Heimskringla - 19.05.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.05.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. MAÍ, 1926. Híímskringla (StofnnV 1886) Kemur út á hverjnm mitJvIkudefL EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 ok 855 SAkGENT AVE.. WINNIPEG. TalsSmlt N-6Ó37 Ver5 blaTSslns er $3.00 á.rgangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE YIKING PREfiS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanflMkrtft tll blnb.Mlna: THB VIKING PRESS, Utd., Box 3105 UtnnfiMkrift tll rltHtjflranM: EDITOR HEIM9KRINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringrla is pnblished by The Vlklnjar Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853>-855 Sarftent Ave., Wlnnlpesr, Man. Telephone* N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 19. MAl, 1926 Skifting auðæfanna. í hvert skifti sem eitthvað líkt alls- herjarverkfallinu á’Englandi hendir, hlýt- ur spurningin um það, hvernig á því standi að þetta skuli þurfa að henda, .að gera óvenjulega ákaft vart við sig hjá ^hverjum hugsandi manni. Með hugsandi mönnum er átt við þá, sem eru komnir eitthvað dálítið lengra en það, að finna til móðgunar eða hrygðar yfir því, að lægri stéttirnar skuli ekki vera ánægðar með að lifa lífi sínu líkara áburðardýr- um en frjálsum skynsemisverum; eða ekki geta gert að því að ergjast út af þessu “eilífa bölvuðu þvargi í þessum verka- mönnum”. Auðvitað ætti það að vera ein helzta skylda hvers borgara, að þroska sjálfan sig svo, að hann geti lært að hugsa sæmi- lega rökrétt og ástríðulaust. Einhvern- tíma verður þess krafist að menn verði að sanna það að þeir beri eitthvert skyn á að hugsa, til þess að fá kosningarétt-. í>ó getum vér, sem er svo ant um kosn- ingarétt vorn, huggað oss við það, að svo voðalegan réttindamissi þurfum vér ekki að óttast á vorum dögum. Það getur skeð að sköpunarsögunni og Sir John Mande- ville verði troðið niður um kverkar vorar, en að vér verðum skyldaðir, hvað þá held ur kúgaðir til þess að hugsa, af samtíð vorri, það á sér engan stað. Heimska drotning, og Hugsunarleysi ráðgjafi henn- ar, eru sæmilega örugg meðan vér lif- um, þótt þeyvindar, vorboðar betri tíma, séu ,hér og þar farnir að éta og feyra klakastólpana undir hásætum þeirra. “Eftir oss syndaflóðið,” sagði Hlöðvér heitinn. En þetta er annars útúrdúr frá efni og fyrirsögn. — Allir, sem eitthvað hafa reynt að átta sig á þessum sviðum, vita að öll þessi ólga stafar frá misjafnri skif- ingu framleiðslu og fjármuna milli borg- ara ríkisins. Fyrírkomulagið er svo fram- úrskarandi óhentugt og heimskulegt, að það. er ekki nema tiltölulega lítill minni- hluti af þegnum ríkisins, sem hefir skil- yrði til þess að þroska starfskrafta sína í þarfir ríkisins og samfélagsins svo nokkru nemi, við það sem ætti og gæti verið. í þessu sambandi er býsna fróðlegt að skygnast dálítið eftir því, hvernig “hinum þétta leir” (sbr. Meistara Jón), er skift manna á» milli á Englandi, þar sem mest hefir um verið að undanförnu. — Þá mun og einnig láta nærri, að mjög líkt sé á- statt í flestum öðrum vestrænum löndum, þótt sumstaðar kunni að vera enn minni' jöfnuður og sumstaðar örlítið meiri. — FólksfjöMi á brezku