Heimskringla - 23.06.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.06.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSTÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 23. JÚNÍ, 1926. Hcimakrin0la (Stofnu^ 1S86) Kemur ttt á hverjum mlttvikudosrl. EIGEXDCK: VIKING PRESS, LTD. 8S3 o* 855 8ARGENT AVE., WINNIPEG. Taldfml: N-flS37 Ver« bla?5sins er $3.00 Irgrangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREBS LTD.' SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. UtnnfiNlirfft tll blnlfninfii rHE VIKIJÍO PHESS, ntd., Box 810 UtanftNferlft tll rltNtjöranMt EDITOR IIEIM8KRIIVGI.A. Ilox 3105 WUIIVIPEG, MAN. "Heimskrlngla ls pnbllshed by The Vlklne Preaa Ltd. and printed by CITY PRINTING «fc PUBI.ISHING CO. 853-8N5 Sareent Af(, Wlnnlpew, Maa. Telepbonet N 6537 WINNIPEG, MAN., 23. JÚNÍ 1926. Enn um Björgvins- málið. XJndirrituð nefnd, er frumkvæði átti að því, að samskot skyldu hafin meðal fólks vors hér í álfu, í þeim tilgangl að afla hr. Björgvin Guðmundssyni frekari mentunar í hljómlist, finnur sér skylt, að skýra vitund frá gangi málsins á ný. Að því hefir verið vikið áður í viku- hlöðunum íslenzku, að svo fremi að nægilegt fé safnist í tæka tíð, myndi Björgvin verða sendur á hljómlistarskóla þann í Lundúnum, er Royal Collage of Music nefnist. Hefir stofnun sú þegar getið sér hið mesta frægðarorð, og hafa þaðan útskrifast ýmsir hinna allra merk- ustu sönglagahöfunda samtíðarinnar, svo sem Coleridge, Taylor, Stanford, Vaughn Williams, Chas. Wood og margiv fleiri. Eins og gefur að skilja, er við skóla þenna aðeins úrvalskennurum á að skipa, og þarf því eigi að efa, að Björgvin myndi verða þar aðnjótandi þeirrar full- komnustu fræðslu, sem völ er á. Geta má þess og, að þrátt fyrir ágæta kenslu- krafta og annan aðbúnað, er kenslan þar þó að mun ódýrari, en við margar aðrar stofnanir slíkrar tegundar. Fé það, sem inn er komið í sjóðinn, nemur talsvert á tólfta hundrað dala. En til þess að nefndinni reynist kleift að skera úr, hvort nokkuð verði af utanför Björgvins eða eigi, þarf hún að fá að minsta kosti níu hundruð dali í viðbót, fyrir 1. ágúst næstkomandi, og ber hún það traust til glöggskygni og góðvildar almennings, að marki þessu verði auð- veldlega náð. Nefndin er innilega þakklát öllum þeim, er þegar hafa látið eitthvað af hendi rakna til þess nauðsynja fyrirtæk- is, hvort heldur sem um stórar eða smá- ar upphæðir var að ræða. En á hinu er henni engin launung, að hún hefir sætt talsverðum vonbrigðum í sambandi við hinar smærri upphæðir, að þær skuli ekki hafa orðið fleiri fram að þessu, — undirtektirnar almennari, því að komið fyllir mælirinn. Leyfir hún sér því að skora á almenning af nýju, að senda inn tillög sín við aljra fyrstu hentugleika, og skiijast eigi við málið fyr en yfir lýkur. Néfdnin gengur þess eigi dulinL að raddir hafa komið fram, er dregið hafa í éfa, að rétt væri frá öllu hermt, að því er viðkæmi hæfileikum Björgvins, hvort eigi hefði hlaðið verið á hann qflofi og þar fram eftir götunum. Bezta svarið er að sjálfsögðu að finna í verkum Björg- vins sjálfs. Þeir sem hejTðu helgikant- ötuna “Til komi þitt ríki”, eru auðvitað ekki í nokkrum minsta vafa um hæfi- leika Björgvins, sem tónskálds. En svo eru þeir líka margir, sem eigi urðu þeirr ar ánægju aðnjótandi, að hlýða á það fagra verk. Og frá sjónarmiði slíkra manna gæti málið horft nokkuð öðru- vísi við. En til þess að taka af öll tví- mæli, sneri nefndin sér til eins hins lærð- asta söngfræðings hér í borg, jafnvel í öllu landinu, og Teitaði óhlutdrægs álits hans, um hæfileika Björgvins Gudmunds- sonar, og leyfir hún sér hér með að leggja það fram fyrir almenning orði til orðs, eins og henni barst það í