Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.10.1926, Blaðsíða 7
WINNIPEG 6. OKTÓBER 1926 HEIMSKRINGLA 7.BLAÐSIÐA. * Munnmæli (Þýtt.) I skógarlundi svása sjón eg sá vi'ð tærann hyl. Þar litlar öldur léku sér svo ljúft vi'ð skuggaþil. I feluleik frá ljósi dags þær léttan. stigu dans. Og burknahrísla iðgræn ein þar óx i skjóli hans. Svo fögur með sinn kögur-krans, svo kvik, en veikbygð þó; og litfríðum á limið grænt þar lindarbjarma sló. A þetta fagra furðuverk oft 'féllu daggartár. Það kögurblóm i kyrrum þey var kallað Meyjarhár. Að margra alda sögúsögn, í Suðurríkjtlm bjó rauðra manna ílokka fjöld, sem íann. þar kyrð og ró. Þá hvitra manna kænskubrögð ei kre|)tu hugarþor. Þá fegri sjón ei sáu þeir en sóiskin, skóg cg vor. Þeir áttu ntarga t nga mey; þó ein af hinum bar. Svo bj^rteyg, fu’l með fjörvog lí hún fegurst allra var. Með tiginboritm tignarsvip sem tágarviðja ‘ún stóð. I æðum hennar ddheitt sauð þó Indiíánablóð. Svo hreimblið röddin himindjörf, sem heiðarfugla kvak; í hljómasveiflum sálin ung drakk sælu andartak. Og Morgunsól var rnærin nefnd; þeim mætti trúnað gaf, er hennar kynflokk þeyrði til, sem hún var laufið af. Seinna af hvítum kynþætti hún kyntist ungum hal. En óforsjáll hann mætti mey í myrkum skógardal. Þá æskutrúnað einföldum hún út í bláinn sló, því ást er löngum óhlýðin. Hún unni, söng og hló. Oft hún þoldi ertni og spott um andlitsfölan svein. Sagði ei hót, ‘ún vissi vel að var hans elska hrein. Þeir mæltu: Eftir mána þrjá hann mun þér hafa gleymt. En dáðríkt traustið drósin fékk í dyggu hjarta geymt. Rauðskinns heiftarhugur brann. Einn höfðingi það var, cina þrá sem átti sér; hann ást til meyjar bar. Sá foringi úr frænda hóp i fylgsni dulinn heið, hvar elskendurnir mundu mót og mæltu svarinn. eið. Oður spenti’ ‘ann ör á streng, sem út úr leyni smó; en tryliings höndiri misti mark, svo mærin féll og dó. Sem steini lostinn stundarbil einn stóð þar elskhuginn, sem sviftur væri sjón og heyrn, við svörðinn rótgróinn. Því örin honum ætluð var, en ekki mey^arbarm. Af fossabergi fleygði sér, svo flúið gæti harm. Lá mætti honum Morgunsól * nnmarbliðum heim, hvar enginn henni aftrað gat1 að elska hvítan svein. har sem að fjólan fellir tár . við fölbleikt mánaskin, Einn litill vafnjngsviður grær °g vex undir kyrrum hlyn; ‘ ví meyjunnar var saknað sárt, öh sveitin feldi tár, en l,PP af þeirri þöglu gröf, ve-x þetta Meyjarhár. Yndö. —----------x----------- Hillingar Eg vaknaði af svefnmyrkri hugar og hels, þá hrifu mig töfrandi friðblíðir hljómar. Þar blikuðu undur hins alstirnda hvels, þó ögruðu kyrðinni dulrænir ómar. Og horfin öll dimma var urðar og els, við eyra mér drundu ei raddirnar tómar. Eg teygaði hljómbrot af almættis ást, við ■ andvarans hlýju mér svalaði — létti. Hvergi neinn skýflóki um himin- hvolf sást. Mér hljómdísin angandi blómsveiga rétti. . Og glottandi mánanum myrkhulan brást, ' því miðnætur-dagsskin lék fossi og kletti. Kvöldblikin slóeru þar lífraddað lag á ljósbylgju gullhörpu titrandi strengi. Þau skráðu í hillingum hugljúfan brag. I huga eg reikaði á dígrænu engi.. Að laöa á tónstig hvern líðandi dag, mér ljúft fanst að óska, £>að starfað eg fengi. Eg g'et ekki sungið um ástina óð, orðin mig skortir, því hámarki að lýsa. Af dýrð þeirri hugur minn drekkur sinn móð, Sem dreyri guðs lífæðar úthöfin. rísa. Seiðir mig leiðsla á þá sólbjörtu slóð, sál mína’ í dvala skal