Heimskringla - 09.06.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.06.1926, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ, 1926. I^eintskringlct (StofnuV 1886) Keranr Út á hverjum miDvlkudetfL BIGENDDK: VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG, Talafmlt N -6537 Ver?5 blattslns er $3.00 árganarurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRE6S LTD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtanAMkrlft 111 blatlMlnn: THE VIKING PHES8, Ltd., Rox 3105 Utanftskrlft tll rltMtjftranut EDITOR HEIMSKHINGLA, IIox 3105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Vlklng Presa Ltd. and printed by CITV PRINTING PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., WlnnlpegT, Man. Telephone* N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 9. MAl 1926 Borgarstjórinn og kjósendur. Fyrir hér um bil hálfu öðru ári síðan var maður að nafni R. H. Webb, ofursti að nafnbót, kosinn borgarstjóri hér í Winnipeg. Meginþorri þeirra, er þenna mann kusu, þektu eiginlega engin deili á hon- um. Það var sagt að hann hefði getið sér allgóðan orðstír í hernum. Hann var nýgræðingur í bænum og ráðsmaður Marlborough gistihússins. Þessi bráðókunni maður bauð sig fram svo að segja á síðustu stundu, að tilhlut- un stéttarbræðra sinna og helztu bjór- sala bæjarins. Honum var rent í kapp við valinkuiman heiðursmann, sem um mörg ár hafði fengist við opinber mál, og hafði gegnt borgarstjóraembættinu í tvö ár og gegnt því vel. Og það var svo sem ekki að kjósend- unum að spyrja, fremur en vant er, þeg- ar á kjörstaðina kemur. Lýðurinn kaus hinn ókunna mann með yfirgnæfandi meirihluta! * # * Þektur uppeldis- og mannfræðingur í Bandaríkjunum hefir komist að þeirri niðurstöðu, að sjötíu og fimm manns af hundraði hverju þar, séu á líku reki and- lega og meðalgreindur tólf til þrettán ára gamall drengur, sem náð hefir meðal- þroska. Manni gæti nú dottið eitthvað h'kt í hug um pólitískan þroska kjósenda hér fyrir norðan landamærin, þegar önn- ur eins dæmi og þetta verða fyrir manni. Því að þessi kosning fór nákvæmlega eins fram, eins og kosið hefði verið í barnaskóla, þar sem börnin með atkvæða fjölda hefðu borið kennarann ofurliði. Það var nýjabrumið á þessum ó- kunna manni. Auk þess hafði hann verið herforingi. Barnssálin, með óþoli sínu, forvitni, nýungagirni og bráðlæti, stenzt ekki freistinguna að hverfa frá því sem vaninn hefir gert hversdagslegt, þó að gott sé, og gefa sig á vald því óþekta, sem svo auðvelt er að sveipa í æfintyra- ljóma, með svolitlu ímyndunarafli. Af ðþroskuðum mannssálum, sem skynsam- leg hugsun hefir ekki verið tamin, er sömu söguna að segja, þótt þær eigi sér lengri vistarveru að baki í sambandi við líkama eigendanna, en barnssálirnar. * * * Farmer borgarstjóri hafði setið við stýrið í tvö ár. Allir viðurkendu að hann væri duglegur og samvizkusamur maður, jafnvel pólitískir andstæðingar hans. Samt er ókunnur maður kosinn í em- bættið í hans stað. Þeir sem öfluðu Webb fylgis undir kosningarnar, fundu Farmer auðvitað ýmislegt, til foráttu, t. d. að hann væri jafnaðarmaður, og áð hann hefði oflítið bætt úr þessum erfiðu tímum. Fáir voru það þó, er svo rök- færðu. En langflestir — og þar á meðal ensku blöðin bæði, þótt þau auðvitað vissu betur — héldu því fram, að nú væri um að gera að skifta. Það hefði hvort sem var aldrei verið til siðs, að kjósa borgarstjóra lengur til embættis en tvö ár í senn! Um að gera að gefa öðrum tækifæri til þess að reyna! Þurfti þá frekar vitnanna við? Webb hlaut ekki atkvæði kjósenda af því, að það væru minstu líkur fyrír því, að hann væri snjall ari Farmer. Það