Heimskringla


Heimskringla - 11.01.1928, Qupperneq 5

Heimskringla - 11.01.1928, Qupperneq 5
WINNIPEG, 11. JAN. 1928. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA ÞJER SEM NOTIÐ - TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 \ Skrifstofa: 5. Cólfi, Bank of Hamilton VERÐ CÆÐI ANÆGJA. Bréfi me'ö fyrirspurn frá “Sentu” verður svarað i næsta blaöi; og i sam bandi viö það skal þaö tekiö fram, aö fólki er velkomið að senda fyrir- spurnir um hvaö sem er viðvákjandi heilbriigöi, og verður þeim svarað i blaðinu. Þetta má senda hvort sem vill til mín eða ritstjóra Heims- • kringlu. S. J. J. Verkamannaflakkurinn liér er fcigi alllítiU og hann á eftir að stækka; fer sívaxandi, þótt stundum komi sviftibyljir í segl- in, er taka af skriðið í brálð, eins og t. d. verkfallið sæla o^ eftir- minnilega, hið síðasta. Hið ó- háða verkamannafélag (I. L. P.) kýs nú þegar sjö menn í bæjarstjórn Winnipegborgar af átján alls; þeir hafa áður feng- ið kosinn borgarstjóra úr sínum flokki; þeir senda til sambands- þings helminginn af sambands- þingmönnum bæjarins, og þeir hafa sent og senda . á fylkis- þing jafnmarga bæjarmenn og nokkur annar flokkur. Það eru engin dauðamörk á verkamönnum hér. Og það þarf enga sérlega andagift til þess að segja það fyrir, að það er að- eins um nokkurn tíma að ræða — og má vel vera skemmri en lengri — unz þeir koma að í bæfjarstjórn meir|h.luita bæjar- ráðsmanna. Hugsi þeir þá sem bvo, að óvandur sé eftirleih- urinn, og þykist þá aðrir flokk- ar fara eitthvað varhluta af þeim réttindum, er þeim finnst sér bera, þá má það fyrst og fremst þakka Mr. Webb og Mr. McLean og þéirra skoðana- bræðrum, er setið hafa á þeim rétti, er með sanngirni ber jafn- fjölmennum félagsskap og verkamannaflokknum. Og sú ögrun getur ekki leitt neitt gott af sér fyrir bæjarfélagið í heild sinni. Heilbrigði. ____ # % X. , Hálsbólga. Hún getur verið margskonar, en einkenni hennar eru oftast býsna 'svip uð, hvaða tegundar sem hún er, nema að því leyti að þau eru á mismunandi háu stigi. Hálsbólga er eins og lungnabólga afleiðing af sóttkveikjueitri. Hún kemur oft í satnbandi við vosbúð eða kulda og við ihenni er sérlega hætt haust og vor — eða með veðrabreyt- ingu; þá veiklast oft mótstöðuaflíð a3 sóttkveikj»n notar það tækifæri. Algengust er þessi veiki i börnum °g unglingum, en allir geta þó fengið hana. iSökum þess að veikin er næm fá ihana venjulega fJeiri en einn á sama heimilinu eða í sama skólan- um. Hálsbóllga getur verið væg eðu svaesin. Stundum ekki nema lítill sárs. auki i kverkunum og þroti í slímhimn- unni; stundum aftur á móti svo svæs. in bólga, að 'hálsinn svo að segja lok- ist, og stundum getur þessu fyflgt graftrarígerð. i Veikin byrjar oft með snert af köldu, bakverk, beinverkjum, þurki °g sárindum í hálsinum V>g meiri eða minni hita. Hún getur ýmist byrjað ’hægt* og meinleysislega, eða verið í upphafi svæsin og áköf. Eftir því sem veikin nær sér bet- ur niðri, veröa öll einkennin svæsn- ari; Ihitinn getur orðið afarhár; höf- uðverkurinn nærri óþolandi og bein- verkirnir svo nfiklir, að sjúklingurinn geti engan veginn verið. Bólgan eykst i 'hálsinum; erfitt og jafnvel ómögulegt verður að renna hiður og Sjúklingurinn geúir ekki °pnað mtmninn. Alloft fylgir veik. inm hlustarverkur. Tunigan