Heimskringla


Heimskringla - 23.06.1926, Qupperneq 1

Heimskringla - 23.06.1926, Qupperneq 1
XL. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN, 23. JÚNÍ, 1926. NÚMER 38 Ýmsar fréttir. Cajtada. ' Hákon Noregskonungur hefir sæmt Hon. Th. H. Johnsno, Str. F, 1. stigs kommandörkrðssi St. Olafs- oröunnar, til viögurkenningar fyrir þátttöku hans i landnámsafmæli Norömanan i fyrra, í Minneapolis, er hann var sendur þangaö sem fulltrúi Canada. Þetta er annað hæsta stig orðunnar næst stórkrossinum. Þjóðbandalaffið. Áriö 1924 skipaði Þjóöbandalagiö þrælahaldsnefnd, til þess aö safna ná- kvæmum skýrslum um þrælahald. Lauk nefndin starfi sínu í haust. Hefir bandalagið ' nú samþykt aö koma á alþjóðasamningi gegn þræla- haldi. Þrælahald og þrælasala er alls ekki svo fágætt sem flestir vafalaust halda. Þaö er enn við líði í Abys- siníu, Tibet, Afghanistan, Hejaz í Arabíu, Marokkó, Lybísku eyði- mörkinni, Rio de Oro (GullstrSnd- ínni í Afríku), Liberiu, Kína, Ara- híu, Súdan, Eritreu (ítalskt), Sóma- lilandi Frakka, Breta og Itala (í Afríku), Angolo og Mozambique, i flestum óháðum ríkjum Múhameös- trúarmanna, í Nepal og á Filips- eyjum. Þýskaland. Hinn mesti fjandskapur er nú meðal hægrimanna og jafnaðarmanna í Þýzkalandi. Vilja jafnaðarmenn að rikið geri upptækar allar fasteignir keisara- ög konungsættanna i Þýzka- landi, telja það ríkisins eign. Hægri- menn telja slíkt þjófnað, ef gert sé. Hafa jafnaðarmenn fengið því fram gengt að atkvæðis alþjóðar skuli leitað, og skuli eigurnar upptækar, ef 20,000,000 kjósendur séu því sam- þykkir. Hafa orðið áflog og bar- smíðar í þinginu út af þessu. * >{■ * Það sem greiða skal atkvæði um, er á þessa leið : 1. Allar eignir þeirra þjóðhöfð- nigja, sem að ríkjum sátu einhvers- staðar í Þvzkalandi fram að stjórnar hyltingunni 1918, og sömuleiðis all- ar óðalseignir þessara þfóðhöfðingja og ættmenna þeirra, skulu gerðar upp íækar bótalaust til almennings- heilla. 2. Eignir þessar skulu notaðar til styrktar: Atvinnuleysingjum. örkumlamanna úr ófriðnwn, ó- friðarekkjum og munaðarleysingj- nm. Opinberum styrkþegum. Þeim er alt mistu við gengis- hrunið. Akuryrkjuvinnumönnum, leigu- liðum og bændum, á þann hátt að skifta á milli þeirra jarðeign- unum, er upptækar verða gerðar. Kastala, hallir og aðrar bygg- xngar skal nota í almennings- þarfir, til menningar- og upp- eldisstarfsemi, sýrstaklega til hress ingarskýla og heimilja örkumla- manna úr stríðinu. ----------x----------- Skemtiferð Sunndags- skóla Sambands- safnaðar. Sunnudaginn 27. þ. m. Lestin fer frá C. P. R. járnbrautarstöðinni á- leiðis til Gimli kl. 10.15 fyrir hiídegi. Tveir vagnar eru settir til .síðtt fyrir skþlann, og eru allir, sem þátt ætU að taka í förinni, beðnir að vera til staðar á brautarstöðinni ekki seinna en kl. 9.45. Farmiðar verða til sölu « verzlun þeirra Thomson & Jakobs- son á Sargent Ave., A Heimskringlu- prentsmiðjunni og víðar, þrjá síðustu daga vikunnar. Fargjald fyrir full- orðna fram og til baka $1.30, fyrir l?