Heimskringla - 18.01.1928, Blaðsíða 5

Heimskringla - 18.01.1928, Blaðsíða 5
WINNIPEG 18. JAN. 1928. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Heilbrigði X. Hálsbólga. Fiih. Þess var getið aS halsibólga gaeti veriS margskonar og mismunandi svæsin. Eimnig var þaö teikið íram, að stundum væri erfitt aö þekkja barnavei'ki frá annari hálsibólgu. Af þessu leiöir þaö, a‘ö altaf er ráölegast aö kalla lækni, þegar eirthver fær hásbó’tgu, ef þvi veröur komiö viö. En áöur en læknir kemur, eöa ef ekiki næst í hann, þá skal fara aö sem hér segir: Fyrst skal láta sjúklinginn taka inn eitthvað til þess aö hann hafi góöar bægðir, laxersaht er ágættl handa full" orðnum og laxerolia handa börnum eða unglingum, eftir því mikið eða lit ið, hvort hinn veiki er igamall eða ungur, eirts og tekið hefir verið fram áður. Fáist ekki hægðir með þessu, þá skal setja (pipu meðj ^sojuvaitni. Hægðapípa ætti að vera til á hverju Iheimili. Bezt er að láta sjúklinginn fara í rúmið, jafnvel þótt veikin sé mjög væg í byrjun; hafa bjart og loftigott í herberginu, en gæta þess samt, að þar sé vel heitt. Gott er að taka litla ullardulu, rennvæta hana í bráð- inni gæsa- eða svínafeiti eða olíu, bafa hana vel heita, leggja hana við hálsinn og vefja síðan hlýju sjali eða heitum trefli utanyfir. Gott er að láta sjúklinginn skola kverkarnar með saltvatni, ef um stálp aðan ungling eða fullorðinn er að ræða; um mjög ung börn verður þvi ekki komið við. Mátuleigt er a ðleysa hálfa teskeið af matarsalti upp i bollafylli af vatni. Betra er að vatnið sé soðið. Ef veikinni fylgir miikill höfuð- verkur, skal hafa kalda vatnsbakstra við ennið og heitt við fæturna. A- gætt er að þvo fæturna úr vel heitu, eins og lýst er í IX. kafla, og hafa síðan við þá heitan vatnspoka, eða eitthvað annað, sé hann ekki til. Má nota í hans stað heitt járn, heitan stein, heitar vatnsflöskur, heita hafra eöa heitan sandpOka . Ef höfuðverkur minnkar ekki eða lætur undan köldum bakstri við ennið, þá n>á reyna heita bakstra í þeirra stað — það reynist stundum betur. Gott er að láta sjúklinginn anda að sér gufu, ef því verður við kom- >ð. Skal láta hálfa teskeið af hvoru: eukalyptus-olíu og “compound tinc- ture 0f Benzoin” i pott (quart) ~af sjóðandi vatni, láta ílátið á stól eða kassa við rúmstokk hins veiika, breiða stóran dúk eða bréf yfir hann, sem einnig; nái yfir gufmJátið, og láta hann anda gufunni að sér eins vel og hann getur. • Þegar eítlarnir í hálsinum eru mjög bólgnir, þá rná reyna að drepa rök- um fintgurgónti á matarsóda og strjúka honum varlega pm eitlana emu sinni á hveirjum kJlukkutímn. VViMiam Osler læknir gefur þetta ráð, það er einfalt og þægilegt og virðist °ft reynast vel. Stundúm er gott að leggja heitan leðjuibakstur við hálsinn, samskonar °g þann, sem ráðlagður var við 'ungnabólgu. Fyrir kemur það að börn eða ung- lin|gar fá snögglega hálsbólgu með andköfum og hæsi og þyngslum. Geta þau verið svo veiik, að e'kki sé annað sýnna en að þau ætli að deyja. I’au geta vaknað þannig alt í einu, eftir þau hafa sofið stundarkorn, þótt þau hafi verið eða virst vera alheil- hrigð þegar þau voru. háttuð. Þegar þetta kemur fyrir, er gott að baða harnið upp úr volgu vatni, helzt láta það alveg ofan í vatnið) og láta það einnig drekka volgt vatn. Gott