var meira að segja mjög ólíklegt að Webb væri honum jafnsnjall. Kjósendur réðu Webb sem borgarstjóra, af því að hann var flestum þeirra gersam- lega ókunnugur. Þetta kann nú að þykja sniðyrt, en satt er það engu að síður. * * * Stundum getur svona slempni farið i vel. Það hendir líka að menn græða í ! Monte Carlo. En ,langoftast, fara kjós- endur flatt á þessu. Þess vegna er svo ótölulega margt öfugt hjáí oss, skyni og máli gæddum verum, sú óhemja af van- sælu, rangsleitni, skilningsleysi, kæru- leysi, hroka og heimsku, í hlutfalli við það sem ætti að vera, sem vel gæti verið nú, og sem einhverntíma verður. Kjósendur, það er að segja almenning- ur, eru altaf að stórskaða sjálfa sig, fá- einum öðrum mönnum til ábata, sem hreint og beint ekki geta komist hjá því | að þrífast á hjörðinni, eins og spilabank- j inn á spilafíflunum. Flestir kjósendur ; eru alia sína æfi að greiða atkvæði eins j og “pabbi og afi” gerðu á þeirra tíð. Sár- j fáir nenna að setja á sig reynslu forfeðra i og farinna kynslóða. En gáfur eru summ- ! an af reynslunni. Yfirleitt nenna menn ekki að temja sér að vera gáfaðir. # * * R. H. Webb ofursti, hefir ekkert gert ! sem borgarstjóri, sem þessum bæ megi ; að verulegu gagni verða. Við því var í engin ástæða að búast, samkvæmt kosn- ; ingu hans. Hann hefir aftur á móti stór- , lega óvirt embætti sitt og kjósendur. Við i því mátti vel búast, svo sem til kosning- j anna var stofnað. En hvað verður iangt þangað til að j næsti “ókunni maðurinn” verður kosinn í trúnaðarstöðu? Erum vér stórkostlega þroskaðri stjórn arfarslega en mennirnir, sem hrópuðu: “Krossfestu þenna, en gefðu oss Barra- bas”? Og þó eru því nær 2000 ár síðan. “f sekkinn, í sekkinn. svo hafa íslendingar gert fyr,” er haft eftir Ara lögmanni Jónssyni, er þeir Mar- teinn biskup kváðust á, svo að sinnað- ist. Hugði hann til þess atburðar, er Norðlendingar pokalögðu Jón biskup Gerreksson og drektu honum í Brúará. «, * * * Webb borgarstjóri hélt mikla og vel undirbúna ræðu á miðvikudagskvöldið var, fyrir iðnþrifanefnd Manitobafylkis. Þótti honum svo mikið undir þessari ræðu komið, og svo áríðandi að hann yrði ekki misskilinn, að hann bað hraðritara frá ensku blöðunum, er hann hafði fengið þangað, að rita ræðu sína orðrétta. Sú bón var veitt. Þessi ræða er líka einstök í sinni röð. Ólíklegt að nokkur borgarstjóri í jafn- stórri borg og hér er um að ræða, hafi nokkurntíma komið öðru eins saman. Ef þessi ræða hefði verið prentuð, án þess að tilgreina höfundinn, myndi flestum hafa dottið í hug, að þar hefði blindfullur maður verið að verki. Öll ræðan var hatramleg árás á O. B U., og leiðtoga þeirrar hreyfingar sér- staklega. Borgarstjórinn vill nefnilega reyna að hafa verkamenn hæga meðan hann húðstrýkir leiðtoga þeirra. Hann sagði að eiginlega væru verkamenn allra ágætustu menn, en þeir væru gersamlegay afvegaleiddir af leiðtogunum. Það væru menn, sem ekki vildu vinna að nokkru ærlegu verki, ekkert gera annað en að spilla og æsa. Þeir væru að vísu fáir, um 15—20 manns, og nefndi nokkra þeirra, 4—5. En svo fáir sem þeír væru, þá væru þeir svo óþokkaðir, og hefðu gert verkamennina hér í Winnipeg svo illræmda að ómögulegt væri að fá Banda- ríkja-auðmenn til að leggja fé í iðnaðar- fyrirtæki hér í Winnipeg. Hann kvaðst' hafa reynslu fyrir þessu, borgarstjórinn, og sagði hjartnæma sögu í því sambandi. Hann kvartaði undan leiðtogum verka- manna í bæjarstjórn, á fylkisþinginu og á sambandsþinginu. En reiðastur var hann j við O. B. U., og yfir því að stjórnin í Ot- tawa hefir alveg nýlega viðurkent þenna félagsskap, út af deilum strætisvagn- þjóna, sem eru í