Heimskringla - 09.06.1926, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.06.1926, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. JÚNÍ, 1926. HEIMSKRINGLA 6. BLAÐSÍÐA. ÞJ E R SE M NOTIÐ TIMBUR KAU PIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED BirgSir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton * VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Við jarðarför Lilju Lindal P. 12. júní 1917; d. 24. maí 1926. (Til foreldranna.) Andi vorsins vekur alt, er svaf, vöggu lífsins himingeislar ylja; daggartárin drjúpa stráum af, dýrðleg brosir sérhver akurlilja. Gleðin leiðir systur sér við hönd, samför þeirra oft er þungt að skilja; þó er víst, að inn í æðri lönd ótal mörgum bendir fölnuð lilja. Andi iífsins mælir orðlaust mál, mannleg hjörtu sem að hálfu skilja; tungu dauðans skilur sérhver sál — sama tákn er öllum dáin lilja. Þið, sem fellið tregatár í dag, trúið einu, hvar sem vegir skilja: Samúðinni sungu þögult lag sálir okkar, þegar kvaddi Lilja. Andi vorsins vekur alt, er svaf, vöggu lífsins himingeislar ylja. — Barnið sefur—-blessið þann, sem gaf ■ hlessun þá, að ykkur fæddist Lilja. Sig. Júl. Jóhannesson. kga undir því komiö, hvaö kirkj- Urnar eru traustar. Hinir illa. laun- prestar þjóöarinnar eru þeir ^nn, sem viö í rauninni byggjum á, treniur en hinir vel launuöu banka- ^Rnn og víxlarar. Trú bygöarinnar er í rauninni virki eigna okkar. Og tagar vig gætum aö því, að aöeins af hundraði af þjóöinni eiga. verö kféf a.f nokkru tæi, og minna eri 3 af hundraði borga tekjuskatt, ha eru áhrif kirknanna enn.þá gleggri ^jálfra okkar vegna. og v^gna barn- anna okkar og þjóðarinnar, þá lát- n,ri okkur lyfta undir bagga kirkn- anna og prestanna, Kærum okkur knllótta þótt kirkjurnar og prestarnir Sen ekki fullkomin. Kærum okkur k°Hótta, þó guðfræði þe irra sé úr- eh- Það meinar aðeins, að væru hlrkjurnar og presta.rnir færari, þá lílnndu þau gera meira. Alt sem við e'gum, er undir kirkjunum komið, þó ha?t séu lélegar eins og stendur. L °Hum bænum þá látum okkur gefa ^lrkjunum meira af tíma okkar og ^iri peninga og meiri hugsun, því a þeim byggist virði alls þess, sem vð eigum.” 0, nei, herra ritstjóri, Grundvell- lng.a,r ná í þessar 25 miljónir, en Varla trúi eg því að þeim takist að heHa miðaldamyrkri yfir fólkið í ^-anada og Bandaríkjunum. G. T. A. ' ----------x---------- Draumur. Þenna draum dreymdi mig aðfara- nótt þess 11. september 1919. Eg þóttist vera á ferð milli Selkirk og Winnipeg. Þetta var seint á degi. ■^á sá eg hvar kennir í loftinu eitt- hvað með mikilli ferð — já, svo mik ‘'li> að eg hefi aldrei séð þvílíka. — ^egar þetta nálgast mig, sé eg að frað er rriaður ríðandi á dýri, er eg hefi aldrei fyr séð. Eg þóttist segja v,li sjálfan mig: “í>etta er sannar- ^eg gandreið”. — Svo kom þessi mað Ur til mín, stanzar og heilsar mér Uljog glaðlega. Og eg sé þá að í>etta er Jakob Briem, sem heima, á a Eetel á Gimli. — Mér sýndist þetta. d>’r. sem hann reið, vera líkast stein- 8eú að vaxtarlagi og stærð. En h°rnin voru ekki lík. Þau voru mjög Stór, og hölluðust langt a.ftur á bak; v°ru þau með nokkrum greinum og hvi ólik steingeitarhornum. Hann hélt nieð sinni hendi um hvort horn, °g mipnir mig að dýrið væri rauð- j>ratt á lit. — Eg spurði hann ekki Vaðan hann kæmi; þóttist vita að hann kæmi frá Winnipeg. Hann segir þá við mig: “Eg ætla að biðja þig að yrkja um mig vísu eða vers, og vera búinn að þv>> þeg- ar eg kem næst.” “Eg lofa engu um það,” svaraði eg. “En hvert ætlar þú a,ð ferðast?’ spyr eg. “Eg ætla langt norður um bygðir,' segir hann. Svo kvaddi hann mig og dýrið fór af stað með sömu ferð og áður, en eg stóð eftir hugsandi um þessa und- arlegu sýn.* En svo alt í einu er komið mýrkur af nótt. Eg sagði þá við sjálfan mig: “Hér verð eg að láta fyrirberast í nótt,’ því engin hús eru hér nærri. Veður var gott, svo mér leið ekki illa. —Að lítilli stun.du liðinni, sé eg geisla mjög bjartan, lík- an gasljósi, svo albj.a.rt varð í kring- um mig. — Mér þótti þá eg segja, að bezt væri að eg notaði þetta Ijós til að skrifa við það, og fór að skrifa, án þess a.ð vita, hvað eg skrifaði, En þegar bjart var orðið af degi, er Jakoh Briem kominn og heilsar mér glaðlega og segir: “Ertu búinn að yrkja um mig?” “Eg lofaði því aldrei að yrkja um þig-” En hann segir: “Þú neitaðir ekki að gera það. En það er sagt, að neitir þú ekki að gera það, sem þú ert beðinn, sé það eins gott og lof- orð hjá mörgum." “Heldur þú a.ð eg hafi getað ort í nótt? Þú komst svo fljótt aftur. Eg hélt að þú yrðir lengi i þessu ferða- lagi.” En hann segir: “Eg er ekki lengi að bera mig yfir á reiðskjótanum mínum.” En alt í einu var kominn til okkar fjöldi fólks, til þess að heyra á tal okkar. Þá mundi eg, að eg var að skrifa eitthvað i nótt, og sagði: — “Bíðum við. Eg var að skrifa eitt- hvað í nótt við ljósgeisla, sem kom til mín. Og eg kom með skjal með gotnesku skrautletri, með mörguni litum. Þóttist eg aldrei hafa séð annað eins snildarverk, og var letrið þetta vers: “Har^n. Jakob Briem er bezti tna.ður, blessaður Ölafs-niðurinn; hann fef urn strætin hress og glaður. Hvern sem hann hittir, drengurinn, nóg af spaugsyrðum hefir hann, sem hressa og gleðja sérhvern mann. Allir, sem þarna voru, lásu þetta, og alir dáðust að því hvað letrið var skrautlegt og vel gert. Jakob segir: “Mér þótti verst að þú mintist ekkert á reiðskjótann minn.” eg “Þú baðst mig þes* ekki,” svar- aði eg. ‘Satt var það,” sagði hann og tók alúðlega í hönd mína og þakkaði mér fyrir versið. Þá var sagt við mig af einhverjum úr mannfjöldanum, sem þarna. var viðstaddur: “Þú ættir að yrkja út af æfisögu þinni.” “Svona skrautlegt verk!” svaraði eg. “Það væri skárra.!” Þá um leijj var draumurinn, Ja- kob og mannfjöldinn horfinn. Þessi draumur, sem mig dreymdi, líktist meira sýn, en verulegum draum, vegna þess hvað hann var skýr. Og þykir mörgum, sem eg hefi sýnt hann, hann vera mjög un.d- arlegur og hafa fáir ráðið hann sér fullnægjandi. Þætti mér gaman ef einhverjir draumspekingar vildu senda mér ráðningar sínar þær lík- legustu á þessa.ri draumsýn minni, er eg ekki vil láta deyja út með mér. Gimli'7. júni 1926. Sigurður Ingjaldsson. ----------x---------- Frá íslandi. Akureyri 24. apr. Höfrungs- og hnís*veiði er mikil í fjærðarmynninu og á Skjálfanda. Bátur úr Húsavík fékk 50 hnísur í gær, annar frá Grenivík 35. Bátur úr Ölafsfirði fékk 12 höfrunga, ann- ar úr Siglufirði jafnma.rga. — Fiski- laust að kalla, þó talsverð silungs- veiði á ,pollinum í fyrirdrátt. — Sumarblíða. Seyðisfirði 25. apr. Austfjarð.aafli 1. apríl 1635 skpd. Mikið aflas’t síðan, emkanlega á Fá- skrúðsfirði, Berufirði, og einnig nokkuð hér in.nfjarða. Ymir kom inn á Fáskrúðsfjörð á fimtudag með góðan afla a.f Hval- bak. — Sólskinsbliða. Rvík 30. apríl. 