Heimskringla - 18.01.1928, Page 4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRIN Q L A
WINNIPEG 18. JAN. 1928.
»'■■■' 11 ■ ■■■'—
Hcitnakrmgla
(StofnoV 1886) ( '
Krmnr At A hverjnm ml«Tlknd«r1.
EIGKNDUR:
VIKING PRESS, LTD.
S53 <>B 855 SARGENT AVE , WINJilPEfi
TAI.SIMI: 8« 537
V«rB blaíslns er $3.00 árganeurinn bor«-
l*t íyrirfrara. Allar borgonir sendist
THE VIKING PKESS LTD.
8IGPÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
TTtonftsWrltl tll blnllMtno:
THB VIKING PRESS, I.td., Bot S105
iltnnAokrlft tll rltstjdrnnn:
EDITOK HKIIKSKHINULA, Bol 3105 ,
WINNIPEG, MAN.
•‘Helmskringla ts publishcd by
The Vlklng Ptr»» L.td.
and prtnted by
CITY PRINTING <t PUBÍ.ISHING CO.
h53-855 SarKrnt Ave.. Wlnnlpeg. Mon.
Telephone: .86 53 7
W I" ■ *
WINNIPEG, MAN., 18. JANÚAR 1928.
Bjarmi y. Sameiningin
Heimskringla hefir með mikilli ánægju
orðið við þeim tilmælum eins af góðvin-
um hennar í Vesturbyggðum, um að
prenta upp eftir “Straumum” umgetning
una um sóknarnefndarfundinn í Reykja-
vík í haust, og ekki síður fyrir það að vér
erum sammála þessum vini vorum um það
að annars sé óvíst að Vestur-lslending-
um verði skýrt jafngreinilega frá þessum j
sóknarnefndarfundi, eins og þegar verið
var ‘fræða okkur um að biskup hefði
neitað séra Þorgeiri um vígslu, sökum
þess að hann ætlaði að fara að starfa hjá
þessum voðalegu mönnum —Únítörum!”
— Og látum oss þá ekki heldur gleyma
því, elskanlegir, að maðurinn er þessi til-
mæli gerir, og bréfið ritar, er tilvitnunin
hér á undan er úr tekin, býr í bæ, þar sem
aldrei hefir Únítarasöfnuöur verið.
í öðru lagi er oss ánægja að því sök-
um þess, að vér erum einnig um það sam-
mála þessum vini vorum, að á þessum
sóknarnefndarfundi, “hafi Jón biskup
He’gason komið svo drengilega fram, að
það þæti að nokkru fyrir þann tvískinn-
ung, sem fram kom hjá honum í sam-
.bandi við vígsluneitun Þorgeirs Jónsson-
ar. Á því leikur enginn vafi, að mjög
mörgum beztu vinum og, ef svo mætti
segja, áheyrendum herra Jóns hér vestra,
var ákvörðun hans í það skifti hvort-
tveggja í senn: með öllu óskiljanleg, og
að auki töluvert hryggðarefni, ekki sök-
um þess að þeir óttuðust um þann máfl.
stað, er séra Þorgeir Jónsson kom til þess
að vinna fyrir, heldur sökum biskups
sjáifs persónulega, mannsins, er hafði
kynnt sig þeim svo drengilega, með fram
komu sinni hér vestra, fyrir ekki allmörg
um árum; skömmu áður en hann tók við
því virðingarmikla embætti, er hann nú
skipar. —
Og í þriðja lagi, en ekki sízt, er oss á-
nægja að því sökum þess, að allar um-
ræður á fundinum, sem skýrt er frá,
framkomu biskups og fullyrðingar, en al-
veg sérstaklega staðhæfingar sumra
helztu máttarstólpa ‘gömlu” guðfræðing
anna, bera óræk vitni um það, hvílíkum
reyk hinn áigæti ritstjóri “Sameiningar-
innar” var að villast í, þegar hann færði
lesendum sínum þá fregn í haust, eigi
alls fyrir löngu, að helztu forgangsmenn
nýguðfræðinnar heima, ættu sýnilega
ekki mikla samleið með frjálshyggju-
mönnum hér vestra, Únítörum og öðrum,
t. d. þeim, er ásamt séra Friðriki J. Berg-
ann klofnuðu úr lúterska kirkjufélaginu
hér um árið, og Sameiningunni er svo ant
um að gera alla að Únítörum fyrir bragð.
ið.