O. B. U., og Rafveitu- félags Winnipegborgar. Það væri um að gera að losna við þessa menn; helzt auð- vitað á löglegan hátt. Það er dálítið erfitt, þegar menn hafa engin lög brotið. að ræna þá frelsi eða fjöri lögum sam- kvæmt. Þetta hefir borgarstjórinn líka skilið, því undir lok ræðu sinnar tók haim af skarið með það. Ef ekki væri hægt að verða af með þá lögum sam- j kvæmt, þá með einhverju öðru. Og hann j leggur til í fullri alvöru, að menn taki verkamannaleiðtogana, “þessar rottur”, þenna “þorparaflokk meðal þorparanna”, og drekki þeim í Rauðánni. í sek'kinn , með þá. * * ¥ Winnipegbúar haida um sig dýran lög- regluvörð, að þeir megi fara sem óhult- astir ferða sinna, og til þess að vernda iíf ' og frelsi einstaklinganna. Og nú kemur j hinn virðulegi borgarstjóri og hvetur þá borgara bæjarins, sem líka skoðun hafa á opinberum*málum og sjálfur hann, að drekkja nokkrum öðrum borgurum, sem ekki eru á sömu skoðun og sá háeðla! Góð auglýsing fyrir Winnipegborg. * ¥ * Því er nú einmitt svo varið, að hr. Webb hefir altaf skilið borgarstjóraem- bættið þannig, að hann ætti að vera aug- lýsingastjóri borgarinnar. Hann er gest- gjafi sjálfur og hugsjónir hans hafa aldrei flogið út fyrir krárborðið, svo vart hafi orðið við. Hann er slíkur þjóðmálaspek- ingur, að hann heldur að allur þrifnaður bæjarins sé undir því kominn, að hægt sé að smala nokkrum ferðamönnum inn í bæinn, til þess að eyða peningum á gisti- húsum og í vörubúðum. Hann hefir verið eins og útspýtt skinn um allar jarð- ir síðan hann tók við embætti, að smala mönnum til Winnipeg, að gorta af Winni- peg. Hann hefir látið bera mikið á sér, látið kappsamlega auglýsa þetta auglýs- ingastarf sitt, haldið fjölda af ákaflega fávíslegum og einskis verðum ræðum, og látið prenta þær í blöðunum. Og nú klikkir hann út með þessari dæmalausu ræðu, þar sem orðbragð og látæði, er svo samvalið hugsuninni. Hann stendur og sprettir fingrum framan-í á- heyrendur sína, “blooming gangsters”, o. s. frv., kemur iðulega fyrir. Það er eins og liðþjálfi frá East End væri að brýna boðorðin fyrir áheyrendum sínum, dátunum. Hann segist hafa gert ákaflega mikið til þess að reyna að fá iðnrekendur og peningamenn úr Bandaríkjunum, til þess að setjast hér að. Aftur auglýsing. En það sé ómögulegt fyrir þessum fjandans verkamannaforingjum hér, sem eyðileggi hina hrekklausu verkamenn. Stóriðju- höldarnir amerísku þori ekki fyrir sitt lifandi líf að koma hingað, af ótta við verkamennina í Winnipeg! # * * Alt er þetta ein guðdómleg endileysa, og ^gagnsæ þar eftir. Fyrst klúðurstil- raunin, að koma sér við verkamenn, en slátra foringjum þeirra. Það er rétt, sem hann segir, að Winnipeg-vsrkamenn, sem eru í iðnsamlögum, eru sæmilega grfeind- ir og mjög gegnir menn. Ennfremur, að þeir allir, 'lað 15—20 manns undantekn- um”, hafi vilja á að bjarga sér og vinna. Þeir eiga nákvæmlega þá foringja skilið, sem þeir hafa. Svo er um öll sæmilega skyni borin félög. Þess vegna er það segin saga, að ef þeir, sem verkamenn hafa kosið til að sjá málum sínum far- borða nú í nokkuð mörg ár samfleytt, eru “rottur” og “djöfuls þorparar”, þá eru verkamenn það áreiðanlega líka, nema verri og lítilmótlegri séu. Eigi að drekkja forystumönnum þeirra, þá ætti jafnskjótt að koma þeim sjálfum fyrir kattarnef, í allsherjar blóðbaði. — En séu verkamenn það, sem borgarstjórinn að minsta kosti ekki hefir kjark til að neita að þeir séu, hvað sem sannfæringu hans kann að líða; sem sé upp og ofan greindir menn og gegnir, þá er jafnvíst, að menn, sem eru leiðtogar þeirra áir frá ári, eru af sama tæi, nema auðvitað, jafn- greindari og gegnari. Æfintýrið