Heimskringla - 08.02.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.02.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HB IMSKRIN G LA WINNIPEG 8. FEBRÚAR 1928 Bréf til Hkr. Dauphin River, 28. jan. 1928. Sigf. Halldórs frá Höfnum. Winnipeg, Man. Kæri kunningi! Beztu óskir til 'þín á þessu ný— byrjaBa ári. ÞatS er nú langt síðan eg lofaðist til þess að senda þér nokkr ar línur, en eg hefi sjaldan haft mik- inn tíma til ritstarfa, enda er eg lítt fær til þess. Þessi á, Dauplhin River, er sú sem kemur úr Manitabavatni inn í Win— nipegvatn, og fer hún í gegnum Lake St. Martin. Hér fiskaði eg fyrir 40 árum, þegar 2 fiskifélög byggðu fiski stöðvar hér. Fyrir nokkrum árum byggði Dominionstjórnin hér fiski— klakstöð, en ltilu síðar brann hún til kaldra kola, en 2 stór timburlhús sluppu við eldinn. Hefi eg annað þeirra til ibúðar. Hér við ána er— um við 5 landar, og einn af þeim er Barney Doll frá Rupert, einn af elztu hvítfiskisútgerðarmönnum. Er hann smár vexti en sá mesti víkingur af fiskimönnum, sem eg hefi þekkt, og hefir hann þrjá menn hvern öðrum duglegri, og einn af þeim er Magnús Magnússon, sonur Jólhannesar heit— ins Maignússonar frá Dögurðarnesi við Árnes, Man. Á Klerkstanga eru 5 landar; í Dinner Island eru 11 landar, og þá samtals 21, og frá þessum mönnum er búið að flytja á þriðja þúsund kassa af frosnum fiski, og um 300 af ferskum fiski. Hér var ágætis afli fyrst framan af; en nú hefir fiskurinn fært sig út á djúpt vatn. Gimli fiskifélagið fær mest allan þenna fisk, enda er það eina félagið, sem hefir hjálpað fiski mönnum með útgerð og flutning, og hefir það félag reynst mörgum vel, og Gimlibær á því félagi mikið gott upp að unna, fyrir þá miklu atvinnu sem það hefir gefið bæjaribúum. — Hingað sendi félagið J. B. Jónsson frá Gimli, sem hefir verið aðalum— sjónarmaður félagsins á sumrum norður í Georges Island, og sér hann um flutning á þíða fiskinum, og var ekki hægt að fá ákjósanlegri mann til þess, Hefir hann 9 teymi af hest um við þann flutning, öll með hituð- um sleðum, yfirbyggðum. Fara héð an 4—5 sleðar annan hvern dag, og fara þau 24 mílur; mæta önnur teymi þeim þar að kvöldi, og heldur fisk- •urinn áfram með þeim og nær lest- inni, sem fer næsta morgun. Mest af óslægðum hvitfiski fer til New York. Fiskimenn hafa gefið bændum frá Gypsumville góða atvinnu við fiski- flutning, og stjómarlbrautin fær í ár meiri fisk héðan en nokkru sinni áð- ur. Frá Dinner Island kemur inn hingað núna annanhvern dag frá 11 mönnum, um $250 til $300 virði af fiski. Verðið á þiðum hvítfiski er hér 11 cent; nálfiskur 7—8 cent. — Þetta er 36 milur frá járnbraut. öllum hér norðurfrá líður ve1, heil ibrigði manna er í bezta lagi. Eg læt svo þetta duga í bráðina, en kannske sendi línur seinna. Með beztu kveðjum, Ykkar einlægur, Capt. B. Anderson. ---------—x----------- Dr Bók eftir franskan prest frá 18. ö!d. Les: “Forsjónin” — M. J. Sé guð alstaðar nálægur, er hann ólíkari manninum en maðurinn maurn um. Væri nú hyggilegt af maurun— um að gera því skóna, hver væri vilji, áform og ákvarðanir garðyrkjumanns ins? Væri það rétt ályktað af þeirra hálfu, að lystigarðurinn í Versölum hafi verið mældur út, ræktaður og prýddur