verður þakin sikóf; gulleitir blettir eða skán- ” niyudast á kokeitlum. Andardrátt- urinn Verður stundum afarerfiður °g hraður og æðaslátturinn tiður. Stundum bólgna einnig kyrtlarnir ut- an á hálsinum. Sé veikin svæsin, verður sjúkling- minn venjulega slappur og máttfar- lnn, þótt hann hafi ekki verið veik- ur lengi. Stundum fylgja hálsbólgu útibrot 'svipuð þeim sem eru samfara skarlatsveiki. Stundum er hálsbólga nokkuð lang varandi; en þá sjaldan svæsin; oft varir hún ekki nema fáa daga. Þegar hún ihefir verið áköf, batnar hún oft snögglega, olg þegar henni hefir fylgt ígerð, þá batnar hún svo að segja á svipstundu, þegar skorið ihefir verið í ígerðina eða þégar hún hefir sprung- ið. Dæmi eru til þess, að sjúklingur- inn hefir kafnað þegar igerðin hefir 'sprung'iði; Ihefir það verið sökum þess að gröfturinn hefir komist inn í ibarkakýlið. Hér hefir ekki verið talað um þá tegund hálslx>Hgu, sem skæðust er og illkynjuðust. Það er ibarnaveikin (Nafnið er sérlega villandi, því veik- ina fær nijög ot't hálfvaxið og jafn- vel fullorðið fólk.) Barnaveikín var fyrmeir regluleg drepsótt og dóu úr henni ekki færri en 60—75% allra þeirra sem fenlgu hana; en síðan móteitrið fanst við henni, deyðir hún tiltölulega fáa, sé hægt að nota það i tíma. . Til er fólk ennþá svo hjátrúarfullt að það afsegir notkun þessa meðals fyrir sig og sína; en sem betur fer fækkar því óðum. Þetta móteitur fannst árið 1890 af tveimur visinda- mönnum, sem unnu í félagi að ýms- um merkilegum* rannsóknum. Var annar þeirra Japani o.g hét Kitasato en hinn þýzkur og hét von ílehring. Þejm datt það í hug, að ef blóðvatm' úr skepnu, sem haft ihefði barnaveiki og batnað, væri spýtt inn undir hr>- und á annari skepnu, sem ekki hefði haft veikina, þá yrði sú skepna ekiki mióttækileg fyrir þessa sömu veiki. Samkvæmt þessari hugmynd unnu iþeir svo. Sóttkveikjan. sem veldur barnaveikinni, er látin tímgast og margfaldast í sérstakri tegund af kjötseyði; það er svo siað og eftir verður nokkuð þykkur vökvi afar- eitraður. Vissum skömtum af þess- um vökva er spýtt inn í heillbrigðan hest hvað eftir annað, og skamtur- inn alltaf smástækkaður. Með þessu móti skapast í hlóði hestsins nióteit- ur gegn ibarnaveikinni og úr þvi er það unnið, sem spýtt er inn i fólk, ýmist til þess að komast í veg fyrir barnaveikina eða lækna hana. Eimkenni barnaveikinnar eru að flestu leyti þau sömu og annarar háls. hólgu, og er stundum afar-erfitt að vita með vissu hvort er. Einkum er hætt við áð það villi folk, hversu væg barnaveikin getur verið í byrjun. Af þessu leiðir það að alltaf er vissara að vitja læknis sem allra fyrst, þégar um hálsbólgu er að losa þessa skán, þá blæðir úr. Eins og fvr ýar sagt, koma stund- um gulleitir blettir eða skánir i kok- ið á þeim sem hálsbólgu hafa. I barnaveikinni myndast einnig skán, en hún er öðruvtsi. Hún er saman- hangandi, en ekiki aðeins a blettum, og hún er öskugrá að lit: ef reynt er að losa þessa skná, þá blæðir úr. Skánin byrjar venjulega á hálseitl- um og smáibreiðist út um kokið. — Stundum getur hún komist alla leið niður i barkakýli og veldur það and- þrengslum 0g hæsi; getur þetta orðið svo svæsið að sjúklinlgurinn kafni. Rarnavei'ki er afarnæm, og þótt einhver hafi hana mjög væga, þá get- ur vhann sýkt aðra svo að þeir