Heimskringla - 23.03.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.03.1927, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA IIEIMSKRIN GLA WINNIPEG 23. MAB.Z 1927. Eiríkur Þorbergsson sextugur. Þegar ungnr þú varst, var þitt útsýni vítt og þinn andi flaut hátt yfir láð, því af vorhugans strönd, fékkstu vermandi blæ, svo að vængtökum gætirðu náð. Eg vil þakka þér nú fyrir gamalt og verði gæfa þín farsæl og stór. Tæmum sextuga skál, hér þitt afmælis ár, nú af ólgandi Kanada.bjós. Bæði hugur og hönd, var svo framgjörn og frjáls, að það fegraði umhverfi þitt. Eins og ylgeislaflóð fyrir blómgróna björk, varst þú beint fyrir ungdæmi mitt. gott, Það var á laugardagskvöldiö 19. febrúar s. I., aS 30-40 manns tóku ana, voru góðkunnir og gamlir söngvar sungnir. Hafði svo vel tek- hús á þeim hjónum Margréti og Ei— ist, að þarna var samankomiö valiS iríki Þorbergsson, 545 Home St., og söngfólk, svo að enginn skoraöist var tilefnið það, að vinum Eiríks hafði orðið það á muna, að einmitt þá varð hann sextugur að aldri. Hafði Asmundur Jónsson frá Sin— clair, Man., orð fyrir komumönnum, og tilkynnti þeim hjónum, að með þessu fríða förunevti, er sér fylgdi, aetlaði hann að ráða húsum þeirra J heimsóknina, þó óvænt og valds— undan þátttöku, en klöppuðu sjálfum sér lof í lófa að laginu'loknu. En er fólk hafði skemt sér svo sein því bezt þótti uni nokkurn tima, stóð hinn afvikni húsráðandi á fætur og bað sér hljóðs. Þakkaði hann öll um, bæði fjarverandi og viðstöddum, hátt og lágt það sein eftir væri kvöldsins, og ef svo vera vildi, unz að sól risi *næsta dag. Kvaðst hann hafa úrvals liði á að skipa og valinn mann fyrir verk hvert. Til dæmis hefði hann með sér skáld og söng— menn, að betri teldist en í meðallagi, og söngstjóra góða, þar sem þeir væru Ragnar H. Ragnar og Egill Fáfnis. Kvað sér ólíklegt finnast, ef hann þekkti rétt til, að ei mundi hægt að eyða allri ólund með slíku liði. Ennfremur sagðist hann hafa með sér alvanann velþekktan kjall— aramann, sem óhætt væri að treysta til þess að úthluta réttilega og ósleiti— lega guðaveigum þeim, sem mann— fögnuðinum yrði til svölunar og uppyngingar. Minntist ræðumaður með vel völdum orðum, hve stund þessi væri sér til innilegrar ánægju, þvi að nú i kvöld gæti hann samein— að endurminningar hálfrar aldar, um leikbróður sinn og vin Eirík Þor— bergsson, og um leið óskað þeim hjónum til heilla og hamingju með hið nýbyggða og vel vandaða hús þeirra, sem þau nú væru búsett í. Svo kvaðst hann og einnig hafa þann vanda, en um leið ánægjulega starfa á hendi, að færa þeim hjónuni nokkra húsmuni sem viðurkenningar— og þakklætisvott, frá vinum þeirra öll— um, er þar væru viðstaddir, eins og líka nokkrum, sem bæði fjarlægðar, og ýmsra orsaka vegna, hefðu eigi getað kqmið þar i kvöld. Fylgdi þeim sá árnaður og þær óskir, að þau fengju notið þeirra bæði vel og lengi (eins og lika hitt, að vinirnir fengju að njóta santleiðar og sani— lyndis við þau hjónin enn þá um langan aldur, og bað alla við- stadda að sýngja “Hvað er svo glatt”. þeim hjónum'til maklegs lofs og verð leika, var það gert einum rómi. Og skemti fólk sér á eftir með ýmsum góðfrægum islenzkum