um hræðslu stóriðjuhölid- anna amerísku við verkamannaforingj- ana í Winnipeg, er skemtilegt. Verka- menn hér eru ákaflega friðsamir og iáta að öðru leyti miklu minna til sín taka en verkamenn í flestum eða öllum amerísk- um stóriðjubæjum. Séu iðnaðarhöldarnir amerísku smeykir við Winnipeg, þá eru það sannariega ekki verkamennirnir, sem orsaka það. Heldur eru þeir það hyggn- ari en borgarstjórfhn, að þeim dettur ekki í hug að iðnaður geti þrifist á gortinu einu. Það þarf einhvern sjáifstæðan lífs- merg til iðnaðarframleiðslu, þar sem verksmiðjurnar eru reistar. Flughana- gal, skrumarahót og tilberalæti, eru eng- inn varanlegur •framleiðslujarðvegur. En hefði nokkurntíma nokkur fótur verið fyrir þessum ótta við Winnipeg- verkamennina, hvað myndu stóriðjuhöld- arnir þá halda, og hvað munu menn út í frá yfirleitt haida, er þeir geta borið sjálf- an borgarstjórann fyrir því, að Winnipeg- verkamenn séu svo haldnir, að eina ráðið sé að drekkja þeim án dóms og laga? Dásnotur auglýsingastarfsemi. Mað- urinn er jafnhæfur til auglýsingastjóm- ar, sem borgarstjórnar. * * * Þegar við þykir eiga, eru menn kærðir fyrir æsingatilraunir til stjórnarbyltingar eða upphlaupa. Á ófriðairtiímum eru slíkir menn vanalega skotnir; á friðar- tímum eru þeir tugthúsaðir. Lagastaf- urinn er þá sem oftar teygður dálítið, eftir því hverjir að standa. / Bæði væri gagn og gaman að þv! að geta vijtað, hve margra ára fangelsisvist ainhver verka- mannaforinginn hér, t. d. Rus- sell, hefði hlotið, eða hvort hann hefði sloppið átölulaugt, ef hann hefði opinberlega skor- að á samherja sína, að drekkja Webb borgarstjóra, fylkisstjór- anum og fáeinum öðrum valda- mestu og auðugustu mönnum bæjarins, nema þeir gengju ah- gerlega á skoðanir og band verkamanna. Verkamannafor- íngjarnir kvörtuðu undan borg arstjóranum við dómsmálaráð- herrann. Sögðu sem satt var, að þetta væri háskaleg hvöt til I þeirra manna, sem ógætnir og skammsýnir eru, þar sem hún kemur frá manni í þessari stöðu. Þeir vildu sækja borgar stjórann til laga. Dómsmála- ráðherrann fór undan. Þá leit- uðu þeir til réttarins hér, og nú er svo komið, að borgarstjór inn verður dreginn fyrir lög í dag. Vafalítið sleppur hann Wgningarlaust. Það ætti að vera reiðilaust af flestum. En sleppi hann, sem telja má víst, þá er þar ipeð gefið fordæmi, að taka vægt á svonefndum “upphlaupsræðum og æsinga- fortölum”, sem hinir svonefndu “minni háttar menn” eru svo oft sakaðir um. — Það er fátt svo ilt, að ekki megi verða til nokkurs góðs. * * # Það er ekki við því að búast, að hinn sprengvirðulegi, eins og Bjöm Jónsson myndi hafa komist að orði, sjái sóma sinn í því að segja af sér. En von- andi hafa nú kjósendur féngið nóg að sinni af afrekum hans, þótt honum dytti í hug að bjóða bænum þjónustu sína eitt ár enn. Það er heldur engin ástæða til þess' að óttast um framtíð hans. Auk gestgjafahæfileik- anna virðist hr. Webb hafa flesta þá hæfileika, sem einn Ku Klux Klan höfuðsmanq mega prýða. Sá flokkur manna er nú tekinn að láta til sín heyra hér nyrðra. Þeir vilja láta drekkja, brenna, hengja eða krossfesta alla, sem ekki eru goðumlíkir og ómengaðir Engil-Saxar. Það væri alveg tilvalið að herra borgarstjórinn safnaði Klux-lið- inu um sig. Þá myndi sízt skorta röggsamlegar pyntingar og bráðskjótar drekkingar. En bezt væri þó að sneiða í lengstu lög hjá‘ íslendingunum, að vorri hyggju. Það gæti skeð, að þeir væru ekki allir búnir að gleyma sögunni um afdrif Jóns Ger- rekssonar. --------v -X-------- Fjær og nær StyrktarsjóSur Björgvvns Guð- mundssonar. ,Aður meðtekið ..........$1074.44 J. J. I Helgason, Riverton .... 