Heimskringla


Heimskringla - 02.03.1927, Qupperneq 2

Heimskringla - 02.03.1927, Qupperneq 2
2. BLAÐSIÐA IIEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. MARZ, 1927. Á við og dreif. ....okkrir landsmálaþættir. Eftir Einar H. Kvaran. Um nokkurra ára skeið hefi eg ekki látið til tnín taka, sem sérstak- lega er nefnt landsmál. Ymislegt her til þess, meðal annars það, að hugurinn heíir verið fastara bundinn við annað. Eg hefi lika fundið, að mér veitti alltaf örðugra og örðugra að eiga að fullu samleið með nokk- urum flokkinum. Stundum hefi eg verið að halda, að það stafaði að einhverju leyti af því, að eg væri að verða einrænni með aldrinum. En ekki hefir sú skýring samt fullnægt mér. Fyrir hefir það komið, eins og að likindijm ræður, að eg hefi rabbað um sum af þessum málum við beztu vini mína. Þeir hafa þá alloft sagt við mig: “Hvers vegna segirðu þetta ekki á prenti i" Eg hefi fundið að það var . næðissamara og ábyrgðar- minna að þegja. En niðri í djúpi sálar minnar fann eg, að þögnin hafði líka sína annmarka, úr þvi að um á— kveðna sannfæring var að tefla. Fyrir nokkru bar það á górna hjá mér við ritstjóra “Varðar”, að eg kynni að hafa tilhneiging til að láta eitthvað uppi af af hugsunum nún. um, þeim er kæmu landsmálum við. Hann bauð mér tafarlaust rúm í blaði sínu. Eg benti honum á, að þetta væri töluverðum annmörkum bund- ið. Eg yrði nokkuð rúmfrekur, ef eg færi af stað á annað borð. Hitt væri þó verra, að af mörgum mundi verða litið svo á, sem greinir mínar væru verra en einskis vlrði frá flokks fylgis sjónarmiði. Eg ber ekki kala til nokkurs stjórnmálamanns né nokk. urs stjórnmálaflokksins; eg þykist sjá, að allir hafi þeir nokkuð til síns máls. Svo eg hefi enga löngun til að vera jjieð nokkrar ýfingar í garð nokkurs þeirra. En eg hefi enga á- nægju af að vera að skrifa neitt nieð hliðsjón á því, hvort það komi sér vel fyrir einhvern flokkinn. Eg hefi ekki ánægju af aS skrifa neitt annað en það, sem er mín sannfæring og mér finnst einherju rnáli skifta að sagt sé. Þess lét eg getið við ritstjórann, og hann tók því ágætlega. Hiann kvað mér heimilt rúm í “Verði’’, hvað sem mig langaöi til að segja. Svo góðvildarfulla gestrisni stóðst eg ekki og lofaði nokkurum grein— um, I. Fornöld vor og sigur róman— tikurinnar. Mig langar til þess að fara fram á það við lesendur mína, að þeir beini allra snöggvast íinyndunarafl. inu i þá átt, sem margir þeirra hafa sennilega aldrei stefnt í. Gerum ráð fyrir, að vor biðu sömu örlög sem þau, er vér áttum að sæta á niður— lægingartímabili þjóðarinnar, — að vér glötuðum sjálfstæði voru og yrð. um undirlægjur annarar þjóðar, sem beitti við oss hinu og öðru harðræði, — að framtakssemi þjóðarinnar hnignaði svo, að langflestir íslenzkir menn yrðu að gersamlega févana smælingjum, svo að mjög mafgir þeirra kæmust á vergang, ef eitthvað bæri út af, og talað yæri um að flytja alla þjóðina á eitthvert óbyggt svæði sem þurfamenn — og að andlegu at- gervi þjóðarinnar virtist hnigna að sama skapi sem efnalegri velgengni hennar. Gerum ennfremur ráð fyrir, að þetta henti oss innan einhvers til— tölulega skamms tíma, og að svo risu einhverntíma síðar upp einhverjir mikilhæfir viðreisnar— og endurvakn ingamenn. Hugsum oss, að þessir menn