er að thafa gufu í herberginu. Dugi þetta ekki, þá má gefa 20 dropa af Ipecac sýrópi á hverjum 15-20 mún- útum, þangað til barninu batnar kast ið eða það kastar upp. I hálsbólgu, eins og allri hitaveiki, er gott að láta sjúklinginn drekka sem mest af vatni, en ekki ísköldu. Aftur á móti má láta hinn sjúka hafa uppi í sér ísmola. En ísinn verður að vera úr vatni, sem er hreint. A vetrum þarf ekki annað en að láta vatn út til þess að frjósa. A surnr- um fæst óvíða hreinn ís nema í stór- úm borgum. Ekkert ætti að láta þann sjúka 'borða nema vökvun, svo sem mjólk, súpu, hrærð egg o. s. frv. Engin meðul nema þau, sem nefnd ihafa verið, ætti að gefa, án þess að læknir ráðlegigi. Sé uni barnaveiki að ræða, ntá fylgja öllum þessum sömu reglum, nenia þeirri að snerta eitlana í háls- inum með matarsóda á fingurgómi. Þá þarf einnig að gæta enn mieiri varúðar ,sökum þess hve hættuleig sú veiki er. Við henni dugar ekkert nema innsprauting, og verður því að sækja lækni tafarlaust og fylgja ií öllu þeim reglum, sem hann fyrir- skipar. Þangað til hann kemur, skal fara með sjúklinginn eins og þá sem ihálsibóligu hafa, en láta einungis ein- ihvern einn stunda hann, og forðast að öðru leyti aJIar samgöngur við sjúklinginn. Sá sem stundar hann, ætti að vera i sérstakri yfirhöfn þeg ar hann er inni hjá sjúklingnum. tpg skilja hana þar eftir, þagar hann fer út þaðan. Þess þarf hann einnig' að gæta, að þvo sér vel um hendurnar í ihvert skifti, eftir að hann hefir eitt hvað átt við þann veika. Hvor sem um er að ræða barna- veiki eða aðra hálsbólgu, sikal láta sjúklinginn hrælkja í könnu eða íl'át, með bréfi i, sem hægt sé að hvolfa úr í eldinn og brenna. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að fójlk sé ViJjugt að líáta sprauta inn móteitri, þagar um barna. veiki er að ræða. Iætta á ekki ein- ungis við þann veika, heldur einnig við hina, sem á heimi'linu eru, eða hverja aðra, sem samgöngur hafa haft við sjúklinginn. Það kemur oft fyrir að laeknirinn er ekki viss í fynstu, hvort veikin sé heldur hálsbólga eða barnaveiki; spýtir hann þá venjulega móteitri i sjúklinginn til vonar og vara , og ætti enginn að setja sig upp á móti því að það sé gert. Það sakar alls ekki eða gerir neitt illt, þótt svo kunni að koma í ljós síðar, að sjúk- lingurinn hafi ekki haft barnaveiki. En á þvi ríður umfram allt, þegar siú veilki kemur fyrir, að innspýti- inlgirt fari Jram sem ajlra fyríst. Dags- eða sólarhringstöf í því efni getur lcostað líf sjúklingsins. Sjúlklingurinn verður að hafa sér- stök matarilát og önnur áhöld, sem séu soðin og þvegin út af fyrir si|g, en ekki með áhöldum eða ílátum hins fólksins. l>etta er áríðandi í allri næmri veiki. Sig. Júl. ]óhannesson. * * * “Senta” sendir fyrirspurn, sem hún íiiður um að sé svarað í Hejmskringlu Fyrirspurnin er á þessa leið: “Hvaða isjúkraáhöld og hvaða meðul ættu að vera til á hverju heimili? Og hvernig er hægt að fá þetta?” Einn kaflinn i “Heilbri|gði” verður einmitt um þetta efni, og spurnirtg- unni verður þvi svarað þar. S. J. J. Gullbrúðkaup í Blaine I vikunni milli jóla og nýár héldu ibörn þeirra hjóna, Mr. og Mrs. Bjarna Péturssonar, foreldrum sín- um mjqg veglegt samsæti, í minningu um 50 ára sambúð þeirra. Samikom- an var haldin í aðalsarrtkomuhúsi bæj arins, og