söngvum, sem ágætlega var nieð farið, og einnig gripið til gömlu rimnalaganna og kveðin fullri raustu. Þá fluttu þessir komumenn drápur sinar að gömlum hirðskáldasið: Páll Guðmundsson, Björn Pétursson og Agúst Sædal. En á milli kvæðalesturs og annara skemt mannleg væri. Kvað hann ofurefli sitt að lýsa tilfinningum þeim og á— nægju, er sér riktu í brjösti yfir þeim hlýleika og samhug, ert .hann fyndi streyma til sín frá fornum og nýjum félögum og vinum. Vonaðist hann eftir að þeir tækju viljann fyrir verk ið, þó ei væru orðin svo vel valin sem skyldi, og að þeir létu aldrei enda taka heimsóknir sinar, þvi svo fyndi hann sér bezt Ix>rgið. Var þá sezt að ríkulegum veiting— um, er kvenþjóðin aðkomna hafði haft með sér á vettvang, og bar nú fram með mestu rausn og skörungs— skap, sem einkenir islenzka kvenfólk— ið, hvar sem það stendur fyrir beina, en söngvar og kvæðalög hljómuöu frá fullum hálsum. En er borð voru rudd og fólk mett, var stiginn dans, og sló Egill Fáfnis eldi og fjöri i æðar allra með danslögum sinum, svo að gamlir sem ungir stigu dansinn langt fram yfir miðnætti, og kætin og gleðin lýstu upp allra andlit. Fór fólk þá að smátinast heim til sin, og hygg eg að það hafi verið einróma álit allra þeirra, er viðstadd- ir) voru, að naumast hafi þeir átt aðra stund heillri og einlægari að ánægju og samúð. Þar sem eg hefi nú að nokkru minnst þessa mannfagnaðar, finn eg mig knúðann til þess að minnast þessa sextuga vinar míns nokkuð1 frekar. Það var um 1895, að eg kynntist um siðán, bæði heima og heiman, Hygg eg og, að þeir Þingeyingar, sem þekktu Eirik bezt um aldamótin og til 1907, og nú eru lifandi á þeim slóðum, séu mér sammála um, að hann hafi séð nokkuð lengra i um bótaáttina en samferðamenn liah.s. Því til sönnunar vildi eg benda á, að það var hann, sem stofnaði og starfrækti fyrstu trésmíðaverksmiðju á Norðurlandi árið 1905. Hann sá þá, að Búðaráin, sú er rennur í gegn um þorpið, hafði falið í sér undra— afl, sem orðið gæti Húsvíkingum til ómetanlegs hagnaðar, ef þeir aðeins vildu standa sameinaðir, en ekki! dreifðir og sundurlyndir. Það var hann, sem leiddi lækinn! um alllangan veg, til þess að ná því falli, er þyrfti, beizlaði hann svo og hagnýtti sér aðeins lítinn hluta þess vatnsmagns, er þar var fyrir, til þess að reka með vélarnar í verksmiðju sinni. Margir voru það þá, sem á— litu þessa framtakssemi Eiríks harla litils virði og næstum kátbroslega, og það voru aðeins fáir, sem fylgdu hon um að málum. Nú er sú sama Búð— ará notuð til raflýsingar um allan Húsavikurbæ, og til ýmissa annara fyrirtækja og iðnaðar, er þróast nef— ir og þroskast út frá draumum Ei— ríks Þorbergssonar og hans fáu fylg— ismanna. Yms voru það önnur fyrirtæki og áhugaefni, sem Eiríkur barðlst fyrir um sama leyti, því maðurinn er fram úrskarandi hagsýnn og hugsýnn. En mnar um þau varð eins og mörg önnur fyrirtæki, sem verða að ryðja sér braut í gegnum fordóma samtfðar sinnar. Hann varð að víkja félaus draumamaður frá ættjörðinni og ferðast hér vestur um haf, til að sjá, að árunum liðnum og fordómunum brotnum á bak aftur, flesta drauma sína rætast að sér fjarverandi. En sömu ánægjuna og gleðina hefir