fjarlægðin hýsa. Yndó. Tollar Verndartollar «ru siðferðislega rangir, og það sem er siðferöislega rangt, getur heldur' ekki verið sparn áðarlega rétt, því vegur siðferðis og sparsemis er samhliða rétt, því að hvorttveggja styrkir hvað annað. Verndartollur er bjarg, sem lokar veg inn fyrir réttlátum, sameiginlegum sambandsviðskiftum allra þjóða. — Hann er styrktarafl til misskilnings milli þjóðanna og flokkaskiftinga og erja fjárdráttarsambanda og beinlin- is orsök til stríðs og allskdnar óeirða. Með öðrum orðum, hann gerir tvistr un á þjóðlífsheildar styrktarmágn- inu, og gerir vörusmyglua og áriðl- un lagaréttinda (Jóms'tóla, og kemur harðast niður á framleiðanda og fá- tækum verkalýð. Verndartollur er þjóðlífskúgun undir séreignarrétt- indaþjóðlaga fyrirkoniulagi. — Þjóð- arnir hafa verið gerðar blindar fyrir sinni eigin, velferð undir þéss kon- ar gömlu stjórnarráðsfyrirkomulagi. S. V. Esperantó þ'ngið (Frh. frá 3. bls.) En sú söngskemtun, sem mest yar og merkust, að dómi söngfróðra manna, var haldin á miðvikudags- kvöldið, þar sent heitir Central Hall. Þar söng Orfeus-kór Glasgowborg- ar, og ér hann talinn bezti söngflokk- ur á Skotlandi, og enda á öllu Bret- landi. Söng hann marga fegurstu söngva Skota, á skozku. En til þess að áheyrendur nytu 'söngsins sem bezt, þá voru öll kvæðin prentuð á frummálinu á skemtiskránni cig þýðingar þeirra á Esperantó (í ó- hundnu máli) samhliða. Sérhver fundarmaður fékk skemtiskrá ókeyp- is, og hefir hún mikið bókmentalegt gildi. Meira en fjörutíu manns eru í söng flokki' þessum. Ekkert fé vildu þeir þiggja fyrir starf sitt eða ferðalag alfa leið frá Glasgow, og sýndu þeir með því álit sitt og hug til Esperantó hreyfingarinnar. Skctntifcrcfir. — Fimtudeginum 5. ágúst var öllum varið til ferðalags, og niunu flestir eða allir fundarmenn hafa tekið þátt t þeirri för. Var fyrst fariö með járnbrautarlest þvert yfir Skotland, alla leið að Clvde-firði. — Þar var stigið á skip, og farið á því alllanga leið umhverfis eyju þá, er Bute heitir. Landslag er þar fagurt mjög og einkennilegt: fult af fjörð- um og eyjasundum, þröngum mjög, en ákaflega djúpum, og er strönd- in oft snarbrött; en ekki eru þar há fjöll nein. En i hlíðunum skiftast á ræktuð svæði: akrar og engi, og lyngheiðar eða smáskógar. Þarf ekki að taka það fram, að þegar ferðast er um slík lönd, þar sem allir eru eins og þeir væru vinir alt frá barn- æsku, að þá skilur ferðin eftir í hug anum eina af þeint endurntinningum, sem aldrei fellur skuggi á. Yms^r smærri skemtiferðir voru farnar meðan á þinginu stóð, en ekki tóku allir þátt i þeirn. Minn.isstæðast- ar eru mér ferðirnar i Dýragarðinn, því þar er margt að sjá fyrir Is- lending,’ sem aldrei hefir áður farið neit úr landi sínu, og til Portobello. J'að er baðstaður og tilheyrjr Edin- borg, en stendur nokkru utar við fjörðinn. Kom það sér vel fvrir okk ur útlendingana sem langaoi til að litast um i borginni, að við ^átum ferðast ókeypis Vneð spoilvöngum borgarinnar1 meðan á þinginu stóð, ef 1 við aðeins sýndum þingmerkið. — H^fði þingnefndin samið svo um við sporvagnafélagið, eða það helzta þeirra, séu þau fleiri en eitt. Ennfremur var skroppið með eim- lest til Forthbrúarinnar, og.er ekki ofsögum sagt af þvi mannvirki. 