Heimskringla


Heimskringla - 01.12.1926, Qupperneq 6

Heimskringla - 01.12.1926, Qupperneq 6
6. BLAÐSÍÐA. UEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. DES. 1926. Almennings Alit. Hann er mjög einkennilegur í því hveru misjafnlega honum geðjast að fólki. Það er algerlega óhætt að fara eftir dómgreind hans í þeim efnum.” þegar Czar heyrði nafn sitt nefnt, gekk hann yfir til eiganda síns, og auðsýndi honum vinahót, og lagðist því næst niður á sírt- um vanalega stað við hliðina a stól skáldsins. Listamaðurinn hló. ‘‘Eg reyndi alt, er eg framast .gat þér til afsökunar, en hún sagði að það dygði ekkert. Þú yrðir sjálfur að færa fram afsakanir fyrir fjærveru þinni.’’ “Þú hefir getað mint hana á, að eg keypti mér undanþágu frá að koma svo oft fyrir fáein- um vikum.” y Ungi maðurinn hló aftur. ‘‘Eg vona ungi maður, að -þú reynir að nota þér tækifæri þín sem allra best,” sagði Gonrad Lagrange í háðsleguift gremjuróm, og gaf nákvæmar gætur að listamanninum. Látum okkur nú sjá, fimm sinnum hefir þu nú verið boðinn þangað til kveldverðar, og auð vitað verið þar alt kveldið- jafnmargar skyndi- heimsóknir seinnihluta dags — ferðalag í bifreið- um á alla fegurstu staðina hér í kring — og leikhúsferð til Los Angeles Þú mátt alveg reiða þig á, að það er ekki farið svona með mörg listamanns efni, sem eru að berjast áfram.” “Eg hefi verið latur undanfarið, og/’vanrækt verk mitt skammarlega, finst þér ekki?” sagði málarinn — og hálffeimnislega bætti hann við: “En eg ætla nú að fara að starfa fyrir alvöru.” “Eg vissi það,” sagði hinn í hæðnis- róm — “eg vissi það undireins og eg sá þig koma upp tröppurnar. Eg sá það á göngulaginu — sá það á því hvernig þú barst þig. Heyrði það á rödd þinni og hlátri. Það er komið svo mikið allsnægta og framasnið á þig. Þú ætlar að mála mynd af henni.’’ “Já, því ekki það?’’ svaraði -ungi maðurinn í þykkjurómi af hæðninni og kuldanum í orð- um skáldsinss. “Já, eg segi það, því ekki! tautaði eldri mað- urinn — því ekki — það er svo sem sjálfsagður hlutur að þú gerir það. Þú virtist vera svo viss um að þér tækist þetta verk til fullnustu. að þú hlýtur að ná hámarki frægðarinnar ein- mitt með því — og því skvldirðu þá ekki leggja út í það?” “Ef maður vinnur starf sitt trúlega og sam- viskusamlega, þá get eg alls ekki séð, því hver og einn ætti ekki að færa sér í nyt alla þá hjálp er liann getur fengið á heiðarlegan hátt til þess að færast nær frægðartakmarkinu,“ sagði mál- arinn. “Eg get* fullvissað þig um það, að eg er ekki svo vel efnum búinn að eg megi við því að hafna því boði. Þú verður að játa að frú Taine verðskuldar, að hvaða listmálari sem væri legði alt til, er í hans valdi stæði til að gera mynd hennar sem best úr garði. Og eg verð að játa það, að eg er nægilega viiðingagjarn til að þykja frami að því að hafa tækifæri til að mála hana, og mun fúslega leggja fram alt, er í mér er, svo það geti orðið vel af hendi leyst.” Eldri maðurinn breytti útliti óg róm að nokkru við hin hreinskilnislegu orð málarans og talaði nú blátt áfram, “Hin fagra frú Taine verðskuldar sannarlega að einhver verulegur snillingur máli hana, vinur minn. En trúðu mér til þess, ef þú málar andlits- mynd hennar eins og sannur listamaður myndi gera, þá ferð þú algerlega með framtíð þína og vinsældir sem listmálari.” “Eg trúi því ekki,” sagði Aaron King dauf- lega. “Eg veit vel, að þú trúir því ekki. Ef þú tryðir því, og gengir samt að tilboði frú Taine þá værir þú ekki hæfur að umgangast ráðvanda og virðingarverða hunda eins og til dæmis hann Czar.” “En hvers vegna.” hélt ungi maðurinn á fram þrákelknislega. hversvegna heldur þú því fram, að ef eg mála frú Taine, þá verði það frægð minni að fóta kefli, þótt það verði snildar- lega af hendi leyst.’’ Rithöfundurinn svaraði stillilega, “Ef augu þín eru ekki opin fyrir þeirri ástæðu, þá gerir það sáralítinn mismun hvort þú færð að vita nokkuð eða ekkert. Ef þú sérð og finnur ástæð- una, og málar samt mynd, er sá er ánægður með sem hún er af, þá hefir þú greitt þitt gjald — þá fær þú þín laun” — rómur hans varð dapur og beiskur-------”þá verður þú, það sem eg er nú.” Að því búnu reis hann hranalega á fætur, og skálmaði þegjandi inn í gistihúsiö. Frá því að kunningsskapur málarans og skáldsins hófst, hafði það komist upp í vana fyrir þeim að borða saman. Næsta morgun hóf skáldið aftur umræðurnar, er hann hafði hætt svo hastarlega við kveldið á&ur. “Eg geri ráð fyrir,” sagði hann að þú setj- ir upp reglulegt málaraverkstæði." “Frú Taine hefir sagt mér frá stað, er sé til leigu, er hún heldur að sé mjög vel til slíks fall- inn,” svaraði ungi maðurinn. það er hinnu- megin við veginn- beint á móti hinum stóru trjálundum, er herra Taine á. Ef til vill vildir þú gera svo vel og ganga með mér þangað til að skoða það.” • Eldri maðurinn félst á það með mestu á- nægju, og klukkutíma seinna lögðu þeir á stað eftir að hafa talað við þann er leigði staðinn og fengið lyklana — lögðu á stað til að yfir- líta alt. Þeir fundu staðinn í austurútjaðri borg- arinnar — hálfhulinn í gulleplalundum. er umkringdu það á allar hliðar, Hæð pálmavið- artrjánna, er uxu við veginn fyrir framan. pipar og límkvoðutrjanna- gulleplatrjánna, er mynduð garðinn bentu Ijóslega á, að á þessum stað hafði búið áður en fólk úr austurparti landsins komst að því hve fagurt væri á Fairlands hæð- um. Flötin, gangstéttirnar, og akvegirnir, var alt í ójeiðu og vanrækslu, og kafið í íllgresi. Á framhliðinni, og einni^ á vestur hliðinni hafði ekki verið málað í mörg ár, og var eðlilega upp- litað og veðurbarið. En listamaðurinn og vinur hans lirópuðu upp yfir sig af undrun er þeir nálguðust húsið, svo var náttúrufegurðin mikil í kringum það. Rósirnar yndislegu höfðu vaxið ósnertar af mann. legum höndum. Þær vöfðu sig upp hverja stoð, er hélt svölunum uppi — og prýddu hvern ein- asta krók og kima hússins að u'tanverðu. Þær höfðu jafnvel klifrað upp á reykháf -— og þar breiddu þær út blöð sín í yndislegu litskrúði, og ilmur þeirra og fegurð gerðu staðinn að frið- sælli paradís. Af framsvölunum sáu vinirnir aflíðandi hæðir, með gulleplalundum —hinumegin vegar- ins hina gnæfandi himinháu fjallatinda,ísi þak- ta og tignarlega. Til norðausturs sást San Ber- nardo, er ^eygði kollinn upp yfir alla hina tind- ana í konunglegri tign, og horfði niður á býlin bygðina — hæðirnar og dalina fyrir neðan. í norðvestri gaf að líta Cajou Pass og San Gabriels flesjurnar, og bak við þær San Antonio og Cucamongafjölin. Nálægt sást engin bygging eða nein merki mannabygða, þar eð alt var hulið gulleplalundum — aðeins sást einn gafl og reyk- háfur á húsi þar nálægt í vesturátt. “Hlustaðu sagði Conrad Lagrange í sama lága tilfinningar- rómnum er hann ætíð notaði þegar hann min- tist á fegurð og dýrð fjallanna. Hlustaðu! — heyrirðu ekki raddir þeirra. Finnurðu ekki að fjöllin eru að senda þessum ormum og skrið- dýrum sem við köllum menn, kveðju sína — boðskap sinn. Guð minn góður ef við aðeins veitt um boðskap og áhrifum hæðanna og háfjallanna rneiri athygli !,*’ Skáldið talaði með svo djúpri tilfinningu að Aaron King fékk engu svarað. Hann snéri sér við og opnaði dyrnar að húsinu, og þeir fóru inn. Húsið að innan var í góðu ásigkomulagi, og öllu vel fyrir komið. “Mjög vel til fallið sem íbúð fyrir einhleypan mann,” var úrskurður