1.00 J. H. Helgason ................ 1.00 Mr. og Mrs. G. Einarsson, Riverton .... .... ...... 2,00 $1078.44 T. E. Thoríttcinsson. Málfundafélagið heldur fund að Labor Hall næsta sunnudag, kl. 3 e. h. v- S. B. Benedictsson talar um “Heimspeki heilbrigðrar skynsemi” — Komið og hlustið á hvað hann hefir að segja. — Allir hafa þar málfrelsi. S. B. ----------x----------- Avarp. til Islendinga í Norður-Dakota.... En heyrðu mig, vin.ur, ef hikar þú við, Til hersveita lúðrarnir karlla. Þú berst með Högna, ef hann á þitt lið, Með héðni þó eg eigi að falla. Þvi norrænan hugrakka. á helvegu reið og hræddist þar náttstaðinn aldrei. St. G. St. Grettir sagði: Ber er hver að baki, r DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. —- Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. nema bróður eigi. Líkt fer mér, þeg- ar eg legg út í kosningabaráttuna fyrir fulltrúaþing Bandaríkjanna. Islendingar hafa oft sannað, a.ð þeir duga vel, þegar á hólminn er komið. Það sem knýr mig mest til að koma fram fyrir kjósendurna í Norður- Dakota, er það, að bændur hafa svo sem enga málsvara á þjóðþingi Bandaríkjanna. Meira en níu af tíu eru lögmenn eða fjárglæfrasinnar, sem þekkj.a lítið sem ekkert inn á akuryrkjumál og búskaparástand bænd^, og þar af leiðan.di hifa litla hugmynd um, hvað er nauðsynlegt a.ð ráða fram úr þeifn vandræðum, sem búskaparþarfirnar útheimta. — Það liggur hverjum manni í augurrt uppi, að bændur sjálfir geta betur ráðið fram úr sínum eigin vandræð- um en nokkur annar flokkur, og þess vegt^a er náuðsynlegt að bændur séu sendir á þing. Akuryrkja er stærsta atvinna hér í Bandaríkjunum. Akur- yrkja kaupir hér um bil 80 prósent af öllum iðíia.ði í Bandaríkjunum, og þar af leiðandi líður allur iðnað- ur tap, þegar bændur fá einungis hálfvirði fyrir vörur, sem þeir fram- leiða, sem eru kornvara og gripa- afurðir, í öllum þeim margbreyttu niyndum. Eg er með Republican flokknum, því að það eru meiri líkur til, a5 hann geri umbætur á hag .bænda en j nokkur annar flokkur. Eg hefði feg- inn viljað sjá alla íslenzka kjósendur í Norður-D.a,kota fyrir kosningarnar i júni. En það er ómögulegt, þvi kjördæmið, sem eg lifi í, er 13 stór Counties, svo eg verð að tala- vi5 Ikjósendur í gegnum blöðin, Lögberg | og Heimskringhu Og eg vona, að íslenzkir kjósendur i Norður Dakota verði vel við kvöð minni, að styrkja mig við kosningarnar. Eg hefi vericf búandi í Norður Dakota síðan 1880, og þekki vel öll þau átumein, sem bændur hafa þurft að verja sig fyr- ir. Og eg hefi alla þá tíð tekið þátt í stjórnmálum, og var sendur á kjörþing Republicans fyrir tveimur ánim, þar sem voru útnefndir for- seti og varaforseti fyrir Bandaríkin, og þar lærði eg rneira af, hvernig stjórnin kemur fram, en nokkru sinni fyrri. Og eg lofa því hátíðlega, ef kjós- endur í Norður Dakota senda mig á þing, að þeir skulu aldrei þurfa að iðrast þess. Virðingarfylst, Magnús Snowfield, 420 — 13th St. North, Fargo, N. D. ------x------ Bréf til Hkr. 5325 Qliver Ave. S. Minneapolis, Minn. 50 júní 1926. Herra ritstjóri! Ein af hinum mörgu ágætis ritstjórn argreinum yðar var “Jónas Spá- maður og Grundvellingar” í seinustu Heimskringlu. En það mun ekkert efamál, a.ð Grundvellingar ná inn þessum $25,000,000, ekki eingöngu frá fáráðlingum og bókstafstrúar- mönnum, heldur og frá hinum miklu iðnrekendum og verzlunarmhnnum þjóðarinnar; því Roger W. Bobson, hinn mikli fjármálamaður, sagði ekki alls fyrir löngu: “Virði eigna okkar og hlutabréfa. er ekki undir því komið, hvað hankarnir eru sterk- ir og traustir, heldur er það alger- *

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.