Heimskringla


Heimskringla - 11.01.1928, Qupperneq 2

Heimskringla - 11.01.1928, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA H E IMSKRI N O L A WINNIPEG, 11. JAN. 1928. Úr bók eftir franskan prest frá 18. öld ■ Frh, *. Þa'ð er brýnt fyrir oss, að undur náttúrunnar ættu að nægja til þess að vekja trú vora á g-uði og fullvissa oss uni. iþenna mikilvæga sannfeik. En hversu mörgum í heimi hér gefst fristund, gáfur eða skaplyndi til að atihuga náttúruna og brjóta heilann um gartg hennar. Hjá meiri hluta mannkynsins fer allt slíkt fyrir ofan garð og neðan. Bóndinn fellur ekki í stafi yfir fegurð sólarinnar, sem hann sér daglega; sjómaðurinn verð- ur ekki frá sér numinn af hreyfing- um haföldunnar. Hvorugur kemst að guðfræðilegum niðurstöðum fyrir þessi fyrirbrigði hins efnislega heims. Fyrirbrigði náttúrunnar sanna mönn- um ekki tilvist guðs, að undanskild- um þeim einum, sem áður hafði ver- ið bent á fingur forsjónarinnar nær helzt sem í harðbakkann sló fyrir skynsemi Iþeirra og reynslu. Heim- ppekingar sem forðast hleypidóma, sjá ekkert í undrum náttúrunnar nema eílíft óumlbreytanlegt lögmál; ekkert nema óhagganlegar afleiðing- ar hins mismunandi margbreytta samsetnings efnisins. * * * Er nokkuð undursamlegra en rök- fræði hinna djúpsæju kennifeðrá? I stað þess að bera vitni þessum daufa glampa mannlegrar skynsemi, sem þó í smáum stil sé, kastar nokkru Tjósi yfir orku náttúruaflanna, sökkva þeir sér niður í draumóra þess iheims, sem hugsjón þeirra skapar, og sem er þeim með öllu óskiljanlegur. Er ekki svipað að eigna guði fyrirbrigði náttúrunnar, eins og að segja að þau orsakist fyrir aldur? Hvað er guð? Hvað er andi ? Orsakir, sem vér höfum enga hugmynd um. Þér vitr- ingar! Athugið lögmál náttúrunnar, og á þann ihátt aðeins fáið þér getið til ,um eðlilegar orsakir hlutanna, en leitið ekkj eftir yfirnáttúrlegum or- sökum þeirra; þvi í stað þess að upp- lýsast á þann hátt, imunu viðfangs- efni yðar verða svo flókin, að þér hættið að skilja sjálfa yður. * * * Náttúran, segið þér, verður ekki skýrð án guðs, þ. e. a. s., til þess að skýra það, sem þér þekkið aðeins að litlu leyti, þurfið þér að skapa yður orsölk, sem þér botnið ekkert í. Þér þykist bregða ljósi yfir það, sem í myrkrunum er hulið, með því að slá yfir meira myrkri. Þér 'haldið, að þér hafið leyst ihnútinn með því að binda fleiri og flóknari. Þér heim- spekingar! 1 ákefð yðar að færa oss heim sanninn um að iguð sé til, flettið þér grasafræðinni iblað fyrir blað; þér farið nákvæmlega út í byggingu mannslíkamans; þér • svífið út í geiminn og athugið gang him- intunglanna; þér stígið niður til jarð- arinnar og undrist rennsli vatnanna; þér fallið í algleymi aðdáunar út af fiðrildum ormum, sveppum, lífræn- um eindum, — því í öllu þessu þyk- ist þér finna guð yðar. En allt þetta sannar ekki tilvist þessa guðs. Það sannar ekki annað, en að þér þekkið ekki eins og vera ber, hinn ótölulega grúa orsaka og afleiðinga. sem fram- leiða hin margvíslegu efnasamíbönd, er eiga sér stað í hinni miklu alheims heild. Þetta sýnir hvernig þér sneiðið hjá náttúrulögmálinu: að þér berið ekki hið minnsta skyn á orku- lindir náttúrunnar, og álítið henni um megn að framleiða dauðar og lif- rænar form-myndir, sem þér, jafnvel nieð aðstoð smásjánna fáið litið