^kki er ástæðulaust að áiíta, að þeir,
er þessi Sameiningarfregn hefir mest
glatt, vakni nú af sælum svefni, og kenni
nckkurs ‘hrolls við fyrstu fótaferðina, í
því napra kuli veruleikans, er gustar frá
þessum sóknarnefndarfundi. Ailra napra-
astur stendur hann á þá einmitt af því
áttastrykinu, sem veit frá skoðanabræðr
um þeirra heima á íslandi, gamalguðfræð
ingunum þar.
Það er annars dálítið spaugilegt við
þetta, að einmitt um sama leyti og Dr.
B. B. Jónsson er að gleðja lesendur Sam-
einingarinnar með því, að helztu for-
göngumenn nýguðfræóinga heima, guð-
fræðiskennararnir við hásköiia íslancfs,
eigi enga samleið við Únítara, þá stend-
ur vinur hans, og játningarbióðir að kalla
má sjálfsagt, cand. theol. Sigurbjörn
Á. Gíslason, ritstjóri íhaldstrúblaðs.
ins Bjarma, upp á sóknarnefndar-
fundi í Reykjavík^ og vill skilja greinilega
á milli gamal- og nýguðfræðinga heima.
með því að skipa nýguðfræðingum í
flokk “hreinna Únítara”. Hann finnur
auðsjáanlega til þess, þótt séra Birni sjá-
ist alveg veglega yfir það, að með þeim
trúarflokki muni guðfræðiskennaramir
við háskóla íslands einmitt eiga frekari
samleið, en með öllum öðrum trúarflokk
um, íslenzkum að minnsta kosti.
Og rétt á eftir þessari skilgreiningu og
yfirlýsingu hr. Sigurbjörns Á. Gíslasonar.
stendur upp biskupinn yfir íslandi og lýs-
ir því yfir, afdráttarlaust, að hann sé
nýguðfræðingijr! En þá er hann líka orð
inn Únítari, í augum eins allra helzta full
trúa gömlu guðfræðisstefnunnar á Is-
landi, og vafalítið fleiri hans sinna, því
tæplega mun hr. S. Á. Gíslason hafa tal-
að fyrir sinn munn eingöngu.
Klerkum hinnar gömlu stefnu á íslandi
er nú satt að segja tæplega láandi, þótt
sá felmtur lysti þá við þessa yfirlýsingu
biskups, að þeir þvert ofan í hans eigin
fullyrðingu reyndu í fátinu að draga hann
nauðugan inn í sinn gamla dilk. Hitt er
annað mál, hvort það var kurteislegt eða
skynsamlegt. En mönnum fyrirgefst, í
fjarlægð að minnsta kosti, þótt þeir
gleymi kurteisinni og glati jafnvel ein-
hverju af skynseminni, er þeir finna
grundvöllinn vera að bresta undan fótum
sér.
Annars viljum vér fyrirbyggja hugsan-
legan misskilning, með því að lýsa yfir
því, að vér erum ekki með þessu að reyna
að sannfæra sjáHfa oss eða aðra um það,
að herra Jón Helgason sé hreinn Únít-
ari. Vér vitum það nefnilega glöggt, þótt
iherra Sigurbjörn Á. Gíslason vilji alls
ekki láta sér skiljast það, og Sameining.
in aðeins þegar til Islands er komið, en
ekki hér í Ameríku, að langt er frá því
að allir nýguðfræðingar séíu Únítarar.
En vér vitum það líka, þótt. Sameiningin
fræði um annað, að á milli þeirra getur
verið um mjög góða og ljúfa samvinnu
að ræða, enda ekkert eðlilegra, eins og
víða hefir sýnt sig hér vestra.
