Heimskringla - 14.07.1926, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.07.1926, Blaðsíða 6
I 3LAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ, 1926. Skriðan úr Fjallinu. . Fyrir mörgum árum síðan, þegar eg enn Tar ungur og lítt kunnur lögmaður, ásetti eg mér að eyða sumarfríi mínu á ferðum. í>egar eg hafði skoðað helztu bæina í Bandafylkjunum, ráðlagði mér einn af hinum amerísku kunningjúm mínum, að fara upp í Klettafjöllin til sumarhótels nokkurs, er hét Yampole, sem var orðlagt fyrir hið aðdáanlega fagra umhverfi sitt á hásléttunni, milli hinna stórkostlegustu fjalla, er maður gat hugsað sér. Gestgjáfinn, hr. Eli Briggs, var sagður að ver^ óvanalega duglegur og ástúðlegur, og hó- teiið, sem aðeíns var lítill liluti af afarstórri land eign, þar sem bændabýli með tilheyrandi gripa- rækt var, hænsnaskála og hesthúsum, var mjög oft heimsótt af skemtiferðamönnum, sem helzt vildu dvelja um sumartímann í heilnæmu lofts- lagi. Auk þess gátu menn altaf treyst því að finna þar viðfeldið fóik. Umhverfið var skreytt mörgum unaðsfögr- «m plássum, sem menn gátu heimsótt; þar mátti véiða dvr og fiska í ám. Viðurgerningur var sagð ur ágætúr og loftslagið gott. Eg fór því til Yampole gistihússins og var hrifinn yfir tilverunni á þessum indæla stað. í>að var ekki minst að þakka samvistunum við persónu, sem bráðlega varð mér l^ærari én alt annað í heiminum. Það var ung og fögur amerísk hefðarmey, dóttir Morton yfirhershöfðingja, sem dvaldi þar nm ’hitatímann, og við urðum brátt góðir vinir. Eg fór óft með ungu stúlkunni upp til fjallanna og um nágrennið, og varð hrifinn af fegurð henn ar og göfgi. / Mig furðaði á því að hershöfðinginn, sem var drambsamur og dulur maður, skyldi leyfa okkur að vera saman, en hann hefir líklega á- litið, að eg myndi aldrei leyfa mér að biðja um hana. Faðir Rhodu, sem var þingmaður fyrir eitt fylkið, og álitinn að vera sá ríkasti maður í þeim hluta landsins, átti aðeins tvær dætur, Rhodu og aðra til, sem nú var vestur við haf með lieilsutæpri móður sinni. ,Eg flögraði kring um ungu stúlkuna eins og fluga kringum ljósið, en hafði ekki kjark til að opinbera henní ást mína, fátækur eins og eg var. Einn daginn fóru gestirnir langa leið upp á milli fjahanna til nýfundins vatns. Allir fóru akandi nema við Rhoda, við vorum ríðandi. Þeg- ar við höfðu neytt miðdegisverðar, sem við tók- um með okkur, og skoðað plássið, lögðum við aftur af stað heim á leið. Það var síðari hluta dags, að við áttum fá- einar mílur eftir til gistihússins, en loftið var ekki eins bjart og áður, og vindurinn blés meira en venja var til á þessum hæðum. “Við verðum a& flýta okkur heim,” sagði einn af gestunum, sem þekti betur veðrið en hinir. “Það er þægilegra að sitja í sólbyrginu á gistihúsjnu og horfa á veðrið, en að vera úti á víðavangi án nokkurs skýlis, og ef skriða skyldi falla, sem er altítt hér, þá getur ferð okkar feng ið slæman enda.” , “Á hvern hátt?” spurði eg, urn leið og eg hjálpaði Rhodu á bak. “Er skriða mjög hættu Jeg hér um slóðir?” “Já, herra Waring,” svaraði hann; “skriða úr þessum fjöllum er mjög hættuleg, sé maður í xiánd við hana. Það er ekki gaman að fá nokk ur tonn af grjóti í höfuðið. Snjóflóð þekkjast hér ekki, en hin miklu oftar. Við verðum að fara strax.” Það gerðum við líka. Vagnarnir fóru á undan eftir mjóu brautinni, þar sem klettarnir hölluðust víða fram yfir þá. Við Rhoda fórum seinast og vorum aftast í lestinni. Við hefðum getað riðið fram 'hjá þeim og komið miklu fyr heim, en eins og venja er ungs fólks hugsuðum við ekki um annað en að njóta ánægju