50 þúsund smálestir af stáli fóru i hana og var allur kostnaðurinn við að koma henni á nálægt 31/2 miljón ster- lingspunda. En hún styttir stórum járréyrautarferðir frá Edinbctrg og norður í land. Er hún aðeins ætluð járnbrautum, og engin önnur umferð um hana leyfileg. Líða og sjaldan margar minútur á milli þess, að lestir þjóti vfir brúna. Dagana eftir þingið voru farnar ýmsar skemtiferðir, en merkastar vou tvær: til Trossachs og Dundee. Trossachs er inni i miðju landi, og er ákaflega skemtilegt að þjóta þar um í góðu veðri og ágætri bifreið. Vegurinn bugðar sig um skógana, og ná trén váða saman ^fir höfðum manða. Vötn eru þar mörg og flest djúp, en viða snarbrattar klettahæðir á milli; en alt er þar skógum vaxið. Eru það þeir, sem mest prýða landið. Víða á leiðinni eru þó búgarðar eði borgir, eins og nærri má geta. Marg ir merkir ^ögustaðir eru á þessari leið, t. d. BannQckburn, þar sem Ro- bert konungur Bruce vann frægan sigur á Englendingum árið 1314. Er herhvöt hans til manna sinna áður en orustan byrjaði.'ódauðleg gerð með kvæði Burns: “Scots, wha ha’e wi’ Wallace bled’’. , Það er enn þann dag i dag þjóðsöngur Skota. Fáni blaktir nú jafnan vfir völlunum, þar sem merki konungs stóð i orustu- byrjun. Loch Katrine (Katrinar vatn) er og merkilegt mjög fyrir allra hluta sakir. Þar er náttúrufegurð 'mikil. Þar er sögustaður forn, og þar gerist að mestu leyti' eitt af frægustu sögu- ljóðum Walters Scotts: “The Ladv of the Lake” (það útlegst- “Vatna- frúin” eða “stúlkan í vatninu”), og er nú þýðing mín í svipuðum stíl Qg þýðingar Lassons höfuðsmanns hjá Topeliusi. Kvæði þetta hefir því miður ekki verið þýtt á íslenzku enn þá svo eg viti. • Enn er eitt merkilegt við Katrínar- vatn: Glasgów fær þaðan sitt dag- lega vatn, og er leiðslan stórfeld. — Þegar eg kom að Katrínarvaíni, var vatnið heldur lágt í því, eins og oft er i sumarþurkum, og sagði félagi minn, maður úr Edinborg, að þeir. Glasgowbúar' myndu þorstlátir núna í hitar|um.' Dundee er nokkru norðar en Edin- borg. Þar eru verksmiðjur miklar, óg er einkum unnið efni það, er jmt nefnist, og er svipað hampi. tJr þvi eru gerðir ýmsir dúkar, og ennírem- tir snæri það, er íslenzkir sjómenn kalla “trollgarn”. Var esperantist- um sýnt þetta alt og annað það, sem markvert er í borginni og skýrt vel frá öllu. Var för þessi bæði fróðleg og skemtilegt. Auðvitað tóku ekki nema sumir fundarmenn þátt í íþessum tveimur ferðum. Nokkrir fóru eitthvað ann- að, en aðrir voru lagðir af stað héím ,til sin, þvi timi og fé var takmarliáð, eins og gengur. Dansskemtun. — A föstudagskvöld ið var haldin dansskemtun állmikil i í Palais de Dance (Danshöllinni). — Voru þar dansaðir ýmsir skozkir- hringdansar, auk hinna svonefndu evrópisku dansa, sem allir þekkja, Margir voru klæddir þjóðbúningum sinum við þetta tækifæri, og voru þeir með margvislegu sniði. Kona nokkur, há og þrekvaxin, og ljós á hár, vakti eftirtekt mína, því mér þótti búningur hennar og útlit alt minna á Skandinavíu. Gaf eg mig á tal við hana, og kom þá upp úr kaf- inu að hún var, Svissnesk. Eg varð hálíhissa. Nokkru siðar spurði eg kunningja minn einn frá Noregi, hvort honum sýndist ekki búningur konu þessarar líkur norskum dala- búningi. “Ojú,” sagði Norðmaður- inn, "en hann er þó líkari sænskum búningi”. Þótti okkur þetta porræna útlit konunnar allmerkilegt. Engan búning sá eg þar, sem likuY væri hinum islenzka. Þó bar kona ein >skozk, nokkurskonar lágfald á höfði; en hann éar blár. FyrirlestraK — Nú má enginn halda, að fundarmenn hafi eytt öllum tíma sínum við tómar