Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 5
WINNIPEG 6. OKTÓBER 1926 HEIMSKRINGLA 6. BLAÐSÍÐA. ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Cólfi, Bank of Hamilton VERÐ CÆÐI ÁNÆGJA. OÖinn, jaitúar—júní 192. Það er orðin íöst venja, að "Oð- inn komi út tvisvar á ári, 6 blöð í senn, í stað tólf sinnum, eins og upp haflega var ætlast til og tíðkaöist fyrstu árin. — I'etta er haganlegra aö visu fyrir útgefanda, en ýmsum þvkir biðin löng og vildu fá blaðiö oftar. Þetta hefti Öðins, sem að ofan er nefnt, hefst á grein um Emilc IValt- ers, íslenzkan málara í Vesturheimi, sem getið hefir sér mikla frægð á skömmum tíma. E. W. er fæddur i Winnipeg og hefir dvalist þar vestra alla æfi. Hann er Húnvetningur og Skagfirðingur að ætt. Faðir hans var Páll Valtýr Eiríksson frá Bakka 1 Viðvíkursveit, en sá Eiríkur var Ejarnason, Eiríkssonar prests að Staðarbakka í Miðfirði. — Móðir E.'W. er Björg Jónsdóttir frá Reykj um á Reykjaströnd, en móðir Bjarg- ar var ættuð frá Barkarstöðum : Húnavatnssýslu. — Greinina um E. W. hefir ritflð Th. S. Jackson. Er þar lýst æfiferli hans, erfiðleikum og þrautseigju að brjóta sér braut til þess iistaframa, er honum hefir nú hlotnast. Onnur greinin er eftir séra Fr. J. Rafnar, um Kristinn Daníelsson °S opinbera starfsemi hans. Er hún rituð af miklum hlýleik, svo sent verðugt er, því séra Kr. D. er og hefir verið einn hinn mesti mætis- maður. — Hjörtur Snorrason skóla- stjóri og alþingismaður, heitir næsta grein, rituð af séra Kr. D.. — Er þar gerð góð greín fyrir æfistarfi þessa mikla aforkumanns og sveitar- höfðingja. Séra Kr. D. ritar ennfremur minn- ingarorð um Magnús Jónsson Berg- mann i Fuglavík á Miðnesi. Magnús hefir verið mikill dugnaðarmaður og mjög við opinber mál riðinn þar syðra um langan aldur. — Þá kemur grein eftir Böðvar Magn usson á Laugarvatni: Fjórir merk- isbœndur og konur þcirra. Eru það þeir Björn G. Björnsson á Brekku i Biskupstungum, Gíslii GuSmundsson í Kjarnholtum, Geir Egilsson i Múia og Þorfinnur Þórarinsson á Spóa- stöðum. — Bændur þessir eru nú allir dánir og þóttu verið hafa dug- andi menn og merkir. Yngstur þeírra var Þorfinnur Lórarinsson, talinn mikill gáfumaður og stórhuga, en féll í valinn kornungur, aðeins þrí- tugur að aldri. Stofnendur frikirkjunnar í Reyð- arfirði, eftir ónafngreindan höfund. — Er þar sagt allgreinilega frá að- draganda þess, að fríkirkjuhreyfing- >n fékk þar byr undir vængi og get- ið helztu forvígisma,nna málsins. Mikið er um kveðskap í þessu hefti Öðins, eins og venja er til í því blaði, og 'ekki alt merkilegt. Þessir höfundar eiga rimað mál í blaðinu: Þorsteinn Þi Þorsteinsson (Frú Ing- unn Stefánsdóttir), Bjarni M. Jóns- son (Tvö kvæði), Fnjóskur (“Dá- inn, horfinn —”, “Ut vil ek”, Fall- j anda forað), Sigurjón Fríðjónssonj (Rínta af Helga kóngi Hálfdánar-j syni), Böðvar Guðjónsson frá Hnífs-j dal (Tunglskinsnótt við hafið) og Einar Sigtirðsson (Lausavisur). — Það kynni nú að orka tvímælis hjá lesendum öðins, hvort sumt af þess- unt kveðskap og öðrum, sem þar hefir birzt stundum, muni eiga sér- lega