deyi úr henni. Eftirköst ,'þessarar 'veikt eru oft mörg og alvarleg. Máttleysið er svo mikið að allir kraftar virðast eyddir og sjúklingurinn getur dáið af þvi. jafnvel þótt veikin sjálf sé að batna. Algengt er að ýmsir vöðvar verða máttlausir og stunduo. heiiir ftm. ir. Varir það máttleysi mismunandi lengi, en venjulega batnar það þó um siðir. Næst verður skýrt frá meðferð þessara sjúkdóma. Sig. Júl. Jóhanncsson. Páll Jóhannsson frá Merkigili í Skagafirði. ÆFIMINNING. Föstudaginn 22. júli síðastliðinn, árla morguns, andaðist Páll Jó- hannsson bóndi að Edfield, Sask., úr krabbameini á almenna spítalanum í Winnipeg. Hann fæddist 27. októ- jber 1859, að Merkigili i jAusturdal í ' Skagafjarðarsýslu. Faðir hans hét | Jóffiann Jónsson, bóndi að Merkilgili, en móðir hans hét Guðrún, sunnlenzk ! aö ætt. Er þeim er þetta ritar ó- ! kunnugt um föðurnafn hennar. Níu ára gamall fluttist Páll með móður sinni suður á land, og vann i síðan fyrir sér á ýnisum stöðum þar i syðra. Arið 1887 fluttisj hann til Vesturheims, og settist að nálægt •Ilallson, N. D.. Ari siðar kvæntist h'ann Guðbjörgu Jöhannsdótttir frá Breið i Tungusveit. Dvöldu þau í Hallson 7 næstu árin. Tóku þvá næst heimilisréttarland í Mouse River övggð; bjuggu þar 7 ár, og eftir það 5 ár í Swan River byggð. Fyrir nálægt 20 árum settust þau að i Foam Lake byggð, þar sem nú er kall að Edfiekl. og bjuggu þar alla æfi síðan. Húsfreyja Gtiðbjörg lézt síðastlið- inn 19. febrúar. Hafði sanilíf þeirra hjóna löngum verið fyrirniyndar ást- úðlegt. Páll var aldrei mjög heilsu- hraustur rnaður. En eftir missi konk sinnar var eins og honum hyrfi allt þrek og lönigun til að li fa, og beið hann burtfararinnar aJleins fáa mán- uði. Tiu börn þeirra hjóna eru öll á lífi, nema hið fyrsta, sonttr, Jóhann að nafni, er dó á 3. ári. Hin eru: Páll, járnsmiður að Mozart, kvænt- ur Björgu Bergfþórsdóttur Björns- sonar, er vestur fluttist frá Borgar- firöi austur; þá Jóhann Vilhjálmur. heima; þá Kristinn Olafur, búsett- ur að Mozart, kvæntpr Önnu Jóns- dóttur JtVhannssonar, er vestur flutt- ist frá Þórshöfn í Norður-Þingeyj- arsýslu; þá Árni Theodor, bóndi að Kuroki, kvæntur Euphemia Watson; þá Guðrún, gift A. Gravelle, búsett að Debden; þá Guðbjörg Sigurlaug, gift A. Klebeck, búsett að Edfield; þá Oddný Ingiibjörg, gift Oskari Guð miyidssyni í Débden; þá Helga, gift O. Klebeck, búsett að Foam Lake; þá Pálína María, heima. Páll heitinn var maður fremur lág- ur vexti, en samsvaraði sér vel, og hafði verið, fríður sýnum. HanVi mun verið hafa í alla staði einlægur og góður maður, 0g greindur vel. — Hann hafði vndi af lestri, og var frjálslyndur í skoðunum. Þótt kynn ingin yrði ekki mikil, varð sá er þetta ritar, þess var, að Páll átti fágra útsýn öryggis og trausts út yf- ir gröf og dauða. Jarðsetningin fór fram mánudag- inn 25. júii, og aðstoðaði undirrit- aðtir. A eftir húskveðjunni fluttí hérlendur öldungur, Mr. Miller að nafni, nágranni þeirra hjónanna til margra ára, mjög innilégt ávarp þakk ar og virðingar í minningu þeirra. Friðrik A. Friðriksson. Mr. og Mrs. J- F. Finnson á förum frá Mozart, Sask.. og kvödd af bygg'ðarbúum með veglegu sam- sæti. I tilefni af væntanlegri burtför Jóns kaupmanns Finnssonar og Kristólínu konu hans, frá Mozart, var þeim hjónum oig unguin