skemtanir. Þáð var síður en svo. Voru haldnar margai samkomur fyrir vísa flokka manna, svo sem fyrir lækna, kenn- ara, fríhyggjumenn, friðarvini o. s. frv. Fundir þessir voru að ýmsu ley- ti merkilegir. Ekki síður merkilegir frá sjónarmiði almennings voru fyrirlestrar þeir, er fluttir voru af frægum mönnum úr ýmsum löndum Alls voru fluttir um 20 fyrirlestrar. Voru sumir þeirra vísindalegs efnis, en aðrir alþýðlegir. Nefna má fyrir- lestra þá, er Andreo Cee (tshe), ábó- ti úr Rúmeníu, hjelt um það, hvern- ig væri best að kenna Esperantó, og einnig 6 fyrirlestra um þjóðkvæði sex clikra þjóéa (Frakka, Gyðinga, Katalúníumanna, Pólverja, Spánverja og Þjóðverja), fluttir af samlendum mönnum. Einna beztur var fyrirlestur Dr. Olsvangers úr London um þjóð- kvæði Gyðinga og sagði forseti þing- sins, Page,, svo seinna á fundi í Es- perantófjelagi Edinborgar, að sá fvr- irlestur væri einhver hinn allra besti, er han hefði heyrt um þessi efni. Er og Olsvanger ræðumaður góður. Hann er sjálfur Gyðingur. fyrirlestur dr. Bennemanns úr Lei- pzig var og skemtilegur. Hafði hann sjer t,il aðstoðar fjögurra manna söng flokk, er söng ýms þýsk kvæði. Söng flokkur þessi hafði kvoldið aður sun- gið sömu lögin til útvarps. Hann var skotskur, og dáðust menn að hve han söng þýsku lögin af miklum skil- ningi. Fyrirlestrar þessir verða vonandi prentaðir, og mætti þá velvera, að einkverjum þeirra yrði snarað á íslenzka tungu, þvi þeir eru þess maklegir. Þingslit. Þinginu var hátiðlega slitið laust fyrir hádegi á laugardag- inn 7. águst, Bæði þann dag og eins tvo þá næstu, kvöddu menn þingvini sina flesta Var það ekkert skemtilegt verk, og sáust enda vot augu við skilnaðinn. En það einkendi fund þennan, að menn voru bjartsymr og vonsterkir, enda voru seinustu orðin venjulega: „við sjámust aftur Ein kunningjakona min, ensk, sagði það um leið og við kvöddumst, að við esperantistar hittumst þó altaf á himnum, því þá yrði víst fáment í ríki útvaldra, ef enginn sæist þar með grænu stjörnuna. Við bjuggumst enda helzt við, að Esperantó yrði notað þer sem allsherjarmál. Hún sagðist líka hreint ekki vilja vera i himnaríki, ef engin „skoðanasystkini — yrðu þar. Töluðum við svo um að halda endalaust Esperantó-þing i öð- ru lífi, og komumst öll á loft við þá tilhugsun, rétt eins og krakkar. BlöSiti. — Meginþorri blaðanna einkum i Edinborg en þó eitinig við- ar, flutti frásögn um þingið, og enda oft rnyndir. Mæltu þau öll hlýjum orðum í garð Esperantistahreýfingar- innar. Blað jafnaðarmanna, Daily Herald, mun hafa staðið þar einna fremst í flokki. Það flutti enda kveðjuskeyti til þingsins á Esperantó. Hefir það og jafnan verið hreyfing- unni hliðholtl A hún. fylgi mikið nteðal allra sannra jafnaðarmanna eins og eðlilegt er, en afleiðingarnar af því verða aftur frelsi, bróðerni og jafnrétti, eins fyrir veika og sterka Þetta er sú heilaga hugsjón, sem þegar hefir sýnt það, aö hún getur ekki .dáið. Gcstrisni. — Það er oft sagt um Skota að þeír sjeu menn ekki örlátir og heldur þurrir í viðmóti við ókunn- ir héldu að Island lyti Dönum, en aðfir héldu það helzt hluta úr Sví- þjóðu. Var eg oft spurður að því, hvaða ntál við Islendingar töluðum, hvort það væri danska eða þá sænska. Reyndi eg að gera mönnum það sem bezt skiljanlegt, að við Islendingar værum sérstök þjóð, en hvorki Dan- ir né Svíar, n.