hendur: “Mr. Bjorgvin Gudmundsson’s gift and achievements as a composer presented themselves in a striking way to my notice during the past winter when I attended a performanoe of ihis sacred cantata “Thy Kingdom Come” at the First Luth- eran Church in this city. Since that time I haves had further opportunities of be- coming familiar with Mr. Gudrmmdsson’g writings as well as his interests and methods of work. Bearing in mind that Mr. Gudmunds- son is self-taught and that up till now his main professional work has not been mus- ical, his compositions.I think.give evidence of very remarkable creative talent. Al- though those are chiefly in the form of vocal music, they comprise a wide field, including oratorio, sactred and secular choruses, part-songs, solos, duets and trios etc, and arrangements of Icelandic folk-songs and church chorals. The style of expression in the music, especially in the sacred choruses is ro- bust, and solid,, marked by depth of feel- ing, a sure knowledge of vocal effect, a sympathetic response to the serious and devote atmosphere of ^he composer’s native Lutheran chorale melodies, a’nd a genuine Handelian aptness in setting his text through the varied and force- ful media of the cantata style — the formal chorus, the dramatic chorus, the recitative, solo, quartet and instrumental interlude. Knowing as I do that to Mr. Gudmunds son’s already mature and characteristic musical ideas along these lines and his fluency in self-expression are coupled powerful enthusiasm, rare industry and keen re-action to the national and re- ligious ideals of the Icelandic communi- ty in this country, I feel quite certain that if an extended period of study cov- ering a wide field of practical and theo- retical music could be provided for him in an environment where a contact with the best music of all periods could he made, Mr. Gudmundsson oan be relied 1 upon to produce results of quite except- ional interest as a composer, teacher and community leader in music. A. H. Egerton.” Ofangreint bréf skýrir sig sjálft. Fell- ur innihald þess í öllum meginatriðum, nákvæmlega saman við skoðun nefndar- innar á hljómlistargáfu Björgvins, sem og þeirra annara íslendinga, er veizt hef ir sú ánægja að kynnast hinu hljómauð- uga sálarlífi hans. Höfundur bréfs þess, er hér um ræðir, er Mr. Arthur H. Egérton, einn af hin- um langfrægustu organleikurum í Can- ada, og djúplærður maður á öllum svið- um tónfræðinnar. Er hann útskrifaður með lofi af Royal College of Music í Lund únum, — þeirri sömu stofnun, sem ætl- ast er til að Björgvin stundi nám við. Dvaldi hann auk þess langvistum við framhaldsnám í Þýzkalandi og á Frakk- landi. Fram hjá áliti slíks manns, er því ekki auðvelt að ganga, athugunarlaust. í hinu fámenna þjóðlífi voru, hefir margt ágætis mannsefnið orðið úti, — látið lífið á öræfum afskiftaleysisins. Er eigi tími til kominn, að tjaldið falli í fulln aðarlok slíks harmsöguþáttar? Að Björg- vin Guðmundsson sé efni í stórmerkan hljómfræðing Og söngskáld, verður nú tæpast lengur dregið í efa. Eigum vér ekki að verða samtaka um að greiða hon- um veg? — Hérna er hendin! Winnipeg 21. júní 1926. J. P. Pálsson. Einar P. Jónsson. Fr. A. Friðriksson. S. K. Hall. Baldur H. Olson. M. B. Halldórsson. Paul Bardal. Sigffús Halldórs frá Höfnum Leikmannamessan. Síðan Leikmannafélag Sambandssafn- aðar var stofnað, hefir það á hverju ári tekið að sér að sjá um eina messugerð í Sambandskirkjunni. Rekur lesenduma vafalaust minni til leikmannamessunn- ar í fyrra, er Einar H. Kvaran flutti ræð- una. Á sunnudaginn var tók leikmannafé- iagið að sér messuna. Stýrði Þorvaldur j Pétursson, M. A., méssugerðinni. Gat hann þess að