Heimskringla - 01.12.1926, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.12.1926, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA. HEIMSKRIN GLA WINNIPEG 1. DES. 1926. H«itnskrin0la (StofnnTi 1886) Krnnr 11 A hverjnm mlJivlknde*!. EIORNDDK1 VIKING PRESS, LTD. 853 o* 855 SARGENT AVE., WINNIPEG. Tnlnimli N-653T VerB blaUslns or $3.00 Argangurinn borg- Ist fyriríram. Allar borganir senðlst THE VIKING PRE68 UTD. 8IGPÚS HALLDÖRS frá Höfnum Rltstjórl. JAKOB F. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. VtanAnkrift til blatinina: THB VIKIIVG PRESS, L.td.v Boz 310 Utanftakrlft' tll rltMtJftranu: EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3105 W1NNIPE6, MAN. “Heimskringla ls published by Tbe Viklnsr Pream L(d. and printed by CITY PRIIVTIIVG & PUBI.ISHING CO. D53-S55 Soncent Af«.. Wlnnlpe*. M». Telephone: .86 5357 WINNIPEG, MAN., 1. DESEMBER 1926. Úrslitin Auðvitað fór svo, að Mr. Webb var kosinn enn einu sinni í borgarstjóraem- bættið. Þriðja árið í röð geta nú Winni- pegbúar stært sig af þessum víðförla af- reksmanni, er lengst af er fjarverandi, vinnandi 19 stundir á dag í þarfir borgar- innar, við að fálbjóða fríðindi hennar, gera hana girnilega til fróðleiks. svo hún gangi í augu peningamanna, sem eiga að setja upp verksmiðjur í hvert skifti og Webb er kosinn, en aldrei koma, og þonstlátra langferðamanna, sunnan úr Bandaríkjum, sem stöðugt koma og fylla gistihúsin, og þá vitanlega ekki hvað sízt hið fallega og þægilega gistihús sem herra borgarstjórinn veitir forstöðu — líklega þessa fimm klukkutíma hina, sem hann hefir afgangs úr sólarhringnum. þega^r hann er ekki að vinna með anda, munni og höndum. í þarfir bæjarins. —• Hvenær sá maður matast eður sefur. hiýtur að vera mörgum ráðgáta. Verði oss öllum að góðu. Kosningu sína á Mr. Webb ‘Free Press’ að þakka að þessu sinni, og svo því, að þrátt fyrir alt hólið, er þorri kjósenda ekki kominn lengra en það, að gleypa umhugsunarlaust alt það, sem “blaðið þeirra” tyggur í þá. Og Free Press er bæði lang-fjöllesnasta blaðið hér í borg- inni, þar að auki vel skrifað og sérlega ísmeygilega, þegar svo ber undir, og auk þess fór Tribune ekki í hart við hinn gamla dýrling sinn, borgarstjórann. þótt hún að vísu þvæi greinilega af honum hendur sínar. — Hvað skyldu annars vera margir hús- ráðendur í Winnipeg, sem í raun og veru höfðu nokkra greinilega hugmynd um málið, sem kjósa skyldi um? Tíu af hundraði? Tæplega. Að minsta kosti ekki, ef dæma skal eftir því, hvað ritstjóri Lögbergs virðist hafa gengið langt í því að afla sér skýringa, og hefir hann þó til þess tvöfald^ hvöt á við aðra, bæði sem húseigandi og sem ritstjóri að opinberu blaði, þótt hann að vísu játi í síðasta tölu blaði, að sérmál Winnipegborgar ^eti ekki “snert alþýðu manna yfirleitt”. Dá- lítið skrítin fullyrðing, ef menn hyggja að því, að í Winnipegborg býr einn þriðji hluti allra fylkisbúa. og að áhrif hennar á fylkismál, menningarlega, ekki síður en fjárhagslega; eru þó enn iangtum meiri hlutfallslega. Enn skrítnari, þegar íhugað er, að hér var ekki aðeins í húfi viss peningaupphæð, heldur í raun og veru spurningin um það, hvor stefnan skuli verða ofan á: að menn læri að lifa og vinna saman eíns og menn, eða hvort þeir vilji stofna nokkru í hættu með það að láta tiltölulega fáa menn ráða hegðun