Heimskringla


Heimskringla - 07.07.1926, Qupperneq 5

Heimskringla - 07.07.1926, Qupperneq 5
WINNIPEG, 7. JÚLÍ 1926. HEIMSKRI N G L A 6. BLAÐSIÐA, ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East. Phone A 6356 Skrifstofa: 5. Cólfi, Bank of Híamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. því, að síðasta kirkjuþing heföi gert samþykt um það, að nota vikublaðið Hcimskringlu sem mest og bezt aS unt væri, til þess að kynna stefnu og starf Kirkjufélagsins og annara slíkra félaga hér í álfu. Áleit hann, þótt nokkrar heföu orðiö fram- kvæmdirnar, hefSu þær verig minni en átt heföi aö vera. Séra R. Pét- ursson tók í-sama strenginn og rakti nokkuð sögu þessarar viöleitni. KvaíS hann. þaö nijög æskilegt aö Kirkju- félagið hefði fastan fréttaritara, til þess að rita um mál sín í nefnt blað. Áleit hann engan mann til þess hæf- ari en séra G. Arnason, fyrir kunn- ugleika og lesturs sakir. Mæltist hann til þess að mega leggja til, að séra G. Árnasyni lyrði falið starf þetta fyrir næsta ár. Var það sam- þykt. Varð séra G. Arnason við til- mælum þingsins. Mr. Ágúst Eyjólfsson tók til máls um boðskap Þjóðræknisfélagsins til íslenzku safnaðanna um ungmenna- söngkenslu, eins og þá, er Mr. Br. Þorláksson hefir haft með höndum undanfarin ár. Samkvæmt tillögu hans var málið tekið á dagskrá, og í það kosin þessi nefnd: Mrs. G. John son, Mr. A. Eyjólfsson og Mrs. S. Finnbogason. Samkvæmt tillögu frá séra R. Pét- urssyni, samþykti þingið að fela for- seta að senda mentamáladeild Mani- tobafylkis þakkarávarp, fyrir réttindi þau, er hún hefði veitt íslenzkri tungu i miðskólum fylkisins. Mrs. H. V. Renne6se lagði til að þingið greiddi séra A. E. Kristjáns- syni þakkaratkvæði, svo sem þeiin manninum, sem með þeim fremstu, eða fremstur, staðið í baráttunni fyrir réttindum íslenzkrar tungu i Manitobafylki. Reis þingheimur úr sætum sínum til samþykkis. Fundi slitið. Að kvöldi sama dags flutti dr. S. E. Björnsson fyrirlestur um “Kirkju og Kristindóm’’. 7. þingfundur hófsl þriðjudagfnn 29. júní 1926, á sama stað, kl. 10.30 fyrir hádegi. Svohljóðandi nefndarálit helgisiða málsins var samþykt: “Nefndin leggur til að milliþinga- nefndinni, sem verið hefir í þessu máli, sé falið að halda starfinu á- fram og fullgera verk það, er henni var upphaflega falið á hendur.’ Samþykt var að fela ritara að fá þau helgisiðafrufnvörp, er þegar eru tilbúin, fjölrituð á kosnað Kirkjufé- lagsins, og senda afrit af hverju þeirra til ritara hvers safnaðar. Bauð Mr. Gísli P. Mágnússon að vélrita frumvörpin, félaginu að kosnaðar- lausu og var því tekið með þökkum. Svohljóðandi nefndarálit um út- breiðslu- og prestþjónustumál var samþykt umræðulaust: “Nefndin leggur til 1. Að útbreiðslumálum félagsins sé sint svo sem auðið verður á þessu komandi ári, og heimsæki prestar þess og erindrekar þau bygðarlög, senx, engrar fastrar prestþjónustu njóta. En með því að vérk þetta hefir óhjá- kvæmilega nokkurn kostnað í för með sér, skal Kirkjufélagið hafa framkvæmdir í því, að koma upp styrktarsjóði fyrir þetta mál, er nefnast skal “Gtbreiðslusjóður Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku”. 