Heimskringla - 02.03.1927, Side 5
WINNIPEG, 2. MARZ, 1927.
HEIMSKRIN GLA
5. BLAÐSÍÐA
ÞJER SEM NOTIÐ
TIMBUR
KAU PIÐ A F
The Empire Sash and Door
COMPANY LIMITED
Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 366
Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA.
un frá þeim, sem voru honum
handgengnir og þekktu hann.
Ást er þrennskonar. Fyrst af
öllu sú ást, sem við berum til
eins einstaklings, — þessi sér-
staka velvild, sem við höfum til
konu, bams, vinar. Þetta tek-
ur sér gervi hinnar yndislegu
sambúðar, sem við höfum séð
milli Debs og konunnar( sem
hann dýrkaði. í öðru lagi er
sú ást, sem við gefum mönnum
yfirleitt — Manninum sem
heild. Þetta er uppistaða og
ívaf ailra pkka rdrauma um
sælli ogi betri heim. Það er á-
stríðan, sem gerir úr mönnum
hugsjónamenn og spámenn hins
rétta. Við sjáum hana í Debs,
í þeirri dýrkun hans á friðar-
hugsjóninni, sem leiddi hann
inn í fangelsið í Atlanta, eins
og guðsríkishugsjónin Ieiddi
Jesú til Golgata. í þriðja lagi
er ástin sem er nokkurskonar
»
sambland hinna tveggja tegund
anna — kærleikinn, sem við
berum til sérstakra flokka
manna, og sem við sjáum hjá
Debs í ást hans til verkamann.
anna og þeirra fátæku.
Það er þessi þriðja tegund af
ást, sem færði yfir Debs alla þá
erfiðleika og angist, sem hann
varð að þola mestan hluta æfi
sinnar. Því það er þessi tegund
ástar til hina lægri stétta mann
félagsins, sem er því svo hættu-
leg. Það er til fólk í þessum
heimi( sem ekki er ætlast til að
góðir menn og konur elski —
sem heiðvirðum mönnum og
konum er ekki leyft að elska
Þetta er einmitt fólkið, sem
Jesús elskaði; við minnumst
hinna vægðarlausu ásakana um
að hann væri “vinur tollheimtu
manna og bersyndugra”! Þetta
er líka fólkið, sem Debs elsk-
aði — hinir fátæku, hinir á-
nauöugu verkamenn, Innir út-
hrópuðu og fyrirlitnu af mönn.
um. Það er ekki leyft( segi eg,
að elska þetta fólk; því það að
elska þá, er sama og að vilja
lyfta þeim upp, og að lyfta þeim
upp, er hið sama og að vilja
trufla mannfélagið. setja allt
skipulag úr skorðum( og hafa
hausavíxl á öllum hlutum. En
Debs elskaði þá með meiri og
einlægari ástríðu, en nokkur
annar opinber leiðtogi í okkar
tíð. “'Svo lengi sem til er lægri
stétt,” sagði hann, “er eg í
henni; svo lengi sem til er
glæpamannaflokkur, er eg einn
af þeim; svo lengi sem nokkur
sál er í fangelsi, er eg ekki
frjáls.” * Það var þetta viðhorf,
þessa algerða samhyggð, sem
gerði Debs, á unga aldri, hinn
heitasta æsingamann vinnu-
lýðsins, sem sögur fara af. Það
var þessi ást, sem dró hann inn
í Sósíalistaflokkinn og gerði
hann þar strax að foringja. —
Sósíalismus Debs stafaði frá
hjartanu, en ekki frá höfðinu.
Eg efast um að Debs háfi veru-
lega skilið hugtök sósíalistískr-
ar heimspeki. Eg er nokkurn
veginn viss um, að hann lagöi
«nga hugsun til í það hugsana-
kerfi. Eg veit að hann hafði
nldrei neinar mætur á kenn-
úigum og stefnum. Það var allt
ást fyrir honum — ást til mann
anna, sem voru hneptir í þræl.
úóm, og sem kynnu að verða
frelsaðir með hinni sósíalistisku
nppreisn. Það var þetta, sem
Serði Debs svo mikið stærri en
flokkinn, og þetta einnig, sem
gerði hann að skotspæni fyrir
örvar hatursins, sem á honum
úundu alla hans daga. Okkar
heiðvirða fólk getur fyrirgefið
^júphyggjumanninum, en það
getur ekki fyrirgefið elskhugan.
