Heimskringla


Heimskringla - 14.07.1926, Qupperneq 7

Heimskringla - 14.07.1926, Qupperneq 7
HEIMSKRINGLA 7.BLAÐSIÐA. WINNIPEG, 14. JtFLÍ, 1926. Nýju nágrannarnir létu ekki Djóða sér tvisvar. Kvöld þessa sama dags var barið að dyrum, °g frú Johnson sagði, dálítið hikandi: “Kom inn.” Og Rósa- lína, ásamt Robert Brun, kom inn. Það voru falleg hjón, bæöi með Ijóst hár og blá augu, og sýndust vera glöð yfir til- verunni og þykja vænt hvoru um annað. < “Gott kvöld, frú Johhson. Er þetta maðurinn yðar?” sagði unga konan. Hún gekk «1 síns næstum meðvitundar- lausa föður, og hristi innilega öiagnlitlu hendina hans. “Eg er nágrannakona yðar, og þarna er maðurinn minn, Brun heitir bann. Við vonum að við fáum oft að sjá yður. Við þekkjum onga hér.” “Fáið ykkur sæti,” sagði frú Johnson. “Eruð þér búnar að koma öllu í lag í húsinu, frú Brun?” “Ekki alveg,’" svaraði Rósa- lína, “en eg þakka yður kær- lega fyrir alla yðar hjálp. Kon- an yðar hefir verið mjög góð við okkur, herra Johnson,” sagði Hún við föður sinn. Johnson svaraði ekki, og Rósalína hélt áfram: “Maðurinn minn hefir í hyggju að byrja timburverzlun hér í þessum bæ. Náfrændi hans dó og arfleiddi hann aö hógum peningum til þess að hann geti byrjað ári lijálpar annara.” “Ó, það er ágætt,” sagði frú Johnson. “Og haldið þér, að Þér kunnið við yður í þessum bæ?” • '“Já, það er eg viss um,” svar aði hann. “Eg er vanur við að eiga hér heima.” “Er það?” sagði frúin. “Já, og eg líka,” sagði Rósa- lína, — “áður en eg gifti mig. Mér þótti svo vænt um þenna iitla bæ og einkanlega um sjó- inn. Faðir minn var vanur að iofa mér að fara með sér, þegar bann fór þangað til að fiska. Johnson lá við að kafna, en bepnaðist þó að geta sagt fá- ein orð. “Eigið þið nokkur börn?” Rósaiína roðnaði. “Nei, það er ekki svo langt síðan að við giftum okkur,” svaraði hún. “Við mistum einkadóttur okkar,” sagði Johnson. “Það hefir verið mjög þung sorg fyrir yður, því yður hefir| eflaust þótt .Vænt um hana? j Já, nú sé eg svarta borðann um handlegg yðar, lierra ^ohnson. Það hlýtur að vera sárt að biissa þá persónu, sem manm þykir verulega vænt um.” Nú varð löng þögn, sem Hósalína rauf með því, að gefa Brun merkiorðið fyrir pólitíska samræðu. Johnson var mikið bneigður fyrir að. kappræða, °g litlu síðar voru þeir Brun í fjörugri samræðu, þar sem ungi Qiaðurinn var samþykkur þeim gamlá í öllum aðalatriðunum. Á meðan þeir töluðu, bað frú Johnson , ungu konunni að homa nieð sér óg skoða húsið. Gg svo hurfu þær báðar. “Þetta eru mjög viðfeldnar j nngar manneskjur,” sagði frú- in, þegar þau ungu voru farin i “Já', mér geðjast nógu vel að unga manninum, en konan j er of skrafgjörn. Könurnar settu að þegja og láta mennina tala.” “Nei, á eg að segja þér----- —” Frú Johnson greip fram í fyrir sjálfri sér og sagði svo: “Gleymdu ekki að draga. upp úrið.” Það leit út fyrir að ungu hjón ; in kynnu vel við sig hjá John- J son, því það leið enginn dagur svo, að þau kæmu ekki þangað. ] Johnson lék hlutverk sitt með einskonar þrákelknislegri á- ] nægju. Hann virtist kunna vel við Brun, en notaði hvert tæki- j færi til að úthluta ungu kon- bnni dylgjulegum ónotum. — J’ogar leið á veturinn, ltom hún sjaldnar, en Johnson virtist ekki taka eftir því. Brun kom jafn- nðarlega til að vera honum til skemtunar, því frú Johnson var hjá ungu hjónunum næstum því frá morgni til kvölds. Eina nóttina kom hún ekki heim, og Johnson sofnaði