2. Með tilliti til þeirra safnaða innan Kirkjufélagsins, er ekki njóta fastrar prestþjónustu, og þeirra safn- aða, er myndast kunna á árinu, fer Kirkjufélagið fram á það, að söfn- uðir þeir, er fastrar prestþjónustu njóta, sýni sömu tilhliðriinarsemi og á undanförnum árum, svo að prest- um félagsins sé gert mögulegt að sinna þessu útbreiðslustaríi að ein- hverju leyti. Þessa beiðni flyjti fé- lagsstjórnin við hlutaðeigandi presta og safnaðarnefndir. 3. Kirkjufélagsstjórnin skal reyna að sjá svo til, að eigi verði fluttar færri en sex messur á ári í neinum söfnuði innan Kirkjufélagsins.” Fjármál voru næst á dagskrá. Var áætlun fjármálanefndar upplesin. — Þótti Mr. G. P. Magnússyni að nefnd in hefði gengið fram hjá nauðsyn- legum útgjaldaliðum. Séra R. Pét- ursson kvað ljóst, að nefndin vildi ekki leggja til um önnur útgjöld en þau, er félagssjóðurinn leyfði. Ber- sýnilega þyrfti að safna meiru fé en því, sem ætla mætti að inn kæmi með beinum tillögum úr safnaðar- sjóðum; mælti ræðumaður með sam- komuhaldi. — Sérá G. Arnason. á- leit ekki 10 dollara safnaðartillag hátt, þótt ef til vill væri það nógu hátt fyrir gjaldþol minstu safnað- anna. Ef til vill mætti líka með léttu móti hafa saman upphæð, sem munaði, með einskonar "nefskatti’’, er t. d. næmi 50c á “nef”. Mr. A/ Þórðarsyni gazt miður að því ný- mæli. Mr. A. E. Skagfeld kvað efa- laust að nefskattur yrði til þess að fækka nefjum innan félagsins! Mr. Sig. Magnússon áleit að. nýmæli þetta reyndist vel í sinni bygð (Piney). Mr. G. P. Magnússon áleit heppileg- ast að setja söfnuðunum í sjálfsvald, með hverjuúi hætti þeir öfluðu þess fjár, er þeir kvnnu að vilja leggja fram. Mr. A. Eyjólfsson mælti með nefskattinum, en Mrs. Oddfríður Johnson á móti. Séra G. Arnason mælti með hvorutveggja, samkomum og skatti. Séra Fr. Friðriksson kvaðst ætla að reyna nýmælið í sinni bygð og hugði gott til. Gerði þá Mr. A. E. Skagfeld fyrirspurn um það, hvort ekki væri rétt, ef stofna ætti “útbreiðslusjóð” fyrir félags- málin, að fulltrúarnir riðu þar á vaðið og stofnuðu sjóðinn. — Mrs. R. Davíðssön spurði, hvort ekki væri ráðlegt að þingið beindi þeim til- mælum til kvenfélaganna, að gang- ast fyrir einni samkomu hvert árlega, félagssjóðnum til eflihgar. — Miss H. Kristjánsson áleit, að þegar nú kæmi til fjársöfnunar fyrir útgáfur kenslubóka, væri réttmætt að sunnu- dagaskólarnir tæku þátt í þeirri söfn- un. Forseti lýsti þeim skilningi sin- um, að réttasta aðferðin væri sú, að senda söfnuðunum sundurliðaða á- ætlun um nauðsynlegar fjárþarfir fé- lagsins, fela féhirði það starf, svo og viðeigandi innköllun fjárins; réðu svo söfnuðir og einstaklingar hvað þei^ gerðu. — Mrs. H. V. Rennesse kvað tiundir úreltar og skattaálögur óvinsælar; þar senj hing vegar kirkju .félagsstörfin yrðu ekki unnin án fjár, vildi hún fela fulltrúum hvers safnaðar að gangast fyrir frjálsum samskotum, hverjum í sinni bygð. —» Var að lokum samþykt að vísa nefnd- arálitinu til baka til nefndarinnar. Fundi slitið. 