é heldur Éskimóar. — Varð eg þess og ekki var, að neinir esperantistar héldu okkur Eskimóa, enda máttu þeir vel sjá það, að við Þórbergur vorum ekki af þeim kyn- þætti; ýmsir tóku ntig t. d. fyrir Skota, af því eg var oft í flokki þár- uga. En við Esperantistar höfum aðra sögu að segja. Hvarvetna var okkur tekið opnum örmum.Það var greitt fyrir okkur á allan niögulegan hátt ; okkur var fylgt frani og aftur um borgina endurgjaldslaust; og okkur var enda boöið heim í einkahús. — Reyndar vo.ru það esperantistar, er þetta gerðu, en mér er sama. Á fundi í Esperantófélagi Edinborgar, nokkr- um dögum eftir þingið, sagði eg frá því auknefm er nokkrar vinstúlkur minar enskar gáfu mér; þær kölluðu mig Mr. Iceman eða s-ro Glaciulo. Það er á íslenzku hr. Jökull. En eg fullvissaði áheyrendur mína um þaö, j lendra manna. En otsðk var til að ef hjarta mitt hefði verið úr ísi I þess, að eg nefndi Eskimóa, sú, er gert, þá væri það fyrir löngu bráðn- nú skal greina: Dag einn að þingi að í hlýju Edinborgarbúa og annara loknu var eg að skoða Konungssafn- skoðanasystkina. _ ' ið (The Royal Museum) í Edinborg. Og til þess að sýna það, að gest- ! Er þar margt merkilegt að sjá, bæði risnin virðist vera allrík í þjóðareðli úr Skotlandi sjálfu og eins frá öðr- Skota, get eg sagt frá þvi, að einn um Iöndum hvarvetna utn heitn. Ekki dag ætlaði eg og Páll vinur mfnn frá gat eg fuiidið þar neitt frá Islandi Ungverjalandi að ganga upp á hæð nema fáeina trémuni (kassa. aska o. þá, er áður var nefnd, Arthur’s Seat. ^ fl. þ. h.), lýsiskolu og öngulssökkur Hún er nálega 250 metra há, og er j úr steini. Spurði eg því einn af um- þaðan hið bezta útsýni í allar áttir. j sjónarmönnum safnsins, hvort þar Fróðir menn segja aö hæð þessi sé . væri ekkert fleira frá Islandi. Hann gamalt eldfjall, er. eigi hafi hún gosið hélt'helzt ekki; en þegar eg let á síðan. fvrir ísöld. Kastalahæðin kvað mér heyra, að þetta væri nokkuð lit- lika vera gamalt eldfjall. j ið, þá gat hanri þess, að hér væri eitt- En nú er að vikja til sÖgunnar þar j hvað af munum og búningi Eskimóa. sem við Páll leggjum á brekkuna, og j Eg kvað það nú nokkuð annað, og íörum hvatlega, því að við höfum 1 gat þess, svo sem til skýringar á nauman tíma, þar sem við ætlum að j grenslan minni eftir íslenzkum mun- hlvða á fyrirlestur hjá Cee ábóta, en ' um, að eg væri sjálfur Islendingur. hann á að býrja eftir skamma stund. Annars er skylt að geta þess, að En eigi höfum við farið langt, er við , ntargir esperantistar höfðu furðu komum auga á skozka fjölskyldu, | glöggar hu^myndir um Island og Is- ekki esperantista, er situr þar rétt | lendinga. Man. eg sérstaklega eftir fvrir utan götunn. Brekkan bak’ við ' Þjóðverja nokkrum, enda hafði hann er falleg, og hvílir svo yndislegur j oft átt tal við dr. Karl Kuchler pró- blær yfir öllu þarna, að eg bað um ! fessor um þau efni. leyfi að taka nivnd af hópnum. Er | Margs höfðu menn að spyrja héð- það auðsótt. Eg tek á þeirri ensku-; an. Var surnt alvarlegt, t. d. utn þekkingu, sem til er, og get þess aö I veðurfar, jarðargróður, menningu og eg sé Islendingur, en félagi minn séi lifnaðarhætti; ert, annað var hálfgert sá frægi hjólreiðamaður frá Ung-j gaman, eins og t. d. þegar GTasgow- j-erjalandi, er blöðin hafi sagt frá þá búi einn vatt sér að mér og spyr, nokkru áður. Er svo að sja sem Skotunum þyki allmerkilegt að hitta okkur. Við vorum líka allfrægir meðal fundarmanna: eg vegna þjóð- ernis ntíns, en* Páll vegna eigin