Heimskringla - 08.02.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.02.1928, Blaðsíða 6
6L BLAÐSlÐA .1 15 I M S h H 1 N U L i. WINNIPEG 8. FEBRÚAR 1928 Slóðin fiá '98 (Skáldsaga úr Norðurbyggðum.) Séra Magnus J. Skaptason, þýddi. 10. KAPÍTULI. Hundarnir voru að færast nær og nær hon- um. I>á furðaði á því, að hann skyldi ekki vakna; þá undraði á því, hvað kyrrt var í tjaldinu; og epginn reykur kom þaðan. Það var svo líf- laust þama inni. Þeir heyrðu ekkert blótsyrði, og ekkert svipuhögg sló þá. En líklega hefir það verið sulturinn, sem knúði þá til þess að færast «ær og nær tjaldinu. Og nú opnaði Locasto augun. Tæpt fet frá' andliti hans voru klærnar á hundinum, ok kjaft urinn opinn. Grimmi hundurinn var kominn rétt að honum; en þegar Locasto hreyfði sig, þá hröklaðist seppi út að dyrunum. — Locasto sá nú, að hinir hundarnir horfðu fast á sig, og voru þess albúnir að stökkva á sig. Hann skildi ekk - ^rt í þessu. Hvernig gat staðið á þessu? Hvað var það sem gekk að hundunum? Hvar var Maðkurinn ? Hvar voru matvælin? Hvers vegna var tjaldið opið og stóin köld? En þá rann það loksins upp fyrir honum, að hann væri einn og yfirgefinn. Hann sótbölvaði og reyndi að rísa á fætur. Hann héit í fyrstu að hann væri svona stíf- ur og stirður af kuida. En þegar hann leit niður é) sig, þá sá hann böndin; sá að hann lá þama bundinn og hjálparlaus,—og fór nú ekki að lít- ast á blikuna. Hann starði á hundana. Þeir voru að smáfærast nær honum; og fóru að verða grimmdarlegir og ógnandi. Þeir færðust nær og skeltu hvoftunum saman rétt við nefið á honum. Hann fór nú að hugsa sér, hvernig þeir myndu fletta holdinu af beinum hans og naga svo bein- in, þegar holdið væri búið. Það fór hryllingur nm hann. — Hann varð þó að reyna að losa sig. *■*«*•*! *■ Hann fór nú að brjótast um. Maðkurinn hafði vandlega unnið verk sitt; en þó hafði hann -ekki tekið með í reikninginn, að Locasto var bæði hörkumaður og sterkur vel. En nú var hann orðinn hræddur um að hann gæti ekki los- ast, —- og með angistarveini herti hann nú á, og reyndi að losa sig. En ólarnar hertu að hon- um fastara og fastara; þær læstu sig dýpra og dýpra og dýpra inn í hold hans, og hann gat ekki slitið þær. En þegar hann hvíldi sig, þá fannst honum þær vera lausari en áður. Hann hvíldi sig nú dálitla stund, áður en hann reyndi aftur. E þá kom magra, gráa tíkin aftur, og færði sig nær honum. Mundi hann þá eftir því, hvern- ig hann hafði svelt hana, þangað til hún gat »6kki staðið. Nú sá hann, að hún ætlaði sér að jafna á honum. Hún kom glepsandi að honum, og ætlaði að festa tennur í háJsi hans og bíta barka hans ef hægt væri. Hann bölvaði henni og orgaði tíl hennar, og hún hrökk undan til hinna hundanna — og stóð þar. Fór han þá að reyna aftur að losa sig, og brauzt um í böndunum. Og þegar hann hvíldi sig aftur, þá fundust honum böndin ofurlítið lausari. En hundarnir voru nú alveg orðnrr óttalaus ir. Þeir stóðu þarna í kring fáein fet frá hon. um; og horfðu fast á hann. Þeir fundu blóðlykt ina og höfði hans, og það fór að renna slefa úr skoltum þeirra. Hann bölvaði þeim enn meira. En nú hreyfðu þeir sig ekki. Það var