Heimskringla - 01.02.1928, Side 5

Heimskringla - 01.02.1928, Side 5
WINNIPEG 1. FEBRETAR 1928. HEIMSKRIN GLA 5. BLAÐSÍÐA Þ J E R SEM NOTIÐ TIMBUR K A U P I Ð A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Salmagundi Eg hlýddi hér um daginn á ræöu um iþegnmennsku — — nýtan boh- skap, vel og röksamlega fluttan. Presturinn, sem er lærdómsmaöur, hvatti menn til þess aö halda betur landslögin, og auösýna viröingu lög- tx)önum yfirvöldum. “HJIítiö leik— regluni á leikvelli”, lagöi hvöt hans mönnum aðallega á Ihjarta-------vissu lega lögmæt og timabær hvöt. Rétt þegnmenniska, sagiýi hann, er þaö, aÖ hlíta þeim regluni, er menn hafa komiö sér saman um, og sett til þess aö marka veg dagfari einstaklingsins, sem eindar í mannfélagsheildinni. Ekki mikið andlhælislegt viö þetta. eða ihvað'? Vissulega ekki! Samt sat eg þarna og grundaöi; grundaði og undraöist. Eg undraðist meö sjál'fum mér, hve mikið þessi vin— g’jarnlegi, einlægi heiðursmaður í stólnum vissi; ihve mikla hugmynd hann í raun og veru heföi um leik— reglurnar, og hvernig þeim væri beitt; hvort hann í raun og veru skyggjndist nokkurntíma á bak viö hin hlýlegu og áferöarfallegu lei'k- tjöld sinnar eigin stéttar; hve miklu af raunveruleikum lífs og leikvallar hann heföi fremur kynnst af eigin dýrkeyptri reynslu, en af afspurn. En svo er þetta líka ríkt í mér, að sitja grundandi og undrandi. ¥ * * Ekki ber aö efa, að ef hreinlega væri aðeins um tvennt að velja: ugg- laust ,regluibundiö lif, er byggöist á því að fylgja leikreglunum til hins átrasta éða óvissa glepsitilveru, þar sem hver lóki samkvæmt reglum eig- in geðþótta, þá myndu mjög fáir taka síðari kostinn, og þá væri ekki nauð synlegt aö eggja menn slíkri lög- eggjan og ihinn lærði prestur gerði á sunnudaginn var. Megingallinn er sá, aö ekki er hreinlega mn tvennt að velja. Undir niöri finna menn til þess, aö leikreglurnar eru ekki ó- hhitdrægar; að þær eru frekar sam j ar fáeinum i hag en fjöldanum. Virt- ist mönnum eigi svo, þá myndu menn hlíta leikreglum miklu betur, og bera meiri virðingu fyrir þeim, en raun er á. Vér getum afsakaö hinn lærða vin vorn, prestinn, er lifir svo óhultur og andvaralaus, þótt hann sjái ekk— ert annað en þvermóöskuna í þeim manni, sem meö ráönum huiga brýtur 5 bága viö reglur þessa leiks, er all— ir veröa aö þreyta. .Honum er, stöðu sinnar vegna, varnað fullkominnar vitneskju um það, hve viöurkvæmi— legar þessar reglur eru. Hann er þannig settur, aö honum finnst óhjá_ kvæmilega að lög séu lög, ákvæði sem menn verða að gangast viö, virða og fylgja bókstaflega. Aö þau geti verið ranglát, dettur honmn sennilega ekki í hug, af því að hann hefir sjálfur svo l.