hann haft af því samt.. Það var 1910, að Eiríkur sigldi vestur um ver, og hefir að mestu Eiriki Þorbergssyni fyrst. Eg var haft dvöl sína hér í Winnipeg síð- aðeins barn að aldri, 9 ára dreng— an. En sami lifandi forvígismaður hnokki, en hann um þritugt. Víð átt um báðir heima á Húsavík i Suður— Þingeyjarsýslu . Þorpið var fámennt og því talsvert áberandi, ef einhver einn bar af öðrumT’hvort sem var á andlegu eða verklegu sviði. Nú vildi svo til að Eiríkur var einn allra bjartsýnasti og listfengasti mað— urinn, sem ekki einungis Húsavík. heldur og öll Þingeyjarsýsla átti um þessar mundir. Og eg hygg þar nokkuð sagt, en ekki þó sem skjall til vinar míns, heldur sem reynsla mín og þekking á ýmsum þjóðþrifamál— samtíðar sinnar hefir hann alltaf ver— ið, því maðurinn er víðsýnn og fjöl— fróður með afbrigðum. Nú er hann sextugur og vmnur sem póstafgreiðslumaður við pósthús Winnipegborgar, hæga en ábyrgðar— mikla stöðu, svo að haldi kemur trú— mennska hans og vandvirkni. Vil eg viona að þrek hans haldist enn um| úr herbúðum jafnaðarmanna, svo sem sú, að vér eigum að keppa að því að gera svívirðing þingsins sem mesta, eða þær gífurlegu ásakanir, sem stundum hafa komið í arð at— vinnurekenda hér í bænum. Eg geri ráð fyrir, að öllum, sem athuguðu siðasta landskjör með rvokk urri stilling og skynsemi, hafi fundist það vera hyggilegt af Framsóknar- mönnum, og Jafnaðarmönnum að taka höndum saman, úr því að hvorir— tveggja vildu hrinda stjórninni úr sessi, og engin von var um að fá stjórnarandstæðing kosin öðruvísi en með þessum samtökum. Eg segi þetta ekki af neinni samúð með lönguninni eftir að fella stjórnina. Mér virð— ast engar líkur til þess, að vér yrðum betur farnir með stjórnarskiftum. En eg skil ekki, hvað það er ótilhlýði— legra af Framsóknarmönnum að ganga í slikt bandalag, en t.d. af rót— tæka flokkinum í Danmörku eða lib— eral flokkinum á Englandi að bind— ast samtökum við jafnaðarmenn í sín um löndum. Eg vona að menn sjái það af þess— um greinum niínum, að ekki er eg mótfallinn gagnrýni. En sá fjand— skapur, sem alltaf er verið að reyna að magna gegn stéttum og flokkum og helztu mönnum flokkanna, hann er áreiðanlega ekki heillavænlegur til þjóðþrifa. Nýlega hefir jafnvel skörin komist svo langt upp í bekk- inn, að prentaðar hafa verið níðvís— ur og bölbænir til manns, sem ekki virðist hafa til saka unnið annað en það, að vera jafnaðarmaður og trún aðarmaður sinna skoðanabræðra. Eg geng að þvi vísu, að margir lesendur “Varðar” séu vel að sér og aithuguliír um landsmáh Samí kemur mér til hugar, að það sé ef til vill ekki óþarft verk að rifja upp aðalatriði þess, sem á milli ber með flokkunum. Það verður auðvitað í stuttu máli og ófullkoniið. En verði nokkuð af því afbakað, þá er það óviljaverk. Jón Þorláksson, núverandi for— sætisráðherra, hefir ritað einkar skýra og skilmerkilega grein um t— haldsstefnuna í 1. hefti Eimreiðar— 1926. Eg fer eftir þeirri rit— gerð, því að eg tel hana ágæta heimild. Snemma í ritgepðinni telur höf. Ihaldsflokkinn hafa lýst yfir því með nafninu, að hann vilji “leggja rneiri rækt við varðveizlu þeirra verðmæta, sem fyrir eru í þjóðlífi voru, en hin— ir