örn innan 12 ára 65c. Ollum börn- um skólans og þeirra, er söfnuðin- urn heyra til, eða styrkt hafa hann i^siðastliðnu s ári. veitt ókeypis far samkvæmt ákvörðun, er gerð var á •kennarafundi s.l. sunnudag. Oskað er eftir að aðstandendur barnanna búi sig út með nesti eftir því sent kostur er á, en gert er ráð fyrir að borðáhöld fáist léð þar á staðnujn- Skemtanir fara fram í garði bæj- arins: hlaup, stökk og aðrar íþrótt- ir, og taka skólar Gimli og Winni- pegsafnaðar sameiginlegan þátt i þeim. , \ Lestin fer frá Girnli kl. 8/5 að kvöldinu og á að vera kontin til baka aítitr tii Winnipeg kl. 10.15. Forstöð unefndin. ----------x----------- Frá íslandi. Taugaveiki á Isafirði. — Mjög ill- kynjuð taugaveiki geisar nú á Isa- firði, er talið að hún eigi upptök sin í mjólk, sem flutt, hefir verið til bæjarins frá sérstöku heimili, pg hefir fólki nú verið'bannað að neyta hennar. Milti 20 og 30 manns hafa nú tekið veikina og eru flestir þungt haldn- ir, en 2 hafa dáið. Nýja sjúkrahúsið er fult og hefir Gamalmennahælið (gamli spitalinn) einnig verið tekinn fyrir taugaveikissjúklinga. Reyi.t hefir verið. að hefta út- breiðslu veikinnar innan bæjar, en það hefir tekist illa og koma dag- lega fyrir ný sjúkdómstilfelli. En engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að einangra Isafjörð og taka fyrir allan fólksflutning úr bænum til annara héraða. Virðist þó vera full ástæða til þess, þar sem tauga- veikin er mjög illkynjuð og virðist ætla að verða mannskæð, en hins vegar tniklar og tíðar samgöngur um þetta leyti árs. — (Dagblað). Alþingi. — Þingslitin fóru frant á laugardaginn og hafði það þá staðið yfir í 99 daga. Eins og fyr hefir sagt verið, var nokkurt aflust ut á afgreiðslu mála síðustu dag- ana, en mörg þeirra döguðu þó uppi. Alls voru haldnir 166 þingfundir, 80 i n.d. 78 í e. d. og 8 í sameinuðu þingi. 87 lagafruntvörp voru lögð fyrir þingið, 25 frá stjórninni og voru 22 þeirra samþykt, og 62 frá einstökum þingmönnum, en aðeins tæpur helm- ingur þeirra (29) náði fram að ganga. 10 þingntannafrumvörp voru feld, 6 vísað frá með rökstuddri dagskrá, 2 vísað til stjórnarinnar og 15 urðu ekki útrædd, ásamt þrem stjórnarfrumvörpum. 36 þingsályktunartillögur voru bornar frani, voru 15 þeirra sam- þyktar til stjórnarinnar, 3 feldar. 2 vísað frá með rökstuddri dagskrá, 8 vísað til stjórnarinnar, og 7 urðu ekki útræddar. — 3 fyrirspurnir voru bornar frant, og var tveim þeirra svarað. Alls voru 127 mál tekin til meðferðar á þinginu. Svo mun flestum fínnast, að lítil afrek liggi eftir þetta þing og minna en við mátti búast, eftir því sem á stað var farið. Fyrsta hálfan mán- uðinn virtust þingmenn hafa fullan vilja og skilning á að láta þingstörf- in ganga sem greiðlegast, og tefja ekki fyrir með óþörfum málaleng- ingum við umræður og annari þarf- leysu. En er tók að líða á þing- timann var annað uppi á teningnum. og nú er afraksturinn kominn. Þegar litið er á hinn langa tíma. sem Alþingi hefir setið, getur eng- um blandast hugur um, að tiltölulega litið liggur eftir þetta þing, bæði að kostum og vöxtum, þótt þin.g- málatalan sé ærið há. jjftirmæii þess geta þvt ekki orðið nema á einn veg, að þetta hafi verið langt þing og lélegt. — — Þetta eftirmæli fær nú Al- þingi Islendinga hjá blaði, sem mun mega telja utanflokka. Það er víða brotinn potturinn. — Ritstj. Fr'óken Þóra Friðriksson er sex- tíu ára í dag (22. maí). I tilefni af þvt verður henni haldið samsæti í kvöld á Hótel Island af nemendum hennar og vinum. . Sólarfrón, heitir nýútkominn bækl- ingur eftir Þorstein Björnsson frá Bæ. — Þorsteinn hefir margt snjalt kveðið, og hér syngur hann lof ís- lenzku sveitalífi með þeim krafti og kjarnyrðum, sem honum er eigin- legt. (Dagblað.) ---------x--------- Geðshræringin, setn kölluð er ást. (Þýðing