ítiö af þeim að segja. Enn kemur þar til sti ástæða. að hann er, einnig sökum stööu sinn— ar, verjandi þess skipulags sem er, forvígisniaður hins lögbundna stjórn arvalds. Pað skiftir litlu máli hverr_ ar stefnu yfirvöldin eru, kirkjan er ávalt ábekingur þeirra. Ef þú átt hágt meö að trúa þessu, þá strykaöu kirkjusöguna af skránni yfir þær bæk nr, er þú ætlar þér til stundarstyttis, þessi löngu vetrarkvöld. * * * Þaö er þá jafnmikill vafi á um leikreglurnar sjálfar, eins og um þaö, hvernig þeini beri að hlita, hverjar sem þær eru. Og kominn í það öng- þveiti, aö þurfa aö tilgreina dæmi um ósanngjarnar eða ranglátar reglur, þá kýs eg aö bregða mér út fyrir landamærin eftir dæminu, ef eg mætti forðast að verða einhverjum að á— stytingarsteini, og gera aö umtalsefni hankalög eins nágrannaríkisins. Þaö er ekki af því, aö ekki megi sækja slíka drætti i eigin sjó; heldur að- eins gert til hægðarauka. I áminnstu riki eru menn komnir mjög langt í þeirri list, aö stofna ibanka og steypa þeim um koll, enda arðvænleg atvinna. Bankalögin þar eru svo úr garöi gerð, aö virðast mætti að bankastjórinn geti allt fram' ið, upp undir niorð, og “sloppiö meö Iþað”. Nálega allt er leyfilegt, sé það nefnt bankaviöskifti. Geymslufé má sóa í gróðabrallsvitleysu; annars kannske einungis hverfur það: en á— rangurslaust er aö spyrja. Hundruð manna geta misst sparifé sitt, fáeina skildinga, er grípa skyldi til, er elli og nauðsyn krefur; opinlberu fé er þvælt um reiknings'bækurnar, unz etiginn fær greitt úr bendunni; fjár- drátt og þjófnað (undir öðrum mild ari nöfnum) er óhætt að fremja á allra vitorði —----lögin, leikreglurn- ar, eru þannig úr garði gerðar, að sjaldan fellur nokkur sök á bankann eða bankastjórann. Afleiðingin er sú, að hver bankinn á fætur öörum liefir hætt viöski.ftum, gert hinn mesta usla i viðskiftalífi manna, og gerrúið þá þúsundum saman. Hvort banka- mennirnir, er dáðina hafa drýgt, muni hafa efnast eða eigi, er hægra að gera sér i hugarlund en að full- yrða um. I einu héraði (MacKenzie) eru nú aöeins 2 bankar eftir af 17, er héldu uppi viðskiftum 1921. * * Eg veit ekki hvort vel lærðir sóma. menn í þessu ríki leggja það í vana sinn, að hvetja söfnuöi sina til þess að hlíta leikreglum. F.g veit það ekki; mér þyicir það sennilegt. Þó mætti það viröast, svona úr fjarlægö inni, vafasamir mannkostir, aö beygja sig í auðmýikt undir slíkar reglur, í blindri trú, eins og á forlögin. Þeim, er óháöur stendur, er þaö ljóst, að bankamennirnir hafa haft hönd í bagga, er þessi lög voru samin, er viðskifti þeirra lúta; að Iögin skuli enn standa óbreytt, er óbrigðull vott- ur um það, aö bankamennirnir eru enn nógu voldugir til þess aö haldi þeiin í gildi. Þaö má hver fyrir mér hugga sig við það sem getur, og verja það, að þetta séu landslög, er menn verði að 'hlýða og virða, eðli- lega, fyrir föðurlandið. Sú bersýni- lega staðreynd stendur óhögguö, að flokkur manna gerði þessi lög úr garði, í sérstöku eiginlhagsskyni. Þótt þau valdi tjóni og hörmungum flestum óbreyttum borgurum, iþá eru 'þetta samt landslögin, “leikreglurn— ar”> °g sá maður gerist sekur, sem nógu djarflundaður er til þess að brjóta í bága við þau. * * * Þetta er allt