að- eins lítinn hluta af. Og ennfremur sýnir þetta, að þegar yður tekst ekki að gera grein fyrir hinu sjáanlega og skiljanlega, verður yður hægra fyrir með þvi að nota orð, sem á áð tákna afl það og orku, sem þér getið aldrei gefið neina skýringu á. Frh. ---------x---------- Inngángur að gagnrýni á Kristsvitundinni Eftir Halldór Kiljan Laxness. * (Ritað fyrir Heimskringlu og Al- þýðublaðið.) Los Angeles, 28. des. 1927 I. Þótt eg sé ekki vanur að gaspra út í trúmál við hvert tækifæri, Ibeð- inn og óbeðinn, þá þykist eg þó ekki vita minna um þau efni en ýmsir þeir jafnvel, sem gert hafa trúar- ákraf að ativinnugrein sinnL Það skal tekið fram, sem athugulum les- endurrt mínum getur að iviísu ekki J blandast hugur um, að síst beri að taka ýmis ummæli sagnpersóna minna fyrir játningar • frá eigin brjósti, hvort heldur trúmál snertir eða ann- að, enda fer hver játningin i bága við aðra í sögum mínum. Hitt er satt, að ég ritaði bókarkorn fyrur fáum árum um sjónarmið katólslku kirkj- ununar í ýmsum málum og reyndi að skýra þau eftir bestu samvisku. H. K. L.: Kaþólsk viðhorf. Utg. Arsæll Arnason, Re>-)kjav|ík, 1925.) Sömu- leiðis hefi eg við ýmis tækifæri, bæði fyr og sáðar, látið í ljósi þá sannfær- íngu mína, að trúarbragðakerfi það, sem við er kent rómversk-kaþólsku kirkjuna, sé fullkonmast allra trúar- bragðakerfa, sem nokkru sinni hafi fram komið í heiminum, svo að menn 'hafi sögur af. Eg held þessu sem sagt enn fram af jafn blygðunar- lausri sannfæringu eins og vélkönn- uður mundi sverja að vélin í Roll’s Royce bifreiðum væri vönduðust allra bifvéla. — Um áhrifagildi þessa merlkilega trúarforms á vorum dögum hef ég hinsvegar talað flest í þoku. Eg heyri iðulega og sé leiðtoga i trúarefnum höfða í all-áleitnum eftir. rekstrartóni til frjálslyndis sauða sinna, og þótt ég hafi aldrei fundið botn í hugmyndinni, þegar ég hef farið að kryfja hana til mergjar, þá hef ég með þeim mun meiri for- vitni reynt að komast fyrir, að hvers konar fyrirbrigðum þetta svo- nefnda frjálslyndi stefndi. ' Niður- staða mín hefir í sem fæstum línum orðið sú, að frjálslyndi í trúarefnum stefni einkum í þá átt að koma fólki, sem hefur einhverja sérstaka trú eða tilheyrir trúarbragðafélagi nreð einhverri ákveðinni játningu til þess að fara að hafa samúð með einhverri annari trú en þeirri sem játningin hljóðar upp á eða jafnvel að veita viðtöku eirihverjum visindalegum stað- reyndum sem miða beinlínis að því að klúðra játninguna og jafnvel að að gera út af við trúna. Sömuleiðis er á þessum þíngum lagt ríkt á við fólk, seni hefur eina trú að bera djúpa virðingu fyrir trú annars fólks. þótt hún fari i þveröfuga átt og kalli það svart, sem hinir álíta hvítt, ljótt, það sem hinir álíta fallegt, rangt, það sem hinir áláta rétt. Með öðrum orðum: fólk sem t. d. trúir því undir sáluhjálpareið, að iheilagur andi sé .grár og rauður í stélinu, á að fara að bera virðingu fyrir manneskjum, sem aðhyllast svívirðilegar villukenn- ingar um þetta atriði. Mér finst að þetta geti ekki náð nokkurri átt, þegar um trú er að ræða. Eg trúi einu, hafna öðru og get ekki trúað því, sem ég hafna, né hafnað því, sem ég trúi. Hafi ég þótst finna sannleikann í einhverju á- ikveðnu formi trúar, þá nær það ekki nokkurri átt, að ég geti viðurkent sannleikann í