höguðu sér eitthvað líkt og mennirnir, sem unnu samskonar verk fyrir oss á 19. öldinni, og leituðu í sögu þjóðarinnar til þess að lyfta henni upp. Og þá verður sú spurn— ing fyrir oss: Hvert mundu þeir leita? Hver atriði úr sögu þjóðarinnar mundu þeir telja liklegust til þess að hrífa hugi hennar og knýja hana fram til nýrrar manndáðar og at— orku ? Eg geri ráð fyrir. að sú niðurstaða sem eg hefi komist að í því efni, muni valda hneyksli hjá einhverj— um og verði talin nokkurskonar goð— gá. Það virðist svo erfitt að ræða sum mál við þá menn, sem láta til— finningarnar og hleypidómana fergja skynsemina. Sennilegt er, að eftirkomendurnir mundu bera saman fornöld vora og þessa tíma, sem vér lifum á, segjutn síðan 1874. Onnur tímabil koma tæplega til greina. Þeir mundu að sjálfsögðu koma auga á það, að lslendingar á 10., 11., 12. og 13. öldinni hefðu haft mikið til síns ágætis. Ekki mundi það leyna sér fyrir þeini, að margir þeirra hefðu verið ljóngáfaðir menn. þeir sæju það, að nokkurir þeirra hefðu skilið eftir bækur — ekki marg ar, en nokkurar — sem eru ódauð- legar í sinni grein . Þeir mundu sjá það, að þessar bækur væru ómetan— legir fjársjóður, sumpart fyrir það, hve þær varpa skæru skilningsljósi yfir menn og málefni, sumpart, og ekki síður, fyrir hitt, hve málið, sem þessir fornhöfundar vorir rituðu, er þrungið af viti og rökfestu, svo að ef menn kynna sér það nokkuð vand- lega, þá er það öflugasti varnargarð- urinn gegn flóðbylgjum subbuskap— arins og vanhyggjunnar. Þeir mundu sömuleiðis sjá það, að ýmsir þeirra •hefðu verið mjög mikils metnir í öðr um löndum fyrir líkamlegt og and- legt atgerfi, sem vaskleikamenn i mannraunum, fræðimenn og skáld. Þeir mundu eins og vér, sjá sérstak— an Ijóma yfir þessu timabili. En saman við þann ljóma mundi samt i augum þeirra rlenna ískyggileg ó— veðursblika. Hvaðan koni óveðrið'? Það kom ekki austan úr Noregi, eirs og menn virðast hafa gert sér í hugarlund. Það kom ekki frá drottnunargirni né ásælni nokkurs útlends þjóðhöfðingja. Hvaðan ætli það hafi komið nema úr sálum mannanna sjálfra? Það er ofbeldishugurinn. sem fór með þá. Og því er nú ávalt svo háttað, að þar sem ofbeldið er þunga miðjan, þar verður litilmagninn létt— ur á metunum. Þegar vér athugum, hvað þjóðin var lítil, þá ér það alveg óhemjulegt hve mikið var um vigaferlin. Lík_ lega hafa þau verið tiltölulega tíð— íri, en með nokkurri annari þjóð á þeim timum. Samt var þetta ekki ískyggilegast né örlagaþrungnast. Viðsjálast af ÖIlu var það, að sjálft skipulag þjóð— arinnar var reist á ofbeldi. F.ngir óhlutdrægir dómar fóru fram i land— inu. Hve skýlaust sent það var, að málstaðurinn væri réttur, þá var ekki nokkur vegur að fá hann viðurkennd an, nema málsaðili hefði liðstyrk til þess, — meiri liðstyrk en sá, er fór með rangt mál. Enginn vandi er að sjá, hvernig réttarfarinu hefir i rj^in og veru verið háttað. Ef til vill kennir það hvergi Ijósara fram en í Viga—Styrs sögu og heiðarviga. Víga—Styr hælir sér af því að hann hafi drepið 33 menn og engan þeirra bætt. Hann er svo mikill höfðingi, hefir svo mik inn frændafla og svo mikið magn á— hangenda, að hann þarf enga ábyrgð að bera á gerðum sínum. Sagan hefir, því miður, að miklu leyti glatast, svo sem kunnugt er. En i sögu þeirri, sem Jón Grunnvikingur ritaði eftir minni, standa meðal ann— ars þessar línur: “Nú vaxa svá metorð og yfirgang— ur Styrs, að flestum stóð mikill ótti af; þótt hann vægí menn, bætti hann engu, og flestir urðu svo að láta sem hann vildi, því engi fékkst réttur ýfir honum; stóðu og margir rikir menn at honum, vinir og mágar, svá at fáir þorðu að veita honum nokkurar tilgerðir.’’ Þessum óbótamanni virðist enginn staður hafa hæft i þessum heimi ann ar en gálginn. og enginn. staður i öðr um heimi annar en eitthvert helviti. Sennilega hefir fvlgið aukist eitt- hvað við það að hann !ét reisa kirkju. En að minnsta kosti hefir hann talið sáluhjálp sinni óhættara fyrir þessa kirkjubygging, þvi að klerkarnir höfðu talið mönnum trú um, að þeir sem kirkju létu gera, ættu ráð á að kjósa svo marga menn til himnarik- is, sem margir gætu staðið innan kirkju þeirra. Geta má nærri, að Styr hefir þá ekki hugsað sér, að hann yrði sjálfur skilinn eftir fyrir utan. Þegar þessi höfðingi hefir hælt sér af þvi, að hann hafi drepið þrjátiu og þrjá menn, án þess að bæta þá a“S neinu, eykur hann að minnsta kosti einum við í hópinn. Hann drepur, þá alsaklausan bónda, hinn vaskasta mann, sem hafði sýnt honum gest— risni. Hann gerir það ekki í neinni bræði. Hann undirbýr athöfnina, situr fyrir bóndanum með ofurefli og drepur hann, fyrir það eitt, að hann er að reyna að komast í aðra sveit undan ofsóknum Styrs. Farið er fram á það við Styr að i þá að verða svo gerólikur því, sem tíma síðar í þessum greinum, hefi eg ekki neina tröllatrú á því, að þær hugmyndir verði til frambúðar. En því siður get eg hugsað mér. að eftirkomendur vorir geti látið sér til hugar koma, að nota fornöld vora til þess að lyfta þjóðinni upp. Eg frá háskólanum niður í farskólana, og skyldan, sem þjóðfélagið hefir tekið á sig, að sjá ungmennum fyrir fræðslu, eru sæmd þjóðar vorrar, hvað sem menn segja. Allt er þetta verk þessarar kynslóðar, að undan- tekinni stofnun menntaskólans — og kygg, að hugsunarhátturinn hljóti | hún líka í raun og veru. Sama gera umkomulausum syni bóndans einhverja sæmd í föðurbætur. Styr lízt svo á piltinn, að hann sé ekki líklegur til þess að hefna föður síns, og hleður á han nsvívirðing. En.gar horfur eru á því að neitt verði fyrir þetta bætt. En pilturinn reynist ann— an veg en Stvr hugði og vegur hann. Til eru svo góðgjarnir og sanrígjarn ir menn, að þeir skjóta piltinum und— an og konia honum til útlanda. Fyr— ir það drengskaparbragð drepur mestur höfðingi Vesturlands, Snorri goði Þorgrímsson, þá af þessum mönnum, sem hann nær til. Og út úr því halda manndrápin áfrani, svo sem lesa má að Heiöarvigasögu. Þau voru mörg meinin, sem þjáðu hið forna skipulag vort. En sjálft banameinið virðist hafa verið það, að framkvæmdarvaldið vantaði með ÖIIu. Forfeður vorir voru svo miklir sjálfstæöismenn. að/þeir þoldu ekk— ert óhlutdrægt dómsvald, og að þeir gátu alls ekki unað neinum sameigin— legu framkvæmdarvaldi . Maður, er unnið hafði mál, var engu nær, ef hann hafði ekki bolmagn sjálfur til þess aö fá dóminum fullnægt. Og svo fetigu þeir Sturlungaöldina og sjálfstæðismissi þjóðarinnar. Ekki mundi það dyljast eftirkom— endum vorum, að ýmislegt hafi for— feður vorir gert vel og farsællega. Þeirra