eyjunum, að und- anteknu írlandi, er um 42,000,000. Af þeim eru 10,000,000 eða einn fjórði part- ur blásnauðir, og 1,400,000 — þrítugasti hver maður — lifir á sveitarstyrk. Af öllum tekjum þjóðarinnar gengu að- eins % partur til kaupgjalds fyrir unnin verk. Hinir § paríarnir ganga sem húsa- leiga, peningaleiga og ágóði af hlutafé, í vasa manna, sem ekkert framleiðslu- verk leggja þar á móti. Hálf fjórtánda miljón manna eru svo staddir á Bretlandi, að aleiga hvers þeirra nemur aðeins 330 dölum að meðaltali! Og tvær miljónir manna eiga að meðal tali alls 1260 dali. Þar á móti eru 7100 menn, sem eiga rúmlega 1,200,000 doll- ara að meðaltali, og 537 menn, sem eiga rúmlega $6,000,000 hver að meðaltali. Það er ekki ófróðlegt til umhugsunar, að 537 manns á Englandi eiga sanitals $3,222,000,000 — þrjú þúsund tvöhundr- uð tuttugu og tvær miljónir dala, eða jafnmikið og 9,763,000 af ánnari stétt þjóðarinnar. Og þá verður ein af fyrstu spumingunum sú, hvort þessir 537 menn hafi í Sjálfum sér jafnmikið framleiðslu- gildi fyrir þjóðfélagið og þessar nær því 10 miljónir manna, og þá um leið hve "tnargir af þessum 537 hafa nokkurt fram leiðslugildi, og íve margir hafi fram- leiðslugildi fram yfir meðallag. Árið 1922—1923 voru tvö dánarbú á Englandi virt á $20,000,000 hvort til erfða- skatts. Sama ár voru 25,000 dánarbú á Englandi virt til erfðaskatts $20,000,000 samtals, eða jafnmikið og annar maður- inn lét eftir sig. Ber þó þess að gæta, að | ekkert dánarbúa kemur ur^dir erfðaskat^ } á Englandi, sem ekki nemur $500. Það j ár voru 129 dánarbú metin meira en $1,- | 000,000 hvert, og tuttugu stærstu dánar- j búin greiddu nærri helming erfðaskatts- í ins í ríkissjóð á móti nær því 100,000 j dánarbúum er skattskyld voru. Ber þó l auðvitað að gæta að því, , aö eftir því ! sem arfleifðin er hærrí, eftir því hækkar j skatturinn af hundraði hverju. — Hugmyndirnar um það að skifta auðæt' um landsins jafnara milli landsins barna, eru æði langt frá því að verja nýjar, þótt sennilega séu allmargir, sem helzt hugsa sér, að stjórnarbyltingin á Rúss- landi hafi komið þeim af stað. Að skýra hér frá þeim svo nokkuru nemi, er ó- mögulegt. En geta má þess, að eitt af ■því, sem menn reka fyrst augun í, og flestir myndq ef til vill geta komið sér saman um að breyta, er þetta, að menn skuii geta fæðst tii því nær ótakmark- aðra auðæfa, skuli öðlast meiri réttindi eða fríðindi en allir aðrir menn, án þess nokkru sinni að drepa hendi sinni í kalt vatn, 'án þess nokkru sinni að inna af hendi nokkra borgaralega skyldu, og sífelt geta notið þessara sérréttinda og jafnvel aukið þau, þrátt fyrir það þó alt líf þeirra sé hroðalegt átumein á lík- ama þjóðfélagsins, sem breiði óðfluga út frá sér rot og fúa. — Menn þurfa ekki að vera jafnaðarmenn til þess að sjá þetta og vilja breyta því. Gamli Andrew Carnegie lýsti oft yfir því, að hann áliti glæpsamlegt, að stór- eignamenn skildu eftir eignir sínar allar handa afkomendunum. En auðvitað hafa jafnaðarmenn einn- ig barist fyrir þessu, og máske er það vegpa “jafnaðar”-gi’ýlunnar, seim svo fjölmargir eru jafnhræddir við og litlu börnin við gömlu Grýlu og Jólasvein- ana, að svo seint gengur að koma jafnvel þessu einfalda