* * *
En annars er ekkert óskiljanlegt við
það, þótt íhaldsguðfræðin hér eigi erfitt
með að að fella sig við það, að aðrir trú-
flokkar geti átt nokkra samvinnu, eða
samleið með Únítörum. Á þar við, er
stendur í þessari fundarumgetningu í
“Straumum”: “Það er og skiljanlegt
ihvers vegna ósáttfýsin liggur meira í
blóði eldri stefnunnar. Hún hefir svo lít-
inn skilifing á mismun tijúarkenningar
og trúar. Þess vegna hættir henni við
að neita gildi þeirrar trúar, sem öðruvísi
játningu hefir.” Af þessu stafan þá og
það, að alveg eins stendur á hér vestra,
með frjálslyndisflokkinn og íhaldstrúar-
menn, eins og segir um afstöðu biskups
gagnvart eldri stefnu mönnúm heima,
að “hann hefir reynt að vera stórum mun
umburðarlyndari og v(íðsýnni gagnvarl
þeim, en þeír hafa oft reynst nýrri guð-
fræði”. Að hér sé farið með rétt mál, er
auðskildast af því, að það er á allra vit-
orði hér, að prestar hins lútherska kirkju-
félags mættu yfirleitt ekki til þess hugsa,
að hin íslenzku kirkjufélög hér skiftust
einstöku sinnum á um presta til ræðu-
halda við guðsþjónustur, þar sem jafnvíst
er, að prestar frjálslynda kirkjufélagsins
myndu ekkert hafa á móti því, að þannig
yrði skifst á.
* * *
Úr því að minnst var á þenna sóknar.
nefndarfund, þá er máske leyfilegt, þótt
það sé líklega óþarft, að því leyti að les-
endur Heimskringlu reki augun í það af
sjáifsdáðum, að ráðleggja lesendum að
stanza eilítið við í lestrinum, er kemur
að þeim ummælum séra Guðmundar á
Þingvöllum “að ef hver maður ætti að fá
að byggja á sinni eigin samvizku, þá gæti
engin kirkja verið til.”
í raun og veru er þessi þrotabúsyfirlýs-
ing ekki ný, af hálfu þeirra er við bók-
stafsánauðina búa. En þessi yfirlýsing
frá presti, um að kirkjan, sem hann trúir
á, fái ekki staðist, nema meðlimir hennar
verði svikarar við samvizku sína, er svo
stutt og laggóð, svo yfirdrepslaus og auð.
skilin, að hún er hreint og beint svolítið
meistaraverk. Og eins og öll meistara-
verkt á hún það skilið, að menn verji ein-
hverju töluverðu af þeim tírna, er þeir
hafa afgangs frá dagstritinu til þess að
virða hana fyrir sér, unz verðmæti henn-
ar er svo ljóst, sem það getur orðið, hverj
um fyrir sig.
Aðalsmerkið.
Eftir því sem Winnipegblaðið Tribune
hermir nýlega, hefir H. M. Hannesson
hersi, frá Selkirk orðið það á að taka
þátt í umræðum, er fóru fram á félags.
fundi “Empire Club” hér í bænum nú ný-
skeð.
Þetta er nú auðvitað dáJítil hártogun,
eins og flestum lesendum mun sennilega
auðvelt að gera sér í hugarlund. Blaðið
hefir vitanlega ekki horn í síðu Mr. Hann
esson fyrir það, að hann skyldi taka þátt
í umræðunumt heldur fyrir það, á hvern
ihátt hann gerði það; hver andinn var í
orðum hans.
Blaðið kveður Mr. Hannesson hafa get-
ið þess, að nú hreyfði sér öflug þjóðernis
tílfinning meðal manna í Caiiada. “1
stað þess að berjast á móti þessari þjóð-
ernistilfinningu, ættum vér að beina
henni í hæfilegan farveg.” hafi hann
sagt.
Þetta er nú í sjálfu sér nógu góð ráð-
legging handa “Empire Club”, “Canadian
Club” eða hverjum öðrum félagsskap, er
nöfnum tjáQir að nefna, segir blaðið. En
hvað sé nú heppilegur farvegur? Hann-
esson hersir kunni ef til vill að vita það,
en samkvæmt því, sem eftir honum hafi
verið haft, þá sé sá beppilegi farvegur að
einhverju leyti í sambandi við ‘canadiskan
sérfána, eða aukafána (an auxiliary Can-
adian flag), er beri eitthvert greinilegt,
sérstakt þjóðernistákn.”
Hér liggur hundurinn grafinn, eins og
Þýzkarinn segir. Hér er að finna ávirð-
inguna. Blaðið teiur að hér hafi hafi Mr.