stjórnmálaflokkarnir höfðu gert”. Þv? næst tekur hann til umræðu þær tvær stjórnmálastefnur, sem hann nefnir “íhald” og “umrót” — Munurinn á þeim sé yfirleitt sá, að þegar ráða eigi fram úr einhverju vandamáli, þá spyrji íhaldsstefnan: "Hvað hefir reynst vel á þessu sviði hingað til ? Það sent vel hefir reynst, viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varðveita það”. Aftur á móti festi umrófsstefnan .augunj á göllunum, vilji burt nieð það gamla og gallaða og reyna eitthvað nýtt. Ekki svo að skilja samt, að íhalds— mennirnir haldi að sjálfsögðu dauða— haldi í það gamla. “Sjálf baráttan langa æfi, til þessa starfa. Honum.l fXrir varðveizlu verðmætanna í þjóð- konu hans og sonum til blessunar og hagsældar. 1 lífinu knýr menn oft til ýmiskonar nýbreytni,” segir höfundurinn. A. Sœdal. Á víð og dreif. V. Stjórnniálaflokkar vorir. Eg hefi stundum verið að hugsa um það, hvernig þeim mundi lítast á, sem kænti hingað alókunnugur, færi að lesa blöðin og tæki mark á sem mestu, er þar stendur. Eg held, að hann hlyti að fá þann skilning á stjórnmálamönnum vorum, að þeir séu ljótu mennirnir.. Og af því að stjórnmálamenn í stjórnfrjálsu landi eru að jafnaði rtokkuð gott sýnis— horn af þjóðinni sjálfri, kæmist þessi alókunni maður sennilega að , þeirri ályktun, að hér á landi búi ekki sérstaklega göfug þjóð. Eg hefi, til dæmis að taka, séð um— mæli ,sem ekki verða skilin annan veg en að Ieiðtogar Ihaldsflokksins vilji beinlínis bændum landsins illt, og að alls ekkert hirði þeir um anrtaíý en hag útgerðarmalrtna og kaupmanna, en haldi hlífiskildi yfir bófum, ef þeir fylli þeirra flokk. Það er nokk— uð harður dómur um flokk, sem fengið hefir við síðasta landskjör meira en 1500 atkvæða meirihluta af öllum greiddum atkvæðum á land— inu. Eftir þeim dómi ættu 8514 kjós endur að vera annaðhvort svo fá— dænia fáfróðir eða svo illgjarnir, að vilja styðja menn, sem væru svona innrættir. Ekki hafa leiðtogar Framsóknar— flokksins sætt minna ámæli. Þeim hefir meðal anars verið borið það á brýn, að allt þeirra starf sé eitx— göngu af valdafíkn, og að þeir fari með staðlausan og taumlausan róg. Eg ætla mér ekki að fara að leggja neinn dóm á það hér, hvernig á þvi standi, eða hverjum það sé að kenna, að umræðurnar hafa orðið svo heiftúðugar. Til þess að gera það samvizíkusamlega, þyrfti ineiri rannsókn og lengra mál en svo, að eg geti tekist slíkti verk á hendur. Efnið er lika þess eðlis ,að örðugt mundi að sannfæra menn um það, þótt einhver legði fram sannleikann í því máli. En urn hitt finnst mér, ur fær fullt frjálsræði til þess að nöta krafta sína i viðleitninni til sjálfs— bjargar, öðrum að skaðlausu.” Stjórnlyndið einkennir höf. svo, að þeir sent að því hallísL viiji ''láta fé- lagsheildina eða ríkisvaldið setja sem fyllstar reglur um starfsemi ein— staklingsins, banna niargt, leyfa fátt og skipulagsbinda allt”. Hann deilir á þá stefnu, en gerir það hóglega og gætilega, eins og menn geta séð á því, að hann varar menn við að halda ”að aðrir séu eingöngu frjálslyndir, og hinir algerlega stjórnlyndir, held— ur leggja aðrir nieiri áherzlu á ein— staklingsfrelsið og vilja þá láta stjórna eftir þvi, setn þeim