8. þingfundur var settur sama dag og á sama stað, kl. 2 e. h. Svohljóðandi endurnýjað álit fjár- málanefndar var samþykt: “Nefndin gerir ráð fyrir og legg- ur til um eftirfylgjandi tekjur og útgjöld: Tekjur: Peningar í sjóði $140.95 Tillag frá: Winnipeg-söfnuði .... 50.00 Quill Lake söfnuði 25.00 Grunnavatnssö f nuði... 10.00 'Mary Hill söfnuði ... 10.00 Árnessöfnuði 10.00 Piney-söfnuði 10.00 Árborgar-söfnuði .... 10.00 Gimli-söfnuði 10.00 Riverton-söfnuði 10.00 Oak Point söfnuði ... t. 10.00 Langruth-söfnuði .... 10.00 $315.95 Ugjöld: Tímaritssjóður $ 50.00 Ferðakostnaður við útbrqiðslu- störf '. 100.00 Sunnudagaskólamál .... 150.00 Ritföng ..................... 15.95 $315.95’ Nefndin mælir ennfremur með, í sambandi við útgáfu íslenzkra kenslubóka fyrir sunnudagaskólana, að þeir söfnuðir, er óska eftir slíkum bókum, styrki útgáfu þeirra eftir megni fjárhagslega, og svo fljótt sem þeim er unt.” Nefndin, sem kosin var til þess að gera tillögur um "Inngöngu safnaða og samband við utanfélagssöfnuði”, lagði fram eftirfarandi álit: “Með því að það eru þegar nokkr- ir söfnuðir, sem í öllum verulegum atriðum eru fylgjandi hinum sömu trúarskoðunum og Kirkjufélag vort, en hafa þó enn ekki inn í félagið gengfð, og með því að það er bæði söfnuðunum og kirkjufélaginu ómet- anlegur styrkur, að sem flestir þess- ara safnaða gangi inn í sambandið, og þar eð grundvallarlög Kirkjufé- lagsins gera aðeins ráð fyrir umsókn frá safnaðanna hálfu, án nokkúrrar hvatningar frá Kirkjufélaginu, — þá leggur nefndin til: 1. Að félagsstjórnin. sé beðin, á þessu næstkomandi starfsári, að hafa tal af nefndum söfnuðum og öðrum þeim, er kynnu að verða stofnaðir á árinu, og leitast við, á þann hátt, sem hún telur heppilegastan, að fá þá til þess að ganga inn í félagssambandið. 2. 9é eitthvað því til fyrirstöðu að söfnuðir þessir geti gengíð inn í Kirkjufélagið, þá beri félagsstjórn- ingi engu að síður, að leiðbeina þeim i starfi sinu og styrkja þá á allan þann hátt, sem henni er unt, og söfnuðurnir kunna hð óska eftir.” Var nefndarálitið samþykt. Viðvíkjandi málaleitun íslenzku I. O. G. T. stúknanna í Manitoba, var þetta nefndarálitjsamþykt: “I fyrsta lagi viljum vér hvetja til þess sterklega, að sunnudagaskóla- kennarar og umsjónarmen.n sunnu- dagaskóla geti sitt ítrasta til þess að veita nemendum sunnudagaskólanna rétta fræðslu um skaðsemi áfengis- nautnar/ I öðru lagi: Þrátt fyrir það, að við viðurkennum að bindindismálið ætti að hafa óskiftan stuðning kirkj- unnar, viljum við. ekkí að neinum presti þessa kirkiufélags séu gefnar neinar fyrirskipanir um prédikanir um það mál. Eigi að siður viljum við mæla með því, að prestar félags- ins ljái málinu allan þann stuðning, sem þeir geta, enda teljum við víst, að þeim sé það ljúft. Mrs. G. Johnson las upp nefndar- álit söngkenslumálanefndar, og gat þess um leið, að hr. Jón Friðfinns- son, söngkennari, hefði stofnað barna kór í Arnesbygðinni með góðum á- rangri. Var nefndarálitið á þessa leið og samþykt: “1. Nefndin álitur að söngkensla sé nauðsynjamál, fyrir þá sök að sönglist er ein hin fegursta og sið- hreinasta list, sem kunn er; er hún ánægjulind, bæði þeim sem iðka hana og á hana hlýða; er heilnæm fyrir líkamann, eflir félagsskap og miðar að Viðhaldi íslenzkrar tungu. 