eins og þeir vissu, að hann gæti ekkert mein gert þeim. Og m)eð græðgiðfullum augum liorfðu þeir á umbrot hans, að losa sig úr böndunum. Þeir voru vitrir og slægir; og voru að bíða þess, að stökkva á hann og rífa hann í sundur. Hann reyndi aftur að losa sig. Og nú fannst honum hann geta hreyft annan handlegginn dá- h'tið. En hann sá það, að hann varð að flýta sér, því að hundarnir voru að verða djarfari og djarfari. Og nú fannst honum eitthvað láta til. Loksins tognaði ólin svo, að hann gat losað ann an handlegginn. En þá fann hann anda hundanna á andliti sínu, og sló hann til þeirra með hendinni, sem laus var; en þeir hrukku undan. En svo stukku þeir allir á hann aftur. Og nú mátti hann eng- um tíma tapa; annars myndu þeir rífa hann í sig. Hann rykkti nú af öllu afli, og losaði hinn handlegginn; en þá voru þeir líka aftur stokkn- ir á hann. Hann komst þó á knén og greip báð- um höndum fyrir andlit sér. Gat hann þá kom- ið höggi miklu á fremsta hundinn og kastaðist hann aftur á bak, rétt eins og kúla hefði hitt hann. En þá voru hinir hundarnir komnir allir á hann; og lá hann undir þeim á gólfinu, og rifu þeir hann og bitu. En tveir þeirra vildu rífa og bíta andlit hans; og liggjandi þarna undir þeim, greip hann sinni hendinni hvorn þeirra um hálsinn og hélt þeim þar í stálgreipum. Hendur hans voru allir rifnar og rispaðar; en samt hélt hann þeim föstum, hversu mikið sem þeir brut- ust um. Þeir snerust alla vega, en það þýddi ekkert. Hann var að kyrkja þá þarna, og hafði þá sem buklara fyrir sér móti hinum, sem laus- ir voru. Og smátt og smátt gat hann risið upp. Svo fleygði hann öðrum hundinum til dyranna, en með hinum hundinum barði hann þá, sem lir voru svo að þeir flýðu geltandi og og skrækj andi. Var hann þá einn eftir með MacKenzie tíkina. Lagði hann hana þá undir sig og setti kné á hrygg hennar; en með höndunum beygði hann hana aftur á bak, þangað til hann heyrði smell, — og hryggurinn brotnaði í henni. Þá fyrst reis hann á fætur og losaði sig við böndin sem eftir voru. Hann var allur rif. hm og blóðugur eftir bardagann. En sigur hafði hann unnið. “Helvítis fanturinn!” sagði hann og nísti tönnum. “Hann ætlaði hundunum að éta mig upp!” Nú litaðist hann uum. “Hann hefir lá/tið greipar sópa, og ætlað mér að svelta í hel. En einu hefir hann þó gleymt, og þaðl eru eldspýturnar. Með þeim get eg kveikt eld og haldið mér heitum.” Hann tók upp eldspýtnaöskjuna og kveikti á stónni. “Eg skal drepa hann fyrir þetta!” tautaði hann við sjálfan sig. “Eg skal elta hann nótt og dag. Og þegar eg finn slóðina hans, þá skal eg fylgja henni þangað til eg finn hann. Og þá — þá skal eg pína hann og kvelja, og slíta af honum öll fötin, og skilja hann eftir nakinn í snjónum.” Hann lét nú á sig snjóskóna. Leit vel í kringum sig, hvort nokkur matarbiti væri eftir. Og urrandi af reiði, lagði hann svo af stað að elta Maðkinn. Framundan sér gat hann séð snjóskóaslóð- ina. Hann athugaði hana vandlega, og sá að sporin voru úfin nokkuð á röðunum. “Já, það eru eitthvað fimm klukkustundir síðan hann fór hér um, og hefir verið hraði á honum, því að skrefin eru löng.” Hann hafði ætlað