málarane, “en alveg óhæft fyrir verkstæði, því er nú ver: “Við skulum halda áfram rannsóknarferð- inni,” sagði skáldið vongóður. “Eg held að þarna úti sé hlaða.” Og þeir fóru út úr húsinu, og eftir akbraut- inni í austurhluta garðsins. Alt var hulið í rósaskrúði þar sem annar- staðar. Byggingin, er var látlaus og einföld, var frá grunni til þaks hulin í vínviði. Niðri var eitt stórt herbergi, en loft uppi. Gripahúsið var í afturendanum. Þar sem þessi bygging hafði auðsjáanlega verið reist miklu seinna en húsið, var hún eðli- lega í miklubetra ásigkomulagi. Veggirnir huld- ir í rósum voru vel stæðilegir, og gólfin vel gerð Stórar vængjahuröir vóru á þeim endanum, er að akbrautinni snérí, milli þeirra og vesturhorn- sins vóru litlar dyr, og gluggi á vesturstafnin- um. Conrad Lagrange leit forvitnislega út um gluggann, og flýtti sér með undrunarópi út úr byggingunni og fór málarinn á eftir honum. Fyrir enda húsins í vesturenda girðinar- innar lá rósagarður svo fagur, að Aaron King hafði aldrei þvílíkan séð. Á þrjár hliðar var þessi litli blettur girtur með Ragged Robbins girðingu, yfir girðingunni var gulleplalundur eins og dökkgrænn vegur. * Við norður hliðina pipar og límkvoðutré og útsýni yfir fjöllin í fjarlægð, -og að austan hlið byggingarinnar hulin vínviði. / Viö suður vegginn var ofur lítið rjóður á móti innganginum, með borði og sætum, eins og alt annað umkringt rósum og fegurstu vín- viði. í horninu á girðingunni, lengst frá inngang- inum var lítið hlið. í garðinum yirtist alt í röð og reglu, «r stakk mjög í stúf við vanhirðinguna á öilu öðru á staðnum. Blómin vóru klipt og vel hirt, gangstígirnir hreinir og vel fyrir komið, ekkert illgresi nein- staðar, eða önnur vanrækslumerki sjáanleg. Skáldið og málarinn höfðu uppgötvað þenn- an blett svo snögglega og undrun þeirra var svo mikil yfir mikla mismuninum á útliti garðsins og bygginganna, að þeir horfðu aðeins hver á annan, og gátu engu orði uppkomið. Þessi litla paradís, svo yndisleg hulin algerlega frá heimin- um fyrir utan og liirt af stökustu vandvirkni og alúð virtist vera umkringd af góðum og ósýnilegum öndum. Þeir Aaron King og Con- rad Lagrange þorðu vart að hreifa sig. »Þeim fanst eins og einhver helgi yfir stað- num, og töluðu aðeins í hálfum hljóðum, eins og þeir byggjust við að einhver hulin vera myndi heyra til þeirra. Einhver ann þessum stað,” sagði ritliöfundurinn þegar þeir stóðu aftur við útganginn. Og málarinn svaraöi í hvíslandi rómi: “Hvað skyldi alt þetta þýða” Þegar þeir komu aftur inn í stórhýsið, sá málarinn þegar hvernig útbúa mætti herbergið svo að það kæmi að fullu gagni. ‘íVeggfóður með réttum lit,” sagði liann myndi gefa því alt annað útlit—og ef gólfið væri liulið með dúkum af viðeigandi gerð — og hér sagði hann, um leið og hann opnaði vængjaliurðirnar “er nægileg birta, Tjöld gætu auðveldlega skygt á uppgöng- una upp á loftið og gripahússdyrnar. Inngangur- inn í horninu, og glugginn snýr út að garðinum. Því ætlar öllu að verða stórkostlega vel fyrirkomið.” “Og fjöllin! gleymdu ekki fjöllun- um,” sagði Conirad Lagrange þar sem liann stóð í stóru dyrunum. “Hin mátulega stöðuga birta frá norðrinu á léreftinu hjá þér — boðskapurinn frá fjöllunum, er mun verma og hreinsa sál þína — kemur gegnum sama gluggann — Það ætti að vera góður stað- ur til að vinna í inálari góður! — “Eg geri ráð fyrir,” sagði hann, og rómur- inn varð aftur kaldur og hæðniskendur, að þú setjir upp teborð fyrir heldra kvenfólkið, er kem- ur til að ausa út aðdáun sinni yfir þessum ný- uppgötvaða snillingi og láta í ljös skoðanir sín ar og skilping — eða skilningsleysi á sönnum listum. Auðvitað verðurðu