2. Nefndin. álítur söngkensluna i eðli sínu sameiginlegt áhugamál allra íslenzkra félaga vestan hafs, og beri því öllum flokkum og félögum að taka saman höndum um það. 3. Nefndin mælir með því að sér- hvert íslenzkt bygðarlag rannsaki söngkrafta sína, og áhuga manna og fórnfýsi í þessu máli, og tilkynni síð- an þjóðræknisfélaginu niðurstöð- urnar; reyni tjóðræknisfélagið að útvega þangað sem þess gerist þörf, hæfa söngkennara. 4. Nefndin álítur æskilegt, að Þjóðræknisfélagið ráði Mr. Br. Þor- láksson í þjónustu sína, eins og próf. S. K. Hall leggur til i báðum íslenzku blöðunum fvrir nokkru síðan.” Mr. A. E. .Skagfeld vakti máls á samskotum i "útbreiðslusjóðinn”, og bauð fram $3.00. Séra R. Pétursson benti á, að ef til vill væru menn ekki viðbúnir slíkum samskotum; lofórð, sem goldin væru seinna,' kæmu þá að sama haldi. Samþykt var að láta lista liggja frammi, og skunduðu menn þegar til áskrifta. Nam sam- skotaupphæðin eftir skamma, stund 43 dollurum. * Séra R. Pétursson tók til máls um að gestur þingsins, Stephan G. Stephansson skáld, hefði ’setið á kirkjuþingi fyrir 40 árum síðan, þá kjörinn erindreki fyrir Park- 1 söfnuð, fyrsta söfnuð ilslendinga í Norður-Dakota. Hefði hann farið á þing þetta til þess, að mæla með þvi að konur hefðu jafnrétti við karl- menn i “Hinu Ev. Lút. Kirkjufélagi Islendinga í Vesturiheimi”. Síðan væri liðinn langur tími, en æfinlega hefði skáldið verið að prédika og starfa í þarfir andlegs og trúarlegs margar líkingar því, til sönnunar. — Kirkja sem ber ógóð boð millum manna, og kennir fylgjendum sínum bæn Fariseans í Musterinu, fetar ekki í spor Meistarans. Þá er það heldur ekki kristindómur, að sitja hjá og hafa ekkert til hinna sameiginlegu vel- ferðarmála samtíðarinnar að leggja, frelsis. Hefðu nú ræðumaður og j annað en Jordóma og fyrirdæming forsetinn mælst til þess við Mr. allra andlegra samvinnutilrauna. All- Stephansson, að hann ritaði nafn sittjir eru miskunnsamir Samvérjar og á fundarbók Kirkjufélagsins, og léti [ eiga skilið að vera nafngreindir i erindi fylgja. guðspjöllunum, nema fyrir pening- Samþykt var að taka 10 minútna ana tvo og .viðsmjörið. fundarhlé. Ritaði þá Stephan G. nafn sitt í fundarfókina, og er- indið og las síðan upp. A fundarbók- inni stendur þetta skrifað með rit- hendi haws: , “Fjörutíu árum síðar.” — Sbr. “Locksley Hall Forty Years After”, eftir Tennyson. Mér hefir orðið mílan drjúg Milli kirkjuþinga I Þótt nú bjóðist betri trú Bygðum Islendinga. Staddur á kirkjuþingi Sambands- manna, 29. júní 1926. Stephan G. Stephansson.” Lestrinum var tekið með fögnuði. Ávarpaði síðan