þeirra vegna, og að vand- fýsinn konungur hafi látið gera þetta með því eina augnamiði, að maur- arnir fengju að búa þar sæluláfi og foaða í rósum? En samkvæmt guð- fræðinni, er meira djúp staðfest milli guðs og manns, en manns og maura. Þannig birta guðfræðingarnir flónsku sina, er þeir eyða kröftum sínum og tima í að skýra eiginleika og áform guðdómsins. * * * Svo er sagt að guð hafi skapað heiminn til að gera manninn farsæl- an. En er nú maðurinn, þegar öllu er á botninn hvolft, farsæll í þessum heimi, sem skapaður var hans vegna? Fara ekki saman i lífi mannanna, þær Sorg og Gleði ? Eru þeir ekki teljandi, sem ánægðir eru með ör— lög sín? Er ekki maðurinn fórnar— dýr líkamlegra og siðferðislegra ó- happa? Er ekki mannslikaminn, þetta meistaraverk skaparans, mesti gallagripur1? Mundum vér dáðst að hugviti og handlægni höfundar þeirr ar vélar, sem sí og æ væri i ólagi, og félli svo í mola, þegar minnst varði? * * * Forsjón nefnum vér vernd og um- hyggju guðdómsins, er lýsir sér i því hvernig hann annast þarfir vorar og vakir yfir velferð sinna ástfólgpiu barna. En ef vér litunist um, munum vér brátt komast að raun um, að hann skej'tir ekkert um oss. Forsjón- in vanrækir meiriihluta mannkyns þess er bvggir jörð vora. Á móti fáeinum hræðum, sem álitast farjælar, er urm ull hinna, sent búa við bágindi, stynja undir þrældómsoki og falla að síð- ustu í valinn, útslitnir aumingjar. Heilar þjóðir svelta, svo nokkrir hold sinnaðir harðstjórar, sem ekki eru farsælli en þrælar þeirra, fái að lifa i ótakmarkaðri eyðslusemi. Héim- spekingar vorir hrópa hástöfum um mátt og mildi forsjónarinnar, en æpa þó í öðru veifinu af skelfingu, þegar hún leikur sér að vonum mannanna og verkum, sem hrynja og hverfa fyr ir óvæntum stórslysum; sjáum vér ekki hvernig hún kollvarpar ráða— Igerðum mann/anna, hendir gys að viðleitni þeirra til bjargráða, og leið- ir þá með alvizku sinni út á refil— stigu ? Hvernig getum vér borið traust til forsjónar, sem hendir gam- an að manninum og hefir hann að leiksoppi ? Hvernig á mér að finn- ast mikið til um órannsakanlega vegi huldrar vizku, sem eg skil ekkert í ? Dæmið eftir ávöxtunum, segið þér. Eftir þeim fer eg, og finn að þeir eru mér stundum hollir og stundum barrvænir. Oss finnst vér bera blak af for- sjóninni, með því að segja að ein- staklingum hlotnist meiri blessun en böl í þessum heimi. Gerum ráð fyrir að hið góða, sem vér njótum af hendi forsjónarinnar, sé tíu sinnum meira en hið illa. sem vér líðum fyrir. Er þá ekki rétt athugað, að forsjónin sé íiö tiunda leyti illgjörn?? — sem ér fjarstæða samkvæmt algæzku þeirri, sem vér höfum tileinkað henni. Allskonar rithöfundar hlaða lofi á forsjónina fyrir það, hversu vel henni farist við mannkynið, og mætti marka á því, að menn gætu lifað hér á jörð án þess að leggja mikið á sig. Þó er hæpið að sjá megi, hvern ig þetta má ske. Maðurinn virðist þurfa að fiska, fara á veiðar, þræla án afláts; að öðrum kosti er ekki sjáanlegt, hvernig hann gæti dregið fram lífið; og í fæstum löndum legg- ur forsjónin honum þarfir hans upp i hendurna. Líti eg yfir löndin, sé eg siðlausa menn jafnt og siðaða í stöðugri baráttu við forsjónina. Hann verður að bera