erfitt við að eiga. Þarna eru reglurnar, er settar eru til þess að einstaklingurinn megi öör- um verða samstiga; eftir þessu hljóö falli skal gengið; hljóðstillingin velt_ ur á ýmsu. Það er bersýnilegt, að allt gengi liðugra, ef allir væru samstiga. Ef hljóðstillingin á að fara eftir hentugleikum liðsforingjans, er hest- inn situr, þá er viðbúið að gangandi hestliði, með þunga byrði á baki, kunni að mæðast, er á brekkuna sæk ir, eða í eðjunni; sárna hæll, oig hug_ ur dvína. Eini úrkostur hans er á- byrgðarlaus, almenn bænarskrá, en henni sinna ítldrei liðsiforingjarnir. A áningastöðum nær herpresturinn í ihann, sem ríður í fylkingunni ásamt liösforingjunum, og hvetur hann til þess aö harka af sér, vera samstiga, gleyma ekki anda lagsmennskunnar. Auövitað sanngjörn hvöt. En hún vekur engan eldmóð í honum, fyrir þá sök, aö hann veit að presturinn, hinn andlegi leiðtogi hans, hefir dá- l'ítinn krók að maka; er einnig annt unt að halda honum mátulega háðum, annt um að varðveita settar reglur, og það ástand, sem er. Samt finnst honum líka, að það hefni sín, aö iganga úr skaftinu, og svo lammar hann þetta áfram, þótt kúguppgef- inn sé og kramaður. * * * Þetta er ekki ritað sem áfellisdóm ur um hinn velæruverða lærdóms- mann 1 prédikunarstólnum, né um herprestinn í söðlinum, hvernig sem þaö kann aö koma fyrir sjónir. Til— gangurinn var að athuga verðmæti blindrar fastheldni viö “settar leik- reglur”, hverjar sem þær kunna aö vera. Slíkri fastheldni má ýmisleigt færa til málsbótar, en EKKI í FRAMFARANNA NAFNI. Þaö getur verið gott og blessað, að tala um fyrirskipaöar reglur, og á— byrgðarlausar bænaskrár, stílaöar til stjórnarvalda eða 'herforingja; grund- vallaratriðið er rétt. En mörg lög eru í eðli sínu þannig, að þeim mundi haldið við lýði, unz lúöur Gaibríels hljómar, ef ekki væri sýnt fram á hversu ólhæf þau eru, með þvi aÖ brjóta þau þráfaldlega. Ekkert hérna megin óminniselfunnar fengi viö þeim haggað, nema skilningurinn á því, að ómögulegt sé aö framfylgja Iþeim. Þau ’gefa of mikið í aðra hönd þeim, er söðulinn sitja, mönn— unum er geröu þau úr garöi sjálfum sér til eflingar, til þess aö menn geti búist við því að fá þeim breytt fyr- ir bænastaö einan. Og þvi var það, er hinn lærði vin- ur minn lét móöan mása um dyggð hlýðninnar hér um daginn, að eg sat og grundaði; grundaöi og undraðist. Eg undraðist, hvort hann mundi hafa látið sitja við aö beita fyrirskipuö— um reglum viö víxlarana í musterinu, iheldur en aö grípa til sköruglegri og úrskuröarsneggri úrræða, eins og M'eistari hans. Kannske. Og þá myndu þeir sennilega vera þar enn þann dag 1 ....... Eins og þeir séu þar ekki! L. F. Samskot vor.u tekin, og námu þau liðlega öllum beinum kostnaði. Eftir seinni guösþjónustuna tók Mr. B. E. Brand ljósmyndari, myndir af táknleiknum, við skyndiljós. Tðkst ein þeirra ágæta vel. Selur Mr. Brand myndir þessar á $1.00. Fr. A. Fr. Jólaguðsþjónustnr Quill Lake safnaðar. Þær voru að þessu sinni meö likum hætti og i fyrra. Voru þær tvær og fóru fram með einnar kluikkustundar milliibili, á jóladaginn, sú fyrri á ís.