úni. Elskhuginn gerir sam-
ibönd, sem >eru niðurlægjandi;
hann kveikir vonir, sem eru
hættulegar; hann sáir sæði
uppreisnarinnar. Svo þeir hrópa
“Krossfestið- hann! Krossfestið
hann!” Jafnvel fólkið sjálft
hrópar; svo blint er það stund-
um, svo afvegaleitt. Og fyr
eða síðar kemur krossinn og
liin langa kvöl á Golgata.
Þetta voru örlög Debs, eins
og Jesú og margra annara
helgra manna og píslarVotta.
Ást hans til hinna arflausu var
hans synd, og að dómi laganna
hans glæpur. En þessi ást rétt-
lætti sjálfa sig, eins og hún ger
ir æfinlega, sé hún sönn. Því
Debs vann loks hinn síðasta síg-
ur allrar ástar; en það.er ástin
til óvina sinna. Enginn níaður
var viðkvæmari fyrir illmæl-
um og árásum, móðgunum og
mannskemmdum, en ’Gene.
í þrjátíu og; tvö ár var æfi
hans óslitið píslarvætti, að svo
miklu leyti sem mannfélagið
átti hlut að máli. En aldreí gaf
hann sig hatrinu á vald, jafnvel
ekki í garð þeirra, er þrælkuðu
meðbræður hans, allra sfzt í
garð þeirra, er þjáðu hann sjálf
an. “Þegar Debs talar hörku-
legt orð,” sagði Horace Tran-
bel, “þá er það vott af tárum.”
Þannig var Debs, sjálfum sér
til gleði, og einnig ósegjanlegr.
ar sorgar, elskandl mannanna.
Þessi ást, með uppskerunni. er
hann lilaut af samblandi ástar
og haturs, var hinn dulræni
verndarengill lians um æfina.
Eg þekki engann, sem er ná-
kvæmlega .hliðstæður þessum
manni. Carl Sandburg finnur
líkinguna í Victor Hugo. Owen
Lovejoy minnist á Lincoln.
Huss,, Wycliffe; William Ellery
Leonard nefnir Socrates. En
flestir hugsa um Jesús. þegar
þeir minnast á Debs. í ofur.
litlu kvæðasafni, er heitir:
“Debs og skáidin”, kemur þetta
fram hvað eftir annað:
Once there was a carpenter
A Nazarene,
Ancient, godly rich men
Picked him clean.
Folks say that Jesus
Suffered like ’Gene.
Og nú er hann dáinn — kæri
gamli ’Gene! Eg get ekki verið
sorgbitinn hans vegna, þvf eg
þekki erfiði hans og stríð, og
hve ríkulega hann liafði unnið
til hvíldarinnar. Eg get aðeins
hryggst vegna þeirrar þjóðar,
þess heims, sem lét úti fyrir-
litning, ásökun( spott, fangelsi
og dauða, til handa slíkum
manrii. í síðustu sýningunni í
hinum fræga leik Bernhard
Shaw’s: “St. Joan”, rís píslar-
votturinn, hin unga mær, upp
af gröf sinni, og hyggst að vitja
jarðarbúa á ný. Ásökuð af til-
biðfendum sínum, sem læðast
burtu hver eftir annan, þar til
hin heilaga mær er aftur yfir.
gefin, lyftir hún höndum til
himins, og hrópar í angist sinni
þessi bænarorð um leið og tjald-
ið fellur:
“Ó, guð, þú sem hefir skap-
að þessa fögru jörð; hveriær
verður hún reiðubúin að með-
taka þína heilögu. “Hversu
lengi, ó Drottinn, hversu Térigi?’
— Lauslega þýtt af A. E. K.
---------x---------
Dánarfregn.
Laugardaginn 19. febrúar andaS—
ist húsfreyjan Guöbjörg Jóhannsdótt
ir Jóhannsson, aö heinrili sínu nálægt
Edfield, Sask., um 10 mílur norSur
af Foam Lake bæ. Hún fæddist að
BreiS í Tungusveit í SkagafirSi, 24.