af sér höggin, sem hún leggur til hans í felliibyljum, flóð um, hagli, harðindum, frosti og funa, öllutn þeim óhöppum sem eyða á— rangri af elju hans. í sem fæstum orðum: mér virðist mannkynið önn- um kafið við að verjast þrælatökum forsjónar þeirrar, sem sögð er að láti sér svo annt um velferð vora. Hollvinur hinnar guðlegu forsjón- ar, dáist mjög að vizku hennar, þar eð hún hafði látið elfur renna, þar sem mennirnir byggðu borgir sínar! Er ekki rökfræði hans eins skynsam'- leg, eins og fjerimeistaranna, sem aldrei þreytast á að tala um hand— 'eiðslu forsjónarinnar. eða þy kjast sjá gæzku hennar og mildi í öllu sköpunarverkinú ? * ¥ * Virðist oss þá alvizka forsjónar- innar lýsa sér í hinum dásamlegu verkum hennar? Stjórni guðleg for- sjón 'heiminum, litur helzt út fyrir að hún eyðileggi og skapi, uppræti og gróðursetji, jöfnum höndum. Veldur hún ekki eyðileggingu þús— undanna, sem hún er sögð að bera föðurlega umhyggju fyrir? A bverju augnalbliki missir hún sjónar á þess- um ástfólgnu börnum sínm; hún ríf— ur hús þeirra að grunni, eyðileggur úppskeruna^ Siendir beljandi vatns- flóð yfir lendur þeirra, eða þurviðri, svo að allur jarðargróður skrælnar upp, herklæðir náttúruna á móti mönn unum, æsir þá upp hvern á móti öðr- um, og endar með því að kvelja þá i dauðanum. Er þetta það, sem þér kallið að viðhalda heiminum? Ef vér reyndum að hugleiða hlutdrægn- islaust, hversu tvíræð framkoma for sjónarinnar er gagnvart mönnum og skepnum, mundum vér álykta, að niiklu freniur en að.líkjast umhyggju samri móður, á hún sammerkt við þær konur, sem gleyma óhappa- ávöxtum léttúðar og losta, og yfir- gefa afkvæmi sin um leið og þau fæðast í heiminn; konur sem gátu börn í stjórnlausri girnd, en læra þau svo út til fósturs örlaganornunum. Hottentottar — gáfaðri í þessari grein en aðrar þjóðir, sem kalla þá skrælingja — er sagt að neiti að til- biðja guð, af þvi að hann geri stund um gott, en oft illt. F.r ekki þessi rökfærsla nær sanni og samrýmdari reynslu vorri, en hinna, sem aldrei játa að þeir sjái annað i stjórn guðs síns, en vísdóm, gæzku og alskyggni; og sem loka augunum fyrir þvi, að allt hið illa, sem birtist á leiksviði lífsins, er frá hans hendi — hendinni sem þeir kyssa i hrifning heimsku sinnar? Frh. ---------X--------- Bændasamvinnan í Danmörku Eftir A. Dreycr. Sann'imm-cgyjasala. Þar sem hægt er að segja um sam vinnufélög danskra bænda yfirleitt, að þau hafi haft vöruvöndun fyrst og fremst á dagskrá, þá á þetta þó eigi sízt við um eggjaútflutningsfé- lögin dönsku. Um 1890 átti þessi vara ekki miklu gengi að fagna á markaðinum, og einkum komu þá frá enska markaðinum, sem þá tók við inestum hlut danskra eggja, og kærur út af gæðum þeirra. Það er og vafa laust, að bæði framleiðendur og kaup menn höfðu oft þá meðferð á eggjun um, sem var allt annað en vel löguð til þess að skapa eggjunum varanleg- an markað. A þessum árum var það að “Grocer” skrifaði um danska eggjaverzlun og sagði, að “Danir, sem sjálfir kunna vel að meta góð- an mat, krefjast þess af oss, að vér lokum augumnum og höldum um nef- ið, þegar vér etum dönsk egg”. — Ymsir urðu til þess að vekja athygli á þessu meðal danskra bænda, og laust fyrir 1890 var