Heimskringla - 01.12.1926, Side 7

Heimskringla - 01.12.1926, Side 7
WINNIPEG 1. DES. 1926. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSÍÐA / Gigt tvagsýrueitriB úr blótSinu. GIN PILLS orsakast þegar nýrun hreinsa ekki lækna meí mótverkun á sýruna og ab láta nýrun vinna aftur. — 50c askjan hjá öilum lyfsölum. 133 Frh. frá 3< bls. nótt. Fyrsta kvóldið bauð bærinn Malniö þinginu i veizlu. Bærinn Ystad, syðsti brer i Svíþjóð, sendi annan daginn aukahraðlest eftir þing- inu og hélt því veizlu um kvöldið. Hinn þriðja dag buðu sænskir blaða menn til veizlu í Falsterbohus, sem er frægt baðhótel á Suður-Skáni. — Síðasta daginn vorum við sóttir til Helsingborg og hélt bærinn okkur veizlu um kvöldið. Þar talaði eg fyrir minni sænskrar gestrisni, en söngflokkur stúdenta svaraði með þvi að syngja hið fagra kvæði Baaths til Islands: Hvilar i vita skummande vaagor — stolt som i sagan sagorn. as ö. Ekki var laust við að sumir væru dálítið þreyttir er þinginu lauk. Eg fór upp i sveit til þess að hvíla mig. IOg svaf í tvo sólarhringa.) Kristján Albcrtsson• —Vörður. Ferðasaga að austan. (Ritstjóri Hkró. tekur þessa frétta pistla af tvennu: Þeír eru skemtilega skrifaðir, og ýmislegt í þeim, sem Vestur-Islendingar hafa gott af að íhuga engu síður en menn heima. — Höf. kannast flestir við af nafni, þó ekki væri annað. Fyrir utan smátil- þrif í blöðunum hefir undirritaður ekki átt kost á að sjá neitt af skáld- skap hans nema innganginn að “Und ir Helgahnjúk”, en er þó ósmeykur að fullyrða að gáfaður rithöfundur er á ferðinni þar sem H. K. L. er. Ritstj. * ¥ ¥ Skriðuklaustri, Fljótsdal 9. sept. 1926. I. Um grcinar mínar frá í fyrré. Það hefir glatt mig og örfað, að taka á móti þakklæti manna fyrir nokkur greinarkorn, sem eg ritaði i “Vörð” í fyrrasumar og nefndi: Af íslensku menningarástandi; það gladdi mig ekki sízt fyrir þá sök, að það færði mér heim sanhinn um, að til er andlega heilbrigt fólk, sem metið fær það, sem sagt er eða gert í hreinum tilgangL En þær greinar voru mjög gerðar i hreinum tilgangi. Eg ætlaði upphaflega að hafa þær langtum fleiri. en það er vafasamt hvort heppilegt sé að halda lengi á- fram í sama tón. F.inhverjar frátafir °"u því, að greinarnar duttu niður hotnlausar, en það gerði reyndar ekk órt lil, þvi þag stóð aldrei til að það >'ði í þeini neinn botn. Eg er nú löngu búinn að gleyma hvar eg hætti, eða hvað hefði veriö eðlilegast að eg tæki næst fvrir, en það gerir heldur ekkert til; eg get alveg eins byrjað á nýjan leik í ár. Það er hvort sem er alveg takmarkalaust, sem hægt • er að segja um heila þjóð. Eg hefi löngu rekið mig á, að það er miklu fróðlegra að ferðast um ' sínu eigin landi, helditr en utan.. lands. Það göfgar mann meira að kynnast sinni eigin þjóð en öðrum þjóðum. Þetta stafar af "því, að maðurinn hefir betri skilyrði til að skilja sitt eigið land og sína eigin þjóð, heldur en önnur lönd og aðr- ar þjóðir. Og eg hygg, að enginn Islendingur geti náð hærri sæmd, en þeirri, að v-era góður Islendingur, en til þess þarf hann að skilja lands. háttu og þjóðarháttu. Ekki hygg eg þó að heppilegri leið sé auðfundin til góös ski'nings á eigin landi og eigin þjóð, en dvöl meðal annara. Menn átta sig bezt