sinni og afdrifum í öllu raunveruiegu, eins og skynsnauðra skepna. * * # Þetta er vitanlega það, sem á milli bar í bæjarstjórnarkosningunum, og það sem ber oss á milli, ritstjórunum, þegar ait kemur til alls. Vér trúum á sam. vinnu, á Co.operation. en Mr. Bíldfell á sérvinnu,* á Capitalism, Og hann hefir gersamlega sama ýmu. gust á samvinnuhugmyndunum. eins og flestir aðrir skoðanabræður hans. Hon- um er illa við þær; þær eru eitur í hans beinum; honum stendur hreint og beint stuggur af þeim, eins og einhverjum kvíðvænlegum feigðarboða. Sé þetta ekki rétt, þá er að minnsta kosti erfitt að átta sig á þeim tilhæfu- *) Sérvinna, er langtum heppilegra andstæðuorð við “samvinnu” (Co-oper- ation) heldur en orðið “samkeppni”, sem í notað hefir verið. la<usa ósannindaspurta, í síðasta Lög- bergi, að “aðalástæðurnar, sem blaðið Heimskringla færir fyrir því að íslend- ingum beri að kjósa Fred. G. Tipping og þá, sem bjóða! sig fram af hálfu verka: manna, er sú, að með því geti menn jafn að dálítið á auðkýfingunum, sem alstað- ar séu til bölvunar.” Síðan koma nokkur orð um, hvílíkur barnaskapur þetta sé, að æsa hugi ein- stakra stétta o. s. frv., o. s. frv. Hvílíkur barnaskapur! Hvílíkur mis- skilningur! að ekki sé talað um ráð- vendnfna, að gera oss upp orð, sem oss aldrei hefir dottið í hug. Vér höfum nefnilega ekki allra minstu trú á því, að “jafna á auðkýfingunum”, eins og Mr. Bíldfell auðsjáanlega heldur. Vesalings borgarstjórinn hélt í sunjar, að eina ráðið til þess að bæta bæinn, væri að bæjarmenn drektu nokkrum jafnaðar- mönnum hér í Rauðánni. En oss dettur ekki í húg, að ástandið batnaði minstu vitund við það, þótt vandlega væri smalað hér saman öllum auðkýfingum og þeir pokalagðir til drekkingar, — hvort sem ritstjóri Lögbergs væri með eða ekki. “Bölvunin”, sem. Mr. Bíldfell vill endi- lega að vér kennum auðkýfingunum, er vitanlega ekki þeim endilega að kenna, þegar í rót er gáð, heldur fyrirkomulag- inu, sem aftur stafar af illu uppeldi, þroskaleysi og fáfræði almennings. Auð- vitað gera auðkýfingarnir sitt til að halda í þessu horfinu, en þeir eru einungis hjól í vélinni, sem veltur áfTam með sívaxandi hraða. unz hún kollsteypist, hvort heldur eins og á Frakklandi 1789, á Rússlandi 1917 eða í Bandaríkjunum, ef þau ekki vakna, einhverntíma áður en mjög marg- ir áratugir líða. Auðvitað léttir í bili við svoleiðis á- stungur, eins og þegar skorið er í kýli. En meinið er ekki þar með læknað. Það læknasí ekki fyr en graftrarnagla fá- fræðinnar, heimskunnar og tortryggn- innar, verður — með samvinnu — kipt úr sálum manna. svo að miklum meiri. hluta þeirra skiljist nauðsynin á að vinna saman. Maðurinn er langt frá því að vera sterkasta, frásta eða stærsta dýrið, sem jörðina byggir, og var það enn síður á frumskeiði æfi sinnar. Viturleg samvinna bjargaði frummönnunum frá því að verða öðrum dýrum að bráð. Að menn. irnir hafa þó komist þetta, þangað sem vér stöndum í dag, er að þakka samvinn- unni, bjartsýninu, trúnni á það bezta í sjálfum oss. Að vér erum ekki komnir miklu lengra, er að kenna sérstritinu, bölsýninu, tortryggninni gagnvart öðr- um og öllu ókunnu og nýju. * * * Hér er átt við þá bjartsýni, sem geng- ur með opin augun; sér alla ga]lan,a; skynjar tórfærurnar. og rennir grun í þá ógurlegu leið, sem fyrir mannkyninu ligg ur