ágúst. Foreldrar hennar hétu Jó—
hann Steinn Jóhannsson frá Hall-
grímsstöSum og GuSbjörg Eyjólfs—
dóttir, er lézt viS Hallson, N. D.,
fyrir nokkrum árum síSan. GuS—
björg Jóhannsdóttir átti engin alsyst
kini, en hálfsystkini mörg; eru sum
búsett á Islandi, sum vestan hafs,
þar á meSal Eyjólfur Jóhannsson aS
Bifröst, Man., Mrs. Ilelga Sigur—
björnsson, nálægt Mountain, N. D.,
Mrs. GuSrún (A. SumarliSason)
vestur viS haf, o. fl. Fósturforeldr—
ar GuSbjargar voru hjónin Eyjólfur
Jóhannessori og GuSbjörg, aS Vind—
heimum í SkagafirSi. Dvaldi hún
þar til 16 ára aldurs, en 18 ára flutt
ist hún vestur um haf, og settist aS
í Hallson, hjá móSur sinni. Skömmu
síSar, 31. jan. 1888, giftist hún eft—
irlifandi manni sínum, Páli Jóhanns—
syni, frá Merkigili í Austurdal í
SkagafirSi. Dvöldu þau á Hallson
næstu 7 árin; tóku síSan heimilis—
réttarland í Mouse River bvggS og
bjuggu þar í 7 ár; þá 5 ár í Svvan
River byggS; því næst settust þau
þar aS, sem síSan hefir veriS heim—
ili þeirra, rúm 20 ár, norSur af Foam
Lake—bæ.
GuSbjörgu og Páli varS 10 barna
auSiS, sem öll eru á lífi og uppkom—
in, nema eitt, sonur, Jóhann aS nafni
er dó á 3. aldttrsári. Hin systkinin
eru þessi: Páll, járnsmiSur aS Mó—
zart; Jóhann Vilhjálmur, heima;
Kristinn Glafur, búsettur aS Mozart;
Arni Theódór, búsettur i Kuroki—
byggS; GuSrún, gift Gravelle; GuS—
björg Sigurlaug, gift Klebeck: Odd—
ný Ingibjörg, gift O. GuSmundsson;
Helga, gift Kiebeck; Pálina María,
ógift, heima. — BræSurnir og ógifta
systirin kalal sig Pálsson.
AlIgóSa heilsu hafSi GuSbjörg
framan af æfinni. Fyrir 8 árum síS—
an tók hún aS þjást af sjúkleik, er
læknar hvorki áttuSu sig á né gátu
bætt; en banamein hennar, sem varS,
innvortis krabbamein, byrjaSi aS þjá
hana um mitt síSastliSiS sumar, og
smádró hana til dauSa. VarS hún
mjög harmdauSi ástvinum sinum og
nágrönnum og öSrum þeim, er höfSu
hennar náin kynni. Segja kunnugir
aS hún hafi veriS myndarkona, starf
söm og umhyggjusöm um mann sinn
og börn, enda óvenjulega blíölynd og
hjartahrein. Plefir og samlíf þeirra
hjóna, um 40 ára skeiö, ávalt veriS
fyrirmyndar ástúölegt. — JarSarförin
fór fram í yndisfögru veSri, mánu—
daginn 21. febrúar, aS viSstöddu all—
miklu fjölmenni islenzkra og ensku—
mælenda. Séra FriSrik A. FriSriks—
son jarösöng.
------x-------
Til gamallar vinkonu-
Langruth, Man.
21. febrúar 1927.
I>ú segir aS þér og mörgu af þínu
byggöarfólki sé mikil forvitni á aS
vita, hvernig frjálstrúarflokknum í
Langruth liSi, og þess vegna biSur
þú mig aö setja fáeinar línur i
Heimskringlu þvi máli til skýringar.
AS biöja mig um slíkt, er aö biSja
mig uni of mikiö, vegna þess aS eg
er því ekki vaxin aö skrifa i blöS.
eöa semja bækur; en samt freistast
eg til aS reyna aS veröa viS bón
þinni.
Frjálstrúarflokkinum i Langruth
liSur ágætlega; samkomulag er gott;
allir meölimir samhentir og fórn—
fúsir.
10. júni 1925 byrjuöu nokkrar
konur frjálstrúarhreyfinguna hér i
byggS, meS þvi aö þær mynduöu
kvenfélag, sem þær kalla “Berglind”
og vildu þær einskis fremur óska en
þess, aö kvenfélagiö “Berglind’’
liktist þessari berglind, sem Stein—
grimur Thorsteinsson kveöur svo
fagurlega um á þessa leiS:
“Sem berglindin bunar aö hafi,
svo blíöfara, tárhrein og svöl,
er jafnt sem um liljugrund ljúfa
'hún liöur um harögrýtismöl.”