mesti heiður verður sennilega sá, auk bókanna, að þeim tókst betur en öðrum þjóðum að konia kristninni á hjá sér. Fyrir þvi verður naum— ast gerð önnur skynsanileg grein. en að Ásatrúin hafi að mestu verið und ir lok liðin í landinu. Svo stórbrotn— ir málafylgjumenn, sem forfeður voru voru, og svo fítið sem þeim var um það gefið að láta sinn hlut. voru þeir ekki liklegir til að láta bugast af öðru eins spakntæli og því. að “ef vér slitum lögin, þá slitum vér frið - inn’’, eins og kristnisagan orðar þessi ummæli. Þeir börðust sjálfir-'á sjálfu Alþingi fáum árum síðar friðarhugsunin fyllti ekki meira rúm i hugum þeirra en betta. Vér getum ekki hugsað oss ann— aö, eftir því, hve snilldarlega for— feðrum vorum tókst að fara með þetta mál, en að þessir gáfuðu menn. sem margir höfðu mikil kyntii af öðrum löndum og hugsanastraumum þar, hafi verið farnir að sjá það mjög almennt, að Asatrúin samsvar— aði ekki lengur hugsanalifi andlega þroskaðra manna, og þess vegna hafi j þeir látið skirast með svo litlum mót— | þróa. Af sömu ástæðu hlýtur það að vera, að heiðnu trúarbrögðin virðast með öllu hafa verið Iiði« undir lok í landinu eftir mjög stuttan tima. Kristnin gerir ómetanlegt gagn um stund. En sá timi var þvi miður ekki langur. A furðu stuttum tima er kristnin ofðin svo„ að þaö skiftir ekki miklu máli að drepa menn. Hitt er aðalatriöið að ná prestsfundi, áður en liflát fer fram fyrir manndrápin. Mestur sigur, sem rómantíkin og máttur snilldarinnar hefir unnið hér á landi, er sá að koma inn í jafn— skynsama þjóð og Islendinga gagn— rýnislausri dýrkun á fornöld vorri. Það er furðulegt meistaraverk, sem Jónasi Hallgrínissyni tókst að vinna, þegar hann fékk talið löndum sin— um trú um, að forfeður vorir hafi unað glaðir við sitt. En það er mjög lítill sannleikur i þvi. Ofbeld— ismennirnir, sem höfðu nægilegt bol— magn til þess að þurfa ekki að læra neina ábyrgð á gerðum sinum. kunna að hafa gert það. Aðrir gerðu það ekki. Eg vona, að aldrei komi til þess, að slika endurreisnarbaráttu þurfi að hefja sem þá, er eg hefi verið að gera ráð fyrir. Eg vona, að T'slend— ingar sökkvi aldrei niður í eymdina, þó að það hafi hent þá áður. Eg ætla ekki heldur að spá neinu um það, hverjar skipulagsmyndir múndu vaka fyrir þessum endurreisnarmönn um, ef þeir þyrftu einhverntima að koina íil sögunnar. Ekki get eg hugsað mér, að þær yrðu að öllu leyti sömu hugmyndirnar, sem vaka fyrir ráðandi flokkum í Iandinu nú. Eins og koma mun fram einhvern— hann var á söguöldinni, að mönnun- um finnist örlítið þangað að sækja, annað en snilldina á orðalaginu. Eg ræð það meðal annars af því, að svo er um oss nútíðar—Islendinga, sem ekki höfum af einhverium ástæðum horft svo fast á fornöldina, að vér höfum orðið andlega sjóndaprir. II. Nútíðarmcnning vor. Eg vék að því i greininni hér á undan, að eg væri ekki sannfærðijr um það, að eftirkomendur vorir mundu að öllu leyti fella sig við það þjóðarskipulag, sem njú ríkir með oss. Eg vik nokkuð að því siðar. En óhugsanlegt virðist mér ann— að, en að þeir muni meta mikils þær kynslóðir, sent hafa verið að’starfa hér í landinu á siðustu 50 úrunum. og að þeim muni finnast ólíku meira til vor að' sækja til lyftingar fyrir þjóðina en til forfeðra vorra á sögu