Heimskringla - 21.12.1927, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.12.1927, Blaðsíða 2
6. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINOLA WINNIPEG 21. DES. 1927 DRAUMSÝN -x- Gætti eg sauða í Grýtukleif, glóði sól í heiði, blasti við dalurinn breiði. Útsýnið minn huga hreif, höfgi loks á augun sveif, vissi ei hve þarna lengi þreyði. Sá eg margt í svefni þeim, sem eg ekki skildi, þó eg þýða vildi. Leit eg inn í annan heim eða skuggamynda sveim, ímyndunar órum, sem að fylgdi? Fyrir mér dal eg fagran sá, fjöllin báðumegin roða slikju slegin — girtu kletta belti blá, —breiðir voru stallar á, eins og steýptur stigi bogadreginn. Annað fjallið himinhátt hærra lyfti vindum, gulli typptum tindum. Híverja horft sem í var átt, yfir sýndist hvolfið blátt glitrandi af geisla kvikum myndum. Hug minn fanginn heilan tók, himinprýði dalsins, og svo fegurð fjallsins. Líkt var sem eg læfci á bók h'fsins sögu í hverjum krók alla — nema ekki syndafallsins. Leit eg standa hvíta höll, hlíðar þétt við rætur, — gaf eg henni gætur — Myndaletri lögð var öll h'kast, sem á hreina mjöll V morgunsólin sindrað geislum lætur. í því dyrnar opnast, þar út gekk kona tigin, heldur aldurhnigin. Skrýdd í bláa skikkju var, skein á gullnar bryddingar, eins og földuð aftanroða skýin. Álitsfríð mér sýndist sú, sviphrein, djörf og vitur( augun björt og bitur. Heita mátti fögur frú, framgangs-stillt, í spori drjúg; fremur virtist fölur andlitslitur. •e. 1 Þegar björt mig brúður sá( bros mér virtist líða milt um munninn fríða. Kvaddi mig og mælti þá: . Mér er gleði þig að sjá, — fræða þig( ef fús ert þú að hlýða. Kenndi eg þig, er komstu fljótt, kaus eg þig að finna, hulinn heim þér kynna. Oft eg sá þinn huga, hljótt hvarfla vítt um bjarta nótt, hamförum í heilabrota þinna. Ókunnugur ertu hér, öðrum heimi bundinn. — stutt er draumastundin — Velkominn skalt vera mér, vil eg láta sýna þér allt, er skilur og þín girnist lundin. Þeir, sem virða vit og list, vizkudís mig kalla, mér að fótum falla. Háfleygustu hafa gist hjá mér, því að sannleiks þyrst sálin leitar ljóss um heima alla. í því stóð þar-okkur hjá, íturvaxin meyja, fögur eins og Freyja. Hárið glóbjart höfði frá hneig í bylgjum mjaðmir á( eins og væri óhneppt silkitreyja. Eins fullkominn yndisleik aldrei nokkru sinni leit eg á lífsferð minni. Fögur sýndust blómin bleik brúði hjá, mín lundin veik varð sem dáleidd væri af fegurðinni. ímyndun sú altók mig, að eg kominn væri lífs yfir landamæri, hafinn upp á hærra stig, hæstu völd þar birta sig; fyrir mig heilög himingyðja bæri. Mælti þá hin fyrri frú: Feiminn vera ei máttu, okkur kynnast áttu. Mín er yngri systir sú; sannleikans ef leitar þú, hana( allt sem óskar, skýra láttu. HJönd mér rétti hin hýra þá, huga minn er seiddi; ljúf mig síðan leiddi út í lítinn lund þar hjá, laufrík þar sem björkin há yfir sína blaða-sólhlíf breiddi. Þar í blóma-brekku nær bæði settumst niður; kvað við fuglakliður. Þaut í laufi þýður blær, þarna nærri lækur tær myndaði sér ofurlitlar iður. Hissa á öllu er eg sá, ekkert hafði að segja. Fyrst — hin fagra meyja mælti blítt: “Hér muntu sjá margt, sem ekki er jörðu á. Héðan guða glóheim máttu eygja. Landiö( sem þú lítur hér, landið er kallað dulda, heiti mitt er Hulda; skáldin löngum leika sér Ijóðum í að dást að mér, um mig hafa þulu marga þulda. Firðsjá allir eiga sér, innri sjón er heitir; — nú þú hennar neytir — Ósjálfrátt, því einmitt þér, allt er nú að sjónum ber, þúsund mílna miljón fjarlægð veitir. Óskiljanlegt þetta þó þyki og efa megi( rétt er sem eg segi. Huggeisli minn, hraður nóg heila þinn í svefnsins ró, byggir nú, svo birtast þér eg megi. Vissi eg oft, þín innri sýn út í starði geima, leitaði huldra heima; samt gátu aldrei áhrif mín opnað hugarfylgsni þín, andagift svo inn þar mæltti streyma. Stillti eg mína strengi þó stig við skynjan þinnar( —mátt