Heimskringla - 16.06.1926, Page 4

Heimskringla - 16.06.1926, Page 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 16. JUNI 1926. Heímskringla (StofnuQ 1886) Kemur flt fi hverjum mlDvlkudearl. EIGENDCKs VIKING PRESS, LTD. 883 og 855 SARGENT AVE., WINNIPEG. , Talslmli X-0537 Verí blaíslns er $3.00 Argangurlnn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendtst • / TH E YIKING PREES LTD. SIGEÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ki'tstjórl. JAKOB F. IŒISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtnnfiMkrlft tll blnttalns: THE VIKIM'. PIIESS, Ltd., Boz »105 UtnnfiMkrlft tll rltMtjfirnuMi EDITOR HEIMSKHINGLA, Box 3105 WINNIPEG, MAN. “Helmskrlngla ls publlshed by The VlkinK PreMa Ltd. and prlnted by CITY PRINTING «V PUBLISHINO CO. 853-855 Snraent Ave., Wlnn Ipeff, Nnn. Telephdne: N 6537 \ .......................... ~ WINNIPEG, MANITOBA, 16. JÚNÍ 1926. Fiskikaupmenn í New yfirlýsingu um, að einskis skyldi ófreist- að til að veita öllum þeim makleg mála- gjöld, er á ólöglegan hátt reyndu að eyði- leggja frjálsa samkepni í verzlun og iðn- aði. Mr. Royce segir, að þegar rannsóknin hafi verið gerð, hafi verzlun á vatnafiski í New York numið um $30,000,000.00 á ári, og að vitnisburðurinn hafi sýnt, að minsta kosti 75 % af henni hafi gengið f gegnum hendur Fish Purchasing Corp- oration. Kæran var í þrem liðum; en aðalliðu’r- inn, sem hinir í raun og veru fólust í, var að verjendurnir hefðu átt með sér samtök, og gert samsæri til að einoka fiskiverzlun í þessum landshluta. Verj- endurnir játuðu sekt sína undir þessum lið, og var þá auglýst, að stjómin hefði dregið hina liði kærunnar til baka. Dómurinn var lesinn upp í réttinum, eftir að verjendur höfðu tilkynt, að þeir væru honum samþvkkir. Ríkissóknarar aðrir en Mr. Royce, sem mættu, voru William D. Whitney og Israel B. Oseas. Lögmerin verjenda voru Goldsteim & Goldstein og Rothwell, Harper & Mat- hews. York sektaðir. Fiskihringurinn mikli í New York, sem sagt er að hafi kúgað fiskimenn í Banda- ríkjunum og Canada, og sem kærður var fyrir að hafa okrað á fiski í New York um fjölda ára, hefir nú loks játað sekt sína án þess að verja málið, borgað háa sekt og verið uppleystur af rétt- inum. Fiskimenn í Manitoba munu kannast við mörg af félögunum, sem í samtökun- um voru, því mörg þeirra keyptu talsvert af fiski héðan af vötnunum. En fáa mun taka mjög sárt, þó þeir fengju þessi af- drif. Stórblaðið New York Times, dagsett 13. inaí, skýrir frá málinu á þeesa leið: “The Fish Purchasing Corporation, sem um mörg ár hefir ráðið kaupum og sölu á fiski, svo nemur $30,000,000.00 á ári hverju, var uppleysri í gær, með úr- skurði Julian W. Mack dómara. Sautján félög og tólf einstaklingar, meðlimir fé- lagsins, sem kærðir voru í júlí í fyrra- sumar fyrir .brot á Anti-Trust lögunum, sem kend eru við Sherman, játuðu sekt sína og voru sektaðir $31,000.000. — Hinir kærðu og sektir hvers voru sem fylgir: — Einstaklingar: Harry E. Aron- son, Harry V. Lyons, Aaron Hadin, David Finkelstein og Sol. Broome, $2000.00 hver; Philip J. Beglof, Jack Maibach, Frank Maibach, Michael N. Lipinsky, Le- Roy A. Rice, Alois W. Pini og Bernard H. Cohen, $1000.00 hver.