mikinn rétt á sér eða vera þess eölis, ai? vert sé að halda honum til haga. — Oðinn^ hefir oftsinnis flutt ágætan kveðskap, en því verður ekki neitað, að stundum hefir hann verið lítt vandfýsinn í þeim sökum. Mikill fjöldij mynda er t þessu blaði: Emile Walters málari; séra Kristinn Danielsson, Hjörtur Snorra- son alþm. og kona hans, frú Ragn- heiður Torfadóttir; Magnús J. Bergmann og Jóhanna Sigurðardótt- ir; Björn G. Bjöfnsson á Brekku og Jóhanna Björnsdóttir; Gisli Guð- mundsson í Kjarnholtum og Guðrún kona hans; Geir í Múla Egilsson og kopa hans Guðbjörg öddsdóttir; Þorfinnur Þórarinssop og kona hans Steirrunn Egilsdóttir; Hans Jakob Beck, hreppstjóri á Sómastöðum; Jónas Símonarson bóndi á Svinaskála; Eyjólfur Þorsteinsson á Stuðlum; Indriði Asmundsson i Seljateigi; Jón Stefánsson i Sómastaðagerði; Gísli Nikulásson í Bakkagerði; Bjarni Oddsson á Búðareyri og Bóas Bóas- son á Stuðlum. — Loks er nlynd af séra Friðrik Friörikssyni 19 vetra gömlum. Þá er komið að þeirri greininni i Oðni, sent mörgum mun þykja merki- legust, en það er æfisaga séra Frið- riks Friðrikssonar. — Eru í þessu blaði tveir kaflar: "Aðdragandi mentabrautarinnar” og “Latinuskól- inn” (upphaf). — Segir í fyrri kafl- anum frá erfiðleikum þeim, sem á því voru, að séra Friðrik gæti brot- ist áfram til skólalær'dóms, en síðari kaflinn ræðir um fyrsta ár hans í skóla. — Segir séra\Friðrik vel og skenitilega frá, er gamansamur í hófi og hispurslaus. — Mun æfisaga hans verða lesin með mikilli ánægju af fjölda manna, og vafalaust er það mikill fengur fyrir blaðið, að mega birta hana. Heldur hefir séra Friðrik Verið snauður að veraldargæðum, er hann kom til Reykjavíkut: hið fyrsta sfnn. — Hann tók sér fari á Sauðárkróki með “Thyru" gömlu, þurfti að bíða eftir skipinu og fór huldu höfði á ^meðan, því að frændur hans vild't ekki að hann færi. — Aleigan var 5 kr. í peningum, en Jóhannes sýslu- maður Olafsson gaf honurn 10 kr., og þótti hinum unga nianni það ekk- ert smáræði. -— Hann dvaldist hjá séra Tómasi Þorsteinssyni meðaa hann beið eftir skipinu. Og loks- ins kom það. Honum segist sjálfum frá á þessa leið; “Svo kom skipið. Það fór unt tnig hrollur, er það blés. Eg fann að eg var að ráðast i ofurefli. Eg fór urn borð og tók mér lestarpláss suð- ur. Við vorurn lengi á leiðinni, en mér leið ljómandi vel og var glaður i anda......” Næst segir hann svo frá komu sinni til Reykjavíkur. — Skipið kom i rökkri og honum fanst mikið til um Ijósadýrðina i höfuð- staðnum. — Fyrstu nóttina var hann á vegum Markúsar heitins Bjarna- sonar skólastjóra og konu hans, en daginn eftir byrjuðu örðugleikarnir. .... “Næsta morgun fór eg svo að skoða bæinn og ktrðuverk hans. Eg átti 61 eyri í buddunni. Það vaf alt sem eg átti i peningum. — Eg keypti mér eina bollu og pund af púður- sykri, og fór svo upp fyrir skóla- vörðu til þess að botða það. I eitt hús kom eg um daginn, Það var Þerneyjarhúsið í Kirkjustræfi. Þar bjó Gróa frá Þerney með dætrum sinum, systrum frú Ingibjargar, kontt séra Arna (frá Kálfatjörn). Þar fékk eg kafif með fínutn kökutn. — skoðaði