7. febrúar 1926 var myndaöu.*
söfnuöur, og heitir hann “Frjálstrú—
arsöfnuöur Islendinga í Langruth’’.
SöfnuSur þessi hélt ársfund sinn
6. febrúar 1927. A fundinum kom
fram ákveöinn og eindreginn áhugi
fyrir frjálstrúar starfseminni, bæSi
innan safnaSar og út á viS.
Siöan frjálstrúarhreyfingin hóf
starf sitt í Langruth, hefir unnendum
hennar gefist kostur á aS hlýSa á
11 messur, sem fluttar hafa vyið at
þeim séra Ragnari F. Kvaran, séra
GuSmundi Arnasyni og séra Albert
E. Kristjánssyni. Allir eru menn
þessir vel þekktir og kunnir aö því
aö vera gáfaöir, menntaöir og sann-
leikselskandi menn. Hlýtur því
hverjum einum að vera þaö ljóst,
hvaSa ánægja, sómi <}g hagur þaS er
aö hafa slíka menn til aS ræSa sinn
málstaS.
Sájra Altyart E. iKristýánsson er
prestur frjálstrúarsafnaSarins á Lang
ruth, og fyrir hans áhrif hafa bæSi
menn og konur fyllst áhuga fyrir
kirkju— og trúmálum. Sérstaklega
hefir þeirra áhrifa gætt rneðal yngra
fólksins/og er nú þegar sumt af því
gengiS í söfnuöinn. Þetta sama
fólk haföi fyrir fleiri'ar ekki feng—
ist til að koma í kirkju, eöa hlýSa á
prest.
Oftar en einu sinni hefi eg heýrt
safnaöarfólk séra Alberts E. Krist—
jánssonar hafa orö á því, aö þaö
hlakkaði til í hVert sinn, er hann
kæmi, og þaS byggi aS komu hans
löngu eftir burtför hans; þannig aö
það væri fróðara, glaöara, vonbeTra
og auöugra af skemtllejjlu umtals—
efni.
Einn útansafnaSarmaSur — ó—
heimskur náungi — trúSi kunningja
sinum fyrir þvi, eftir aS hafa hlýtt
á messu hjá séra Albert, aö hann
væri hálfreiöur yfir þvi, hvaS vel sér
heföi líkaS ræSan; kvaö sér ómögu—
legt aS setja út á hana, nema með
því aö segja ósatt. —
1 Langruth er fólk af ýmsum
þjóSflokkum ogt tilheyrandi ýmsum
trúarbragö)aflo]kkum, og hefir fólk
úr öllum þeim flokkum veriS frjáls—
trúarflokknum mjög vinveitt, og sýnt
þaS meö því aS styrkja hann fjár—
hagslega. ÞaS hefir sótt messur,
sölur og skemtisamkomur, og fús—
lega fyllt skemtiskrá flokksins, þeg—
ar þess hefir veriö óskaS.
GóSfýsi þessa fólks er ljós og á—
nægjulegur vottur þess, hvaS allur
þorri manna er aö vitkast, og aS fólki
er alltaf betur og betur aS skiljast,
hvaS sanngjarnt þaö er aS unna öSr—
um þess, sem þaö vill hafa sjálft.
Jæja, gamla nrin, þá hefi eg sýnt
viöleitni í því aS seöja forvitni þína
og nágranna þinna, og vona aö þú
og þeir virði á betri veg.
Þín ganila vinkona,
\
Thore1.
OH
• o
Hvenær?
Ur ýmsum áttum
Nýleg frétt hermir aö viö völdum
hafi tekið á Finnlandi, sem ráöu—
neytisforstjójri, Tanner kaupstjóri i
Helsingfors. Hann er áSur frægur
maSur í heimi samvinnunnar. ÞaS
er hann sem verið hefir lífiö og sálin
i F.lanto i Helsingfors. Það er
stærst allra kaupfélaga á NorSurlönd
um. — Hvar sem farið er um höf—
uöborg Finnlands sjást merki Elanto.