augnabliksins, og mistum því af vagnlestinni. Við vorum ekki heitbundin, og höfðum aldréi minst á ást, en fundum samt, að, við vorúm tengd saman með sterkara banði en vinátt- unnar. % Stormurinn fór vaxandi, sandurinn livirfl- aðist upp; loftið varð dimmara og kaldara. Við riðum ennþá mjög hægt, og þó voru hestarnir orðnir órólegir, sem hefði átt að vera okkur aðvörun. En við vorum svo hrifin hvort af öðru, að það heffr liðið meira en háif stund, þangað til mér hugsaðist að hér væri hættulegt að vera. Við vorum nú stödd í einu af þessum stóru og djúpu giljum, sem eru sérkenni fyrir þessi fjöll. Til beggja hliða voru háir klettar, og í vatnsfarveginum haugar af niðurhrundu grjóti innan um þyrnirunnana, sem þarna uxu. Maður gat naumast hugsað sér ógeðfeldara pláss. Það var kallað “Blóðgilið”, af því að stór iest af landnemum hafði verið deydd, þarna af lndíánum. “Er yður kalt., ungfrú Morton?” spurði eg, jþegar eg sá hrylling fara um hana í kalda loft- |nu. “Það er máske betra að við ríðuín hrað- ara, til að ná —” Möl. sandur og þurrar greinar úítu niður og hræddu hestana. Stormurinn var nú orðinn svo mikill, að við gátum naumast setið á hestbaki, og hest- arnir skulfu af hræðslu við væntanlega hættu. Nú kom aftur sandský, og á eftir því stór steinn, sem brotnaði Þ mola rétt fyrir framan okkur. Við gátum nú naumast ráðið við hestana og þó Rhoda segði ekkert, sá eg að hún var mjög hrædd. “Ef við gætum fundið skýli,” sagði eg, “þá væri réttast að við værum þar unz storminum linnir. Þarna held eg að eg sjá skýli.” Plássiö sem eg sá, var hellir, og var op hans hulið af runnunum fyrir framan hann. Myrkrið fór vaxandi, og stormurinn fór org andi í gegnum gilið, eins og hann ætlaði að taka alt í burtu, meðan möl og steinar ultu hvíldar- laust niður. Eg þaut af baki og tók Rhodu ofan af henn ar hesti, og ætlaði að fara að binda hestana við bogið birkitré, þegar hátt hróp frá Rhodu kom mér til að líta upp. “Sko! Sko!” hrópaði hún og starði á af-' stóran klett, sem vaggaðist fram og aftur efst uppi. / Eg sá strax að hann var kominn að því að losna og mundi detta of<an yfir okkur. Rhoda stóð magnþrota af hræðslu og gat ekki flúið; eg greip hana í faðm mér og hljóp með hana að hellisdyrunum. en áðufr en eg komst þangáð, féll kletturinn niður einmitt þar sem við höfðum staðið, með alveg ósegjanlegum há\raða. Hestarnir þutu í dauðans ofboði heim á leið,meðan möl og sandi rigndi yfir þá. “Vi« verðum líklega að ganga heím,” sagði eg hughreystandi og lát ungu stúlkuna niður á stein við hellisdyrnar, “þessir stormar vara sjalcí an lengi, og við —” Vonarríku orðin, sem eg ætlaði aðhugga Rhodu með, dóu á vörum mínum, þar eð voða- legt hljóð, hærra en nokkur þruma, sem eg hafði heyrt, barst að eyrnm okkar og kom jörðinni til að skjálfa. “Þetta hlýtur að vera skriða! Guð hjálpí ojckur!” hvíslaði Rhoda og dró mig lengra inn i hellirinn. “Sko, birtan hverfur meir og meir!” Þetta var satt. Mölin og grjótið huldu hell- isdyrnar, svo þar varð niðamyrkur inni. En þegar eg varð vanur myrkrinu, sá eg ofurlitla smugu opna efst við dyrnar, þar sem ljós og loft gat streyml inn til okkar. Við vorum eins og með kraftaverki frelsuð frá dauða. Hálfmeðvitundarlaus, eins og við vorum eftir þenn mikla viðburð, og lirædd af því hve skyndilega þetta bar að, urðum við þess lokks vör aé við vorum í hættu stödd enn; því ef önnur skriða kæmi, sem lokaði dyrunum til fulls, mundum við ’eflaust kafna — nema því aðeins að aðrar dyr væru á hellinum. Eg.