sýnist þurfa, en hinir leggja nieiri áherzlu á stjórnsemina, og vilja þá láta ein— staklingana 'sjálfráða um það, sem þeim þykir ekki máli skifta að stjórn að sé”. Og hann tilfærir dæmi þess, “hvernig það hafi ýmist verið frjálslyndu eða stjórnlyndu mennirn— ir, sem “stóðu vörð um verðmæti, er þeir töldu vera í hættu”. Höf. bendir ennfremur á nokkur dæmi, þess, hvernig Ihaldsflokkurinn hefir komið frani í merkilegum ntál— um — hann hafi haldið fram ein— staklingsfrelsi í viðskiftum gegn rtk— isrekstri, lagt kapp á það, með góð- um árangri, að reisa við fjárhag rík— issjóðs og tryggja sjálfstæði hans og þar með þjóðarinnar í heild sinni, og fengið því framgengt, gegn kröfum Framsóknarflokksitts, að flutnings— höft, sem nauðsynlegt þótti að leggja á 1924, urðu vægari en til var stofn— að. Aðalhugsjón Ihaldsflotytsins telur höf. þá, “að þjóðfélagið verði sam- safn sem flestra sjálfstæðra og frjálsra einstaklinga, sem hver fyrir sig geta haft sem óbundnastar hend ur til þess að efla farsæld síns heim— ilis og þar með alls þjóðfélagsins öðrum að skaðlausu”. Og framtíð Ihaldsflokksins telur hanrti ,velta á því, að “þeir einstaklingar verði nægilega ntargir í þjóðfélaginu, setn fá lífsskilyrði til að beita kröítum sínttm og njóta ávaxtanna af iðju sinni þannig, að frjálslyndið verði þeini kærara en það stjórnlyndi, sem býður upp á deildan verð, án nokk— urrar verulegrar vonar um bættan efnahag.” Þá er Framsóknarflokkurinn. Mér finnst, að eg geti verið fáorðari m stefnu hans. Ekki vegna þess, að eg hafi neina tilhneigingu til hlutdrægni, því að mér finnst ekki geta farið milli mála, að FramsóknarflokkttTÍnn hafi margt þarft verk unnið, þó að eg hafi oft verið honum ósammála, Heldur vegna hins, að grundvallarhug sjónirnar eru svo líkar hjá báðum þessum flokkum. Jónas Jónsson alþingisntaður segir í ritgerð, sem hartn hefir skrifað í 2. hefti Eitnreiðarinnar 1926 uni Fram— sóknarstefnuna: “Framsóknarmenn vilja að þjóðin verði alfrjáls og ein— staklingarnir efnalega og andlega sjálfstæðir”, og fáeinum línum neðar, að framsóknarstefnan vilji “gefa öll— um nýtum kröftum í þjóðfélaginu skilyrði til að þróast”. Nákvæmlega þetta sama vakir fyrir Jóni Þorlákssyni. Og þessu mundu í raun og veru allir geta samsinnt — Jafnaðarmenn líka. Það, sem máli skiftir í þessu sambandi, er þaö, að Þá kemur hann að tveim öðrurn andstæðum. sem hann nefnir “írjáls-*,hvorirtvCggja, Ihaldsmenn og Ffam lyndi og stjórnlyndi . Það er að— J sóknarmenn, hyggjast að ná þessu að allir muni geta orðið sammála, að það sé illa farið, að umræður um landsmál hafa komist í þetta horf, og að það sé hin mesta þjóðarnauð- syn, að breyting verði á þessu. En svo harðar sem deilurnar hafa orðið í garð Ihaldsflokksins og Fram sóknarflokksins, þá hefir þá Alþýðu— flokkurinn (Jafnaðarmenn) sætt mestu álasi. Eftir því sem talað hefir verið ,eiga þeir mepn að vera svo svívirðilegar og háskalegir, að það sé óafmáanlegttr blettur á for— ingjum Framsóknarflokksins, að þeir gerðu bandalag við þá við síðasta landskjör. Bandalagið var í því fólg ið af hálfu Framsóknarflokksins að þiggja atkvæði jafnaðarnianna með sínum manni. Svo ntikil vonzka er