á útdrætti ár enskri bók.) Elinóra Glyn, hefir gefið út bók með þessum glóandi titli, sem ekki á meira en svo við innihald bókarinn- ar. Skáldkonán er þar að gefa æsku lýðnum t Ameríku, -einkum ungu stúlkunum, leiðbeiningar og heilræði Afleiðingin af þessu er sú, að bókin velur hvert umtalsefnið á fætur öðru, og talar blátt áfram um ýms ■eíni, sem fram til þessa hefir aldrei verið hreyft í bókum og blöðum. — Fyrir þá, sem ekki eru Ameríkumenn verður það hugnæmast Ivið bókina, að hún dregur upp lifandi myndir aí lífinu í austurríkjunutn, og sam- kvæmislífi unga fólksins þar. Siðir og siðferði hefir breyzt mjög með tímanum. Snemma í bókinni er sagt frá ‘'kjass-samkvæmum”. Þegar fólk sem er gerókunnugt hvort öðru, og sést í fyrsta sinnr, byrjar blátt á- fram að láta vel hvort að öðru, og láta kossunum rigna óstöðvandi hvort á ahtiað”. “KiaSs-Iætin,” segir hún “að sé ný venja, sem er misskilin heinrsádeila gagnvart öðrum; þau eru rnerki unt andlegan þroska, og sönnun fyrir því, að unga fólkið hefir algerlega sagt skilið við og losað sig við hina púrítanalegu sið- semi leiðinlega gamla fólksins. Til eru slíkar kjass-samkomu'r, eins og sú, að þyrpast í bíla til að kyssast og láta vel hvort að öðru þar; þá er vanalega ekið út tij einhverrar sveitaknæpu við veginn, sem hefir grófan hljóðfæraslátt og lökustu vin á boðstólum. “Farir þú þangað,” segir frú Glyn., “þá verðtf álitið að þú hafir drukkið þar, þó að þú gerir það aldrei Jiokkurntíma. A þessum dögum, með þessum við- bjóðslegu drykkjarföngum og skorti á góðum siðum, þá getur þú iðrast alla æfi þess augnabliks, þegar þú byrjaðir að drekka. Vínföng eru ó- lyfjan fyrir ungt fólk.” — Banninu í Ameríku gefur frú Glynn þenna vitnisburð: "Og eg trúi því staðfast- lega; að tugir þúsunda af ungum mönnum t Ameríku, séu að drekka argasta áfengiseitur, sem eyðileggur heilsu þeirra, hugsunarhátt og sið- ferði, blátt áfram af því, að þeim finst það vera æfintýrakent hættu- spil fyrir sig að gera það. A fyrri dögum, þegar hver maður gat fengið áfengi, var drykkjuskapur álitinn á- kaflega ljótur galli, jafnvel á manni af meðalstétt. Nú á dögum sýnist ekkert samkvæmi, þar sem ungt fólk kemur saman, vera fullkomlega á- nægjulegt, nema áfengi sé haft þar um hönd. Astandið er orðið þjóð- arþrældómur og sorgarleikur þjóðar- innar. Blöðin, l'eikhúsin, fcímaritin og kvikmyndahúsin brosa að öllu þessu, og sýnast öll vera sammála þessum lögbrotum. Löggjafarnir sögðu: “Þú skalt ekki drekka”, og strax heyrðist hávært hæðnisóp. — Drykkurinn var lofaður hástöfum og vasapelinn varð hverjum manni betri en nokkurt meðmælabréf, og vissasti aðgöngumiði að hverri fínni hæst- móðins samkomu.” (**—■Vísir.) ---------x---------- Tvær skáldsögur. Martha Ostenso: Tlie Passio- nate flight. Hodder & Stough- ton. London -925. (Hér fer á eftir partur úr ritdómi Snæbjarnar Jónssonar:, “Tvær skáld ! sögur”, t Vísi. Er fróðlegt fyrir ! Islendinga að sjá hvernig á aðra ■ þessa bók er litið, af óhlutdrægum Islendingi og ókunnum staðháttum, þótt mjög vel sé hann að sér í brezk- um bókmentum. — Ritst.) Mér er sagt að íslenzku blöðin í Vesturheimi hafi þegar get- | ið um fyrri bókina, enda lætur það ! að líkum, því að bæði hefir bókin vakið sérstaka athygli alment, og auk j þess tekur hún mjög til Islendinga, því flest er sögufólkið okkar þjóð- ar, þótt ekki séu aðalpersónurnar það. Höfundurinn — rúmlega