15 stiga MH var í gær síðdegis á Geitabergi í Svínadal. Úr HrútafirSi var símaö í gær, að þar væri jörð mikið farin áð gróa, og útsprungnar sóleyjar hefðu sést þar í túni á einum bæ. Vifftal við hr. Johs. Fönss. — Vís- ir átti í gær tal við Johs. Fönss óp- erusöngvara., þar sem hann býr, hjá danska sendiherranum, og bað hann að segja nokkuð af sínum högum og fyrirætlunum. — Mig hafði lengi langað að koma til Islands, sagði Fönss. — Eg hefi lengi haft kynni af Jslendingum. Þau fyrstu voru að eg söng í Islepdinga- félagi á stúdentsárum mínum. Síðait hefi eg ‘vitað hvað mikLa.r mætur Is- lendingar hafa á söng, og oft hafa þeir skorað á mig að fara til Is- lands. Og þegar vinur minn, sendi- hernann, bauð mér til sin, og eg átti mánaðarfri, þá gat eg ekki neit- að mér um þá ánægju, að fara hing- að, þótt ferðin væri löng og varla mætti vænta neinnar sumarbliðu svo snemm.a. En úr því hefir nú ræzt yndislega, og hrifinn varð eg, þegar eg kom upp að landinu í gærmorg- un og sá jöklana. •— Én þegar eg nefni jökul, dettur mér annars í hug skemtileg sagaj sem eg skal segja yður, því að hún snertir líka söng minn. Eg var einu sinni í samkvæmi með Knud Rasmussen Grænlandsfara. — Hann hafði þ.a.r með sér einn heið- inn Grænlending að nafni Osakrak. Gestunum var. skemt með hljóðfæra- slætti og söng. 'Fyrst lék þar kona á fiðlu og eg söng á eftir. Nú þótti okk ur g.anian að vita, hvort Osakrak hefði ekki orðið hrifinn af söng- listinni, en hann var þá horfinn. Loks fanst hann inni í svefnherbergi hjón- anna og var skriðinn þar inn undir rúm. Var hann dreginn undan rúm- inu náfölur og skjálfandi og spurður spjörunum úr, en það fékst ekki úr honum eitt einasta orð. Það var fyrst nokkrum dögum seinna, að ein- hver gat fengið hann til að segja fréttir úr sanikvæminu. — “Þar kom kona ein,” sagði hann, “með kassa í hendi. Tók hún til að nudda kass- ann með einhverskoúar priki. Þá kom þar úr vein og þa.ö svo ámátlegt og engu líkara en a.ð þar væri kona í í barnsnauð ! — Og ekki var þar með risi og rak upp öskur svo gífurlegt, búið, því að nú reis upp einn rauður a.ð mér brá við! Var það líkast drun- um í skriðjökli !” — Ætli eg gæti ekki, segir hr. Fönss, fengið að heyra drunur i skriðjökli ? — Jú, en þá er að fara upp að Hvítárvatni eða austur í Oræfi. — Það fer mað allan minn tíma Eg á að syngja í Osló bráðlega og má ekki dvelja hér nema svo sein tvær vikur. Eg varð heldur að lofa Isendingum að heyra. hvað eg sjálfur gett. Ekki svo að skilja, að eg ætli að heyja nokkurn kappleik við höfuð- skepnurnar. Eg met meira listina en kraftinn. — Ætlið þér að syngja. oft? — Það fer eftir aðsókninni. Eg syng kannske í kirkjunni líka, Qg svo kann að vefa að eg lesi eithvað upp úr bók eftir sjálfan mig, sem heitir “Endurminningar frá leikhús- starfi mínu.” Það hefir víða fallið i góðan jarðveg. . — Það • gerir það eflaust líka hér. Bókin hefir komið i bókaverslanir og þótt mjög sketntileg. — S*o víst sem það er, að fólkið hlakkar til a.