kirkjugarðinn og dáðist a'ð blómaskrúði Itíins. Eg fann ntér þar góðan skjólstað milli tveggja leiða og þar var eg um nóttina. Vaknaði kl. o með hrolli og skjálfta og hljóp út á Mela ■ að hita mér. Svo reik- aði eg urn bæinn. þann dag frant að rökkri og kom hvergi inn......... Eg reikaði upp Austurstræti og inn í Lækjargötu. Þar gnæfði latínuskól- inn i allri sinni tign, endintark vana ntinna. ....” Frá Chicago Chicago 27 sept. 1926. Herfa ritstjóri! I von um að lesendum yðar þyki gaman að fá fréttir af löndum i Chicago, skrifa eg þessar línur, og þakka yður fyrirfram fyrir birting þeirra. ! “Visir”, félag Islendinga í Chi-1 cago, hélt ársfund sinn. föstudag-' inn 17. þ. m. Voru eftirfylgjandi kosnir í embætti fyrir líðandi starfs- ár: forseti J. S. Bjornson; vara-for-! seti Páll Halldórsson; skrifari J. J. j Samson og féhirðir G. Barnes. 11 framkvæmdanefnd voru valin : Mrs. I W. Paul, Mrs. Alex Benson, Arni ( Helgason, ÖIi Alfred og S. W. Guð- j mundsson. Arsgjald var hækkað og | ýntsu fleiru ráðstafað. ( | Sunnudaginn 12. þ. m. fór fram á “Soldiers Field”, hintt nýltkgða i feiknastóra “Stadium" hér í borg-í inni, hátiðarhald í minningu Leifs! Eiríkssonar. Var til þess stofnað af Norðmönnum, en Dönum, Finn- ttm, Svíttm, Þjóðverjunt og Islending um boðið að taka þátt í prógrammi dagsins. Flutti forseti Vísis þar stutta ræðtt; en i skrúðgöngu gengu Fjallkonan (Mrs. Paul) og tvær hirð njeyjar hennar (Miss Viola Barnes og Miss EHen Hannessoti), og Mr Al- fred Thorvaldson i gervi Leifs Ei- ríkssonar, við hlið “Miss Coluntbia”. Veður var kalt og þungbúið, og kont því miklu færra fólk en búist var við, en alt fór prýðisvel fram. Að. alræðumaður dagsins van , prófessor Julius Olson, frá ríkisháskólarium t Wisconsin. Félagslif nteðal hinna fáu og dreifðu landa í Chicago hefir verið fjörugt í suntar. Laugardaginn *14. ágúst var þeim hjónum Mr. og Mrs. S. J. Storm haltíið myndarlegt “sur- prise party”. Höfðu þau nýlega flutt í hús, sem þau keyptu í May- tvood. Gáfu gestirnir þeim ntynd- arlegt púlt og stól. Tveir aðrir land ar hafa keypt heimili í þessu þorpi (áfast við Chicago), þeir Mr. Guðni Mýrdal og Mr. T. Thorkelsson. Þrjár giftingar hafa farið fram á meðai landa í sumar. Mr. Björgvin S. Johnson og Miss Grace Thorlakson, Mr. J. J. Samson og Miss Vera Ger- trude Crantrn (frá Winnipeg, og Mr. Leó Sigurðsson og Miss Nanna Kristjánsson, dóttir séra Alberts Kristjánssonar, Lundar, Manitoba. Vísir heldur fundi fyrsta föstu- dagskvöld í mánuði hverjunt. Bjóð- um vér hjartanlega velkominn hvern þann landa utan að, er kynni að vera staddur i Chicago, þegar fúndir eru haldnir. Vlrðingarfylst, J. S. Björnsson. Helgi Johnson, B. Sc. Frá Islandi. Isafirði 1. sept. Síldveiðin. — Saltað hér siðustu viku 1196 tunnur, kryddað i 109. Rekneta,veiðin hefir yfirléitt verið hér í meðallagi í sumar, en ógæftirn- ar hafa hamlað. Þrjú ný tilfelli af taugaveiki, en væg. Engar þorskveiðar. Sífeldir Öþurkar. V. Yiss merki um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvagsteir^ar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, met5 