henni stýrði hr. Jón Veum, fyrverandi kaupmaður i Foam Lake er býr nú þar vestra. I nýkomnu bréfi að vestan er svo skýrt frá sam- sæti þessu: “Hér er það helzt til tiðinda, að haldið var mikið qg veglegt gilll- ibrúðkaup fyrir þau hjón Bjarna Pét- ursson og Þóru konu hans. Þeir svnir þeirra stóðu fyrir því algerlega, nema hvað eitthvað koniu konur með af veitingum. Veizlan var haldin í \ einum stærsta sal borgarinnar. Voru þar saman komnir um 250 Islending- ar, fornir og nýir vinir þeirra hjóna. Eins og nærri má geta, var þar alls- slags fagnaður, svo sem ræðlir, söng- ur hljóðfærasláttur, — í einu orði sagt, vantaði Pkkert nema guðaveig ar til þess að þessi fagnaöur og sig urhátíð væri í alla staði fullkomin, eftir fornum íslenzkum mælikvarða. Fyrst voru brúðhjónin leidd i sal- inn. Var brúðurin klædd gamla ís- lenzka faldbúningnum með skautinu, og bar hún sig framúrskarandi vel, sýndist nálega 50 árum yngri en áð- ur, og er hún þó yfir sjötugt. Hefi eg aldrei verið stoltari af vorum ís- lenzku Iandnámskonum, en eg varð þetta kvöld. Þarna var rausnarleg landnámlskona, sein hafði gengi'ð í heilagt hjónabánd árið 1877 i Nýja Islandi, þegar sem harðast þrengdi um hag Ný-Islendinga á fyrstu land- nám.stíð. Eins var Bjarni, sama gamla ljónið, er aldrei hefir griða ibeðið, stór og mikilúðlegur qg brosti i kampinn. Jón Veum leiddi hin öldnu gull- ibrúðhjón til sætis og setti þau á brúðarbekkinn, og setti sam,komuna. Var þá sunginn brúðkaupssálnnir og: las þvi næst séra Halldór E. John- son bæn. Var þá survginn annar sálmur, en áður en söngflokkurinn hóf þann siðari, þá gervgu tvær skraut búnar ungar mevjar inn í veizlusal- inn, báru á miMi sín afarstóra blóma körfu, sem þær settu við kné ömmu sinnar. Einnig afihentu þær henni kostuleg glerauigu. Afa sínum fengu þær staf mikinn og sterklegan, og var hann gulli greyptur pg heilmikil ger- semi. Voru þessar gjafir frá börn- um þeirra hjóna. — Að sálmi sungn- um var dálítið uppihald, til þess að þeir, sem langt að voru komnir, gætu heilsað brúðhjónunum. Þá var aft- ur bvrjað á söng og ræðuhöldum. — Hr. Oli Hall stýrði söng og hafði mikinn liðsafnað. Var það válið lið. — Séra Halldór mælti fyrir minni Ibrúgumans, Mrs. Margrét Benedict- son fyrir rhinni br/úðurinnar. Hr. Andrés Danielsson minntist á 50 ára tímabilið, sem gulJbrúðlijónin hefðu lifað geignum. Frú Mattlh. Johnson, ’kona séra Halldórs, færði brúðhjón- untrm ávarp frá kvenfélagi safnaðar ins og gjöf, og las til þeirra kvæði ort af séra Jónasi A. Siigurðssyni. Jón frá Munkalþverá Jónsson, f'lutti þeim kvæði eftir sjálfan siig. Kristján Kasper kvað brúðkaupsvísu eftir sig, og ýmsir aðrir töluðu. Fjöldi heilla- óska var þeim hjónum sent héðan og handan. — Þakkaði Bjarni Pétursson að lokum öllum, er heiðrað hefðu þau hjón, og minntist eklri og yngri vina. Að Ioknum ræðwhöldum voru fram ibornar veitin|gar, og að borðjialdli loknu slegið í dans, er stóð fram yfir miðnætti. Bjarni og kona hans bjuggu um langt Skeið í Dakota, voru með hin- um fyrstu Islendingum, er þanjgað fluttu. Höfðu þau þar almennar vin. sældir, og hefir svo hvarvetna ver- ið þar sem þau hafa dvalið. -----------x---------- Tvö bréf. Frá Port Churchill. 