á einum hlut í samanburði við aðra. Hugsun er samanburður. Því eiga menn að fara til annara þjóða í þeim erindum að þroska hæfileik sinn til skilnings á sinni eigin þjóð. Það er langt frá mér, að vilja gefa i skyn með þessu, að eg sé hæf ari en hver annar til að skilja Island og Islendinga, þótt eg hafi kannske nokkrum sinnum siglt fyrir Reykja. nes, eða sé að mælast til þess af fólki, að það gleypi við skoðunum mínum eins og hinni einu, sönnu trú (sem það kærir sig hins vegar ekki að gleypa við). Hitt er annað mál, að gagnvart háttvirtum kjósendutn, sem hafa tilhneigingar til að yrkja um mig samskonar leirhnoð og þeir munu hafa komist að raun um, að virðingarfýknir broddborgarar þola hvað sízt, þá leyfi eg mér auðmjúk. legast að halda þvi fram, að hafi eg einhvern hlut fyrir augunum, þá sé eg hatin ekki endilega lakar en hver annar. Leirhnoð eftir einhvern J háttvirtan kjósanda um mig persónu- I lega, er því miður mjög illa fallið | til þess að -sannfæra mig um að ein. | hver skoðun sé mætari en min eigin | eða eitthvað sjónarmið betra. Samt get eg sagt einhverjum karli að aust- an (eða norðan?) það til hróss, að honum tókst að koma saman einni sæmilegri vísu, i dálitlum brag, sem hann íann hvöt hjá sér til að hnoða saman og senda “Verði”. Veit eg, að þótt ritstj. hafi verið ófáanlegur til að prenta þessa vísu í fyrra, þá gerir hann það nú, fyrir min orð, af þvi að við erum gamalkunnugir. Leyfi eg mér að skifta um áherzlu. orð á einum stað i visunni, til þess að áferðin sé feldari: “Margt hann sá um miðja nótt, máske líka hálfur. Sá sem öllum 'ætlar ljótt, oft er fantur sjálfur.” — Annars eru Islendingar nú á dögum svo skapdaufir, að þeir eru hættir að yrkja almennilegt níð. II. Þurrabúðarfólk. Tvö ár eru liðin siðan eg hefi stíg- ið fæti í fjarðarkaupstað íslenzícan. Og nú steig eg af “Esju” á Reyðar- Jirði, einn ágústmorguninn, éftir nokkurra daga lærdómsríka ferð meðfram ströndinni. Eg dvaldi viku á fjörðunum og lærði margt af fólk. inu, sem þá var í algleymi út af síldinni, en síldin er, ein.s og menn vita, ímynd guðs almáttugs á þessu landi og ræður örlögum nianna, enda fagur fiskur, gerir menn ríka og fátæka, hyggna eða ringlaða, alt eftir dutlungum sinum. Það er þessi litfagra og dutlungafulla skepna ut- an úr hafinu, sem stjópnar landinu, og skil eg ekki enn hvað því veldur, að stórskáld vor skuli vera svo langt á eftir timanum i hugsun, að haf i ekki uppgötvað þetta, heldur vera að yrkja einhverjar romsur um Chris- tian R. og konu hans. Að vísu eru þau heiðurs hjó'n alls góðs makleg, en þa'ð er engu að síður sildin, sem stjórnar landinu. Eg skrifaði eystra smásögu eina, sem heitir Síldin, en það er ekki nema vesælt andvarp, og hefir svó fleirum farið, senr reynt hafa að yrkja ufn þá máttu, er ráða örlögum mannanna. St. James Private Continuation School and Business College Portagc Ave., Cor. Párkview St., St. James, Winnipeg. Auk vanalegra námsgreina veitum við einstaklega góða tfl- sögn í enskri tungu, málfræði og bókmentum, með þeim til- gangi að gjöra mögulegt fyrir þá ^sem frá öðrum þjóðum 'koraa að láta í Ijós beztu hugsanir sinar á fósturmáli sínu Enskunni, eins vel og innfæddir geta gjört. Þeir, s^m standast