tví- tug stúlka, x barnakennari í sveit — vann með henni $13500 verðlaun, og þó að keppendur væru 1500, kvað dómnefndin upp þann úrskurð, að | engin hinna sagnanna gæti einu sinni komið til samanburðar við j þessa. Bókin lýsir lífi frumbyggjanna t j sveitahéraði í Kanada. Hver per- j sóna er dregin með svo skýrum drátt- utVt, að hún stendur lesandanum lif- andi fyrir hugskotssjónum, og það j enda þótt henni bregði ekki fyrir nema rétt í svip. Lífsbaráttu þessa fólks, hinni innri og hinni ytri, er j alstaðar meistaralega lýst, oft harla átakanlega og stundum ægilega, en hvergi svo, að úr verði öfgar eða fjarstæða. Sama snildarbragðið er á lýsingu hinnar “dauðu” náttúru, hvoít sem henni er lýst kyrlátri og friðsælli, eða höfuðskepnunum er lýst í æði sínu, eins og t. d. haglstormin- um og skógarbrunanum. Það er stór- kostlegt, hvernig í síðari frásögninni er ofið saman hamförum eldsins og hamförnm mannanna, einkttm Fúsa Aronssonar, þessa ægilega jötuns með saklausa barnshjartað, enda þótt hann beri ár eftir ár í brjósti þann óbifanlega ásetning, að ráða mann af ' dögum: þrælmennið, sem vísaði bræðrum hans, út í opinn dauðann, af því að hann tímdi ekki að veita þeim húsaskjól og beina....” ---------x---------- Til Islendinga í Pembina County, Norður Dakota. Aðeins fáeinar línur til að minna ykkur á, að eg er að sækja um em- bætti sem þingmaður (Representa- tive to the Legislature) frá Pembina County. Eina ástæðan fyrir því, að eg kem nú frani fyrir kjósendur, er sú. að eg álít að grundvallarstefna sú (Platform), sem I. V. A. samþyktu á fundinum í Devil s Lake, í vor sem leið, sé hvorki sanngjörn eða heppi- leg . Grundvallarstefna þessi á- kveður að leigja eða selja ríkis- mylnuna og korngeymsluhlöðuna í Grand Forks og takmarka starfssvið ríkisbankans (Bank of North Da- kota), þannig að hann geymi ekki peningá fyrir fólk, • heldur aðeins láni út á lönd. Eg álít að bændur hafi svó mik- inn hagnað, bæði af að selja mylnu þessari hveiti, og eins af samkepnt þeirri, sem hún orsakar, að þeir beinlínis megi ekki missa hana. Við bændurnir megum ekki gleyma því, að þessi dýra og fullkomna stofnun var bygð fyrir okkur, og nú er margbúið að sanna það, að hún gefur okkur tækifæri til að fá yfirprís þann (Protein Premiumi, sem við með öllum rétti eigum skil- ið fyrir hveiti, sem er ríkt af mjöl- efni þvi, sem nefnist “protein”. I mörgum tilfellum nemur yfir- prís þessi frá 10—20 cents á hverj- um mæli. Oklíar reynsla við hveiti- félögin hefir verið sú, að þau kaupa hveitið okkar eftir vigt og flokkun (grade), en selja það oft með há- um yfirprís, og það er þeirra gróði, en ekki okkar. Eg held því fram, að þar sem yfir 200 bankar hafa orðið gjald- þrota í rikinu okkar á fáum árum, þá 'sé ekki sanngjarnt, að minsta kosti fyrst um sinn, að loka ríkisbankan- um sem peningageymslu-banka. Fyrsta apríl 1926 geymdi sá banki, meðal annars $9,061,255.01 af pen- ingum, sem tilheyrðu héruðum (Counties), og peningar, sem þar lágu á rentu, námu $6,120,823.39. Hvort þessi grundvallarstefna fær framgang eða ekki, er alveg undir því komið, hverjir verða kosnir á þing, ekki einungis frá okkar hér- aði, heldur einttig frá öllum hinum. Nú hafa gefið sig fram þrír menn í Pembina County, sem lofast til, ef þeir ná kosningu, að gera sitt ítr- asta til að halda við þeim ríkis- stofnunum, sem við nú höfum, og við eigum með að kjósa þrjá