórum niöur aðra hliö fjalls-
ins, í áttina til Ponipei, án þess að
fá okkur fylgdarmann, þótt það væri
álitiS nauösynlegt. Lítill vandi var
að fylgja slóðinni. Hún er vel skýr
niður á viö til Pompei. Aöeins eitt
a.tvik hamlaöi ferS okkar. »
Þegar við vofum komnir þrjá
fjórSu hluta leiSarinna.r niöur eftir
hraunhlíöinni, komum viS aS litlu,
stöku húsi. VarShundur kom á móti
okkur, en var vinalegur, þegar eg
blistraði til hans. Svo kom húsráð-
andi út og heimtaSi 5 lírur fyrir á-
troSning. ViS höfSum borgað stjórn
a.rmanni 5 lírur hver fyrir aS sjá eld
borgina, svo að þaS var auSsætt að
maöur þessi haföi sett sig niður út
frá öllum mannabygSum til að flá
ferSamenn, heirnta af þeim toll og
stinga honum í sinn eigin vasa. Eg
sá engm stjórnarmerki á seSlunum,
sem hann haföi. ViS réSum því
af að fara úr leiS, bæöi til þess að
losast við gjaldið og til að Hggja
ekki undir ranglæti hans. Þetta. Hk-
aði honum illa, og eins látbragðiS,
sem honum var sýnt, Endirinn varð
sá, að hann sendi hundinn á eftir
okkur, og sjálfur kom hann meS hnif
í munninum og sveöju í hendi. Til
allrar' lukku var hundurinn ekki van-
inn til mannaveiSa.
Eina nótt vorum viö í Pompei, sem
er lítill bær, og stendur skamt frá
rústuni hins gamla bæjar með því
nafni.
ÞaS er aS mestu búiö aS hreinsa
ofan af rústum bæjarins, sem fyrir
tvö þúsund árum var aöal skemti-
staöur Rómverja. Veggtr standa
hálfir og heilir, og er að mestu hægt
að sjá fyrirkomulagiö eins og þaS
var. Strætin eru ^teinlögS og sýna
vagnhjólaförin á hellunum, að mikil
hefir umferöin veriS þar.
Okktir kom vel a.S hafa séS í Róm
hreyfimyndina “Ultimi Giorni di
Pompei". Söguna sjálfa, eftir Bul-
wer Lytton, höfðum við vist allis*
/esið, en fyrir svo löngu síöan að
hún var liSin úr minni. HúsiS, sem
í sögupni er tileinkaö Glaucus, er í
betra ásigkomulagi en flest önnur.
Um kvöldið eftir aö tungliS var
komið hátt á loft, sátum viö uppi a
þaki á gistihúsi okkar — þakið er
flatt og stólar iog borS þar — og
horfðum viö niöur á hinar gömlu
rústir borgarinnar dauðu, og svo upp
til eldf jallsins fyrir ofan, ennþá
dekkra og eyðilegra en um daginn,
en þó þrungiö krafti, sem birtist a.ug-
anu aðeins í óljósum glampa yfir
eldborginni og sindraði í myrkrinu.
Um ferSina til Flórenz og borgina
sjálfa er svo* margt aS segja, aS þaS
verSttr alt að bíöa annars tíina.. Hér
var frægasta lýðveldi NorSur-Itallu,
og skáld hennar og heimsfrægir lista-
menn.
MeS beztu óskum,
Villi.
.XMJ
EKKERT GETUR FYLT
SKARÐ GÆÐANNA.
REIÐANLEIKI og endingargæSi eru mjög svo nauðsynleg atriði í
bílum.
Hvaða aðra eiginleika sem bíllinn hefir, hver þægindi sem
hann er látinn veita, verður alt að byggjast á þessum undirstöðuatriðum.
Undirstöðugæði Ford-bílsins hafa verið sönnuð með reynslu í höndum
yfir tólf máljón eigenda alstaðar í heimí. Þessir eigendur hafa kosið Ford
vegna þess að þeir vita að enginn annar bíll getur fylt stað hans.
Þessi stefna — óviðjafnanleg vörugæði — hefir gert Ford-bílinn óvið-
jafnanlegasta flutningatækið. )
BÍLAR — FLUTNIKGABÍLAR — DRÁTTARBILAR.