skáldið Stephan G. Steph- ansson hefði góðfúslega lofað aðstoð j sinni. Síðan flutti Staphan G. ávarpið. sem hér er prentað síðar, og dr. M. B. Halldórsson ræðuna, sem hér er einn- ig prentuð, eftir ósk margra áheyrenda. j Þegar messunni var lokið bað safn- j aðarforseti hljóðs Stephani G. Stephans- syni, er flutti afbragðskvæði nýtt, er hann nefnir “Erfðir”. Yrkisefnið • er sótt í ! Grettlu, stórkostlegustu harmsögu ís- ienzkra bókmenta, eins og Stephan komst að orði. Fór hann nokkrum orð- um um efnið, áður en hann las kvæðið. Heimskringla getur því miður ekki lofað lesendum sínum að sjá kvæðið, því það var áður lofað “Sögu” Þorsteins skálds Þorsteinssonar. En eins og þeir geta j sannfærst um er “Sögu” kaupa, hefir Stephan gefið þar á skartgripasafn ís- 1 lenzkra bókmenta, stóran og fagran gim- stein, tekinn úr þeim æðum námanna, sem dylja fjórsjóði sína fyrir augum vor- um, hversdagsmannanna, en verða að ljúka þeim upp fyrir skygnum skáldaug- unl. Enginn liefir fundið stærri fjársjóði, né grey.pt þá fegur, en Stephan G. Steph- ansson. En það er alt önnur saga, eins og Kipling segir. Ávarp Stephans G. Stephanssonar. Herra forseti! Háttvirti söfnuður! Eg stend hér upp, ekki til þess að tala vel né lengi, til þess skortir mig orku, þó yrkis-efnin séu næg. Það sem rekur mig á fætur, er heldur hitt, hversu vel eg kann við mig í hópi þeirra manna, sem þola það, að sjá þann “ganga fyrir alt- ari”, sem oftar flytur afneitanir en játn- ingar eintómar. Fyrir það frjálslyndi þakka eg ykkur, í mínu nafni fyrst og fremst, og ef til vill í Bessaleyfi ein- hverra “annara heiðingja”. Þó tek eg hér til máls í því skyni, að játa það, að fyrir löngu fanst mér það sýnilegt, að flokkur ykkar Sambands- manna sé sá flokkur, er reisa muni þá kastala, er kirkjur kallast, sem víðastar verði milli veggja og hæstar til hvolfs. Með þeirri yfirlýsingu minni á eg ekki við fetatal í múrum né máttarviðum, né við ljóma listasmíðanna, né tign turn- anna, heldur hefi eg í huga það útsýni og innsýni, sem blasir við frá kirkju- gólfinu, þann óðalsrétt allra manna til “fyrirheitna landsins”, sem að blánar fyrir í fjarsýn framtíðarinnar, því þó við aldrei þangað náum, við, sem erum enn uppi, er þó hver sá “útvaldur”, sem auðnast hefir að eiga einhverja samleið um “eyðimörkina”, með þeim þessum, er leita “landsins helga”, landsins handa frjálsara fólki og farsælla, en því sem uppi gæti alist í ríki Faraós. Allir þeir, sem það hafa reynt, verða sjálfum sér þögult vitni þess, að hafa orðið mörgum mönnum heilladrýgri, fyrir það lán, að leggja nokkuð á sig, 1 til að bjarga því bezta, sem í þeim sjálfum bjó, og að öll- um kurlum til grafar bornum, sé það að síðustu sælan nóg, að hafa fengið að sjá | álengdar fegurð “fyrirheitna landsins”, án þess að þurfa að lifa og líða alla ó- gerða sögu eftirkomenda sinna, hallær- anna og ósigranna, sem hljóta að ganga um garða, jafnvel í “fyrirheitna land- inu”. Hverjar eilífðir, sem fyrir okkur kunna að liggja, verður sá fögnuöurinn sífelt nægur og mestur, að hafa séð inn í “fyrirheitna landið”, með vorbjörtum eigin-augum dáða og drengskapar. Á því hvílir mikilmenska mannanna. Svo þakka eg ykkur þolinmæðina, við að veita orðum mínum gpða áheyrn — orðum, sem eru bæði óljós og illa flutt. Vaxi ykkur viljaþrek, auðna og ás- megin! RæSa dr. M. B. Halldórssonar. Heimskinginn segir í hjarta sínu: “Þar er enginn guik” Eftir því sem eg eldist, reyni fleira og andlega vpx fiskur um hrygg, því ljósara er mér, hvað miklir gallagripir vér menn- imir erum; hvað skammsýnin er ógur- leg, lyvað stundarhagnaðurinn er enda- laust látinn ^tja í fyrirrúmi; hvað mönn- um er gjarnt að hópa sig saman og elta Júdasa sína, eins og kvikfé