þing- ntenn. Ef eg næ kosningu, mtm eg nota áhrif mín og atkvæði til að fylgja fram þessum skoðttnum mínum. Eg hefi verið Republican síðan fyrst eg greiddi atkvæði, og hefi átt heima og starfað í þessu héraði síð- an eg var 10 ára gamall. Eg vil leyfa mér að mælast til, að þið landar mínir, menn og konur, serrF eruð Republicans, hvort sem þið eruð J. V. A.s eða Non Partisans veitið mér og hinum, sem hafa sömu stefnu, fylgi vðar útnefningar- kosningadaginn 30. júní. Virðingarfylst, Barney Bastman. ----------x------------ Hveitisamlagið. Ráðgert að stofna samlag í Ontario• Stjórnarnefndarfundur í United Farmers Co-operative Company var haldinn í Toronto á fimtudaginn þ. 17. þ. m., og var þar talað um að stofna Hveitisamlag í Ontario. Und- irbúningsfundur var haldinn í Tor- onto fyrir stuttu. Töluðu þar Mr. C. H. Burnell, forseti Samlagsins í Manitoba og skrifari aðalsöludeild- arinnar, og aðrir embættismenn Sam- laganna í vesturfylkjunum, og léta þeir álit sitt þar í Ijós við stjórn United Farmers Co-operative Com- pany of öntario. “The Farmers Sun” sem er opin- bert málgagn United Farmers of Ontario, segir að þó að erfiðleilc- arnir á að stofna Samlag og koma því á fastar fætur, séu forgangsmönn unum augljósir, finnist þeim yfir höfuð, að Ontario niegi ekki lengur standa utan Samlagshreyfingarinnar. Sagt er að Mr. H. A. Gilroy, for- seti United Farmers Co-operative Company, sé öflugur fylgismaður málsins. Samlagsþing. Hveitisamlagið í Minnesota hélt þýðingarmikið þing nýlega. Fréttirn- ar í einu af Minneapolisblöðunum enda með þessari sláandi setningu: “Fjöldi ræðumanna lét í ljós ó- ánægju sína yfir hirðuleysinu, sem stendur bóndanum fyrir þrifum.. — Sögðu þeir að sökum þeirra sam- taka, sem iðnaðurinn í Bandaríkjun- um hefði gert, ittnbyrðis, væri ekki Iengur undanfæri fyrir bændur að gera samtök stn á meðal. ef þeir vildu ekki Iáta gleypa sig. Að bóndinn notaði nýjustu og hagkvæmustu framleiðsluaðferðir, en að hann væri sorglega Iangt á eítir tímanum, hvað söluaðferðir á afurðum hans snerti. Langmest áherzla var lögð á fjölg unina á meðlimafjölda Samlagsins, og var í því sambandi bent á, að hinn feikna vöxtur Samlagsins í Canada væri ekki einungis gott dæmi um, hvað hægt væri að gera, heldur og örvun fvrir bændurna sunnan lín- unnar að gera eins vel.” * * * Lesendum er boðið að senda blað- inu spurningar um samlagið, og verður þeim svarað í þessum dálk. Fjórða ársþing Hins sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku. Verður sett í KIRKJU GIMLI-SAFNAÐAR, GIMLI, MAN. LAUGARDAGINN 26. JÚNf N.K., KL. 2 E. H. Varaforseti, séra A. E. Kristjánsson, setur þingið. Séra Rögnv. Pétursson prédikar í kirkjunni sunnu- daginn 27. júní, kl. 2 e. h. Fyrirlestrar:— Laugardagskvöld 26. júní, kl. 8 e. h.: Séra Guðm. Árnason. Mánudagskvöld 28. júní, kl. 8 e.h.: Dr. S. E. Björns- son. Þriðjudagskvöld 29. júní, kl. 8 e. h.: Séra Friðrik A. Friðriksson. Söfnuðir hafa rétt til að senda 2 erindreka fyrir hverja 50 safnaðarmeðlimi; ennfremur velja kvenfélög og sunnudagaskólar hvers safnaðar, einn fulltrúa hvort um sig til þingsins. Skýrslur safnaðanna sendist til skrifara ekki síðar en viku fyrir þingdag. Sömuleiðis árstillög, er send skulu féhirði félagsins. 1 umboði félagsins, Winnipeg 1. júní 1926. ALSERT E. KRISTJÁNSSON varaforseti. FR. A. FRIÐRIKSSON, skrifari.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.