inntöku prófið, sem er ekki erfitt, geta byrjað strax. Skrifið, eða sækið persónulega um inngöngu frá klukkan 8—10 að kvöldinu. Gjald frá $5.00 á mánuði og hærra. k Nú bið eg háttvirta kjósendur for. láts á því, að eg hefi ekki gáfur til að skrifa um framtiðarskilyrði kaup- túnanna, í þeim tón, sem siðvenja er til, þegar menn setjast á rökstóla og skrifa um ferðir sínar í blöðin. Eg ætla ekki heldur að lýsa framkvæmd. urn athafnamanna á fjörðunum, að þessu sinni, né framkvæmdaleysi at- hafnaleysingjanna. Aðeins leyfi eg mér að geta þess, að eg varð hvergi j snortinn af neinu, er vott bæri um 1 sérstakt imyndunarafl manna á fjörð unum. En eg trúi á ímyndunaraflið sem prcmium mobile og höfuðskilyrði J brautargengis á hverju sviði, en þar I næst á heilbrigða skynsemi. Menn * hafa ekki hálft not af lífinu nema þeir neyti ímyndunarafls síns, þ. e. I a. s., láti sér detta eitthvað i hug. í Alment gera menn á fjörðunum líf sitt tífalt erfiðara fyrir þá sök, að þeir hirða ekki urn að glæða þessa ögn, sem hverjum er í brjóst lögð af þessum áíyktunarhæfileik, og nefnd hefir verið heilbrigð skynsemi á ýms- um málum. Þar að auki er í raun og veru enginn, sem stjórnar bless. uðu fólkinu, nema þessi fyrnefnda skepna utan úr hafinu, sem annars er margt betur gefið en stjórnvisi. Að vísu hafa einhverjir æfintýramenn fundið upp á því að segja fólki að kjósa sér menn til lagasmíða, en það er hins vegar margsannað, að engin bók er jafnsnauð að ímyndunarafli, eins og Stjórnartíöindin. En úr þvi fólk hefir ekki nóg ímyndunarafl né næga heilbrigöa skynsemi til að stjórna sér sjáíft, þá er ekki að bú- ast við að það hafi gáning á að finna menn með þessum hæfileikum. Fólk kýs bara þá, sem það þarf eitt hvað til að sækja, og þá helzt kaup. manninn eða bóndann á stærstu jörð . inni i hreppnum. Væri þjóðinni stjórnað, nmndi tíu þprrabúðarmönnum ekki Ieyfast að hrófla upp tíu kumböldum út um 1 hvuppinn. og hvappinn. Þeim mundi Vveta sagt, að slá saman og byggja eitt sæmilegt hús nieð tíu ibúðum. Og virðist þó ekki þurfa mikið í- ’ myndunarafl til að sjá, að eitt hús er kostnaðarminna, verklegra og mennilegra fyrirtæki, en margir kumbaldar út um alt. Félagsbúskap. ur er ekki aðeins stórkostlegt menn- ingarmeðal, heldtir margfalt ódýrari hverjum einstakling, eti alt þetta hokur og pukur sitt í hverju horni, þar setn sálirnar taka svip af kumb.- öldunum, og hver einstakiingur situr eldiviðarlítill, tneð samanbitnar varir j og hrukku i ennintt, við sína einka- stó, og býr sér til .sjálfstæðar skoð. I anir”, sem auðvitað eru ekki annað j en tóm vitleysa, og hefir ekki nokk* j ur lifandi ráð tiLþess að kaupa sér pappa utan á sinar fjórar húshliðar. I einum smákaupstað ertt tugir ! ntanna að bisa við að velta sama stóra steininum, einn og einn, í stað. inn fyrir að ganga á hann allir i sennv Hvers vegna er ekki skrifaö j itm það i Stjórnartíðindin, að menn . eigi að sameinast i lífsharáttunni ? Það á auðvitað að hafa stóran elda- skála i kjallaranum á stóra húsinu, og þar á að setja stóra eldavél og stóran pott og elda graut og fisk fyrir tíu fjölskyldur í eintt. Siðan á að hafa stromp upp úr þakinu. Það er ékki verra að eta graut og fisk, sem soðinn en í einum stór. itm potti á einni stórri eldavél, held- ur en graut og fisk, sem soðinn er i tiu litlum pottum, á tíu litlum elda. j vélum, — annars hægnst að fletta upp i eldhúsdálkum Familie Jaurnal ef senija ska.1 fjölbreytilegan mat-| seðil, en auðvitað.getur ráðið satui | dags.)