frá blaðinu sínu, eftir að hafa gengið fram og aftur um gólfið óteljandi sinnum, og hafði næstum því jafnoft gengið að glugganum, til þess að líta yfir til nágrann- ans. Um dagrenningu kom frú Johnson heim, og fann karlinn sinn sitjandi við ofninn með pípuna í öðru munnvikinu, og gráa höfuðið hnígið ofan á bringu, eins og hann váeri að reyna að hlusta eftir einhverju. Enginn eldur í ofninum og her- bergið kalt. “Nú, María, þú varst lengi í burtu,” sagði hann,* þegar hún vakti hann. Rödd frúarinnar var dálítið klökk. “Þau hafa eignast indælan, lítinn dreng, ungu hjónin, Hans Johnson, og harður mað- ur ert þú, sem getur farið þann- ig með dóttur þína.” “Eg veit ekki, við hvað þú átt, mamma. Dóttir mín er dá- in. Nefndi frú Brun nokkuð um það, hvað drengurinn ætti að heita?” “Já, það gerði hún. Hann á að heita Hans, eftir gömlum ættingja, sem ekki verðskuldar þann heiður.” Johnson svaraði engu, en kona hans fór að kveikja upp eld og búa til morgunverð handa honum. Þegar hann var búinn að neyta matar, gekk hann niður til sjávarins, eins og hann var vanur. Hann hugs aði um Rósalínu, þegar hún var lítil og gekk með honum um götur bæjarins, spjallaði við hann eins og börn geta spjall- að. Nú átti hún lítinn dreng, og Johnson, sem aðeins hafði eignast dóttur, fór að hugsa um, hvað órðið gæti úr þessum pilt, þegar hann væri fullorð- inn. Nú leið mánuður, og var kom ið að jólum. Rósalína hafði haft mikið að gera sem móðir. Sá litli hafði enn ekki fengið leyfi til þess að koma út, og þar af leiðandi Rósalína ekki heldur. Brun gékk að jafnaöi yfir. til Johnsons, og kona hans jafnpft yfir til frú Brun. Hann vildi fá Johnson til að koma yfir og líta’ á drenginn, en hann vildi það ekki. Á líví augnabliki, er hann ef til vill þráði mest að sjá drenginn, lenti hann í gildru, sem Brun, Rósalína og móðii* hennar höfðu komið sér saman um að leggja fyrir hann, og afleiðingin varð, að hann lenti hjá Brun á aðfangadags- kvöldið alveg óvænt. Þegar hann kom inn í stof- una, gekk Rósalína á móti hon um og bauð hann velkominn. “Það er langt síðan að við höfum sést, herra Johnson,” maélti hún. Johnson viðurkendi það, en sagði að það hefði litla þýðingu, því Brun sæi hann við og við Hann var látinn setjast í hægindastól, og Brun fór að tala við hann, en Johnson var ofurlítið utan við sig og leit í kringum sig í herberginu, eins og hann væri að gá að ein- hverju, sneri sér svo að Rósa- línu og spurði: “Sonur yðar siefur líklega, frú Brun?” * “Já, hann verður að sofa mikið, herra Johnson-.” Johnson svaraði engu, en sat og horfði framundan sérf meðan þær hurfu inn í næsta herbergi, en komu brátt aftur. “Nú loga kertin á jólatrénu. Viljið þið koma þessa leið?” Hún hneigði sig þannig, sem minti hann á Rósalínu, og nú leit hann í fyrsta skifti vingjam lega á hana. Hann stóð upp og gekk á eft ir þeim inn í hitt herbergið, þar sem lítið jólatré stóð á miðju gólfi, og birtan frá litlu ljósun- um skein á vögguna, þar sem Johnson sá lítinn dreng, sem starði á hann með alopin augu. Hann gekk nær og laut niður að vöggunni. Á koddanum var nældur seðill með þessum orð- um: “Jólagjöf Rósalínu til afa.” Stórt bros breiddist um veð- urbitna andlitið hans Johnsons. Um leið og hann laut niður að drengnum í vöggunni og tók utan um litla, kúlumyndaða hendi, lagðist mjúkur hand- legur um háls hans. „ (Frh. frá 3. bls.) ar'kampur, þar sem eigi hamrar ! ganga í sjó