atriði í iag. John Stuárt Mill stakk upp á því árið 1848, að tak- marka skyldi erfðarétt manna. ítalskur hagfræðingur, Regnano, hefir lagt til, að erfðir skyidu fara minkandi að hlutfalli við ættliði, á þann hátt, að maður mættl erfa vissan hluta af eignum foreldra sinna, minni hluta vissan frá afa eða ömmu og alls ekkert frá langafa eða lang ömmu. Philip Snowden, hinn heimsfrægi enski jafnaðarmaður, sem mestan orðstír gat sér sem fjármálaráðherra í ráðuneyti Macdonalds, hefir nýlega í riti lagt til að engipn maður mætti láta eftir sig meira en $500,000 til erfingja sinna. Það sem fram yfir værí skyldi ganga til ríkisins. Virðist það álitlegf upphæð til erfða fyrir alia aðra erfingja en þá, sem aldir eru upp sem landeyður, en vafasamt hvern byr sú tillaga fær fyrst um sinn. Þá hefjr og einnig komið fram á Englandi tillaga um það, að öllum erfðaskatti, er greiddur væri í ríkisfjárhirzluna, skuli varið til af- borgunar á ríkisskuldinni. Lítil athugasemd. Á öðum stað hér í blaðinu er prentuð grein, “Nokkur orð”, er veitt var móttaka af því að bréfritaranum gengur vafalaust gott eitt til, þótt orðalagið sé nokkuð á annan veg en heppilegt og ákjósanlegt er og staðhæfingar í djarfara lagi. Að því er Heimskringlu kunna að snerta aðfinningar um íslandsfréttir í þessa átt, þá mun það sannagt, ef vand- lega er að gáð, að þær fréttir sem að heiman eru teknar, eru þannig valdar, aö óhugsandi er að kalla þær pólitískt lítað- ar, enda hefir verið lögð stund á það. Svo hvorki bréfritari n<? aðrir haldi, að af ásettu ráði séu ekki teknar í Hkr. frétt ir eftir blöðum verkamanna á íslandi, er rétt að geta þess hér, að “Alþýðublaðið” í Reykjavík fáum vér ekki, og stafar það eingöngu af því að ritstjórn þess hefir auðsjáanlega ekki kært sig um blaða- skifti. “Verkamaðurinn,” frá Akureyri kemur hingað í skiftum, en vanalega með þriggja mánaða millibili, eða svo, og þær nýungar sem það flytur þá farnar að hærast. Fréttir eru teknar hér eftir þeim ís- lenkum blöðum, er hendi eru næst og ný- ust af náílinni í það skiftið. Annars er lögð meiri stund á almennar fréttir innr an lands en pólitískar, nema ef merkileg þingmannafrumvörp liggja fyrir, og sömuleiðis á að flytja fræðandi greinir og ritgerðir að heiman, sem nóg er jafn- an af, ásamt merkum viðskiftum íslands við önnur lönd. Er þetta gert fyrir þá fjölmörgu lesendur, er með áhuga fylgj- ast með öllu íslenzku, án þess þó að réttur annara sé fyrir borð borinn. En að herma svokallaðar pólitískar innanlands fréttir, eins og þær koma af skepnunni í flokksbiöðunum heima, teljum vér oss ógerning hlutlausu blaði í ann,ari heims- álfu, svo ófagurt sem þar er oftast kom- ist að orði um mótstöðumenn og málefni. Ennþá hefir ekki tekist að fá nægilega áheyrn fyrir þessar tillögur, jafnvel ekki á Englandi, þar sem þó er svo tiltölulega mikið af hugsandi mönnum. En ekki verður þess langt að ðíða að svo fari. — Allsherjarsamtökin á Englandi nú, og hin ar friðsamlegu og skynsamlegu endalykt- ir,« sem vafalítið verða þar á, bera órækt vitni um það. Og ekki nemur þar staðar. Þá gerast og aðrar stórvægilegri, skyn- samlegri og heillaríkari breytingar á mannlífinu. Það virðist vera órjúfanlegt. lögmál