andstæðu formi trúar. Það er vafamál, hvort slíkur leikur að slkynsemi minni igerði mig fyr að sál- klofníngi en vitfirríngi. Persónulega er ég sem sagt allra manna ófrjáls- lyndastur í trúarskoðunum. Verði ég þess var að reynt sé að lauma nýmóð- ins trúarskoðunum inn í gamalt trú- arkerfi, þá stenst ég ekki reiðari, því slikt er misiþyrminig á menningar- sögulegum verðmætum, Eg er á þeirri ákoðun að gamlar trúr séu oft á sína vísu mikið fremur fullkomin tegund af hugsun og rnargt af þeim komið undir í sannri einlægni, en að nv trúarbrö'gð séu mestmegnis tóm vitleysa, og þó enn ómerkilegri en hvað þau eru vitlaus. Og sú sann- færing mín er vel grundvölluð, að það muni aldrei verða upp fundin í veröldinni nein ný trú framar, sem nokkur maður með óspiltu viti geti litið við. Trúarbrögð eru nefnilega ekki ann að í eðli sínu en úrelt tegund af vís- indum. Þau eru tilraunir fortíðar- innar til að gera sér grein fyrir dýptum. breiddum og lengdum hlut- anna. Menn sem líta á gömul trúar- brögð sem hindurvitni eitt, ættu að hugleiða að siú tíð? kemur fyr en varir, að vísindi nútímans verða flokkuð með hindurvitnum. Það verða ahaf einhverjir að gianga á undan og nærast á döggvum morgunsins, meðan aðrir lifa á hind- urvitnum. Eirihverjir verða aC standa sem forverðir starfandi hyggju, ný- andi rannsókna, meðan aðrir dæla vatninu úr pósitunum eins og það rennur. Það er þannig eklkert sagt ljótt um gömul trúarbrögð, þótt þeim sé neitað um annað- gildi en menn- ingarsöigulegt. Enn eru trúarbrögð nauðsynleg fantafæða þeim flokki manna, sem af góðum og gildtim á- stæðum er út undan og á eftir tím- anum. Ný trúarbrögð eru hins vegar tímaskekkju fyrirbrigði eins og t. d. riddarasögur myndu þykja á vorum dögufti, af þeirri einföldu ástæðu, að grundvöllur trúarbragða er ekki til framar i jarðvegi starfandi hugsun- ár. Vér hugsúm ekki frainar í trúar- legu formi, heldur rannsóknarlegu. Það sem hér um ræðir eru ekki aft- urfarir neins, hnignun né hrun. Þvert á móti: það eru framfarir í vísind- um. II. “Mikið segist yður frá Kristi og þylkir mér sumt það held- ur ótrúlegt er þér segið. En þó ihafa mörg dæmi gerst í forneskju.” — Rærekur blindi, ívitnun úr Hkr. Sn. St., eftir minni. Eg sé að gamall vinur minn og fé- lagi, séra Friðrik A. Friðriksson hef ir farið að skrifa í Heimskringlu (30. nóv.) einkar hátíðlegt mál um ákaf- iega vitlausa og ómerkilega bók, sem fjallar um egta nýmóðins trúarjux, og heitir “The Life and Teaching of the Masters of the FAR East.” — Menn skyldu ekki ganga ósnortnir fram hjá orðinu “far” í fyrirsögn- inni, þótt séra Friðrik hafi sleppt því i íslenzku þýðingunni! Eg rakst á bók þessa hjá kunn- ingja núnum, launspekisvini austan hafs nokkru eftir að ihún kom út í fyrsta sinn. Eg blaðaði í ihenni eina dagstund mér til nokkurrar, sálar- hrellíngar og lagði hana svo frá mér. Hér vestra iheyrði eg |bókina aftur nefnda á dögunum, og á þann veg. að um óvanalegt meistarastykki væri að ræða. Svo að ég lagði það á rriig að blaða í gegnum fyrra bindið aft- ur. I>etta er bók af því tagi, sem álháng- endur sértniarflokka taka upp úr vösunum við ótrúlegustu tækifæri, og þykjast stundum vera að lesa í spor- v.