upp á Sigurhæðir, en örvilnast samt. ekki, heldur ásetur sér að skerast í Hjaðningavíg Tregðunnar og Framvind- unnar, með lífinu sjálfu, svo til úrslita komi. — Mörgum þykir hún kröfuhörð, þessi bjartáýni. Hún hefir enga trú á því, að það sé nægilegt, að tala um skyn. semi, “rólega yfirvegun” og sanngirni, af ræðupöllum, eða skrifa um það langar bækur og blaðagreinar, hve mjög sem ræðumaður leggur andlitið í fellingar, í leitinni eftir spekingssvipnum, eða ritar. inn reynir að gera stíl sinn fjálgan. Hún trúir á sannleikann einan og allan; að það verði að beita skynsemi og réttsýni, við menn; og ekki síður við andstæðnga en jábræður. Sú bjartsýni á ekkert skylt við hina tegundina, sem brestur kjark til þess að komast leiðar sinnar, nema með því að geta lokað augunum. þegar svo býður við að horfa; kannast ekki við hana nema sem úlf í sauðargæru, er ætíð krækir fyrir Illukeldu, og tefur með því það, að hún verði brúuð. Þeirrar tegundar er sú “bjartsýni” t. d. sem ekki þykist geta trúað þeirri “þræl- mensku” og “alvarlegu ákæru’’ á hend- ur nokkrum manni, sem kosinn hefir ver ið í opinbera stöðu. eða til forstöðu opinberra fyrirtækja, að hann geti hugs- að sér að Bregðast skyldu sinni, eða “svíkja” málefni, eða stofnun, sem hon. um hefir verið trúað fyrir, “í hendur” andstæðinga. Og þetta. þrátt fyrir það, að slíks hafa, þvf miður, altaf verið ó- tal dæmi, frá alda öðli; í öllum löndum; alt í kringum oss.’ Auk þess þurfa hér hvorki “þræl- menska” eða “svik” að vera í tafli. Ef Durant ekki skrökvar. þá hefir Schopen- hauer komist a,ð þeirri niðurstöðu í “Die Welt als Wille und Vorstellung”, að “við reikningsfærslu misreiknum vér miklu oftar oss í vil. en til baga, og það án þess a8 hafa hina minstu óráðvendni í hyggju” (auðkent hér). Þetta á skylt við það, að “vér ágirnumst ekki eitthvað, af því að vér höfum fundið ástæðu til þess; vér finnum ástæðu til þess, af því að vér &imumst það”. —- Og mun flest- um finnast Schopenhauer hafa hér rétt að mæla. . * * * Sú “bjartsýni’’, sem ekki viðurkennir alt þetta, er einskisvirði; aðeins nothæf, ef til vill, börnum og gamalmennum, sem komin eru að fótum fram; ónothæf heil- brigðum mönnum, í fullum þroska. Hún e'r bjartsýni hvítvoðungsins, sem engar misfellur sér á lífinu. ef litli maginn er öaddur, og sólin skín í heiði. Islenzk lestrarbók 1400--1S00 SIGURÐUR NORDAL sctli saman. \ Reykjavík; Bókaverdnn Sigfúsar I Eymundssonar, 1924. 376 bls. 3vo. | Utsölunwður í Winnipcg: Páll S. I Pálsson, 715 Banning. Hér hefir verið gefin út þörf bók. Eins og ; höfundurinn tekur fram, var Sýnisbók Boga j Melsted nijög ófullnægjandi sýnishorn af is. lenzkri ritlist, af því að hún náði einungis yfir 19. öldina, og þó ekki hana alla. Hér er reynt að gefa yfirlit yfir 500 ára kveðskap Is- lendinga. Og þótt vitanlega koniist þar ekki allir að, þá er þó um auðugan. garð að gresja, sem sjá má af höfundatalinu. Kann vestur. íslenzkum bókamönnum að vera aufúsa í því, að sjá, eftir hverja valið er, og er hér skráin: Heitbréf úr Svartadauða (óþekt. höf.); Loft- ur riki; Ská^d.Sveinn; Signrður blinduf; Mariu- kvæði (óþekt. höf.); Ur rimurn 15. aldar; Trist- rarns kvæði (óþekt. höf); Jón Arason; Oddur Gottskálksson; Einar Sigurðsson; Guðhrandur Þorláksson; Jón Egilsson; Bjarni Jónsson; Björn Jónsson frá Skarðsá: Jón