því a?5 deyfa og græt5a sjúka pa.rta. — 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 131 Mr. Helgi Johnson, B. Sc.., sent starfað hefir að rannsóknunt lithium jarðlaga, hér í Manitoba í sumar, á- samt Mr. C. H. Stockwell, B. Sc., frá Wisconsin háskólanunt, kom hingað til bæjarins rétt fyrir helgina. Við- staðan verður þó ekki löng, því síð- ari hluta þessarar viku fer hann. til Toronto. Hefir hann, í viðurkenning arskyni fyrir námsdugnað, hlotið þar stöðu, sem aðstoðarkennari í þeirri grein jarðfræðinnar, er forndýraleifa- fræði (palæontology) nefnist. Verð- ur hann þar aðstoðarmaður Dr. Parks, , sem er höfuðsmaiður jarð- fræðisdeildar Toronto háskólans. En um leið og hann verður þarna að- stoðarmaður Dr. Parks, þá heldur Helgi áfram nárni sínu. I sambandi við það mun hann á surarum halda á- fram jarðfræðisrannsóknum, qg er þvi ekki vist að kunningjar hans hér í Winnipeg, fái svo bráðlega að sjá framan í hann aftur. Helgi er, eins og hér hefir áður verið á minst, sonur skáldhjónanna Gísla Jónssonar frá Hareksstöðum á Jökuídal og Guðrúnar Finns- dóttur frá Geirólfsstöðum í Skrið- dal. Hann er drengur hinn bezti, sent hann á kyn til, og vinsæll af fé- lögum sinum. Arnar Heiinskringla honum allrar hamingju í bráð og lengd. Akureyri 30 ágúst. I óveðrinu og vatnavöxtunum sið- astliðinn þriðjudag urðu heyskaðar víða og flæðiengi eyðilögðust. I hólmunum innan Akureyrar flutu út 400 hestar af heyi, en i Svarfaðardal sópaði Svarfaðardalsá burtu urn 700 hestum. • I Húnavatnssýslu urðu einnig talsverðir skaðar. Akureyri 6. sept. Síldveiðin. — Síðustu -viku í Ak- ureyrarumdænti: 448 tunnur saltsild, en 137 tunnur kryddsíld. Eitt skip kom i gær með 300 tunnur. Flest herpinótaskip eru að hætta veiTIum. Reknetaskipin halda áfrant fyrst unt sinn. Rúmið leyfir ekki að fleira sé til tint, en ntenn ættu að útvega sér “Öðin” og lesa þessa æfisögukafla. Það borgar sig. (Vísir.) Sjúkrahúsið í Hafnar- firði Sjúkrahús kaþólskra í Hafnarfirði var vígt kl. 4 i gær (5. sept.) að við- j stöddu miklu fjölmenni. — Boðs- gestir voru ntargir. Komu þeir kl. i 3 og skoðuðu húsið, áður en vigsltt- | athöfriin hófst. — Præfekt Meulen- ; berg hélt aðalræðuna og vígði sjúkra I húsið að kaþólskum sið, en auk hans ^ | tóku til máls þeir Magnús bæjarfó- j i geti Jónsson, er þakkaði kaþólskunt i í nafni bæjarins fyrir líknarstarf- i senti þeirra, og Guðntundur land- dæknir Björnson. Mintist hann eink- j um Landakotsspitalans, sent nú er 124 ára gamall. Sagði sem satt er, | að hann hefði að nokkru kontið í ' stað landsspítala til þessa dags, og unnið ómetanlegt gagn. Taldist hon- um svo til, að tala sjúklinga þeirra, er spitalavistar hefðu notið í Landa- koti frá upphafi, væri nú orðin á 15. i þúsundi. Hermálastjórnin danska sendi sjúkrahú^inu islenzkan fána að i gjöf, og drógu, skipverjar fánann að húni, en foringi varðskipsins danska i mælti áður nokkur orð og afhenti j gjöfina. Að vigsluathöfn lokinni bauð præ- fekt Meulenbarg öllum almenningi að skoða sjúkrahúsið. Fyrsti' sjúklingurinn mun hafa verið fluttur