ð heyra hina frægu bassarödd yðar, svo víst er og hitt, að menn knuna að rneta það, ef þér lesið upp skemtilegan kafla úr áður- nefndri bók. — Ef fólk þá skilur mál mitt. Islenska og danska eru ólík mál. — Rétt er það, en flestir kunna hér dönsku svo vel,' að menn skilja svo óvenju góðan og skýran framburð sem þér hafið. — Til hamingju og verið þér sælir! — Verið þér sælir! — Og ef þér segja söguna af Ösakrak, hún þykir j tnér svo ágæt! H. ----------x----------- Theodór Wedepohl prófessor. Nýkominn er hingað til bæjarins frægur þýzkur málari, Theodor Wedepohl prófessor, er dvaldi hér á 1-andi í fyrrasumar og málaði þá ýms a myndir, er sýndar hafa verið í Ber- lín og hlutu þar óskift lof þeirra, er sáu. Prófessor Wedepohl er Vest-.i fali, stundaði nám á listaskólanum í Berlín, og dvaldi síðan í Munchen, París og víðar og sýndi ýms mál- verk eftir sig um 1-angt skeið á opin.- berum listasýningum þessara stór- borga. Hann heíir málað fjölda landslagsmynda, einkum þýzljra, og eru margar af þeim opinberum bvgg ingum á Þýzkalandi, í Munster í Vestfalen, Bielefeld, Dortmund, Ber- lín. og víðar. Fyrir kenslumálaráðu- neytið í Berlín gerðf hann fyrir nokkum -árum tvær myndir af keis- a.ranum og hlaut þá pófessors nafn- bót (1920). Hann er einn af þekt- ustu andlitsmálurum Þjóðverja, og hefir málað um 1200 andlitsmyndir af ýmsum mönnum, rithöfundum, leikurum, listamönnum óg öðrum. Loks er hann rithöfundur og hefir samið merkilegt rit um fagurfræði fjarsýnda (Æsthetik der Perspekt- ive), er kom út 1920, og veitti kenslu málaráðuneytið í Berlín styrk til bók ■ar þessarar. Prófessor Wedepohl hefir um langt skeið málað flatneskjulandslag Bran- deniborgar-héraðsins (Mark Bran- denburg) með kyrlátum vötnum, er skógarlaufið speglast í. Hann ann kyrðinni og friðnum, og í greinum, er hann hefir ritað í þýzk blöð um Islandsveru sína í fyrra, neitar hann því, að linur fjalla vorra. og landslag yfirleitt bjóði kyrð og frið; honum finst fjallalínurnar of margbrotnar og óreglulegar til að vekja heildar- áhrif kyrðar. Honum finnast einnig v.a.tmlitir óhentugir til að mála ís- lenzkt landslag, því að þó að litir fjallanna og grassins séu bjartir, jafnvel þó að sólin skini á það, finst honum þunglyndisblær hvíla yfir nátt úrunni og hina léttu viðkvæmni vanta. Olíulitir eru því að hans áliti miklu hentugri til þess að mála íslenzkt landslag. Prófessor Wedepohl naut kenslu hinna frægustu málara i æsku og tók einkum sér til fyrirmyndar þá Du-cker og Fr. Preller, er málaði einkum sjávarmyndir, líkt og Were- schagin, Rússinn, er frægur varð einkum fyrir orustumyndir sínar. — Þessi menn hafa allir haft áhrif á Wedepohl í æsku, og ennfremur meistararnir, Menzel og Böcklin og St. James Private Continuation School and Business College Portage Ave., Cor. Parkview St.,. St. James, Winnipeg. Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða til- sögn í enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til- gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóðum konta að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu Enskunni, eins vel og innfæddir geta gjört. Þeir, sem standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, geta byrjað strax. Skrifið, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan 8—10 að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuði og hærra. Einnig má fá upplýsingar þessu viðkomandi hjá Mr. H. Eliasson, og er þeim sem tamari er íslenzkan, bent á að snúa sér til hans. Simanúmer N-6537 eða A-8020. • Sími N 8603 Andrew’s Tailor Shop Föt búin til eftir máli. — Hreinsun og pressun Verk sótt og sent heim. ANDREW KAVALEC 346 Ellice Ave., Winnipeg Munchen-málarinn Ferd. Piloty, er einkum májaði myndir úr sögu Þjóð- verja (ThusneldaVog Germanicus o. fl.), og eru þær kunnar þeim, er komið hafa á listasafnið í Munchen. Samtímis Wedepohl voru þeir Max Klinger, hinn heimsfrægi málari og myndhöggvari, og Frans Stuck, er einnig hefir hlotið mikla frægð; þeir reyndu allir í æsku að ná því sálræna í landslagi og lifandi verum á sitt vald, og Wedepohl v.a.rð frægur hálf- þritugur fyrir andlitsmynd af görnl- uni prófasti frá Véstfalen, er hann gerði. Er hún. svo lifandi gerð, að maður virðist standa augliti til auglitis við þenna æruverða, öldung; augu hans glampa af guðhræddu hug arfari og samstiltu líferni, en mildi og mannkærleiki skín út úr hverjum drætti. Eftir þetta skifti Wedepohl sér að nokkru milli landslagsmynda og andlitsmynda, en hann málaði þo einnig suðrænt landslag og v.a.rð enn þýzkari í Jist sinn.i og trúrri við heim kynni sín en áður, er hann gat gert samanburð á litum og blæbrigðum lofts, láðs og lagar heimkynna sinna og fjarlægra stranda, Germanskur andi hefir fylt huga Wedepohls síðustu árin, og þvi sótti hann hingað í fyrra til. að sækja i sig norrænan þrótt fyrir líkama sinn og sál. 'Hann málaði allmargar þeirra eða ljósmyndir af þeim til sýn- myndir hér í fyrra og voru nokkrar is í skemmuglugga Haraldar. And- litsmyndir hefir hann og gert nokkr- ar hér, má einkum geta afbragðs- myndar af frú Aslaugu sál. Blöndahl. Próf. .Wedepohl dvelur hér fram eftir sumri og mun hann vilja mála nokkra. Islendinga. — Býðst hér sér- stakt tækifæri, því að óhætt er að fullyrða, ag enginn íslenzkur lista- maður á þau tök á andlitsmyndum sem próf. Wedepohl. Félög og stofn anir, er heiðra vilja ágætismenn sína og brautrvðjendur, ættu a.ð nota þetta tækifæri, því nátúran lifir og bíður sinna. listamanna á öllum tímum, en mennirnir hverfa í duftið og li'stin ein getur varðveitt ytra útlit þeirra uni komandi aldir. A. J. samtiðarmenn hans áttu við að búa, Þega.r Rousseau dó, stóð fyrir dyrum hi nmikla borgararlega bylting, franska stjórnarbyltingin, og þó að hún væri afleiðing af efnahagsþróun, auðsafni borgararstéttarinnar, auk annar.a orsaka, var hún sjálf aðallega pólitisks eðlis. Nú hvggja margir, að önnur bylting sé yfirvofandi, bylt ing, sem gerir þjóðarheildina að eig- anda lands og fr.amleiðslutækja, og er vonandi, að hún þurfi ekki að verða með þeim ósköpum, sem hin lenti í. En þetta sýnir meðal ann- ars, hva.