ásetti mér strax að rannsaka þetta, og bað Rhodu að vera rólega, á meðan eg skriði meðfram veggjunum. Hellirtnn var langur óg mjór, en engar dyr finnanlegar, svo að ekki var útlit fyrir að við næðum frelsi.'' En nú féllu ekki fleiri steinar niður; saml heyrði eg þegar stormurinn rénaði, hverja þrum una eftir aðra^ og genum litlu smuguna sá eg eldingarnar glampa. Jafnframt þessu heyrði eg regn og högl skella’á steinunum, svo að það var vitanlegt að voðalegt óveður geisaði. Eg reyndi af öllum mætti að hugga Rhodu, og talaði um að frelsi okkar ætti feér stað eftir fáar stundir. “Nei, hr. Waring — nei,” sagði hún með blíðu, hryggu röddinni sinni, og settist á hrúgu af þurrum kvistum og mosa, sem lá á hellis- gólfinu. “Það er vel gert af yður, að reyna að hugga mig, en það breytir ekki ástæðunum, Við erum grafin hér lifandi — og deyjum máske hér.” Eg sagði að okkar yrði saknað, og væri nú þegar máske búið að senda menn til að leita okk- ar. Faðir hennar myndi gerta alt til að frelsa okkur, og það yrði gert innan fárra stunda. Hún brosti hnuggin og hristi höfuðið. “Gleymið því ekki, að eg er amerísk stúlka,’’ sagði hún, “og hefi oft heyrt um slík óhöpp. Það kemur X)ft fyrir að ókunnir ferðamenn deyja í þessum fjöllum. Hverjum getur komið til hug- ar, að við séum lokuð hérna inni? Það verður fyr álitið að við hefðum orðið undir skriðunni eða druknað í giljunum, sem nú eru sem straum harðar ár. Eg er hrædd um að við höfum litla von.” Ein stundijh leið eftir aðra, og eg fór að halda að Rhoða segði satt. Það varð kvöld, kuldinn og myrkrið óx, og unga stúlkaln nötraði og skalf. Eg vafði skozku kápúnni minni uta'n um hana, og svo safnaði hún loks, með öxl mína fyrir kodda. Eg hreyfði mig ekki og varaðist að vekja hana. Loksins kom morguninn og ófurlítil ljós- geisla lagði inn um smuguna, en hann veitti i okkur litla von. Við'sátum hlið við hlið á steingólfinu og þögðum, þangað til Rhoda sagði með niðurbæld- um grátekka: “Vesalings pabbi — hann verður mjög sorg- bitinn, því eg var uppáhaldið hans. .Vesalings, góða mamma, og vesalings litla Emmy! Nú — \pn eg má ekki kvelja yður, herra Waring, með minni eigingjörnu sorg. Þáð eru eflaust eiiA hverjir á Englandi, sem fyllast sárrar sorgar, þegar það kemur fyrir, sem eg óttast.” “Nei,” svaraði eg hnugginn; “foreldrar mín- ir eru dánir fyrir löngu síðan, og eg á enga ná- skylda ættingja, sem munu syrgja mig með sárri sorg. Mitt pláss í þessum heimi verður undir- eins tekið af öðrum. En þér, ungfrú Morton — Rhoda — sem öllum þykir vænt um, svo heitt elskuð af yðar fjölskyldu, sem eigið svo fagurt framtíðarútlit — yður skal ekki hendi dauðans hrífa svo snemma burt. Við skulum og verð- um að frelsast.” • En tíminn leið og við virtumst vera gleymd. Rhoda fór að missa krafta sína og verða köld á höndunum; eg reyndi að verma þær, meðan við sátum þögul og vonir okkar minkuðu. Tímarnir liðu og forlagadómur okkar virt- ist kveðinn upp. Þá fór Rhoda að tala Qg ásaka sjálfa sig, fyrir það, að eg var staddur í slíkri hæt.tu hennar vegna. Nú gat eg ekki lengur þagað, og sagði henni með ástríkum orðum, hve heitt eg elskaði hana. “Þetta var mér enginn leyndardómur,” sagði Rhoda og brosti gegnum tárin; “eg vissi ekki að þér elskuðuð mig, en gizkaði á það, og vitið þér af hverju? Af því að eg elskaði yður.” i Það eru nú mörg ár síðan að eg heyrði þessi orð, en aldrei gleymi eg þeirri undrun og ánægju sem eg fann til, þegar hún t.alaði þau. Rhodu “Hún er dáin — dáin fyrir okkur, og það e reins satt og orð biblíunnar, mamma,” svaraði Johnson ákveðinn. Svo flutti liann stól að borðinu og settist. “Þar eð Rósalína er dáin, getum við aftur borðað hér í