sér að ná hundunum, og beita þeim fyrir sleðann; en þeir voru svo hrældd ir við hann, að þeir flýðu inn í skóginn. Og ef han ætlaði sér að ná þessum manni, og svala reiði sinni, þá varð hann nú að treysta áj sinn eigin styrk og úthald. “Hana nú, Jack Locasto!” sagði hann við sjálfan sig; “þú verður nú að leggja fram það, sem þú átt til; því að aldrei hefir þú komist í annað eins. Og farðu nú af stað, og dragðu ekki af þér Hann lagði nú af stað, álútur og stik- langur, því að hann vildí fyrir hvern mun ná í maðkínnn. l “Han hefir þó orðið að brjóta slóðina, and- skotinn sá arna, og þar verð eg fljótari en hann, og ætti því að ná honum. Já, þú skalt fá að kenna á því, djöfullinn þinn, þegar eg næ þér!” Hann nístí tönnum af reíði og Iengdi skref- in enn meir. Hann var nú að fara ofan í langan dal, eða dalverpí, er leit út fjrrír að engínn mað- ur hefði komið í frá upphafí jarðar. Og þarna var þögnin eilíf, en furutrén voru þar í hnöppum og hópum. Hvar sem hann fór, var hin ævar- andi þögn. En þó að þögnin væri ekki hress- andi, þá hafði hún Iftil eða engin áhrif á hann En loftið var kait—ákaflega kalt,—svo kalt að maður gat ekki hngsað sér, að það gæti nokkru sinni orðið hiýtt aftur; og ef að loftið nokkru sinni snerti bert andlit hans, þá fann og andardrátturinn frairs í nefi hans, svo að hann fékk blóðnasir: Hann nam staðar sem ust saman, og augun sviðu og augnalokin frusu, hann fór að hlaupa, þá var sem lungun kipruð- iiann frostið læsa sig unr hold hans. Og þegar snöggvast. “Fjandinn taki þetta: bölvaða land!” sagði hann. Hann hafði engan mat bragðað, og var nú orðinn hungraður í 'þessu kalda lofti. 1 Hann dreymdi vakandi um mat; en þó einkum um svína flesk — vel feitt svínaflesk. En nú hafði hann ekkert að éta. Og hann vissi, að hann myndi engan mat fá, fyr en hann næði Maðkinum. — “Áfram! Áfram!” sagði hann við sjálfan sig. Hann kom nú þangað sem Maðkurinn hafði áð, og þar fann hann öskvrhrúgu. “Fari hann bölvaður; hann hefir þá eld- spýtur, eftir allt saman!" sagði hann nú ólund- arlega. Og nú fór hann að Ieita í snjónum. hvort hann fyndi ekki einu sinni brauðbita, eða eitthvaö annað matarkyns. En hann fann ekki neitt. Hann hélt því áfram, — og svo kom nótt- in; og hann var nauðbeygður til að setjast að. En hann var svo voðalega hungraður. — Nóttin var ljómandi og stjörnurnar voru dreifðar um himininn. En kuldinn var svo átakanlegur — og það lét einhvemveginn svo undarlega í trjánum. Það mátti þó ekki minna vera. Og þarna hýmdi hann hjá eldinum í átján klukku- tíma og þorði aldrei að sofna, af því að hann var hræddur um að þá mundi hann frjósa. “Ef að eg aðeins hefði tinkollu til að sjóða vatnið í,” tautaði hann fyrir munni sér, “þá er nóg af hreindýramosa; og h'ka gæti eg steikt leðurskóna mína. Já, eg skal reyna að steikja eitthvað af þeim, efri partinn að minnsta kosti.” Nú skar hann lengju ofan af skónum, eða réttara sagt stígvélunum, sem hann var í, og hélt því yfir eldinum. Hárið utan á leðrinum fór strax að sviðna, en skinnið skorpnaði. Hann skar nú flögu af því og lét í munn sér. Það var þægi- lega volgt, en tennur hans unnu ekki á því, þó