Magnússon (píslarvottu'f) ; Hallgrímur Pétursson; Stefán Ölafsson; Jón Halldórsson; Jón Vídalín; Páll Vídalin; Tvö æfintýri (óþekt. höf.) ; séra Gunn. ar Pálsson (frá Laufási); Björn Haldórsson; j Eggert Ölafsson; séra Jón Steingrímsson; Jón ! Þorláksson; Benedikt Gröndal eldri; Jón Espó- j lín; Bjarni Thorarensen; Björn Gurmlaugsson; Sveinbjörn. Egilsson; Bólu-Hjálmar; Sigurður Breiðfjörð; Baldvin Einarsson; Tómas Sæ- mundsson; Jónas Hallgrimsson; Jón Sigurðsson; i Islenzkar þjóðsögur (Jóns Arnasonar) ; Jón Thoroddsen; Grímur Thomsen; Benedikt Grön. | Eins er um Stephan. Og í sam- bandi við það seilist eg dálitið um öxl. Prófessor Nordal getur þess í æfiágripi því, sem er framan við kvæði hans —■ eins og allra hinna — að Stephan sé “vafalaust mesta skáld í öllum nýlendum Breta”. Mér þyk.. ir sérstaklega vænt um að sjá þetta svona afdráttarlaust, úr penna þessa ágæta rithöfundar og ritdómara, þótt eg a ðvísu hafi tekið meira upp í mig um Stephan; þyki nýlendu-var. r.aglinn. alveg óþarfur.. En jafnvel þótt próf. Nordal vildi gera það, er eg samt ekki líkt því ánægöur. Hann, kemst nefnilega svo að orði um Einar Benediktsson: "Einar ber nú höfuð og herðar yfir öijnur íslenzk skáld”. Eg tel þetta fjarstæðu. I>að kann að vera hæpið að gera upp á milli vaxtarlags þessara. andlegu jötna, en ekki hika eg við að setja Stephan skör hærra en Einar, og draga þó ekkert af þeim síðarnefnda. List Einars gengur meira í augun en Stephans, svo að allur þorri manna lætur sér nægja að nærast á þeim misskilningi, að kveðskapur hans sé aðgengilegri. Báðir þykja torskildir, en meira orð er haít á því um Stephan. Er þó sá munur. inn, ef að er gáð, að Stephan hefir ætið fast land undir fótum, þar sem stundum hlýtur að leika vafi á um Einar, (nema þá helzt þeirri teg- und ritdómara, sem sjálfir eru ekki sendibréfsfærir), svo að manni hljóta oft að koma í hug orð Tegnérs: “det dunkelt sagda ær det dunkelt tænkta”: óljóst kveðið, óljóst hugs- að. Náttúrulýsingar og mannlýsing- ar Stephans eru ekki síður stórfeng. legar og aðdáanlegar en Einars, einkum mannlýsingarnar. Trú hans á mátt og hlutverk íslenzkrar þjóð- I ar og norræns eðlis, er ekki síður | takmarkalaus en Einars, en stendur á traustara grundvelli. Við þetta bætist, að þrátt fyrir viðförli Einars, er Stephan. meiri heimsborgari á jarðneska visu; betur mentur, víðsýnni og breiöari; meiri spekingur á mannfélagsmál (sbr. t. d. Péfursborg, Rennes, Transvaal, Af- töku óeirðarmannsins, Vigslóða, A dal Sveinbjarnarson; Guðbrandur Vigfússon;] ferð og flugi, hið ódauðlegasta Páll Ölafsson; Stein.grímur Thorsteinsson; Matt- j, meistaraverk o. fl., o.1 fl.). Þetta við hías Jachumsson; KTÍstján Jónssomj; ÞorgiTs horf Stephans á andlegum og ver- gjallandi; Gestur Pálsson; Stephan G. Stephans j aldlegum málum, hefði mátt' betur son; I>orsteinn Erlingsson; F.inar H, Kvaran; Hannes Hafstein; Einar Benediktsson; Guð- mundur Friðjónsson; Guðmundur Magnússon. * * * Þótt hér sé urn auðugan garð að gresja, þá sakna menn þó ýmissa, frá fyrri og siðari tím- um, en eins og höf. bendir á, hefir það orsak- ast af rúmleysi, að t. d. var ekki hægt að taka sýnishorn frá jafnmerkilegum körlum, og Sig. Ingjaldssyni og Eiríki frá Brúnum, að ekki sé nú minst á Gísla Konráðsson. Sömu ástæðu telur höf. einnig helzta til þess að ekkert