heimtuð af mönnum i garð þeirra samborgara vorra. sem hafa jafnað— armennkkuskoðanir, og| margir • etru vitanlega góðir menn, að ekki má hafa svo mikil mök við þá, sem þiggja af þeim liðstyrk. I mínum augum er slikt álíka hneykslanlegt og verstu rokurnar, sem stundum koma almenningsheilla, er hver einstakling alatriðið i ritgerð hans. Eg ætla að leyfa mér að tilfæra hér nokkrar lín— ur. Mér finnst þær skýra málstaðinn vel: “Hér er átt við mismunandi skoð— un á afstöðu félagsheildarinnar eða rikiávaldsins til einstaklinganna. Önn ur stefnan heldur því fram, að hver einstaklingur eigi að vera sem frjáls— astur sinna athafna innan. þeirra takmarka, sem lögin setja til varn— aðar gegn því, að einstaklingarnir vinni hver öðrum eða félagsheildinni tjón. Hún litur svo á, að verkefni ríkisvaldsins sé einkanlega það, að vernda heildina gegn utanaðkomandi árásum og einstaklinga hennar gegn yfirgangi lögbrjóta og misindismanna. Þessi stefna hefir mjög oft kennt sig við frjálslyndið, og er það fremur vel valið heiti, því að frjálslyndið, þ. e. vöntun á tilhneigingu til þess að gerast forráðamaður annara, er sjálf sagt höfuðeinkenni þess lundarfars, sem markar stefnuna. Höfuðröksemd þessarar stefnu fyrir málstað sinum er sú, að þá muni mest ávinnast til takmarki með sama hætti, eign ein— staklinganna á landinu og frani— leiðslutækjunum. I þessari ritgerð. sem eg hefi nefnt, neitar höf. afdrátt- arlaust rikisrekstri á útgerðinni, sent sennilega yrði það fyrsta, er þeir, er að ríkisrekstri hallast, mundu hafa augastað á. -------------------— Flokkar, sem hafa unnið mjög merkileg verk. eins og róttæki flokkurinn. í Danmörku og liberali fLokkurinn á Englandi, eru að rýrna tilfinnanlega, svo að bein— línis virðist stefna að uppdráttarsýki. Það kemur af þvi, að mönnum virðist sem ágreiningsmál þeirra við ihalds— flokkana — hvað sem þeir nú kalla sig — sé fremur timabundin hagsýnis niál en djúpsett grundvallaratriði. Svo er um Ihaldsflokkinn og Frani sóknarflokkjnn — að minnsta kosti i minum augum. Þá hefir greint á um hin og önnur mál. F.n sá ágrein— ingur hefir naumast verið djúpsett— ari en svo, að hann hefði getað kont— ið upp innan eins flokks. Þvi að auðvitað eru aldrei allir frjálst hugs— andi menn í sarna flokkinum að öllu sammála. Framsóknarflokkurinn kann að veTa eitthvað stjórnlyndari, eins og Jón Þorláksson heldur fram. En óneitanlega kennir það stjórnlyndis að vilja korna upp ríkislögreglu til þess að auka ríkisvaldið gegn ein— staklingunum,. sem Ihaldsflokkurinn bar fyrir brjósti á þinginu 1925.. — Stjórnlyndi Pramsóknarflokksins vir5 ist einkum koma frarn í þvi, að hann vill draga verzlun með tilteknar vöru— tegundir úr höndum kaupmanna, til þess að afla ríkissjóði tekna. Oneit— anlega mun þeim mönnum, sem utan við eru, finnast, að kappið í því málí standi i einhverju sambandi við þá sennu, sem hafin hefir verið við kaup menn fyrir hönd kaupfélaganna. Jónas Jónsson ber íííaldsstefnunni það á brýn, að hún sé “hagsmuna— samtök efnastéttanna”. Eg skil stjórn Ihaldsflokksins svo, að hún niundi þvertaka fyrir þá staðhæfingu. Eg held, að ekkert slikt vaki fvrir henni, hvað sem kann að vera um einstaka