sterkar væru. En svo skar hann smærri bita af skinninu, tuggði þá fyrst lítið eitt og gleypti þá svo. Loksins kom nú dagurinn og Locasto lagði undireins af stað. En nú var hann miklu ver far inn en áður. Hungrið hafði linað hann svo, að hvert skref var nú styttra en áður, og fjaður- magnið í sporinu og öllum hreyfingum var horf- ið. En samt tautaði hann: Áfram! Því að hatrið og hefnigirnin dró hann. Hann athugaði aftur snjóskóasporin í snjónum, og sá nú að þau voru hörð og frosin. Hann vissi þá að hann var far. inn að dragast aftur úr. Maðkurinn hlaut því að vera býsna langt á undan. En í seinustu lög skyldi hann örvænta. — Maðkurinn kynni að sofa yfir sig eða meiða sig; og þá — Locasto fór nú að hugsa sér, hvað hann yrði glaður yfir að sjá óttann og skelfinguna á Maðkinum, þegar hann sæi að hann væri búinn að ná sér. Já, hann skyldi fá1 það ósvikið, óþokk- inn sá! En það var enginn efi á því að hann var nú að verða máttminni og mátminni. Hann var farinn að detta, er hann rak fæturna í eitthvað; og seinast lá hann flatur stundarkorn, áður en hann reis á fæur. Hann dauðlangaði til þess að hvíla sig stundarkorn. Kuldinn var að verða meiri og meiri. Hann var orðinn seigpínandi. Hann var miskunnarlaus. Hann ætlaði ekki að geta afborið hann. Hvar sem holdið var bert, þar fann liann stingina. Hann dró niður hett- ua, svo aðeins sá.st í augun, og svo hélt hann áfram eftir hínum fannklæddu sléttum — hinum eyðilegu óbyggðum norðurlandsirjs — vafinn fötum og druslum, sem djöfull sendur frá Nifl- heimi, grímur, liatursfullur og ógnandi. Hann stóð þar á sléttu einni, ákaflega stórri. Himininn var sent einn stór íshellir. Landið lá þar undir fótum hansr steinfrosið; og var sem hið frosna og livíta loft væri nú að lykjast í kringum hann, og verða að gildru, sem hann aldrei gæti losast úr. — Það fór hrollur um Lo- casto, svo að hann skalf og nötraði. Og svo kom nóttin og myrkrið—og hann gerði sér eld mikinn. En ekki var um annan mat að gera en húð- skóna. Uppi yfir sér á himninum sá hann stjörn- urnar glitra, og fannst honum stafa grimmdar- harka frá þeim. Og þessa nótt varð hann að hafa mesta vara á sér, að sofna ekki. Nokkrum sinnum hné hann áfram hálfsofandi og lá við að falla ofan í eldinn. Og þegar hann hangdi þarna yfir eldinum, þá vissi hann ekki fyr en kviknað var í skeggi hans, en bakið var sem eitt klakastykki. Þó var hann oft að snúa bakinu að eldinum, svo að hann frysi ekki. En aldrei þorði hann að snúa bakinu lengi að eldinum. — Og þungt lagðist þögnin á hann, — og var þá sem honum fyndist að dauðinn vera að bíða eftir sér, og myndi |hremma sig hinjum klöldu; grejpum sínum. Þegar dagurinn loksins kom, var loftið þungt og skýjað, en kuldinn hetdur minni, og fram undan sér sá hann móta fyrir slóðinni. Hann vissi nú varla, hvað hann ætti að hugsa. “Hvern grefilinn hefir sá litli verið að fara?” sagð hann og hnyklaði brýrnar. “Eg hélt að hann mundi halda áfram beinusttu leið til Daw- son; en annaðhvort hefir hann breytt fyrirætlan sinni, eða hann er að villast. Og það hefir hann einmitt gert.” Já, en eg get ekki verið að elta hann leng- ur. Eg er nú búinn að elta