farið að stofna félög foingað og þangað til þess að safna og selja egg. En í öndverðu var hreyfing þessi of dreifð til þess að geta ihaft nokkur veruleg áhrif á eggjasöluna í foeild. Það var fyrsí 1895, þegar Dansk Andels Ægexport var grundvallað, að smáfélögin undir miðstjórn þess fengu nokkuð meiri þýðingu. Þótt langt sé frá því að félag þetta sé eitt ráðandi eggja— markaðinum, hefir það þó á liðnum árum haft gagngerð áhrif á vöru- vöndun, meðferð og sölu danskra eggja. Vöxtur sjálfs félagsins sést af þvi, að verzlunarvelta þess er nú árlega um 20 miljónir kr. og útflutt egg á ári nema um 8 milj. kg. • Með— limir í sambandi þessu eru um 550 eggjasölufélög hingað og þangað, er taka við eggjum félaga sinna, en auk •þess eru á 15 stöðum stofnuð pökk- unanhús (Pakkener). Þangað eru eggin send frá einstökum félögum og þar er búið um þau og litið eftir þvi að þau séu boðleg verzlunarvara og eru þau síðan tilbiún til útflutnings. Tala félagsmanna í öllum félögunum var 1924 uin 45,000. Um skipulag þessarar starfsemi ti! eflingar útflutnings á þriðju stærstu vörutegund danska landbúnaðarins er það að segja, að grundvöllur sam— vinnunnar liggur í eggjasölufélögun- um, sem dreifð eru um allt land, og er skipulagi þeirra hagað á venjuleg- an hátt. Til þess að fá nægt rekst— ursfé, taka félögin þannig lán, er fé- lagsmenn ábyrgjast allir saman, en stjórn félagsins er falin stjórn, er venjulega felur vissum manni á hend ur öll dagleg störf við söfnun eggj- anna. Smáfélögin eru aftur skuld- bundin “Dansk Andels Ægexport” að svo miklu leyti sem hlutur þeirra í varasjóði, og aðeins sá hlutur, út- vísar. En þessu er svo háttað, að samkvæmt lögum félagsins Dansk Andels Æjgexport, eru smáfélögin, (meðlimirnir) skyld til að leggja ár- lega vissa upphæð í varasjóð. Þessar | upphæðir verða ekki endurgreiddar ( fyr en félagið kann að leysast upp, | og eru þær því eiginlegur fjárhags—, grundvöllur félagsins. Þá er þess að geta, að auk Dansk Andels Ægexport hafa nokkur sam— vinnusláturihús, auk aðalstarfsemi sinnar, tekið að sér eggjasöfnun og útflutning þeirra. Aðferðin er sú, að viðskiftamenn sláturhússins flytja egg sín þangað, og tekur það þau með föstu verði, en borgar félags- mönnurn i árslok hagnað þann, er á kann að verða sölunni, í réttu hlut- falli við eggjatölu þá, er hver fé- lagsmaður hefir selt sláturhúsinu. Annars er stjórn þessarar eggjasölu- deildar sláturhússins, alveg aðskilin frá aðalstarfsenri þess. Um fjórðungur útfluttra eggja frá Danmörku fer í gegnum hendur Dansk Andels Ægexport og sam— vinnusláturhúsin. 1924 voru útflutt dönsk egg alls 41,6 milj. tvítugar, og nam verð þeirra 150 milj. kr. Mikilvægust áhrif, er samvinnu- hreyfingin á þessu sviði hefir haft, eru þau, að Dansk Andels Ægexport kom á rækilegu eftirliti með aldri eggjanna. Þér vitið eflaust, að með eftirlitsaðferðum þessum, getur Eng lendingurinn með því að líta á eggið sem stendur á morgunverðarborði foans, séð í svip, fovort eggin í raun og veru eru nýorpin, og ef hann vissi hvað tölurnar á eggjunum ættu að þýða, gæti hann af þeim fundið út eiganda hænunnar, sem verpti egg— inu. Vér höfum hér í Danmörku ný- verið fengið samiþykkt lög, sem í lík- ingu