ögnum. Að höfundur bókarinnar sé lygari biandast eingum hugur um, sem nokkuð hefir feingist við tilíbún- ing (fiction). Refirnir þekkja hver annan á lyktinni. Astæðan til þess að eg kalla manninn lygara er sú, að hann kemur fram fyrir þúsundir einfaldra og eftirvæntíngarfullra sáina og þykist vera að flytja þeim sönn tíðindi af hlutum, sem þær hyggja sig miklu varða. Og hann segir þessi niikilsverðu tíðindi með samskonar einlægnissvip og hátíðleik og hann væri eiðsvarinn; hann boð- ar þau í tóni fagnaðarerindis eins og ihann þættist kjörinn af Guði. Lýgin er hinsvegar of augljós til þess að manni geti dottið í ihug að fara að leita sér upplýsinga um hvernig.hún sé til koniin, en það vildi svo heppi- Iega til, að fyrir fáeinum dögum bár. ust mér óyggjandi einkaheimildir um Spalding þenna, höfund bókarinnar, og komu þær nákvæmlega heim við ályktanirnar sem ég hafði dregið af riti hans. Hið lakasta vfð Spalding þennan er þó ekki staðreynd sú, að hann sé lygari. Annað er verra: Hann er ómentaður lygari, — hversdagslegur amerískur auglýsingalygari af ná- kvæmlega samskonar atgervi og menn irnir, sem ’leigðir eru til að semja skrum um lélegar tegundir af fimt- án-centa-vindiíngum, meðöl við and- fýlu eða Scrap-book Elberts Hub- bards. Atiðvitað er bók þessi lángt neðan við þau takmörk að geta gefið til- efni ti! umræðu, sem bygðist á alvar- legum grundvelli. Höfundurinn veð- ur blindandi úr Ghristian Science út í barnalegt rug-I um líffræði. sem hann kanrf sjáanlega ekkert í og það- an yfir í ramman mislestur á sál- könnunarfræði, — hann Ihefir sýni- lega lesið einhver alþýðleg amerísk rit um hinar hávísindalegu sáleðlis- rannsóknir Freud-stefnunnar eða Nýa Nancy-skólans, — og loks yfir í sams- konar vasahei.mspeki,, sein kunn er að því að prýða aðalsíður svonefndra uppbyggilegra tímarita eða ritlínga, sem út eru gefnir ihér í landi til þess að kenna piltum að komast áfram sem skrifstofuiþjónar eða farandsal- ar. Höf virðist trúa öllum reyfara- sögum úr biiblíunni eins og nýu neti, og er að reyna að samræma þetta á- samt spakmælum, sem standa á ame- rís/kum smápeníngum, við það, sem ihann kallar “kennángar” einhverra yf.. irnáttúríégra huklumanna, er hann ber blákallt fram að búi í Kína, Ind- landi og Ttbet, þvert ofan í gagn- stæða vitneskju allra upplýstra manna, ibæði á Austurlöndum og Vestur- löndum. /1 trúarbrögðum Arlendínga og iheimspeki, virðist -hann ekkert vita nema úr lélegum aúglýsingaritum útgefnum af síðlenskum hjátrúarfé- lögum, sem eru að firánga eitthvað með skakkar útleggíngar á yoga. Þar fyrir utan er Spalding þessa mjög fákunnandi sem rithöfundur, — still hans . tyrfinn, leiðinlegur og blóð- laus. Annars er þessi meistarafræði eins- konar nútísku form riddarasagna og hittist bæði hér og i Evrópu hópur manna á sérstöku upplýsingarstigi, sem slær til hljóðs fyrir öfgum þeim með quixotiskum fjálgleik. Bók -SpaldingT, er sneisafvfll af fiugumi þei-m, sem einkennir innmatinn í höfðum svonefndra nýtísku laun- spekínga. I hríngum þeirra er “frjáls orka” (free energy) mjög um. rædd um þessar mundir. Hinn raun- verulegi grundvöllur þessa hugtaks, er draumur vísindanna um breyt- íngu frumefnanna úr einu í annað. En um þann draum má þáð eitt full- yrða, að ráðníng hans vérður aldrei dægradvöj alvörularisra trúarbragða og trúfólk ekki líklegt til að leysa þá þraut. Og takist lausnin einn góð an