á sjúkrahúsið t gær. Er það barn, 12 ára gamalt, sem ár- um saman hefir notið ókeypis sjúkra hússvistar á Landakoti. * * ¥ Sjúkrahúsið er bygt úr steinsteypu, vandað mjög aö frágangi og búið öllum nýtízku þægindum. — Það stendur á svonefndunt Austurhamri í Jófríðar- (Öfriðar) -staðalandi, og ber hátt yfir bæinn. Gert er ráð fyr ir að sjúklingar geti verið alt að 45 samtimis og er því líklegt að spítal- inn fullnægi lengi þörfum Hafnfirð- inga og næstti bygðarlaga. Aðalhúsið er 26x10^2 metrar, en auk þess er kapella, IOL2X6JÍ metrar, líkskurðarhús, líkhús óg geymsluhús. — Byrjað var á verkinu í maí 1925, og er því nú lokið að niestu. Teikningarnar hefir gert húsameist ari ríkisins, Guðjón Samúelsson. Hann hefir og haft aðalumsjón með verk- inu. — Asgeir Stefánsson og félag- ar hans tóku að sér bygginguna og hefir farist það vel úr hendi. Þeir reistu áður sjúkrahúsið á Isafirði. — Miðstöð og öll hitunartæki eru frá Helga Magnússyni & Co., en Júlíus Björnsson hefir lagt til rafleiðslur allar og sett þær upp, undir eftirliti Guðnt. J. Hlíðdals verkfræðings. — Þvottavélar o. fl. er frá h.f. Völund í Kaupmannahöfn. ¥ ¥ * Aðalhúsið er kjallari, tvær hæðir og lofthæð. I kjallara er Röntgensstofa, ljós- lækningastofa, eldhús, þvottahús, straustofa, borðstofa hjúkrunar- kvenna (systra) og þjónustukvenna, og geymslurúni. A fyrstu hæð er dggstofa hjúkrun- arkvenna, herbergi forstöðukonu, sjúkrastofur. baðherbergi og fleira. A anari hæð eru aðallega sjúkra- stofur, en auk þess skurðarstofa, herbergi fyrir dauðhreinsun o. fl. A lofthæðinni eru nokkrar sjúkra- stofnr. Þar eru og svefnherbergi h j úkrunarkvenna. Húsið kostar um 265 þúsund kr., auk húsgagna.. En nokkuð er enn ógert og verður því * kostnaðurinn meiri, er öllu verkinu er lokið. (Vísir.) Rvík 7. sept. Jón Lcifs og Anna Leifs fara héð- an alfarin með Lyru á fimtudaginn. Frúin hefir vegna skorts á boðlegu hljómleika-hljóðfæri horfið frá því að halda hér kveðjuhljómleika i þetta sinn. Þau hjónin hafa verið beðin að halda islenzkt- víðvarps-kvöld í ýmsum borgum, aðaþega á Þýzka- landi. I Svíþjóð hefir Jón Leifs verið beðinn a ðmæla á íslensku við slíkt tækifæri. Þann 11. marz í vetur verður hin þriþætta hljómkviða op. 1. eftir Jón Leifs leikin i bæjarhljóm leikunum í Böchum i Rínarlöndun- um. Hinn alkunni stjórnanMi, aðal- hljómsveitarstjóri próf. Reichwein frá Wien, stjórnár hljómsveitinni, en á sömu hljómleikum verða aðeins leikin verk eftir þýzka meistara seinni tíma. (Vísir.) Frá Vestmannacyjum er skrifað: “Hvalir hafa sést hér við eyjarnar öðruhvoru í suntar, mest nýlega, miklu nteira en tiðikast hefir nú lengi. Líkast þvi sent var fyrir 30 árum og þar áður, segja fullorðnir menn. Þeir fóru hér riærri landi, og voru af ýmsu kyni. Sjómaður sagði ntér, að hann hefði séð 3 tégundir einn daginn. iMenn telja ekki hnýsur og aðra smáhvali með hvölum hér: það verða að vera “stórlaxar” ti! að fá hina virðulegu nafnbót. — Af'a- laust hér sent stendur. — Fýlaferðir standa vfir”. Hveiliscmlagið Kornhlöður í Manitoba og Samlagið. Samningar hafa'nú tekist