ei skildir minnar — Svipul kjör þér samtíð bjó, sál þín fékk ei þroskast nóg til að nema tóna listarinnar. Hóf eg til þín hugarflug, herma margt þér vildi, Skáld er vita skyldi----------- sálarafl er sveiflubif, síkvikandi bylgjudrif. Sannleiksþráin gefur því sitt gildi. Hér eru önnur eðlislög en í heimi manna — afrétt óvitanna, — lítt er skilja lífs tildrög, lærðir þó sig haldi mjög( viltir þekkja ei veg hins fagra og sanna. Ófullkomið, ljótt og látt líf er í þínum heimi; andlegt öfugstreymi. Viljinn sljór og vitið smátt, varna því að komist hátt hugsun nokkur, nema’ á drauma sveimi.. Æðri hugsjón engir ná, aftrar þokumóða, upp af gulli og gróða. Lifir þar hver öðrum á; annars brauð er hinn að flá. Hugsun öll um ávöxt sparisjóða. Vondar hvatir valda því, vinnur lífsins kraftur ýmist fram eða aftur. Sundrung ríkir öllu í, engin minnsta samúð hlý; bróðurréttur fjárs af græðgi glaptur. Enn þið kunnir eruð lítt alheims reginmætti( hans og vísdóms hætti, líf er vekur nýtt og nýtt, nærir afli og lætur prýtt sál, er vígir sínum andardrætti. Innsta því hans eðli frá andleg frjómögn streyma, út um alla geima. Sérhver næirist sál þeim á; sálir litlum þroska ná, fyr en að þær fara um ást að dreyma. Hennar áhrif eru það, andagift sem nærir, fegurð hugsun færir. Bundin er ei stund né stað( streymir hennar geislabað alstaðar, sem eitthvert líf sig hrærir. Fjallið glæsta, sem þú sér, sigurhæð menn kalla, þroskastig þess stalla. Framþróunar ferill er fjalls í líking sýndur hér; lífsskeið mörg þar liggja fyrir alla. Birtist allt, sem er og var á þess fagurbúnum sólarbjarma brúnum. Er þar miðstöð eilífðar, allir kraftar mætast þart samdráttsbornir segulþráðum snúnum. ---------x Sá er nær á hæstu hæð, hann er fullkomnaður, orðinn meira en maður. Samstilltur er alheimsæð, æðstu stærð og minnstu smæð, allstaðar þá er hans samistaður. Unaðssætur andar blær, engir stormar næða land um Ijóssins hæða. Fyrst þar lífið fylling nær, fagra kærleiks tréð þar grær( ávextir þess eru guðafæða. Þangað upp þeir aðeins ná, allra er krafta neyta, ljóss og sannleiks leita. ----- Rétt í þessu blundi eg brá, burt var fögur Hulda, — og þá veruleikinn búinn öllu að breyta. Þorskabítur. Blái kuflinn Eftir J. P. Pálsson. Það var ekki nema rétt eftir henni Díönu — það vissi stjúpa hennar — að snúa bakinu í barnið sitt, sem sparkaði tusk- unum ofan af sér og sperrti bera angana út í hráslagann, sem hún og barnið áttu að nota aðeins sem andrúmsloft, í kjall- arakompunni, sem þau bjuggu í. Fyrir framan hana reis spegilbrot á eldgömlu komm- óðuskrifli. í vinstri hendi hélt hún á lítilli litmynd af Maríu mey, með barnið. Með hægri hendinni málaði hún sig í framan; og alltaíf líktist hún meir og meir Maríumyndinni. í rauninni var andlitsfall Maríu og Díönu svipað. Þær voru líkari en Díönu grunaði, þegar henni hugkvæmdist að leika Maríu. Þetta uppátæki hennar átti upptök sín í huga Díönu fyrir þá sök, að henni fannst orðin Díana og Madonna svo dæmalaust h'k! Svo voru báðar eitthvað einstæðingsleg- ar — með barnið í fanginu — lítinn dreng, brjóstmylking. Það var svo sem Díana sæi Maríu, með blessað barnið, mjaka sér áfram gegum mann. þröngina á götunni.......Og Díönu datt það í hug. að leika Maríu mey þessa jólanótt. En dytti Díönu eitthvað í hug, ! logaði ákafinn upp í sálu henn- j ar, unz hann brann út; en þá j varð líf hennar litlaust eins og l( öskuflag. Skynjan hennar og tilfinningar lögðust í dvala — eins og hún gengi í svefni, þar til eitthvert smáatvik kveikti í ímyndunarafli hennar. . . Og svona hafði hún verið frá blautu barnsbeini. Það sór stjúpa hennar — það er að segja, stjúpa hennar trúði öllu, sem hún heyrði sagt um Díönu, og fannst fremur lítið til um það. .... “Mikið að hún er ekki komin í tugthúsið eða á vitlausraspítalann fyrir marg- lifandi löngu . Þar á hún heima, aumingja vesalingurinn! Eg