fram. En þeim, sem ald- t'r eru upp viö norðlenszk^ firöi, þyki hér vera allmjög á annan veg, en þar er títt. Þar eru sjávarkambar úr smágrjóti ög möl, svo greiöfærir, að hægt er að riöa þá í fleng, á hvötum, fótvissum hesti. En hér er kambur- inn margra metra hár úr stórgrýti, sem hestar geta vart fótaö sig' á, hvaö þá heldur meira. Slíkur er aflmunur brimsins, er hefir veriö aö verki hér og noröur þar, enda er reynsla fyrir því, aö sunnlenzka brimið rótar björgum til, sem eru tugir tónna að þyngd. I túnfætinum í Staðarhverfi, skamt vestan.við Járngerðarstaöi, er skrokk ur af enskum togara. Spölkorn þaö- an, vestan viö, fórst færeys’ka skútan í hitteöfyrra, þar sem allir skip- verjar týndust og ekki fanst örmul af, nema þóftubútur með nafni skút- unnar og annaö smábrak. — Svona mætti víst lengi telja. Meðfram allri ströndinni liggur mikið vogrek, og mest er það unninn viöur, og á því sennilega hver spýta sína sögu, í sambandi við slys og tjón. Þar er á hverju strái allskon- ar skran: beiglaðar, ryðgaöar járn- plötur, dunkar, tunnur, skipskörfu- ræflar, og á löngu svæði er nú meö- fram götuslóðinni við Ströndina sáld af flös'kutöppum. Eipkennileg til- breyting í viðurstygð eyðileggingar- innar, sem lýsir sér í öllu brakinu. Osjálfrátt rennir maður huganum til íslenzks sjávarútvegs, til þess, hve lifskjör og lífsbarátta er hörð, þar sem hver fjölskyldufaðir^á lífsupp- eldi sitt og sinna að sækja yfir brim- gaiið sem þenna. Skömmu áður en komig er út á Reykjanesvita, er farið fram hjá gígbungu einni, Háleygjarbungu. Er gigur þessi íað sögn Þ. Th.) um 440 fet að þvermáli, og tæp 150 fet að dýpt. Þegar þangað kemur blasa við reykir hverasvæðisins. Er vegurinn sæmilega greiðfær sem eftir er, og er maður brátt kominn inn í hvera- svæðið. Til vinstri handar við götuna er Litli-Geysir. Hann gýs ört, og er vatnsstrókurinn stundum 3—4 metra i loft upp. Hann gýs sjávarvatni og er þó um 100 yfir sjávarmál. — Rétt við hann er leirhver einn mikill. I honum vellur gráleit leðja, og gýs upp úr skálinni, en sljákkar á milli, og er skálin eða gjótan þá þur og alt með kyrrum kjörum stundarkorn, unz nýtt gos byrjar. Spölkorn- norðar er hin nafntog- aða Gunna, einhver mesti og “helvít- legasti” leirhver á landinu í orðsins upprunalegu merkingu, enda valdi hinn fjölkunnugi Eirikur á Vogsós- um Gunnu sem hentugasta sáluhlið handa þeim, sem hann útbjó greiðan aðgang niður til þess neðsta. Gunna er eigi ein samfeld hvera- skál, heldur er það mikill leirpytta- klasi, sem ber þetta nafn. Er jörðin. þar öll Sbndursoðin, og þarf að gæta allrar varúðar, til þess að skreppa ekki ofan í sjóðheita eðjuna. Er hitinn svo mikill þar i jörðinni, að þó eigi séu nema smágöt á hraun- skorpu, sem' eiifiir i'ir, er sem maður bregði hendi í eld logandi, þegar brugðið er fingri vfir holuna. Jarðve^ur er mjög lítill á 'hvera- svæðinu. Blóðberg er aðalplantan, sem þar vex — þar sem annars nokk uð getur vaxið fyrir brennisteini og hita. Reynt Hefir verið eitthvað að leita þarna að verðmætum efnum, en um árangurinn er mér ekki kunnugt. En margt er þar í jörðu merkilegt að skoða. Sagt er að námuréttindi hafi þar verið seld fyrir 50 krónur. . Sögusögn er um það, að um þessar slóðir sé einhversstaðar hin viðfræga jarðskjálftgjá Páls Torfasonar, en á því veit eg eigi deili. En gjár eru þar svo margar, og jarðskjálftar sennilega óviða tiðari í heiminum, svo mjög er