syni. Albert, haldið fjölmennt og veglégt samsæti í samkomusal Mozartbæjar, sunnu- daginn 18. desemlber síðastliðinn. — Samsætinu stýrði hinn góðkunni höld ur félagslífsins þar um slóðir, Mr. Paul Thomasson, og fórst þáð að venju vel. Voru ræður Haldnar, kvæði flutt og söngvar sun'gnir. Fyr- ir minni heiðursgestanna mæltu séra Friðrik A. Friðriksson og Mr. G. F. Guðmundsson. Aðrir ræðumenn voru Mr. Th. Arnason, Mr. H. B. Grim- son póstafgreiðslumaður, Mr. J. A. Langlois stöðvarstjóri og Mr. Bures Laskin kaupmaður í Elfros. Er hinn síðastnefndi meðkaupandi verzlunar þeirrar, er Mr. Finnsson og félagi 'hans, Mr. B. Arnason, hafa rekið í Mozart allmörg undanfarin ár. Kvæði hafði Mr. Fj\ Guðmunds son ort til þeirra hjóna, og flutti | það. Var þar jöfnum höndum sleg- I ið á streng.i gamans, alvöru og inni- j Ieiks. Fyrir hönd Kvenfélagsins. | sem Mrs. Finnson hefir frá byrjun j Mozartveru sinnar verið ötull með- j limur í, talaði Mrs. G. D. Grlmson, j forseti félaigsins, og afhenti' Mrs. I Finnson mjög vandað "Pearl-ón-Am , lær Travelling Toilet Set” til minja. Þá bað forseti samsætisins Mr. Finn- son að þiggja ferðatösku að gjöf frá vinum og nágrönnum. Var hún af leðri gerð og vönduð vel. Að lokum flutti Mr. Finnson ræðu, mjög innilega og fallega, og þakkaði minjagjafirnar, svo og vinahót og viðski fti byggðar/búa á umliðnum ár- um. t Á eftir samsætinu skemtu ungír og ganrlir sér með leikum, unz hver fór til síns heima. Fyrir lipurð forseta og sterka ást- úðarstraunia marigmennisins til heið- ursgestanna, var óvenju bjart og glatt yfir þessum m&nnfiyidi. Þó fer ekki hjá því, að þar hefir margur komið og þaðan farið, með sársauka í^sál. Mr. og Mrs. Finnsson hafa nú dval- ið í Mozartbyggð árum saman. Þau hafa áunnið sér hvers manns virð- inigu Og kærleika. Flestir eiga þeim titthvað gott upp að unna. Þegar því byggðarbúar sannfréttu að þau væru á förum, “ibrast mjög í brosin þeirra flótti”. Eigi eiju þó vinsældir þeirra keyptar neinu hlutleysi eða hirðule^si um alfnenn ágreiningsmál. Vart getur t. d. ákveðnari og elju- fneiri vin frjálslyndra frúmála en Mr. Finnsson. Það hefir honum samt almennt fyrirgefist, þótt ótrúlegt sé. Enda mun torfundinn þllu hjálpsam- ari og kmdbetri maður en hann. — Öðrum fremur hefir' hann nú um langt skeið, verið hollvættur og hjálp arhella þeirra byggðarmanna, er á hefir legið í smáu eða stóru. Qg í hinpm margþættu félags- og mannúð- arönnum hefir kona hans sUöið hon- um við hlið með skilningi , styrk og Páll Jónsson frá Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði. EFTIRMÆLI. Þú girntist aldrei auglýsinga frægð, um æfi vannst með trúleik sérhvert starf, og fagurt dæmi framtíð gafst í arf, þvf fremd hvers lands er mæld í slíkra gnægð. Á kvarða auðs þín auðna reiknast smá; í aururn taldir þú ei gengin spor, en drenglund sanna,, dáðríkt hetjuþor þú dýrri perlum virtir mönnum hjá. Þú dáðir slíkt; þeim dyggðum prýddur varst; við dagsins lok er jafnan bjart um hann, er auðnugull úr grjóti þrauta vann; sem göfug hetja æíiraun þú barst. Þú girntist aldrei auglýsinga frægð. Um æ(fi vannst með trúleik sérhvert starf; eg veit ei neinn á foldu fegri arf, hve farsælt land, er eignast slíkra gnægð. Richard Beck. starfi. Liða á leið með þeim. og barni þeirra, blessunaróskir og þakkarhuíg- ir