man alltaf eftir( þegar hún klæddi sig í drifhvítan sumar- kjólinn sinn um hávetur og festi um þjófseðli Díönu og líklega Ibetrunarhússvist; en að lokum jdrap hún barnið, og böðullinn beið með snöruna yfir höfði hennar. Lengra komst stjúpan ekki fyrir gráti. * * ¥ Einhversstaðar undir dutl- unga og drauma Díönu( hafði Lífið laumað inn í sálu hennar sínu fyrsta og æðsta boðorði: “Þú skalt fæða af þér son, óg elska hann meira en sjálfa þig.” .... Díönu var ef til vill ekki Ijóst, að hún var ófær til þess að sjá fyrir drengnum sínum. Og ekki var það nema stund- um, að hún naut móðurgleð- innar. En þegar þær stundir runnu upp, varð hjarta hennar að heilu himnaríki, og þá gleymdi hún öllu baslinu, sult- inum og einstæðingsskapnum. .... Og hver Veit nema móður- ástin hafi átt þátt í( að Díönu fannst nafn sitt hljóma líkt og orðið Madonna; og að móður- ástin hafi verið sek um að Dí- ana hnuplaði bláa kuflinum úr búðinni sem leigði út skraut- búninga? Aiuðvitað ætlaði hún að skila. honum aftur. .... * * * Stóra kirkjan var troðfull af spariklæddu fólki, troðfull af jólaljósum og troðfull af jóla- dýrð! Og fólkið laut höfði í heilagri hrifningu og bæn til guðs drottins föður almáttugs, sem sendi mönnunum son sinn eingetinn þeim til eilífrar sálu- hjálpar. Og presturinn laö söguna fyrir söfnuðinum í stóru kirkjunni, söguna um barnið, Hví ekki? Úr því að tíminn er undirstaða allra hluta, hinna allra mikilvægust«( sem jhinna hégómlegustu, þá er ábyggilegt sigurverk skýlaus nauðsyn. Það getur líka verið einhver hin yndislegasta skart prýði. Hví ekki að gefa henni fallegt armbandsúr frá Dingwall, eða gefa hon- um armbandsúr eða vasaúr frá Dingwall ? Úr ótal gerðum er að velja, og verðstigi við allra hæfi. GEFIÐ OR f JÓLAGJÖF D. R. DINGWALL, LIMITED Portage at Garry Winnipeg Gleðileg Jól! Farsælt Nýtt Ár! Nú er eg nýfluttur í hina mjög vönduðu nýju KNATTLEIKASTOFU í hinni nýju byggingu ROYAL BANKANS, Sargent og Arlington og bið eg viðskiftavini mína verkomna. STEVEJOHANNSON. CHRISTMAS SPECIALS AT Scott’s Grocery COU. WELLINGTOJf & TORO.VTO ST. PHONE 25 657 gæsarvængi á handleggina og þóttist vera engill. Já, drott- inn minn! Það stríð, sem eg' átti í með barnið. Og þegar hann faðir hennar sálugi var kistulagður, heimifaði hún að vera sett með honum í kistuna, 1 svo hún kæmist strax til himna ríkis; og þegar hún fékk ekki þessu framgengt, gekk hún í burtu. Og allir vita( hvernig nú er komið fyrir henni, veöal- ingnum. Og þó veit guð, að það hefir verið talað um fyrir henni. Og mér er sagt að hún sé upp með sér af að eiga króann. Ekki veit eg neitt um það. Hún lætur ekki svo h'tið að tala við mig, enda þakka eg góðium guði fyrir að vera laus við hana.” Stjúpa Díönu var vön að þagna, þegar hér var komið, og bera svuntuhornið upp að aug- unum. Svo kom næsti kafli FRBSH CLEANED CURRANTS; per lb. ................ 20c SUN-MAID SEEDED RAISINS; 2 lbs. fór ............ 35C SUN-MAID SEEDLESS RAISINS; 2 lbs. for .......... 29c BLEACHED SULTANA RAISINS; per Ib................ 25c GLACE CHERRIES, Whole and Good Color; per lb. .. 60c FRESH MIXED NUTS; per lb..................’..... 25c XMAS RIBBON MIXED CANDY; per lb................. 26c Brown Mixed Candy; 2 lbs. for .................. 45c ROBERTSON’S XMAS PUDDINGS .............. 75c, 90c, $1.20 ROBERTSON’S DECORATED XMAS CAKES; per lb........ 50c MAPLE LEAF FLOUR; 7 lbs. bags; each ............ 35c COFFEE, SPECIAL SANTOS; per lb. ................ 45c ALSO GOOD VARIETY OF FRESH FRUITS AT REASONABLE PRICES ^nosoosoGossðoo^ðocoðrððeoðCððsoQðscGoooðSQoecoðoooa Lamattina’s NÝJA AFGREIÐSLUAÐFERÐ Jj Símið fyrir jólapantanir ykkar. Vér höfum óteljandi JÓLAVARNING, sem ekki hefir verið hægt að auglýsa. S. LAMATTINA | SÍMI 25 637 615 SARGENT AFE. ^ ð^ocoooeooosaoosoooscðoscoscososecccoscooscooocososco:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.