hann oflengi; eg er nærri uppgefinn, og eg verð að láta hann sleppa í þetta skifti. Eg vil heldur fara til Dawson.” Hann tók nú nýja stefnu, nærri þvert við það sem hann hafði haldið, og var yfir lágar hæðir að fara. Færðin var vond og varð hann að brjóta snjóinn mestalla leiðina. Það var blæjalogn, og fylgdi logninu ein- hver ótti, sem fyllti hann skelfingu, og fannst honum hann kominn í einhverja gildru. Loftið í norðrinu var að verða meira og meira ógnandi, og sjóndeildarhringurinn varð svartari og svart- ari, svo að Lócastó fór nú ekki að lítast á blik- una. Hann sarði ál hana ogsagði: “Þetta er hríðarbylur, sem er að koma! Hver fjandinn!” Nú fann hann snjóinn falla úr loftinu í and- lit sér, og dimman varð meiri og meiri; og svo kom vindurinn. Þetta var hinn grimmi, æsti hríðarbylur, sem var að koma. “Eg held að nú sé úti um mig!” hvæsti hann út úr sér. “En eg skal berjast á meðan eg get. II. KAPÍTULI. Hríðarbylurinn skall nú grenjandi á hann. Hann var sem í myrkri og sá ekkert frá sér; eða aldrei lengra en fáein fet; og snjórinn fyllti svo augu hans, að það var sem nóttin hefði vaf.. ið sig um hann, og hann var þarna eins og barn í tröllahöndum. “Þetta verður víst seinasta ferðin sem eg fer,” sagði hann við sjálfan sig. En samt beitti hann höfðinu við storminu og stefndi beint móti vindinum, því að vonleysið og örvætingin hafði stælt hann upp, og gefið honum nýjan styrk, þó að hann væri matarlaus og illa á sig kominn. Kolsvört nóttin var komin. Hann var einn >arna í þessu feykilega myrkri; það vafði sig um hann eins og feldur eða teppi; og í þessu kol- niðamyrkri æddi stormurinn og þeytti upp snjó- sköflunum og sópaði þeim um sléttur og dalL Og skógarnir veinuðu af ótta, og villidýrin lögð- ust í lautirnar og límdu sig við þær, svo að vind urinn tæki þau ekki upp með sér, og fleygði þeim svo frá sér og bryti í þeim hvert bein. Og skóg- arnir hljóðuðu; það brakaði í trjánum og grein- arnar brotnuðu, og vindurinn tók þær og flutti með sér. En samt hélt þessi maður áfram. Og 3Ó að snjórinn hlæðist í harða skafla á leið hans, )á óð hann í gegnum þá, þó að þeir tækju hon- um í axlir. Hann vissi það svo vel, að hann var nú að berjast fyrir lífi sínu. Hann var búinn að gleyma hungri sínu, og gleymt hafði hann þorstanum eftir að hefna sín, gleymt öllu öðru en hinni yfirvofandi hættu. “Eg verð að halda áfram, hvað sem það kost ar. Eg frýs í hel, ef eg held ekki áfram.” En það var hart að mega ekki hvílast. Hver einasi vöðvi í líkama hans hrópaði og bað um hvíld. Hann efaðist ekkert um það, að nú væri hann dauðadæmdur. Náttúruhvötin skrúfaði hann áfram, og neyddi hann til þess að berjast meðan nokkur styrkur var eftir í vöðvum hans. Hann brölti í gegnum skaflana upp undir hendur, og vindurinn var svo harður, að hann gat varla staðið uppréttur. Húfan var freðin á höfði hans, og vetlingamir á höndum hans voru freðnir, og fingurnir ætluðu að fara að frjósa í vetlingunum. En fyrir löngu var hann hættur að finna til fótanna. Þeir voru að verða eins og spýta neöan við öklana. Hann barði hönd- un á brjóst sér og fann þó lítið h'f í þeim. Og nú fór hann að sárlanga