ð líkt stendur á nú að sumu leyti sem á siðari hluta 18. aldar. Bókin er fjörlega rituð, málið lát- laust og lipurt. Ber húq. þess 1 jós— an vott, að höf hefir kynt sér efnið svo rækilega, sem föng voru á, og á hann skilið þakkir fyrir samninguna. Útgefandinn. hefir hér ráðist s þarft verk. og er vonandi að aðrar bækur ekki síðri megi á eftir fara. Jakob Jóh. Sntári. —Visir. ---------x---------- Hveitisamlagið. Sarnlagið rcynir að fá komlögunum breytf. Mjög þýðimgarmikil breting á Korn lögunum sem Samlagið berst fyrir hefir komist í gegn um fyrstu og aðra umræðu í Ottawa-þinginu, og liggyr nú fyrir akurvrkjumálanefnd- inni. þessi breyting heimila.r eigand- anum að ákveða. í hverja safnhlöðu korn hans skuli sendast, án þess að hann þurfi að afsala rétti sínum til að heimta. fulla vigt og tegund. Bæn - dui; höfðu þennan rétt til 1925 að lögunum var breytt þannig að hann var afnuminn. Mr. C. H. Burnell og aðrir forst- öðumenn Hveitisamlagsins eru 1 Ottawa til að skýra, afstöðu samlags- ins fyrir nefndinni, en mótmælandi þessari brevtingu er þar einnig voldug nefnd frá Winnipeg Grain Exchange Úrslita er beðið með eftirvæntingu. (Vísir.) ----------X------:---- Ritfregn. Einar Olgeirsson: “Rousseau”. Akureyri. Bókavfcrzlun Þorst. M. Jónssonar. Prentsmiðja Björns Jónssn. 1925. Bók þessi er þáttur úr "Lýðinent- un”, safni alþýðlegra fræðirita, þeirn flokki, er Brautryðjendasögur nefn- ast. Aðalkaflar bókarinnar eru fjór- ir; fyrst Inngangur, þá Æfi og sam- tið, siðan Maðurinn — skáldið, og loks Brautryðjandinn. Er bókin öll hin fróðlegasta, sem vænta má, þar sem urn svo merkilegan og frábæran mann er að ræða. Má. óhætt segja, að á flestum sviðum andlegs lífs gæti áhrifa Rousseaus, bæði í.heimspeki, trúbrögðum, uppeldisfræði og stjórn- málum. Og hugsanir Rousseaus eru eklci neinn forngripur, þótt liðnar séu meira . en tvær aldir, síðan að hann fæddist; sömu viðfangsefnin mörg, sem hann spreytti sig á, blasa _enn við nútíðarkynslóðinni, aðeins í of- urlítið breyttri mynd. Er þa.ð því hinn mesti fróðleikut; fyrir nútiðar- menn, að kynnast æfi og kenningum Rousseaus, ásamt ástandi því, er Kornhlöður í Alberta. ’Samningar hafa verið gerðir | milli United Grain Growers Limited í og Hveitisamlagsins í Alberta þannig ! að allar kornhlöður sem Grain Gro- jwers félagið á þar í fylkinu verða starfræktar af nýju f^lagi sem verður stjórnað af nefnd sem verður kosin til helminga af hvoru félagi. Þetta nyja félag hefir ekkert annað starf en að sjá um kornhlöðurnar. Agóði af rekstrinum skif.tist hlutfallslega túilli Sámlagsins i Alberta og United Grain Growers, eftir mælafjölda sem höndlaður er fyrir hvert félag. Þessir samningar ná yfir 182 korn- hlöður sera United Gra.in Growers á i Alberta, en ekki safnhlöðurnar, og gldir til tveggja ára. A þeini tima verður revnt að komast að samnlng- um um kaup á þessum hlöðum. Einnig hefir Samlagið ákveðið að bvggja kornhlöður i þrjátiu bæjum þar i fylkinu, þar sem Umted Grain Growers hafa engar nú sem stendur Ag líkindum verða þær fullgerða.r í tima til að taka á móti uppskerunni að hausti. * * ^ * Lesendum stendur ti^ boða að senda. spurningar viðvikjandi Sam- laginu til blaðsins, og verður þeim svarað i þessum dálk. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.