við það er gerist um smjörið, ákveða nánara hversu eggin skultt flokkuð, svo nú eru þau seld, sem þau í rattn og veru eru: "nýorpin, geymd eða sprungin”. Samvinnufélög til gripaútflutnings■ Enn verðttr að nefna samvinnu— félög þau, er danskir bændur hafa stofnað, til þess að annast útflutning og söht lifandi gripa. Þessi félög ná venjulega yfir allstór svæði, en fé- lagsmenn skuldbinda sig til þess að láta félagið fá gripi þá, er þeir vilj.i selja úrsveitis eða úr landi. Aðferðin et' annars sú, að félagar selja gripina við veði, sem ákveðið er eftir venju— legu markaðsverði að frádregnum nauðsynlegum reksturskostnaði fé_ lagsins. Er gripurinn þá orðinn eign félagsins, er selur hann síðan og skift ir i árslok ágóða, er verða kann á sölunni, hlutfallslega milli félags_ manna, eftir gripafjölda þeim, sem hver hefir selt félaginu. A hinn bóg- inn ábyrgjast félagsmenn greiðslu á foalla, sem verða kann á sölunni eftir santa hlutfalli. Sem stendur starfa nú um 20 þess foáttar útflutningsfélög gripa, og eru félagsmenn alls uin 25,000. Verzlun- arveltan nemur árlega um 16 milj. kr. og 1923 voru seldir um 45,000 gripir. Félögin mynda samhand sín á milli, sem gætir almennra hagsmuna þeirra, án þess þó að blanda sér í starf— rækslu hinna einstöktt félaga. Satnvinnufélög danskra bcenda til útsœðisafla. Danskc Landbrugsforeningers Fróforsyning. Til þess að efla tilraunir manna til öflunar góðs útsæðis og fræja, stofn_ uðu framleiðendur þessara vöruteg— unda 1916 félag með sér, sem hefir eftirlit með því að kaupendum sé tfyfífF að varan, sem þeir kaupa, sé það sem hún er talin vera. Verzlunarvelta félagsins var eink- utn á stríðsárunum, þegar talsvert mikið var f-lutt út, mjög mikil. Sem stendur er veltan árlega milli 5—6 milj. króna, en það, sem einkum er athugavert í þessu máli, er hið nána samiband, sem er með félagi þessu og Samibandi danskra kaupfélaga (Fællesforeningen for Danmarks Brugsforeninger) sem sér um mjög mikinn hluta sölunnar. An þess að lýsa nánara þessari grein af starf- semi kaupféilaganna, skal þessa þó getið, því það sýnir hvern hluta þatt eiga í samvinnu danskra bænda. Samvinnufélög danskra bœnda til fóðurkaupa. Þegar sú breyting varð á kornút- flutningi yfir í innflutning, er leiddi af breyttu verðlagi á heimsmarkaðn - um um 1870 og hafði í för með sér hausavíxl í framleiðslu ’hins danska landbúnaðar, þá leið eigi á löngu áður en fóðurkaupamálin kæmu á dagskrá. Verð og gæði fóðurvaranna voru mjög mikilvæg á næstu árum, þegar hagsýnir bændur oft stóðu held ur fákunnandi gagnvart vöru þeirn er þeim var boðin. Einkum var það spurningin um vörugæðin og trygg- ingu fyrir þeim, er varð þess vald- andi, að rnenn í lok 10. tugar aldar— innar stofnuðu félög hingað og þang að til þess að kaupa inn gripafóður. Eins og gerðist um eggjasölufélögin, urðu félög þessi fyrst að verulegu gagni eftir það, að þau höfðu gert samband með sér og vaxið við það svo fiskur um hrygg að þau gátu sjálf annast innflutning fóðttrsins ög og kaup á því á erlendtidm markaði. Þetta gerðist árið 1898, þegar hafin var Samvinna fyrir Jótland, og þegar stofnuð var józk gripafóðurs sam— vinnuverzlun (Jydák Andels foder- stofforetning). Ttiaint