í sláturrétt- um; hve ill mögulegt það er að kenna jafnvel hálærðum mönnum að leggja saman tvo og tvo, ef tveir og tveir heita. einhverju nýju nafni; hve nasasjónin er endalaust tekin fyrir algera þekkingu. Enginn munur gerður á líkindum og sannindum. Hvernig mikilsverð sann- indi, hversu einföld sem þau eru, verða oft að bíða eftir nýrri kynslóð til að fá viðurkenningu; meðan fólk gleypir hverja soðbollafroðuna af annari. í einu orði sagt, hvað Heimskan er voldug drotning í hugum margra manna. Fjarri fer því að þetta hafi gert mig að mannhatara. Þvert á móti, hefir það vakið hjá mér samúð og meðaumkvun. Því eg hefi lært að skilja, hvað illa af- stöðu mannkynið hefir ávalt haft; hvað mikið það hefir átt við að stríða, og hví- líkt ódæma þrekvirki það er, að taka það eins og það var í byrjun. Jarðbundið og fávíst fram úr öllu hófi, fult af hleypi- dómum og allskyns villu, grimmúðugt og í baráttu við grimma náttúru; og hefja það upp til þess að verða það hámark sköpunarinnar, sem því er ætlað að verða. Það hámark, að fyrir vitsmuni manna, víðsýni og kærleika, verði friður og eining varanlega stofnsett á jarðríki. En ekki get eg að því gert, að alveg ógnar mér blindnin og barnaskapurinn. Og fá dæmi veit eg átakanlegri í því til- liti, en þegar vesalings rétttrú- aðar manneskjur, með hatur í huga, eins og því miður of margar persónur hafa, til allra er aðra skoðun hafa; svo mikla þröngsýni, að þær hafa ekki snefil af hugmynd um, að önn- ur hlið sé til en þeirra eigin; og svo mikinn smásálarskap, að undrum sætir; samt telja sér og öðrum trú um, að þegar dauðann ber að höndum, verði englar guðs til taks, að bera þær í örmum sér upp að há- sæti drottins, og gefa þeim þar hvít klæði, hörpu og kórónu lífsins (hvað sem það nú þýð- ir), alt fyrir friðþægingu ann- arar veru. Ef fjögra ára barn heimtaði háskólanafnbót. væri miklu meira vit í því. En þó er þetta guðlegur vísdómur hjá því andlega svartnætti, er lýsir sér í guðsafneituninni. Hvernig það er mögulegt að komast til vits og ára, með augu sem sjá, eyru sem heyra, nasir sem lykta, tungu með smekk og tilfinningar í öllum limum; sjá furðuverk sólarupp- kqmunnar á hverjum morgni, sem engin Vísindi leyfa sér að ábyrgjast, en kemur þó með þeirri reglusemi, að ekki mun- ar einum hundraðasta parti úr sekúndu á þúsund árum; sjá manninn í tunglinu horfa glott- andi yfir öll ærslin jarðarbarn- anna; og sjá miljónir stjarn- anna, sem allar eru sólir, hver með sitt sólkerfi; vaða snjó á vetrum, þar sem engin tvö hinna ótölulegu triljóna snjó- kornanna eru aiveg eins; anda að sér á sumrum ilmi jurta og blóma, sem kemur af dýrum olíutegundum, sem á einhvern undursamiegan hátt eru mynd aðar úr jarðveginum; sjá fyrir augunum hinar óteljandi teg- undir lífsins, ailar fagrar og fullkomnar á einhvern íhátt; og halda þó að alt hafi orðið til af hendingu, og að engin skynsemi sé til meiri en vor eigin, er mér svo gersamlega óskiljanlegt, að DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða fr& The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. verður guðshugmyndin andlegri og göfugri. Gamlir þjóðhöfð- ingjar og forfeður eru dýrkaðir, eins hetjur og aðrir afburða- menn. Þetta fer fram um marg ar aldir; en á endanum koma andans menn meðal hinna ymsu þjóða, sem vaxa upp úr trú sinni, eins og Þorkell Máni og; Þorsteinn Ingimundarson á meðal vorrar þjóðar, sem fara að ímynda sér guð sem skap- ara alls heimins og höfund ailra hluta. Og í því tilliti verða Gyðingar lang-fyrstir.. Gyðingar fengu hugmyndina um guð sinn, Jahve, mjög snemma á öldum. En, eins og við var að búast, var hún nokk- uð ófullkomin og viðvaningsleg í byrjuninni. Hann er almátt- ugur skapari himins og