«e«tt á tíu fjölskyldna heimili, eins og í matsöluhúsi með hundrað fæðisþegnum. Aðeins væri þessi til- högun tíu sinnum kostnaðarminni, fyrir nú utan hvað það liggur í hlut. arins eðli, að fara þannig að, ef nokkur hefði ímyndunarafl til að sjá hvað liggur í hlutarins eðli. Hjá fyrirfólki t smákaupstöðum fer mikið starf, fé og heilabrot ? það, að halda uppi virðingu sinni ihyort fyrir öðru< og er slíkt hugð- næmt efni fyrir þá, sem gantan hafa af að semja skáldsögur um hégóma. skap, en annars ekkert við því að segja, því borgarastéttin má leyfa sér alt. En eg er að tala urn þurra- búðarfólkið. Eg er að tala um hvað útúrboruskapurinn hljóti að kosta það mikið fé og krafta, og *hvað félagsbúskapurin nmyndi spara þvi að vera mikil firn, ekki a#eins af afskiftaleysi hvers um annars hagi, sem allir þessir dreifðu öpeigabústað. ir ala, heldur einnig af tortryggni, ríg, fjandskap og allskonar óheilind- um. Tvidrægni og sundrung er hvergi eitraðri en meðal fátæklinga í smáþorpum. En reynslan er alstað. ar* sú, að sambúðir eru beztu meðöl til að skapa vinarþel og bræðralag manna á meðal (heimavistir, ver- búðir, herbúðir); ráðið til þess að menn vingist, er að þeir kynnist; og ráðið til þess að þeir kynnist, er fé- lagslif. Islendingar skortir félags- líf í þess orðs þrengstu og siðustu merkingu og öllum merkingum þar á miHi. Utúrboruskapurinn og félags leysið gerir menn. að einræningum, einstaklingseðlið að vanskapnaði, og mennina hrædda hvíern við annan (sbr. “dulir” menn). Það er ofvöxt ur i einstaklingsþroska Islendinga, sjúkur vöxtur, sarkóm. Trú Islend. ingsins á “sjálfstæðar skoðanir” er herfilegasta bábilja. Menn eiga að slá í 'brall og byggja stór hús, og flytja saman og lifa hver annars lífi í samstarfandi heildum, en ekki hafa sjálfstæðar skoðanir og grafa sig lifandi hver í sinni hittunni. Fólk sem er uppfætt undir víðari staðhátt- um og vanK samneyti, er glaðara, frjálslegra, fegurra, einlægara, vit. urra. Fólk sem býr afskekt, verður mannfælið, sérviturt óhamingjusamt og Ijótt. Niður með tómjhúsin og kumbaldania! Saman með fólkið! Frjálsara upplit! Minna af "sjálf- stæðum skoðunum” ! Meira af göfg- andi veruleik) (Meira.) Halldór Kiljan Laxness, —Vörður. Snema á morgnana. DÖGG og rigning á sumrin, snjór og krap á veturna — blaut ir fæturna á morgnana og yður er ónotalegt allan daginn. Því ekki að tryggja yður þæg- indi með pari af NORTHERN |1 skóm? Vér höfum p fullar birgðir af skó- hlífum, yfirskóm og vinnuskóm — á;erkum og endingargóðumff — og þætti vænt um að mega sýna yður þá hvenær sem er. NpRTHEfi^ Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmönnum; Arborg Farmers Co.op. Frá íslandi. Association, Ltd. Jónas Anderson T. J. Clemens S. Einarsson T. J. Gíslason Lakeside Trading Co. Sim. Sigurðsson F. E. Snidai S. D. B. Stephenson Arborg Cypress River. Ashern. Lundar. Brown. Gimli. Árborg Steep Rock. Eriksdale. iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi og í sama bili sá húrt, að hann varð fyrir höíuðhöggi, og kallaði þá upp yfir sig í svefninum: “Þetta evrður honum að bana”. Skömmiv , síðar barst henni fregnin um andlát hans frá Islandi, og urðu æfilok hans þau sem henni sýndist í svefninum. Rvík 21. okt. Til frama — en ekki fjár — fara tveir Islendingar utan með "Lyru” í dag; þeir Sigurður Greipsson glinnt. kóngur og Þorgeir Jónsson frá Varntadal í Mosfells’sveit. Þeir fara til vetrardvalar og náms á leikfintis. skóla Niels Bukh, í Ollerup á Fjóni. Hefir Bukh boðið Þorgeiri mikil sæntdarkjör, ef hann vildi fara til sín til dvalar í vetur. — Þá er glínnt- mennirnir íslenzku voru í Danntörku siðastliðið suntar, reyndist Bukh þeim hinn ágætasti höfðingi og gerði vel viö þá á alla lund, og gaf hann Þorgeiri — sem honutn hefir litist vænlegur íþróttamaður — að skilnaði hina ágætustu gripi, vandað gullúr með áletrun og tygilkníf silfurbúinn. Hefir hann eigi gert endaslept á vel- gerðum sínum við Þorgeir, því að nú hefir hann boðið honum slik vildarkjör, að Þorgeir taldi sér varla tjá að hafna þeim. — En þess má hér geta, til að sýna, að Þorgeir er ekki slíkrar sæmdar óverðugur, og hins, að Bukh hefir “kitnnað mann á velli að sjá”, að fyrir fáum dögum setti Þorgeir þrjú ný íslenzk met, og hækkaði öll stórum. I kúluvarpi beggja handa (úr 18.80 stikum upp i 20,02 s’t.) og í kringlukasti annarar og beggja handa (annarar handar úr 64,35 st. upp t 38,58 st. og beggja handa úr 60,63 st. upp í 67,88 st.). Þessi met öll varð hann. að setja utan leiktnóts, því að eigi var um annað að gera. Eru met þessi því annáls- verðari fyrir þaö, að þenna dag var svo kalt í veðri að hann gat ekki afklæðst að öðru en því að fara úr treyju og vesti, og ekki haldið á sér hita er til lengdar lét, en flest met eru sett undir alveg þveröfugum kringumstæðum, klæðlaust aH mestu og í heitu veðri, — sem skiljanlegt er, af því að allir vöðvar og taugar starfa þá bezt. — Munu allir íslenzk. ir íþróttamenn óska þessum fræknu fullhugunf góðs brautargengis og heillar heimkomu, er þeir leita aftur norður um sæ á vori komanda. O. S. Rvík 25. okt. Landskjálftor á Reykjanesi. — I nótt urðu ntiklir landskjálftar á Reykjanesi, einkum þar sem vitinn stendur. Mestir voru þeir kl. 1—3, en héldust enn í morgun, þegar sím- að var þaðan urrt kl. 10 en voru þá hægari. Þversprunga hafði kontið í vitann neðarlega, og kl. 3 voru ljósin sloknuð, og eftir það héldust menn ekki við í vitanum. I ibúðarhúsi vitavarðar höfðu rúð ur brotnað og ofnar kastast til, en enginn hafði meiðst. Vitavörur ætlaði að reyna að gera við vitaljósin í dag, en óvíst er, að það takist, og eru sjófarendur varað ir við að treysta vitanum. Vísir átti tal við stöðvarstjórann í Grindavtk í morgun. verið nær samfeldir landskjálftar í nótt, frá því klukkan var að ganga þriú og þangað til hún var langt gengin fjögur. Um kl. 8 komu þar 2 snöggir kippir og smáhræringar fundust við og við. Skemdir urðu engar. Kippirnir virtust koma utan af nesinu. Hér í bænum fundust nokkrir kipp- ir í nótt, hinn fyrsti um kl. 2, hinn síðasti klukkan 8. þar, og telur fornmenjavörður vafa.' samt, hvort það taki því, enda erfitt. Aður hafði Sig. Vigfússon