íorseti skáldið nokkr um hlýjum og velvöldum orðum. Gieiddi þingheimur því virðingar- atkvæði með því að rísa á fætur. Samkvæmt tillögu séra R. Péturs- sonar, studdri af Mr. A. E. Skag- feld, var stjórnarnefnd Kirkjtifélags- ins öll í einu, og í einu hljóði, end- urkosin — svo og yfirskpðunarmenn. Fundi slitið. ( 9. þingfundur liófst kl. 8.30 sama dag og á sama stað, með því að séra Friðrik A. Friðriksson flutti fyrir- lestur um “Frjálsa kirkju”. Að fyrirlestrinum loknum var sam þykt að senda forseta Kirkjufélagsins, séra Ragnari E. Kvaran, heillaóska- skeyti símleiðis, og varaforseta falin sending þess. Fór þá fram þingslitaathöfn. Þakkaði forseti hinar ágætu við- tökur, er þingmenn. hefðu fengið hjá Gimlibúum. Vottuðu aðrir þing- gestir þakldæti sitt með þvi að rísa á fætur. Séra Fr. Friðriksson flutti þá bæn Sálmurinn nr. 43 var sunginn. Lýsti þá forseti þingslitum. * * * En þótt þingi væri slitið, voru menn ekki á því, að kveðjast — og skilja að svo stöddu. Enn á ný höfðu hinar ötulu konur Ikejarins verið að verki, og bul|u þær nú þing- gestum öllum, og öllu því fjölmenni, Þriðja erindið flutti séra Friðrik j A. Friðriksson frá Wynyard, síðasta ' þingdag, að kvöldi þess 29. ^Jefndi I hann það “Frjáls kirkja”. Gerði jhann glögga grein fyrir því, hvað frjáls kirkja er, og að hverju leyti fyrirkomul. kirkjunnar skamtar henni frelsi. Játningabundin, kirkja er í eðli sínu ófrjáls, og það sem lakara er, andstæðingur alls skoðanafrelsis. Skýrði hann það með mörgum og ljósum dæmum. Frjáls kirkja er sú kirkja er engar skorður eru settar með ytri lagaboðum, eða innri vitsmuna- játningum, er hamla þröska hennar, og staðbinda hana við eitthvert á- kveðið menningarstig mannlífsins. Hún hefir skilyrði til að vaxa, til að. fylgjast með og til að helga sér hvern nýjan sannleika, sem heimur- inn fær uppgötvað. Hún er mann- úðleg, hún er vinsamleg allri fram- fara- og jafnaðarvfcileitni man.na. Hún varðveitir anda Meistarans um allar aldir, hvað sem orðalagi og i- myndan lærisveinanna líður á einum eða öðrum tima. Erindi þessi verða að likindum öll birt á sinum tíma, og er því óþarfi að skýra frekar frá efni þeirra en hér er gert. v Þau eru og þess verð, skýrt og skemtilega rituð, sanngjörn og öfgalaus ,og fræðandi um þau efni, er þau fjalla um. Meðal helztu mála, er afgreidd voru frá þinginu, eru þessi: 1. Stofnun trúmálatímarits, er kost- að verður af kirkjufélaginu og látið koma út mánaðarlega. Er til þess ætlast að byrjuð verði útgáfa þess á þessu hausti. -Var kosin í það 9 manna nefnd, er safna á ofurlitlu stofnfé til að hripda þessu af stað, og er svo ætlast 'til, að ritið beri sig sjálft eftir það. 2. Að velja hæfan mann eða konu til þess að leggja fyrir sig nám í trúarbragðafræðslu við hinn alkunna trúfræðsluskóla “The Tuckerman School of Religion” í Boston. Býr skóli þessi nemendur sína undir það, að segja kennurum til við sunnudags- skólahald, og koma skipulagi á trú- er statt var við þingslitin, til sam-1 arbragðauppfræðslu í