til þess að leggjast niður í snjóinn. En lífið var svo elskulegt. Hann sá í huga sér borgirnar, veizlusalina, leíkhúsin, kvenfólkið, sem hann hafði elskað en fleygt svo frá sér. Aldrei aftur myndí hann nú sjá þenna heim og þessa gleði og glaum. Því að hér myndi hann nú deyja; þeir myndu finna skrokkinn frosinn, stirðnaðan og samankrepptan, svo að þeir þyrftu að þíða hann áður en þeir legðu hann í gröfina: og hjartað, sem glóði svo heitt af löngun og þrá til lífsins, myndi nú helfrjósa. Já lífið var sælt að hugsa til þess. Og nú fór hann að kenna í brjósti um sjálfan sig; hann sem aldrei hafðí kennt í brjósti um nokkurn mann. Því að nú fannst honum hann ekki geta haldið áfram lengur. En hann hélt þó áfram. Hann riðaði áfram nokkur fet; en vissi nú ekkert hvert hann var að fara, eða hvort hann væri að fara í hring; og svo datt hann, en reis þó á fætur aftur. Og vindurinn fannst honum nú blása af öllum átt- um. En hann var orðinn svo dauðans þreyttur. Hann fann það að hann gat ekki haldið þetta út lengur. Og nú fór hann að hugsa um það, hvort hann væri vondur eða góður maður. Hann hafði svo mikla hæfileika, bæði til góðs og ills. En oftast hafði hann notað þá til ills. Já, því nær æfinlega til ills. Ó, ef hann fengi tækifæri aftur, þá gæti líf háns orðið öðruvísi. En hann vildi ekki fara að skæla eða skrækja, sem barinn hundur. Hann skyldi deyja eins og hann var. Nú voru fætur hans frosnir, og hendur og handleggir að frjósa. Já, það væri líklegast bezt að leggjast niður — þá væri allt búið. Það myndi ekki standa lengi á því. Hann hafði oft heyrt, að það væri svo þægilegur og notalegur dauð- dagi að frjósa í hel. Hann Iokaði augunum stundarkorn. Þetta var þá ekki mikið að deyja, Hann fann ekki til fótanna eða handanna. Honum fannst einhver hrollur fara um sig allan, — og svo vissi hann ekki meira — því að þá var lífið horfið og meðvitundin engin. Maðkurinn tók mikið út af kulda og bölvaði í sífellu. Hann bölvaði snjóskónum og þvengj- unum, sem hanrt batt þá með. Hann bölvaði byrðinni, sem hann bar á baki sér, og einlægt varð þyngri og þyngri, að honum fannst. Hann bölvaði þessu landi og svo fannst honum vera kominn tími tii að fá sér bita að borða. Hann fór nú til og safnaði sér þurrum kvistum og bygði sér kvistahrúgu í snjónum til að kveikja í þeim, og flýtti sér sem hann gat, því hann var að kala og var hræddur. Svo tók hann eldspýt- urnar, eða réttara sagt þuklaði eftir þeim. En hvar voru eldspýturnar? Hann hafði þó aldrei skilið þær eftir þar sem hann hafði áð seinast? Hann leitaði aftur og aftur, en fann ekkert. Hafði hann týnt þeirn á slóðinni? Hon- um lá við að snúa aftur og fara að leita. En þá kom honum til hugar Locasto, sem lá í tjald- inu. Honum gat hann ekki mætt aftur; en eld mátti hann til að hafa. Hann var að frjósa í hel þarna strax. Hann fann ekki til fingranna á sér. En máske hafði hann eldspýturnar í vasa sínum. Jú, þarna voru þær; ein, tvær, þrjár, fjór ar og fimm. Það var nú allt. Hann kveikti á einni og kvistirnir fóru undireins að loga. Með fjórum eldspýtum gat hann kveikt fjóra elda.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.