- lenzku, sú seinni á ensku. Hiófusí þær með bæn, sálmasöng og prédik- un, en þá tók við jóla-táknleikurinn “The Nativity” eða “Fæðing Jesú”. Aðalhlutverkin höfðu eins og í fyrra, Miss Ohristine Ohristianson (María), Mrs. J. S. Eyrikson (Gabriel) og Miss Anna Guðjónsson (Andi krist— indómsins). Innti allt unga fólkið ag sunnudagaskólabörnin hlutverk sin af hendi með hinni mestu prýöi, nákvæmni og lotningu. Fólk virtist afarhrifið og þakklátt fyrir sýning- una, og sögðu um hana ýms eftir- minnileg orö. Aðsólcn var enn meiri en í fyrra, ensks og íslenzks fólks, eöa um 600 manns. Yfirumsjón sýningarinnar ann_ aðist, eins og í fyrra, hinn ötuli menn ingarfrömuður hyggðar vorrar, |hr. Arni Siigurðsson. Er hann sá fjöl- hæfi og framkvæmdarsami maður, sem ávalt er fús, og alltaf virðist haf.i tíma, til aö liðsinna og blása lífi í ýmisleg menningarsamtök byggðar— ibúa. \ Franikvæmdarnefnd jólasýningar- innar skipuöu að þessu sinni; Mrs. P. O. Einarsson, Mrs. O. J. Jónasson og Mrs. P. Sigurjónsson. Unnu þær feikna miikið verk og gott — pönt- uöu efni, saumuðu, aðstoðuðu við æfingarnar, og drógu á engan hátt við sig tíma né fyrirhöfn. Miss Lóa Jolhnson, sem einnig haföi eitt hlut- verkið i sýningunni, bjó til á eigin kostnað fjórar kórónur, er þóttu prýðilega geröar. Mrs. A. Sigurðs- son aöstoöaði bæði við æfingar og sýningarnar. Mjög kærkomna hjálp veitti Mr. Stefán Bjarman sem org— anleikari og kórstjóri. Mr. Jón S. TJhorsteinsson sendi eftir einni' af kvikmyndaVélum sínum, til þess að sýningin yröi fegruð með litljósi. Vélinni stjórnaði Mr. Jón S. Eyrik- son. Hótelhaldarinn Mr. O. J. Lewis, léði góðfúslega sína veglegu pálma, og var aö þeim hin mesta prýði. Öllurn, yngri sem eldri, er hlut eiga að máli, kann safnaðarnefnd Quill Lake safnaöar, svo og undir— ritaður, heilihuga þakkir. Heilbrigði. XII. Blóðnasir. Venjulega er það ekki hættulegt, þótt einhver fái Wóðnasir. Samt get ur stundiun orðið erfitt aö stöðva þær, og meira að segja kemur þaö fyrir, aö þær verða hættulegar og geta jafnvel leitt til dauða; þess eru ekki allfá dæmi. Kornung börn fá sjaldan blóönas- ir; aftur á móti eru þær tíðar á ung— lingum, sérstaklega í kringum ferm- ingaraldur. Piltum er 'hættara við þeim en stúlkum. Blóönasir geta orsaikast af ýmsu, þar á meöal þessu: Af höggi, árekstri eöa einhverju ööru meðali. Þær geta átt sér stað í sambandi við einhverja veiiki, svo setn skarlatssótt, mislinga, fitflúenzu, barnaveiki og ýmsa blóö- sjúkdóma. Einkum eru þær mjög algengar í byrjun taugaveiki, mega jafnvel teljast eitt vanalegt einkenni Ihennar. Þegar þær korna í byrjun einhverrar veiki, eru þær venjulega ekki hættulegar, en þegar einhver fær þær eftir aö hann hefir verið veik- ur lengi, t. d. í barnaveiki, þá eru þær ills viti. Blóönasir geta