26. mWerrtber 1927. Hr. Sigfús Halldórs frá Höfnunt! Þessar línur býst eg við að geta sent með Hudson‘s Bay póstinum; annars eru samgöngur hér afar slæm- ar. Eg kom hingað 1. septemiber og verð hér til næsta sumars. Haustið má heita að hafi verið af- ar gott, að vísu dálítið stormasamt en furðu hlýtt. Veturinn, sem af er, er snjólítill, og frost hefir verið mest 12 stig fyrri neðan zero. Við erum búnir að byggja loftskipa stöð og eitt íbúðanhús. Annars eru allir að höggva skóg núna ("tæsar”). Upp í skóg eru 5 mílur héðarr frá köíninni. Skógurinn er gisinn og lágur. Þó má finna tré um 30—40 feta há, 12—14 þumlnga í gegn. — Heyri sagt að það muni vera betri s'kógur um 30 mílur upp með ánni. Sólargangur er enríþá 6 klukku- stundir. Enginn hafís sjáanlegur á flóanum. Norðanstormur í dag. • Sendi þér línu við næsta tækifæri. * ¥ * 23. desemfoer 1927. Hr. Sigfús Halldórs frá Hafnum! Eg sendi þér þessar fáu linur með veiðimönnum, sem fara héðan til enda járnforautar. Það er fátt í fréttum að segja, nema tíð hefir verið einmuna góð, eftir því sem búast má við í þessum landslhluta. T. d. það sem af er des- emfoermánaðar, höfum við haft átta logndaga, 2 daga sunnankul, en hina 13 daga norðanstorm, ,þó alltaf frost Títið; mesta frost 28 stig fyrir neðan zero. Lagís liggur 2—3 mílur út frá •landi, annars auður sjór það sem augað eygir. Veiðimenn segja dýraveiði litla hér um slóðir. Eg óska þér gleðilegs nýárs og þakika innilega fyrir gamla árið. Vinsamlegast, D. Eðvaldsson. -----------x----------- Bréf til Heimskrir glu. Chicaigo, III., 14. janúar 1928. Kæri herra ritstjóri! Mér virðist að nokkuð langt sé lið- ið síðan nokkuð frá oss löndum i Ghicago hefir birzt i Winnipegfolöð- unum. Sendi eg því smápistil þenna, vonandi að þér ljáið honum rúm í Heims'kringlu. Félaigið “Vísir” hóf fjórða ár sitt 'Siðastliðinn september. Emfoættis- menn þetta ár eru: Forseti, undirrit- aður; varaforseti, Mr. Páll Clemens; ritari, Mr. Joihn Gilson; gjaldkeri, Mr. Guðmundur Barnes; skemtistjóri, Mr. Arni Helgason; í stjórnarnefnd: Ihinir fimm embættismenn og Mrs. I. Brynjólfsson og Mr. Benedi'kt Gests- son. Fundir eru ætíð haldnir fyrsta föstudag í hverjum mánuði, að heim- ili norslka klúfobsins, 2350 Nortih Ked. zie Boulevard. Fundir eru allvel sóttir, og munu að jafnaði um 150 vera viðstaddir. Sérlega ágætar sikemtiskrár hafa verið fluttar í haust og vetur. Fyrst skal þó getið samkomu, sem haldin var 7. ágúst síðastliðið sumar. Mr. Gunnar Björnsson frá St. Paul var aðalræðumaður. Flutti hann, eins og ihonum var lagið, hina snjöll- ustu ræðu. Mr. A. S. Bardal frá Winnipeg, var staddur í borginni, og flutti hann einnig hugðnæmt erindi. I oktöbermánuði hlotnaðist oss sú Ihamingja, að ná í séra Albert Krist- jánsson sem aðalræðumann þess fund ar. Var gerður hinn bezti rómur að ræðu hans; enda mátti það. Séra Al- 'bert ta'lar forkunnar góða íslenzku, og er hugmyndafleygur vel. I nóvemfoer var sýndur stuttur gam- anlei'kur: “Sagt upp vistinni”. Leik- endununi, Miss Baldvinson qg Mr Helgason, tókst mætavel. I desemfoer hélt oss fyrirlestur dr. C. N. Gould, prófessor í germönslk- um rnáluni við Chicago háskólann. Dr. Gould er, eins og kunnugt er, hinn mesti íslandsvinur. Gekk erindið rnest út á sögu og uppruna Norður landalþjóða. Hvatti prófessorinn landa vora að sleppa ekki tökum á íslenzku og íslenzikum fræðum. Var