veðurdag, verður hún vafalaust ekki talin kraftaverk né skrifuð í helgirit, heldur mun alheimur fagna henni sem hamángjubót í hversdags- lífi sínu, svo sem fagnað 'hefir ver- ið öðrum vísindalegum lausnum erf- iðra þrauta. Hinsvegar þreytast dulsinnar aldrei á því að segja manni þessar blautu barnasögur sínar um meistarana í Austurlöndum, sem geri kraftaverk eins og þau að gánga á vatni, fara úr líkamanum, skapa fatnað, fæði og penánga úr “skauti altilverunnar” með huganum o. s. frv. Svo mæla börn sem vilja, segir máltækið. En ef ég dirfist að lýsa yfir þvi, að eg trúi ekki á æfintýri eins og maðurinn, sem Ghesterton hæðist að á einum stað, — þá er óðar vitnað í Jesúm Krist, sem kvað hafa gert alt þetta. — Jesús Kristur er brúkaður líkt og einskon- ar cheque upp á allar lygasögur ver- aldarinnar. Oft hefi eg hugsað, aö það væri þarfleg löggjöf, sem skipaði mönn- um að þegja um Jesúm Krist í svo sem 500—1000 ár, — ekki fyrir þá sök að Kristur sé eklki all right í sjálfu sér, heldur vegna þess, að af hverju hundrað dollara virði,, sem rætt er og ritað um Jesúm Krist, má fullyrða að 99 og níu tíundu af hundr aði' sé tóm erkivitleysa. Nafn Krists hefir orðið einskonar ^kotmark fyrir allar báibiljur heimsins, og það sem verra er: sú vitleysa, sem menn þýrH Iátlaust umhverfis nafn hans er ihérumbil undantekníngarlaust leið- inleg vitleysa. Það væri sannarlega ekki á annara meðfæri en Don Quixotes sjálfs, að fara að stníða viö allar ihinar dular- fullu vindmyllur launspekínga, í þeim tilgángi að gánga á miili bols og höfuðs á þeim. Það er sem betur fer takmör’k fyrir þeirri vitlevsu, sem ansað verði. Hvert barnið veit að það er verið að draga dár að heil- Iwigðri skynsemi, þegar komið er með ályktun eins og t. d. þessa, sem ég heyrði nýlega hafða eftir meiik- um Los Angeles-'meistara’, af einum lærisveina hans: “Spýta getur flotið á vatni, — hvi þá ekki líkami manns- ins’?” — Hvert óspilt skólabarn sér í gegnum þessa»firru á þeim einfalda þekkingargrundvelli, að líkami manns ins er gerður úr efnum, sem hafa aðra eðlisþýngd en tré. Trúin á kraftaverk er ákveðin neit- un á dýrð sköpunarvenksins og tign náttúrulögmálanna, enda úrelt drauma ríngl kynslóða, sem einga verulega innsýni ihöfðu í dásemdir náttúrunn- ar. Því meiri þekkíngar sem mað- ur aflar sér á náttúruviisindum, því meiri fyrirlitníngu hlýtur hann að hafa á kraftaverkabulli og reyfara- sögum um “yfirnáttúrlega” fyyir- tugt. Alt fram yfir þetta er álitið frá hinum vonda. Þessar öfgar verða ekki leiðréttar fyr en byltingar kom- andi áratuga hafa lögleitt vinnuna sem gjaldmiðil, og starf mannsins áix ! tillits til launa hefir verið viðurkení sem fullkomnunarvegur hans. Maður, sem 'hefir ekki efni á að sinna hinni meðsköpuðu þurft sinni til 'þess að hugsa og rannsaka eða burði. Það er ekkert eins óendanlega &kilja það sem forverðir upplýsing- yfirnáttúrlegt og guðdómlegt í dá- arinnar hugsa og rannsaka (því slikt semdum sínum eins og náttúran sjálf, kostar tíma og fyrirhöfn), — hann enda skortur á virðingu fyrir skap-j hefir um enga tvo kosti að velja, held ur verður hann að fella að hugsun sinni einhvern einkennisbúning, sera er auglýstur inn á hann af trúar- bröskurum og afhentur fyrir tiltölu- lega lítið verð. Hann setur þannig stilli við hinni kriýandi