stafað af vissri teg- und af lifrarveiki eða r\ýrnaveiki; sömuleiðis af miklum blóðþrýstingi. Unglingar geta fengið þær af því að þe'im sé haldið of niikið inni í loftill- um o,g heitum húsum. Stöku sinnum stafa blóðnasir a'f smáæxlum í nefinu eða af því að eitt hvað hefir farið upp í nösina. Blóð- nasir fara oft á eftir. Þá er það algengt að menn fái blóð nasir, ef iþeir ganga upp á há fjöll eða fara hátt í loft upp á flugvél. Fyrir kemur aö konur, sem ekki haf.i reglulegar tíöir, fái blóðnasir af þeim orsökum — koma þá blóðnasirnar í staö tiöanna. A undan blóðnösum er oft höfuð- verkur og höfuðþynigsli, sem réna, jþegar farið er aö blæða. Einstöku sinnum geta blóðnasir komiö af geðsihræringum. Oftast stafa þær þó af því, að slím himnan er veikluð eða særð framar- lega í miðsnesinu öðruhvoru megin, og þar folæðir venjulegast. Blóðnasir stöðvast oft af sjálfu sér eftir 20—30 mínútur eöa jafnvel fyr. Þarf þá ekkert viö þær að gera. Þó ikemur þaö fyrir að þær verða svo svæsnar eða langvarandi, að hætta geti stafað af. Valda þær þá stund- um blóðþynnu og geta jafnvel leitt til dauða. Eins og tekið var fram, blæðir oftast framarlega úr miðsnesinu ööru megin (stundum beggja megin). Fólk verður oft hrætt viö blóðnasir og kemur fát á það. Sjúklingnum er hætt viö að hengja höfuöiö eöa lúta, en það ætti æfinlega að forðast. Hann á að sitja uppréttur eöa hallast dá— lítiö aftur á bak upp að stólbrík eða kodda. Bezt er að halda báðum hönd unura upp fyrir höfuðið og anda þungt og seint. Kaldan bakstur skal leggja við ennið og nefiö og aftan á hálsinn, láta ís upp í sig og jafn- vel láta lítinn ísmola upp í nösina sem blæðir úr. F.kkert má vera þiöngt um hálsinn. Gott er að hafa * heitt við fæturna til þess að draga iblóÖið frá höfðinu. Láta má örlútið bómullarhnoð upp í þá nösina, sem blæðir úr, og styðja svo á nefið aö utan með fingri, eða taka um nefið að frarnan með þum- alfingri o,g öðrum fingri (annaðhvort vísifingri eða löngutöng), og halda þannig þangað til blóðrásin stöðvast. Það var trú manna fyr meir, eða öllu heldur hjátrú, að ekki þyrfti annað en aö vefja þétt spotta um litlafingurinn, þeim megin sent blæddi, til þess að stöðva blóðnasir. Þetta hefir viö alls ekkert að styðjast. Al- gengt var það einnig að láta kalt vatn streyma um úlnliðinn, og er það ekki alveg þýðingarlaust. Af lyfjum, sem til þess eru notuð að stöðva blóðnasir, má nefna: álúns- vatn og járndropa. Má rennvæta í því bómullarhnoðra og troða honum lauslega upp í nösina, sem blæðir úr og þrýsta honum að blettinum þar sem blæðir. Aríðandi er það, þegar hætt er að folæða, að snýta sér ekki nokkuð lengi á eftir. Dugi ekkert af þvi, sem hér hefir verið ráðlagt, verður að sækja lækni. Er stundum ekki mögulegt að stöðva folóðnasir nema með því að troða upp i nösina að aftan og neðanverðu frá munninum. Stöku sinnum verður að brenna sár sem blæðir úr, til þess að það geti gróið. Sig. Júl. Jóhanncsson. Sargent