lionum veitt hin liezta áheyrn, og langar oss til að hann 'heimisæiki oss oftar. Von höfum vér 1 i'ka um að fá að sjá og heyra hinn góðkunna Islands- vin og fræðimann, Dr. Craigie, sem er við háskólann hér. SSðasti fundur var háldinn á þrett- j ánda dags kvöld, 6. jan. Smáklúbbur íslenzkur, sem nefnir sig T. N. T., stóð fyrir skemtiskránni og nefndi hana ‘íTwilight Niglht Revels”. Var fenginn fyrir þetta tækifæri affourða söngmaður sænSkur, Mr. Hans Heg- man. Prógramminu var stýrt af forseta klúfobsins, Mr. Paul Halldórs- son. Mr. Barnes f’lutti kvæði til igarnla landsins, sem eg sendi yður afskri'ft, herra ritstjóri, ojg bið yður að birta með bréfi þessu. Mr. Paul Björnsson las “Skarpfoéðinn í brenn- unni”, eftir Hannes Hiafstein. Mr. Gilson mælti' fyrir minni Cfoicago, og Mr. Helgason fyrir minni nýja ársins. Yður þykja þessar fréttir ef til vill ekki þýðingarmiklar. En ef þér takið til greina dreifingu Islendinga í Chi- cago og nærliggjandi bæjum, og svo foin mörgu sterku aðdráttaröfl hér, finnst mér þó merlkilegt, að hægt skuli vera að halda áfram félagi voru. Vitanlega langar oss til að eflast og 'Styrkjast, jafnvel svo að vér með tímanum getum eignast eigin heimili. Hvort það getur orðið er tvásýnt, og undir því komið að “nýlendan” aukist að mannkrafti og áfouga jafn- framt. Enn sem komið er neyðumst vér til að lifa aðeins i núttíðinni. Oss langar til að fougsa urn öflugra féla.g’ Islendinga í Cfoicago í framtíðinni. Svo vil eg bjóða hjartanlega vel- komna á fundi vora alla þá landa, er kynnu að ferðast til Clhicago til lenigri eða skemmri tíma. “Ví'sir” biður Heimskringlu að Iheilsa vinsamlegast frá sér löndum vorum fjær og nær. /. S. Björnsson. ----------x---------- Dánarfregn. Aðfáranótt sunnudagsins lézt snögg lega að heimili Mrs. Onddnýar Helga son, 573 Sirncoe St., dkkjan Pálína’ Einarsson, 73 ára að aldri. Dvaldi hún 8 síðustu ár æfi sinnar hjá Mrs. Helgason. — Hin frantliðna var tví- gift, qg er seinni maður hennar Hlelgi Einarsson, látinn fyrir 11 árum. — Tvö börn lifa hjna framliðnu: Mr. Einar Helgasort, og Mrs. Wortfoing, bæði búsett í Qhicago. — Eágæt mann Ikostakona segir kunnuigur að hin frant liðna hafi verið, hjartagóð og elsku- leg. — Jarðarförin fer fram í dag kl. 2 frá útfararstofu Bardals. ----------x---------- BjörgvinSsjóðxirinn. Aður auglýst .................$3749.18 Mrs. J. Melsted, Ste. 6 Hecla Block, Winnipeg .............. 2.00 Snorri Jofonson, Justice, Man..... .... ................ 2.00 Önefndur, Powell River, B. C. 2.00 $3755.18 T. E. Thorsteinson. --------x--------- Frá íslandi Samkvæmt fregnum, er hingað bár ust til Winnipeg nú um hátíðirnar, foefir Steimgrímur læknir Mattlhías- son verið utan nokikurn tíma undAn- farið, eða frá byrjun' nóvembermán- aðar og fram yfir hátíðir. LengSt dvaldi hann í Cundúnum, um 6 vik- ur. Allan þann tima sat hann sem iboðsgestur “Health Section” Þjóð- bandalagsins, á einuui af þessuni foeiJbrigðisfundum deitdarinnar, er nefnist “Interchange Courses of Pulblic Healtlh”. Stvrkir Rockefeller deildina til þessara fundarhalda. Auk Steingníms sátu þetta mót 18 aðrir útlendir læknar. Mun hann foafa haft nóg að gera, því auk þess. , sem hann að jafnaði var önum kaf- inn við fyrir1estraflultnin|g, kynnis- ferðir og heiinfooð, opinfoer