Hannesson átt við einhvern þjóðernisleg-
an látúnshnapp; hégómaglingur, í stað á-
þreifanlegs og haldgóðs veruleika. “Er
öflug þjóðernistilfinning, er eyðir kröftum
sínum í það að skrýða Canada í flingur-
glys þjóðernistilverunnar, nokkrum manni
nokkurs virði?” spyr blaðið. Og heldur
svo áffram:
“Beina í hæfilegan farveg — já. Far-
veg fullveðja þjóðernis, er djarflundað sé
og drottinhollt, langminnugt á dreng-
skaparskuldir vorar; skaphafnar er knýr
menn til ósíngjamrar þjónustu, og fús-
leika að leggja allt í sölurnar — þetta er
aðalsmerki þeirra þjóða, er í raun og
sannleika eru miklar. Þessir eiginleikar
eiga lítið sameiginlegt við fána, bókfeli,
undirskriftir og annan hégtöma (para-
phernalia), sem ekkert veita þjóðunum
fram yfir það, sem fötin gera úr mann-
inum.”
Hér skín heilög vandlæting út úr hverri
línu. Og heilög vandlæting er jafnaðar-
lega sérlega áferðarfalleg á yfirborðinu.
Eins er hér, en það er grunnt á vonzk-
unni, er undir sýður. Því það vita allir
lifandi mennt er nokkuð þekkja til, að
Tribune álítur hvorki fáAia né bókfeils-
samninga hégómann einberann, þegar um
brezka fánann, eða brezka stjórmálasamn
inga er að ræða. Gremjan stafar einmitt
af því, að Mr. Hannesson skuli geta hugs-
að sér, hvað þá heldur opinberlega látið
það í ljóst að nokkurntíma verði dreginn
að hún hér í Canada, nokkur fáni þess
háttar, að hann beri eitthvert sérstakt
þjóðernistákn. Áiiti blaðið ríkisfána ein-
hvern hégóma, þá væri engin ástæða til
þess að iáta sig það miklu skifta, hveraig
litan fána og lagaðan menn drægju að
hún; það gæti þá aldrei álitið tilfinningar
þeirra manna, er það gerðu, mikils meira
virði en svo, að gjalda góðlátlegt með-
aumkvunarbros við því, að nokkrir skyldu
vera til ennþá, er gæti fundist til um
slíkan hégóma.
En í stað þess þýtur í nösum blaðsins
voldugur siðferðisprédikunartónn yfir Mr.
Hannesson og hans líkum. Og enginn er
í vafa um það, þó nöfn séu ekki nefnd,
að blaðið er að áminna Canada um drott-
inhollustu við Bretland; að canadiskir
menn eiga fyrst og fremst að vera minn-
ugir á drengskaparskuldir sínar við Bret-
land, og vera fúsir að leggja alit í söi.
urnar — fyrir Bretland.
Nú virðist satt að segja, að það geti
tæplega verið auðvelt, nema þá fyrir allra
næmustu hollustutungu, að verða var við
mikla landráðasengju í þessum ummæl.
um Mr. Hannesson. En það er næsta lít-
ið, sem sú tunga finnur ekki. Sérstak-
lega ef "útlendingur” á í hlut. En þá
skiftir líka litlu rnáli, hve góðum hæfi-
leikum hann kann að vera búinn. Og enn
minna hve góður canadiskur þegn hann
að vera.
Þeim drottinjhollu er ekki um að hugsa
til þess, að Canada gangi í dansinn undir
innlendu hljóðfalli. En þótt þeir kveði við
nokkuð annan tón, að 20. ald^ar mönn-
um ætti að virðast, þá könnumst vér ís-
lendingar vel við hann, allt frá mestu
niðurlægingartímum þjóðarinnar. Þá,
fyrir aldamótin 1800, var það brýnt fyrir
þjóðinni, og það af einum hennar beztu
mönnum, að henni bæri að “dependera
af þeim dönsku”. í hjarta sínu hefir hann
ef til vill talið það “aðalsmerki” mikillar
þjóðar”.
Bjarni Björnsson,
hermileikari.
Eftir Halldór Kiljan Laxness.
(Ritaö fyrir Heimskringlu, Morgun-
blaði'ð og Isafold.)
Hdllywood á þrettánda 1928.
Hann, sem vðar var reyikvísikastur
allra Reykvíkinga, dús við allan bæ-
inn, hrókur ails fagnaðar í samkvæm-
i-slífiou, ónn'ítstæðllegasta aðdráttar-
aflið á póMum sa m k o n i uhú san n a\ í
hö'fuðstaðnum, — eru virkileg;a orðin
tíu ár síðan hann stóð uppi á pallin-
um í Bárubúð og sýndi okkur kjarna
a-lls þjóðlifs í ljósi sinnar fágætu
gáfu'? — sýndi okkur það með örugg-
ara gripi, fastari listatökum en við átt
um að venjast, jafnvel frá hendi okk-
arar beztu raunsæisskálda. Eru virki.
lega liðin tíu ár, siðan hann hvarf til
annars heims ?