jarðar, en býsna eru honum mislagðar hendur. Sú skyssa verður honum á að gleyma að skapa konuna; og þegar honum dett- ur hún í hug, er sköpunargáf- an öll horfin, svo hann tekur það fangaráð, að gera hana úr einu rifi mannsins. En þá nær engin orð, sem eg þekki, kom-' hann sér aftur og skapar nýtt ast nokkursstaðar nærri því að lýsa undrun minni. Það sýnist að vera einhver viss tegund af brjálsemi, því að öðru leyti eru þessir menn ekki heimskari en fólk er flest. Guðshugmyndin er mannin- um gefin einhverntíma á fram- þróun hans. En hvenær, vit- um vér ekki, því engin þjóð- flokkur hefir ennþá fundist, er enga hugmynd hefir um guð. , jafnvel þó einn eða tveir hafi ekki haft neina vitneskju um annað líf. En’ hvað snemma þessi hugmynd byrjar, sést bezt á því, að þó menn hafi fund- ist, sem aðeins gátu talið úpp að fimm, sem er tala fingranna á annari hendinni; þó þeir hafi enga hugsun haft nema þær alira einföldustu, og tungu, sem aðeins átti fáein orð; hafa þeir þó aliir haft hugmynd um einhverja meiri og æðri veru, sem hjálpað gæti þeim í barátt- unni fyrir tilverunni. Robert Ingersoll sneri við setningunni um að maðurinn væri skapað- rif,* eins og vér allir getum borið vitni um, með því að telja í okkur rifin. Hann er grimm- ur og hefnigjarn, en bóngóður og alþýðlegur. Kemur niður á jörðina og skeggræðir við menn. Glímir við Jakob heila nótt, og er þá svo illvígur, að hann setur mjöðm Jakobs úr liði, en ekki nógu mikill lækn- ir til að koma henni í liðinn aftur. Sköpunarverk sitt lýk- ur hann við á sex dögum, og hvílir sig þá. En furðumikill siðferðiskraftur fylgdi þessari guðshugmynd, þó hún sé að sumu leyti barnaleg. Hin tíu lagaboðorð Mósesar standa enn í dag óhögguð, og sýnir það bezt, hve göfugan uppruna þau áttu. Og nú eignast Gyðingar hvert andans mikilmennið á fætur öðru, sem við einu nafni nefn- um spámenn. Þeir eru allir iangt á undan samtíð sinni, og eru því flestir líflátnir. En þeir smábæta guðshugmyndina. Guð verður mildari og betri, fer að ur í guðs mynd, og sagði að; verða ant um menn, sem eru guð væri skapaður í mannsins j börnin hans. Honum er treyst- mynd, og fékk líka mikla ó- anúi og hann er sannsögulli. þökk fyrir. En þetta er dag-1 Hann er alstaðar nálægur, og satt. Fram eftir öllum öldum jhjálplegur þeim, er á hann trúa. gerðu allir menn þá hluti að (Og að endingu kemur Meistar- guði, sem voru þeim til mestr- inn mikli og boðar kærieika ar hjálpar. Persar og aðrir og frið öllum mönnum. Hann er Suður-Asíumenn, og einnig' ekki bundinn við stað eða margir Indíánaflokkar, dýrkuðu , tíma. Allir menn á öllum tím- sólina, sem vermdi þá á morgn - Jum eru jafnt börn guðs, og eiga ana, eftir að þeir höfðu skolfið Því ætíð að lifa saman í ein- alla nóttína, og var það sízt,mgu, friði og kærleika. Traust- mót von. Hinir herskáu for- j ið á guði er nú orðið óbifan- feður vorir, löngu áður en þeir .legt. Guð sér alú, veit alt, er fóru að dýrka Þór og óðinn. | aistaðar nálægur og stjórnar dýrkuðu geirinn, sverðið, og;öliu. “Jafnvel öil yðar höfuð- hlaut því allur sá stóri kyn- hár eru talin,” segir hann. öll- flokkur nafnið Germanir eða um er óhætt, bæði í þessum Geirmenn. Egyptar fundu hvað Þeimi og öðrum, því í húsi föð- uxinn var þeim afarnauðsyn- J nr hans eru margar vistarverur, legur við akuryrkjuna, og því j er nienn fara til eftir dauðann, tignuðu þeir nautið. Svonajtil að öðlast meiri fulikomnun mætti lengi telja upp, en hér .'og þekkingu. Jesús er iangt á er fljótt yfir sögu farið. En 'undan, ekki einungis þeirri tíð, smám saman, eftir þ\u aem er hann lifir á, heldur og einn- menn vilkast og menningin vex, vorum tfma. Hann er því

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.