gert merkilega rannsókn á Bergþórshvoli. Rvík 19. okt. Þrir þýckir fjármálamenn dvelja hér pú á vegitm L. , Jóhannessonar hæstaréttarlögmanns, í þeim erindum I að kynna sqr horfur á stofnun ný , banka. Hefir verið talað um, að þýzkt félag niyndi ef til vill leggja fram um 6 milj. kr. til slíks fyrir- tækis, og eru Þjóðverjarnir hér trún- aðarmen nþess, kostaðir hingað af innlendum mönnum, sem áhuga hafa á þessu. Ekkert er þó ttm það kunn- ugt opinberlega, hvað úr þessu verð- ur. Rvík 16. okt. A Bergþórshvoli hefir við gröft til nýrrar húsabyggingar fundist eitt. hvað af fornleifum, a 'ðsögn prests. ins þar, Jóns Skagan. Nakvæmar rannsóknir hafa ekki verið gerðar Vcizlur. — Eins og frá er sagt áður hér í Lögréttu, hélt landssíminn veglega og fjöruga veizlu á tvítugs. afmæli sínu. Til skemtunar og fróð. leiks fyrir þá, sem gaman hafa af að fylgjast með i því, hverju menn gæða sér á við slík tækifæri, eru settir hér matseðlar úr þessari veizlu og svo úr veizlu, sem Seyðfirðingar héldu, þegar ritsíminn var opnaður þar 1906 og er hann prentaður i minningartiti símans. I Reykjavík.. urveizlunni 29. f. m. var matseðill- inn þessi: Brúnsúpa, heilagfiski og lax í mayonaise ídýfu, lambasteik og svínasteik, jarðepli, rauðkál, blóm. kál og ætistönglar, hrært smjör, van. illeís, kaffi. Vinin voru: Sherry, hvítvín, rauðvn, katnpavín, madeira, poirtvín. I Seyðisfjarðarveizlutmi 1906 var súpa, beinlausir kolar, sil- Þar "höfðu i ungur’ ^°^enzk 'dýfa- Bæheimsbjúga, grænar baunir, ætistönglar, hrært smjör, dilkasteik, jarðepli, kaka, ís saélgæti, kaffi, og vínin: Madeira, Rinarvín, rauðvín, kampavín/ sher. ry-vín, oportóvín og konjakk o. fl. Til samanburðar við þetta má svo minna á atriði úr opinberum veizlum um miðbik síðustu aldar, og mun ekik síður hafa verið glatt á hjalla nú en þá. I lokaveizlu þingmanna 1849, sem um 30 manns sátu, er þess getið (í grein í 1. ári Öðíns), aS druknar voru: 58 flöskur af rauðvini, 14 flöskur af portvíni, 14 flöskur af madeira og 16 flöskur af kampavíni. Kampavínsflaskan kostaði þá 10 mörk og 8 skildinga, portvínsflaskan 1 ríkisdal, rauðvínsflaskan 1 mark og madeiraflaskan 1 rikisdal. Nú kostar kampavinsflaskan hjá vín. verzluninni upp undir 20 kr., .en flask an af portvini, madeira og sherry uppundir 14 krónur. Auk vínsins var í þessari þingntannaveizlu borð- að sælgæti sem hér segir: einn rús. ínukassi á 4 dali og “sultutau” fyrir 28 ríkisdali. Ag ræðuhöldum á þess ari samkomu fara ekki sögur, enda þykja þau oft fullmikil við slík tæki- færi og hneigist hugurinn meira að matnum, sem hér hefir verið sagt frá til gantans. mikið fé og krafta. , Og það hljóta Rvik 22. okt. Dreymt fyrir slysi. — Eins og öll- um er í fersku minni, Kom hingað fyrir skömtnu enski botnvörpungur. inn Scarrow, nteð andaðan háseta, sem orðið hafði fyrir höfuðhöggi. — I ensku blaði er sagt frá þvi, að háseti þessi, sem hét Harry Coe, hafi búið i húsi konu einnar í Grimsby. Hún heitir frú Fraser. Þegar Coe (var farinn að heiman, dreymdi konu þessa’ að hún sæi hann úti á skipi, WHISKY SERSTAKLEGA HÆFT TIL MEÐALANOTK UNAR BESTU GÆÐI OG YEL GEYMT ^Whisky GEYMT í SVIÐNUM EIKARFÖTUM.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.