öldinni. Það er óhemju—átak, sem íslenzk þjóð hefir gert á þtessum tima, og eg kannast við það í einlægni, að eg get orðið nokkuð óþolinmóður stundum, þegar eg sé menn rita, eða heyri þá tala, eins og misfellurnar hiá oss séu aðallega frásagnarverð- ar, og að i raun og veru sé um aft— urför að tefla. Þeir menn, sem svo biskupinn yfir Islandi lýst yfir er tala og rita, ættu »ð kynna sér hvern- segja um bókas'ofn, skjalasafn, þjóð— menjasafn og lestrarfélög. Eins er um félagslífið allt, til eflingar verk— egitm og andlegum framförum, það var alls ekkert til, þegar þeir menn voru að alast upp, sem nú cru roskn- ir. Frelsi og jafnrétti landsmanna hef ír aukist svo, að ástandið er orðið allt annað en áðirr. Hegningarlögin frá 1869 eru að sönnu í gildi,’ en allir finna það, og lögfræðingarnir vist einna bezt, hve mjög þau eru lir— elt og samsvara illa i ýmsitm efn— um réttlætistilfinning þjóðarinnar. íjví ,að manínúðin Ihefir eflst svo nijög, að það er aðdáunarefni sum— um, eins og mér, og óánægjuefni ein— stökum mönnum, sem ertt með aftur— kasts—tilhneigingar. Annars skal eg láta mér nægja í þessu sambandi. að benda á þrjú atriði, sem blasa'við öll ið á síðustu áratugum, þá hefði hamt. sjálfsagt búist við þvi, að bókmennt— irnar mundu taka undir sig sprett. Hitt var ekki jafnlíklegt, að við- mundum nú hafa fengið , álitlegan hóp af verulegum listamönnum. Þeir eru ekki margir áratugirnir, síðan er enginn Islendingur, sem ekki haföi komið til útlanda, hafði neina hug— mynd um list málaranna né mynd— höggvaranna. Sigurður Guðumunds— son drukknaði í fátækt ‘og fékk engu afkastað nema fáeinum altaristöflum, sem hann hafði enga ánægju af. — Fyrsti maðurinn eftir hann lagði út á listabrautina 1895. Nú rekur hver málverkasýningin aðra. Og vér höf um reist hús fyrir verk tnyndhöggv— ara, sem þekktur er um töluverðan hluta heitnsins og á væntanlega eft— ir að verða miklu frægari. I tónlist— inni höfum vér eignast ágætismenn. svo að í þeim efnum er að verði bylting. Og leiklistin, sem • hefir verið að brjótast áfram í mestu erf— iðleikum, er þjóð vorri sæmd. Mjög oft hefi eg heyrt því varpað* fratn, að þjóðin hafi ekkert orðið ánægðari fvrir allar þessar breyt— ingar, setn gerst hafa. Eg skal ekk— afnátn vistarbandsins, sent var ert fullyrða um það að þessu sinni. ómótmælanleg kúgun og áþján, rýnik un kosningarréttarins og sá kostur, sem konum er nú orðinn á því að leita sér atvinnu. Þó að einmitt um þessar tnundir bóli á afturkasts—tilhneigingum í þjóðkirkju Islands, og þó að hún sé mjög vanmegna sem stendur og henni lítið sint mjög víða á landinu, þá er hún vafalaust með þeim frjáls— lyndustu ;og rúmbeztu þjóðkirkjum í heimi. Því hefir meðal annars ig ástatt var um það leyti, sem ver fengum löggjafarvaldið og fjárfor- ræðið, og hugleiða það af nokkurri stilling og viti. Eg ætla ekki að fara að lýsa því ástandi nú. Ýtnsir hafa gert það, og þar á meðal eg. Eg ætla heldur ekki að fara að fjölyrða tnikið um það nú, setn kom— ið hefir verið í framkvæmd. Ollum ætti að vera það nokkurnveginn ljóst. lendis. Þetta er ein af þeim merkis— breytngutn, sem orðið hafa hér á landi, síðan er til dæmis að taka séra Matthías Jochumsson fékk biskups— áminningu fyrir að neita útskúf— unarkenningunni. Svo