árum .síðar voru svipuð félög stofnuð á Sjálandi og Fjóni. Fjárhagslegur grttndvöllur þessara stofnana liggur í smáfélögunum. A- •byrgjast félagsmenn allir sarnan skuld bindingar félags síns, en aðalfélagintt, eða samibandinu eru þeir skuldbttndn- ir um vissa tryggingarupphæð, sem fer eftir kúafjölda þeirra. Mikilvægt atriði er og það, að smáfélögin skuld binda sig til að kaupa af sambandinu um visst tímahil, venjulega 5 ár. [ slrtáfélögunum er stjórn valin á aðal- fundi en um dagleg störf sér maður sem til þess er kjörinn. Skipttlagi aðalfélaganna, eða santbandanna er svo háttað, að valin er stjórn og full- trúaráð, sem er einskonar milliliður milli stjórnarinnar og aðalfunda’- (Generalforsamlingen), sem fulltrúar úr ölluni smáfélögunum sækja. Fyrir samböndunum standa framkvæmda— stjórar, er hafa allmikil völd um dag legan rekstur og yfir höfttð að tala eru allmikill verzlunarbragur á þess- um félögum. Verzlunarvelta í fóðurkaupafélög- unum var 1924 143 milj. króna og gera má ráð fyrir að nálægt þriðjungi allra innfluttra fóðurtegunda til Dan merkur gangi í gegnum samvinnu- félögin. Tala félagsmanna í félög- unum, sem eru nær 1300, er um 75,000, en tala nautanna, er skrifuð eru fyrir fóðrinu, eru um hálf miljón. Dönsk áburðar satnvinnuvcrslun. Auk fóðurkaupa hafa sömu félög árttm saman keypt og flutt inn á- burðarefni. Á þessu varð þó breyt- ing 1916, er stofnað var sérstakt fé— lagssamband fyrir allt landið til á- burðarkaupa er nefnist Dansk An- dels Gödningsforening. Er skipulag félaga þessara í öllu verulegu eins og í fóðurkaupafélögunum, grund— völlurinn eru smáfélög, og félags— men,n þeirra ábyrgjast allir saman borgun á vörum þeim, er þeir taka við og sknldbinda sig auk þess til að kaupa af félaginu í 10 ár. Aðalfélag inu eða sambandinu eru félögin skuld bundin um tryggingarupplhæð, sem nemur /2% af eignarafgjaldi (Ejen- domskyld) félagsmanna. 1 sambandinu . eru 1550 smáfélög með 74,000 félögum. Verzlunarvelt- an var 1924 26 milj. króna, og áburð ur sá, er félögin flytja nemur um tveim fimtu af öllum innfluttum á— burði. * * ¥ I greinargerð þeirri er yður hefir nú stuttlega verið gefin, um sam— vinnu danskra bænda, hefir aðeins verið getið félaga þeirra, er standa nánast i ‘þjónustu landbúnaðarins í þrengri merkingu þess orðs. Auk þess ara félaga er til fjöldi annara fyrir- tækja, sem að vísu vinna eigi beinlín is í þörf landbúnaðarins, en standa þó bæði að uppruna sínum og rekstri í nánasta samibandi við landbúnað og bændur og skifta mest við þá. Þannig má nefna Dansk Andels— Cementfabrik (Dönsk samvinnu se- mentverksmiðja) er hefir um 5 milj. kr. verzlunarveltu og framleiðir um foálfa miljón tunna af sementi ár— lega. — Þá er Dansk Andels Kulfor- retning (Dönsk samvinnu kolaverzl- un) er skiftir við smjörfoú og kaup— félög um land allt. — Enn eru ýms tryggingafélög, sem hafa “premíu”— tekjur er nema um 7 milj. króna ár— lega, og um 340,000 meðlimi. — Loks- er Den danske Andelslbank (Danski samvinnubankinn), er um mörg ár hefir haft talsvert mikið fé í veltu, t. d. 1923 um 15 miljarða króna og innlög (Indskud) 127 milj. króna. Þessum banka er þó lokað um stund- arsakir sökum ýmsra erfiðleika og