að hafa þjón, skrýddan gullskreyttum einkennisbúningi. Helst ættir þú að fá þér Kína eða japansk- an svein — það virðist vera mest í móð sem stendur. Þú ættir sannarlega að notfæra þér hvert einasta tækifæri er ber þig nær frægðartak- markinu. Og hvað sem þú gerir, eða tekur þér fyrir hendur þá láttu ekki bregðast að ráðfæra þig við Gyðjuna um alt fyrirkomulag. Margur vel vitur listamaður, hefir hrapaðj niður riiargar tröppur í mannvirðingastiganum fyrir það, að bjóða rangri tegund af fólki til te- drykkju inn á verkstæði sitt. En hvað í dauð- anum heldurðu.” bætti hann við. og leit út um gluggann út í garðinn, “að veran þarna úti muni hugsa og segja um það alt?” Aaron King hafði mjög mikið að gera nœstu daga. Hann tók byggingarnar þjá gulleplalundun- um á leigu, og fékk sér verkamenn til að gera við þær, svo að þær yrðu hæfar til íbúðar. Flötrn og grundirnar vóru slegnar og hreins- aðar eins og við þótti eiga, húsinu umsnúið og breytt með piáli og veggfóðri — og gripahúsinu var með umsjón og leiðbeiningum listmálarans breytt í ágætasta málara verkstæði. Svo varð að fara ferð til Los Angeles, til að kaupa tjöld og dúka. Og vildi til að frú Taine þurfti endi- lega að fara til borgarinnar þann dag til að kaupa ýmislegt, og aðra ferð varð að gera til að fá nauðsynlega hluti verkfæri og fleira, er að list- inni sjálfri laut. Og seinast varð að fá kínverskan matreiðslu mann, og einhvern til að takast liússtjórnina á hendur. % / , Það var uppástunga Conrad Lagrange að öllum væri stranglega fyrirboðið að fara inn í rósagarðinn. Á hverjum degi fór skáldið — alt af nteð hundinn á hælum sér, út á þenna stað til að sjá livað gengi, og ef Aaron King hefði ekki verið svo önnum kafinn. hefði hann tekið eftir sorgar- svipnum og dapurleikanum, sem svo oft lýsti sér hjá þessum víðfræga en ófarsæla manni Og þótt hann notaði oft hæðnis, og kesknis róm er hann átti til við hinn unga vin sinn, þá voru þó altaf einhverjar rýpri og þýðari tilfinningar undir niðri. En Czar hundur lians fór sjáanlega nauðugur aftur til, gistihússins í hvert skifti, og lét á sinn hátt í ljósi vináttu sína við unga mál- arann, með eins augljósum merkjum, og hund- um er auðið að sýna. Mjög loft nam stóra skrautlega bijfredðin frá Fairland Heights staðar fyrir framan hús málarans, meðan fólkið, sem í henni var skoðaði staðinn og lét .í ljós með háværu hrósi velþókn- un sína og aðdáun á breytingunum, sem gerð- ar vóru og oft var skotið inn í ýmsum ráðlegg- ingum, til að sýna hve mjög það bar velferð og hag málarans fyrir brjósti. f Á sínum tíma var alt tilbúið, allar breyting- ar, er nauðsynlegar þóttu höfðu verið gerðar— alt frá hinni stóru málaragrind við norðurglugg. ann á verkstæðinu til liins hvítklædda Yee Kee í eldhúsinu. Þegar síöasti smiðurinn var farinn með verk færin sín, og vinirnir tveir einir eftir að yfirlíta alt, og er þeir stóðu á framsvölunum sagði Con- rad Lagrange: “Jæja, þá er nú leiksviðið tilbúið Þeir sem tjöldunum skifta eru farnir, og múgur- inn bíður. Lyptu tjaldinu upp fyrir fyrsta þátt- inn!” jafnvel Czar hefir yfir litið alt, og hefir séð að það var harla gott!” Hundurinn gekk til hans, og hann horfði fast inn í hin dökkbrúnu auga þessa ferfætta félaga síns, er sýndist skilja alt. Án þess að líta upp á unga manninn bætti skáldið við: “Eg geri ráð fyrir, að þú látir flytja farangur þinn hingað á morgun, eða ætli við getum borðað saman enn eina niáltíð?” Aaron King hló, eins og drengur sem hefir verið að undirbúa eitthvað í leyni, og ætiar svo að gera alla forviða. Hann sagði um leið og hann lagði hendina á öxl eldri mannsíns. “E* liafði búist við því að við báðir flyttum á morgun.” Og hann hló aftur, þegar liinn skildi ekk- ert. ”Við”! sagði skáldið, og snéri sér hvatlega að vini sínum. Kondu með mér,” svaraði hinn — eg ætla að sýpa þér nokkuð, sem þú hefir ekki séð áður.’’ Hann fór á undan til herbergisins, sem þeim hafði komið saman uip að þeir þyrftu ekki að nota, og sem var láest, ög málarinn tók lykil upp úr vasa sínum. “Hvað er nú þetta?” sagði eldri maðurinn, og leit ráðleysislega á lykilinn. “Það er lykillinn að þessum dyrum” svar- aði hinn með glettni, “qpnaðu þær.” “Opna þær!” Vissulega, til þess fékk eg þér lykil- inn.” Conrad Lagrange hlýddi. Og hann sá, ekki tómt og eyðilegt herbergi, eins og hann bjóst við, heldur svefnherbergi — yndislega vel inn- réttað í smáu og stóru. Hann snéri sér að félaga sínum með þeim svip, er Aaron King hafði aldrei fyr séð á þessum undarlega óskiljanlega manni Þetta er herbergið þitt” — sagði málarinn fjótlega —- “ef þú vilt koma hingað. Þú hefir alt það frjálsræði, sem þú vilt hér því eg verð á verkstæðinu oftast. Kee matreiðir þá rétti fyrir þig, er þér falla best. Og þið Czar getið komið og farið þegar ykkur þóknast. Líka er laufskálirun í rósagarðinum fyrir þig — og líttu á,” hann gekk að glugganum, “eg valdi þetta herbergi fyrir þig, af því að úr því er fegurst útsýn til fjallanna þinna.’’ Skáldið stóð við gluggann, að málaranum virtist óratíma. Alt í einu snéri hann sér við og sagði höst- ugt: “Ungi maður, því hefurðu gert alt þetta?” “því” — stamaði hinn — af því að eg vildi að þú kæmir — af því að eg hélt að þér væri ekki nauðugt að koma. Eg bið þig fyrirgefningar, ef eg hef misskilið þig. enn sannarlega hefi eg ekki breytt neltt rangt í þessu” “Og þú heldur að þú getir afborið að búa með mér um lengri tíma?” Máfarinn hló, og var auðséð að það létti yfir honum. “Er það ástæðan? Eg hélt að þú hefðir ekki svo viðkvæma samvisku — þú gerðir hræddan sem snöggvast. Eg hélt að þér væri orðið það fullljóst, að þú getur ekki skelft mig með einkennilega talinu þínu. ófríða andlitið rithöfundarins varð alt að brosi. “Eg aðvara þig þó — eg níði þig og vini þína niður fyrir allar hellur stundum — þú þarft þess með —Það gerir þér gott eitt.” “Það máttu gera eins oft, og eins hranalega og þú vilt,” sagði hinn innilega — “Þú æ.tlar að koma.’’ “Þú verður að lofa mér að borga minn skerf af öllum kostnaði,” “Alt, eins og þú vilt — ef þú aðeins vilt koma.” “Aaron,” sagði eldri maðuriun þýðlega — og kallaði hann í fyrsta sinn skírnarnafninu, “eg veit, að þú ert sá eini í öllum heiminum, er verulega vildi vera með mér; og eg veit einnig, að eg myndi ekki taka slíku boði sem þessu frá nokkrum öðrmn.” Málarinn ætlaði að fara að svara einhverju þegar skrautlega bifreiðin nam staðar fyrir fram an húsið. Czar, er lá á svölunum rak upp gól, er átti að lýsa vanþóknum hans, og gegnum opnar dyrnar sáu þau hr. Taine og frú hans, Jim Rutlidge og Louise. Rithöfundurinn tautaði eitthvað lágt, fremur ilskulega — gerólíkur því er hann hafði verið rétt áður. Hundurinn labb- aði ólundarlega út í þann hluta byggingarinnar, er matreiðslu maðurinn hélt til í. En ungi maður inn fór hlæjandi út til að taka á móti vinum sín- um. “Megið þér vera að taka á móti nokkrum í dag, hr. málari,” kallaði frú Taine glaðlega, þegar hann kom niður gangstéttina. “Eg hefi ávalt tíma til að taka á móai réttri tegund fólks” svaraöi hann, um leið bg hann heilsaöi liinu fólkinu. Þegar þau gengu heim að húsinu, dróst frú Taine aftur úr hópnum, og gekk við hlið málarané. Hr. Taine lióstaði í sífellu. Louise hrópaði upp yfir sig, og þvættaði um alt, sem fyrir augun bar. (Framli.)

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.