rannsóknar- nát;túru hugsunar sinnar, svo að húri verði honum ekki til trafala í linnu- lausri lífsbaráttu háðri iniqtn þjóð- félags, sem hefir það takmark að gera fjöldann að fáfróðum og stríðlynd- um launaþrælum í hendi kaldrana- legra fjárplógsmanna. Samkundu- hús, kirkjur og musteri eru á vorura dögum, síðan trúarbrögð urðu tíma- skekkjufyrinbrigði, ekki annað en einskonar fegurðarstofur, þar sem menn geta skroppið inn einu sinni í viku og látið dubba sig upp, áir þess að verða nokkru skárri inn við' béinið eftir en áður. Þannig ertt tnúanbrögð á vorurn tímum hvergi máttugri en í löndum þar sem svört iaunahyggja og fjárgróðabriálsenij er 100% fyrirbrigði. Svo nefnd rétt trú er eitt af óhjákvæmilegum ein- kennum hinnar römmustu efnis- hyggju, auk þess sem hún er stór- iðjufyrirtæki, og hið eina fyrirtækí nútímans af því íagi. sem hefir ár- þúsundlánga reynslu í auglýsinga- list. Laungu áður en gálgamatur eins og Wrigley fann upp» togleðurstugg- una og setti upp stórmerkið sitt í New York til þess að pránga út þess- um óþverra, þá var myndin af guðn- um búin að standa í mörg þúsund ár höggvin í grjót og máluð á veggi. I eingu landi, þar sem hvitingjar búa, eru menn jafn lángt á eftir tímanum í öllum höfuðatriðum eins og fi Norður-Ameríku og um leið jafn lángt á undan tímanum í öllum aukaatriðum og því, sem eingu skift- ir ákvörðun mannsins. Það verður að leita hér með logandi ljósi til þess að finna menn, sem vaða ekki í fá- rániegustu blekkiíngun* og úreltum öfgum, um hversdagslegustu þekk- ingaratriði. Menn, sem ekki hafa Iátið sem vind um eyrum þjóta franr , farir siðustu áratuga í náttúrufræð- um sálarfræði, þjóðfélagsvísindum kynferðismálum eða fögrum fræð- um, eru skoðaðir sem þj<>ðfélagsböl. Hafi hinsveigar einhverjum aum- íngja lukkast að fá sér gullkjaft eða eignast Ford-skrjóð, þá svellur hann af yfirstéttartilfinningu. Eitt hið- sorglegasta og um leið hjákátlegasta fyrirbrigðið í þjóðfélagsskripaleik þessarar álfu er, að múgurinn, sem* mestu gerræðinu er beittur. er bólg- inn af stolti stéttar, sem hann til- heyrir alls ekki. Það er vonlaust um að hér grutidvallLst vísindaleg þjóðfélagsskipun, meðan amerískir launaþrælar eru luppaldir í þeirri dýrslegu blekkingu, að þeir séu þó að minsta ikosti vasaútgáfur af Henry Ford. Það er náttúrlega lokaráð frá: mann|hatarans sjónarmiði, |að troða þennan fénað út» af lygasögum unr kraftaverk meistaranna í Tíbet og útskýra fyrir þeim möguleikana a að búa til föt, fæði og peniríga á yfir. náttúrlegan hátt, gánga á vatni, fara úr likamanum og gera aðrar hunda- kúnstir af því tagi, svo að þeir þurft ekki að vera háðir launum og gett hætt að vinna! En það er um leið tryggara, eins og Baird Spalding gerir, að gl«|yma ekki að láta meist- arana i Tiibet leggja út fyrir sauðum þessum spekina, sem skráð stendur á ameríska smápenínga, svo sem eins og “In God We Trust” og E plur- ibus unum” !!! En álykti eg með rétti heilibrigðr- ar skynsemi, að óþarft se að vera að rugla um tilibúning húsa, fæðis og fatnaðar á yfirnáttúrlegan hátt, og haldi fram þeim sannleika, að sú pláneta, sem vér lifum á hafi yfrið nóg af gæðum til þess að veita ríku- lega allar þurftir öllum sínum börrt- um, — hvað þá? Þá reiti eg annan aranum að draga lögmál verka hans niður i ímyndanir