Söfnuðunum. kvæmis. í samkomuhúsinu við hliðina á 'kirkjunni. Heiðsursgestur sam- kvæmisins var Stephan G. Steph- ansson skáld. Bæjarstjóri Einar J. Jónasson ávarpaði gestina í byrjun og stýrði samkvæminu. Eftir ávat;p forseta, söng kór blandaðra radda (Jón Friðfinnsson: Vögguljóð). Þá tók heiðursgesturinn til máls. Þá lék Mr. Franklin Olson einspil á forte- piano (Rachmaninoff : Prelude). Þá töluðu: Séra A. E. Kristjánsson, séra G. Arnason, Mr. G. Fjeldsted, Mrs. Oddfríður Johnson, Mrs. F. Swan- son, Mr. Guðni Thorsteinsson og séra R. Pétursson. Þá söng kórið (Con- radi: Nú breiðist yfir hauður). Að endingu sungu allir af afli miklu “Eldgamla Isafold” og “God Save the King”. Samkvæmið var einkar ánægjulegt. Söngurinn tókst vel, ræðurnar voru samfléttað gaman og alvara, og veit- ingar kvennanna voru hvorki verri né betri en. menn áttu von á — þ. e. a. s. — ágœtar! — Þegar okkuð tar komið fram yfir miðnætti, mátti sjá ferðasnið á sumum, en ekki öllum. Svo bjart og hlýtt var yfir þessari samverustund, að menn voru ekkert að flýta sér heim. Kæra þökk, Gimli-konur og menn fyrir viðtökurnar! Fr. A. Fr. Kirkjuþingið á Gimli. (Frh. frá 1. bls. samtíðarinnar, en prestarnir, er marga hverja skortir alla þekkingu í þeim efnum, Fyrirlesarinn gerði það vel ljóst, að það er oft sitt hvað, kirkja eða kristindómur. Dró hann 4ram Er gert ráð fyrir að kirkjufélagið veiti styrk til námsins, og að því loknu taki nemandann í sína þjón- ustu. Líklega er engri fræðslu jafn- ábótavant og trúarþragðafráeðslunni í sunnudagsskólum yfirleitt. Er þetta því eitt hið þarfasta spor í umbótaátt. er stígið hefir verið í hinni kirkju- Iegu starfsemi hér vestra. 3. Utbreiðslumál. Kirkjufélagið tekur að sér að sjá um, að hverjum söfnuði, sem nú er innan félagsins, eða kann að verða stofnaður á ár- inu, séu trygðar að minsta kosti 6 messur á ári. 4. Stofnun allsherjar sambands meðal hinna ýmsu kvenfélaga innan kirkjufélagsins. Það kom í ljós við skýrslur, sem lesnar voru, að fimm söfnuðir hafa myndast á árinu fyrir útbreiðslustarf félagsins. Þá heffr og ein kirkja ver- ið reist — kirkja safnaðarins í Ar- nesi. Var kirkja þessi bygð síðast- liðið sumar og vígð sunnudaginn 22. ágúst s.I. Sérstaka ánægju veitti það þing- mönnum og gestum, að með þeim sat út alt þingið, skáldið góðkunna, Stephan G. Stephansson. feiðasta þingdag var tekið fundarhlé, ritaði skáldið þá nafn sitt á fundarbók fé- lagsins, og erindi fyrir ofan, ávarp- aði þingheim, árnaði starfi félagsins allra heilla á komandi árum, og bað félagsmenn að vera þess ávalt minn- uga, að reynast trúir köllun hinna frjálsu skoðanamála og víkja aldrei frá málstað sannleikans. Kom mörg- um þá í hug, er á mál hans hlýddu, orð er hann hafði áður kveðið til þessa félagsskapar: "Þótt heimskan endist elstu mönn- um betur, fíún yfirlifað sannlcikann ei getur.” og með sjálfum sér unnu þess há- tíðleg heit, eftir megni að leitast viö að fylgja fyrirmælum skáldsins. Öll samvinna var hin ljúfasta á þinginu, og þó eigi í felur