fjölda vina. I Fr. A. Fr. Frá íslandi. Fiskafli er enn mikill á Eyjafirði. Hefir gengið rígfullorðinn þorskur alla leið innundir Oddeyrartanga. Ovenjuegur fiskafli er á Skagafirði og hefir verið undanfarið. Fá ára- bátar frá Sauðárkróki hlaðafla s'kamt undan landi. Og sami kvað aflinn vera út með alli Reykjaströndinni og að austanverðu, á Hofsós og þar út með. Sagði kunnugur maður á Sauð- árkróki Isafold nýlega, að þetta væri mjög fáigætt á Skagafirði, á þessum tíma árs, og hefði ekki komið fyrir í marga áratugi. Rvík 13. des. Vígslubiskup í stað Geirs heitins Sæmundssonar 'hefir verið kosinn Hálfdán Guðjómsson prófastur á Sauðárkróki; fékk hann 16 atkvæði af 24. Séra Kristinn Stefánsson á Völlum fékk 3 atkvæði; séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði 2; séra As- mundur GísIason á Hálsi 2, og séra Guðlbrandur Björnsson í Viilvík 1 atkvæði. Kristnisaga fslands. — Seinna heft ið af þessari bók herra Jóns biskups Helgasonar er nú komið út og e/ bókinni þar með lokið. Þetta seinna bindi fjallar um í‘KristnilhaId þjóð- ar vorrar eftir siðaskiftin”. Er þar mi'kMl fróðleikur saman dreginn, og sýna verkin merkin, að þar hefir um fjallað gerhugull maður. Hveitisamlagið iSamlagRibændur eru beðnir að senda öll skírteini fyrir grófari kornteg- undum( Coarse Grain Certificates) eins fljótt og mögulegt er til aðal- skrifstofunnar. Er skrifstofunni það rnikill starfsléttir, ef menn bregðast við nú, í stað þess að bíða nteð það. unz borgun verður auglýst. * * * Undireins og menn hafa afhent hveitiuppskeru sina, ættu þeir að senda tilheyrandi “Growers’ Certifi- cates”. Sé afhendingu ekki alveg lok- ið í júnimánaðarlok, eru bændur beðnir að senda þau skirteini, er handbær eru, en hin siðar. Þú styður Hyeitisamlagið eða óvini þess Y t x t t t t t t t t t t t t t t ♦:♦ t t ♦:♦ Með því að leggja í einn bing hveitiuppskeru sína, hafa allir sam- lagsfélagar fenigið hærra meðalverð fyrir afurðir sínar, en þeir hefðu nokkurntíma getað gert Sér vonir um að fá með gamla fyrirkomulaginu einstaklingssölunni. Töluvert meira en helmingur allra bænda í vesturfylkjunum þremur eru meðlimir Samlagsins Þeir sem standa utan við Samlagið, styðja að sérverzluninni með korn, sem allt gerir, er í hennar valdi stendur til þess að drepa samlögin. Það eru ekki tíu bændur af hundraði hverju í Vestur.Canada, sem ekki\skilja það, að það væri stórslys, ef samllögunum ýrði komið fyrir kattarnef. Enn eru nærri því fjörutíu baandur af hundraði hverju, er selja hveiti sitt í hendur fjandmanna Samlagsins. Bændur eiga sjáLfir Samlagið, stýra því og stanfrækja það, með vönum og duglegum mönnum fyrir hverri starfsdeild. Allur ágóði, er flýtur af starfrækslu félagsins og kornlyfitum þess, er aftur sendur í vasa meðlimanna. Allur ágóðinn er flýtur af utansamlags hveiti, sem afhent er sér- verzlunum, rennur í vasa sérverzlunarmanna. Ef þú átt erfitt uppdráttar, bóndi, þá hefirðu ekki éfni á þvf, að eiga allt þitt undir náð kornkaupmanna. Ef þú ert efnabóndi þá ættirðu að blygðast þín fyrir það, að vera utan Samlagsins. t t ♦;♦ t t t t t ♦♦♦ t X t t ♦> T -t t The Manitoba Wheat Pool Winnipeg The Saskatchewan Wheat Pool Regina The Alberta !:! Wheat Pool T >♦ Calgary I T ♦?♦ v _ x

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.