virðist sem annar hugsunarháttur fái ekki þrif— ist verulega hér á landi nú en frjáls— lyndislegur. Menn líta nú á sig setn frjálsa menn, í veraldlegum og and- I legum efnum. Þar sem nú frjáls— Samt finn>t mér ekki úr vegi ^ ]yntu kirkjunnar er i fullu samræmi að rifja upp nokkur atiiði. Sumit j vjg hugsunarhátt ntikils meiri hluta menn virðast svo gfeymnir, að þjóöarínnar, ‘virðist mér mega búast minnsta kosti þegat þeit komast í , vjg þyj^ a,g þag vj.j-gj útsæði til nýs vont skap. Það er enginn smáræðis atburður, að vér skulum hafa fengið sjálfstæði vort að fullu, eftir rúma hálfa sjö— undu öld. Að minnsta kosti hafa aðrar þjóðir litiðsvo á, þær gróðurs innan kirkjunnar. Nýjar og blómlegar bókmenntir hafa konúð upp, og mér er óhætt að manndauðinn kominn Eg veit að menningin hefir tilhneig— ing til að skapa ný óánægjuefni, eins og í staðinn fyrir þau, sem burtu hafa verið tekin. Lífi voru er svo háttað hér á jörðinni, að vér eig— utn alltaf nýjum vandamálum að mæta. Þau hafa skapast með hinni nýju menningu vorri, eins og annars— staðar. Eg mun eitthvað víkja að því síðar, því að ekki er því að leyna, að mér virðast þau alvarleg. En ekki get eg hugsað mér annað en að mennirnir vaxi að minnsta kosti að einhverju leyti að manngildi við það að fá öfl náttúrunnar sér undir- gefin, vita af sjálfum sér sem frjálsum mönnunt, fara að nota kraftana i sjálfum sér. sent áður hafa legið ónotaðir, og fara að hugsa nýjar hugsanir. Annars yrðum vér að álykta, að allt menningarstrit ver- aldarinnar sé einskis virði, og tnér veitir örðugt að sætta mig við þá hugsun. En hvað sem því líður, fnnst mér ekki hlaupið að því að finna ný ó— ánægjuefni, sem vegi á móti því' at— riði. sem Guðmundur Hannesson pró fessor hefir skýrt frá. að árið 1861 dóu hér á landi 36%, en 1920 var fullyrða, að ef eitthvað alveg sam-' Prófessorinn bendir sambandi, að manndauðinn svarandi væri til sýnis frá fornöld senl | vorri, þá þætti það ekki ómerkilegt, orðið hafa undirlægjur erlends valds , r ungdæmj mjnu höfgu menn ekk- og náð sjálfstæðinu, að einhvers sé crt ag Iesa> Bókahungrið var eitt það vert. Bolað hefir á röddum, setn aðaleinkenni þjóðlífsins. Nú er bóka lýsa lítilsvirðing eða jafnvel óvild á 0g blaðanrergðin orðin svo ntikil, að þeint nterkisviðburði. Vonandi ntagn— ast ekki sú fásinna. Hugurinn ætti sannarlega að vera allur annar. Verklegu framkvæmdirnar, sem orðið hafa á þessum áratugum, síð— an er vér fengutn fjárráð vor, eru eins og eitthvert æfintýri. Að minnsta kosti er það svo í mínum augtim, et' man svo vel kyrstöðuna og úrræða— leysið fyrir 50 árum, og hve örliti') menn höfðu úr að spila. Þessar óra— leiðir af brúuðum yegum, setn lagð - ir hafa verið, finnast mér merkileg— ir. Eg hugsa til unglingsára minna. þegar enginn vegarspotti var til á landinu, og aðeins eitt vatnsfall brú— niður í 14%. á það í þessu sé með oss orðinn svo lítill og fólksfjölgunln svo núkil, að vér séum að þvi leyti í tölu fremstu þjóðanna, og að á hálfri öld höfum vér hafið oss frá miðaldaástandi upp í röð helztu menningarþjóða. Og hann segir, að það sé líkast kraftaverki > Þetta er sjálfsagt að mjög miklu leyti að þakka læknafjölguninni, sem eg hefi ekkert minnst á hér að fratn— an — enda auðvitað mörgu öðrit