og sér- stök, varð hann oft og tíðum að túlka fyrir hina útSendu embiættis- foræður sína, og jafnaðarlega að Svara skálaræðum, fyrir hönd þeirra allra útlendinganna. Er Steingrímur óvenjufegur af- kastamaður, qg þjóð sinni, og oss öllum, til gagns og sóma utan lands sent innan, með starfsemi sinni. Efnileg íslenzk Stúlka Miss Kristín Olafsdóttir frá Proc- tor, Minnesota, útsikrifaðist af há- skólanum hér í Proctor með bezta vitnisburði. í vor (júnímánuði 1927). En þá litlu þar á eftir fór ’hún í Civil Service Skóla i Dulutfo, hvað- an hún útskrifaðist einnig með bezta vitnisburði. Litlu þar á eftir bauðst henni að fara til Waslhington, D. C., og vinna á skrifst. ríkisgjaldkera þar. Þessu fooði tók hún, og vinnur nú þar (sem Stenograþher). Faðir hennar kom ti! þessa lands frá Rauðkdlls'stöðum í Evjahreppi i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu á Islandi. Heitir hann 'Þórður A. Ol- afsson, mesti dugnaðar- og atorku- maður, eins og hann á kyn til. Hann er bróðursonur Siggeirs Olson sái., eiginmanns yfinsetuikonunnár góð • kunnu, Halldóru sál. Guðmundsdótt- ur„ sem eg veit a8 fjölda margir les- endur Heimslkringlu kannast við frá Dulutfo. Móðir Kristínar er Signin Jónasdóttir, ættuð úr HúnavatnssýsOu á Islandi. I móðurætt sína á hún frænda að nafni Runólf Runólfsson í Spanish Fork, Utah, og föðurbróð- ir hennar er herra Júlíus Jónasson, vellþekktur húsasmiður í Winnipeg. Það er sannarfega ánægjulegt, þeg- ar ungt fólk kemst svona snemma til vegs og gengis. Sýnist það benda til þess, að í hönd farandi framtið, verði foreldrum hennar, um leiö og henni sjálfri til sóma, gagns og skemtun- ar. Mynd af Kristínu Olafsdóttur fylg ir hér með, og gefst lesendum Heims kringlu tækifæri á að sjá hana. I desembermánuði 1927. Ardahl. -----------x---------— Dánarfregn. Æskumaður, Guðmundur Thorar- insson, Magnússon, fóstursonur merk ishjónanna Páls kaupmanns og Site- faníu Magnússon, í Selkirk, Man., lézt að heimili þeirra 3. janúar síð- astíiðinn. Guðmundur heitinn var fæddur í Winnipeg 29. júní 1913 qg tekinn tM fósturs næturgamall af hinum ágætu fósturforeldruni. Foreldri Guðmundar eru bæði dá- in, en systkini á hann á lífi. Fyrir nokkru mun hafa borið á l>eirri heilsubilun, er leiddi hinn un,ga rnann til dauða. En þrátt fyrir Iþað, er við fráfall hans mikill og sár harmur kveðinn að fósturforeldrum sveinsins. *•' Jaröarförin fór fram frá heimili Magnússons hjónanna í Selkirk, þ. 6. þ. m. Var hún fjölmenn mjög. — Séra Jónas A. Sigurðsson jarðsöng. ÞakkarorS. Beztu þakkir viljum við hjónin votta bræörum og systrum í stúkunni Skuld, No. 34, fyrir þann mikla heið. ur er okkur var sýndur þann 11. þ. m. 1928. E’ftir að fundarsiðum var lokið, var slegið upp stór-virðulegu samsæti, er sátu um 200 Goodtempl- arar, qg vorurn við hjónin þar heiðr- uð með afarverðmætum “Stand- ! Lamp”, sem stúkusystkinin gáfu okk- ur, með þeim fyrirmælum, að hann ætti að vera sem þakklætisvottur frá stúkunni, fyrir vel unnið starf. A8 samsætinu loknu, voru fram bornar rausnarlegar veitingar af stú'kusystr- um okkar. — Fyrir allt þetta þökkum við innilega, og óskum stúkunni okkar allra heilla og blessunar í komandi tíð. Mr. og Mrs. Sig. Oddleifsson Sfe. 6 Acadia Apts.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.