—Félög: Lay Fish Company, Finley Fish Company, Port Clinton Fish Company, Beglof Fish Com- pany, Charles Lyons Fish Company, Re- liable Fish Company, Mischler Fish Com- pany, Majestic Fish Company, North- western Fish Company, Acme Fish Com- pany, Lakeside Fish Company og Winona Fish Company, $1000.00 hvert; National Fisheries Company, New Fish Company, Eagle Fish Company og Empire State Fish Company, $500.00 hvert; og Pollock Fish Company, sem nú er hætt að starfa, $1.00. • Réttarpróf í málinu hafði verið ákveð- ið þann 17. maí. Alexander B. Royce, ríkissóknari, sem málið hafði með hönd- um, bjóst við að málið myndi standa yfir í þrjár vikur, að minsta kosti, og hafði stefnt fjölda vitna frá Wisconsin, Minne- sota, Michigan, Ohio, Canada og víðar. Kært var að verjendur hefðu gert. sam- særi til að hamla milliríkjaverzlun á viss- um fiskitegundum,, keypt fisk á fram- leiðslulstöðunum, og selt hann í New York, skapað tálmarkað, og skipað fyrir tim yerð hjá heildsölum og smásölum í borginni. Mr. Royce sagði, að dómurinn, sem á að fullnægja innan þrjátíu daga, eyði- legði okrarasamband margra fiskifélaga, sem hefðu bækistöð sína við Peck Slip. Hpmurinn eyðileggur ekki aðeins nú- verandi hring, heldur “fyrirbýður á öll- um tímum, hindrar og bannar þeim, í fé- lagsskap, og sem einstaklingum, að til- heyra eða að ganga í nokkur slík samtök eða samsæri”, og “að nota nokkur önnur meðul eða aðferðir”, sem myndu hafa líkar afleiðingar. Rannsóknin f fyrra, sem gerð var af “Special Federal Grand Jury”, vakti mjög mikla eftirtekt. Yfir tuttugu vitni voru fengin frá ýmsum framleiðslustöðum, til að segja frá gerðum- og aðferðum Fish Purchasing Corporation, og áttu þau öll að koma fyrir réttinn nú aftur. Uppgjöf verjenda sparar ríkinu mikið fé, og er hún af þeim, sem er kunnugt um slík mál, talin þýðingarmikill sigur fyrir stjórnina, með því að • hún gerði nýlega Richard Beck, Ph. D. Fimtudaginn 3. júní bættist íslending- um nýr maður og efnilegur, í þann álit- lega fræðimannaflokk, er þeir höfðu þeg- ar á að skipa. Þann dag iauk Richard Beck, M. A., doktorsprófi við Cornell há- skólann. Var það munnlegt próf, og grensluðust þrír háskólakennarar eftir kunnáttu hans í nær því 3 klukkutíma) Áður hafði verið tekin gild doktorsrit- gerð Becks, um “Jón skáld Þorláksson og þýðingar hans úr ensku máli”. Er það allítarleg greinargerð, 230 blaðsíður vélritaðar, með smáu letri. Þetta mikilsverða próf er árangurinn af ágætu starfi og eljanfýsn. Richard Beck er fæddur og uppalinn á íslandi. Voru foreldrar hans Hans Beck og Vigfúsína Vigfúsdóttir, bæði fædd og uppalin á Reyðarfirði, og afkomendur merkismannsins Richard Long, er var verzlunarstjóri á Eskifirði. Misti hann föður sinn snemma. Var þröngur efna- hagur móður hans, en þó var reynt að koma honum til menta, af því að skjótt bar á námfýsi og námsgáfum. Móður- bróðir hans, Sigurður Vigfússon, bjó hann svo undir