er tekið eftir höfunda, sem ekkert hafa gefið út fyrir aldamótin. Virðist hún góð og gild, og einnig hin, að meðfram sé það af því, að með því gæti óleikur verið gerður hinum yngstu skáldum, sem enn hafa ekki náð fullum þroska. Þrátt fvrir þetta tel eg skarð i bókina, að hún flytur ekkert eftir Jóhann Sigurjónsson, sem enn stendur höfði og herðum upp úr hópi tuttugustu aldar mannanna. ( Hvet-ja strengi sem hann kann að slá í annari tilveru, þá er þó það vist, að ekki bætir hann sig hér á jörðu, á kostnað íslenzkra eða erlen^ra útgefenda. * * * Eins og höfundurinn segir, velur enginm svo í rúmlega tuttugu arka bók, þótt í stóru átta blaða broti sé, og úr bókmentum fimm alda, að nokkur maður verði honum alveg sammála um valið. Þess vegna skal hér ekki lagt í lúsaleit. Bókin er ágæt, og rýrir það ekkert gildi henn- ar, þótt hægt væri að semja aðra eins góða, eða jafnvel betri. Eú þó langar mig til þess að gera fáeinar athugasemdir, þótt þær séu að visu gerðar áð bókinni hraðlesinni. Höf. tekur fram, að bókin sé nefnd lestrar- \ bók en ekki sýnisbók, af því að hann hafi ekki valið eingöngu eftir l>ókmentalegu (listrænu) ! draga fram í Lestrarbókinni. Það liggur. t. d. við, að manni finnast léttúðugt, að taka Eftirköst, svo gort sem það þó er, en sleppa Transvaal, eða segjum fyrsta partiijum af því kvæði, sem Stephan væri fyrir löngu orðinn heimsfrægur fyrir, hefði hann getað ort það á einhverri höfuðtungu veraldarinnar. Enda er líklega óhætt að fullyrða, að síðustu tuttugu árin hefir Stephan verið merkilegast “póli tískt skáld" i veröldinni, svo ótrúlegt sem það mætti þykja, með þeirri að- stöðu er hann hefir haft. Og elli- mörk eru engin á honum enn, þrátt fyrir það, að einhver vesalingur heima hélt fið þeirra kendi í hinu níikla kvæði hans um Egil, er birtist í síðasta Tímariti. — Og því ekki að taka t. d. F.loi lamma Sakhbatatii? Annafs þýðir ekki að telja frani sér- stök kvæði. DODD’S nýrnapillur eru bezta nýrnameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvag- teppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsögum, eða frá The Dodds Medicine Co., Ltd. Toronto, Ontario. Islenzkir mentamenn og konur á Kyrrakafs- ströndinni l Svo , minst sé á annað, þá efði fremur átt að taka “Vor- hvöt” Steingríms, en hxf>\ kvæðin Kveðja og Fyrr þg nú, um sama efni. Vorhvöt fer ekki ver en Is- land* J. Thor., og hafði unt langt skeið mjög mikil áhrif á unga hugi, og kann að hafa enn, þótt eg ekki viti. Og ekki er tiltakanlega glæsi- legt valið eftir Jón Þorláksson. En í raun og veru eru þetta smá- vægilegir gallar, samanborið'við kosti bókarinnar. Hún er ágætt verk. gildi. Hann kveðst ætlast til þess að hún sýni I Hún ætti að komast in ná hvert heim sanifeldar myndir úr bókmentasögunni og á- fangana: breytingar og hvltingar er verði á lífs- skoðun þjóðarinnar. Til þess þarf að leiða se'm allra gleggst i Ijós lifsskoðanir! mannanna, sem valda þessum byltingum. En. þaf þvkir mér að nokkuð hafi misfarist i vali kvæða eftir Þorstein og Stephan. karlmannlegustu skáldin,, endur- vakningarmennina framar öllum öðrum í seinni tíð; samherjana beggja megin hafsins. Ekki svo að skilja, að alt sé ekki gott, sem þarna er tekið eftir þá, en þó hefði mátt betur fi;era. Hvers vegna að sleppa .Skilmálum I»orsteins? Hvergi kemur hann þó til