eðlilegt að velja slikum merk isgrip þar samastað. Gamli Reykjanesvitinn stóð á hin- tra svonefnda Valahnúki. Er þar móbergshóll eða öllu heldur leifar af móbergshól, því ekki er nema endinn eftir, sem eigi á langt eftir ólifað á jarðræðis vísu, því sjávarbrimið' er langt komið að eyiia honum. Uppi á röndinni skamt frá sjávar- brúninni, var vitinn reistur, átt- strendur turn úr hraungrýti, segir Þ. Th., og loftsvalir yfir, en þar upp af voru ljóskerin, er Danir gáfu, og kostuðu 12,000 1 kr. En sifelt hrundi úr berginu, því um sjávarborð er bergið lint. Eru þar því hellar miklir og merkilegir, í bergiðí. Jarðgöng hafa þannig myndast gegnum einn hluta Vala- hnúks. Er afar einkennilegt um fjöru, að standa niðri í stórgrýtinu framan við bergið, með hafrótið hvít fyssandi á aðra hönd, og gínandi heillisskúta á hina. Mávar verpa t berginu og eru gæf- ir um þessar mundir. Það þótti eigi trygt að hafa vitann lengur á Valahnúki. Bergið gat hrunið í sjó fram við einhvern jarð- skjálfakippinn; — því var ráðist í að byggja' annan vita á Vatnsfelli. Er það hóll álika að gerð og Valahnúk- ur, nema hvað hanri er heill, þvi hann stendur inni í landi. Heill, er e. t. v. of mikig sagt, því þarna er helzt alt sprungið, og vitinn sá nýi hefir sprungið, þó hann sé hin ram- byggilegasta smíði. Hann er um 30 metra hár. Uppi undir ljóskeri er vitavarðarherbergi. Þar verður' að vera vörður alla stund meðan ljós er á vitanum. Má geta nærri að*það er eigi viðkunnanleg staða meðan jarðskjálftar eru mjög tíðir og regn skúrir, að kúldast þarna uppi í 30 metra háurn turninum, uppi á 40 metra háum hólnum, þegar turninn dinglar eins og “reyr af vindi skek- inn”. Eins og nærri má geta, er hið á- gætasta útsýni úr vitaiium inn yfir Reykjanesskaga og langt á haf út. Undir Vatnsfelli er vitavarðarbú- staðurinn. Þar er nú Olafur Sveins- son vitavörður. Hann var ekki heima er við komum þangað fjórir unt dag-- inn, Þjóðverjúar tveir, málarinn Wedepohl, Lubinski blaðamaðtlr, Ragnar Asgeirsson garðyrkjumaður og eg. Er við höfðum virt fyrir okkur það helzta, sém markvert er í um- hverfinu, komum við þangað heim og fengum hinar beztu viðtökur. — Mikið höfðu útlendingarnir undr ast öll þau náttúrufyrirbrigði, er fyrir augu vor bar; hefir Lubinski nýverið farið um Sahara, Tunjis, Algieri, Spán, Frakkland og víðar. — Aldrei kvaðst han nhafa komið á jafn- undraverðan stað og þenna. En eitt var undrunarefni hans enn, og það var að finna þarna úti í auðninni aðra eins framreiðslu við kaffiborðið og hjá konu vitavarðarins, og jafn skýran og frjálsmannlegan pilt og sonur vitavarðar var, 13 ára gamlan, er fylgdi okkur um nágrennið. Svona eru ekki unglingarnir í borgunum okkar á Þýzkalandi, sagði hann, enda fá þeir annað uppeldi en hér fæst í þessu mikilúðga umhverfi. Er við vorum að standa upp frá kaffiborðinu heyrðust alt í einu drunur miklar svo undir tók, og á vetfangi lék alt á reiðiskjálfi. Ut- lendingarnir skimuðu og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en við Ragnar þóttumst heimavanir og sögðum rétt sisona, að þetta væri ekki annað en jarðskjálfti, rétt eins og við hefðum/pantag hann sem síð- asta númer á skemtiskránni. Til allrar hamingju voru þeir ekki búnir að heyra um gjána hans Páls, annars hefðu þeir haldið, að nú hefði einhver dengt í hana grjóti þeim til skemtunar. V. St. Lesbók Morgunbl.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.