sleppt. Hún er vafalaust eitt af mik— ilvægustu atriðum í framförum vorra tima hér á landi. Aður var Iækna— fæðin blátt áfram voðaleg. Mér stendur það fyrir minni, að þegar eg fluttis tað Goðdölum með foreldrum minum, fyrir 56 árum, þá var eng— inn læknir nær okkur en norður á Akureyri á aðra hliðina, en vestur í Hnausum í Þingi i Húnavatnssýslu á hina. Kvoruga leiðina er unnt að sumarlagi nenia A vetrum kom gengi jafnhratt og raun hefir á orð— engum mánni úr því byggðarlagi til enginn hefir unda nað lesa. Fróð- Ieik og hugsunum er veitt út yfir fólkið í striðum straumum. Hver sem athugar uniræðuefnin með þjóðinni nú. allt frá hintt efnikenndasta, eins og áburðargryfjum og öðrum verk— legum og nauðsynlegum framkvæmd- ttnt til þeirra alheimsspurnínga, seni t. d. sálarrannsóknirnar og guðspekin hafa vakið í sálum mannanna, og ber það saman. við þrengslin utan unt hugi þeirra fyrir fáeinunt áratugum. hann hlýtur að sjá hvað frantþróun hugsanalífsins hefir verið stórkost— leg. Islendingar hafa ávalt verið bók- að. Nú hugsum vér til þess aö fara|hnejgg þjóg ,og ef e;nhver hef5i haft á bilum austan úr hljótshlíð og norð nægjjegt íniyndunarafl til þess að komast á dag að ur i Þingeyjarsýslu úuian tarra ára. hugsa súri ag yiðreisn þjóðarinnar (mjög vel riðandi Simi er konúnn um mestallt landið. Banka höfutn vér fengið, og þeir hafa gerbreýtt viðskiftalífi þjóðar— innar. Verzlunin að kalla má öll orðin innlend. Sjávarútvegstaékin orðin svo fullkomin sem nokkurs— staðar í veröldinni. Sjómannastétt— in ef til vill betur mönnuð en í nokkuru öðru Iandi . Islenzk ný- tizkuskip bruna með ströndum fram og um veraldarhöfin, i stað þess sem Jónas Hallgrímsson kvað, að “eng— inn kunni að sigla’’. Landbúnaðurinn er vitanlega ekki jafnlangt kominn að sinu levti eins og aðrar atvinnugreinir. Har.n hef— ir átt örðíigri aðstöðu. En áhttg— inn er vaknaður, og um það er ekki lítils vert. Sumstaðar er jarðrækt— inni að fara fram hröðum fetuni, og húsagerð á stórum flákum á land— inu öll önnur en hún var, þó að mik— ið verk sé enn óunnlð i báðum þess— um efnum. Fráleitt er minna vert um þær framfarir, sem hafa orðiö á andlega sviðinu. Mtenntastofnanirnar, allt Yilt þú komast áfram Velgengni er einungis þeirra, sem eru reiðubúnii að grípa tækifærið, þegar það gefst. Eruð þér? Eða eruð þér ánægð að fljóta úr einni lágt launaðri stöðu í aðra? Nútíðar verzlun krefst þekkingar og kunnáttu. Hún bíður ekki eftir að óreyndir byrjendur læri einhvern graut í starfi sínu. Látið ekki vankunnáttu standa yður fyrir þrifum. Byrjið kaupsýslustarfið rétt. E/mwood Business College veitir fullkomna kenslu í öllum kaupsýslufögum. Sér- stakar greinir kendar ef æskt er. Ágætlega lærðir og hæfir kennarar, sem hafa haft virkilega starfsreynslu, tryggja gagnkvæma kenslu. Sífeld eftirspurn eftir ELMWOOD LÆRLINGUM. Námsgreinir Bookkeeping, Typewriting, Shorthand, Spelling, Composition, Grammar Verð: Á máhuðl Dagkensla........$12.00 Kvöldkensla.......6.00 Morgunkensla .. .. 9.00 Filing, Commercial Law Business Etiquette High School SubJects, Burrough’s Calculator. Skrifið eftir fullum uppiýsingum til skólastjórans. 210 HESPLER AVE., ELMWOOD. Talsími: 52 777 Heimili: 52 642

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.