Radio and Auto Supþly FIRE SALE KLUKAIÐ KJÖKKAUP Byrjar laugardag 9 f« h. komih og L.ITIÐ A VERÐIÐ ER FÆRT NIÐUR í INNKAUPSVERÐ OG NEÐAR, TIL ÞESS ALLT SKULI SELJAST. — EKKERT MÁ EFTlR VERÐA, SVO AÐ KOMIÐ VERÐI FYRIR HINUM NYJU VÖRUBIRGÐUM. * pi|Vélar þessar eru alveg: óskemmdar, kassarnir ó- snortnir, í bezta lagi# Stewart-Warner ábyrgóar- SETS skirteini fylgja hverri. I STEWART WARA'ER, Model 400, 5 tuhen, re«r. $70 $35.00 1 STEWART WARXER, Model 300, 5 tul>eM, reg. $70 ...... $35.<N> 1 GORMAC SET, rejf. $05 .............................. $25.00 1 5-tulie T*R.F. SET, Walnut eabinet ................. $20,00 1 Stewart Warner Horn, Uadlo Tubea, Reuular Regular $17*50 ...... $10 <H) ^ c c „ . ' $2 50, 201A .......... $1-75 1 Saal Speaker, Reguiar * $20JH> ............... $K.OO Other Tuben at ........ 75c up RADIO B BATTERIES, Reaular $5.65, 45 volt ...... $2,50 & $4.00 TIBES TIRES Ford, Reg:. Cord ........ $6-75 All Other Tlrea Reduced Auto Lampa, tall and head Regular 35c ......... 15c Champion and Splltdorf Spark PIukm, Ford hI*c ...... 55c Othor mIzch ............. 75c Ford .............-....... $1.50 Heavy .................... $1.S0 Extra Hevy ...........-... $2-35 Chatna, Ford Standard, Cord and llalloon “Marvel”, .Reifular $6 and $6.50 .. $5.00 RAFMAGNSAHÖLD SkrlbljÓM, á«ur $2*50. Mtór MtærH meH nflsjejmi, nú .... $1,25 og $1.00 HÓMlampar, ftftur 40e ok 50c hver, nú A ............... 15c KomiÓ inn og skobitS hvaS vib höfum og eigi er rúm atS auglýsa. TIRE AND IIATTER V SERVICE 631 SARGEXT AVENUE PHOXE 80 743 Símið 45 262 Og Wood’s Coal Co., Ltd. mun birgja yður með viði eða kolum, eftir því sem þér þurfið, og gera það bæði fljótt og vel, hvenær sem vera skal. — Eldiviðarbirgðir og skrifstofa við PEMBINA HIGHWAY, viS Weatherdon. Söngsamkoma Allur ágóðinn fer i Björgvinssjótiinn) ICELANDIC CHORAL SOCIETY OF WINNIPEG heldur söngsamkomu ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 7. FEBRÚAR 1928. f FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU, VICTOR ST. BYRJAR KL. 8 E.H. PROGRAMME: O Canada! — Ó, Guð vors lands! I. Ohorus: Sjááð hvar sólin hún hnígur. Sigf. Einarsson 2. Solo: Seek Ye The Lord (úr B. Guðmundsson “Cantata”) Mr. Árni Stefánsson 3. Chorus: a) Sumargyðjan . . .. Jón Friðfinnsson b) Vögguljóð...............Jón Friðfinnsson 4. Solo............................ Óákveðið Mr. Paul Bardal 5. Chorus: Stormur lægist stríður . . . . Oscar Borg (Solo part: Mr. Paul Bardal) 6. Samskot. 7. Chorus: í»ótt þú langförull legðir . . .. S. K. Hall 8. Solo: a) Gígjan...............S. Einarsson b) Hjarta mitt og harpa..........S. K. Hall Mrs. S. K. Hall 9. Chorus: Ólafur Tryggvason...F. A. Reissiger 10. Upplestur........................óákveðið Séra Ragnar E. Kvaran. II. Chorus: Gígjan mín góða .. .. B. Guðmundsson b) Hló við í austurátt......B. Guðmundsson GOD SAVE THE KING

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.