af- reka. Eg var þó ekki eini Islending- urinn á fundinum; Þórbergur rit- höfundur Þórðarsorr var þar einnig. En þetta er útúrdúr. Þegar eg hafði lokið myndtökunni, þá tók’ einn af Skotunum mynd af okkur, og buðu þeir okkur svo að drekka te með sér og þáðunt við það. Samtal var að vísu ekki liðugt, því eg var þunnur í málinu, ert Páll haíði aldrei lagt stund á ensku. Þó var þetta ánægju- leg stund, en ekki varð hún löng, því við Páll þurftum að snúa aftur til borgarinnar vegna fyrirlestursins, og. ifórunt við ekki upp á 'Arthur’s Seat að því sinni. Hafði Páll orð á því við mig, að eflaust myndi skemtilegt að koma upp á hæðina, en ekki myndi það þó öllu ánægjulegra en þetta. Svóna mikilli hlýju andaði frá Skot- unum. Eg svaraði þá mjög svo heimspekilega, að Arthur’s Seat hefð um við þarna altaf, en ekki svona skemtilega gestrisna fjölskyldu. Nokkrum dögum seinna fórum við Páll upp á hæðina, og voru þá tveir Þjóðverjar í för með okkur. Island• — Eins og áður er vjkið að, þá leit út fyrir að mörgum þætti allmerkilegt að hitta þarna mann frá Islandi. Voru hugmyndir þeirra sumra um land okkar og þjóð nokk- uð óglöggar. Héldu nokkrir að hér ntyndi litt líft fyrit ís og kulda. Sum- hvort Islandsdömur skeri hár sict og gangi í stuttum kjólum að ensk- um hætti. Eg svaraði þessu eins og eg vissi sannast, og kvað kvenfólkið í Austurstræti vera mjög svipað að útliti eins og kveníólkið í Princes Street, enda reyna hvorartveggju að fylgja Evróputískunni.' ÞýSing þingsins. — Það má segja að allsherjarþing esperantista hafi tvöfalda þýðingu. Veit önnur hliðin út að þeim mönnunt, sem ekki eru esperantistar, en hin inn að fundar- mönnum sjálfum. Skal nú þetta skýrt með örfáunt orðum. Samkomur Iíkar þessuni hljóta að vekja eftirtekt, a. m. k. í því landi, sem þær eru haldnar í. Menn, sjá, að Esperantó-hreyfingin er orðin svo sterk, að hún verður ekki stöðvuð, þó auðvitað sé hægt að tefja fyrir henni með andstöðu eða afskiftaleysi. Menn sjá hvað mikið er uunið við það, að eitt mál verði viðurkent og nota sem hjálparmeðal um allan heim. Viðskiftin verða ögn greið- ari. E’sperantistat sýna það líka t verkinu, að þeirra mikla hugsjón er framWæmanleg: að ntenn af ólfkus'tu þjóðum skilji hvorir aðra og geti lif- að í samræmi og eindrægni eins og systkini, í þess orðs dýpstu og beztu þýðingu. Og það er merkilegt og nýstárlegt fyrir þá, sem vanir eru því einu, að halda sínu tungumáli fram og telja það bera af öllum öðr- um, að sjá og heyra t d. Þjóðverja og Englendinga, Rússa og Itali,, Is- lendinga og Japani, tala santan á Sími: 88 603 Andrew’s Tailor Shop Föt búin til eftir máli. — Hreinsun og pressun Verk sótt og sent heim. ANDREW KAVAI EC 346 Ellice Ave., Winnipeg St. James Private[Continuatidn School and Business College Portage Ave., Cor. Parkview St., St. James, Winnipeg. Auk vanalegra námsgreina veitunv við einstaklega góða trl- sögn í enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til- gangi að gjöra mögulegt fyrir þá sem frá öðrum þjóðurn koma að láta í ljós beztu hugsanir sínar á fósturmáli sínu Enskunni, eins vel og innfæddir geta gjört. Þeir, sem standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, geta » byrjað strax. Skrifiö, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan 8—10 að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuði og hærra. —.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.