dyranna mað átrúnað eins og í því kvæðj. Og hetur Örlög guðanna komiðí í stað Fossa- i niðs, ef rýma hefði þurft fyrir þvi kvæði. íinn, allur, hefðu ilihér , þar sem íslenzka er enn les- in, töluð og skilin. Sqrstaklega ættu menn að lesa með athygli inngang- ’j _ « I inn: “Samhengið í íslenzkum bók- mentum”, og ræðu Jóns Sigurðsson ! ar, sem höf. vísar þar til. Geri j menn það, og bendi þeim sem yngri i eru á þetta, þá gæti það ef til vill orðið stoð undir varðveizlu islenzkr- ar tungu hér, meðal þeirra, er ennþá hafa ekki gleymt að hugsa. ' S.H. f. H. -x- 0. T. Pctcrson Megjnþorri íslenzkra ungmenna tijóta hér góðrar undirstöðumentunar, útskrifast nær því undantekningar- laust úr barnaskólununt, og mesti sæg ur útskrifast pg árlega úr miðskól- um. Þaðan fer fjöldi á kennara- skóla (Normal), og stunda þar nám nægilega lengi til þess að mega kenna lengri eða skemri tíma í senn. Taka svo til aftur — nefnilega Ijúka nánti við kennaraskóla svo fljótt sem kringumstæður leyfa, og halda svo áfram að kenna. Meirihlutinn 'hættir þó nánti á miðskóla — tekur eða tekur ekki próf, eftir kringumstæðum, og hætt_ ir svo alveg. Nokkrir h'afp. þó farið lengra.en það sem þegar hefir verið frani tekið, og ætla sér að fara alla leið, hver í sinni grein. Um þetta fólk vildi eg nú fræða blöðin, það er eg veit, i þeirri von, að þau taki því vel, og fari vel með það, nefnilega þessa ungu mentamenn og konur. Einn af hinum allra efnilegustit mentamönnum vorum hér vestra, er Oli Theódór Petarsoin. Mynd af honum er i Hermannabókinni og' hans þar lítillega getið. Saga hans er í stuttu máli þessi. Hanti er fæddur 31. janúar 1896 i Akxabygð í Norður-Dakota. Koni hingað vestur með foreldrtim sínum 1906. Utskrifaðist aö miðskóla þessa bæjar 1914 Stundaði nánt við College of Forestry við ríkis. skólann (College) í Washington frá 1914 til 1917. Innritaðist í sjóher Bandaríkjanna 1918, sem Chieí Quartermaster og síðar undirforingí (Ensigneq), Var leystur frá her-t þjónustu vorið 1919. Arið 1921 kvongaðist hann ungfrú Eleanor Lawson, til heimilis í Seattle, Wash.. í febrúarmánuði. Næsta haust, n.’. 1921, innritaðist hann við Washing.. ton Un.iversity Utskrifaðist þaðan — tók stúdentspróf (Bachelors de- gree) 1922. Var farniaður leikfimis. félags, og yfirkennari stærðfræðis- deildarinnar við Ennvvelaw miðskólri. frá 1922 til 1924. Yfirkennari (Sup. erintendent) við Brewstérs alþýðuskól ana 1924—26. Síðastliðið sumar býr han nsig undir að taka Master of Arts próf við Washington háskólann., Hann er og meðlimur P.D.K., Mens Ilonorary Educational Fraternity, of the American Legion, og forseti Okonogan County Educational As- sociation. Oli er ekki meðalmaður i neinu. Hann er stór vexti og kempulegur á velli. Hæglátur og prúður í'fram- komu og viðmóti. En fer allra sinna ferða. Veit hvað hann vill, og nær því, hvað sem það kostar. Með öðr- um orðurn, ákveðinn og stefnufast. ur. Hann er og vel að sér í ís- lenzku, og skammast sín alls ekki fyrir að vera af íslenzku bergi brot- \ inn. Til dæmis um það. hve ' vel hann skilur íslenzku, heyrði eg þessa sögu sagða: Menn deildu um skilning á einit af stærri kvæðum St. G. St. og kom ekki saman. Faðir Ola bar kvæðið undir hann, og fékk viðstöðulausa og glögga skýringu á 'kvæðinu. (-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.