lífsins, að óskapnaðurihn er á hvíld&rlausri hreyfingu að eilífu sam- ræmi. J. B. hljómleikarnir. Allmargir Winnipegbúar sátu sig út færi á þriðjudaginn í vikunni sem leið, að njóta hljóm- leikanna, sem forstööunefnd Jóns Bjarnasonar skólans efndi til og gaf mönnum meö því kost á að hlusta á söngkonuna ' Maríu Prankfort og fiöluleikarann Jean de Rimanoczy. Aö vísu er frúin nýr gestur hér í borg, en de Rimanoczy er búinn aö kynna. sig sem langbezta fiöluleikar- ann, sem búsettur er hér í bænum. Má það ein- kénnilegt virðast, í borg sem telur 200,000 manns eöa freklega þaö, og sem endurómar daga og nætur af hljóðfæraslætti og barningi, að ektci skuli vera húsfyllir, þá sjaldan aö sljkir menn láta til sín heyra opinberlega, hvaö þá heldur þegar sæmileg vissa er fyrir því, aö þeir sem meö eru, sé ekki óverðugri aödáunar áheyrenda. Madame Frankfort bar aöalþunga kvöldsins. Röddin er mikil og blæfögur, vörm eins og tónn- inn í stórfiðlu (viola da braccia). En þótt þún sé vel æfö, þá er hún þó ekki svo slípuð og skygð sem skyldi, í ljóðsöngvara. — Nokkru mun þó hafa valdiö, aö frúin var auð- heyrilega nokkuö kvefuð, þótt hún syngi það af sér smám saman svo lítt heyröist. — Enda tókst frúVini sízt meöferðin á Elegie Massenet; vögguvísu Mozarts, og Romance Rimsky-Korsa- koff, er frú Stefánsson hefir áður kynt Islend- ingum hér. Bezt tókst frúnni meö aríurnar, t. d. aríu Antoniu úr “Æfintýrum Hoffmann’s’’, aríu Ox- önu eftir Rimsky-Korsakoff, og ýmsa rússnesku söngvana, þá er ástríðu- og tilfinningaþrungn- astir eru, t. d. “Sorgarsöng hermannskonunnar” eftir Rachmaninoff” og “Soon forgotten’’ eftir Tschaikovsky, er hvorutveggja var stórvel sung- ið og leikiö; enfremur “Star Eyes” eftir Oley Speaks. Hin hreimfagra og mikla rödd frúarinnar og stórfengleg tilfinningasemi myndi langbezt njóta sín á leiksviðinu, meö fullri hljómsveit. Enda mun hún öllu framar kenna sig heima þar. Oblönduð ánægja er aö hlusta á de Riman- oczy. Leikni hans er yfirleitt fyrirtak, og leik— urinn óvanalega viss, hreinn og dj.arfmannlegur. Þó skortir hann nokkuð enn til þess aö komast i allra fvrstu röö, bæðH leikni og leik. Hann er ekki nærri óskeikull ennþá á yfirtónum (fla- geolet) og har mest á því í "Gavotte” Aulins; en miklu betur tókust þeir i "Zephyr” Hubay kennara h.ans. Og svo djarfmannlega og hik- laust sem “Praeludium og Allegro’’ Pugnani var le^ikiö, þá samsvaraði leikurinn þó ekki fylli- ega kröfunni, sem gerð er til meistarans. Það var ekki hægt að verjast hugsuninni um það, hvernig landi spilarans, Teljnanyi, myndi leysa einmitt þetta ‘’Praeludium’’ af hendi. Leikur de Rimanoczy er fremur óspersónuleg- ur ennþá, nokkuð mikið á yfirborðinu. Hann berar ekki fyrir ntanni ómstrengina, sem dýpst liggja. En þ.að ktmur vafalaust eftir því sem árin líð’a. Hann er kornungur, allur heimurinn fyrir fpaman hann — vonandi með opnum hlið- um. S. Ur bænum. Halldór Arnason frá Höfnum kom á fimtudaginn var aftur hingað til Winnipeg, úr kynnisför til Islands, eftir rúma 5 mánaða burtveru. Hafði hann farið norður til Sauðárkróks og þaðan til systkina sinna, ættmenna og kunningja í Hvammi í Laxárdal, Höfnum, Breiðabólsstað í Vesturhópi, Stykkishólmi og Reykjavík. Lét