Já, það er heill áratuigur síðan, og
fjöldinn, sem er svo fljótur að hríf-
ast, er 1íka fljótur að gleyma. En
bestu mönnum finst þjóðin hafi
aldrei verið of rík af s'káldum, og ég
veit um ýmsa þeirra, sem hafa verið
að óska sér, að Bjarni, raunsæasta
raunsæiskáldið okkar, sem kunni fá-
gætustu skilin á leik raddbreytinjga
og svipbrigðalistar, meðan aðrir voru
að oddbrjóta penna sina á spakmæl-
um og veðurfarslýsingum, væri aft-
ur risinn í þunglyndu íslenzku glað-
værðjnni kringum Austurstrætij. —-
Ýmsir medkustu vorra andans manna
hafa minst hans annað veifið o>g hafa
harrnað innilega að svo einkennilegur
Iþáttur í nútiðarmennimg’unni heima,
skyldi vera svo skjótt á enda leik—
inn.
HermiJistin er einlhver þjóðlegasta
list, sem vér eigum, en í meira lagi
sjaldgæf erlendis. T. d. er hún óþekt
hér i Bandaríkjunum. Frakkar hafa
nokkuð iðkað hermilist, en þó ekki í
svipuðum mæli, sem Islendingar. O,.-
Iþað er enginn efi á því, að Bjarni
Björnsson var bestur meistari þeirrar
listar, sem sögur fara af. á Islandi,
og er nreð þvi mikið sagt. Sérstaða
hans sem hermileikara var þeirrar
tegundar, að það er óhugsandi að
nokkrum takist að fylla skarðið. Og
nú er sem sa|gt laungu komið svo
fyrir flestum okkar Reyikvíkínga, að
Bjarni Björnsson er okkur endurminn
ing ein.
Það hefir verið eitt af mínum á-
nægjulegu æfintýrum, síðan ég “kom
yfir” (eins 0|j! andarnir segja), að
komast að raun um að Bjarna Björns
syni líður vel i Sumarlandinu. Kvöld
eitt eftir að hafa verið á gangi með
kunnimgja .m|ínum undi'r i>;'i.Imuinnn
'hér í himnaríki kvikmyndanna, brugð
um við o'kkur inn í eitt Pig’n Whistle
veitingahúsið í Hollywood til þess
að fá okkur hressingu, — — rauð
Ijós, blá Ijós, útskornir innanstokks-
munir, marglitir veggir, rósótt loft . . .
°g í kringum Iwrðin sitja kvikmynda-
leikarar, allra heimsins þjóðerna og
ræða ákaft síðustu “'box-office suc-
cesses” í Wall Street, — en svo eru
nefndar á Ho'Ilywood-máli myndir
þær, sem gefa Gyðingum þar austtir-
frá mestan arð. En hver er þessi
kánkvísi hrokkinkollur, sem situr
íþarna í einum hopnum og er bersýni
lega að draiga dár að einhverri óhæf-
unni ? Það er eitthvað, sem kemur
mér til að að fara að hvessa á hann
gleraugun frentur öllum öðrum. Jú.
— þetta er maðurinn, það er enginn
annar en Bjarni Björnsson, ómótstæði
legasta aðdr’áttaraflið frá pöllunum í
hinni nyrstu höfuðhorg siðmentaða
heimsins, — hann, sem áður var reyk,
vískastur allra Reyjcvíking!
(Ive undarlegt að vera kyntur hon
unt hér sem “Mr. Barni Brdnson the
only Icelandic comedian in Holly-
ivood, — niaðttr verður ,gripinn svip
aðri tilfinningu sem við að heyra
ttm hnattskekkjufyrirforigði eða eitt-
hvað þesslháttar. — Að hugsa sér
svona góðkunnugt og gamalþekt
reykvískt andlit í borg, þar sem menn
ganga snöggklæddir á strætunum um
jólin og herja af sér flugurnar með
pálmaviðargrein á þorranum.