um strákapör. — Meistararnir í Austurlöndum fá peninga sína úr skauti alnáttúrunnar, segir Spalding. Hvar ætli maðurinn haldi að þeir peníngar séu gjald geingif? —- Þarf ekki frámunalegan aulabárð til þess að ímynda sér að nokkuð sé unnið með þvi að fram- leiða falsaða peninga “úr skauti al- náttúruijnar”, — einmitt á timurn þeg- ar þjóðhagsvísindi hafa sýnt fram á, að peníngar eru frumrænn og úr- eltur gjaldmiðill, sem skanit eigi ó- lifað, en vinnan sé hinn eini sanni gjaldmiðill ? Þegar ég heyri vatnsgaunguhjal dulsinna, dettur mér æfinlega í hug indversk saga af lærisveini nokkrum, sem kom til vitríngs. og sagði honum þau tíðindi, að ihann hefði nú tdkið slíkum framförum í yoga, að ihann gæti geirtgið þurrum fótum hér yfir fljótið. Vitríngurinn spurði hvort þetta hefði ekki kostað hann ærna fyrinhöfn og svaraði lærisveininn þvi til, að það væri árángur þrjátíu ára stöðugra æfínga. Þá svaraði vitring- urinn: “Þú hefir lagt á þig rítikið amstur fyrir lítinn árángur, sonur, þvi það er ferjumaður hér á bakkanum, sem flytur hvern sem er yfir fljótið fyrir tvo aura. Hvað væri t. d. unnið við það að fara fótgángandi hér yfir Kyrrahaf- ið austur til Japan, þegar reiknað er saman skóslit, timaeyðsla, strit við að klifra upp og niður óstöðug öldu- fjöll, gisti’hússreikningar (þvi að verður að gera ráð fyrir fljótandi greiðasölustöðum hér og hvar á leið- inni fyrir þessa blessaða gaungu- hrólfa) o. s. frv., o. s. frv.? Jafn- vel eimsikipafélögin myndu ekki fara á ihöf'uðið, því efnamenn myndu halda uppteknum hætti að ferðast þægilega, — aðeins fátækir aumíngjar mundu log'grja út á höfin fótgángandi. — Þetta vatnsgaunguhjal kemur annars hálfpartinn út úr kú á tímum, þegar menn eru jafnvel hættir að fara fót- gángandi lá þurru landi, að undan- tekrtum tranvps óg hoboes. Sama máli gegnir um listina að fara úr Hkamanum”. sem ekki virðist hafa aðra hagræna þýðingu en þá, að setja á Iböfuðiif eimskipaféíög og járn- brauta, — trúin á ihana er ihjákátlegt afspreíngi vorrar eirðarlausu férða- lagaaldar og hlýtur þvi að eiga jarð- veg vísan i ibrjóstufh fátæklínga, sem hafa ekki efni á að notfæra sér hin kostnaðarsömu ent fullkomnu farar- tæki nútímans. Og auðvitað eru það fátæklíngarn- ir og flónin, sem á að blekkja með þessum eins og öðrum trúarbrögð- um nú á dögum. Það á að prófa hvort ekki sé hægt að kreista nokkra aura undan iblóðugum kartnögltituim á þeim með því að fá þá til að stofna fríkirkju utan um “hugsjónina”........ III. Sönn orð eru ekki fögttr; fög- ur orð eru ekki sönn. Lao-T se. Almenn villa er að hyggja, að frumstæðir menn (“villimenn” eins og komist var að orði áður) séu aö- eins steinaldarmenn, Afríkusvertíngj- ar eða einhverjir kynþættir, sem búa í afskektum landshlutum. Mér er mikið í mun að undirstrika þá stað- reynd, að frummenn eru hvotki bundnir tíma eins og steinöld né stað eins og t. d. Sudan, — hörundslit ekki heldur. Frumrr^ðurinn lifir á með- al vor. Baráttan um hinn falska gjaldmiðil, þetta æfiinntak nútnnamannsins, er orsök mikilla myrikra. Takmark borgarans er að komast í vel laun- aða stöðu, svo að hann geti borðað þrjár máltíðir á dag, eignast hús með húsgögnum, konu og bifreið. dregið sig síðan í hlé frá öllu starfi um fer-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.