skóla, að hann settist í 4. bekk mentaskólans í Reykjavík 1918. — Næsta vetur las hann utan skóla 5. og 6. bekk, og tók stúdentspróf vorið 1920. En árið eftir fluttust þau mæðgin hingað vestur til Winnipeg. Var bróðir Richards, Jóhann Th. Beck, seztur hér að áður. Haustið 1922 fór Richard suður yfir landamærin til hskólans. Lagði hann stund á ensk fræði við Cornell háskól- ann. Þegar fyrsta árið bar hann úr bít- um verðlaun fyrir hæst próf í fornensku og aftur í fyrra. Árið 1924 hlaut hann “Graduate Scholarship” í ensku ($200) og ókeypis kenslu ($75). í fyrra voru honum veitt verðlaun Cornell háskólans í ensku ($400, og ókeypis kensla, $75). Voru þó margir, er við var að keppa. Þótt Richard hafi stundað nám sitt í með slíkri kostgæfni og raun ber vitni I um, hefir hann þó sízt legið á liði sínu , í félagsmálum. Við háskólann er félag, sem nefnist “The Cornell Cosmopolitan Cluh”, aðallega félag útlendra stúdenta. þótt Bandaríkjamenn einnig geti fengið ; aðgang. Engin þjóð má hafa fleiri með- j limi í félaginu en nemi 40% af öllum meðlimum. Eru um 100 stúdentar frá 30 þjóðlöndum hvaðanæfa í félaginu, og að auki um 30 kennarar. Árið 1923_______ 24 var Richard forseti stjórnarnefndar; j næsta ár formaður félagsins, en 'í ár for- j maður skemtinefndar. Það verður ekki annað sagt, en að hann hafi verið hiklaus og ^allegur, j mentaferill þessa unga íslencyngs, er ný/' kominn að heiman sezt á bekk með allra landa lærisveinum í einum af merkustu háskólum einhvers voldugasta ríkis í veröldinni. Hann hefir aukið á sæmd þjóðar sinnar. Dr. Beck kvæntist í fyri a, Berthu, fóst- urdóttur Jóns lögregluþjóns Samson. Hún er fullnuma hjúkrunarkona héðan úr Winnipeg. Embætti hefir dr. Beck þegar fengið. Er hann ráðinn aðstoðarprófessor í ensk- um fræðum við St. Olaf College í Minne- sota. Dr. Beck hefir ’agt trau&tan og veg- legan grund^öll að lífsstarfi sínu, að því er séð verður. Heimslíringla óskar hon- um þess af alhug og þjóðflokki hans, að byggingin, sem hann nú byrjar að reisa með framtíðarstarfi sínu, verði grund- vellinum í alla staði samboðin. Sléttuböndin. / Það var fyrst um síðustu , helgi, um sama leyti og blaðinu barst sléttubanda- vísan, sem hér er á öðrum stað í blaðinu, að athygli mín var leidd að grein, er stóð í Lögbergi 20. maí í vor, eftir Finnboga Hjálmarsson, Tjörnesing, frá Winnipeg- osis, Man. Eftir ástæðum þykir mér rétt að fara nokkrum orðum um efni grein- arinnar. Höfundurinn hefir auðsjáanlega ekki getað melt ummæli mín í vetur, er féllu á þá leið, að það væri ekki “minsti vott- ur um skáldgáfu, að geta komið saman fáeinum sléttubandavísum eða sæmilegri hringhendu”. Hann leitar ráða hjá Ein- ari Benediktssyni, “þjóðskáldinu og stór- skáldinu” — svo ekki sé nú hættas á að farið verði mannavilt—og vísar til um- mæla hans framan við “Hrannir”, um sléttubandaskáldskap. Það er nú skemst frá að segja, að þau ummæli Einars Benediktssonar koma að engu leyti í bága við ummæli mín. Eg er E. B. að mestu sammála þar, og gæti verið hon- um algerlega sammála, án þess að hrófla