taps. En nú er aftur unnið að end- urreisn bæði aðalbankans og hinna mörgu útbúa er voru víða um land— ið, þó er sem stendur ómögulegt að spá neinu um framtíð þessa fyrir— tækis, sem er eitt af hinum stærstu fyrirtækjum samvinnunnar í Dan- mörku. Til þess aS gefa yður að lókum heildaryfirlit yfir þátttöku manna í samvinnufélögum innan danska Iand- búnaðarins, að meðtöldum kaupfélög— um til sveita, skal þess getið, að talið er að öll félögin hafi samanlagt um 1,5 milj. meðlima. Hér vi'ð er þó að afchuga, að margir, já ef til vill flest- ir eru í senn félagar margra félaga, svo að talan er að því leyti villandí, er sami maður verður oftar en einu sinni talinn. Vilji maður á hinn foóg inn gera sér grein fyrir,, hve mikiU hluti þjóðarinnar taki þátt í sam— vinnuhreyfingunni, þá er þess að gæta, að venjulega nýtur heil fjöl- skylda eða stofnun góðs af félagsskap aðeins eins manns, og má því telja, að þeir er skifta við félögin, séu tals— vert fleiri en séð verður af meðlima- skránni. Eg vona að yöur hafi nú skilist, hve mjög danskur búskapur og bún— aður stendur undir merkjum sam- vinnunnar. Sigurður Sigurðsson frá Kálfafelli. —Lögrétta. -----------x---------- Samúð — Samkeppni. Satnúð og samkeppni eru tvö gagn- stæð öfl, sem frá ómuna tíö hafa •barist um völdin. Bæði þessi öfl mega sín mikils, og þó sérstaklega i viðskiftalífinu. > Hvarvetna rekst maður á þau, þar sem menn reyna með ýmsum aðferð- um að ná því takmarki, setn þeir hafa sett sér. Sumir, en þeir virðast vera færri, reyna að ná hugsjón sinni eða tak- marki með því að leitast við að ná samvinnu við aðra og hjálpa öörum eftir getu, í stað þess að reyna að yfinbuga og kúga aðra, sökum þess að þeir hugsa sem svo: Það er betra að vera drepinn, heldur en að drepa, því að ef eg tel það rétt að drepa aöra, til þess að koma áhugamálum mínuin í framkvæmd, þá eiga hinir sama rétt til þess að breyta eins igagnvart mér, auk þess, sem sér- hver atfoöfn hefir í för með sér hlutfallslega eins miklar afleiðingar og orsökin var. Þeir meta meira að hjálpa öðrum, enda þótt það skaði þá sjálfa, foeldur en að upphefja sjálfa sig meö ann- ara auði, þvi að í allflestum tilfell- um er eins gróði annars skaöi. Þetta er samúð. Að hliöra til fyrir öðrum, svo að þeir geti komist óáreittir áfram, og að sameina sína krafta og annara, svo að öðrum veitist auðveldara að ná takmarki sínu, — þannig er samúð varið. er liinn flokkurinn, sem neytir annara ráða til þess að nálgast það, er hann hefir sett sér. Þeir álíta sig hafa rétt til þess að bola þeim, sem minni máttar eru, af götu sinni. sumir ganga jafnvel svo langt að drýgja glæpi gagnvart smælingjunum, og þar eru stórþjóðirnar fremstar í flokki. Þær bæði berast á bana- spjótum og undiroka varnarlitlar smáþjóðirnar. Stórveldin auka her sinn Og morðtól. Sérhver vill vera fremst, og þær keppast um að hafa sem fullkomnust “tæki” sín. Þetta er samkeppni. Þarna er hún lifandi komin. Hún innifelst í því, að lyfta sjálfum sér hærra, en komast þó ekki hjá því að lækka, þjá og undiroka aðra. Og svo eru þessír menn að vitna í náttúruna og segja: Þarna er sam- keppnin. Þetta er eðlilegt, og fyrst

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.