eldhúsinu, og nú skiftir hún sér ekki af öllu, fyrst hún er dauð,” sagði hann. Hann nefndi orðið “dauð” eins oft og hann gat. • “Eg vil ekki heyra þetta orð,” sagði kona hans. “Hún'hafði heimild til þess að velja sér þann mann, sem hún vildi, og fara burt me® honum; já, eins mikla heimild og eg hatði til þess að taka þig, gagnstætt vllja foreldra minna, og faðir minn tók því líka skynsamlega- Og hvers vegna eiga stórborgarblöðin að taka upp þessa fregn? Þar er enginn af okkar.” “Það er algengt með slíkar fregnir, og þegar Rósalína sér það, þá veit hún að hún er dáin og horfin.” “Eg vildi, að eg hefði ekki lifað þenna dag,” ságði frúin. “Og auk þess verður ekki sagt eitt fól andlitið í höndum sér og grét, og eg hugg- ^ or® um un8a manninn, nema að hann er fa .... ... . ' - . ... típlflir f\Cr or T ono-irí oTmrirSinfr ’ ’ aði hana eftir mætti, unz hún varð rólegri og brosti til mín; eg tók hana í faðm mér og þrýsti henni upp að mér. Fáeinar mínútur gleymdum við því að við vorum lokuð þarna inni og yfirgef- in af umheiminum. En svo kemur endurminn- ingin um ógæfuna aftur; eg kysti tárvotu kynn- ina hennar; svo héldum við höndum saman og sátum kyr og biðum dauðans. Ha! Hvað var þetta? Var það hávaði af steini sem datt, eða var það skot? Það hlaut að vera skot, því bergmálið endurómaði það mörgum sinnum. Litlu síðar heyrðum við há köll og mannaraddir, brakið í fallandi steinum og hávaðann í öxum og pálhöggum. Við vorum þá ekki gleymd. Sterkar hendur voru að opna gröfina okkar, og menn voru að brjóta sér leið inn til okkar. Svo heyrðist sprenging, og í þetta skifti svo nálægt okkur, að hellisgólfið skalf og smástein- ar duttu niður í kringum okkur. Nú gall við hátt siguróp — eg hafði sjálfur æpt hátt nokkrum sinnum — og grjóthaugnurh sem byrgt hafði hellisopið, var fleygt til hliðar með rekum og skóflum. Inn ruddust hinir sigursælu björgunarmenn, þaktir sandi og ryki, á meðan eg nálgaðist munn- ann méð Rhodu í faðmi mínum; hún hafði fall- ið í öngvit af magnleysi og geðshræringu; sjálfur var eg svo magnþrota, að eg- reikaði út í dags- ljósið með þessa dýrmætu byrði. Okkur var heilsað með ^leðiópi af mann- fjöldanum fvrir utan. Þar voru margir ríðandi og gangandí'ogj fáeinir kvenmenn, ásamt flest- um vinum okkar frá hótelinu! Hr. Eli Brigg^ klappaði á herðar mínar og hrópaði: “Guði sé lof að við komum nógu snemma til að frelsa yður og ungu stúlkuna. Hirðir, sem staddur var á blqtti hérna beint á móti, sá ykk- ur leita skýlis í hellinum, og kom og sagði okkur frá því, þegar hitt fólkið var komið óskemt heim, og undireins og storminn lægði, var hjálparliðið sent af stað, og nú — En svo heyrði eg ekki meira,- því nú var það eg sem féll f öngvit. Rhoda var strax tekin af ástríkmn höndum, vafin innan í dúka og látin í vagn föður hennar, sem strax ók með hana heim, og þégár eg raknaði við, lá eg í rúminu mínu á hótelinu. Fyrst í stað var Morton hershöfðingi ófús (il að gefa mér dóttur sína, en þegar hún haföi sagt honum, að það væri eg, sem frelfaði líf hennar, og að hún þess utan vildi engan annan mann eiga en mig, lét hann að ósk hennar, og tók mjög alúðlega á móti mér sem tengdasyni. Eg varð kyr í Ameríku, og er nú kappgjarn kaupmaður í þíew York, og Rhoda hefir í mörg ár verið konah mín. Alla sumarmánuðina dveljum við á gisti- húsinu Yampole, og oftar en einu sinni höfum við skoðað það pláss, sem með hinum örlaga- þrungna viðburði varð orsök gæfu okkar, en hafði þó næstum svift okkur lífinu. tækur, og það er þó engin svívirðing.’ “Hann er þjófur!” öskraði Johnson og barði í borðið. “Hann hefir stolið Rósalínu okkar. Eg hafði ásett mér, að hún skyldi ekki gifta sig- Hjónaband er allgott fyrir menn, en lélegt fyrír kvenfólk. Þú verður að klæðast sorgarbúningi* María”. “Nei,” svaraði hún æst. “Eg ætla lieldur að klæðast í hvítan, rauðan og gulan fatnað- Og að hugsa sér svo, að blessað barnið hefir fundið góðan mann, sem þykir vænt um hana- Og þú mun hugsa eins og eg, pabbi,” sagði hún ísmeygilega, “þegar þú sérð hvað ánægð Rósa- lína er.” “Við hvað áttu, mamma?” saði hann. “Mað- ur getur ekki komið þeim dauðu til að lifna aft- ur.” “Þegiðu!” hrópaði hún reið. Gekk svo að diskaslíðrinu, tók bréf Rósalínu og las það * sjöunda eða áttunda skifti. “Hún er lifandi — tvöfalt betur lifandi eö þú — og þykir svo vænt um þig.” Það^ sem eftir var. sumarsins, sáu menfl Johnson bera svartan borða um handlegginfl? sem hann hafði sjálfur saumað fastan. Honuiö þótti gaman að fiska, og sat nú tímunum sani' an á klettunum niður við sjóinn. Stundum gat hann ekki varist því að hugsa um Rósalínu, serfl geröj hann hnugginn. Dóttir Jnhnsons. Þegar gamli Johnson gekk inn um girðing- arhliðið, læddist nágranninn, sem komið hafði með dagblöðTn, út um bakdyrnar. Frú Johnson leit hálfkvíðandi augum á mann sinn, en um leið ásakandi, og las meá skjálfandi röddu: ' apríl. ‘Rósalína, einkabarnið okkar, dó liinn 4. Stórborgarblöðin auglýsa þetta.” Jóhann og María Johnson. hér með beðin eru að “Þú veizt að hún er ekki dáin. Eg fékk bréf frá henni í morgun,” sagði frú Johnson gremjulega. Framkoma hans gagnvart nábúunum banfl' aði að minnast á Rósalínu. En frúin talaöi jaffl aðarlega mest um hana. “Nú eru áreiðanlega fjórir mánuöir síðafl að Rósalína dó,” sagði hún einn daginn. “Hunlm!” umlaöi í Johnson. “Eg man ekki nákvæmlega, pabbi, hveruig jarðarförin fór fram. Var þar ekki mikið aí blómsveigum?” Johns»n leit hikandi á hana, en lét sem hiifl sæi það ekki. “Eg vil ekki hugsa meira um þetta,” sagði hann. “Látum þá dauðu hvíla í friði.” “Æ, já, æ-i, já. Hefir þú beðið um legsteifl á gröfina hennar, pabbi?” En í stað þess að svara, greip Jolinson píp' una sína og yeiðiáhöldin og fór. Þegar þessar skærur voru gleymdar, sagði þann einn daginn: “Hvað varst þú að gera í næsta húsi? Það hefir lengi staðið autt.” “Ó, eg aðeins leit þar inn. Það er sagt, að eitthvert fólk úr stórborginni ætli að flytja i það, svo mér datt í hug að líta þar inn, og sjá. hvernig það væri útlits. Þar er kominn alstaðar nýr veggjapappír, og í dagstofunni og svefnher- berginu er einmitt sá veggjapappír, sem þér hefir altaf þóýt svo vænt um.” ‘Já, látum það líma hvaða pappír sem það vill á veggina, en eg vonaði að þangað kæmi eng inn, svo við gætum yerið laus við ski;ækjandi krakka fyrír utan gluggana okkar, en eg skai líta eftir þeim, því máttu treysta.” “Eg hefi heyrt að þau hafi engin börn. Þad eru líklega nýgift.” “Já, það snertir mig ekki. Þau verða lík- lega að gæta sín sjálf.” Fáum dögum síðar fóru að koma stórir kassar með húsmuni í litla húsið, og undirein3 og Johnson var farinn til þess að fiska, fór kona hans yfir í húsið, til þess að láta húsmunina þar sem þéir áttu að vera. Einn daginn spurði Johnson af tilviljun: “Er fólkið komið í húsið?” “Já,” svaraði kor.a hans, “og það eru mjög viðfeldnar manneskjur. Þau liafa beðið okkur að koma til sín og drekka te, en eg sagði að vi$ værum gamlar manneskjur, áem vildum helzt vera heima, og að þau ættu heldur að konia til okkar einstöku sinnum. Var það ekki rétt, pabbi?” “Jú.auðvitað mamma.” Hann gleymdi að spyrja um nöfn þeirra. J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.