við ummælum mínum. Jafnvíst og það er, að “annarhver meðalgreindur íslend- ingur”, sem nennir, getur komið saman sléttubandavísu, er og hitt, að það er gríðarleg torfæra að “segja frá” söguefm ”og tengja það saman frá erindi til er- indis”, eins og Einar Benediktsson kemst að orði. Og að gera það svo, að úr því verði svo háleitt mál, að skáldskapur megi kallast réttu nafni, er nálega á einskis manns færi. Ágætur vottur um erfiðleikana, sem á því eru, er einmitt “Ólafs ríma Grænlendings”. Einar Benediktsson skipaði ekkert h'kt því það sæti, sem. hann skipar nú á íslenzkum skáldabekk, ef sú ríma væri háleitasti skáldskapurinn, sem frá honum hefði komið. Og þó myndi framtíðin setja hann skör lægra en nútíðin, ef svo væri. Það hefði engum fölskva slegið á skáld- skap E. B., þótt hann hefði aldrei ort þá rímu. Þar með er ekki sagt að ríman sé ekki þrekvirki, sem bragþraut. En sléttuböndin hafa hvorki skapað né auk- ið á skáidgáfu Einars Benediktssonar. — Hafi einhver annar felendingur unnið sér ódauðlega skáldfrægð fyrir sléttubönd, þá játa eg hreinskiinisiega, að mér er ekki kunnugt um hann í íslenzkum bók- mentum. En hr. Hjálmarsson bendir vafalaust á hann. Aðeins örfáar sléttu- bandavísur eru snildariega ortar. Lang- mest af þeim, sem eg hefi heyrt, er þann- ig, að eg hefði heldur kosið að vera höf- undur að einni smellinni ferskeytlu, eins og t. d. Baldvin Halldórsson yrkir stund- um. Og heldur vildi eg hafa kveðið Lagnætti , en allar slettubandavísur til samans, sem eg hefi heyrt. Annars er það mjög mikið álitamál, hvort mönnum. finst sléttuböndin vera fegursti hátturinn, sem íslenzk braglist. á. Lýtaiaus sléttubönd eru sjálfsagt slungnasti brághátturinn. En trúað gæti eg* að margir þeir, er næmast eyra hafa fyrir hinu undursamlega hljómfalli ís- Jenzkrar tungu, væru elskari að ýmsum öðrum bragháttum, t. d.' stuðlafalli hinu n.Ýja, aldýrt kveðnu; aldýrum hagkveð- lingahætti, sem gæti máske þar að auki staðið í sumum að kveða lýtalaust, ekki síður en sléttuböndin; eða áttþættingi. I þessum tveim síðustu, er eg tek til dæmis, er voldug hrynjandi, líkt og í hrynhendunni, sem Matthfas að minsta kosti hefir sýnt, að má nota sem umgerö nm guðdómlegan skáldskap, svo að heild arsviþurinn verður stórkostlegri, glæsi- legri og áhrifameiri. Það er sitthvað, að vera hagyrðingur og skáld. Skáld eru teljandi, jafnvel meðal fslendinga. Tungan sjálf er aftur þannig þroskuð, að hún leggur hag- mælskuna upp í hendurnar á þeim, sem einhverja hæfileika eða nenningu hafa til þess að koma saman vísu. Það er misskilningur hjá hr. Hjálmars- son, ef- liann heldur að menn geti ekki tamið sér hagmælsku. Enda getur annhver meðal- greindur íslendingur komið saman vísu. Og með dálítilli æfingu og þolinmæði getur hver maöur, sem getur gert vísu, komið saman sléttubandavísu. Einmitt, vegna, þess, að hag- mælska og skáldslcapargáfa er sitt livað. Væri skáldskapur sama og hagmælska, myndi Símon Dalaskáld verða, settur skör ofar en Grímur Thomsen. Og að því sem eg liefi heyrt, Finnbogi Hjálmarsson, Tjörnes- ingur