Hann hefir lítið breyst — kanske
orðið lítið eitt vínlenskur í sniðun-
um, örlítill Yankee-keimur í málfær-
inu, en það er Hka alt og sumt. Reyik.
visku heiðursmennirnir búa enn sem
DODD’S nýruapíllur eru bezta
nýmameðalið. Lækna og gigt,
bakverki, hjartabilun, þvag-
teppu, og önnur veikindi, sem
stafa frá nýrunum. — Dodd’s
Kidney Pills kosta 50c askjan,
eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást
hjá öllum lyfsögum, eða frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.
Toronto, Ontario.
fyrrum í kollinum á honum og eru
farnir að halda ræðustúf fyr en þig
varir. Þú veist ekki fyr en þú stend-
ur augliti til auglitis við hið andlejga
"uppcr ten’’ Reykjavíkur, umhverfis
þig er heil ráðstefna af íslenzkum
iþjóðdkitirungum að ræðia áhugamá!
sín eða 'kíta út af pólitíkinni. —
A einu augnabliki eru ljósin
í Pigfn Whistle horfin ásamt
útflúrinu á vejggjunum, en þú ert alt
í einu kominn heim í reykvíska vetr-
árdrim(1)únginn, sem grúfir yf:r ein-
ikennilegum spekíngum og gUirnum
sérvitríngum. Á nokkrum mínútum
hefurðu verið viðstaddur borgara-
fund í Barnaskólaportinu, leiksýn—
in|gu i Iðnó, og ská'Id og ræðumenn
hafa látið til sin heyra með svo per-
sónulegum lá.thrigðum, að nú efaðist
eg ekki um, hverjir voru að tala. Hví-
Hk ótrúleg næmni á sérlcenni. Hjví-
lík frámuna leikni í því að grípa og
tjá ! — Maður með slíkum hæfileik-
um væri kallaður stórskáld, ef hann
hefði penna í hðndum.
Fyn-sta kvöldið, sem ég sá Bjarna
í Pig’n Whistle, og alt af síðan, þe)g-
ar við höfum hitst, hefi ég sagt við
hann eitthvað á þessa leið:
Að vísu veit ég, að þú hefur leik-
ið hér alt frá stigamönnum upp í
herforíngja, betlurum upp í kon-
únga, en hvað um það, — þú ert
og verður Reyikvíkíngur par excel-
lence, og þú átt að birtast aftur
heima, því það er betra að verða
ógleymanlegur ihjá smárri þjóð, en
Ihverfa inn í þetta gargandi mann-
fuglager miljónalþjóðarinnar, sein Ht-
ilsvirðir sína stærstu menn, nema
því a'ðeins að hún geti slétt úr þeim.
Gáfur þtnar eru skapaðar og: list þín
þroskuð í jarðvegi íslenzlkrar menn-
íngar, — þar áttu heima! Og um
Hollywood veistu það sjálfur eins vel
og ég, að þeir sem hæst hafa komist
á stjörnuhimininn eða orðið fasta-
stjörnur hafa lent þar af einhverj-
um öðrum ástæðum en þeim að þeir
vóru leikarar. Framtáð kvikmyndar-
innar byggist ekki á þvi, sem felst í
hinunt forna skilningi á orðinu leik->
ari. Auðvitað ertu kvikmyndaíeik-
ari, en það seigir ekki neitt, því eftir
kröfunum, sem gerðar eru á því sviði,
getur hver auli verið fullgóður kvik-
myndaleikari. En þú ert annað og
meira: þú ert íslenskur leikari, og
við þá list ertu sérstaklega skyddur,
sem þú vanrækir meðan þú lætur "þér
sæma að talka þátt í fíflaleikjum
Douglas Fairhanks og þeirrar fjöl-
skvldu.
Láttu ekki freistingar Sumarlands-
ins gleypa þig að fullu!
----------X---------
Björgvinssamkoma
Hialldiór Þórólfeson söngstjóri hef-
ir afráðið að stofna tili samsöngs
með flokk sinurn til ágóða fyrir Björg
vinssjúðinn fyrstu viku febrúarmán-
mánaðar og verður nánar auglýst um
það hráðlega í blaðinti. Okeypis að-
Igiangur verður að samkomunni, en
leitað leitað verður samskota. Ættu
menn að hregðast vel við, og sýna þaö
í verki að þeir kunni allt að meta:
góðan málstað, góða skemtun og þá.
alúð og þann álhuga, sem Iweði Mr.
Þórólfsson og söniglflokkurinn hefir
frá þvi fyrsta sýnt með starfsemi
sinni.