Búöir þess og matsöluhús eru um
alla Iwrgina. Það á brauögerSarhús
eitt hiS fullkomnasta í heimi. Þar
vinna um 100 karlar og konur aS
því aS baka handa 70 þús. mönnum
eöa þriöjunginn af íbúum borgarinn—
ar. Svo mikill er máttur vélanna og
'góös skipulags. — Tanner hefir lengi
veriö þingmaSur og komist yfir
skyldustörf sin í félaginu og að vera
einn helzti atkvæSamaöur i þinginu.
Tanner er maSur um fimtugt. vask—
Við sögðumst ætla að sigla af strönd
við sjávarföll um hádag jöfn.
En aftanstjarnan lýsir lönd —
— ei lagt er enn úr höfn.
Við horfðum flóðin fjara í sæ
og fundum svalan unnar.þey,
o gskipin sigldu sí og æ
— en samt við fórurn ei.
Mörg sagan okkar seiddi önd
af sæförum,-------og þeysibyr,
um numin lönd af hug og hönd, —
— en heima sátum kyr.
Og enn er dreymt, og báta ber
í brott; þeir kveðja í utanför.
Að nóttu húma óðum er(
— en ekki er siglt úr vör.
T. T.
MO
stjórn samvinnusambandsins er í
Englandi enda er hreyfingin þar elzt,
reynsian mest og fylgið. Því undar—
legra er þaS, aS kaupmannablöSin
hér á landi hafa álitiS sig þess um-
komin aS fara lítilsvirSandi orSum
uin aðgerðir þessarar forustuþjóðar
í samvinnumálum, þegar Bretar af—
réöu, fyrstir allra þjóSa, að mynda
stjórnmálaflokk er býggSi starf og
stefnu á grundvelli samvinnunnar.
(Timinn.)
Erlendar fréttir.
Frá Islandi
Lútcrsk ban'nfærinff.
Bandaríkin.
(Frh. frá 1. bls.)
DOHENY & FALL.
Hæsti réttur Bandarikjanna hefir
kveöiS nrikinn harm að hjörtum
þeirra, sem dást að Edward L. Do—
heny, oliuhákarli; Ástvini hans, Al-
j bert B. Fall, og olíubraski þeirra
J föSurlandinu til frama, og öryggis,
, gegn hinum ægilegu Jöpum, er búast
! mátti viS að kæmu þá og þegar á
flugduflum yfir KyrrahafiS, og færu
um Honolulm eða þá móti hinum
' snákhjörtuSu Mexicönum. — Hæsti-
réttur Bandarikjanna hefir sem sé
gert enda á paradisardraumum Do—
henys, um $100,000,000 ágóðann, af
Sú var öldin hér á landi, aö bann—
færingar voru taldar sérkenni á ka—
þólskri kirkju og þá helzt nefndar í
sambandi viö Gottskálk grimma eSa
hans jafna. Nú hefir Guðmundur d,"1,nd^ ílotamálaráSuneytísins, er
Jónsson frá Litlu—Brekku, sem hlýtur
aS vera nrikill kirkjuhöfSingi og guSs
sérstaklega útvaliö ker og verkfæri,
steypt heldur en ekki kertum yfir ný—
guSfræðina, í siðasta tölublaði
“Bjarma”, og bannfært hana með
orSalagi, sem nrinnijr ptakanliegal á
meistara Jón. en hugsunarhætti, sem
minnir á haia-olámenn í Miö—
Afriku. Bannfæringin er svona :
það og Fall leigðu : hendur Doheny’s,
þegar hann sendi Fall $100,000 fórS-
um, með svo mikilli leynd. — Hæsti—
réttur úrskurðaSi að þessir sanin—
ingar þeirra kumpána,' heföu verið
geröir meS svikum og mútum, að
Doheny hefði óveröskuIdaÍL þegið
friðindi af Fall, en þess utan hefSu
kaupin veriS beint lagabrot. Dæmdi
hæstiréttur Doheny til þess aö end_
! urborga rikinu aftur andvirSi allrar
‘Já, glöggt er þaö enn, hvaS þeir þeirrar olíu, er han nhfeföi 'unniö
vilja, fylgjendur "nýju stefnanna” samkvæmt þessum samningum; fyrír-
meðal vor. Þeir vilja hafa hina ev- bauð honum aö byggja olíugeyma á:
angelisk—lúthersku þjóökirkju að Hawaii, og svifti hann aö síðustu
skálkaskjóli, til þess að geta undir allri rentu, af þvi fé, sem hann heíir
'hennar vernd útbreitt villukenningar í þetta lagt, og á nú að standa skil
sinar í næði, og útrýmt biblíulegum á alls $10,517,488.