einu þrepi eða. svo fyrir ofan Bjarna, Tliorarensen. Mér hefir sem sé verlð sagt, að hr. Hjálmarsson sé mjög laglega hagmæltur, auk þess að vera sérlega. skýr maöur. Hvað liaginælskan er ákaf- lega alnienii nieðal íslendinga, má vel sjá hér á vestanblööun- um, til dæmis. Fjöldi af lausa- vísum hefir allaf veriö birtur þar, eftir liiiia og aðra. Og þó er það ekki nema sem dropi úr hafinu, sem aldrei hefir verið birt. Það er því ákaflega lítil sönnun, til eða frá, hvort, eg get komið saman vísu. Hr. Hjáliparsson liefir mis- skilið.það. En liann hefir mis- skilið fleira, T. d. hlýtur hann að hafa misskiliö stjórn, hlut- hafanna, í Viking Press, þegar hann af ummönnun fyVir mér, leitaði véfrétta um það, livað lengi eg gæti liaft “atvinnu við blaöiö fram eftir sumrinu” þeirra vegna. Honum hefir skilist að mér tækist það lengst með því að gefa mig við sléttu- bandaskáldskap. Mér liefir aft- ur á móti skilist, að þeir vildu ekkert þókna mér fyrir þá starf semi, og að eg myiuli ekki “hanga” við blaðið, sem mað- ur segir stundu lengur, ef eg notaði tímann til að klambra saman sléttuböndum. Eg er nú líka sannast að segja nauðalítið hagmæltur maður, livaö þá skáld. Og mér hefir aldrei fyr borist vitneskja um, að. vísnakveðskapur væri arðvænleg atvinna. En úr því að hr. Hjálmarsson, telur svo bráðnauðsynlegt Að eg yrki, og úr því að liann svo bersýni- lega iætur sér ant um atvinnu mína og framtíð, þá skal eg gefa honum kost á því. Eg skal yrkja ferskeytlur, en hann borgi starfið. Taxta mun heppi- legast að hafa á vísunum, eft- ir braghætti. Sléttuböndin verða vitanlega dýrust. Eg hefi það eftir hagyrðingi, sem eg hefi ástæðu til að halda að hr. Hjálmarsson dáist að, að ein sléttubandavísa sé honum líklega alt að því dagsverk. Eg verð þá þeim mun lengur að því, sem eg er óhagmæltari. Hringhendan gæti orðið dálítið ódýrari. Hr. Iíjálmarsson, sem er svo ant um vísurnar, og að tryggja mér atvinnu, hefir þá þarna kost á því að vinna það í einu, að sannfærast um, að annar- hver íslendingur getur ort sléttubönd og að tryggja mér atvinnu. Ennfremur væri ekki óhugsandi, þótt eg sé ókunn- andi í vísnagerð, að eg gæti þjálfast svo, að hr. Hjálmars- son þurfi ekki að bera kvíð- boga fyrir því, að búskapararð- ur hans auki svo hans verald- legu fjármuni, að hann vegna drápsklyfja af þeim komist ekki rétta boðleið í áttina til þeirra fjársjóða, sem mölur og ryð ekki fær grandað. S. H. f. H. ---------x--------- Samanburður. á sögu skaparans um sköpun jaröar- innar, mannsins og dýranna, viö sðgu Gyðinga, um þessi efni, sem mennirnir hafa tekið góða og gilda í heilagri ritningu alt fram að þessum tíma. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s- Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Mér kom þetta til hugar, þegar eg las smágrein í blaðinu Winipeg Tribune á laugardaginn 22. dag maí- mánaðar. Þar stendur smágrein með fyrirsögninni: “England fyrir 100,000 árum”. Menn voru að grafa þarna í jörðu í Suffolk-héraöi á Englandi, og fundu þar mannaleifar frá ísaldar- tímabilinu fyrir 100,000 árum. Þegar íshelhan fór að smáþiðna/ fyrir mildara loftslag, mynduðust dældir og rennur í jarðlagið neðan við brúnina á jöklinum og urðu 'dæklirnar fullar af vatni. En í vatn- inu lifðu fiskar, og fuglar syritu 4 því. Og eftir því sem íshellan færð- ist norður undan hitanum að sunn- an, fylgdu fuglar og fiskar og önn- ur dýr á eftir. En á eftir dýrunum kom maðurinn, því að hann lifði á þeim, eins og hann gerir enn þann dag í dag. Þetta skeði á Englandi fyrir að minsta kosti 100,000 árum. Menn hafa nú fundið aðsetur þess- ara hinna fyrri manna hjá borginni Ipswich. Hún er i Suffolk, eitthvað 100 enskar mílur norður og a.ustur af Lon.ijon. Á stað einum þar var dæld ein eður hola stór nokkuð, og var þar sandur, er sigið hafði ofan úr brekkunum fyrir ofan. I þessum sandi fundu menn mikið af steinöx- um og steinhnífum, sem augsýnilega voru frá tímum steinaldarmanna, er lifðu þarna fyrir 100,000 árum. En nú kemur manni ósjálfrátt til hugar að spyrja: Hv-að var að segja um Adam og Evu þá, þegar menn þess- ir og konur lifðu og dóu og börðust við dýrin og hver við annan þarna á Englandi, þetta nálægt 96,000 ár- um áður en þau voru sköpuð ? Geta hinir hákristnu vinir vorir nokkuð frætt oss um það ? Og það er ekkí einungis þarna, sem menn finna ieifar útdauðra mannflokka, heldur hér og hvar um alla jörðina. Og þessir menn og konur lifðu og dóu, iéku sér, grétu og börðust, mörgum þús- undum áná. áður en heilög ritning segir ag mennirnir fyrst hafi verið skapaðir á jörðnni. Og fjöldi af dýr- um, sem fyrst lifðu á jörðinni, eru nú fyrir löngu dauð og horfin af henni. En stöku sinnum finna menn steinrunnar leifar af þeim. Alstað- ar í öllum álfum heims hafa menn fundið þessar leifar. En það er ekki eingöngu á Eng- landi, að þetta hefir átt sér stað. Það hefir verið hér og hvar um all- an hnöttinn; í Evrópu, Asíu, Ame- ríku, Afríku. En minTia mun vera a.f leifum þessum í Astrafíu, sem reyndar getur komið af því, að land- ið er nýrra og minna kannað. Það var árið 3760 fyrir Krist, sem kennifeður Gyðinga hugsuðu sér að jörðin hefði verið sköpuð. Þá var það að þau Adam og Eva komu í heim þenna. Og þá var náttúrlega engihn annar maður lifandi á jörðu þessari en þau tvö, eftir því sem þeir sögðu. En löngu, löngu fyrir þann tíma voru mennirnir komnir um alla jörðina, að segja má. Hin mismun- andi tungumál voru þá meira að segja farin að myndast. Egyptar, nágrann- ar þeirra, voru þá farnir að grafa konunga sína í hinum feykilega miklu og rnerku steingröfum, sem voru svo miklar og rammbygðar, að þúsundir manna voru lengi að grafa hverja eina þeirra. A þeim tíma, þegar Gyð- ingar segja, að heimurinn fyrst hafi verið skapaður, voru Indíánaflokka.rn. ir hér um alla Ameríku. I Mexíkó hafa þeir þá haft mikið riki. I gamla heiminum voru þá þjóðflokkarnir á reiki miklu og höfðu allmikla menn- ingu. Þá voru menn lengi búnir a.8 lifa í Suður-Þýzkalandi. Þá komu þeir að líkindum austan úr Asíu, þjóð flokkarnir, sem síðar breiddust út yfir

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.