milli korn- dtlöðueigendanna : Manitoba og Sam- lagsins um hödlun á þessa árs upp- skeru. Allar kornhlöður í Manitoba koma undir þessa sanminga, og verður korn höndlað þetta ár undir sörnu skilyrð- unt og í fýrra, og'bændur ge\a feng- ið hvort þeir heldur æskja, geymslu eða peningaskírteini, og afhent korn i smáum eða stórum stíl. Kornhlóður Samlagsins. sctja ný met. ......... Kornhlöður Samlagsins í Saskatche- wan hafa til fyrsta þessa mánaðar höndlað yfir tuttugu miljón mæla af hveiti, þrátt fyrir óhagstæða veðr- áttu. Einn daginn í fyrri viku höndl uðu þær nærri hálfa aðra rniljón. Santlagið í Saskatchewan hefir nú 575 korn.hlöður starfandi, og er ráð- gert að byggja 30 í viðbót. Byrjaö er þegar á sex af þeim. Mcðlimatala fjölgar sífclt. Skýrsla gefin út af Saskatchewan Samlaginu, dagsett 24. sept., sýnir að 4978 nýir hveitisamningar, sem ná yfir 670,164 ekrur, hafa verið und- irskrifáðir siðan 11. júní; verður því meðlimafjöldi al!s 77,547, og samn- ingsbundinn ekrufjöldi yfir ttu milj- ónir. Á sama tímabili voru 1449 samning ar yfir aðrar korntegundir undir- skrifaðir, og verður því meðlima- fjöldi þess samlags 37,052, og ekru- fjöldi yfir 2,600,000. Lesendunt Heiíttskringlu stendur ti! boða, að senda fyrirspttrnir unt Sam- lagið til blaðsins; og verður þeitn þá svarað í þessunt dálk. Pcrgið Heimskringlu AUKALESTIR -------TIL HAFNA f SAMBANDI VIÐ--------- SIGLINCAR TIL EVROPU SÉRSTAKIR SVEFNVÁGNAR F.n VA N00UVER,EDM0NT0N, CALGARY, SASKATOON, REGINA veríín fostlr vlft mikalositir til hat'nar.statSa f sam- bamli vl* «kf t irf > Ik ja n<li jólafortfir Nki|innna: FVR8TA LEST frft Winnipoir 10 f. h. 23. nftvombor til Montroal, na*r N«niban«li vib o*m. ‘♦Athonia” 25. ndvember, til Klolfa*t, Livorpool og (ílasiíoiv. ö\Xl R LEST frfi \Vlnnipo«: 10 f. h. 25. nðvombor til Quoboo imoö nyrbri brantinnil nior Mfimbandi vi'ft o»m. ••Keísina" 27. nóv., til llolfnat,' (ilasKon, Llvorpool. ÞRIÐJA I.KST frft WlnnipoK 4,30 o,h. 2. ilosombor, til Halifax, nær Kamhamli vi’ö o»s. “PonnlandM 6. deNombor, tll Plymouth, Chor- bourx, Antvvorpon. FJÓ6II "*A I.KST frft WinnlpoB 10 f.h. O. doNombor, til llnllfnx, nior snmbnndi vib o*m. 44LotitinM 12. iloMombor til ItolfaMt, Llvorpool, GlaMgoiv. FIMTA I.KST frft Winnipojr 4,30 o.h. O. «Iom., tll Halifax, nner snm- bamli vIÖ om. 44Baltio” 13. «1om. til UuoonMtown, Llvorpool. SJÖTTA I.KST frft Winnipepr 10 f.h. 10. doMomber, til Hallfax, mor sambnndi vifS o.m. “Antonia” 13. desember, tll Pljmouth, ( herbours, London. SÉRSTAKIR TOURIST SVEFNVAGNAR. veráa seuflir (ef næftir far|»e»:ar> frfi VANCOVVER, EDMOM’OJi, CALGARY, SASKATOON, REGINA I naniliandi viO HÍltllnRar E.s. “STOCKHOLM” frá Halifax 5. desember, til Göteborg. E.s. “ESTONIA” frá Halifax 9. des. til Kaupmannahafnar. E.s. “FREDERIK VIII” frá Halifax 10. desember, til Kristianssand, Osló, Kaupmannahafnar. Alllr umbatÍHncnn Canadlan Xutlonal Rnllvvayn niiinn ffisleaa aefn \ yHur ii |M»iVslnun r, ebn skriflb til W. J. (II IYI.AN, Illstrlet Pnssnntser Aeent, AVInnlite*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.