kristindómi, ef unnt væri, og í því
augnamiði eru þeir að halda að al—
menningi kenningunni um “rúm—
góðu þjóðkirkjuna”. Sannleikurinn
er nefnilega sá aö þeir fínna það ein
hvern veginn, ljóst eða óljóst, þeir
Djöfulsins vikapiltar, að vantrúar—
stefnur þær, er þeir halda að fjöld—
anum, ef stefnur skyldi kalla, eru
ekki líklegar til þess að framleiða
hjá þjóðinni neitt andlegt líf, er það
nafn verðskuldi, ef þær koma til al—
mennings í sínu rétta gervi, og þess
vegna reyna þeir aö villa á sér heim-
ildir með ýmsu móti, og eitt blekk-
ingarráðið, sem Djöfullinn, þeirra
legur maður allri framkomu, og ber i andlegi húsbóndi, hefir kennt þeim,
þess merki að hafa unnið mikið um j er það, að látast vilja halda í og
i vernda þjóðkirkjuna, vitandi vel, að
nái vantrúarstefnur þeirra yfirráS-
dagana.
* H-
Alþj óðasamband
anna heldur aðalftind þriðja hvert ár.
Siöasti fundur var í Belgíu. Nú i
sumar verður fundur þessi í Stokk—
hólmi. Sækja þangaS fulltrúar frá
nálega öllum löndum. Þrjú mál eru
tölum á slíkum fundum, enska,
franska og þýzka. Þegar ræðumaS—
ur hefir lokið ræðu sinni á einhverju
af þessum þrem málum, stendur upp
túlkur og endurtekur ræSuna orði
til orSs á hinum tveim málunum. —
Vitaskuld tefur þetta nokkuð fund—
inn, en eigi verður hjá því komist
eins og nú háttar i heiminum. Norð—
urlandabúunum er á þessum fundum
tömust þýzka, en Rúmenar, Pólverj—
ar, .Italir og Spánverjar rnæla á
frönsku, en Bandaríkin og nýlendur
Breta fylgja Englendingum. ASal—
*
samvinnufélag—! nm, er þjóðkirkjan dauðadæiud sem
kristin kirkja. Frá þvilikri hörmung
biö eg almáttugan guS aö forða þjóð
og kirkju. Það blænheyri hann í
Jesú nafni!”
En nú er eftir að vita, hvernig guð
tekur í málið.
(AlþýðublaðiS.)
Auk þessa festi hæstiréttur nafn—
bótina “misgerðamenn” á Doheny og
Fall, setn engan rétt ættu á hendur
stjórninni. —
Svo stórvel fór nú um sjóferð þa.
Xykir nú sýnt hver verða muní aT—
drif Harry F. Sinclair, olíuhákarlsins
sem illræmdur er fyrir Teapot Dome
hneykslið.
Fj ær og nœr
“Sameiningin” skýrir frá þvi, að
séra Carl J. Qlson hafi verið kjörinn
til þess að þjóna íslenzku lútersku-
söfnuðunum i VatnabyggSum, er séra
Haraldur Sigmar þjónaði áður
(Kandahar, Wynyard, Mozart, 'Elf—
ros, Hólar). Séra Carl hefir tekið
kjörinu og flytur i embættið fyrir
1. april. Séra Carl er fjölmörgum
Islendingum að góðu kunnur. og
óskar Heimskringla honum farsæld—
ar til heilalstarfa í embætti sínu.
(Við klöfum stundum á því nokkr-
ir, þegar (okkur ofhossar ratháttur
sumra hér, er blööunum senda skrif
sin, að ekki séu menn þó svona vit—
lausir heima. En svo koma íslenzku
blöðin, og færa manni af og tíl önn-
ur eins sýnishorn og þetta. Hvað
skal þá segja? — Ritstj.)
MuniS eftir myndasýningunni i
samkomusal Sambandssafnaðar, sent
geti ^er á öðrum stað hér í blaðinu.
Hún verður á föstudagskvöldið kem—•
ur. '
Arborgarbúar og a^rir þar i nær—
sveitum eru l>eðnir aö veita athvgli
auglýsingu. sem birt er á öðrum staö
liér i blaðinu, um ‘‘Piano Recital”
Mr. Hugh L. Hannessonar að Ax—
borg, Man.