farið með neitt, er mönnum bjó í huga. Sögðu allir hið sama um það, að ánægju- legri stund hefðu þeir eigi átt lengi, en dagana seni þeir dvöldu á þing- inu. -------—x---------- Hveitisamlagið. Samlag verður myndað í Ontario. Samkvæmt ákvörðun, sem tekin var á stjórnarnefndarfundi United Farmers Co-operative Co. Ltd., 17. júní s. I., byrjar félagið tafarlaust að starfa að myndun Hveitisamlags í Ontario, sem er ætlast til að verði einn liður Hveitisamlags Canada, er nú stendu^, saman af samlögunum í Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Að líkindum starfar Mr. Colin H. Burnell, ritari aðalsölndeildarinnar, með stjórnarnefndinni, við stofnunina, eftir því sem tími og ástæður levfa. Sem stendur er Mr. J. S. Jeffrey, ráðs maður hveitideildar United Farmers Co-operative Company, að ferðast u m vesturfylkm til að kynna sér fyrir komulagið. ' Samvinnusamkotna. Hin önnur árlega samvinnusamkoma sem er sótt af meðlimum allra land- búnaðar- og samvinnufélaga í Sask- atchewan. verður haldin í Stadium í Regina á fimtudaginn 29. júlí. Forsefi verður A. J. McPhail, for- seti Hveitisamlaganna i Canada. — Aðalræðumaðurinn verður Dr. Theo- dore Macklin, hagfræðingur við há- skólann í Wisconsin. Hlíjómlieika- flokkur Goldstream Guards skemtír með hljóðfæraslætti á samkomunni. * ¥ ¥ Lesendum stendur til boða a'ö senda fyrirspurnir viðvíkjandi Sam- laginu til blaðsins, og verður þeim þá svarað í þessum dálk. --------—x--------- Fjœr og nœr. Nefndin, sem stendur fyrir skemti ferð Independent Labor Party, til Grand Beach þann 24. júlí n. k., biður að þess sé getið, að þeir sem einhverra orsaka vegna geta ekki far ið með morgunlestinni kl. 9, geti notað farbréfin, sem nefndin selur, á lestinni, sem fer kl. 1.30 e. h. Ef nógu margir fara, sem líkindi eru til,. verður sérstök lest leigð um morgun- inn til þess að allir geti orðið sam- ferða. IV. lvens, 'Gen.-Sec. Dr. Tweed tannlæknir, verður í Arborg miðvikudaginn og fimtudag- inn 14. og 15. júlí. KENNARI OSKAST. Umsóknum um kennarastöðu fyrir Diana S. D. No. 1355, Manitoba, verður veitt móttaka til 20. júlí n.k. Starfið er frá 1. september til enda námsskeiðsins og frá 1. febrjúar til 30. júní 1927. — Umsækjendur skýri frá hve mikla reynslu þeir hafi óg hve mikið kaup þeir vilji fá, en verða að hafa annars eða þriðja flokks kennaraskírteini fyrir Mani- toba. Frekari upplýsingar gefnar ef æskt er. Magnús Tait, Sec.-Treas. P. O. Box 145, Antler, Sask. IVANTED. A man, preferably an inventor, who can invest $1,000 in an invention for a half interest. Phone or write to: bigfús Gíslason, 636 fargent Ave., Winnipeg, Man. Phone B 8143. Swedish Amcrican Linc. E.s. Drottningholm sigldi frá G5t«? borg á hádegi á fimtudaginn. Var með 158 farþega til Halifax. Lendir þar að líkindum á morgun. Ncandinavian-Amcrican Line. E.s. Frederik VIII. sigldi frá New York þann 22. f. m. með fjölda far- þega. Lenti í Kristianssand fimtu- daginn 1. júlí. i

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.