hann hið bezta yfir förinni. Afkomu bænda taldi hann yfirleitt góða, þar sem hann hefði komið og tilspurt, þrátt fvrir hátt kaupgjald. Fiski héldist ágætt, en fiskur mjög fallinn í verði og erfitt um sölu, um það leyti sem hann fór af stað. I gærkvöldi útskrifuðust um 60 hjúkruna.rkonur frá Almenna sjúkra húsinu. Voru af þeim fjórar ís- lenzkar: Lára Johnson, Elizabeth E ^igurjónsson, Sigga Stefánsson og Ruby Thorvaldson. Öskar Heims- kringla þeim til hamingju með próf- ið, og farsældir í framtíðinni. Heiman af Islandi kom í fylgd með Haldóri Arnasyni frá Höfnum, ungfrú Inga Jónasdóttir, dóttir Jón- asar H. Jónssonar í Reykjavík. Mun hún hugsa sér að Uengjast hér eitt- hvað. Hingað koin í vikunni sem leið Jónas Hall friðdómari frá Edinburg N. D., faðir Steingr. próf. Hall, og þeirra systkina. Átti hann erindi viíf augnlækni. — Jónas var ræðinn og skemtinn að vanda; einn hinn allra greindasti og •'fróðasti Isléndingur, sem menn fyrirhitta. Hann fer suð- ur aftur á morgun. Mr. Andrés Skagfeld frá Oak Point var stddur hér i bænum um helgina. Séra Jóhann P. Sólmundsson fór nýlega suður til Duiuth í boði Nevv York Life ábyrgðarféíagsins, sem heiðursgestur þess og “honor agent” (en svo eru þeir kallaðir, er bezta framgöngu hafa sýnt þrjá mánuðina undanfarna) á árssamsæti, er af- kastamestu starfsmenn p/eirm eru boðnir á. — Alt hið bezta. sagði hann þaðan að sunnan, og gat ekki nóg- samelga lofað höfðinglegar viðtök- ur landa vors þar. Kristjáns John- son. — Þær fregnir kom hann og með að sunnan, að á fimtudaginn var hefðu tólf stúlkur tekið próf við hjúkrunarkvennaskólann í Duluth. Voru tvær þeirra íslenzkar, frá Da- kota. Þrenn verðlauú voru veitt, og tók önnur stúlkan fyrstu, en hin þriðju verðlaun. — Munar dálítið um högg Hólamanna. ennþá. Styrkarsjóður Björgvins Guffkunds- sonar. \ Aður nieðtekið ................$838.50 Mrs. og Mrs. T. Böðvarsson, Geysir, Man............... 2.00 J. Thorsteiríson, Amaranth 10.00 Sólveig Þorsteinsdóttir, Leslie 5.00 Sigfús Anderson, Wpg..... 25.00 $880.50 T. B. Thorsteinson Undan og ofan af. Hún pr ekki svo' galin, hugmyndih í hiblíunni, sem skín þar í gegnum línurnar, að sökum þess að Jahve smíðaði manninn, þá átti hann hann með húð og hári, og vegna þess að hann lagði Hka. til andann í hann, þá átti hann andann einnig. ‘Auð- vitað er þara um eignarr^tt að ræða, en a'f því hann er náttúrlegur, amast eg ekki við honum. Maðurinn var partur skapara síns, seni hann vildi annast sem sjálfan sig. Þegar við snúum okkur frá Para- dís og til jarðarinnar, í orðsins þrengri merkingu, þá virðist likami og sál mannsins vera eign þess lands og, þjóðar, sem fæddi hann og ól. Hann lifir í landinu og sál þess og það í honum, á sama hátt og þú lifir í guði og guð í þér, ef alt er eins og það á að vera. Að flytja sig burtu úr gróðrar- mold landsins síns og yfirgefa sál þess, er að svifta sjálfan sig sumum æðstu skilyrðum fullkomnunarinnar. Það er burtförin frá paradís, frá landsguðinum og sjálfum sér. Það • er ein tegund útskúfunarínnar. Hvort hún verður eilíf, veit eg ekki. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og' önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. \---------------------------—- En hér erum við nú samt, Islend- ingarnir annars heims, sem vestur fluttum, með líðanina, frá naa.ga- fræðislegu sjónarmiði, frá hálfu lóð* upp í þrjú hundruð pund. Og lög- fræðingarnir segja okkur, að við sé- uni orðnir löglegir Ixirgarar vestra, presta.rnir: að himnaríki sé eins ná- lægt okkur hér sem heima, læknarn- ir :, að við lifum eins lengi í Winni- peg sem i Reykjavík, og sjálfsþóttinn'. að við séum eins fjandi góðir fyrir okkar hatt, og höfum eins góða hatta og sá næsti. En Isiendingurinn í okk- ur, þessi utanveltu-a.umingi allra mála hér, harmar sér, kallar á mömniu og pabba, ,og vill ekki huggast láta. Fyrir mörgurn árum síðan orti eg kynstur af kvæðum, í mörg herraiis ár, og mörgum til leiðinda, uul þjóðræknismálin og viðhald islenzk- unnar hér. Og ef ekkert væri hægt hér að gera, þá að bjarga því héð- an að vestan heim, sem heima gæti átt. Sumum fanst þetta. barnaskap- ur. Öðrum ódæði og vestræn land- ráð. Svo fór eg heim. Þar reit eg “Móðir í austri’’, sem Tímarit Þjóð- ræknisfélagsins hirti nokkru síðar. Hugvekja, sem töluð er aðallega til FjallkonunrLar, um börn hennar hjá Snæfríði Stórbretadóttur, og hva& hún vilji að af þeim verði. Við heimförina og síðar sannfærð- ist eg um getuleysi og viljaskort IS' lendinga eystra og vestra, til að hjálpa til þess af öllum lífs og sálar kröftum, að eitthvað af Islendinguni héðan flytti aftur heim. Nú er gróðursetning margra Is- lendinga hér, orðin fullkomnuð á jörðum þeirra óg lóðum, í húsum, handiðn og stárfi. Og heima gæti eg trúað að mörgum yrði eins kært að sjá Finna og Lappa fylla. væntanleg nýbýli sveitanna og alt ''Suðurlands- undirlendið og okkur, * Að maður minnist nú ekki á þá dönsku. Og raunar mun þetta eðlilegra en okkut grunar, sem skiljum ei breytingaf þær, sem áratugirnir hér hafa gert á okkur, fyrri en heim er komið.. Samt ef Islendingar heima hefðu séð séf fært, fyrir nokkrum árum síðan, að bjóða okkur landspilðu heima með góðum kjörum, og getað ábyrgst okkur lífvænlega afkonui, þá er eg þess fullviss, að ekki svo fáir hefðu haft ánægju af að fylla hópinn og flytja heini. En með hverju árim1 sem liður, verða færri og færri sem þessu mvndn sinna, eða gætu gert það, þó sá tími kæmi að það yrði boðið. Hér verða því beinin borin. 'Og’ nú er svo komið að íslenzku land' neniarnir hníga óðum að moldu, sem hingað komu i blóma aldurs síns og ruddust fast um. Synir þeirra og dætur taka brátt við mannaforráð- um. Þau verða hinn merki milli' liður. Börn þeirrar kynslóðar, sem nú er að taka við völdum, skilj3- ekki sálina íslenzku, jafnvel þótt þat1 lærðu að lesa og rnæla á þeirri tungu- Líkaminn er úr amerískum jarðvegii og sálin úr engil-saxneskum bók- mentum. Þjóðræknisfélagið var stofnað of seint, og kemur því aldrei að þeim notum, sem það hefði getað orðið. et fyrri hefði verið tekið í taumana- Blöðin og tímaritin, kirkjurnar rne$ öllum sínuni deildum, góðtemplara- stúkurnar, Hagyrðingafélagið, sem aðeins starfaði i íslenzka átt meða'1 þess naut við, og margar fleiri gaml' ar og góðar fél.a.gsmyndir hér vestra óg einstakir menn, og konur eng'-1 síður, hafa hjálpað íslenzkunni ekk>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.