menn innan flokksins. Víst er urn það, að ekki eru þeir allir “efna— menn”, sem Ihaldsflokkinn styðja. Og eg held, að það sé sumpart fyrir það, að ntenn skilja Ihaldsflokkinn svo, að hann vilji ekki vera stétta— flokkur, að hann hefir reynst hafa svo núkið fylgi með þjflðinni, auk þess sem helztu menn hans hafa vak— ið á sér almennt traust og virðingu. En Jónas Jónsson kannast sjálfur við það, að framsóknarstefnan sé “hagsmunasamband miðstéttarmanna”- Svo munurinn væri þá ekki róttækur. þó að ummælin um ihaldsstefnufia væru rétt. Einn alþingismaðurinn hefir láti5 uppi þá skoðun, og J. J. tekur um— rnælin upp eftir honum i Eimreiðar— ritgerð sinni, að bændur geti ekkt verið ihaldsmenn, af því að þá vanti vegi, brýr, skóla o. s. frv.. Mér finnst nokkuð hæpið að gera þanrt mun á milli flokkanna. Mér skilst svo, sem Ihaldsflokkurinn láti sér nokktirnveginn eins ant um verklegar framkvæmdir eins og andstæðingar hans. Hvorirtveggja vilja auðvitað sníða stakk eftir vexti. Og Fratn— sóknarflokksráðherra var það, sem eitt árið stöðvaði nálega allar verk— legar framkvæntdir ríkisins — auð— vitað fjárhagsins vegna. Gengismálið er ljóst dæmi þeirra timabundnu hagsýnisntála, sem á milli bera, og án þess að eg ætli mér að leggja nokkurn dónt á stefnu stjórnarinnar í því máli, virðist mér hún bera vitni um það, að Ihalds— flokknum er ekki haldið sem stétta— flokki. — J. J. hefir fyrir ekki all— löngu ritað ákveðið nieð hágengi, og vitanlegt er, að ekki allfáir í— haldstnenn eru lággengismenn. Mér skilst svo að það hafi aðallega verið fyrir þá festu, sem J. Þ. sýndi i mál— inu á þinginu 1926, og fyrir það mikla álit og traust, sem hann nýtur innan síns þingflokks. að slcoðamr Framsóknarfokksins urðtt ekki ofán á i þvi máli. Það er haft eftir einum tnikilsvirt— um þingmanni í Framsóknarflokk— inum, að í þeint flokki sétt alveg eins góðir ihaldsmenn eins og í hinum flokkinum.' Eg hygg, að það sé sannleikur. Báðir ertt þeir íhalds— flokkar, með nokkuð mismunandt skoðanablæ, leggja nokkttð misjafna áherzlu á það, sem þeir eru í raurí og vertt sammála um. Ihaldsflokk— urinn hefir ef til vill borið útgerð— ina ríkara fyrir brjósti. Þaðan hefir fjármagnið fengist, til þess að fleyta framförum landsins áfram. En ekkt kemur mér til hugar að bendla Framsóknarmenn við þá fásinnu, að vilja vinna útgerðinni tjón. Það væri að -kippa stoðunum undan fjárhags— legtt sjálfstæði þjóðarinnar. Fram— sóknarflokkttrinn hefir sérstaklega tekið að sér málstað bænda^stéttarinn— ar. En hlægilegt væri að halda því frant, að ekki séu til jafneinlægir bændavinir í Ihaldsflokkinuni. Nú vona eg, að enginn leggi' þann skilning i orð mín, að eg telji ekki tilveru beggja þessara flokkáT’ rétt— mæta, þó að eg fái ekki séð. að mun— tirinn á þeim sé jafnmikill og ætla mætti af þeim æsingaskrifum, sem frá þeim hafa komið. Ihaldsflokk— urinn hefir unnið mikið og þarft verk sem stjórnmálaflokkur. Fram— sóknarflokkttrinn hefir veitt mörgttm góðttm málum lið, og vafalaust er það mikilsveTt, að til sé þingflokkur, sem ber sérstaklega hag bændastétt— arinnar fyrir brjósti. Hún er í hættir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.